Sannir ameríkanar eru enn til!

Hverjum þykir sinn fugl fagur og nú hef ég fundið fallegan amerískan örn sem talar undurfagra tónlist í mín eyru.  Hlustið kæru! Hlustið!

Húmanistinn Pete Stark er fyrsti þingmaður Bandaríkjanna til að lýsa því yfir opinberlega að hann sé guðlaus.  Þetta er greinilega hinn vænsti maður og amerísk hetja í sinni sönnu mynd.  Hann veit hvað landsfeðurnir, Thomas Jefferson og félagar áttu við með aðskilnaði ríkis og kirkju.  Verst að íslensk stjórnvöld hafa aldrei skilið það fyllilega, en það er ekki öll von úti. ;-)

Eftir að hafa lesið um viðbjóðsleg sæmdarmorð í Jórdaníu (og Norðurlöndunum þar áður) og séð kvenhatara og ofbeldisseggi í sænsku krimmamyndinni "Karlar sem hata konur", voru það Leifur Geir og Pete Stark sem björguðu deginum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spáðu í því.. árið 2009, að menn þurfi að koma með yfirlýsingar um að eiga ekki ímyndaðan fjöldamorðingja í geimnum sem elskar þig.. en bara ef þú elskar hann fyrst.

Púra geggjun.. sem fæst aðeins útskýrð með því að ekkert intelligent design hafi átt sér stað

DoctorE (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 06:04

2 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Trúarleiðtogar eru orðnir stórhættulegir í Bandaríkjunum núna. Þeir eru nú með á stefnuskránni að blanda sér mikið inn í pólitík, menn eins og Pat Robertson og Jerry Falwell(dauður núna) hafa/höfðu þetta á stefnuskránni. Það búið að sparka út eldri og öllu saklausari týpum eins og Billy Graham sem var alltaf með það á hreinu að trúmál og pólitík ættu ekki samleið. Pat Robertson hefur til dæmis lýst því yfir opinberlega að Bandaríkjastjórn eigi að stúta Hugo Chavez(og þetta á að vera trúarleiðtogi). Nú er meira segja verið að rækta heilaþvegna krakka í pólítískum trúskólum einmitt til að gerast þingmenn, öldungardeildarþingmenn og forsetar.

Satt að segja sé ég ekki fram á að Bandaríkin eftir 20-50 ár verði stjórnað af öðru en snarrugluðum evangelistum(eins og Bush er líka, en bara verri og öfgafyllri) og verði líkari harðstjórnum í Miðausturlöndum frekar en lýðræðisríkjum í Evrópu. Það að aðeins 1 þingmaður þori núna að koma með yfirýsingum um trúleysi sitt dregur ekki úr þessari spá minni, heldur eykur hana. 

Jón Gunnar Bjarkan, 15.8.2009 kl. 16:05

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

"Hverjum þykir sinn fugl fagur". Það eru orð að sönnu. Ég hef bara aldrei heyrt húmanista/trúleysingja koma með svona gríðarlega umburðarlynda fullyrðingu sem gagnrýnir eigið sjálf. Hafðu þakkir fyrir það. Ég sé samt ekki að Peter Stark sé einhver sérstök hetja þótt hann hafi sömu skoðanir og þú Svanur og "kollegi" þinn DoktorE.

Guðmundur St Ragnarsson, 15.8.2009 kl. 20:14

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Trú hvers og eins (hver sem hún er) má ekki blanda saman við pólitík því þar með er trúin orðin verri en engin. 

Raunveruleg trú á náungakærleika og tillitssemi er of góð til að henni sé bendlað við slíkt valdastríð sem pólitík er.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.8.2009 kl. 00:49

5 identicon

Trú er ekki skoðu Guðmundur.. hún er amk ekki skoðun þín eða annarra trúaðra... þetta er áróður kufla og trúanötta sem þið fallið fyrir.
Ég og aðrir erm að reyna að koma ykkur í skilning um að þiðhafið öll verið plötuð upp úr skónum.. að trúer stórhættuleg okkur öllum, sannað mál...
Því eru við einmitt að vinna að húmanisma..

DoctorE (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 12:17

6 Smámynd: Sigurjón

Þessi maður kemur mér fyrir sjónir sem mjög þroskaður og vitur.  Hafðu þökk fyrir þessa færzlu!

Sigurjón, 17.8.2009 kl. 04:55

7 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Jón Gunnar og takk fyrir bloggvinaboðið.  Ég hef sömu áhyggjur og þú, þ.e. að menn á borð við Falwell heitinn nái að breyta grunngerð Bandaríkjanna og skemma stjórnarskrána.  Sú kristilega bókstafstrú sem hefur viðgengist í USA undanfarna áratugi er ógnvænleg og gæti haft skelfilegar afleiðingar út í pólitíkina.  Menn eins og Pete Stark eru vonarglæta um að þjóðin finni skynsemina á ný.  Það þarf að vinna mikla vinnu gegn þeim öldudal fáfræði og bókstafstrúar sem þar ríkir.  Sem betur fer vann Obama kosningarnar því hann er líklegur til að laga eitthvað af þeim skaða sem GW Bush olli.  Það þurfa líka sem flestir í USA og hérlendis að styðja við almenna skynsemishyggju og húmanisma.  Það þarf að taka verulega til í námsefni grunnskóla og framhaldsskóla til að styrkja til muna rökfræðilega þekkingu og greinandi, vísindalega hugsun.   Bestu kveðjur

Svanur Sigurbjörnsson, 18.8.2009 kl. 12:42

8 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Guðmundur St.

Þú sérð ekki að Pete Stark sé hetja "þó að hann hafi sömu hugmyndir og [ég]".  Hetjutitillinn sem ég gef honum er ekki vegna þess, heldur vegna þess að þær skoðanir og lífsviðhorf sem hann stendur fyrir verður fyrir talsverðum árásum í USA og þá er ég ekki að tala um venjulegar rökræður, heldur heiftarlegt aðkast og útilokun.  Fólk sem lýsir yfir trúleysi er gert brottrækt úr skólum í sumum fylkjum og verður fyrir margs kyns aðdróttunum og neikvæðu viðmóti. Það er aldrei auðvelt að brjóta ísinn og hann hefur gert það nú með því að lýsa yfir trúleysi sínu.  Margir stjórnmálamenn kjósa að tala ekki um trúmál og þegja um afstöðu sína.  Þó að þeir séu ekki endilega trúlausir eru margir þeirra sammála ýmissi gagnrýni á trúarbrögð, en kjósa að þegja vegna ótta um að missa fylgi. 

Hvaða leiðtogar eru annars þínar hetjur Guðmundur? Það væri fróðlegt að fá eitthvað dæmi.

Kveðja - Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 18.8.2009 kl. 12:50

9 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl Anna Sigríður

Ástæðan fyrir aðskilnaði ríkis og trúar (lífsskoðana) er ekki endilega sú að trúarbrögðin (eða lífsskoðunin) sé álitin slæm, heldur að það vald sem felst í skipulögðum trúarbrögðum á ekki að blanda saman við pólitískt vald.  Í lýðræðisþjóðfélögum er valdinu skipt upp til að koma í veg fyrir ofríki og spillingu.  Þannig er vald yfir lagagerð (þingið), framkvæmdum hins opinbera (ráðherrar) og réttarkerfinu (dómarar og lögfræðingar) skipt upp til að skapa valddreifingu.  Aðskilnaður trúarbragða frá ríkisvaldinu er af sama meiði.  Aðskilnaðurinn stuðlar að meira frelsi lagavaldsins og kemur jafnframt í veg fyrir að ein trúarbrögð fái sérstakan sess umfram önnur.  Gallinn er bara sá að hér á Íslandi og öllum Norðurlöndunum utan Svíþjóðar, hefur þessi aðskilnaður aldrei gengið alla leið og hin evangelísk-lúterska kirkja hefur tryggt sér forréttindi, lifibrauð og tækifæri til áhrifa innan ríkiskerfisins. 

"Raunveruleg trú á náungakærleika og tillitssemi" er einmitt nauðsynleg í pólitíkinni því auðvitað þarf hún að stýrast af slíkum gildum, sem eru sammannleg og þörf fyrir alla, sama hver lífsskoðunin er.  Lífsskoðunarfélög hafa hlutverk varðandi þróun siðferðis í þjóðfélaginu og þau munu halda áfram að hafa áhrif, en það er bara nauðsynlegt að þau séu ekki í valdasamkrulli við lýðræðislega kosin stjórnvöld.  Starfsemi þeirra á að vera sjálfstæð og ef að ríkið aðstoðar þau eitthvað (sóknargjöld og e.t.v. fleira) er alger jafnræðiskrafa að það mismuni þeim ekki. 

Bestu kveðjur - Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 18.8.2009 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband