"Varnir Íslands" til sölu!
27.4.2007 | 15:14
Ég vissi ekki betur en að háttvirtur utanríkisráðherra, frú Valgerður Sverrisdóttir væri í óformlegri ferð til viðræðna við Norsk stjórnvöld um hugsanlegt samstarf í varnarmálum. Daginn eftir var svo tilkynnt að "óformlegur" samningur hefði verið undirritaður á milli þjóðanna og samkvæmt honum fengju Norðmenn (og Danir) aðstöðu með flugher sinn til æfinga í íslenskri fluglögsögu gegn einhverri þjónustu í björgunarmálum.
Þetta kom verulega flatt upp á mig. Vissulega hafði maður heyrt um að einhverjar þreifingar væru í gangi um samstarf þjóðanna en SAMNINGUR!? og það strax núna, 5 mínútum fyrir kosningar. Ég hefði viljað sjá miklu meiri umræðu um þetta mál. Varnar- og öryggismál þjóðarinnar eru ekkert grín og eiga skilið mikla umræðu. Það eru friðartímar og það hastaði ekki að drífa í þessu. Hver stjórnmálaflokkur hefði átt að fá að lýsa skoðun sinni í opinberri umræðu á RÚV / Stöð 2 og þetta mál hefði átt að fara fyrir þverpólitíska nefnd (utan varnamálanefndnar) sem hefði svo skilað áliti sem kynnt væri þjóðinni. Í viðtali við fréttamann Mbl útilokar Geir Haarde ekki að einnig verði rætt við Þjóðverja. Hvað er í gangi? Er þetta gert í anda einkavæðingar? Á ekki bara að gera samninga við óháð málaliðaherlið líka?
Þetta mál sýnir mér enn og aftur að það stórvantar í lýðræðislega hugsun í þessari ríkisstjórn. Hún æðir áfram með stórar ákvarðanir í krafti valda sinna og vissu um áframhaldandi völd. Ég bið þjóðina að velja þroskaðra fólk í ríkisstjórn. Það skiptir verulegu máli að gefa stjórnarandstöðunni tækifæri þann 12. maí.
![]() |
Forsætisráðherra segir varnir Íslands tryggðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já hreint ótrúlegt. Hélt að þetta væri rétt að byrja á umræðustiginu eins og trúlega flestir hafa haldið. Já það verður að skipta um stjórn.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 30.4.2007 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.