Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Litli bróðir bítur af tá en uppsker fingurmissi

Nú er ballið byrjað á ný.  Hamas hefur stríðsátök að nýju um leið og vopnahléstímabili lýkur og uppsker margfallt meira tap en það olli hjá Ísraelsmönnum. 

Litli bróðir bítur litlu tánna af stóra bróður sem svo sker af nokkra fingur af þeim litla.  Litli bróðir hafði lent í þessu marg oft áður, en lærði ekkert af því.  Stóri bróðir hafði haldið honum einangruðum og illa hirtum og því vildi litli bróðir hefna sín.  Litli bróðir mátti ekki lengur búa í stóru herbergjunum og hataði stóra bróður óendanlega mikið vegna þess.  Hann skyldi aldrei fyrirgefa honum og ætlaði að hrekja hann burt þó að hann hefði bara mátt til þess að bíta hann í eina tá.  Til að reyna að ná markmiði sínu var litli bróðir tilbúinn að missa alla fingurna.  Það væri betra en að búa við illan kost í litlu herbergi.   Að auki væri stóri bróðir með helgasta leikfang litla bróður í gíslingu og það gæti hann aldrei fyrirgefið.  Hans leikfang var helgara en allt heilagt.  Stóra bróður fannst aftur að hans heilögu leikföng væru mikilvægust og að litli bróðir gæti bara sætt sig við að hafa lítið pláss og takmarkaðan aðgang að sínu helga leikfangi.  Afstaða bræðranna til hvors annars var óendanlega vitlaus og heimsk, enda dæmd til að valda blóðmissi og missi lima á báða bóga svo lengi sem þeir héldu áfram heimskunni og hatrinu.

Systkini bræðranna á öðrum löndum tóku oft barnalega afstöðu til þeirra.  Ýmist heldu þeir með litla eða stóra, en áskotnaðist sjaldnast sú viska að ávíta báða og færa til ábyrgðar.  Með því að skipta sér í lið með öðrum hvorum mögnuðust aðeins deilur bræðranna, því þeir héldu sig hafa vissu fyrir framferði sínu miðað við þann stuðning sem þeir fengu.  Sterkasti bróðirinn erlendis hafði gefist upp á því að leiða þá vitleysingana saman til að ræða málin og nú blæðir þeim og bara spurning hvenær verulega illa fer.  Systkini um allan heim gætu líka farið í hund og kött saman vegna þessa þrætueplis, með skelfilegum afleiðingum.  Mörgum virðist þó slétt sama á meðan þeir geta keyrt flottu kerrurnar sínar. 

Bara ef litli og stóri bróðir geta nú reynt að lifa saman.   Vonum það besta á nýju ári.

 


mbl.is Blóðsúthellingum á Gaza mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóla- og áramótakveðjur

Ég óska öllum bloggvinum og lesendum pistla minna gleðilegra jóla og áramóta.  Takk fyrir liðnar bloggdeilur. Megi þær batna með árunum Tounge

Kær kveðja

Wizard  eru etta ekki hjólajól? ...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband