Ekki lengi gert - undirskriftirnar gefa sterk skilaboð!

Það var tók ekki nema 2 daga sýnist mér að safna þessum 5930 undirskriftum þar sem hátterni Ólafs F og borgarstjórnarflokks xD er mótmælt með afgerandi hætti.  Mér þykja þetta vera mjög skýr skilaboð til þeirra um að valdabrölt þeirra er ekki vel liðið.  Af viðtölum við fólk á förnum vegi hjá RÚV og Stöð 2 kom hið sama í ljós.  Stærstur hluti viðmælenda voru gáttaðir á þessum skrípaleik. 

Gott framtak hjá Lísu Kristjánsdóttur. 


mbl.is 5.930 skrifuðu undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Það voru margir á þessum lista, sem þóttust vera aðrir, m.a. þóttist einn vera Gísli Marteinn og annar kallaði sig Rabba Rottu, báðir með falska kennitölu. Ætli Lísa hafi farið yfir listann og hreinsað hann áður en hann var afhentur?

Vendetta, 24.1.2008 kl. 13:58

2 Smámynd: Fröken M

Undirskriftir safnaðar af netinu sýna hvorki neitt né sanna. Algerlega ómarktækt.

Vandetta, hún hefði þá þurft að hringja í hvern einasta mann á listanum til þess að vita að þetta væri í raun viðkomandi.

Fröken M, 24.1.2008 kl. 14:30

3 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

ÉG sá í viðtali við hana að hún ætlaði að þurrka út allt bull á listanum.  Ég hef ekki ástæðu til að rengja það. 

Fröken M! Undirskriftirnar sýna óánægju þessa fólks hvort sem þér líkar það betur eða verr, viðurkennir eða afneitar.  Auðvitað eru svona rafrænar undirskriftir ekki nákvæm plögg en þessi fjöldi á svo stuttum tíma gefa afdráttarlaus skilaboð. 

Svanur Sigurbjörnsson, 24.1.2008 kl. 14:46

4 Smámynd: Vendetta

"Vandetta, hún hefði þá þurft að hringja í hvern einasta mann á listanum til þess að vita að þetta væri í raun viðkomandi."

Nei, það væri nóg ef hún (ásamt öðrum) tékkaði hvort kennitölur og nöfn færu saman og hvort viðkomandi persóna byggi í Reykjavík, því að það eru Reykvíkingar sem þetta varðar beint. Fjölmargir hafa rafrænan aðgang að þjóðskránni (sem gerir listana líka opna fyrir svindli, sérstaklega ef kerfið tékkar aldrei IP-tölur). Þetta gæti verið gert samhliða söfnuninni, þannig að það myndi ekki seinka afhendingu listans meira en einn dag eða svo.

Það veikir nefnilega málstaðinn, ef hægt sé strax að benda beint á, að einhverjir á listanum séu ekki "gildir". Hins vegar er það ekki endilega á ábyrgð undirskriftarsafnaranna að hringja í hvern og einn í svona máli. Ólíkt þegar um meðmælendur til forsetaframboðs eða þ.u.l. er að ræða. Því að embættismenn í ráðhúsinu fara heldur ekki að hringja í neinn, nema Óli og Villi fara fram á það. Og það er ólíklegt. Ef það slitnar upp úr samstarfinu milli D og F, verður það amk. ekki vegna undirskrifta mótmælenda. Það þarf víst meira en það.

Það er sama hvort fólk sé fylgjandi Degi sem borgarstjóra eða einhverjum öðrum, flestir geta verið sammála um, að eitt gott hefur komið út úr þessum undanstungum: Björn Ingi ætlar að hætta sem borgarfulltrúi. Og það gerir hann ekki bara út af jakkafatamálinu eða misheppnaða REI-plottinu. Hann hefur engin pólítísk áhrif lengur og honum sárnar það. Hann er ekki heimskur og veit þar af leiðandi að hann hefur heldur enga von um comeback.

Vendetta, 24.1.2008 kl. 15:31

5 identicon

Til upprifjunar:

Ólafur F. í Silfrinu 2. des. 07
Hér er slóð á viðtal við Ólaf F. Magnússon í Silfri Egils 2. desember síðastliðinn:

http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/geyma/olafurf.2007-12-02.wmv


Kristján Þór Júlíusson um nýja meirihlutann í Reykjavík:
http://www.visir.is/article/20080124/FRETTIR01/80124016


Hér er því haldið fram að sjálfstæðismenn hafi lekið upplýsingum um heilbrigðisvottorð

Ólafs F,Magnússonar:

http://eyjan.is/hux/2008/01/22/bjortu-hli%c3%b0arnar/


kv. gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband