Gagnsemi?

Ég ber mikla virðingu fyrir hugsjónum og baráttu John Lennons og Yoko Ono hefur verið fánaberi hennar síðan hann var myrtur.   Hins vegar er ég efins um gagnsemi hluta eins og upplýstra friðarsúlna.  Vissulega er viðburðurinn og upplýstur himininn áminning um að gleyma ekki friðarbaráttu og þjáningum þeirra sem verða fyrir barðinu á stríði, en hverju fær þetta áorkað á endanum?  Tryggir þetta einhverjar framkvæmdir?  Hætta talibanar og Al-quada við sitt jihad?  Róast herskáir Baskar?  Fæðast nýjar hugmyndir og nálganir að friðarferlum?  Mætti verja fénu sem fer í fyrirbærið í eitthvað annað gagnlegra?

E.t.v. kann ég ekki að meta nóg framtak frægs fólks til að vekja athygli á ákveðnum málaflokkum og er ekki nógu menningarlega sinnaður.  Maður fær svolítið á tilfinninguna að í enn eitt skiptið sé fræg manneskja að vekja mest athygli á sjálfri sér og sínum nánustu með flottum minnisvörðum og yfirborðslegri umfjöllun um frið.  Auðvitað þykir okkur Íslendingum þægilegt að geta baðað okkur í sviðsljósi þessa dáða fólks og hirt upp nokkra brauðmola í leiðinni, en er þetta ekki pínulítið gervilegt? Verður uppskeran einhver önnur en sú að okkur líði örlítið betur með okkur sjálf? Er eitthvað af viti í gangi hér?  Er búið að bjóða einhverjum stríðandi aðilum í umræður í tengslum við þetta?  Það hefði ég viljað sjá. 

Ég vona að ég hafi hryllilega rangt fyrir mér og að þessi viðburður sé mikilvægur og marki einhver skref í átt til friðar í heiminum.  Ljóssúlan verður án efa stórkostleg sem slík og þetta verður voða kósí viðburður og stemming, en þangað til ég sannfærist um eitthvert raunverulegt gildi hennar er hún nánast bara "symbolic" í mínum huga.   Woundering


mbl.is Ein friðarsúla nægir Yoko Ono
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins sagði hún Ísland vera einstakt land vegna vatnsorkunnar, hreina loftsins og hreinleika landsins.

Er Ísland mjög hreint.  við erum á top 10 yfir bílaiegn á hvern íbúa, svifrykið svífur yfir borginni á veturna og síðan erum við með Álver í túnfætinum.  Spaugstofan söng um það síðast að allt sem við viljum sé eitt álver enn...ég ætla að segja hér eitt sem tengist Yoko ekki ein tengist álverum og virkjunum.  er það ekki þannig að þegar fólk útum allt land vill fá skipulagsslys eins og álver og/eða olíuhreinsistöð, hefur þá ekki skipulag stjórnarinnar brugðist þeim?

En Yoko mín...loftið hér er ekkert hreint á veturna.  hins vegar verð ég eiginlega að óska Íslendingum til hamingju með þennan ómerkilega dag í íslandssögunni...það verður kveikt á ljóskastara útí Viðey og vonast til að það hafi áhrif á frið í heiminum...veistu held ekki...

Snæbjörn Gauti (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 17:01

2 identicon

Yoko segir Ísland einstakt vegna hreinleika landsins. Ísland er eitt ljósmengaðasta land í heimi miðað við hve sárafáir búa hérna og hún gerir sitt besta við að auka hana eins og hún getur. Þessi ljóti ljóskastari sást vel úr Krýsuvíkinni þegar ég fór þangað í stjörnuskoðun um helgina. Mér finnst skelfilegt að sjá þetta. Það eru verðmæti fólgin í ómenguðum himni. Stjörnurnar og norðurljósin eru mikil prýði en sjást ekki vegna ljósmengunar frá borginni.

En hvað veit ég, er þetta ekki bara taut í huga penna Fréttablaðsins í dag? Það virðist taut í hans huga að mér er ekki sama hvernig við erum að eyðileggja ósnortinn himinn.

Sævar Helgi Bragason (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 18:49

3 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Lagið "Imagine" er í miklu uppáhaldi hjá mér og þegar það var spilað við athöfnina þegar ljósið stóra var kveikt, var ekki laust við að maður bráðnaði fyrir þessu.  Yoko One er listamaður og þeirra hlutverk er víst að tjá óskir og tilfinningar á listrænan máta.  Vonandi snertir þessi friðarvilji og "I love you" boðskapur einhverja stríðandi fylkingar úti í heimi, nú eða fólk hér heima sem lifir í beiskju og elur hatur gagnvart einhverjum.  Friðarboðskapur á ekki síður við um staka ofbeldisglæpi og heimiliserjur.  "Make love, not war!"

Svanur Sigurbjörnsson, 9.10.2007 kl. 20:26

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Er þetta ekki bara jákvætt - þetta skaðar a.m.k. engan.

Sigurjón Þórðarson, 9.10.2007 kl. 23:53

5 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Hvað ætli unglingstúlku í Írak eða Sri Lanka finnist um þetta?  Reykjavíkurborg setti 15 milljónir í þetta.  Hefði peningunum verið betur varið í að fæða fólk í stríðshrjáðum héruðum Sómalíu?  Má kannski ekki spyrja svona?

Svanur Sigurbjörnsson, 10.10.2007 kl. 10:36

6 identicon

Hún getur samið við Geira og fengið einkasúlu hjá honum í lokuðum klefa og dansað þar hún er ekki meiri listamaður en samlandi hennar sem hljóp Laugaveginn nakinn á listahátíð forðum daga og tryllti lista pakkið, kv Adolfi hinn skilningsríki

ADOLF (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 11:10

7 Smámynd: halkatla

vá kostaði þetta margar milljónir? díses kræst!

halkatla, 10.10.2007 kl. 12:00

8 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Mér fannst þetta voða krúttleg athöfn. Sá hana í sjónvarpinu og svo hljóp ég við og við inn í herbergið mitt en þaðan sést ljóssúlan vel og mér fannst þetta allt voða krúttlegt . Þegar Yogo var svo að láta alla segja "I love you" og sagði það aftur og aftur eins og hún væri að reyna að kenna okkur að segja það eins og maður kennir litum börnum, þá fannst mér þetta orðið frekar væmið og hálf kjánalegt

Varðandi peningana sem fóru i þetta, þá eigum við vonandi eftir að fá þá til baka í formi túrista sem koma og skoða herlegheitin. Annars vissi ég ekki að þetta hefði verið svona dýrt.  Held að Yogo hefði getað borgað þetta sjálf, enda moldrík og veit örugglega ekki aura sinna tal.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 12.10.2007 kl. 20:11

9 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Já það sló mann að Reykjavík skyldi setja 15 milljónir í þetta.  Hvað með fátæka íslenska listamenn?  Væri ekki nær að styrkja þá.  Ef Yoko Ono vildi fá þetta í Viðey ætti hún að geta gert það á eigin spítur og borgað allan rafmagnsreikninginn (sem ég vona að hún geri).  Ef íbúar Reykjavíkur eru 150 þúsund er þetta um 1000 kr á mann, sem er þó nokkur peningur.  Sjálfsagt er þetta réttlætt með því að þetta sé stór auglýsing fyrir Reykjavík, sem það er að vissu marki.  Hins vegar sé ég ekki að ljósið nýtist sérstaklega vel því ferðamannatíminn er á sumrin og þá er vonlaust að kveikja á því.   Að auki er aðgengi út í Viðey háð ferjuferðum.   Vonandi á þetta eftir að skila inn auknum ferðamannastraumi en þetta er það dýrasta ljósashów sem ég hef orðið vitni að á Íslandi.

Svanur Sigurbjörnsson, 14.10.2007 kl. 13:38

10 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Mistök í reikningi.  Það gera um 100 kr á hvern borgarbúa, ekki 1000.  Afsakið.

Svanur Sigurbjörnsson, 14.10.2007 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband