Dramatískar niðurstöður úr skoðanakönnun Blaðsins

Blaðið birti í dag á forsíðu niðurstöður skoðanakönnunar sem fór fram eftir Landsþing Frjálslynda flokksins 27. janúar s.l.  Óheppilegt var að tölur um úrtaksstærð og fleira voru birtar aftast í fréttinni inní blaðinu þannig að þær fóru framhjá mörgum.

Samkvæmt Blaðinu var úrtakið í könnuninni 750 manns með jafnri kynjadreifingu og úr öllum kjördæmum. Svarhlutfallið var 88.8 prósent eða 666 manns.  Af þeim tóku 53 prósent afstöðu eða 353 manns.   Hér eru því um 666 manns, en það er minna úrtak en kannanir Gallup notast við en aðeins stærra en það sem Fréttablaðið hefur byggt á samkvæmt heimildum mínum.  Hátt hlutfall þeirra sem taka ekki afstöðu (47%) vekur athygli og skiptist það niður í 39% sem sögðust óákveðnir og 8% sem sögðust ekki ætla að kjósa.  Ekki fékk ég gefnar upp tölur um skekkjumörk.

Þessi könnum sem í fyrstu virtist vera illa gerð er því ágætlega hönnuð utan þess að úrtakið er heldur lítið.  Sé úrtakið ekki minna en úr könnun Fréttablaðsins fyrir viku síðan má taka jafn mikið mark á þessari könnun og þeirri.  Munurinn er sá að hið pólitíska landslag hefur stórbreyst eftir Landsþing Frjálslynda flokksins og viðtal Egils Helgasonar í Silfri Egils við Jón Baldvin Hannibalsson.

Í ljósi viðburða og hegðan forystumanna Frjálslyndra undrar mig ekki hrun flokksins.  Þeir vanmátu stórlega Margréti Sverrisdóttur og það fólk í trúnaðarstörfum flokksins sem jafnframt tók ákvörðun um að segja sig úr honum.  Skoðanakönnum Fréttablaðsins fyrir um viku síðan gaf forsmekkinn því fylgið fór niður í 9% úr 11% þar þrátt fyrir að könnunin næði einungis af 1/5 hluta yfir tímabilið eftir Landsþingið.  Niðurstaða könnunar Blaðsins, 3.1% fyrir Frjálslynda er afhroð og þó við gæfum okkur 50% skekkjumörk þannig að fylgið væri 4.6% hið mesta (og 1.6% hið minnsta) væri niðurstaðan samt slæm fyrir þá sem eftir standa í flokknum.   Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn fær mikið af fylginu og Framsókn einnig en eflaust eru margir af þeim stóra hóp sem eru að gera upp hug sinn spenntir að vita hvað Margrét og hennar samherjar munu gera ásamt mögulegum öðrum framboðum sem hafa verið nefnd til sögunnar.   Gagnrýni Jóns Baldvins á Samfylkinguna olli því hugsanlega að fylgi hennar hrapaði enn frekar og skrið hennar niður á við hefur náð því sögulega lágmarki að vera undir fylgi Vinstri grænna. 

En höldum okkur fast.  Framundan er spennandi mánuður og aðrar skoðanakannanir eiga eftir að varpa frekara ljósi á þróunina.  Stefnumálum Frjálslyndra ásamt nýjum viðbótaráherslum verður best varið hjá nýjum flokki sem nú er í mótun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband