Björninn í dvala

Ţađ er skammt á milli stórra tíđinda í stjórnmálabaráttu borgarinnar.  Nú er Björn Ingi búinn ađ binda sinn endahnút, ţessi bjarti drengur međ baugana sem međ mikilli elju og nokkrum klókindum tókst ađ koma Framsókn á blađ í borginni eftir hrćđilegar niđurstöđur í skođanakönnunum nokkrum mánuđum fyrir síđustu kosningar.  Ég sé ekki í fljóti bragđi ađ öđrum framsóknarmanni hefđi tekist ţetta, enda kom ţarna ferskur vindur úr annars stöđnuđu apparati. 

 Veturinn 2005-2006 var ég međ vikulegan útvarpsţátt á Útvarpi Sögu og var m.a. međ umfjöllun um stađsetningu flugvallarins í Reykjavík áđur en flokkarnir voru farnir ađ virkilega gera upp hug sinn fyrir kosningarnar í ţví máli, sem hafđi náđ ađ sofna um hríđ.  Ađeins Frjálslyndir voru harđákveđnir í ađ halda Flugvellinum í Vatnsmýrinni og kom ţar Sveinn Ađalsteinsson (kosningarstjóri F-listans) og talađi fyrir ţeirra hönd.  Björn Ingi kom fyrir Framsókn og talađi mjög hreinskilningslega um ţessi mál.  Hann sagđist ekki vera kominn međ ákveđna stađsetningu í huga á ţeim tíma.  (síđla hausts 2005).   Mér fannst hann koma vel fyrir og svara skynsamlega en umrćđan kom m.a. inná sjúkraflutningana og flugöryggi í landinu.  Mér fannst ţetta efnilegur stjórnmálamađur en vissulega voru kynnin of stutt til ađ sjá manninn allan.

Í ţeirri mjög svo grafísku og lifandi kosningaherferđ sem hann og flokkur hans stóđu svo fyrir fyrir kosningarnar 2006, lenti Björn í flugvallarmálinu uppá Lönguskerjum.  Einhvern veginn fannst mér eins og ţessi stefna vćri bara í raun stefna til ađ skapa sér sérstöđu frekar en alvara vćri á baki en margt var á huldu um kosti og galla ţess kosts á ţeim tíma.  Ákvörđunin var ţó hentug kosningastefna ţví óákveđni í ţessu máli bođađi ekki á gott. 

Söguna síđan ţekkjum viđ og ţví miđur virđist Birni Inga hafa fatast flugiđ á einhvern hátt.  Mér ţótti afar sérkennilegt (lesist óskynsamlegt) af honum ađ koma fram skćlbrosandi og áhyggjulítill ţegar REI deilan stóđ sem hćst og vera svo kominn í nýtt stjórnarsamstarf morguninn eftir.  Ţađ hefur dregiđ dilk á eftir sér og virđist sem ýmsir hafa reynt ađ finna höggstađ á honum síđan.  Ţá hafa ýmis innri mál í Framsókn hafa orđiđ ţrúgandi og ţetta fatamál hefđi varla komiđ upp nema af ţvi ađ eitthvađ annađ liggur undir.  

Enn og aftur molast úr Framsóknarflokknum.  Vandamál ţess forna bćndaflokks virđast hvergi nćrri til lykta leidd og djúpstćđur ágreiningur virđist plaga hann.  Ég óska stađgengli Björns Inga góđs gengis og einnig Birni Inga í lífi sínu utan hringiđu stjórnmálanna.  Hann hefur alla vega lagt hér eitthvađ af mörkum undir lokin til ađ skapa friđ í kringum starfiđ í borginni.


mbl.is Björn Ingi hćttir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband