"Föst leikatriði" hjá Fótboltastofnun Íslands

Það eru rúm tvö ár síðan ég heyrði fyrst íþróttafréttamenn tala um "föst leikatriði" í fótbolta.  Mér hefur aldrei líkað við þetta orðalag en ekki alveg gert mér grein fyrir því hvers vegna.  Ég ætla gera tilraun til að útskýra það hér.  Ég hef alltaf haft taugar til fótboltans frá því er ég var krakki og vil halda boltanum frá því að hljóma eins og uppfinning úr tækniháskóla.

Í fyrsta lagi þá hef ég aldrei vitað til þess að fótbolti innihéldi eða samanstæði af "atriðum".   Orðið "atriði" er eitthvað sem ég hef f.o.f. tengt við leikhús, en kannski hafa menn hin síðustu ár farið að líta á knattspyrnuna sem einhvers konar leikhús eða sirkus.  Crying 

Í öðru lagi fæ ég ekki séð hvernig "laus leikatriði" gætu litið út en ætli það megi ekki tala um stungusendingar, þríhyrningaspil, kantspil og hraðaupphlaup sem slík?  Samkvæmt því mætti því tala um tæklingar, stunguskalla og pot sem "lárétt leikatriði".  

Í þriðja lagi sé ég ekki þörf á því að yfirgefa venjubundið knattspyrnumál og taka upp orðanotkun sem hljómar eins og út úr eðlisfræðiformúlu, leikhúsi eða skipulagsnefnd hjá borginni.  Fótbolti er leikur og á að hafa hressilegt tungumál.  Hvað varð um "fríspörkin"?  Nú er bara talað um aukaspyrnur.  Má ekki tala um fríspörk eða einhver önnur "-spörk" sem samheiti yfir horn og aukaspyrnur?  Kannski "dómspörk", t.d. "Eftir dómspörk var liðið á fá á sig mörk og bar það vitni lélegs varnarleiks.  (eða verður talað um "varnarleikatriði" eftir nokkur ár?)

Ég grátbið KSÍ að taka þetta hræðilega gelda stofnanamál úr knattspyrnunni.  Bjarni Felix hlýtur að "lúta í gras" fyrir þessu.  Er ég annars einn um þessa tilfinningu?  Hvað segja "kratspyrnubullur"? Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uppsett leikkerfi? Leikmenn nota tækifærið þegar leikurinn er stopp og stilla sér upp á fyrirfram ákveðnum stöðum og hreyfa sig síðan eftir ákveðnu kerfi þegar boltinn kemur. Dómspark er hæpið þar sem þetta hugtak getur einnig átt við þegar innkast hefur verið dæmt. Annars finnst mér verra þegar íþróttafréttamenn tala um að hinn og þessi leikmaðurinn hafi komið á “frjálsri sölu”, þegar hann kemur einfaldlega án greiðslu.

Júlíus Hjálmarsson (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 08:03

2 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

"Uppsett leikkerfi" bendir ekki nógu vel á það að um er að ræða leik út frá hornspyrnu eða aukaspyrnum sérstaklega.  Leikkerfi er þó betra en leikatriði.  

Ok vissi ekki þett með innkastið, enda ekki vel að mér í þessum málum.   Já, "frjáls sala" er skrípi.  Það er eins og allt verði að miðast við peninga og sölu í þessum efnum.  Það er liðin tíð að áhugamennska teljist æðst dyggða og mátti það breytast en stundum er eins og menn þurfi endilega að fara algerlega í hina áttina.

Svanur Sigurbjörnsson, 27.1.2008 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband