Nýtt stjórnmálaafl

Vel miðar í starfi samherja Margrétar Sverrisdóttur og undirbúningur framboðs er í gangi.  Ég vonast til að sjá flokk sem mun taka það besta úr hægri og vinstri stefnum og skilgreini sig sem breiðan miðjuflokk.  Ekki er komið nafn á flokkinn og verður það ákveðið í sameiningu með öllum þeim sem munu leggja sitt á vogarskálarnar fyrir góðu brautargengi hans.  Ljóst er að mikill hluti úr kjarna Frjálslynda flokksins er með okkur og margt nýtt hæfileikaríkt og duglegt fólk hefur bæst í hópinn.   Kynjahlutfall er jafnt, jafnvel aðeins fleiri konur og er það sérlega ánægjulegt.  Frjálslyndi flokkurinn hefur misst mikið af þeim konum sem þar voru en konur voru í minnihluta þar fyrir líkt og í svo mörgum stjórnmálaflokkum hingað til.  Nú er tækifæri til að breyta þessu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl Hanna Birna.  Já vissulega hefði eitt sameinað frjálslynt afl staðið best en af mörgum ástæðum hefur stór hluti forystufólks úr Frjálslyndum ákveðið að fara að dæmi Margrétar.  Þetta nýja stjórnmálaafl er opið öllum þeim sem vilja leggja málefnunum lið og nafnið mun ráðast sameiginlega af þeim sem leggja hönd á plóginn.  Kveðja

Svanur Sigurbjörnsson, 4.2.2007 kl. 15:07

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Með fjölgun flokka leggst allt á sveifina með ríkisstjórinni að halda velli.Seint get ég óskað þeim til hamingju sem fjölga smáflokkum.Það er eins og einhver sjálfseyðingarhvöt sé ríkjandi í ísl.pólutík.Þessir eilífu "hugsjóna" framapotarar sem öllu ætla að bjarga,en eru í reynd aðeins að endurtaka sjónamið og stefnur annara.Ef þú skoðaðir vel t.d.stefnumál og ályktanir Samfylkingarinnar,myndir þú sjá þar nóg af góðum og áhugaverðum verkefnum.Við þurfum unga og efnilega menn  eins og þig að koma málefnum flokksins í höfn,en ekki nýjan flokk.Persónulega var ég sammála brottför Margrétar úr Frjálslyndafl.við þær aðstæður sem þar höfðu skapast.Um breiðan miðjuflokk,sem hallast til hægri eins og Margrét boðar,er ekki vænlegt til sigurs í komandi kosningum.Samfylkingin var stofnuð til að sameina jafnaðarmenn og vera mótvægi við íhaldið,en nú stefnir í metfjölda stjórnmálafl.Ég styð ekki svona rugl.

Kristján Pétursson, 4.2.2007 kl. 17:38

3 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Kristján.  Ég geri mér fyllilega grein fyrir þessari hættu, þ.e. að atkvæðin nýtist illa og stjórnarandstaðan missi þingsæti.  Þetta fer þó eftir því hvaðan fylgi nýs framboðs kemur, þ.e. hvort að líkur séu á því að óánægðir sjálfstæðis- og framsóknarmenn sjái ekki betri stefnumörkun og mönnun í nýjum flokki.  Fari svo að fylgið komi einungis úr röðum stjórnarandstöðuflokka er þetta fyrir bý.  Þetta er ekki besta staðan en með laskaðan Frjálslynda flokk er ekki víst að árangur náist og Kaffibandalag sem vill ekki starfa með þeim er ekki vænlegt til árangurs. 

Svanur Sigurbjörnsson, 4.2.2007 kl. 18:33

4 Smámynd: Kristin Á.Arnberg Þórðardottir

  Held að þetta eigi eftir að ganga vel,sjálfri fynst mér ekki Samfylkingin trúverðug í sjávarútvegsmálum og fynst eins og  þeir verði alveg tilbúnir að fara í eina sæng með íhaldinu og hvað þá?

Kristin Á.Arnberg Þórðardottir, 5.2.2007 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband