Höfundur
Ég er læknir og læt þjóðfélagsmál mig miklu varða. Uppáhalds gullkorn: "Rökræðan er besta lausnin á hvers kyns rangindum" - Thomas Paine
Vefsíða: http://svanursig.is
Tenglar
Mínir tenglar
- Húmbúkk - efast um furðufyrirbæri Vefrit það sem gagnrýnin hugsun er notuð til að skoða ýmis furðufyrirbæri
- Vefsíða Siðmenntar, félags siðrænna húmanista
- Vefsíða Svans Áhugamál og greinasafn
Bloggvinir
- johannbj
- astan
- mortenl
- kolgrima
- maggadora
- hjaltirunar
- binntho
- andmenning
- prakkarinn
- sigurjon
- peturhenry
- bene
- vest1
- bubot
- truryni
- agustolafur
- thorgnyr
- sigurjonn
- roggur
- svartfugl
- rustikus
- sigurjonsigurdsson
- krizziuz
- eggmann
- kiddip
- vantru
- frisk
- freedomfries
- mitteigid
- sms
- omarragnarsson
- margretsverris
- sjos
- juliusvalsson
- jonsigurjonsson
- egillrunar
- olimikka
- astromix
- organia
- pepp
- sannleikur
- fridaeyland
- ingolfurasgeirjohannesson
- harri
- lillo
- ernafr
- stebbifr
- sigurgeirorri
- vkb
- jevbmaack
- nerdumdigitalis
- steinibriem
- apalsson
- robertb
- sindri79
- fsfi
- gerdurpalma112
- gbo
- malacai
- valgeir
- hehau
- hlynurh
- ugluspegill
- visindavaka
- lucas
- drum
- neytendatalsmadur
- valgerdurhalldorsdottir
- ea
- king
- siggisig
- retferdighed
- salvor
- saemi7
- hilmardui
- ippa
- patent
- tara
- tbs
- partialderivative
- kamasutra
- ziggi
- savar
- gattin
- stjornuskodun
- rabelai
- kolbrunh
- kt
- lalamiko
Mögulega skaðleg fyrirsögn fréttar
11.5.2009 | 01:34
Dr. Amen á bunka af umfjöllunum á skottulækningavaktinni, en það er margverðlaunuð vefsíða sem inniheldur gagnrýni á alls kyns skottulækna og kuklara víða um heim.
Vinsamlegast kynnið ykkur þessa rannsókn og gagnrýni á hana áður en þið hellið niður kaffinu.
Það er ekki sérlega ábyrgt af mbl.is að koma með þessa frétt án þess að kanna gagnrýni á rannsóknina áður. Erlendis er til grein blaðamennsku sem sérhæfir sig í heilbrigðismálum og ábyrgum fréttum af þeim, en því miður bólar ekki á neinu slíku hérlendis. Aftur og aftur sér maður bullið etið upp eftir erlendum ógagnrýndum erlendum heimildum.
Kaffi skaðar heilann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Eldri færslur
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott ábending hjá þér nafni og réttmæt gagnrýni á "blaðamennina" heima.
Svo þarftu að fara að taka aftur á þessu Detox bulli.
kv,
Svanur Gísli Þorkelsson, 11.5.2009 kl. 03:31
þetta er nu bara það sama og hefur verið gert við cannabis i mörg ar (það hefur en ekki verið staðfest að það se eithvað hættulegt við það)
Sindri (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 07:23
En hvernig útskýrir þú það að í þau 2 skipti sem ég hef hætt að drekka kaffi hef ég upplifað ein verstu fráhvörf sem ég veit um? Og hef ég nú prófað ýmislegt......
Einhver Ágúst, 11.5.2009 kl. 10:16
Ágúst Már: Ég skal svara þessu, fyrst félagi Svanur hefur ekki gert það ennþá.
Svarið er afskaplega einfalt. Að fá hausverk af kaffi þýðir ekki að það valdi Alzheimers. Þú færð hausverk af því að hætta að drekka kaffi af sömu ástæðu og líkaminn bregst misjafnlega við af hinum ýmsu efnum, þar á meðal mat.
Kaffi er einnig strangt til tekið vímuefni og hefur ákveðna eiginleika þeirra, meðal annars fráhvarfseinkenni eftir mikla og langvarandi neyslu. Hausverkir eru dæmigerð fráhvarfseinkenni af koffíni.
Það kemur einfaldlega Alzheimers ekkert við. :) Er spurningunni svarað?
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 11:56
Helgi hefur rétt fyrir sér. Sem og Svanur. Þetta er dæmigert fyrir "vísindahorn" mbl.is og dagblaða almennt. Bara það að sé sagt " jafn miklu tjóni á heilanum og hass og kókaín" segir þeim sem lesa rannsóknir að fréttin er bull.
Rannsóknir benda nefnilega til að það sé ENGINN varanlegur skaði af kannabis. Upp að því marki að rannsókn á vegum breskra yfirvalda sem átti að sýna fram á skaðsemi kannabis sýndi að kannabisnotendur voru MINNA líklegir til að fá krabbamein en viðmiðunarhópurinn. Rannsóknin fann engin varanleg skaðleg áhrif á heilann. Aðrar rannsóknir virðast sýna að kannabis minnki líkur á heilahrörnunarsjúkdómum og minnki áhrif af MS, auk þess að vera betra og skaðminna verkjalyf en morfínskyldu lyfin sem eru almennt notuð á mjög slæma verki. Það eru ekki þekkt tilfelli dauðsfalla af völdum ofskömmtunar kannabis. Í sögunni. Aldrei.
Koffín hins vegar hefur aðra sögu. Ofskömmtun getur valdið varanlegum miðtaugaskaða og jafnvel hjartaáfalli. Sem eru ágæt rök gegn því að drekka vodka í red bull. 10 svoleiðis jafnast á við um 20-30 kaffibolla.
Kókaín hins vegar hefur sýnt ansi mikið öðruvísi áhrif, með varanlegum heilaskaða. Krakk kókaín sýnir mun verri áhrif en venjulegt. Mjög áhugavert að skoða fMRI myndir af svona áhrifum. Pant ekki ég! Stór dauð svæði í heilaberki, sem er almennt talið slæmt.
Koffín er fíkniefni, og eins og flest slík þá er það allt í lagi í hófi. Meira að segja (hreint, ómengað) heróín er ekkert svo slæmt í hófi. Það er víst bara erfitt að halda neyslunni í hófi...
Ari Kolbeinsson, 11.5.2009 kl. 15:58
Hvað ætli þessi grein blaðamennsku sem sérhæfir sig í gagnrýnna umfjöllun um heilbrigðismál sé dugleg að afhjúpa ykjurnar um hættur við hjólreiðar og virkni hjólreiðahjálma ? Þessar mýtur sem jafnvel opinberir aðilar taka undir, en til dæmis nokkrir bæklingar ESB mæla gegn ( Cycling the way ahead for towns and cities er ein þeirra), hafa mjög slæm áhrif á lýðheilsu, efnahag, nær-umhverfi, sjálfbærni, umferðaröryggi og fleira.
Óháð því væri gaman að sjá nokkur dæmi um svona gagnrýnna umfjöllun, eða heyra eitthvað um samök þeirra eða menntunarleiðir.
Morten Lange, 11.5.2009 kl. 16:23
Svanur og Helgi: Hafið þið einhverjar haldbærar rannsóknir í höndunum sem sanna svo ekki verður um villst að kaffi valdi EKKI alsheimer??
Nei varla..
ég er ekki að segja að þessi rannsókn sé rétt eða röng
finnst bara alltaf jafn kúnstugt að sjá fullyrðingar slettar svona fram...
Bara vegna þess að þið "trúið" henni ekki ... þetta stangast á við ykkar "grunnskoðanir" og svo.fr. eftir götunum.
Svanur, ef líkami okkar er 0.11 % efni en 99.89 prósent tómarúm þegar farið er með hann í sameindarsmásjá.. hvað er það þá sem heldur efninu saman? Getur þú komið við það? Sendir hugurinn frá sér bylgjur? Senda tilfinningar frá sér bylgjur?
Við erum þríþætt, efni/tilfinningar/hugur/ eitt fer í ójafnvægi og veldur ójafnvægi á rest.. þegar eingöngu er tekist á við afleiðingar ójafnvægis eins og vestræn fræði gera ráð fyrir en ekki ástæðu þá dúkkar upp seinna annað ójafnvægi - það sem sagt flyst á milli staða og fer ekki neitt. Oft ávísun á krónísk veikindi þegar fólk fer að eldast.
Ef þú vilt mótmæla þessu, þá vil ég sjá með þeim mótmælum staðfesta vísindarannsókn um að þetta eigi ekki við rök að styðjast. Sú vísindarannsókn verður að hafa verið gerð af óháðum aðillum og helst á 9 mismunandi stöðum í 9 mismunandi löndum svo ég taki mark á henni.
Kær kveðja
Björg F :)
Björg F (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 23:57
Takk öll fyrir innlegg. Ég tek undir með Helga Hrafni, Ara og Morten kemur með áhugaverðan vinkil á gagnrýnin vinnubrögð.
Varðandi spurningu þína Björg. Á meðan það er ekkert sem sýnir með vísindalegum hætti að kaffi valdi Alzheimers, þá er engin ástæða til að ætla að það geri það þó að ekki hafi verið rannsakað hvort að það geri það ekki. Gagnrýnin sem beinist að vinnu Dr. Adams beinist ekki að spurningunni sjálfri um kaffið og Alzheimers, heldur að þessi tiltekna rannsókn hans sé ekki áreiðanleg. Þegar ein rannsókn er dæmd óáreiðanleg, þýðir það ekki að spurningunni sem átti að svara sé varpað fyrir róða.
Varðandi hitt sem þú ert að tala um þá fæ ég því miður ekki botn í það og hef því engu að mótmæla. Þú biður um rannsóknir en nefnir engar rannsóknir sjálf, hvað þá rök fyrir óljósum tilgátum um eitthvað sem heldur efninu í okkur saman.
Svanur Sigurbjörnsson, 12.5.2009 kl. 10:43
Ég vil gera kaup á kaffi, tóbaki og víni refsiverð. Fara sænsku leiðina í þessu, þar sem ábyrgðin er sett þar sem hún á heima, þ.e á kaupandann. Kaupandinn veldur eftirspurninni og þess vegna framleiða fyrirtækin eins og enginn sé morgundagurinn.
Kaupandinn veldur þar með gríðarlegu tjóni bæði á sjálfum sér og öðrum og reikna má með að heimilisofbeldi og ofbeldi gegn konum mundi dragast verulega saman.
Kaupandinn ber einnig ábyrgð á því að þetta er samþykkt í samfélaginu. Alþingi á að banna þetta og senda þar með skýr skilaboð um að þeir sem nota þessi efni eru lögbrjótar sem á að refsa.
Samfélagið mundi líklega meðtaka þetta fljótt og vel ef marka má viðtökurnar við reykingabanni veitingastaða. Eftir 1-2 ár frá gildistöku svona laga eins og að ofan er nefnt þá mun samfélagið líta á kaupendur þessara efna sem glæpamenn sem á skilyrðislaust að refsa.
Núna eru kjöraðstæður fyrir svona málefni vegna þessarar fínu vinstri stjórnar sem nú ræður ríkjum hér á landi.
Hulda (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 22:53
Ég ráðlegg fjölmiðlum að sleppa því að fjalla um mál, frekar en að bjóða uppá þvælu. Morgunblaðið er ónýtt eins og flestir stæðstu fjölmiðlanir landsins. Kvótabraskarar og kúlulánafólk á flesta miðlana, restin er undir hælnum á pólitískum öflum. Vonandi verður netið ekki ritstýrt, í bráð.
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 17:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.