Ranglæti leiðrétt á fyrsta degi!

Nú er kominn maður í heilbrigðisráðuneytið sem veit hvar hjartað slær.  Sú lágkúra að leggja gjald á þá sem leggjast inn veikir á sjúkrahús landsmanna hefur nú verið afnumin.  Ögmundur Jónasson setur hér rétta tóninn á fyrsta degi í embætti.  Forveri hans hafði greinilega ákaflega takmarkaðar hugsjónir að leiðarljósi í sparnaðaraðgerðum sínum og kunni ekki að forgangsraða. 

MAÐUR LÆTUR EKKI GAMALT OG VEIKT FÓLK BORGA FYRIR AFGLÖP YNGRI KYNSLÓÐA! 

Þess utan er það algert grundvallaratriði í manneskjulegu samfélagi að samtrygging okkar allra, heilbrigðis- og tryggingakerfið, greiði kostnað af öllum alvarlegum veikindum okkar.  Það skilur okkur frá barbarisma.

Sjálfstæðismenn vilja gjarnan halda tekjusköttum niðri, en svo þegar það vantar pening í félagsmál og heilbrigðismál, taka þeir til þess ráðs að setja á notendagjöld, svona rétt eins og það væri val sjúklinga að leggjast inn.  Þannig var það einnig með húsnæðismálin.  Í góðærinu þorðu þeir ekki að afnema stimpilgjöldin og afsökuðu sig með því að slíkt myndi skapa meiri þenslu.  Þannig átti unga fólkið sem á yfirleitt í miklum erfiðleikum með að safna fyrir útborgun í sitt fyrsta húsnæði, að sæta álaga vegna þenslunnar á meðan hinum raunverulegu orsakavöldum hennar var klappað á bakið og gert allt kleift til að halda glæfrafjárfestingum sínum áfram.  Það var ekki fyrr en það þeir sænguðu með xS að stimpilgjöld voru afnumin í tilviki kaupa á fyrstu íbúð.  Áfram er 1.5% stimpilgjald (af kaupverði) fyrir það að flytja sig um set og kaupa íbúð á nýjum stað.

Af fleiri skattamálum vil ég segja að ég er andvígur hátekjuskatti vegna þess að hann skekkir launasamanburð og kemur aftan að þeim sem fá hátt kaup vegna ábyrgðar eða mikillar vinnu.  Miklu skynsamlegra er að hækka alla skattprósentuna (sé hærri skatta þörf) og bæta kjör þeirra lægst launuðu með hærri persónuafslætti. 

Forvitnilegt verður að vita hver næstu skref Ögmunds Jónassonar verða, en ég er vongóður um að áratuga reynsla hans í stjórmálum og þekking á þjóðfélaginu eigi eftir að verða íslensku heilbrigðiskerfi til góða.  Ég vona að hann haldi t.d. lífinu í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði.   Horfa þarf til 20 ára í skipulaginu og varast hrókanir sem skapa bara ný vandamál og kostnað þegar til lengri tíma lætur.


mbl.is Innlagnargjöld afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Hæ Svanur.

Ég er svo sammála þér, en aðeins hugsi varðandi hátekjuskattinn Mér fannst Guðlaugur Þór ekkert vera að hugsa um hvað væri fólki fyrir bestu.  Mér finnst það eigi að hlúa vel að heilbrigðisþjónustunni og efla hana.  Það er gott að fá innlegg frá þér inn í þessa umræðu af því þú ert læknir.  Starfsbræður þínir og systur mættu taka þig sér til fyrirmyndar og láta meira til sín taka í þessum málum

Ögmundur er frábær maður og mjög mikill mannvinur.  Það er örugglega mörgum mikill léttir að fá hann sem heilbrigðisráðherra í staðinn fyrir forvera hans.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 3.2.2009 kl. 03:05

2 identicon

LUXUS SKATTUR 

Ég mæli með því að það sé settur verulegur skattur á lúxusvörur. T.d. bílar yfir 3 miljónir.    Ef það hefði veri settur þannig skattur þegar verið var að selja 1 Range Rover á dag þá væri kannski til einhver auka peningur.

Þannig að normið verði skattlaust og þeir sem vilja kaupa lúxus t.d. húsnæði yfir 60 miljónir rándýra bíla, og þessháttar  þeir eru þá komnir í lúxus flokkinn. 

Bæði myndi þessi skattur hægja á þenslu áhrifum t.d. hækkuðu verðatryggð lán hjá öllum almenning út af hækkun verðbólgu vegna þess að gífurleg sala var í lúxusbílum.  Því þeir sem eru að kaupa bíla fyrir 10-12 miljónir eru að eyða jafn miklum pening í bil eins og 5 normal(meina þá þá sem eru að eyða 1-2 miljón í fjölskyldubíl) fjölskyldur.

Þetta hafði náttúrulega mjög mikið áhrif á verðbólgu og þá verðtryggingu.

Halldor (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 11:26

3 Smámynd: Ísleifur Egill Hjaltason

Fyrirtaksgrein og svo sannarlega þörf en mér langar bara til að benda Halldóri á lúxusskatt og galla hans. Staðreyndin er nefnilega sú að þegar BNA-menn settu þannig á misstu þeir bara einfaldlega skatttekjur. Ástæðuna má finna í  teygni þess sem vill lúxusvörur því ef skattur á t.d. range rover hækkar þá er ekkert mál fyrir manneskjuna að kaupa sér í staðinn skíðahelgi í aspen eða fasteign í parís. Þetta er þekkt hagfræðifyrirbrigði og þótt hugsunin með lúxusskatt sé vissulega góð er hún því miður illframkvæmamleg.

Ísleifur Egill Hjaltason, 3.2.2009 kl. 12:14

4 identicon

En Ísleifur...
Hvort er betra að missa af skattinum af Range Rovernum og sleppa því að eyða gjaldeyrir í rándýran bíl eða sleppa við aukna verðbólgu sem leiðir að hækkunar á  verðtrygginu, hækkun bíltrygginga (því tjón á 12 miljón króna bíl er mun dýrara en á venjulegum bíl). 

Eg hugsa að það sé mun dýrara fyrir þjóðfélagið að mikið selst af luxus.
þá sérstaklega fyrir þá sem eru ekki að kaupa luxus.  því líklega margir af þeim sem er að kaupa þennan luxus vörur, borga varla nokkurn skatt því þeir lifa á fjármagnstekjum og borga því 10% skatt, eða gef sér up la´g laun og láta fyrirtæki kaupa luxusinn fyrir sig. Þetta eru allt alþekktar leiðir.

Þannig er ekki bara fínt ef sala minnkar á luxus og allir fara til aspen,því þá verða ekki þessar rosalegu sveiflur sem setja svo þjóðfélagið á hliðina.

Er ekki alltaf verið að tala um núna að eyðsla íslendinga hafi verið óhófleg.... þér finnst kannski ekki 1 Range Rover á dag óhófleg eyðsla... + Land cruser + aðrar eðalkerrur.  Það væri gaman að taka saman hve mikill gjaldeyrir hafi farið í þessi kaup.

Halldor (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 13:31

5 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk fyrir innleggin Margrét, Halldór og Ísleifur.

Athyglisverð pæling um lúxusskatt.   Mér virðist að ef einhverja jaðarskatta á að leggja, þá er það á dýrar lúxusvörur, en slíkir skattar geta aldrei verið mjög háir.  Síðan er vandi að skilgreina hvað er lúxus og hvað ekki.  Hætt við að mikið yrði rifist um slíkt.

Svanur Sigurbjörnsson, 3.2.2009 kl. 14:01

6 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Húrra fyrir Ögmundi.   Frábært þegar menn gera eitthvað gott  -strax.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 3.2.2009 kl. 17:03

7 Smámynd: halkatla

hver bjóst við öðru af honum?

halkatla, 3.2.2009 kl. 23:28

8 identicon

Sæll, Svanur,

Já, Það er auðvelt að gagnrýna kerfið en erfiðara að benda á lausnir.

Staðan núna er sú að það vantar líklega að stoppa í um 15-20% bil uppá að við eigum fyrir núverandi heilbrigðiskerfi.

Hækkun skatta á hátekjufólk, t.d. yfir 700.000 króna tekjur um t.d. 5% skilar kannski 200-300 milljónum í kassann nettó (enda er tekjuskipting á Íslandi afar jöfn). Svo að það dugar lítt fyrir 7 milljörðunum plús sem okkur vantar í cash uppá heilbrigðiskerfið á næsta ári.  Stórfelld hækkun skatta meðaltekjufólks og ofar er eini skatturinn sem mun duga til að fá umtalsverðar tekjur, þ.e. í milljörðum en mun varla duga til, enda mun stórfelld hækkun á þann hóp leiða til minni veltu í þjóðfélaginu og þá meira atvinnuleysi og því draga úr þjóðhagslegum ábáta af skattahækkunum.

Þó svo það líti þannig í fyrstu að það sé allt í góðu að hækka skatta, þá er svigrúm ríkisins ansi lítið, enda skattlagning verið að hækka samfellt síðustu áratugina.  Skattlagning meðaljónsins ásamt lögbundnum lífeyrissparnaði er að nálgast efri þolmörk, það er varla hægt að fara hærra, án þess að kerfið fari að gefa eftir (þ.e. skatttekjur ásamt veltu fari í spíral niður á við).

Burt frá skattahækkunum þá er það varla umflúið að það þarf að blóðga niðurskurðarhnífinn í heilbrigðis-, trygginga- og félags-, menntamálum eins og aldrei áður.

Þar sem þú ert læknir, þá er ekki úr vegi að benda á að það hafa fáar stéttir, síðustu ár, verið iðnari við það en heilbrigðisstéttir að breyta launatekjum yfir í ódýrara tekjuform, þ.e. risnukostnað og arðgreiðslur ehf félags :)

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 23:46

9 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Ég veit ekki betur en að hér sé bullandi lúksússkattur nú þegar við lýði, allavega á hinum alræmdu flatskjám.

Tollar og vörugjöld hér á landi á slíkum græjum eru 32%, sem skýrir að mestu verðbilið á milli okkar og nágrannaþjóða í sjónvörpum. Það virðist þó lítið hemja landann í að kaupa, eða gerði það allavega ekki.

Þannig að það má kannski segja að það dæmi bendi til þess að þetta sé hægt, þrátt fyrir innskot Ísleifs, sem eflaust hefur samt mikið til síns máls.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 3.2.2009 kl. 23:50

10 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk fyrir athugasemdir gott fólk

Ég gæti samþykkt hátekjuskatt sem tímabundið ráð í 2 ár eða svo, ef allar skynsamar niðurskurðarleiðir eru þurrausnar.  Gjarnan vildi ég sjá launakostnað þjóðkirkjunnar og jöfnunarsjóð (nokkrir milljarðar) af bás ríkisins og frekar borgað undir nokkra sálfræðinga fyrir þjóðina.  Messur og prestar eru ekki lífsnauðsyn og geta verið í einkageiranum.  Þá þarf að skera vel niður í utanríkismálum sem snúa að fjarlægum löndum sem við höfum hvort eð er lítil afskipti af. 

Kveðja

Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 5.2.2009 kl. 16:24

11 Smámynd: Gústaf Níelsson

Er ekki ástæðulaust að láta eins og að fólk sé lagt inn á spítala tvisvar í viku? Þegar gjaldtaka var aflögð vegna heimsókna barna á heilsugæslustöðvar fylltust þær af taugaslöppum mæðrum með stálhraust börn.

Gústaf Níelsson, 5.2.2009 kl. 17:39

12 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Gústaf

Það er nokkuð algengt að heilsulítið fólk, sérstaklega það eldra, þurfi margar innlagnir á ári og stundum er það jú jafnvel "tvisvar í viku?".  Ég starfa bæði á spítala og heilsugæslu þannig að ég þekki þetta.  Heilsugæslan sem ég starfa á fylltist ekki af "taugaslöppum mæðrum með stálhraust börn" eins og þú nefnir.  Haustið og byrjun vetrar voru mjög róleg á heilsugæslunni, rólegri en síðstu 3 ár þannig að það eru aðrir hlutir sem vega mun þyngra á vogarskálinni hvað varðar aðsókn í heilsugæsluna.

Svanur Sigurbjörnsson, 6.2.2009 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband