Eins og sauðir í rétt

Það er dapurt að sjá nýkjörna þingmenn láta leiða sig samkvæmt kröfu hefðarinnar til kirkju fyrir þingsetningu.  Alþingi á að vera óháð trúarbrögðum og verndun Þjóðkirkjunnar skv. stjórnarskrá er tímaskekkja.  Þeir alþingismenn sem vilja fara í messu fyrir setningu Alþingis geta gert það á eigin vegum.  Til þess að Ísland nái fullum þroska í mannréttindamálum þarf að breyta þessu. 
mbl.is Þingmenn ganga til kirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Svanur. Ég er alveg sammála þér en mér finnst þetta  bara svo hlægilegt að sjá þetta þó ég hefði sjálfsagt farið með þessari hersingu ef ég hefði komist á þing. Ég hefði samt eins og þú viljað breyta þessu eins og svo mörgu öðru í okkar samfélagi. Þakka þér góða viðkynningu í kosningabaráttunni og gangi þér allt í haginn.

Kolbrún Stefánsdóttir, 4.6.2007 kl. 18:49

2 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Sæll Svanur. Ég er þér alveg sammála. Finnst þetta asnalegt. Tengja þingsetningu við messu í kristinni kirkju. Ætti frekar að vera athöfn á Austurvelli sem dæmi, þar sem fólk gæti fagnað með þingmönnunum óháð trú og trúarbrögðum.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 4.6.2007 kl. 20:40

3 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Sammála Svanur! Það væri hægt að gera þetta að skemmtilegri hátíðarstundu sem almenningur gæti verið vitni að. Þetta er virkileg tímaskekkja eins og þingsetning er núna.

Ásta Kristín Norrman, 5.6.2007 kl. 13:08

4 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sælar.  Já auðvitað er alltaf spurning um ákveðið umburðarlyndi og virðingu fyrir lögum, en í þessu tilviki er um atvinnu þinmanna að ræða og því ætti ekki að vera krafa um að þeir fari í kirkju fyrir setningu þingsins.  Það er heldur ekkert í lögum um þetta.  Ég frétti að einn maður úr þingflokki Samfylkingarinnar hefði ekki fariði í kirkjuna til þess að mótmæla ákvörðun prestaþings um að styðja ekki frumvarp um frelsi trúfélaga til að gefa saman samkynhneigða.  Í sjálfu sér er það ágætt en það er bara sjálfsagt að hann fari ekki í kirkjuna. 

Já hvernig væri að hafa stutta opinbera athöfn á Austurvelli sem þingmenn eða forseti stýrði? 

Svanur Sigurbjörnsson, 5.6.2007 kl. 14:49

5 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk sömuleiðs Kolbrún.  Ég fór úr xÍ 4 vikum fyrir kosningar en ég hef lært margt í pólitík undanfarið ár.  Ég hjó eftir því að þú vildir leggja meiri áherslu á aðskilnað ríkis og kirkju innan xF og þótti mér það ánægjulegt.  Farnist þér vel í þinni baráttu, fyrir því og öðru.

Svanur Sigurbjörnsson, 5.6.2007 kl. 19:40

6 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Ég þarf að leiðrétta mig hér.  Það var þingmaður úr Vg sem fór ekki í kirkjuna (Atli), ekki úr xS.  Afsakið.

Svanur Sigurbjörnsson, 6.6.2007 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband