Loksins vitur heilbrigðisráðherra

Mér sýnist á öllu að Ögmundur Jónassson sé að taka mjög góðar ákvarðanir eftir að hann tók við embætti heilbrigðisráðherra.  Í þetta embætti þarf reynslubolta og fólk sem veit hvar hjartað slær í heilbrigðismálum landsmanna.  Ljóst er að þær skurðstofur sem á St. Jósefs eru, er erfitt að fella niður þar sem ekkert í kerfinu getur komið í staðinn eins og er.  Þá er St. Jósefs spítali nauðsynlegur sem legudeild fyrir sjúklinga sem Lsh á Hringbraut eða Fossvogi getur ekki hýst vegna þess plássleysis sem þar er alltaf öðru hvoru til staðar.  Það er ekki fyrr en eitt sameiginlegt stórt háskólasjúkrahús er byggt að hægt er að breyta St. Jósefs spítala.

Ákvörðun Ögmunds sem tilkynnt var í kvöld um að nota ódýrari lyf eins og simvastatin í stað atorvastatin til lækkunar á kólesteróli er einnig mjög skynsamleg.  Meirihluti þess fólks sem er á þessum "statin" lyfjum á að geta verið á simvastatini.  Það er ekki alveg eins öflugt og atorvastatin, sérstaklega hvað varðar lækkun á þríglýseríðum, en það gerir alveg heilmikið gagn.  Með bættu mataræði og hreyfingu má bæta sér upp restina.  Það fólk sem er allra hæst í kólesteróli og í mestu áhættunni (með illa stíflaðar kransæðar og með hjartaöng) getur farið á atorvastatin.

Þar sem ég vann í Bandaríkjunum (New York) var löngu búið að gera þetta.  Norðmenn hafa einnig sparað á þennan máta. Ég sat í lyfjalaganefnd árið 2005-2006 og stakk uppá þessum breytingum, en talaði fyrir daufum eyrum. 

Ég vona að Ögmundur haldi áfram að finna gáfulegar leiðir til sparnaðar.  Við þurfum Ögmund áfram í þessu embætti eftir næstu kosningar.  Áfram Ögmundur! 


mbl.is Óbreytt starfsemi á St. Jósefsspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir þetta með þér.

 KÆRAR ÞAKKIR ÖGMUNDUR FYRIR AÐ LEYFA HAFNFIRÐINGUM AÐ HALDA SÍNUM ST. JÓSEFSSPITALA.

ÁFRAM ÖGMUNDUR. FLOTT HJÁ ÞÉR.

Guðný Þ. Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 21:05

2 identicon

Heiðvirður maður með almannahagsmuni að leiðarljósi gerir flókna hluti einfalda.

Doddi D (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 22:55

3 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Sæll Svanur,

Það væri athyglisvert að heyra þín sjónarmið á það hvar hægt sé að skera niður í heilbrigðiskerfinu.  Það er klárt að það þarf að munda hnífinn nokkuð hressilega og fáir ættu að vera betur til þess fallnir að sjá tækifærin en þeir sem starfa innan kerfisins.  Sérðu einhverja möguleika?

Kveðja,

Siggi Úlfars.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 16.2.2009 kl. 02:41

4 identicon

Ég vona bara að við höfum efni á þessu... en hey við spenderum 6000 milljónum árlega í ríkishjátrú, nú er lag að taka skattpeninga sem fara í svoleiðis rugl og setja þá beint í heilbrigðiskerfið... á meðan við erum að fara yfir það versta.
Annað er geðveiki.

DoctorE (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 10:03

5 Smámynd: TARA

Sæll Svanur...ég tek það fram að ég er ekki læknir, en ég vissi ekki að atorvastatin væri notað við hjartaöng...hélt að það væri tvennt ólíkt að vera með of hátt kólesteról og vera með hjartaöng ??  Hver er líkinging ??  Fær maður of hraðan og óreglulegan hjartslátt ef kólesterólið er of hátt í blóðinu ??

TARA, 18.2.2009 kl. 09:38

6 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Mér líst vel á Ögmund en leist ekki vel á fyrrverandi heilbrigðisráðherra

Margrét St Hafsteinsdóttir, 25.2.2009 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband