Loksins loksins! Pétur Tyrfingsson formaður Sálfræðingafélags Íslands andmælir kuklinu
2.10.2007 | 16:42
Pétur Tyrfingsson sálfræðingur og formaqður Sálfræðingafélags Íslands stóð sig frábærlega í viðtali sem tekið var við hann í Kasljósi gærdagsins. Þar færði hann afar sannfærandi og fjölmörg rök fyrir því af hverju hlutir eins og höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, homeopathia, lithimnulestur, Bowen-tækni og fleira í sama dúr eru algerar staðleysur og því kukl, sem hafi möguleika á því að skaða fólk tilfinningalega og eigi ekkert erindi inní heilbrigðiskerfið. Meðferð fagaðila með slíkum aðferðum sé óafsakanleg og brjóti í bága við starfsreglur fagstétta. Ósannaðar og umdeildar aðferðir sé ekki hægt að nota og staðhæfa að lækni eða bæti heilsu. Sönnunarbyrðin liggi hjá þeim sem komi með hina nýju aðferð rétt eins og við allar nýjar aðferðir sem kynntar eru í hinu hefðbundna vísindasamfélagi. Viðtalið kom í kjölfar greinar Gunnars Gunnarssonar sálfræðings í Mbl um ágæti höfðuðbeina- og spjaldhryggsjöfnunar við einvherfu og svargreinar Péturs í Mbl s.l. sunnudag.
Pétur benti t.d. á að kuklið á ekkert skylt við heilbrigða skynsemi og jafnvel gömul ömmuráð við kvillum væru mögulega gagnlegri og ekki uppfull af fölskum loforðum. Sú ógrynni af sjúkdómum sem höfuð- og spjaldhryggjajöfnun ætti að geta læknað væri fjarstæða og fræði þessarar greinar stæðust ekki samanburðarrannsóknir. Staðhæfingar um að hægt væri að hreyfa við mænuvökvanum með því að snerta ímyndað orkusvið í kringum höfuðið eða mænuna standast ekki vísindalega skoðun og falla ekki að neinni viðurkenndri þekkingu á lífeðlisfræði líkamans.
Ég prufaði að leggjast á bekk hjá höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnara á heilsusýningu í Egilshöll 2005. Ég gerði þetta til að vera jákvæður og gefa viðkomandi tækifæri til að reyna að sannfæra mig um eitthvað sem ég hafði ekki minnstu ástæðu til að halda að gæti gerst út frá þeim forsendum sem voru gefnar í fræðum þeirra. Aðferðin átti að laga m.a. þunglyndi og mér átti að líða betur eftir meðferðina. Upplifunin var nákvæmlega engin - reyndar var hún sú að meðferðaraðilinn hélt sig hafa fært heilahimnu mína um 1 cm !!?? með því að halda höndunum rétt utan við höfuð mitt. Líffærafræðilega og samkvæmt öllu því sem við vitum um byggingu heilans er slíkt ómögulegt nema með því að rífa heilann úr skorðum sínum, kremja og slíta frá heilastofninum. Sem sagt vel heppnuð heilahimnufærsla en dauður sjúklingur. Ég þurfti að gæta mín að fara ekki hreinlega að skellihlæja yfir trú höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnarans, sem var ákaflega elskuleg manneskja og vel meinandi. Ég hugsaði með hryllingi til alls þess tíma og fjármuna sem hún og þau fjölmörgu ungmenni sem eru nú í kuklinu hafa eytt í að læra þetta bull og iðka nú líkt og óafvitandi klæðskerar nýju fata keisarans.
Fagmennska og rökfesta Péturs var með eindæmum góð og það var ljóst að hann hafði kynnt sér málin ákaflega vel. Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé fagmanneskju í heilbrigðiskerfinu koma fram í sjónvarpi og ekki aðeins gagnrýna tiltekna kuklaðferð, heldur fletta ofan af allri slíkri starfsemi með framúrskarandi málflutningi og festu. Ég hvet alla til að hlusta á viðtalið. Upplýsingar um einstaka kuklgreinar má finna á quackwatch.org og í greinum um hindurvitni og kukl á síðum Vantrúar.
Nú á ég mér nýja hetju og hún heitir Pétur
Meginflokkur: Heilsa | Aukaflokkar: Heimsspeki og siðfræði, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:56 | Facebook
Athugasemdir
Þú skrifaðir nákvæmlega það sama og ég var að hugsa Kristinn og svo langar mig til að vita eitt, sál og geð, hver er munurinn ?
Sævar Einarsson, 2.10.2007 kl. 17:57
Nei sálfræðin er ekki kukl. Ég sé að þú kallar blogg þitt "Ég bara spyr". Ég spyr þig þá; hvers vegna spyrðu ekki nákvæmar? Hvað liggur á baki spurningar þinnar sem virðist benda til þess að þú teljir sálfræði næsta örugglega kukl?
Svanur Sigurbjörnsson, 2.10.2007 kl. 18:03
Sæll Sævar
Sál er upphaflega trúarlegt hugtak um ósýnilegan anda sem búi í hverri persónu og fari upp til himna eftir dauða hennar, eitthvað slíkt húmbúkk. Geð er væntanlega orð yfir tjáningu okkar á hugarfarslegri líðan okkar. Í nútímanum er "sál" notað meiri sem sammerkjari hugarfars eða geðs heldur en í gamla biblíuskilningnum. Mér finnst orðið til vandræða því það er ekki til þess fallið að skilja að hindurvitni og vísindalega aflaðra staðreynda um hugarstarfsemina. Andi og síðar "andlega" er annað slíkt hugtak sem er ekki sérlega lýsandi eða gagnlegt í minni kokkabók. Ég vil frekar tala um hugarfarslega líðan og hugarfræði í stað hins gamla sálfræði. Sálfræðingar er sú stétt manna sem hve minnst trúa á tilveru sálar eða yfirskilvitlegra fyrirbæra og því er það kaldhæðni að fagnafn þeirra beri slíkt heiti. Ég er heldur ekki viss um að "sál-" sé góð eða rétt þýðing á "psych-".
Svanur Sigurbjörnsson, 2.10.2007 kl. 18:14
Hroki sálfræðifélags Íslands er vel þekktur og kemur því ekkert á óvart að þeir þenja sig þegar eitthvað annað er í boði en það sem þeir vilja skilja. Það kemur svosem ekkert á óvart að þú skulir tjá þig með þessum hætti Svanur, enda lýsirðu því yfir að þú sért læknir, og við vitum að læknar vita ALLT. Það er nánast eins og þeir séu í beinu símasambandi við Guð Almáttugan, yfirlýsingarnar eru oft þannig.
Ég fór einusinni til læknis vegna kláða í húð. Læknirinn skoðaði mig í bak og fyrir og við ákváðum í sameiningu að best væri fyrir mig að prófa lyf. En það virkaði ekki. Er það lækninum að kenna? Lyfinu? Mér? Málið er, þrátt fyrir að læknavísindin séu stimpluð og útfærð sem heilagur sannleikur og heilög lausn, þá eru þau takmörkuð líka, alveg eins og sálfræði, nálastunguaðferðir, höfuðbeina og skjald-hvað það nú heitir, ofl.
Fyrst þú ert svona opinn fyrir því að læra um nýjar leiðir og hugsanir, þá mæli ég með því að þú lesir þig til um eitthvað sem heitir "Common Factors" rannsóknir. Nöfnin tengdust því eru Dr. Lambert og Dr. Wampold. Málið er að þetta er um FÓLKIÐ, ekki um fræðina. Það myndi ekki saka fyrir lækna að læra svolítið um það.
ex354 (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 18:22
Það er allavega jákvætt við nám í höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun að nemendur þurfa að vera með undirstöðumenntun í líffræði allavegana þ.e. til stúdentsprófs.
Ég þekki marga sem hafa farið í þessa meðferð og sumum líkað vel en öðrum ekki. Ég sjálf er ekki hrifin af þessari meðhöndlun, þótt systir mín hafa stúderað hana um tíma. Það fer alltaf í taugarnar á mér þegar ýmsum meðhöndlunar aðferðum fylgir mikil yfirlýsingagleði um ágæti aðferðarinnar og að fólk telji sig geta læknað ýmsa mjög svo erfiða sjúkdóma. Mér finnst að það fólk sem notar allskonar óhefðbundnar aðferðir til að meðhöndla veikt fólk verði að búa yfir lítillæti og ekki gefa fólki óraunhæfar væntingar.
Hins vegar skil ég alveg að margir leiti í óhefðbundin mál þegar erfiðleikar steðja að. Það er ekki mikið um umhyggju eða stuðning innan hefðbundna geirans við fólk sem er að ganga í gegnum slæm veikindi sem dæmi. Stundum þarf fólk bara að fara í meðhöndlanir þar sem því líður vel og er í góðu og kærleiksríku umhverfi að láta dúlla við sig. Það hjálpar fólki oft í gegnum hin erfiðistu tímabil og virkar hvetjandi fyrir það.
Annars las ég grein Péturs Tyrfingssonar og fannst hún góð. Það er líka góður punktur að benda á að menntað fólk í hefðbundna heilbrigðisgeiranum er háð allskonar reglum í sínum störfum á meðan óhefðbundni geirinn er það ekki.
Sumir myndu nú telja sálfræðinga til kuklara á einhvern hátt Þar sem þeir eru að fást við sálina Þeir eru að vega og meta ástand fólks án þess að nota nokkur tæki til þess eða taka líkamssýni.
Ég tel þó að sálfræðingar hafi sannað það að maðurinn þarf ekkert síður á andlegri og tilfinningalegri umönnun eða meðferðum að halda, en líkamlegum. Þess vegna væri gott að koma því á innan hefðbundna heilbrigðis geirans að fólk sem er að berjast við erfiða sjúkdóma sem dæmi, hafi reglulegan aðgang að samtals- og jafnvel slökunartímum, svo það haldi styrk, án þess að þurfa að borga fyrir það stórar fúlgur sem kostar að fara til sálfræðinga, eða ýmissa meðferðaraðila hefðbundinna og óhefðbundinna. Fólki líður oft illa tilfinningalega sem er að berjast við sjúkdóma eða aðstandendur þeirra og þessari hlið þarf að sinna miklu betur. Fólk á auðveldara með að takast á við erfið veikindi ef það fær mikla umhyggju og stuðning, ekki hvað síst á tilfinningasviðinu
Margrét St Hafsteinsdóttir, 2.10.2007 kl. 18:24
Ég er svo þakklát "kuklinu" fyrir að hafa bjargað lífi og limum eins fjölskydlumeðlimar míns þegar læknavísindin voru algerlega búin að gefast upp og kunnu engin ráð og öll þeirra viðleitni skilaði engu nema svartsýnisrausi og þunglyndi fyrir viðkomandi. Ég ætla ekki einu sinni að segja í hverju sú galdrameðferð var fólgin því hún er svo furðuleg að ég óttast að alvitringarnir myndu hreinlega henda mér á bálköst og stara svo sallarólegir á mig steikjast þar..enda ætti ég það skilið að þeirra mati fyrir að vera trúgjörn á kukl og hindurvitni. Enég sá það með eigin augum og það gerðist raunverulega og það er nóg fyrir mig. Svo mega bara þeir sem vilja þjást þjást eins mikið og þá langar...aðrir fara og finna sína leið til lækninga þó það pirri kannski vitringana að sönnunin sé bara sú að viðkomandi er batnað!!!. Enda er hver trúastur sínum kroppi ekki satt???
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.10.2007 kl. 19:01
Til að hægt sé að sýna fram á að meðferð, lyf eða annað sem notað er sem meðferð, virki þarf að sýna fram á virkni meðferðarinnar með tilraunum. Seint myndum við fyrirgefa lyfjafyrirtækum að setja á markað lyf sem ekki hefði verið margprófað með slíkum aðferðum. A.m.k. ekki ef í ljós kæmu alvarlegar aukaverkanir, nógu mikið mál er það þegar lyf sem hafa verið prófuð reynast hafa slíkar aukaverkanir sem reynast ekki ásættanlegar. Við hljótum að gera sömu kröfur til annarra meðferðarúrræða. Við verðum stöðugt að vera á varðbergi gagnvart sölumennsku sem gengur út á að selja okkur töfralausnir.
Hitt er svo annað mál að læknavísindin eru oft ráðþrota gagnvart sjúkdómum og sjúklingurinn og ættingjarnir eiga erfitt með að þola aðgerðaleysi, hífa, slaka, við viljum endilega gera eitthvað. Ég tala hér af reynslu, hef átt barn þar sem læknavísindin virtust afskaplega seinvirk og lítið var að gerast. Á sama tíma og ég var í námi í vísindalegri aðferðafræði í heilbrigðisvísindum fór ég með barnið í nálastungur og síðar í höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð hjá sjúkraþjálfara. Merkilegt nok, ég sá meiri árangur af þessu en lyfjunum sem barnið var búið að innibyrða í nokkrar vikur. Segja nú efasemdamennirnir að það hafi eingöngu verið huglægt (sbr lyfleysuhópur í lyfjatilraunum finnur stundum fyrir bata) en ég tel ekki svo vera, ætla ekki að skýra það í smáatriðum.
Ég er ekki með þessu að segja að þetta séu meðferðarúrræði sem læknavísindin eigi að taka upp, heldur að það sé ástæða til að gera rannsóknir á þessu sviði. Við verðum að gera kröfu til þess að sýnt sé fram á virkni meðferðarinnar með rannsóknum, ekki eins og stundum hefur verið haldið fram að efasemdamennirnir eigi að sýna fram á að meðferðin virki ekki. Einstaklingar sem velja að prófa þessar "óhefðbundnu meðferðir" verða líka að gera sér grein fyrir að þetta er utan þess sviðs sem viðurkennt sé og vera þess fullmeðvitaðir að mögulega eru þeir að kasta fjármunum í kuklara. Hættulegast af öllu er þegar loforðaflaumurinn um lækningamáttinn er mikill. Það sem er skuggalegast af öllu er að oft er þetta hrein fjárplógsstarfssemi.
Kristjana Bjarnadóttir, 2.10.2007 kl. 19:49
Ex354 talar af hæðni um læknastéttina og segir:
"...,þrátt fyrir að læknavísindin séu stimpluð og útfærð sem heilagur sannleikur og heilög lausn, þá eru þau takmörkuð líka, alveg eins og sálfræði, nálastunguaðferðir, höfuðbeina og skjald-hvað það nú heitir, ofl. "
Ég veit ekki í hvaða heimi þú býrð í Ex354. Læknavísindin eru ekki heilög og þau stunda innbyrðis gagnrýni sem er mjög kröfuhörð. E.t.v. virðist þér eitthvað heilagt sem þú ert ekki fær um að gagnrýna en það er aðeins vegna þinna takmarkanna, ekki af því að ekki megi gagnrýna. Heilagleiki er trúarlegt fyrirbæri sem lengi vel var krafa trúaðra að aðrir færu eftir. Það var tekin sem móðgun og guðspjall að gagnrýna hina heilögu ritningu og sumir eru enn haldnir þeirri fyrru að trúarskoðanir þeirra séu heilagar. Vinsamlegast haltu slíkum viðlíkingum þar sem þær eiga heima Ex354. Vinsamlegast skrifaðu einnig undir eigin nafni og sýndu svolítinn kjark. Það er leitt að sjá viðkvæmni þína fyrir þekkingu lækna og fáránlegum alhæfingum þínum um "að læknar viti ALLT". Heldur þú að ég telji mig vita allt af því að ég er læknir?
Svanur Sigurbjörnsson, 2.10.2007 kl. 20:21
Sæl Margrét
Já líklega vantar sérstaka fagstétt sem er menntað í því að sýna tilfinningalegan stuðning. Kannski vantar ekki stéttina, heldur þarf að nota t.d. þá góðu menntun sem hjúkrunarfræðingar fá til þess að veita félagslegan og tilfinningalegan stuðning eða skapa læknum meiri tíma fyrir skjólstæðinga sína inan kerfisins. Hins vegar er ekki víst að fólk viðurkenni þessa þörf hjá sér því margir virðast vera að leita lækninga hjá kuklurum. Margt fólk vill gefa loforðum þeirra séns sé það í erfiðri stöðu og það er erfitt að lá fólki fyrir að hafa ekki þekkingu á hverri einustu þjónustu sem í boði er. Ábyrgðin liggur því að miklu leyti hjá þeim sem bjóða fram þjónustu sína að það sé sannreynt á ábyrgan og viðurkenndan máta.
E.t.v. þurfum við að endurskoða gjörsamlega hvað það er sem heilbrigðiskerfið á að veita fólki og aðlaga það eftir þeim þörfum sem fólk hefur. Vanti fólk vináttu og tilfinningalegan styrk ættum við e.t.v. að sjá fyrir fagfólki í það.
Í mínum huga er það ekki spurning að það þarf að koma inn aukinni fræðslu um það hvað læknavísindin geta gert og hvað ekki, hvernig læknisfræðin sé skipulögð og hvað séu vísindi og hvað gervivísindi. Þetta þarf að gera strax í grunnskóla og bæta ofan á í framhaldsskóla.
Svanur Sigurbjörnsson, 2.10.2007 kl. 20:34
Ég sé ekki mikin mun á þessu kukli og hallelúja kukli sem James Randy afhjúpar ágætlega hér: Smella hér
Örvæntingarfullt fólk er örugglega líka enn meira að lenda í Placebo effect, hugurinn er jú dásamlegt verkfæri(oft... stundum).
Að einhver hafi á einhverjum tíma læknast í einhverju svona dæmi er bara eins og stjörnuspá í dagblaði mun alltaf eiga við einhvern sem les hana á einhverjum tíma og því fleiri sem lesa því fleiri mun hún eiga við, það táknar samt ekki að mark sé takandi á stjörnuspá
Sorry hvað ég er mikil skræfa ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 20:39
HÉR er annar frá Randy um Hómópatíuna. Það er nokkuð örugglega kukl.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.10.2007 kl. 21:20
Ég vil nú benda á svona til mótvægis, að Geðlækningar eru enn á kuklstiginu að mínu mati og afar vafasömum aðferðum, greiningum og lyfjagjöfum beitt. Bentu mér á einn sjúkling, sem hefur hlotið lækningu þar og ég mun draga fullyrðinguna til baka.
Greining á "þunglyndi" er orðinn big business og er að mestu gerð munnlega yfir borðið án þess að í lang flestum tilfellum, séu kannaðar þeir tugir ólíku orska, sem liggja að grunni. Gefin eru lyf, sem getað hjálpað fólki til sjálfshjálpar en lítið um að folki, sé hjálpað af þeim eða ráðlagt í þá veru. Flest þessara lyfja auka upptöku serotoninins án þess að bæta neinu við og draga raunar úr eðlilegri serotónin framleiðslu til langframa. Hætti fólk, snöggt á þessu eru líkur á sjálfsvígum margfaldar. Það er verið að gefa öppara og geðdeyfðarlyf við eðlilegum niðursveiflum í bíóriþmaog jafnvel skemma fólk. Þetta er mín skoðun, mynduð af þekkingu í mínu nánasta umhverfi.
Jón Steinar Ragnarsson, 2.10.2007 kl. 21:30
Sæll Svanur
Ættu þá sálfræðingar ekki frekar að kallast geðfræðingar fyrst sálfræðingar trúa minnst á tilveru sálar ? þetta er frekar kaldhæðnislegt já. Og svo vakna líka upp spurningar, það er búið að kortleggja manneskjuna frá a - z en er virkilega búið að kortleggja geðið ... ? ef það er ekki búið, er þá ekki Pétur Tyrfingsson að kasta steini úr glerhúsi ? ég segi nú bara að lokum "aðgát skal höfð í nærveru geðs" svona til að vera með smá kaldhæðni.
Sævar Einarsson, 2.10.2007 kl. 21:37
Sæll Svanur
Hvað finnst þér um kírópraktor eða hnykklækningar?
Kveðja
Ragnheiður Ástvaldsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 21:44
Ávinningur VS áhætta
Sömu lyf henta ekki öllum og menn geta verið áraraðir að finna það sem hentar.
Nenni ekki að finna einhvern einn en þú getur örugglega googlað hvaða lyf sem er og fengið góðar & slæmar sögur af þeim öllum en næsta víst að þau sýna staðfastlega að þau virka fyrir X marga á meðan eitthvað kukl dæmi er með sögusagnir um að Jón Jónsson hafi skánað og að mamma hans sé ekki frá því að hún sé betri líka, svo kemur svona 1 tilvik um einhvern sem læknaðist en hefði líklega læknast þó hann hefði aldrei farið í kuklið, hugsanlega gæti mindset breyst þannig að möguleikar urðu betri eða bara whatever
DoctorE (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 21:47
Gaman að lesa þessa umræðu Svanur. Ég hafði ekki hugmynd um að höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun væri af sumum talið "kukl". Ég pældi bara ekkert í því hvort aðferðin væri hefðbundin eða óhefðbundin þegar ég datt eitt sinn inn á nuttstofu illa haldin af raddþreytu og fór í svona meðferð. Ég var orðin örvæntingarfull því vandinn hafði undið upp á sig til margra ára. Þetta var orðið vandamál og þrátt fyrir alla mína raddtækni og vitnesku um meðferð raddarinnar þá kom raddþreytan aftur og aftur. Ég var búin að húka hálfvolandi hjá læknum en við raddþreytu er bara til eitt ráð, hvíla röddina og læra að beita henni rétt. Það kunni ég. Það fyrrnefnda gat ég ekki því ég var söngkennari í fullu starfi og auk þess að syngja til að afla mér lífsviðurværis.
Í stuttu máli þá hef ég aldrei orðið eins hissa á ævi minni og þegar ég lá þarna og upplifði "kukklið". (Ég er nefninlega líka efasemdarmanneskja um óhefðbundnar lækningar, eða var) Þegar mér fannst nuddarinn grípa utan um barkann á mér og tosa í hann eins og hann ætlaði að rífa úr mér barkann og þar með hljóðfærið mitt, þá varð mér ekki um sel og hrópaði skelkuð: HVAÐ ERTU AÐ GERA ???? þá sagði nuddarinn: Ekki neitt ég kem ekki við þig, þú bregst bara svona vel við. Til að gera langa sögu stutta þá losnaði ég við raddþreytuna eftir nokkur skipti í "þessu" og hef ekki fengið hana siðan. Eitthvað virkaði og ég get ekki útilokað að þessi óhefðbundna aðferða hafi átt hlut að máli. Ég veit bara að ég gerið ekkert annað á meðan, nema kenna og syngja.
Ég er ekki í neinni að stöðu til að dæma um það hvað er rétt og hvað er rangt. Sumt virkar að einn og annað á hinn. Þannig er það bara, við erum misjöfn eins og við erum mörg. En ég verð að viðurkenna að þegar um alvarlegar fatlanir eins og einhverfu er að ræða þá finnst mér það fásinna að halda því fram að það sé hægt að lækna hana með höfuðbeina- og spjaldhryggsnuddi. Já, ég verð bara tortryggin þegar ég heyri þetta og hálf miður mín. Það fyrsta sem mér dettur í hug er peningaplokk. Og við skulum hugsa aðeins út í það hverjir eru markhópurinn hér. Það eru örvæntingafullir, útbrunnir og þreyttir foreldrar og aðstandendur. Eða er þett bara fyrir þá sem eru á gráa svæðinu á einhverfurófinu ? Einhverfa er mjög margbreytileg og mis alvarleg.
Sjálf á ég þroskaheftan og snar einhverfan son. Ég myndi ekki baun vilja hafa hann öðruvísi. Fyrir tæpum 18 árum hefði ég örugglega talist til þessa markhóps sem ég talaði um áðan en ekki í dag. Drengurinn min er snillingur.
Kv. Sigga
Sigríður Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 22:14
Svanur þú prufaðir að leggjast á bekk hjá þessum aðila á heilsusýningu árið 2005 í Egilshöll. Mér er spurn. Amaði nokkuð að þér ? Varstu með kvilla slæmsku eða höfuðverk. Fullfrísk manneskja sem leitar til óhefðbundinna meðferðaraðila getur alveg fengið betri líðan. En sú manneskja sem finnur mest fyrir virkni slíkra meðhöndlana er sú sem gengur inn með slæmsku kvilla eða króníska verki til margra ára og losnar við þá. Kvilla sem læknar hafa t.d. ekki getað ráðið bót á. Enginn stétt skyldi álíta sig guð og aðeins gott ef fólk fær bót meina sinna. Það er meira á himins og jarðar en við almennt álítum og það vita læknar líka.
Bryndís Júlíusdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 00:24
Ef bíllinn ykkar bilar og bifvélavirkjar finna ekki hvað er að honum, farið þið þá með bílinn á "óhefðbundið" bílaverkstæði? Og ef það er til og það myndi virka svona ljómandi vel, mynduð þið þá fara eftirleiðis á slíkt verkstæði? Mér finnst ekkert að því að fólk fari til kuklara en mér finnst það grafalvarlegt þegar læknismenntað fólk vísar sjúklingum til þeirra. Óábyrgt svo ekki sé sterkar til orða tekið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.10.2007 kl. 10:45
Þú hlýtur að vera að grínast með að Pétur hafi staðið sig svona vel. Ég var að horfa á þetta viðtal og hann algerlega málar sig út í horn, talandi um að nota ömmuráð þegar annað gengur ekki í hans meðferð. En þá er hann samt fagmaður en ekki ekki "kuklarinn". Hrokinn í honum er náttúrulega bara til minnkunnar og gerir lítið úr fólki sem er að leita leiða sem heilbrigðiskerfið ræður ekki við, en flaggar svo sjálfur ömmuráðum ef þekktar aðferðir breðgast.
En það er þó margt í þessu sem er rétt hjá honum, t.d. að þessar óhefðbundnu lækningar þurfa að geta vísað í rannsóknir og sannanir fyrir því að þetta hafi raunveruleg áhrif. En ef upplifanir og vitnisburður fólks hefur ekki vægi í því hvort aðferðir virka eða virka ekki, er illa fyrir okkur komið. Læknar eru t.d. mjög misjafnir og fólk fær mismunandi traust á þeim, vísandi á mismunandi lyf í hverri heimsókn til að prófa sig áfram og geta falið sig á bak við vísindin ef þeir gera mistök.
Það er hinsvegar alveg rétt að það er á ábyrgð þess sem þiggur meðferð óhefbundinna lækninga hvernig hún tekst til á meðan það er meiri krafa á bak við að fá rétt svör innan heilbrigðiststétta og ábyrgð þeirra meira.
En þetta orðagjáflur og hroki Péturs í þessu viðtali er ekki til þess fallið að vekja traust á hans geira.
Tjörvi Hrafnkelsson (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 11:28
Sammála Gunnari Th. en samt ekki. Sumir sem leita til lækna hafa ekki þörf fyrir lyflækningu eða skurðaðgerðir. Sumir þurfa bara að tala við einhvern eða athygli. Getur ekki verið ágætt fyrir einhvern sem þannig er komið fyrir að fara í höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun? Hef prófað það sjálf. Gerði svosem ekkert merkilegt fyrir mig en það er afskaplega róandi og slakandi tími á bekk hjá einhverjum sem gerir ekkert á meðan nema að veita viðskiptavininum fulla athygli þann tíma. Ef það svo linar einhvern verk að auki, er það þá ekki ágætt? En að lækna alvarlega sjúkdóma er allt, allt annað mál!
Björg Árnadóttir, 3.10.2007 kl. 11:34
"Greining á "þunglyndi" er orðinn big business og er að mestu gerð munnlega yfir borðið án þess að í lang flestum tilfellum, séu kannaðar þeir tugir ólíku orska, sem liggja að grunni. Gefin eru lyf, sem getað hjálpað fólki til sjálfshjálpar en lítið um að folki, sé hjálpað af þeim eða ráðlagt í þá veru."
Meðferð gegn þunglyndi fer náttúrulega algjörlega eftir aðstæðum þess sem á við. Sumir eru það djúpt sokknir að það þarf að hefja lyfjagjöf strax. Aðrir eru blessunarlega ekki eins og langt komnir og gæti atferlismeðferð dugað þeim. En einn stærsti vandinn liggur hjá ríkinu. Það er nefnilega þannig að þú færð lyfin ókeypis en ekki sálfræðimeðferðina. Það minnkar því líkur á að fólk fari í lyfja og atferlismeðferð og stekkur því bara beint á lyfin. Sem til lengri tíma litið leysa í raun ekki mikið.
Egill M. Friðriksson, 3.10.2007 kl. 11:37
Sæl Kristjana
Þú talar skynsamlega en svo dregur þú ályktanir af kuklmeðferð sem virðast hæpnar. Þú segist hafa skýringu á því sem viljir ekki fara út í þannig að ég get ekki dæmt um hvað gæti hafa átt sér stað. Maður þarf að hafa allar upplýsingar. Orð þín í fyrstu málsgreininni finnst mér segja allt sem segja þar. Það er ekki hægt að túlka reynslu einstaklinga sem sannanir, punktur.
Svanur Sigurbjörnsson, 3.10.2007 kl. 14:01
Jón Steinar
Það er ákveðinn sannleikur í því sem þú segir um geðlækningar en samt er nálgunin þar allt önnur en hjá kuklurum. Það er talsverður munur á því að vera með lyf sem þó bætir eitthvað líðan umfram lyfleysuáfhrif eða leggja hendur yfir "áru" eða "orkusvið" fólks og fullyrða án nokkurra rannsókna sem risið geta undir nafni að slíkt lækni eða bæti líðan umfram lyfleysuáhrif. Maður heyrir ekki einu sinni kuklarana minnast á lyfleysuáhrif. Margir þeirra hafa ekki hugmynd um hvað það er, hvað þá hvað tvíblind samanburðarrannsókn er og hvernig eigi að framkvæma hana.
Það hafa orðið miklar framfarir í sálfræði (sem ég vil frekar kalla atferlisfræði, geðfræði eða hugfræði) s.l. áratugi. Það er mjög erfitt að rannsaka geðslag og hugarfarslega líðan og því hafa framfarirnar orðið hægari en við hefðum viljað. Góðar rannsóknir kosta mikla fjármuni og því er nauðsynlegt að fjármagn fari þangað sem það skilar mestu, ekki í að greiða veg kuklara í kerfinu eins og sumir vilja. Þannig skiptir heilbrigðispólitíkin miklu máli og vilji þjóðarinnar til að styrkja rannsóknaraðila. Framfarir í hugrænni atferlsmeðferð hafa skilað miklu í t.d. líflíkum ungmenna með lystarstol og bættri líðan og stundum lækningu fólks með alls kyns fælni. Fælni kostar þjóðfélagið gífurlegar upphæðir því hún er oft undirliggjandi vandamál kvíðasjúkdóma og hæðis áfengis og róandi lyfja. Þessi vandamál valda bæði miklum lyfjakostnaði og miklu vinnutapi og óhamingju persóna og fjölskyldna þeirra. Hugræn atferlismeðferð er ekki kukl.
Svanur Sigurbjörnsson, 3.10.2007 kl. 14:17
Sæl Sigríður
Gott að barkinn þinn góði komst í lag
Auðvitað er alltaf möguleiki að einhver raunveruleg mekaník, þ.e. t.d. raunveruleg mild færsla á brjóskbeinum barkans gæti hafa haft einhver áhrif og því hafi þessi meðferðaraðili hitt á eitthvað sem skilaði árangri. Sjálfur gat ég fyrir nokkrum árum ýtt við barkanum þannig að smellur sem þar hafði skapast og haldist í nokkrar vikur gekk til baka. Bykking barkans er flókin og ýmislegt getur gerst þar. Einnig getur tungubeinið fyrir ofan orðið orsök kvilla. Ég hélt mig hafa lagað eitthvað en kannski hætti þessi smellur bara af öðrum sjálfkrafa orsökum. Hafi aðilinn sem var með þig ekki snert barkann er útilokað að viðkomandi hafi átt þátt í að laga barkann. Þú segir að það hafi tekið einhver skipti. Þú ert því kominn með tímaþátt í dæmið og líkaminn lagar sig sjálfur með tímanum í mörgum tilvikum. Stundum er eins og ekkert gangi en svo fer viðgerðin allt í einu í gang, t.d. við nægilega hvíld og afléttingar áreitis.
Svanur Sigurbjörnsson, 3.10.2007 kl. 14:27
Sæl Bryndís
Ég var með vöðvabólgu aftan í hálsi. Jöfnunin átti ekki endilega að laga það en ég átti að finna að heilahimnan hreyfðist um 1 cm og einhverja vellíðan eftirá.
Ég tel mig mann með "opinn huga" en vill ekki opna hann svo mikið að heilinn detti út. Það að vera með opinn huga þýðir ekki að maður viðurkenni allt bull sem að manni er rétt. Ég hef víðtæka þekkingu á öllum grunngreinum lífvísinda og vítæka þekkingu á starfsemi mannslíkamans, sjúkdómsferlum og alls kyns lækningaraðferðum. Ég lærði þessa hluti á formlegan máta í 11 ár og hef BSc gráðu í vísindum. Þetta hlýtur að teljast til einhvers! Ég hef opinn huga að því leyti að ég dæmi ekki hluti án þess að hafa skoðað þá vel. Ég er tilbúinn að hlýða á hvern sem er og lesa þá pappíra, fræði og rannsóknir (ef einhverjar eru) sem fólk leggur til. Þetta hef ég gert hvað varðar allar þær greinar sem skráðar eru hjá Bandalagi Íslenskra Græðara. Ég hef lesið vefsíður sem græðarar hafa bent á sem heimildir sínar. Þetta hlýtur að kallast að vera opinn en lengra er ekki hægt að ætlast til að maður teygi sig án þess að maður gangi þvert á þær kröfur sem maður gerir til allra fræða um mannslíkamann, allra úrræða og meðferða, sama hvaðan þær koma.
Það er því að vel athuguðu máli og í ljósi minnar þekkingar að ég tel greinar eins og lithimnulestur, hómeopatiu, Bowen-tækni, höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, applied "kinesiologi" (misnotað fræðiheiti), orkusviðslækningar, heilun, bænir, viðbragðsfræði því miður algert kukl og gervivísindi. Það þarf ekki einu sinni rannsóknir til að sjá í gegnum þetta fyrir þjálfaðan vísindamann. Grundvallarhugmyndirnar eru svo gallaðar og órökréttar að góður yfirlestur þess efnis sem þetta fólk hefur fram að færa nægir til að dæma um hvers eðlis þetta er. Rannsóknir á gölluðum hugmyndum er sóun á tíma og fé fólks. Það er búið að gefa hómeópatíu töluverðan séns hvað þetta varðar og fjórar stórar rannsóknir á remídíum þeirra leiddi í ljós að þær höfðu ekkert lækningalegt gildi umfram lyfleysu. Sem sagt - húmbúkk.
Svanur Sigurbjörnsson, 3.10.2007 kl. 14:50
Góð samlíking Gunnar Th.
Því má einnig bæta við að alvöru vísindi leiða til þess að gagnleg tæki eru smíðuð. T.d. uppgötvun og skilningur á eðli rafeinda varð til þess að hægt var að smíða rafeindasmásjá. Engin gagnleg tæki hafa komið út úr fræðum kuklara. Þeir halda sumir að þeir geti greint vítamínskort eða "ofnæmi" með einhverjum fáránlegum raftengingum sem þeir tengja við tölvu en í raun liggja engin haldbær fræði eða rannsóknir þar að baki. Lygavefurinn er svo þéttur að fólk er farið að trúa hlutum sem ganga þvert á alla aðra þekkingu. Stundum er líka eins og fólk trúi frekar ef lygin er nógu ósvífin, eins og t.d. lestur Þórhalls miðils á persónuleika fólks og framliðnum ættingjum út frá talnaröðum ber glöggt vitni. Þessi ósvífni byggir á því að færa sönnunarbyrðina á hlustandann/viðtakandann/kaupandann, þ.e. sé hann krafinn svara, segir kuklarinn að það sé ekki hans að sanna heldur þess sem gagnrýnir að afsanna.
Hafið þið heyrt um spaggettískrýmslið sem horfir á okkur alla daga í öruggri fjarlægð á flugi um sporbaug jarðar? Alveg dagsatt! Trúirðu mér ekki? Afsannaðu það!!!
Svanur Sigurbjörnsson, 3.10.2007 kl. 15:02
Mig langar til að benda á svolítið varðandi sálfræði. Sálfræði er ekki, og ég endurtek, ekki, fyrst og fremst fag sem snýr að geðrænum vandamálum fólks. Sálfræði er fag (sem má brjóta upp í margar undirgreinar) þar sem aðalviðfangsefnið er hegðun og hugsun fólks. Sumir bæta við að heilinn sé líka viðfangsefni. Aðalmarkmið sálfræðinnar er að uppgötva lögmál um hegðun og hugsun. Ég skil að það sé erfitt að gleypa þetta, en þetta er satt. Geðræn vandkvæði eru svo hluti af sálfræðinni í gegnum klínísku sálfræðina.
Ég bendi jafnframt á að þegar fólk kallar sig t.d. stærðfræðinga, þá felur það ekki í sér sömu merkingu og þegar fólk kallar sig sálfræðinga, þ.e. þá merkingu að fólk hafi lokið námi í vissu fagi (t.d. stærðfræði). Heitið sálfræðingur er lögverndað starfsheiti þeirra sem eru klínískir sálfræðingar (eða annað í þeim dúr). Klínískir sálfræðingar hafa vissulega yfirgripsmikla þekkingu á sálfræðinni, en þeir eru með meiri þekkingu á geðrænum vandamálum og meðferð þeirra. Á sama tíma getur stærðfræðingur verið aðeins með yfirgrips þekkingu á stærðfræði. Þegar ég til dæmis lýk mínu þriggja ára sálfræðinámi get ég ekki kallað mig sálfræðing, annars vegar vegna þess að sálfræðingur hefur þrönga merkingu (en mitt nám er vítt og breitt, ég hef aðeins almenna þekkingu) og hins vegar vegna þess að mér er það bannað með lögum. Hins vegar getur vinur minn, sem er í stærðfræði, getur kallað sig stærðfræðing. Við erum samt báðir að læra grunnatriði og fá yfirgrips þekkingu á okkar fögum - og jafnlangt nám þar að auki.
Annað sem ég vil benda á: Sumir sem gera athugasemdir hér virðast ganga út frá því að sálfræðingar gangi út frá einhvers konar rugl-aðferðum. Kannski Freudískum aðferðum? Ekki veit ég það, en það er óhætt að segja að það hafi orðið kynslóðaskipti í greininni hér á íslandi. Freud er að verða liðin tíð í meðferðarstarfi. Einhverjar hræður eru trúlega eftir þó. Flestir sálfræðingar skilst mér að notist við HAM.
Einhver skrifaði hér að ofan:
Þú hlýtur að vera að grínast með að Pétur hafi staðið sig svona vel. Ég var að horfa á þetta viðtal og hann algerlega málar sig út í horn, talandi um að nota ömmuráð þegar annað gengur ekki í hans meðferð. En þá er hann samt fagmaður en ekki ekki "kuklarinn".
Hugsum aðeins málið. Gerir heimilislæknirinn ekki það sama? Ef maður fer til læknis og manni finnst eins og maður sé eitthvað þreyttur gerir hann athuganir og spyr mann spurninga. Kannski finnur hann eitthvað athyglivert sem maður getur sjálfur gert til að laga ástandið, en maður treystir sér ekki til þess. Læknirinn spyr þá væntanlega: "Getur enginn létt af þér álaginu? Vinir, fjölskylda?". Stundum þarf að hjálpa fólki við að hugsa út fyrir "boxið". Það er ekkert ófagmannlegt við það. Pétur kom aðeins inn á að sálfræðingar séu ekki alltaf að eiga við skilgreind vandamál. Með því átti hann trúlega við að fólk kemur til hans og biður um ráð við ýmsum vanda sem það vill fá aðstoð með. Sumir eru kannski að leitast eftir staðfestingu á því að það sem þeir eru að íhuga að gera sé skynsamlegt; þeir séu á réttri braut. Sálfræðingurinn reynir þá að aðstoða við það. Svona eins og hver önnur manneskja gæti gert (nema hvað, að viðkomandi treystir sálfræðingnum kannski betur, etv. vegna þess að hann er óháður aðili?). Amma gamla gæti líklega hjálpað líka.
Það er trúlega vert að benda á að ég er ekki sálfræðingur, aðeins annars árs nemi í BA-námi. Ég er ekkert viss um að ég verði sálfræðingur heldur. Hugsun og hegðun fólks er bara spennandi, því er ég í þessu námi.
Guðmundur D. Haraldsson, 3.10.2007 kl. 15:49
HAM tengillinn fór í einhverja steik. Hér er rétta síðan: www.ham.is
Guðmundur D. Haraldsson, 3.10.2007 kl. 15:50
Sæll Svanur
Mér finnst þetta ansi skemmtileg umræða, og verða að segja að það er bara gott að þér finnst Pétur vera hetja.
Ástæðan fyrir því að margir sjúklingar snúa sér til "kuklara" eins og þú og fleirri kalla óhefðbundnar lækningar, er sú að mjög margir læknar í dag eru svo uppfullir af hroka og hlusta ekki á þá sjúklinga sem til þeirra leita. Ég er sjúkraliði að mennt og hef horft upp það hvernig læknar koma fram við sjúklinga.
Smá dæmi um það er að sonur minn varð fyrir bíl fyrir tveimur mánuðum síðan, hann slapp frekar vel, miðað við það að hann fær eins tonna bíl á sig á 30 km hraða. Á slysó er hann skoðaður og sendur í tölvisneiðmynd af höfði, sem kom vel út og svo erum við send heim. Minnið hjá honum versnar og hann kvartar um í baki, ég er hjá kírópraktor sjálf og bað hann að skoða son minn, hann sér strax að hann hefur hlotið hryggskekkju við höggið. Ég panta tíma á endurkomu og hitti þar yfirlæknin og segi honum frá minninu og bakinu, hann svara bara með bölvuðum hroka og spyr hvort hann eigi að taka upp verkfærin sín, og sá enga ástæðu til að senda drengin í röntgen. Eftir þessa heimsókn og viðtal ákvað ég að biðja kírópraktorinn minn að taka röntgenmyndir af syni mínum, sem hann gerir, sem staðfestu það að hann var með mjög slæma hryggskekkju og þar af leiðandi miklar vöðvabólgur og óþægindi.
En ansi oft hefur maður fengið svona afgreiðslu og tilsvör hjá læknum, og veistu hvað þetta er til háborinar skammar að læknar skuli koma svona fram við sjúklinga. Margir í þinni stétt ættu aðeins að rifja upp lækna eiðinn og læra smá varðandi mannleg samskipti og heilbrigða skynsemi eins og þú minnist á.
Þú hefur ábyggilega unnið með mörgum læknum sem koma illa fram við sjúklinga, og þegar sjúklingar verða fyrir mistökum af ykkar völdum, þá standið þið allir saman sem einn og segja að engin mistök hafi átt sér stað.
Ég veit ekki til þess að nokkur hafi látist af völdum "kuklara" en það eru ansi margir sem hafa látis og örkumlast af völdum háskóla mentaðra heilbrigðisstarfsmanna.
Ingunn Jóna Gísladóttir, 3.10.2007 kl. 17:34
Ingunn þetta var mjög gott hjá þér... engin látist af völdum kuklara, internetið er vinur þinn bara að leita og þú munt finna fullt af hryllingssögum og að sjálfsögðu öfugt líka.
Annars er það mannlegt að gera mistök og menn gera mistök hversu menntaðir sem þeir eru.
Ég er sammála að oft getur reynst erfitt fyrir fólk sem lendir í læknamistökum hér að fá einhverjar bætur eða fá skammarlega lágar bætur.
DoctorE (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 18:53
Að einhver skuli koma fram í sjónvarpi og segja að höfuðbeina- og spjaldhryggjöfnun geti læknað son minn sem er einhverfur er glæpur í mínum augum.
Mér finnst nú svolítið sniðugt það sem Kristinn Peturs spyr um: Er sálfræði þá ekki kukl? En engin sálfræðingur kemur fram og segist geta læknað líkamlega, meðfædda fötlun. Þar liggur mesti munurinn.
Halla Rut , 3.10.2007 kl. 22:07
He he frábær Sigríður.
Ég segi: Látum drauma vera drauma, fantasíur fantasíur, jólasveina jólasveina, vísindi vísindi og njótum þeirra fyrir það sem þau eru.
Innilega sammála Halla Rut. Glæpur er það e.t.v. ekki ef EKKI er um viljandi blekkingu að ræða eða gróðahugsun en óábyrgt hið minnsta. Hárnákvæmt hjá þér varðandi muninn á sálfræði og kukli.
Svanur Sigurbjörnsson, 4.10.2007 kl. 01:21
Sæl Ingunn Jóna
Auðvitað er aldrei afsakanlegt að koma hranalega fram og hreyta einhverju út úr sér í flýti í stað þess að útskýra og ræða málin af fullri virðingu. Læknar falla trúlega í það stundum að klippa á umræðuna ef þeir eru ekki sammála og skilja fólk eftir óánægt og sárt yfir því að hafa ekki fengið svör og skilning á afstöðu læknisins. Læknar eru oft undir tímapressu en þá á að bjóða fólki að ræða málin stuttu síðar. Læknar eins og aðrir þurfa að þola að fólk vilji ræða málin í kjölinn og fá góðar útskýringar.
Hins vegar er hin hliðin sú að læknar, þ.á.m. ég eru stundum sakaðir um hroka vegna þess að þeir eru ekki sammála eða leyfa sér að gagnrýna með festu kukl og rangindi um sjúkdóma og starfsemi mannslíkamans sem fólk ber upp við þá. Slík gagnrýni beinist að kuklinu, ekki manneskjunni en það er eins og fólk telji það hroka að sýna vissu og sýna rangindum enga virðingu. Ég hef aðeins virðingu fyrir þeim skoðunum sem ég tel góðar og gildar, hinar gagnrýni ég af og til og geri það alveg óháð því hver hélt þeim fram, biskup eða menntaskólakennari, besti vinur minn eða ókunnug manneskja. Ég reyni þó að gæta þess að troða ekki mínu áliti þar sem fólk hefur sitt einkalíf eða vill ekki hlusta. Málfrelsið krefst ábyrgðar.
Ég hef unnið með læknum sem hafa komið illa fram við sjúklinga, en fæstir þeirra voru hérlendis og hef ég sjaldan séð það hér. Í NYC, USA upplifði ég framkomu lækna frá öllum heimshornum. Þeir voru misjafnir en hlutfall þeirra sem komu óvirðulega fram við sjúklinga var mun hærra en gerist hér. Þetta með að læknar standi allir saman þegar einhver gerir mistök er eitthvað sem ég hef ekki upplifað hérlendis en séð að vissu marki í fá skipti í USA (7 ár heima, 7 ár úti). Það sannar ekkert enda hef ég ekki verið yfirlæknir eða haft umsjón með slíkum málum. Ég hef séð lækna áminnta og var það nú oftast vegna "nærri" mistaka.
Sem betur fer eru ekki margir sem látast af völdum kuklara en þess eru þó ýmis dæmi. T.d. lést bresk fréttakona fyrir nokkrum árum úr brjóstakrabba eftir að hún ákvað við greiningu að fara á "krabbameinslæknandi" fæði ákveðins kuklara og neita hefðbundinni meðferð. Þannig neitaði hún sér um þann eina möguleika sem hún hafði til þess að læknast eða a.m.k. lifa lengur. Haldvillur geta verið banvænar.
Möguleikar á skaðsemi vísindalegra aðferða felst í því að þær hafa oft mikla virkni. Sum krabbameinslyf geta nær gert útaf við sjúklinginn og slíkt hefur gerst. Virknin er það mikil að frumur í stanlausri fjölgun drepast og því tekst stundum að lækna krabbameinið. T.d. eru lyfin við eistnakrabbameini það öflug og sértæk að lækning er nánast 100% ef greiningin er ekki gerð langt inní sjúkdómsferlinu. Lance Armstrong er dæmi þess. Aftur lyf hómeópata s.k. remídíur eru vita meinlaus enda vita gagnslaus. Það mun enginn deyja úr þeim beint en ef hómeópati neitar barninu sínu um t.d. bólusetningu fyrir heilahimnusýking af völdum N. meningococci og segist ætla að "bólusetja" það sjálft með sínum remídíum (raunverulegt dæmi á Íslandi í dag) gæti það orðið til þess að barnið fengi sýkinguna og hlyti af örkuml eða dauða. Sem betur fer er þessi sýking mjög fátíð (1-4 tilfelli á ári) en afleiðingarnar eru nær alltaf hræðilegar því sýkingin er banvæn á innan við sólarhring.
Takk fyrir innlitið og athugasemdir.
Svanur Sigurbjörnsson, 4.10.2007 kl. 02:09
Ég veit ekki hvort mér eigi að finnast þessi samlíking við bilaðan bíl góð eða slæm. Í raun er hún hvoru tveggja. Hún er slæm að því leiti að mannslíkaminn og bíll (eða hvert annað apparat gert af mannahöndum) eru ekki samanburðarhæfir. Mannslíkaminn hefur innbyggt system til að lækna sig sjálfur. Það hafa bílar hinsvegar ekki. Samlíkingin er hinsvegar góð, eða réttara sagt gott að hún kom fram hér, vegna þess að hún er lýsandi fyrir þá trú allt of margra að einu ráðin séu inngrip. Í stað aðferða, eins og t.d. hómópatíu, sem gengur út á að hjálpa líkamanum eða virkja hann til að vinna sjálfur á meininu, kjósi menn heldur að taka fram fyrir 'hendur' hans með inngripum s.s. lyfjagjöf. Inngrip ættu ávallt að vera lokaúrræði.
Brjánn Guðjónsson (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 04:37
Sæll Guðmundur
Takk fyrir þetta innlegg um sálfræði. E.t.v. má líkja BA námi í sálfræði við pre-klíníska hlutann í læknisfræði, þ.e. fyrstu 3 árin þar sem læknaneminn lærir einungis um hvað sé eðlileg líkamsstarfssemi og lögmál í efnafræði og lífeðlisfræði líkamans. Á síðari 3 árunum lærir læknaneminn um sjúkdóma og meðferðir.
Hugræn atferlismeðferð (HAM) er spennandi fag sem ég tel að eigi góða framtíð fyrir sér. Ríkið á að taka þátt í kostnaði við meðferð hjá klínískum sálfræðingum. Í USA hafði ég kost á 15 tímum hjá sálfræðingi hjá því tryggingafélagi sem ég var með samning við. Einnig gat ég farið til tannlæknis og fengið a.m.k. skoðun og ákveðnar viðgerðir. Ísland rís ekki fyllilega undir nafni sem velferðarþjóðfélag.
Svanur Sigurbjörnsson, 4.10.2007 kl. 08:48
Sæll Brjánn
Samlíkingin við bilaðan bíl er í þeim tilgangi að benda á að þegar eitthvað er að hlutum sem þér eru kærir, ferðu með þá til fagaðila, rétt eins og best er að gera með þinn eigin líkama. Það er ýmislegt líkt með mönnum og bílum en mannslíkaminn er þróaðri hvað eigið viðgerðarkerfi varðar eins og þú bendir á.
Hómeópatar segja sjálfsagt að þeir séu að hjálpa líkamanum að hjálpa sér sjálfum og þetta er algengur frasi í kuklinu. Hins vegar eru remidíur þeirra algerlega gagnslausar (hafa engin virk efni og algerlega ósértæk) og hjálpa því hvorki sjálfar né líkamanum að gera neitt. Þetta eru lyfleysur og valda því bara tímatöf. Á meðan er líklegt að líkaminn hjálpi sér sjálfur og lagist sé vandamálið ekki stórt.
Þú segir "Inngrip ættu alltaf að vera lokaúrræði". Þetta hljómar fallega og göfugt en er ekki rétt. Það er að vísu alltaf hægt að túlka hlutina þannig að inngripið hafi verið lokaúrræði því annað var ekki að ganga en því miður er það þannig að inngrip geta verið illskásti kosturinn þegar í raun væri hægt að gera annað. T.d. hjá 49 ára gamalli manneskju sem hefur 37 í líkamsþyngdarstuðli (meðal slæm offita) reykir, hefur fjölskyldusögu um kransæðastíflur og er með of hátt kólesteról en hefur ítrekað mistekist að megra sig, hætta að reykja og stunda líkamsrækt. Ný blóðprufa sýnir að manneskjan er með byrjandi sykursýki. Hvað á að gera? Á að freista þess að manneskjunni takist á næstu 5 árum að snúa blaðinu við í sínum lífsháttum eða byrja á lyfjameðferð sem beinist að því að lækka kólesterólið og hjálpa viðkomandi við að hætta að reykja og megrast? Það er ekki víst að manneskjan lifi af næstu 5 árin án meðferðar og sykursýkin gæti versnað talsvert. Er inngripið lokaúrræði hér? Nei, en það gæti bjargað heilsu og lífi manneskjunnar. Hugtakið "lokaúrræði" er því ekki alltaf svo augljóst og ekki endilega það heppilegasta til að fylgja. Hvorki viðgerðarhæfileiki né viðhaldshæfileiki mannslíkamans er fullkominn og fer smátt og smátt hallloka eftir þrítugsaldurinn. Oft er það þó þannig, eins og t.d. varðandi stoðkerfið að alger hvíld (fjarlæging ertingar) nægir til þess að bólgur hjaðna og líkaminn jafnar sig sjálfur. Það er mjög algengt að læknar gefi slík ráð og hjálpa fólki því að gera sér grein fyrir því að það geti hjálpað líkamanum með því að gefa honum frið til að vinna.
Svanur Sigurbjörnsson, 4.10.2007 kl. 10:06
Vildi gera athugasemd við athugasemd GK hér að ofan. Eitthvað virðist vera um misskilning hjá viðkomandi og mig langar til að reyna að leiðrétta þetta eftir bestu getu.
GK segir:
„Hann [Pétur Tyrfingsson] varpar fram þeim hroka að allt í heiminum sé þekkt og útskýrt af vísindunum og að ef eitthvað óþekkt eða "ósannað" komi fram á sjónarsviðið þá séu það hindurvitni. Hann níðist á aðferðum, sem geta ekki verið sannaðar með ,,hefðbundnum" aðferðum."
Þetta segir Pétur hvergi og þetta segja fæstir vísindamenn. Ef svo væri þá væri lítil þörf fyrir vísindastarf. Vísindin snúast um að svara spurningum og kanna hið óþekkta og það er rétt að hin vísindalega aðferð getur verið svifasein og þung í vöfum og alls ekki óskeikul.
Seinna segir GK síðan:
„Hann ætti kannski að líta sér nær í sína eigin stétt og sanna eða afsanna lækningu þunglyndis með hugrænni atferlismeðferð, sem hann talaði um. Hvers vegna ná sumir bata með þeirri aðferð og sumir ekki?"
Það er rétt að ekki ná allir bata með hugrænni atferlismeðferð (HAM) en þeir eru fleiri sem ná bata með þeirri meðferð en nokkru öðru úrræði sem notast hefur verið við í meðferð á þunglyndi, kvíða og áráttu-þráhyggju (upp í 80%). Um þetta má lesa í kennslubókum í sálfræði, opnum greinasöfnum á netinu sem og á Þjóðarbókhlöðu.
Einn lokapunktur. Það þarf enga vísindabyltingu til þess að gera athugun á því hvort að höfuðbeina og spjaldhryggs jöfnun, nálastungur eða handayfirlagning virkar. Það þarf að gera greinarmun á aðferðinni og kenningunni sem á bak við liggur. Gerðar hafa verið rannsóknir á nálastungum sem benda til að slík meðferð gagnist við krónískum sársauka. Hins vegar er rétt að benda einnig á að það virðist vera nokk sama hvar nálunum er potað, fólki líður betur. Það er því búið að renna að einhverjum hluta stoðum undir þá aðferðafræði sem beitt er en ekki kenninguna um chi, ying og yang. Það sama má gera við höfuðbeina og spjaldhryggs meðferð. Mér er nett sama hvort þessir heilarar geti hreyft hluti án þess að koma við þá, eðlisfræðingar geta haft áhyggjur af því hvað það gerir fyrir þeirra kenningar. Mín spurning er einfaldlega þessi: „Stenst aðferðin þeirra?" Einfalt dæmi: Fáum hóp sjúklinga (t.d. þunglynda) og skiptum honum upp í 5 hópa af handahófi. Einn hópur fær höfuðbeinameðferð, annar HAM, þriðji lyf, fjórði enga meðferð en sá fimmti spjallar við einhvern um daginn og veginn reglulega (lyfleysumeðferð). Ef höfuðbeinayfirlagningin virkar betur en hinar meðferðirnar, flott. Tökum hana inn í kerfið. Ef ekki, þá ættum við kannski að íhuga að sleppa henni sem meðferð við þunglyndi! Hér þarf enga vísindabyltingu til, hér er bara verið að athuga hvort fólki líði betur eftir þessa meðferð. Ekkert annað.
Ég vona að þetta skýri eitthvað.
Jón Grétar Sigurjónsson, 4.10.2007 kl. 11:08
Margrét:
“Sumir myndu nú telja sálfræðinga til kuklara á einhvern hátt Þar sem þeir eru að fást við sálina Þeir eru að vega og meta ástand fólks án þess að nota nokkur tæki til þess eða taka líkamssýni.”
Reyndar er það svo að sálfræðingar eru að fást við tilfinningar og líðan fólks en ekki sálina. Hér á Íslandi fær fólk ekki löggildingu sem sálfræðingar nema vera uppfylla ákveðin skilyrði, sem eru sett til að vernda fólk fyrir kuklurum. Í Háskóla Íslands, sem enn sem komið er er eini skólinn sem útskrifar sálfræðinga, eru einungis kenndar aðferðir sem sýnt hefur verið fram á að séu árangursríkar, með vísindalegum aðferðum. Sönnunarbyrðin liggur þannig hjá sálfræðingum en ekki fólkinu sem kemur í tíma. ☺
GK:
“Hann varpar fram þeim hroka að allt í heiminum sé þekkt og útskýrt af vísindunum og að ef eitthvað óþekkt eða "ósannað" komi fram á sjónarsviðið þá séu það hindurvitni.”
Reyndar gerði hann það ekki. Hann tók það sérstaklega fram að hann héldi því alls ekki fram að vísindin hefðu öll svörin. Það sem hann var að reyna að koma á framfæri var það að ef fólk er að bjóða fram lækningu á einhverju verður það að hafa staðföst rök fyrir því. Það þýðir ekki að bjóða fram reynslusögur, því einstök dæmi sanna aldrei neitt. Og ennfremur að það sé hverjum manni frjálst að leita þeirrar hjálpar sem hann vill, en að heilbrigðisstarfsmenn séu bundnir ákveðnum siðareglum og því sé siðlaust af manni í heilbirgðisstétt að mæla með einhverju sem ekki hefur verið færðar sönnur á því að fólk verður að vita að hverju það gengur þegar það labbar inn á spítala/einkastofu hjá manneskju í heilbrigðisstétt.
“Hann ætti kannski að líta sér nær í sína eigin stétt og sanna eða afsanna lækningu þunglyndis með hugrænni atferlismeðferð, sem hann talaði um. Hvers vegna ná sumir bata með þeirri aðferð og sumir ekki?”
Hann tók það einmitt fram í viðtalinu að hann stundaði meira að segja sjálfur rannsóknir á því að þær aðferðir sem hann beitir séu árangursríkar. Til eru fjöldamargar rannsóknir sem sýna fram á það að hugræn atferlismeðferð er árangursrík meðferð við þunglyndi. Prófsteinninn á bæði lyf og sálfræðimeðferðir er hvort þær séu árangursríkari en lyfleysa, og það hefur endurtekið verið sýnt fram á með hugræna atferlismeðferð.
Sé reyndar að Jón Grétar er búinn að svara athugasemd GK mun betur en ég :)
Lilja Sif Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 14:38
Takk fyrir góð skrif Lilja Sif og Jón Grétar.
Ég er ánægður með hversu margir hafa gefið sér tíma og skrifað vandlega hugsaðar athugasemdir hér, eitthvað með "kjöt á beinunum". Ég tel að umræðan um þessi mál sé bara rétt að byrja og með áframhaldandi baráttu gegn fáfræði og rangri menntun, þ.e. eins konar "mismenntun" sem hefur fylgt nýaldarbylgjunni, afstæðishyggjunni og fjárhagslegum uppgangi kuklgreina, getum við smám saman fært þekkingu og skilvirkni þjóðarinnar til betri vegar - aukinnar hamingju.
Svanur Sigurbjörnsson, 4.10.2007 kl. 20:35
Hæ Svanur
Rosa fjör á síðunni þinni skemmtilegar og athyglisverðar umræður.
Ég legg til að sálfræðingar fái nýtt starfsheiti og að það fólk sem starfar í óhefðbundna geiranum fái að nota sálarorðið eins og það vill, þar sem flestir þeirra trúa á tilvist sálarinnar.
Sálfræðingar eru að fást við tilfinningar, líðan og atferli og gætu þá fengið starfsheitið:
Tilvistarfræðingar þar sem svo margir eru í tilvistarkreppu sem til þeirra sækja
Annars var ég að skrifa pistil um hryllinginn innan Kaþólsku kirkjunnar og þú vilt kannski kíkja
Kveðjur
Margrét St Hafsteinsdóttir, 4.10.2007 kl. 22:30
Hæ Margrét
He he sammála því að sálfræðingar fái betra heiti. Tilvistarfræðingur er hreint dásamlegt heiti og ég sé fyrir mér Woody Allen týpuna koma til slíks fræðings og ræða málin gjörsamlega í tætlur á svona 12 klukkustundum og vakna svo upp ... æ, við misstum af kvöldmatnum!
Ætli við verðum ekki að vona að sálfræðingar breyti þessu sjálfir í eitthvað gott. Meinatæknar breyttu sínu heiti ekki fyrir löngu í lífeindafræðingar. Víðtækara og meira lýsandi fyrir svið þeirra býst ég við.
...whoo... kíki á "hryllinginn".
Svanur Sigurbjörnsson, 4.10.2007 kl. 23:44
Sæll Svanur, takk fyrir góðan pistil.
Hvað finnst þér um það háttalag að skylda fólk sem fer í áfengismeðferð að sækja AA fundi í meðferðinni?
Hvað finnst þér um það þegar læknar í áfengismeðferð sem telja áfengissýki sjúkdóm, útskrifa sjúklinga sína til leikmanna í AA samtökunum?
Hvað finnst þér um AA samtökin? En eins og þú veist segjast þau vera með lausn við skæðum sjúkdómi en þó eru ekkert fagfólk sem meðhöndlar sjúkdóminn. Eru það skottulækningar að þínum dómi?
Benedikt Halldórsson, 5.10.2007 kl. 04:42
Sæl Hjördís Kvaran
Dæmið þitt segir manni því miður nákvæmlega ekkert því þú hvorki tiltekur hvað meinið var né hvað hómeopatinn gerði til að lækna það. Það er nóg til af jákvæðum reynslusögum einstaklinga en þær eru gagnslausar því fólk áttar sig ekki á því að sumir hlutir lagast af sjálfu sér hvort eð er. Vissulega er það stundum þess virði að skoða einstök tilvik enda byrja flestar hugmyndir þannig, en það þarf vísindalega rannsókn, rannsókn sem eyðir hlutdrægni sem við mannfólkið föllum svo auðveldlega í, til þess að ákvarð hvort að viðkomandi aðferð eða meðferð er virkilega að gera eitthvað umfram það sem tilviljun eða viðgerðargeta líkamans hefði hvort eð er valdið.
Auðvitað þarf ekki allt sem hefur ekki verið samþykkt af læknastéttinni að vera kukl. Hins vegar það sem búið er að skoða vel og vandlega af vísindafólki og læknum og er dæmt kukl er kukl. Það eru margar leiðir til þess að ganga úr skugga um hvort að eitthvað eigi sér raunverulegar stoðir eða ekki, rétt eins og bakari hefur ýmsar leiðir til að baka brauð en sér fljótt ef einhver tiltekin aðferð verður aldrei að brauði. Þú getur byggt hús á ýmsa vegu en ekkert hús kemst hjá því að hafa burðarbita og fastan grunn eða sökkul. Það sama á við um lífeðlisfræðilega ferla, þeir eru margir en þú getur bara látið hugann reika og búið til einhverja kenningu um þá og þóst lækna eftir þeim. Það gera kuklarar og margir hverjir bera því miður ekki gæfu til að átta sig á því að hugmyndakerfi þeirra er án burðarbita, haldlaust og án varanlegs árangurs. Með mína þekkingu á grunnvísindum, sjúkdómum og meðferðarleiðum er mér algerlega ljóst að hómeopatía er haldlaust kukl rétt eins og þú sérð munninn á svörtu og hvítu. Það er ljóst að annað hvort hef ég rétt fyrir mér eða hómeopatinn, ekki báðir, og þú verður að velja hverjum þú vilt trúa eða skoða hlutina sjálf með lestri á aðferðafræði vísinda og grunnvísindum þeirra ferla (t.d. ónæmiskerfisins) sem um ræðir og bera það saman við kenningar hómeópatíu áður en þú ákveður þig.
Svanur Sigurbjörnsson, 5.10.2007 kl. 22:01
Sæll Benedikt og takk
Þú kemur niður á mjög mikilvæga spurningu og ég skal reyna að svara.
Þau fræði eða hugmyndir sem mótast hafa í AA-samtökunum um alkóhólisma pössuðu aldrei í huga mínum og ég hef hugsað talsvert um þessa hluti án þess e.tv. að komast að endanlegri niðurstöðu. Þetta er sem ég held:
1. Alkólhólismi er ekki af völdum hreins líkamlegs hæðis í áfengi, nema e.t.v. á síðari stigum til þess að koma í veg fyrir timburmenn. Það kann að vera að einhverjir fái meiri vímu úr því en aðrir en ég held að það sé afstætt og ekki úrslitaþáttur myndun alkóhólisma
2. Alkóhól er misnotað til að deyfa leiða, einmannaleika, fælni, kvíða, ótta, verki og lokst til að flýja frá afleiðingum misnotkunarinnar og drekkja sorgum sínum. Í stað þess að drekka til að gera gott skap enn betra er drukkið til að deyfa vanlíðan og gleyma sér.
3. Alkóhólismi er því afleyðing rangrar notkunar, þ.e. rangrar ástæðu fyrir drykkjunni og veikleikum í persónuleika viðkomandi þannig að innsæi í eigin líðan og/eða hvað sé best að gera til þess að leysa úr vanlíðan á uppbyggilegan máta er ekki nægilegt. Alkóhólistinn myndar persónuleg tengsl við áfengið þannig að flaskan verður besti vinurinn, lausn á vanlíðan og tómatilfinningu.
4. Aðrir veikleikar (sem oft eru fyrir hendi) koma svo enn meira í ljós í drykkjunni og alkóhólistinn kemur sér í vandræði endurtekið með ósæmilegri eða óábyrgri hegðun. Þessi veikleiki er til staðar fyrir notkun áfengisins en kemur betur í ljós í vímunni. Rómverjar sögðu; In vino veritas, in agua sanitas, þ.e. í víni er sannleikur en vatni heilbrigði. Þeir vissu því að ýmislegt í eðli persónu kæmi í ljós við drykkju víns.
AA-samtökin hafa tilhneigingu til að snúa þessu við og segja að drykkjan valdi slæmu hegðuninni og að drykkjan sé sjúkdómur sem fólk sé með frá upphafi. Hvers eðlis þessi sjúkdómur er, er ekki endilega útskýrður á góðan máta. Samtökin tala um að fólk hafi "ofnæmi" fyrir áfengi en það er líklega röng þýðing á orðasambandinu "over sensitive". Ofnæmi er einungis þegar ónæmiskerfið veldur bólgum í húð, slímhúðum eða liðhimnum út frá ónæmisvökum (t.d. frjókorn). Það er því ekki um ofnæmi fyrir áfengi að ræða. Það að vera of næmur fyrir áfengi er heldur ekki gagnlegt og tekur athyglina frá ofangreindum ástæðum fyrir drykkjunni að mínu mati. Eina ofur næmið gagnvart áfengi sem passar við líffræðina er að sumir fá hugsanlega meiri vímu úr áfenginu og meiri vanlíðan í fráhvarfinu. Annars virðist mér þetta "ofnæmi" hjá AA vera gagnslaust hugtak og þjóna e.t.v. einhvers konar lempingu.
Tólf sporin eru bæði góð og slæm. Þau hvetja til sjálfsskoðunar og uppgjörs við tilfinningar sínar og uppgjörs við aðra sem er mjög gott, en trúarlegi hluti þeirra er til skammar. Það á ekki að bjóða uppá trúarlegt kukl af ríkisreknum stofnunum. Ég veit að það er talsverður þrýstingur á fólk í meðferð að viðurkenna Guð eða a.m.k. eitthvað æðra afl. Þetta er gjörsamlega út í hött og í raun brot á frelsi fólks til að hafa sínar trúar- og lífsskoðanir í friði. Þá er trúarhugmyndin ekki gagnleg til þess að byggja upp gagnrýna hugsun og sjálfstæði, sem svo marga alkóhólista skortir tilfinnanlega. Það þarf ekki trúarsamfélag, heldur vina- og stuðningssamfélag sem byggir á samhjálp og mannúð, ekki trúartáknum.
Æðruleysisbænin boðar að fólk reyni að breyta því sem það geti breytt en sætti sig við það sem það getur ekki lagað. Þetta er almenn skynsemi og má útfæra á ýmsa vegu. Það þarf engan guð til að almenn skynsemi hafi fullt gildi. Lögmálið um "rakblað Occhams" segir að ef einhver viðbót við kenningu bætir engu við eða breytir engu um eðli hennar sé viðbótin gagnslaus og ekki hluti af kenningunni. Þetta á við um guðshugtakið í áfengismeðferð og það tekur í raun athyglina frá því sem meðferðin þarf að beinast að, persónunni sjálfri.
Ég er því ekki sáttur við AA-leiðina en tel hana gera samt nokkuð gagn. Málið er að það er hægt að gera svo miklu betur.
Svanur Sigurbjörnsson, 5.10.2007 kl. 22:46
Ég vil bæta við 5. lið varðandi eðli alkóhólisma
5. Eftir nokkur ár af misnotkun áfengis fer áfengið sjálft að valda niðurbroti á líkama, heila og persónuleika alkóhólistann og gera hann því verr í stakk búinn til þess að snúa hegðun sinni við og hætta að drekka. Heilinn rýrnar og persónulegur þroski stendur í stað eða hreinlega fer aftur. A þessu stigi er það áfengið sem viðheldur sjúkdómnum með því að veikja persónuleikann jafnt og þétt. Fólk sem er langt gengið eftir áratuga neyslu nær sjaldan varanlegum bata en fólk sem er ungt og nær að hætta snemma og þroska persónuleika sinn (varnir og jákvæða afstöðu) hefur mun betri horfur. Flestir ná sér með eða án hjálpar eftir mismikla misnotkun á árunum 16-25 ára en eftir það fara batahorfur minnkandi.
Tilgáta mín um alkóhólisma snýst því aðallega um þroska persónuleikans en ekki að hér sé einhver óskilgreindur sjúkdómur með "ofnæmi" fyrir áfengi um að ræða. Ég held að ég yrði ekki sérlega vinsæll á AA-fundi ef ég viðraði þessa hugsun mína þar.
Það þarf að endurskoða allt meðferðarformið. Vandamálið er ekki endilega að eftirmeðferð sé í höndum meðferðarfulltrúa, heldur þarf að endurhugsa þetta allt saman og setja á raunsærra og skynsamlegra form. Það myndi einfalda margt og útskýra. Alkóhólistar þurfi ekki flækjur, þeir eru nógu flæktir fyrir.
Svanur Sigurbjörnsson, 5.10.2007 kl. 23:02
Svanur, takk kærlega fyrir greinargóð svör.
Ég vil að læknar, sálfræðingar og geðlæknar gagnrýni af hreinskilni ýmsar "lækningar" eins og AA, sem hafa verið teknar gagnrýnislaust inn i meðferðarstarf sem "fræði" sem henti öllum sjúklingum, en skyldu AA fundir eru til marks um þá vissu. Engu máli skiptir þótt sumir vilji meina að AA byggi ekki að trú. Sú leið sem AA boðar hefur ekkert breyst áratugum saman, en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan bókin og 12 sporinn voru samin.
Vissulega gerir AA gagn fyrir þá sem hugnast samtökin og 12 sporinn en það ætti alls ekki að þekkjast að sjúklingar séu í raun neyddir til að fallast á hugmyndafræði AA, það er reginhneyksli að mínu mati.
Benedikt Halldórsson, 6.10.2007 kl. 02:08
Takk Benedikt
Ég er þér alveg sammála.
Svanur Sigurbjörnsson, 6.10.2007 kl. 02:17
Oh my God Svanur.
Pétur er ekki á sömu bylgjulengd og almenningur í landinu hvað varðar áherslur enda starfsmaður kerfis í kerfinu.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 6.10.2007 kl. 02:40
Ef þú ert að vísa til bylgjulengdar kukls Guðrún María, þá er skýringin á andstöðu Péturs vegna eðlis kuklsins, ekki vegna þess hvar hann starfar.
Svanur Sigurbjörnsson, 6.10.2007 kl. 09:49
Eins og oft áður, umræðan ekkert sérstaklega málefnaleg.
Auðvitað er kukl óhefðbundar lækningar sem að engar sannanir eru fyrir að virki. Þess vegna heitir það kukl, þess vegna er það óhefðbundið ;)
Og auðvitað hafa hvorki vísindin né læknisfræðin svör við öllum vanda, á öllum tímum, enginn heldur því fram. Hvoru tveggja eru viss aðferðafræði t.d. í læknisfræði vitneskja um hvað hefur virkað oftast við svipaðar aðstæður áður og hvernig mannslíkaminn virkar. Auðvitað hefur önnur óhefðbundin starfsemi sem ekki hefur verið sýnt fram á að virki í raun, hjálpað einhverjum, þó ekki væri nema vegna þess að fólk trúir því (placebo áhrif?) og er í besta falli skaðlaust en á ekkert erindi inn ráðgjöf heilbrigðisstarfmanna, sérstaklega ekki ef að óvandaðir aðilar eru að rukka fyrir hana og í meðferð ólæknandi sjúkdóma. Mér finnst dæmi PT um pípulagnir bara nokkuð gott i.e. viðurkenndar margreyndar aðferðir við skilgreindum vanda versus tilviljunarkennt ósannað fúsk.
Pétur Henry Petersen, 9.10.2007 kl. 21:35
Sæll Pétur Henry
Þú hittir naglann á höfuðið eins og svo oft áður.
Svanur Sigurbjörnsson, 10.10.2007 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.