Góður mánudagur á Alþingi

Í dag tók Sigurlín Margrét sæti á alþingi í stað Gunnars Örns Örlygssonar sem tók sér barneignarfrí.   Það er sérlega ánægjulegt að það virðist ætla að nást þverpólitísk samstaða úr öllum flokkum um að styðja frumvarp Sigurlínar Margrétar um táknmálið.   Hún situr á þingi óháð og er það eflaust málinu til hjálpar.  Hins vegar er hún þannig persóna að hún á virðingu allra og þarf ekki "óháða" stöðu til.    Við, samherjar hennar og Margrétar Sverrisdóttur getum brosað breitt því Sigurlín Margrét verður framarlega í okkar framboðshóp í komandi kosningum.  Það er vel því hinn nýi flokkur verður skipaður mörgum sterkum konum og málefni minnihlutahópa verða í hávegum höfð.  Við fögnum því í dag og mig grunar að það verði ekki í síðasta sinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ég ætla bara rétt að vona að Sigurlín Margrét verði fremst meðal jafningja í kosningunum í vor.  Bestu kveðjur,

Sigríður Jósefsdóttir, 21.2.2007 kl. 14:57

2 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Ég tek undir það  - bestu kveðjur

Svanur Sigurbjörnsson, 22.2.2007 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband