Ljómandi tillaga í lok stjórnmálastarfs
24.1.2008 | 16:19
Björn Ingi sýnir að hann hefur smekk fyrir góðum málum og þessi hugmynd um að reisa Robert J Fischer minnisvarða við Laugardalshöllina finnst mér vel við hæfi. Heimsmeistaraeinvígi RJF og Boris Spassky árið 1972 í Laugardalshöll verður alltaf með þeim stærstu og minnisstæðustu viðburðum sem þar hafa farið fram. Mér er til efs um að nokkur annar félagslegur viðburður hafi vakið jafn mikla athygli á Íslandi og þetta einvígi fyrir utan e.t.v. friðarfund Reagans og Gorbatsjovs.
Sigur Bobby Fishcer hafði gríðarlegar afleiðingar, bæði í skáklífi um allan heim (t.d. fjöldi félaga í Bandaríska skáksambandinu tvöfaldaðist) og gagnvart pólitísku harðlífi fyrrum Sovétmanna sem töldu með yfirburðum sínum í ríkisstyrktri skákinni væru þeira að sýna fram á yfirburði kommúnismans. Fischer braut á bak aftur jafnteflismaskínur þeirra og lyfti skákinni upp á stig áður óþekktrar aðferðar og snilli. Þá hafði heimtufrekja Fischers þau áhrif að ekki var hægt að halda bestu stórmeisturunum (áskorendum heimsmeistaranna) lengur á horreiminni og keppnisaðstæður voru stórbættar. Það var því undarlegt og nokkur þversögn að eigingirni Fischers gagnaðist þannig þeim sem á eftir komu. Þrátt fyrir bresti Fischers var hann mikill íþróttamaður sem hafði mikil áhrif sem slíkur og minnisvarði um afrek hans væri góður staður fundinn við Laugardalshöll. Skorti peninga skal ég gefa til þess 2000 krónur.
Vill láta reisa Bobby Fischer minnisvarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Íþróttir | Facebook
Athugasemdir
Sæll Svanur.
Ég er hlynnt minnisvarða um Bobby Fischer. Er líka til í að sjá af 2000 kalli ef það vantar peninga
Margrét St Hafsteinsdóttir, 24.1.2008 kl. 17:16
ætli þið skattgreiðendur Reykjarvíkurborgar hafið ekkert betra við peningana að gera en að reisa styttu af frægum geðklofa einstaklingi.
Jón Ingi (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 18:37
Sammála
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.1.2008 kl. 18:39
Takk Margrét og Anna
Komin 4 þúsund
Svanur Sigurbjörnsson, 24.1.2008 kl. 19:09
styttu af fisher? en hvað þá með styttu af spasky?...fisher var til að mynda algjörlega á móti því að tefla á íslandi 1972 vild frekar tefla í belgrad...en aftur á móti vildi spasky tefla hér og fisher hefði aldrei komið hingað nema af því hann var beittur miklum þrýstingi og lofað háum verðlaunum ef hann vildi tefla hér.
steiner (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 23:10
Mér finnst að Björn Ingi ætti sjálfur að fá minnisvarða á lóð OR. Svona Peð á stalli. Sennilega er kóngur hæfandi Fisher Kallinum.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.1.2008 kl. 23:28
Annars finnst mér þetta undaarlegt með Binga, sem segist vera hættur. Er ekki rétt að hann hafi áfram embætti sem meðlimur í borgarráði eða sem varamaður? Minnir að ég hafi séð hann á lista yfir nýtt borgarráð. Annars var gaman að skoða lista yfir meðlimi í fagráðum borgarinnar í fyrri meirihluta (heldur sér líklega enn) Þar eru fjölmargir sem tengjast Binga og Alfreð.
1) Lilja Dögg Alfreðsdóttir er dóttir Alfreðs
2) Gunnar B. Hrafnsson er eldri bróðir Binga.
3) Jakob Hrafnsson er yngri bróðir Binga.
4) Gestur Guðmundsson er trúnaðarvinur Binga og ekki beinlínis "skærasta peran".
5) Sigríður Heiðar er mágkona Binga (eiginkona yngri bróðursins).
Nú erum við að tala um banana í alvöru.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.1.2008 kl. 23:44
Óskandi að einhver nenti að gera svona pesónulegan tengslalista yfir allt klabbið. Þá kemur örugglega eitthvað í ljós, sem vekja mun mönnum velgju. Eins og hún sé þó ekki nóg fyrir.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.1.2008 kl. 23:46
Steiner
Spassky er vandaður maður og á allt gott skilið. Það mætti reisa styttu með þeim báðum til minningar um einvígið en ástæðan fyrir því að maður nefnir einungis Fischer er sú að hann hafði mun meiri áhrif á skákíþróttina en Spassky. Á litlu torgi í Amsterdam eru skildir með nöfnum allra heimsmeistaranna og svo lágmynd af Max Euwe, fimmta heimsmeistaranum en hann var Hollenskur. Þeirra áhersla er á eigin heimsmeistara sem er ekki furða. Hvort sem okkur líkar betur eða verr er Fischer eini heimsmeistarinn í skák sem kemst nærri því að vera "okkar" þó að hann hafi ekki viljað koma hingað í byrjun. Það var svo margt sem hann vildi ekki þannig að það er óþarfi að taka það persónulega. Ég er ekki að tala um "okkar" út af ríkisborgararéttinum, heldur af því að hann varð heimsmeistari hér og áhrifin af því voru gífurleg á mælikvarða skákarinnar og nokkur á hinum pólitíska vettvangi.
Svanur Sigurbjörnsson, 25.1.2008 kl. 01:11
Athyglisverður listi Jón Steinar. Virðist vera nefndarsæti fyrir alla pólitíska áhugamenn í fjölskyldunni. Það er þó betra að varast að draga of miklar ályktanir af svona tengslum ef fólkið er hæft og hefur gengið í gegnum eðlilegt valferli í sínum flokki. Það er oft erfitt að fá fólk til starfa í stjórnmálum og landið er fámennt enn þannig að ættartengslin verða áfram við lýði. Svo eru áhugamál í fjölskyldum fyrir sömu hlutunum oft á tíðum. Þannig geta verið 4-5 læknar í sömu 10 manna fjölskyldunni og allir starfað á Lsh - það er ekki talin klíka því starfið er annars eðlis en stjórnmál.
Svanur Sigurbjörnsson, 25.1.2008 kl. 01:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.