Framsókn í hnoði
3.3.2009 | 17:16
Í stað þess að vera flokkur sem styður stjórnina falli í þessa fáu daga sem hún starfar, þarf Framsóknarflokkurinn að vera í hnoði til þess að slá sig til riddara og reyna að láta líta út eins og þeir séu framhjólið á þríhjólinu. Formaður þeirra segir að með tillögum sínum hafi þeir viljað hjálpa til og flýta fyrir, en með því að koma með þar innan um draumórakennda tillögu um 20% niðurfellingu skulda, tókst þeim akkúrat hið gagnstæða. Það er ekki hægt annað en að svara slíkri tillögu og slíkt tefur og tekur orku frá þeim mönnum sem eiga að einbeita sér að samningu aðgerða. Getur Framsókn ómögulega setið á strák sínum (eða hverju sem þeir sitja á venjulega) og gefið þeim flokkum sem tóku ábyrgð á ríkisstjórn landsins frið til að vinna? Auðvitað eru þeir æstir í að sýna sig og sanna með nýtt fólk við stjórnvölin, en of mikið pot getur hreinlega virkað öfugt, enda sýnir sig að uppsveifla þeirra hefur hjaðnað talsvert í síðustu skoðanakönnunum. Hott hott Framsóknarfákur!
Fundað um stjórnarsamstarfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Uss, uss, ekki hotta á þennan klár. Ég vona að hann verði staður á kosningadaginn.
Sigurður Sveinsson, 4.3.2009 kl. 07:23
He he e.t.v. réttara að segja "suss suss Framsóknarfákur"
Svanur Sigurbjörnsson, 4.3.2009 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.