Hausnum barið í vegginn
9.9.2008 | 09:26
Bókstafstrúaðir evangelistar í Bandaríkjunum reyna að lifa í eins konar Öskubuskudraumi þar sem líf fólks á að steypa í form úreltra siðareglna úr Biblíunni eða kirkjuboðskap frá miðöldum. Reglur þessar lýsa óöryggi og stjórnunaráráttu þeirra sem í þessum söfnuðum eru, sérstaklega stjórnendum þeirra og hugarfarslegum heilaþvottamönnum. Þetta fólk óttast persónufrelsi í kynlífi og lokar augunum fyrir því að eitt að því sem er mikilvægt fyrir vali á maka er einmitt að vita hvernig það er að eiga kynlíf með viðkomandi. Það er óskemmtileg tilhugsun að ganga í hjónaband og finna svo út að maki manns sé með allt aðrar hugmyndir (og framkvæmd) um kynlíf en maður sjálfur sættir sig við eða vill taka þátt í. Frelsisbarátta síðustu alda gaf okkur þetta dýrmæta einstaklingsfrelsi en sökum hversu sumir hópar fólks höndla illa raunveruleikann og margbreytileika lífsins reyna þeir að njörva ungt fólk niður í forneskjulegar og í raun ómannúðlegar reglur.
Meydómshringur. Hvað kemur næst? Meydómsbelti?
Ekkert kynlíf fyrir hjónaband | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Lífsskoðanir, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Við erum að tala um að unglingar sem alast upp við biblíuBS eru þeir unglingar sem fá kynsjúkdóma, snemmbær þungun bla bla
Ég sagði einmitt frá rannsókn fyrir ekki svo löngu síðan þar sem biblíu-stúlkur töldu sig getað fyrirbyggt þungun með því að drekka tappa af klór eða fá sér smók af jónu.
Trúarliðið borar yfir náttúrulega menn einhverju yfirnáttúrulegu kjaftæði sem enginn náttúrulegur maður getur fylgt... ekki einu sinni kuflarnir sjálfir geta fylgt yfirnáttúrulegu kjaftæði og detta því oft með limi sína yfir sóknarbörnin.
En hey skemmtileg könnum sem vísindamaður gerði með trú og siðferði, glæpi ofl
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/637250/
Enjoy
P.S. Trúarbrögð eru óvinir mannkyns; Face it.
DoctorE (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 09:57
Takk fyrir þessa tilvísun DoctorE. Þessi könnu sem birt var í Journal of Religion & Society er athyglisverð.
Fjallað er um þessa grein í Timesonline.
Hér er önnur ahugun hjá honum í sama blaði frá 2005 sem fjallar um félagslegt heilbrigði og þjóðfélög eftir því hversu trúuð eða aðskilin frá trú þau eru.
Þetta er lesefni fyrir Árna Johnsen þ.e. ef hann les ensku.
Svanur Sigurbjörnsson, 9.9.2008 kl. 11:48
Er ekki hluti af einstaklingsfrelsinu fólginn í því að velja sjálfur hvort þú stundar kynlíf (t.d. fyrir hjónaband) eða ekki svona yfir höfuð? Þarf það að hafa eitthvað með trú manna að gera? Skil ekki alveg af hverju fólk er að fara á límingunum (að því er mér virðist) yfir þessari frétt.
Þórhildur (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 13:39
Heldur þú Þórhildur að þetta unga fólk hafi fundið upp meydómshringinn? Hvaðan heldurðu að þrýstingurinn komi um að gefa slík loforð? Þetta eru því ekki ákvarðanir sem eru teknar í umhverfi þar sem fólk skoðar valmöguleika sína af opnum hug og með skynsemi. Finnst þér frelsi falið í því að verða að hlýða boðskap einnar bókar?
Hvaðan kemur hugmyndin um skírlífi fyrir hjónaband Þórhildur? Hvaðan kemur krafan um meydóm kvenna (en ekki karla) fyrir giftingu? Hún kemur úr trúarbrögðum eða fornu ritúali. Mér finnst skrítið að ef þú metur frelsi fólks til kynlífs án þess að lofa viðkomandi heityrðum það sem eftir er, að þér finnist ekkert til þessarar fréttar.
Svanur Sigurbjörnsson, 9.9.2008 kl. 14:33
Athyglisverðar greinar sem þið eruð með hérna! Ég trúi vel niðurstöðu vísindamannsins, þ.e. að þau samfélög sem séu trúuð séu með fleiri samfélagsmein en þau sem eru minna trúuð. Ég myndi vilja taka þetta lengra, og skella fram þeirri tilgátu að almennt sé fólk nokkuð lunkið þegar kemur að því að taka upplýstar ákvarðanir um eigið líf (s.s. kynlíf, fóstureyðingar, halda sig frá glæpum, ofl. ofl.) og að meðaltali sé það betra í þessum ákvarðanatökum en trúfélög, sem koma með "one-size-fits-all" siðfræði og ákvarðanir og neita jafnvel að upplýsa meðlimi sína um möguleikana.
Ágústa Loftsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 16:54
Þetta er bara rugl!
Það væri ekkert gaman að giftast einhverjum gæja án þess að hafa stundað með honum kynlíf og komast siðan að því að hann hefur eingöngu áhuga á trúboðsstellingunni
Margrét St Hafsteinsdóttir, 9.9.2008 kl. 18:58
Frelsi til ákvarðana eru grunnmannréttindi fullorðinnar mannskju en eðli ákvarðananna skiptir meira máli en frelsið. Í þessu tilviki er ákvörðunin um að vera skírlíf (sem þýðir væntanlega "engin kynferðisleg snerting") fram að giftingu óþörf því það sem skiptir máli er að finna sér góðan maka sem er manni trúr hvort sem um giftingu er að ræða eða ekki. Eftir kynni af hugarfari og hegðun viðkomandi kemur að kynlífinu á einhverjum tímapunkti. Það er hyggilegra að reyna kynlíf með viðkomandi áður en stokkið er í heityrði. Bókstafstrúarfólkið vill færa okkur tvær aldir aftur í tímann í þessum efnum eins og sést á bloggi Guðsteins Hauks sem Jón benti á. Þar gildir að fara eftir því sem haldið er að sé vilji ímyndaðrar himnaveru og allt lífið lagað að þeim tilbúna vilja.
Það er ekki endilega alltaf röng ástæða að hegða sér eftir hópþrýstingi Andrés Björgvin því að ef sú hegðun er vel rökstudd og skynsamleg, þá er það góð ástæða. Hins vegar er það ekki gott að hegða sér eftir þrýstingi hóps ef maður veit að það er til betri leið en sú sem hópurinn þrýstir á. Þá er það alltaf slæmt ef fólk er knúið til að taka ákvörðun án þess að fá að skoða alla möguleika. Ég held að við séum í raun alvega sammála Andrés Björgvin, við orðum þetta bara aðeins öðru vísi.
Svanur Sigurbjörnsson, 10.9.2008 kl. 02:14
Sæll Andrés Björgvin á ný
Þegar ég tala um eðli ákvarðananna á ég við að þó að manneskja hafi frelsi, þá gagnast það frelsi lítið ef hún tekur ákvörðun sem er henni skaðleg. Auðvitað þroskast engin manneskja fyllilega nema að hún fái frelsi til að axla sína ábyrgð sjálf og geti reynt sig, en samfélagið reynir að koma í veg fyrir stórskaða með því að setja ákveðnar reglur, þ.e. lög. Einnig eru ákveðin óskrifaðar reglur í gangi, þ.e. siðferðisreglur sem almennt eru við lýði innan hópa eða í heilum þjóðfélögum og skipta þær reglur í raun alls ekki minna máli en lögin. Þú spyrð hvort að það sé hægt að krefjast þess að fólk taki skynsamlegar ákvarðanir. Það er hægt þegar nauðsyn er talin til því að ákveðin siðferðisgildi hafa forgang yfir gildi frelsis. Þannig er verið að krefjast þess með lögum að fólk reyki úti í stað þess að metta loft skemmtistaða eða vinnustaða með reyk. Þá er þess krafist að fólk aki með ljós á bílum sínum og noti bílbelti.
Þú talar um ávinning af heityrðum til hjónabands eins og það sé einungis hægt að gefa slík heityrði fyrir kynlíf vegna þess að það skipti þetta fólk máli að hafa ekki deilt þeirri nánd með neinum öðrum. Auðvitað hefur fólk frelsi til að hugsa þannig en er það skynsamlegt? Hvers vegna hugsarðu á þá leið að "ef þeim finnst það skipta máli þá hlýtur það að vera fínt"? Sú hugmynd að aðeins eigi að vera eitt kynlífssamband fyrir hverja manneskju, ellegar tapist eitthvað verulega verðmætt og fólk afhelgist er byggð á tilbúnum draumaveruleika og er svo brothætt að miklar líkur eru á því að aðeins lítill hluti fólks geti uppfyllt þann draum og margir verði því óhamingjusamir. Hvers vegna ætti fólk að hengja hamingju sína upp á slíkt óraunsæi og skerða þannig möguleika sína á því að líða vel með sjálft sig og aðra?
Sé fólk ánægt...þá er það gott mál, segirðu. Er lífið svo einfalt Andrés Björgvin? Offitusjúklingurinn er ánægður með hann hámar í sig góðgæti og reykingamaðurinn meðan hann fær sér smók. Ánægja stundarinnar er ekki algildur mælikvarði á langtíma hamingju einstaklingsins eða fólks í kringum hann. Það er gott mál að fólk hafi frelsi en rangar ákvarðanir eru ekki "gott mál" ef að þær minnka möguleika fólks til að lifa betra lífi, eiga betri samskipti eða skerða lífsgæði þess til lengri tíma litið.
Hvers vegna gagnrýni ég? Vegna þess að á endanum mótast þjóðfélagið af þeim hugmyndum sem ná brautargengi og ég vil gera mitt besta til koma því til skila sem ég held að muni tryggja þeim sem ég ann (fjölskyldan og þjóðin) sem mestri hamingju í framtíðinni. Bjartsýnt? Já, en þess virði að reyna og njóta þess í leiðinni að tala við fólk.
Svanur Sigurbjörnsson, 10.9.2008 kl. 14:05
Ja hérna.... aldrei hef ég séð hálfvitalegri umræðu Björgvin! Hvernig getur þú fullyrt að þessar ákvarðanir manna séu skaðlegar? Ég get samþykt að áróður og þrýstingur getur farið öfugt ofan í marga einstaklinga, en ég þekki tugi unglinga hérna á Íslandi sem að taka þessa ákvörðun og eru ánægði með hana. Það er líka hægt að benda á margt jákvætt sem að hefst upp úr skýrlífi fyrir hjónaband, en ég ætla ekki að fara að telja það upp hér vegna þess að mér finnst þessi umræða vitlaus og til einskis.
Hilmir (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 16:18
Ég beindi orðum mínum að Björgvini hér að ofan en ætlaði að beina þeim að Svani, sem að telur að einstaklingar sem taka ákvörðun um skýrlífi sé þeim skaðleg....... Oftar finnst mér trúleysingjar vera mun þröngsýnni og hrokafyllri en trúaðir einstaklingar...... þó ekki alltaf. Þú fullyrðir mikið Svanur, hlítur að vera mjög gáfaður og víðsýnn finnst að þú treystir þér í allar þessar fullyrðingar....
Hilmir (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 16:26
Sæll "ja hérna" Hilmir
Ég og fleiri hér hafa talað um að það séu kostir við að prufa kynlíf með þeim sem maður gæti hugsað sér að velja sem maka þar sem kynlífið er mikilvægur hluti ástarsambands. Þannig gæti það komið illa á óvart ef að þú giftist einhverjum sem hefur síðan allt aðrar hugmyndir um kynlíf (eða vangetu á því sviði) en þú getur sætt þig við. Ef þér finnst það lítið mál og "hálfvitalegt", Hilmir þá situr bara þar við. Okkur hinum fannst það ekki. Það er nú frekar skaðlegt tilfinningalega að sitja uppi með heityrði og maka sem maður kærir sig svo ekki um. Auðvitað gæti þetta gengið upp þetta með skírlífið fram að giftingu en það er alger óþarfi í upplýstu þjóðfélagi. Þú talar um að ég fullyrði en svo hikar þú ekki að fullyrða um það sem ég er að segja Hilmir. Það er munur á því að segja að eitthvað geti orðið skaðlegt og því að það "sé þeim skaðlegt" eins og þú túlkaðir orð mín.
Svo nennir þú ekki að telja upp það sem þú telur jákvætt við skírlífi af því að þér finnst "þessi umræða vitlaus og til einskis". Næst á eftir getur þú svo talað um hroka hjá öðrum. Það er nú frekar hrokafullt að koma hér með digrar yfirlýsingar um að umræðan sé hálfvitaleg og vitlaus og nenna svo ekki að færa rök fyrir máli þínu. Ert þú trúaður Hilmir? Það er líka ágæt kurteisi að segja svolítið frá sér og sinni afstöðu en spara dóma um gáfnafar og víðsýni.
Svanur Sigurbjörnsson, 10.9.2008 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.