Bréf baráttukonu

Baráttukonan og húmanistinn Maryam Namazie sendi mér og fleiri stuðningsmönnum bréf í vikunni sem á erindi til allra þeirra er vilja leggja mannréttindabaráttu kvenna lið.  Hún er einn af forvígismönnum samtakanna „Council of Ex-Muslims in Britain” og hefur sýnt mikið hugrekki í baráttunni gegn trúarlega boðuðum mannréttindabrotum.  Maryam heMaryam Namazie í HÍimsótti Ísland í september 2007 í boði Siðmenntar og Alþjóðastofnunar HÍ og hélt tvo fyrirlestra fyrir fullu húsi og kom fram í viðtali í Kasljósi RÚV.  Í þessu bréfi vekur hún athygli á þróun mála í nokkrum ríkjum múslima og biður um stuðning við stofnun nýrra alþjóðlegra samtaka „International Coalition for Women’s Rights”.  Ég birti hér bréfið í heild sinni því að það er opið til allra þeirra sem vilja leggja málefninu lið. 

----- 

Hello
 
Since our last email, we have been busy organising an International
Coalition for Women's Rights, to which a number of well-known personalities
and organisations have signed up.
 
As you know, on April 19, 2009, the Somali parliament unanimously endorsed
the introduction of Sharia law across the country. A few days earlier, the
imposition of Sharia law in Pakistan's northwestern Swat region was
approved. Last month, a sweeping law approved by the Afghan parliament and
signed by President Hamid Karzai required Shi'a women to seek their
husband's permission to leave home, and to submit to their sexual demands.
Because of international and national protests the new law is now being
reviewed but only to check its compatibility with Sharia law.
 
The imposition of Sharia law in the legal codes of Somalia, Pakistan and
Afghanistan brings millions more under the yoke of political Islam.
 
Local and international pressure and opposition are the only ways to stop
the rise of this regressive movement and defend women's universal rights and
secularism.
 
From Iran and Iraq to Britain and Canada, Sharia law is being opposed by a
vast majority who choose 21st century universal values over medievalism.
Join us in supporting this international struggle and calling for:
 
* the abolition of discriminatory and Sharia laws
* an end to sexual apartheid
* secularism and the separation of religion from the state
* equality between women and men
 
You can find a list of initial signatories here:
http://www.equalrightsnow-iran.com/discriminatory_laws.html
 
You can join the International Coalition for Women's Rights by signing here:
http://www.petitiononline.com/ICFWR/petition.html
 
If you haven't already done so, you can also sign a petition opposing Sharia
law in Britain here:
http://www.onelawforall.org.uk/index.html
 
We must mobilise across the globe in order to show our opposition to Sharia
law and our support and solidarity for those living under and resisting its
laws.
 
In the coming months, we will be organising towards mass rallies in various
cities across the globe on November 21. We've chosen this date to mark both
Universal Children's Day (November 20) and the International Day for the
Elimination of Violence against Women (November 25). If you are interested
in helping us organise a rally in your city, please contact us.
 
And please don't forget we need money to do all that has to be done. And we
have to rely on those who support our work to provide it.
 
If you are supportive, there are many ways you can raise funds. You can:
 
* send in a donation - no matter how small
* organise a picnic or cook a dinner for your friends or colleagues and ask
them to contribute to our work
* invite us to speak and raise money for our work at the event
* hold sales or organise a concert or exhibition and donate the proceeds to
us
* ask if your workplace gives donations to employee causes and make an
application.
 
You can send in your donations via Paypal
(
http://www.onelawforall.org.uk/donate.html) or Worldpay
(
http://www.ex-muslim.org.uk/indexDonate.html) or make cheques payable to
CEMB or One Law for All and mail them to: BM Box 2387, London WC1N 3XX, UK.
 
We look forward to hearing from you.
 
Best wishes
 
Maryam
 
Maryam Namazie
 
* You can read the latest issue of Equal Rights Now - Organisation against
Women's Discrimination in Iran, which also highlights some urgent execution
and stoning cases in Iran, here:
http://www.equalrightsnow-iran.com/publications.html
 
* To help organise a November 21 rally, volunteer or for information on our
work, contact us at onelawforall@gmail.com or exmuslimcouncil@gmail.com. For
more information on the Coalition for Women's Rights, please contact
coalition coordinator Patty Debonitas +44 (0) 7778804304, ICFWR, BM Box
2387, London WC1N 3XX, UK, icwomenrights@googlemail.com.

-----


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Mér þykir skjóta skökku við að mannréttindakona skuli ala á fordómum gegn Íslam.

Hilmar Gunnlaugsson, 1.5.2009 kl. 17:37

2 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Þú ert dásamlegur, Hilmar.

Gerir þú engan greinarmun á réttmætri gagnrýni annars vegar og fordómum hins vegar? Hefur þessi kona ekki reynslu og þekkingu af fyrstu hendi? Er hún ekki að vinna að því að lágmarka skaðann, en ekki að fordæma trúna i heild sinni?

Þú þarft að vanda þig aðeins betur.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 1.5.2009 kl. 21:16

3 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Hilmar

Ég tek undir með Kristni.  Hvar eru fordómarnir Hilmar?  Nefndu mér eitt dæmi takk og rökstuddu.

Kveðja

Svanur Sigurbjörnsson, 1.5.2009 kl. 22:18

4 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Ertu aðdáandi Sharia laga Hilmar?  Veistu um hvað þau snúast?  Hefurðu lesið bók eða bækur sem gagnrýna Islamista og íslamska trú?  Auðvitað viljum að öll dýr í skóginum séu vinir og ekkert þurfi að gagnrýna en þannig er það bar því miður ekki. 

Svanur Sigurbjörnsson, 1.5.2009 kl. 22:22

5 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Samtökin sem konan er meðlimur í stefna að því að aðstoða sem flesta múslíma að snúast frá Íslam og gera ekki annað en að níða trúarbrögðin. Sömuleiðis berjast samtökin gegn viðurkenndum samtökum múslíma og saka þau um óheilindi. Það sem kemur frá samtökunum er fyrst og fremst vatn á myllu múslímahatara sem vilja rægja trúarbrögðin og vitna þeir oft í þessi samtök.

Það er mikilvægt að styrkja samskipti trúarhópa sem búa saman í auknum mæli nú orðið. Þessi samtök eru ekki vel til þess fallin enda skapa þau fyrst og fremst ranghugmyndir um múslíma sem flestir eru friðsamt fólk eins og aðrir. Samtökin eru fordæmd af flestum samtökum múslíma og jafnvel löndum þar sem múslímar eru í meirihluta.

Ég tel að við séum í engri aðstöðu til að fordæma lög og reglur múslíma og hvað þá að fullyrða um alla múslíma vegna laga sem eru í sumum múslímalöndum.

Ekki hef ég nokkurn áhuga á að leita mér upplýsinga um Íslam í bókum eins og "Íslamistar og Naivistar" enda er það litla sem ég hef séð úr henni ekkert annað en ómerkilegur hatursáróður. Finnst þér kannski líka að ég ætti að leita mér upplýsinga um gyðinga úr Mein Kampf? Ég hef betri leiðir en svo Svanur til að leita sannleikans.

En það hatur sem er að skapast nú gegn múslímum nú má að nokkru leyti líkja við það hatur sem skapaðist gegn gyðingum á sínum tíma og ber okkur að varast það.

Hilmar Gunnlaugsson, 3.5.2009 kl. 00:29

6 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Þú mátt ekki leggja gagnrýni algerlega að jöfnu við hatursáróður, Hilmar.

Nú hef ég séð til þín víða á blogginu að skammast út í alla gagnrýni á Íslam og segja slíkt illskuvaldandi og ómerkilegt.

Það er í sjálfu sér ágætt viðhorf að ætla að fara svona mjúklega að trúarbrögðunum, en hvar er svigrúmið fyrir gagnrýni? Því ekkert er yfir gagnrýni hafið, m.a. ekki trúarbrögð.

Þú vanmetur stórlega fjölda múslíma sem búa við mjög harkalegt form Íslam, þá sérstaklega hvað konurnar varðar. Ég fæ auk þess ekki séð að það sé með nokkrum hætti hægt að vinna að því að hjálpa konum sem eru innlyksa gegn vilja sínum á múslímskum heimilum með öðrum hætti en þeim sem Maryam Namazie gerir, svo vel sé.

Þegar samtök af einhverju tagi eru gagnrýnd fyrir atriði sem þau leggja stund á er það ekki sjálfvirkt orðið hatursáróður. Þú verður aðeins að hafa það í huga, Hilmar, til að halda í trúverðugleika.

mbk,

Kristinn Theódórsson, 3.5.2009 kl. 07:58

7 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Ef að þú slærð alla gagnrýni út af borðinu Hilmar sem "hatursáróður" og segir að "við séum í engri aðstöðu til að fordæma lög og reglur múslíma..", þá muntu náttúrulega aldrei taka mark á neinni gagnrýni á Islamista. 

Það er reyndar merkilegt að þú segir "fordæma" en ekki dæma.  Ætlunin með gagnrýni er að dæma eitthvað, þ.e. meta það út frá réttmæti eða öðrum mælikvörðum. 

Gefi ég mér að þú hafðir í raun ætlað að segja dæma, þá spyr ég þig; hvenær erum við í aðstöðu til að dæma lög og reglur múslíma?  ...og til hugleiðingar:  Er það einungis ef að við búum í löndum þeirra? eða þekkjum persónulega til einhvers þeirra? ... eða eitthvað annað?

Þú nefndir bókina Íslamistar og naívistar.  Hvað með bókina "Frjáls!" eftir Ayan Hirsi Ali eða "The problem with Islam today" eftir Irsjad Manji, sú fyrri fyrrverandi múslimi og sú seinni enn múslimi.  Þessar konur bera upp þá sömu gagnrýni og Maryam Namazie gerir.  Maryam er Íraki og þekkir mjög vel til þar og í fleiri löndum múslima.   Hafa þessar konur ekki aðstöðu til að gagnrýna Íslam? 

Það var enginn að fullyrða neitt um alla múslima þannig að þú þarft ekki að koma með varnir gegn alhæfingum.  

Hvað finnst þér t.d. um það að þau lög í anda Sharia sem nú er búið að setja í Afganistan muni halda hlífiskyldi yfir þeim sem henda sýru í andlit kvenna sem voga sér að halda til skóla án fylgdar karlmanns? Slíkt hefur gerst ítrekað þar.  Í Íran eru konur handteknar og færðar til yfirheyrslu lögreglu ef að þær ganga ekki með höfuðklút eða burku á almanna færi.  Ertu ekki í aðstöðu til að gagnrýna það eða þorirðu það ekki vegna þess að þú vilt bæta samskiptin? 

Hvernig ætlar þú Hilmar að vinna gegn því óréttlæti sem konur þurfa að líða vegna sharia laga? 

Svanur Sigurbjörnsson, 4.5.2009 kl. 02:27

8 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Hvernig í veröldinni geturðu Hilmar líkt bókinni "Íslamistar og naivistar" við bókina "Mein Kampf"?  Þú viðurkennir að hafa bara lítið lesið þá fyrrnefndu og því spyr ég; geturðu lýst nákvæmlega muninum á þessum bókum hvað varðar afstöðu til Islamista og svo aftur gyðinga?  Hefurðu lesið "Mein Kampf"?  Er nokkurs staðar í bókinni "Íslamistar og naivistar" hvatt til ofbeldis?  Það gat ég ekki séð. 

Ég bjó í New York í 7 ár og kynntist mörgum múslimum, flestum ágætum en einnig mörgum sem voru haldnir kvenfyrirlitningu og litu á mannréttindi sem "ágæt" en "ekki fyrir þá".  Hefurðu rætt við marga múslima utan Íslands Hilmar og spurt þá opið um þessi efni?  Myndir þú þora það?

Svanur Sigurbjörnsson, 4.5.2009 kl. 02:36

9 identicon

Ég fór á ógleymanlegan fyrirlestur hennar í Odda stofu 101, og það sem þar koma fram ætti að vera kennsluefni í skólum landsins.

Valsól (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 12:33

10 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Já akkúrat Valsól.

Hér er hlekkur á greinina þar sem ég birti myndband frá þessum fyrirlestri.  Það er mjög þörf hlustun.

Kveðja - Svanur

PS:  Leiðrétting - Maryam Namazie er frá Íran, ekki Írak.  Þetta víxlaðist í hausnum á mér óvart.

Svanur Sigurbjörnsson, 5.5.2009 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband