Höfundur
Svanur Sigurbjörnsson
Ég er læknir og læt þjóðfélagsmál mig miklu varða. Uppáhalds gullkorn: "Rökræðan er besta lausnin á hvers kyns rangindum" - Thomas Paine
Vefsíða: http://svanursig.is
Tenglar
Mínir tenglar
- Húmbúkk - efast um furðufyrirbæri Vefrit það sem gagnrýnin hugsun er notuð til að skoða ýmis furðufyrirbæri
- Vefsíða Siðmenntar, félags siðrænna húmanista
- Vefsíða Svans Áhugamál og greinasafn
Bloggvinir
- johannbj
- astan
- mortenl
- kolgrima
- maggadora
- hjaltirunar
- binntho
- andmenning
- prakkarinn
- sigurjon
- peturhenry
- bene
- vest1
- bubot
- truryni
- agustolafur
- thorgnyr
- sigurjonn
- roggur
- svartfugl
- rustikus
- sigurjonsigurdsson
- krizziuz
- eggmann
- kiddip
- vantru
- frisk
- freedomfries
- mitteigid
- sms
- omarragnarsson
- margretsverris
- sjos
- juliusvalsson
- jonsigurjonsson
- egillrunar
- olimikka
- astromix
- organia
- pepp
- sannleikur
- fridaeyland
- ingolfurasgeirjohannesson
- harri
- lillo
- ernafr
- stebbifr
- sigurgeirorri
- vkb
- jevbmaack
- nerdumdigitalis
- steinibriem
- apalsson
- robertb
- sindri79
- fsfi
- gerdurpalma112
- gbo
- malacai
- valgeir
- hehau
- hlynurh
- ugluspegill
- visindavaka
- lucas
- drum
- neytendatalsmadur
- valgerdurhalldorsdottir
- ea
- king
- siggisig
- retferdighed
- salvor
- saemi7
- hilmardui
- ippa
- patent
- tara
- tbs
- partialderivative
- kamasutra
- ziggi
- savar
- gattin
- stjornuskodun
- rabelai
- kolbrunh
- kt
- lalamiko
Fyrir konur með lága áhættu
16.4.2009 | 15:44
Það þarf að koma skýrt fram að hér er um að ræða konur sem teljast hraustar að öllu leyti og eru í lágri áhættu fyrir alvarlegum fylgikvillum fæðingar. Fyrirsögn Mbl.is er því ófullnægjandi því fullyrðingin á ekki við konur sem eru í áhættuhópum. Fyrsta setning fréttarinnar bætir þar úr að mestu. Það er ágætt að þessi rannsókn staðfestir það sem flestir töldu staðreynd fyrir.
Heimafæðingar jafn öruggar og fæðingar á sjúkrahúsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Viljir þú leggja af þjóðkirkju hvernig viltu þá haga því?
Ríkið hætti öllum greiðslum (sóknargj, jöfnunarsj. og laun) 33.1%
Ríkið haldi sóknargjaldakerfinu og jöfnunarsjóði 13.6%
Ríkið haldi sóknargjaldakerfinu 14.3%
Ríkið greiði allt áfram en öll félög fái jafnt 13.7%
Annað fyrirkomulag 12.6%
Veit það ekki 12.6%
1313 hafa svarað
Hvernig viltu haga vali fólks á þing?
Aðeins prófkjör 9.8%
Prófkjör en kjósa megi aðra röð á kosningardegi 14.1%
Uppstilling kjördæmaráða 3.8%
Uppstilling en kjósa megi aðra röð á kosningardegi 13.6%
Röð aðeins ákveðin af kjósendum á kosningardegi 44.6%
Ekkert af ofangreindu 7.1%
Veit það ekki 7.1%
184 hafa svarað
Eldri færslur
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Hefði ég valið að fæða heima hefðu væntanlega báðar dætur mínar verið heilaskaddaðar. Gekk reyndar með þá eldri 10 daga fram yfir, (hin kom á réttum degi), en annars fullkomlega eðlilegar meðgöngur og börnin fæddust hratt. Þær þurftu báðar læknishjálp hið snarasta þegar þær komu út, mjög stuttur fyrirvari (ekki nokkur leið að það hefði náðst á spítalann og það þó ég búi 5 mínútur frá Landspítalanum).
Strákurinn hefði verið í lagi.
Klárt ég veit að það ganga fullt fullt af heimafæðingum mjög vel fyrir sig en ég er hrikalega fegin að ég lét ekki undan áróðrinum sem lengi hefur verið í gangi um heimafæðingar. Ég myndi ekki vilja vera ljósmóðirin eða læknirinn sem hefði þurft að segja við mig: Eeeen þetta er langoftast allt í lagi...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 16.4.2009 kl. 21:24
Aðalmálið er að það má ekki sjúkdómsvæða hinar dýrmætu gleðistundir sem fylgja fæðingum. Þess vegna var hin hlýlega stemming Fæðingarheimilisins svo vinsæl. Hinsvegar sjálfsagt að skilgreina frá verðandi mæður í áhættu. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 16.4.2009 kl. 23:13
Já, góðir punktar frá ykkur Hildigunnur og Gunnlaugur. Ég held að heimafæðingar eigi helst við fyrir konur sem hafa alið sitt fyrsta barn á sjúkrahúsi án vandamála og vilji eignast síðari börn heima.
Svanur Sigurbjörnsson, 17.4.2009 kl. 01:45
Það eru reyndar líka frumbyrjur sem velja að eiga heima. Oft á tíðum eru það líka konur sem eiga erfiða fæðingarreynslu að baki á sjúkrahúsi sem velja að eiga að heima því þær vilja forðast að slíkt endurtaki sig. Ég er ein af þeim. Það er vissulega mikil blessun að hafa tæknina fyrir hendi þegar hlutir fara úrskeiðis eða áhætta er fyrirséð, en þegar kemur að fæðingum fer stundum af stað atburðarás á sjúkrahúsum sem veldur vandræðum. Eitt inngrip leiðir oft til fleiri og að lokum getur það leitt til erfiðleika hjá móður og/eða barni.
Heimafæðingaljósmæður eru þaulþjálfaðar í að takast á við erfiðleika í heimahúsum og eru með græjur til þess (t.d. ef bíða þarf eftir sjúkrabíl). Börn deyja líka á sjúkrahúsum, stundum jafnvel vegna mistaka sem hefðu ekki gerst annars staðar. Það er líka athyglisvert að það er orðið mjög algengt að ljósmæður velji sjálfar að eiga sín börn heima og það er varla mjög óábyrgt val af konu sem hefur 4 ára hjúkrunarnám og 2ja ára sérnám í faginu.
Þegar ég les eða heyri reynslusögur eins og Hildigunnar þá langar mig samt alltaf að vita meira, hver var t.d. aðdragandinn að því sem gerðist o.s.frv. og jafnvel ef vitað er eftir á, ástæður. En það fylgir sjaldnast sögunni. Þetta eru samt mikilvægar upplýsingar þegar maður er að mynda sér skoðanir og er að taka upplýstar ákvarðanir. Ég t.d. held að mín fyrsta fæðing hefði hugsanlega gengið betur hefði ég verið heima og hefði verið búin að undirbúa mig þannig. En ég get ekki fullyrt það frekar en hægt er að fullyrða að í öllum tilvikum hefði börn dáið hefðu þau verið í heimahúsi ef eitthvað kom upp á (ég er að meina almennt, ekki útfrá sögu Hildigunnar).
En að sjálfsögðu er þetta ekki val fyrir allar konur, hver kona verður að finna það hjá sjálfri sér hvar henni finnst hún örugg því það getur haft mikil áhrif á framgang fæðingar. Fæðingarundirbúningur er líka af ansi skornum skammti í mæðravernd hér, það er aðallega farið yfir hvaða deyfingar eru í boði, en það er væntanlega hvorki peningar né tími til að veita andlegu hliðinni meiri athygli sem ekki er vanþörf á því það er að búið að hræða úr konum líftóruna með amerískum bíómyndafalskhugmyndum um fæðingar. Ef maður vill kynna sér fleiri hliðar fæðinga þá verður maður algjörlega að sjá um það sjálfur og það er sjaldnast að finna gott íslenskt efni um þessi mál.
Smá langloka hjá mér, en ég hef bara mikinn áhuga á fæðingum, hvort sem þær eru í heimahúsum eða á sjúkrahúsum :)
Ólafía (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 10:16
Takk fyrir langt og gott innlegg Ólafía.
Við mat á áhættuþáttum og þeim atburðum sem geta leitt til fylgikvilla þarf að huga að mörgu og jafna út huglæga hluti sem geta villt um fyrir manni. Þó að slík skoðun byrji oft út frá stökum dæmum, þarf að skoða góðan fjölda skipulega og hlutlaust til að fá út niðurstöðu sem hægt er að treysta á. Svo þarf að skoða áhættuaukninguna fyrir hvern aldurshóp eða hóp kvenna sem hafa eitthvað ákveðið sammerkt, þ.e. hvernig konur 35-40 ára koma út í heimafæðingum miðað við á spítala o.s.frv. Svo þarf að líta á muninn og velta því fyrir sér hvort að hann skipti í raun einhverju máli, t.d. hvort að 3% áhætta á fósturláti eða 2.2% áhætta sé í raun eitthver munur til að byggja á sterkara álit á einum kosti umfram hins.
Svanur Sigurbjörnsson, 17.4.2009 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.