Orð merkra kvenna til varnar skynseminni

Í síðustu bloggfærslu minni birti ég tilvitnanir nokkurra manna af tegundunni karl og var það algert slys að birta eftir þá eina því heimildir mínar voru troðfullar af orðum þessara testósterón hlöðnu fyrirbæra.  Nú bæti ég fyrir þetta og birti nokkrar tilvitnanir merkra kvenna til varnar skynseminni.  Konur eru jú hryggsúla samfélagsins, því þær kunna að tengja okkur öll saman yfir öðru en íþróttum og bjór.  ;-)

Helen Keller (1880-1968) hin dáða baráttukona sem barðist til mennta og þjóðfélagslegra umbóta þrátt fyrir blindu sína, sagði:

Það er margt í Biblíunni sem hver einasta eðlisávísun tilveru minnar rís upp á móti, svo sterkt að það er með mikilli eftirsjá að ég fann mig knúna til að lesa hana alla frá upphafi til enda.  Ég tel ekki að sá fróðleikur sem ég hef fengið frá henni bæti fyrir þau óhuggulegu hluti í smáatriðum sem hún hefur neytt mig til að leiða hugann að.

Leikkonan og óskarsverðlaunahafinn Whoopi Goldberg sagði:

Trúarbrögð hafa gert meira til að liða í sundur mennskuna en nokkuð annað

Leikkonan Gypsy Rose Lee (1911-1970) sagði í skemmtilegri myndlíkingu:

Iðkun bæna er eins ruggustóll - hún tryggir að þú hafir nóg fyrir stafni, en kemur þér ekki á neinn áfangastað.

Ein mesta baráttukona sögunnar fyrir réttindum kvenna,  Elisabeth Cady Stanton (1815-1902)sagði:

Hamingjusamasta fólkið sem ég hef þekkt er það sem hugar ekki að eigin sál, heldur gerði allt hvað það gat til að létta undir vesæld annarra.

Rithöfundurinn Susan Jacoby (1945-) skrifaði:

Ég trúi því að það sé skylda okkar að bæta lífið því að það er skylda okkar við hvort annað sem manneskjur, en ekki í tengslum við verðlaun eilífðarlífs eða refsingu vítisvistar. 

Kvenréttindakonan Margaret Sanger ritaði þessi kjörorð á kvenréttindablað hennar "The Woman Rebel" (Uppreisnarkonan). 

Engir Guðir, engir þrælahaldarar! [No Gods, No Masters!]

Upphaflega sáust þau á mótmælendaskilti iðnverkamanna í verkamannafélaginu Industrial Workers of the World (IWW), í verkfallsgöngu í borginni Lawrence í Massachusetts fylki BNA árið 1912 og voru í heild svona:

Rísið upp!!! þrælar heimsins!!! Enginn Guð! Enginn þrælahaldari! Einn fyrir alla og allir fyrir einn!

Skáldkonan George Eliot (Mary Anne Evans 1819-1880) var snemma sjálfstæð sem barn og neitaði að fara með guðhræddri fjölskyldu sinni í kirkjuferðir.  Hún hafði agnostíska afstöðu til trúar og vegna þess var henni neitað um að vera grafin í "Skáldahorni Westminster Abbey" kirkjugarðsins.   Hún sagði:

Guð, ódauðleiki og skylda - hversu óhugsandi hið fyrsta, hversu ótrúlegt hið næsta og hversu ófrávíkjanlegt og algert hið síðasta.

Það er ekki úr vegi að enda á skörungnum, rithöfundinum og listfrömuðnum Gertrude Stein (1874-1946) (sem ég lærði um í Prisma námi Bifrastar og LHÍ nýlega) en hún hafði sinn sérstaka ritstíl og húmor.  Ég býst við að hún hafi verið að hugleiða það sama og vinur minn Kristinn Theódórsson var að blogga um nýlega þegar hún sagði:

Það er ekkert svar.  Það verður ekki neitt svar.  Það hefur aldrei verið svar.  Það er svarið. 

Þetta er alveg yndislegt.

Hafið það gott - Svanur

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

"Hamingjusamasta fólkið sem ég hef þekkt er það sem hugar ekki að eigin sál, heldur gerði allt hvað það gat til að létta undir vesæld annarra."

Gætu þessi orð ekki staðið á legsteini Móðir Theresu ?  

Brynjar Jóhannsson, 27.6.2009 kl. 03:08

2 Smámynd: Dúa

"Það er ekkert svar.  Það verður ekki neitt svar.  Það hefur aldrei verið svar.  Það er svarið.  " Gæti sparað mörgum dýrmætan tíma

Dúa, 27.6.2009 kl. 05:03

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En er þetta rétt svar? Spakmæli hvers konar eru oft varasöm. Þegar rýnt er í þau eru þau oft tóm vitleysa þó þau séu hnyttin og skemmtileg!

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.6.2009 kl. 11:07

4 identicon

Móðir Thersa var boðberi þjáningar og alveg með ólíkindum að alþjóðasamfeálgið skyldi draga upp þá mynd af henni að hún væri einhver engill.

Valsól (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband