Orð dagsins - Sjálfstæðismaður í ósanngjörnum heimi

Í fréttum RÚV í dag var sýnt var frá fundi Sjálfstæðismanna í dag um borgarmál þar sem þeir reyndu að sleikja sárin og stappa í sig stálið eftir að þeim varð ljóst hversu siðlausri hegðun foringi (VÞV) og flugumaður (KM) þeirra urðu vísir að í vikunni.  Hanna Birna viðurkenndi að flokkurinn hefði skaðast og að um stjórnmál þeirra gætu ríkt efasemdir.

Eftir fundinn voru nokkrir þeirra sem sóttu fundinn spurðir fyrir utan ýmissa spurninga um umfjöllun þjóðfélagsins um málin.  Sjálfstæðismaður að nafni Jón Kári Jónsson var spurður hvort að honum hafi þótt umræðan og umfjöllunin í fjölmiðlunum hafa verið svolítið ósanngjörn. 

Jón Kári Jónsson Angry ákveðinn "Já .. , mér finnst hún afar ósanngjörn!"Jón Kári Jónsson xD svarar

Fréttamaður: "hvernig þá?"

Jón Kári Jónsson:   FootinMouth nú hikandi og hugsi  "uh.. uh... Woundering..  ja.. fjölmiðlar bara verið alltof hallir undir vinstrimenn"

Þetta fær Razzi-verðlaunin að minni hálfu sem lokahnykkurinn í mikilli spakorðaveislu frá yfirstrump sjálfstæðismanna í borginni, strengjabrúðum og afsakendum hans þessa örlagaríku viku. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

mjög ósanngjörn!  ja.. hún hefur verið mjög höll undir vinstrimenn"

Halla Rut , 26.1.2008 kl. 19:40

2 Smámynd: Víðir Ragnarsson

Hehe... Gaman að sjá að það voru fleiri en ég sem hjó eftir þessum flokkslínu"error".

Víðir Ragnarsson, 26.1.2008 kl. 20:23

3 identicon

Kæri Svanur, Ég hefði búist við að þú myndir fagna því að fyrrverandi flokkssystkin þín og skoðanabræður kæmust til þeirra valda í höfuðborginni sem þau nú eru komin í. Þú ert kanski bara svekktur yfir að hafa snúið við þeim baki og leitað sannleiknas þar sem hann var ekki að finna. Þú hlýtur nú að gleðjast yfir þessum frækna frama frjálslyndra. Hver er þessi Jón Kári Jónsson, sjálfstæðismaður? Ég mun halda áfram að trúa á Jesú Krist og halda fast við mínar sjálfstæðu skoðanir og hvergi hvika frá aðild að mínum ágæta flokki. Ég mun samt ekki endilega samþykkja allar gerðir þeirra sem segja sig vera kristnir menn, né fylgja öllum að málum sem segjast vera Sjálfstæðismenn. Vona að þú skemmtir þér áfram yfir óheppilegu orðavali saklauss viðmælanda sem svaraði með myndavélina og míkrófóninn i andlitinu. kv.

Gugga (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 22:55

4 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

 

Sæl Gugga

Hver ertu? 

Nei ég er ekki svekktur í dag yfir neinu því sem fór úrskeiðis hjá Frjálslyndum meðan ég var í þeim flokki til þess að reyna að koma einhverju góðu til leiðar fyrir mitt samferðafólk, hvort sem það væri í Frjálslyndum eða öðrum flokkum.  Það var svekkjandi að verða vitni af því hvernig fór fyrir þeim flokk sem hafði og hefur líklega enn mörg ágætis stefnumál, en ég vissi það vel þegar ég bauð mína krafta fram þar að stjórnmálin eru hverful og einstaklingar og flokkar ná aðeins árangri með því að lifa í sátt við annað fólk og deila með sér ábyrgð og heiðri en ekki rífast um þá.  Ég gerði mér ekki háar hugmyndir um árangur því ég hef starfað það mikið í félagsstarfi og séð svo marga rífa niður að það væri óviturlegt að nálgast hlutina með of háar vonir.  Eftir landsþingið 2007 hafði engan áhuga á því að starfa í flokknum eins og fyrir honum var komið og því var ekki neins að sakna að svekkjast yfir lengur, nema horfinni mynd af því þó sæmilega góða sem hann var. 

Nei ég er ekki glaður yfir því sem þú kallar "þessum frækna frama frjálslyndra", því þetta er ekki frami, heldur bara valdastaða um stundarkorn.  Ólafur er ekki einu sinni í Frjálslynda flokknum þó þeir vilji eiga í honum hvert bein núna.  Með því að notfæra sér veika stöðu milli Björns Inga og Sjálfstæðisflokks og svo aftur nú að nýta sér samningsaðstöðu sína með Vilhjálm Þ með allt niður um sig, gat Ólafur fyrst orðið "guðfaðir" hugmyndarinnar um að mynda meirihluta með Birni Inga og svo bakstungumaður þeirrar sömu stjórnar og öðlast Borgarstjórastöðuna.  Allt gert í nafni málefnanna og nákvæmlega 6527 kjósenda.   Málefnasamningurinn hljómaði svo eins og gjafabréf upp ársdvöl á frönsku Rivíerunni. 

Ég veit ekki frekar en þú hver Jón Kári er.  Hann kom fram sem sjálfstæðismaður.   Eitthvað fleira hlýtur hann að vera. 

Trú þín og Jesús Kristur?  Hvar kom hann inní þessi mál?  Mál þitt hljómar eins og þú verðir að halda þér mjög fast, ellegar gætu þínar "sjálfstæðu skoðanir" og aðild að þínum ágæta flokki farið að snúast til óvæntra vega.  Hugmyndirnar hljóta að vera meira virði en flokkur.  Auðvitað verður maður aldrei sammála öllum í þeim flokki sem maður kýs að fylgja en ef hugmyndir og starfsaðferðir hans breytast á þann veg að maður telur mikilvægum málum fórnað eða beint á rangar brautir, þá hlýtur það að vera réttast að berjast fyrir breytingum eða breyta vettvangi sínum gangi það ekki upp.   Enginn flokkur er heilagur og enginn flokkur er yfir breytingar hafinn.  Siðferði er breytilegt í flokkum og þjóðfélögum.  Flokkar geta versnað með því að grotna niður eða standa í stað, eða batnað með því að þróast áfram í siðferði og vinnubrögðum.   

Það má kannski virða Jóni Kára það til vorkunnar að vera óviðbúinn og óvanur að tala við fjölmiðla en hið sama er ekki hægt að segja um Ólaf F eða Vilhjálm Þ.  Það er enginn saklaus í stjórnmálum, hvorki kjósandinn, flokksmaðurinn (t.d. Jón Kári) eða frambjóðandinn.  Okkur leyfist að vera saklaus þar til við vöxum úr grasi og tökum ábyrgð sem fullorðið fólk.   Ef við svörum eins og börn þegar við erum fullorðin, hefur eitthvað farið úrskeiðis.  Þegar vel fullorðinn maður segir í fjölmiðil að eitthvað hafi verið "afar ósanngjarnt" er það réttmæt krafa okkar hinna að viðkomandi rökstyðji vel álit sitt.  Kannski var það klippt út en það var eins og hann hefði í raun ekki nein ákveðin dæmi eða hefði hugsað þetta vel út.  Honum var greinilega ekki ofarlega í huga hvernig til umræðunnar var stofnað.   Aftur annar sjálfstæðismaður sem talað var við einnig sagði að þetta hefði verið "klúður".   Þarna var maður sem gat horft hreinskilnum augum á stöðuna.  Það eru ýmsir ágætis menn í flokknum þínum Gugga.  Vonandi verður hlustað á þá.

Svanur Sigurbjörnsson, 27.1.2008 kl. 00:10

5 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

mér finnst bara svo augljóst að allt þetta havarí var til að reyna að fá fólk til að gleyma síðasta skandal. Hver talar nú um dómaraveitingar? Ansi hrædd um að það muni líka virka...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 27.1.2008 kl. 00:15

6 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Já Ólafur toppaði þann skandal.  Allt "löglegt en siðlaust" eins og hann Viljmundur heitinn Gylfason komst að orði svo frægt varð.

Svanur Sigurbjörnsson, 27.1.2008 kl. 01:27

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þessi útsending RÚV frá sjálfsstyrkingarnámskeiði Sjálfstæðisflokksins er ekki fyrsta dæmið um það þegar Flokkurinn misbeitir sjónvarpi allra landsmanna skammlaust í eigin þágu.

Theódór Norðkvist, 27.1.2008 kl. 02:38

8 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Afsakið "Vilmundur ..." á þetta að vera í færslu 6.

Svanur Sigurbjörnsson, 27.1.2008 kl. 02:49

9 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Þú segir nokkuð Theódór

Það var merkilegt hversu vel stýrð þessi frétt var til að sjónarmið hinna ýmsu sjálfstæðismanna kæmu fram, en á móti var líka talsvert talað t.d. við mótmælendur í ráðhúsinu þegar þau voru uppi.  Einn viðmælenda hjá xD sagið málið vera "klúður" þannig að ekki var það klippt út eða xD hlíft við þeirri gagnrýni.  Ræða Gísla Marteins var nú líka sýnd þannig að það getur varla talist xD til hjálpar

Svanur Sigurbjörnsson, 27.1.2008 kl. 02:55

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jæja, ég skal ekki sverja fyrir að þarna hafi hlutleysis ekki verið gætt. Sjónvarpið hefur svo sem oft sýnt frá fundum annarra flokka og þannig komið sjónarmiðum þeirra á framfæri.

Mér fannst bara skrýtið að það væri sýnt frá þessum fundi, þar sem flokksmenn D-listans voru að bera saman bækur sínar eftir fárviðri síðustu daga í stjórnmálum borgarinnar.

Ekki veit ég hvort fylgismenn annarra flokka hafa fundað, allavega tilefni til, en það hefur a.m.k. ekki verið fjallað um það í fjölmiðlum. Kannski það verði síðar gert.

Theódór Norðkvist, 27.1.2008 kl. 03:05

11 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Já það er alveg punktur hjá þér Theódór.  Þetta var ekki venjubundinn flokksráðsfundur eða landsfundur, heldur svona eins konar áfallahjálp eða "sjálfstyrkingarnámskeið" eins og þú svo skemmtilega kemst að orði, hjá þeim.  Ahyglin beinist sjálfsagt meira af þeim því að það er þeirra flokkur sem er í vondum málum í borginni, ekki hinna.  Ef ég væri fréttamaður í leit að skandal færi ég frekar á fund xD í Rvk þar sem líkurnar eru einna mestar.   Ólafur er flokkslaus og Björn Ingi er "allur".  Hins vegar hefur eftirmaður hans fengið ágætis tíma í viðtölum og virðist alveg óvitlaus.

Svanur Sigurbjörnsson, 27.1.2008 kl. 03:17

12 identicon

Sá þessi aumingja maður ekki fréttaflutninginn hjá ríkissjónvarpinu, þar sem kyrjað var á skrílslátum aftur og aftur. Ef fréttaflutningur RÚV er borinn saman við fréttir stöðvar 2 þá gæti maður haldið að fréttin væri frá tveimur ólíkum atburðum.

Valsól (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 16:07

13 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Já það er rétt Valsól.  Hins vegar er RÚV yfirleitt með ítarlegri fréttir af öllu og það breytir ekki eðli þessara mótmæla sama hversu lengi er sýnt frá þeim.   Mótmælin fóru úr böndunum og urðu að því sem kallað er "borgaraleg óhlýðni".   Þau sýndu reiði og hneykslun á gerðum xD og Ólafs, nokkuð sem stundum er nauðsynlegt, en voru helst til lengi og sum orðljót.  Skynsamlegra hefði verið að viðhafa stutt og ákveðin mótmæli innandyra og fara svo út og mótmæli hátt fyrir utan.  Það hefði vakið jafn mikla athygli fjölmiðla og verið mun virðingarverðra.  Það voru viss skrílslæti í gangi og það er alldrei til hjálpar þó það geti í tilfinningahita málanna skilað einhverri útrás og vellíðan reiðs fólks.  Við Íslendingar þurfum að læra að mótmæla líkt og svo margt annað í stjórmálum.

Svanur Sigurbjörnsson, 27.1.2008 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband