Höfundur
Ég er læknir og læt þjóðfélagsmál mig miklu varða. Uppáhalds gullkorn: "Rökræðan er besta lausnin á hvers kyns rangindum" - Thomas Paine
Vefsíða: http://svanursig.is
Tenglar
Mínir tenglar
- Húmbúkk - efast um furðufyrirbæri Vefrit það sem gagnrýnin hugsun er notuð til að skoða ýmis furðufyrirbæri
- Vefsíða Siðmenntar, félags siðrænna húmanista
- Vefsíða Svans Áhugamál og greinasafn
Bloggvinir
- johannbj
- astan
- mortenl
- kolgrima
- maggadora
- hjaltirunar
- binntho
- andmenning
- prakkarinn
- sigurjon
- peturhenry
- bene
- vest1
- bubot
- truryni
- agustolafur
- thorgnyr
- sigurjonn
- roggur
- svartfugl
- rustikus
- sigurjonsigurdsson
- krizziuz
- eggmann
- kiddip
- vantru
- frisk
- freedomfries
- mitteigid
- sms
- omarragnarsson
- margretsverris
- sjos
- juliusvalsson
- jonsigurjonsson
- egillrunar
- olimikka
- astromix
- organia
- pepp
- sannleikur
- fridaeyland
- ingolfurasgeirjohannesson
- harri
- lillo
- ernafr
- stebbifr
- sigurgeirorri
- vkb
- jevbmaack
- nerdumdigitalis
- steinibriem
- apalsson
- robertb
- sindri79
- fsfi
- gerdurpalma112
- gbo
- malacai
- valgeir
- hehau
- hlynurh
- ugluspegill
- visindavaka
- lucas
- drum
- neytendatalsmadur
- valgerdurhalldorsdottir
- ea
- king
- siggisig
- retferdighed
- salvor
- saemi7
- hilmardui
- ippa
- patent
- tara
- tbs
- partialderivative
- kamasutra
- ziggi
- savar
- gattin
- stjornuskodun
- rabelai
- kolbrunh
- kt
- lalamiko
Grasserar í þjóðfélögum múslima
5.2.2009 | 16:15
Ég hjó eftir þessum skrifum í þessari frétt:
"Slíkar árásir eiga ekki rætur að rekja til íslam eða annarra trúarbragða en eru algengar m.a. í Kambódíu, Afganistan, Indlandi, Bangladess, Pakistan og öðrum Asíulöndum."
Hvernig getur höfundur fullyrt þetta þegar þessar sýruárásir eru nánast eingöngu í löndum múslima þar sem bókstafstrú þeirra er algeng? Sama er að segja um umskurð (afskurð) stúlkubarna. Þó að iðkunin kunni að hafa einhvern annan bakgrunn, t.d. einhverja forna galdratrú, þá er ekki hægt að segja að íslam hafi ekkert með þetta að gera. Íslömsk lönd þar sem sharia löggjöfin ríkir halda konum niðri og viðhalda kvenfyrirlitningu. Eflaust stendur ekki beinum orðum í Kóraninum að hella eigi brennisteinssýru á konur, en það er nóg af klásúlum um að refsa eigi harðlega þeim sem óhlýðnast boðum Allah. Í þjóðfélagi þar sem höggva á hendur af þjófum er stutt í annað ofbeldi í nafni heilagrar refsingar.
Eruð þið á leiðinni í skólann, stúlkur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Eldri færslur
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er bara íslam, svona er það og þetta bull með að þetta sé ekki tengt þeirri trú er alger blinda, og í raun siðblinda líka. Konur er grýttar, hendur eyðilagðar á börnum sem hnupla, síru helt í andlit kvenna, þær verða að ganga í burkum, mega ekki tala við eða horfa á karla etc. etc. etc.
Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 18:51
...og hver sá gagnrýnir slíkt er ekkert nema fordómafullur,
fjölmenningahatandi bjáni að sjálfsögu
Aron (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 19:57
Það sem er gert við konurnar undir sharía lögum eða sharia-áhrifum er bara dropi í pyntingarhafið af völdum Islam. Samkynhneygðir eiga t.d ekki sjö dagana sæla neinsstaðar í ríkjum múslima, né þeir karlmenn sem hugsa sjálfstætt af einhverjum ástæðum. Og þetta er ekki bara í islömskum löndum, nei, því þetta hefur líka verið flutt inn til allrar Evrópu (nema kannski hingað og Færeyja, vonum það). Fordæmi spámannsins tekur af allan vafa um allt. Aron hefur rétt fyrir sér, við verðum að afneita öllum staðreyndum og sögunni til að vera hip og kúl í dag.
halkatla, 5.2.2009 kl. 20:39
Geðveikin grasserar í trúarbrögðum, trúarbrögð eru bara annað nafn yfir geðveiki.
Svo er það geðveiki fólks sem virðist telja að geðveikin í trúarbrögðum sé afsakanleg, að ímyndaðir vinir geri allt ógeðið minna mál.
P.S. Anna: Lesser evil is still evil... kristni er ekkert skárri.. var eiginlega miklu verri þar til menn brutu af sér fjötra kirkju og kufla.
DoctorE (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 11:32
Það er athyglisvert að nú er deilt um það í Noregi hvort lögreglukonur af íslömskum trúarsiðum megi bera höfuðslæður í vinnunni. Það virðast engin takmörk vera fyrir því hve langt múslímir eru tilbúnir að ganga til að koma trúarsiðum sínum og táknum í forgang í þeim vestrænu löndum þar sem þeir setjast að. Mér finnst að hver þjóð hafi á hverjum tíma fullt siðferðislegt leyfi til að krefjast þess að gestir og innflytjendur lagi sig að ríkjandi siðum í landinu ef þeir ætla að dvelja þar en haldi sig heima hjá sér ella. Þegar ég fæ gesti gildir t.d. reglan hjá mér að fólk hafi fæturna ekki uppi á borðum hvað svo sem það hefur vanið sig á heima hjá sér. Ef þeim líkar ekki umgengnisreglurnar hjá mér, geta þeir bara verið heima hjá sér, eða eru a.m.k. ekki aufúsugestir hjá mér.
corvus corax, 6.2.2009 kl. 13:34
Anna, þú meinar í Færeyjum þar sem samkynhneigðir eiga það á hættu að vera lamdir úti á götu og verða fyrir aðkasti á annan hátt? Og allt í nafni kristninnar. (sorrí, stóðst það ekki:)
En að segja að þetta sé "bara íslam" er frámunalega heimskulegt. Auðvitað er auðvelt að sitja hér í hlýjunni fyrir framan tölvuna og dæma fólk í löndum sem við höfum aldrei komið til og þekkjum ekki samfélagsstrúktúrinn. Það er margt í íslam (eins og mörgum öðrum trúarbrögðum) sem er ógeðfellt, en það er ekki þar með sagt að þar sem íslömsk trú ríki sé lífið óhjákvæmilega ömurlegt. Það er flóknara en svo. Kristnin sem ríkir hér á landi í dag er í grundvallaratriðum sú sama og ríkti hér á landi á 16. og 17. öld. Samt brennum við ekki fólk á báli, vegna þess að samfélagið hefur þróast á öllum sviðum, meðvitund um réttindi einstaklinga, lýðræði og meðvitund um nauðsyn þess að takmarka vald hefur aukist gríðarlega (en greinilega ekki nóg, eins og atburðir síðustu mánaða vitna um). Það hefur ekkert með kirkjuna eða trúna að gera. Þessir hlutir hafa gerst þrátt fyrir boðskap kirkjunnar og kirkjan hefur orðið að laga sig að samfélaginu (samt ekki nóg, eins og við vitum vel). Að segja að þetta sé íslam að kenna, tja, það er kannski sannleiksvottur í þeim orðum, en segir ekki einu sinni hálfa söguna. Þegar teknar eru upp trúarkreddur í löndum þar sem mannréttindi eru ekki virt, einstaklingurinn fær ekki full réttindi, lýðræði er óþekkt hugmynd og ekkert reynt að dreifa samfélagslegu valdi, er voðinn vís. Hvort sem trúarkreddan er íslam, kristni eða marxismi.
Og að taka slæður sem eitthvað dæmi um vonsku íslam er ekkert annað en heimska. Ef lögreglukonur vilja vera með slæður mega þær það mín vegna. Mega vera með jólasveinahúfur ef út í það er farið.
Guðmundur (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 14:23
Nota bene, ég er ekki að mótmæla færslunni þinni, Svanur, frekar umræðunni um hana. Sýnist við vera að segja nokkurn veginn sama hlutinn:)
Guðmundur (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 14:51
Já, þeir eru enn á eftir þeir kristnu í Færeyjum og að hluta hér einnig varðandi afstöðu til samkynhneigðra. Það er erfitt að læra eitthvað nýtt þegar rýnt er í einn bókstaf.
Sjálfsagt er hætta á því að maður klíni meiru á Íslam en það á skilið vegna þess að Íslam er ekki bara trúarbrögð eins og maður þekkir trúarbrögð hérlendis, heldur einnig stjórnkerfi og ráðandi afl í allri pólitík. Í ríkjum þar sem sharía lög ríkja er mikill hluti þegnanna það sem við myndum segja að væri bókstafstrúa. Auðvitað finnast fullt af fólki þar með frjálslyndari viðhorf en þau eru ekki í meirihluta eða ríkjandi, heldur meira á meðal forréttindastétta og menntafólks. Flótti menntafólks úr þessu löndum hefur einnig verið talsverður undanfarin 30 ár. Það flýr grimmdina og ósveigjanleikann. E.t.v. á eitthvað annað þátt í grimmdinni en Íslam eitt og sér en það fær svo sannarlega að viðgangast í íslömskum ríkjum og þannig verður íslömsk menning ábyrg. Það eru ekki bara sjálfstæðismenn sem báru sök á hruni efnahagslífsins, en þeir voru ríkjandi og bera því mesta ábyrgðina, hvort sem það var vegna kæruleysis, fávisku, hugleysis eða blindni (eða alls þessa).
Varðandi blæjurnar. Hér er ekki um það að ræða hvort að þær séu hættulegar, heldur að þær brjóta í bága við þá góðu venju að fólk í lögreglunni beri það utan á sér að það sé löggæslufólk allra og sé ekki að flana trú sinni í vinnunni. Slæðan er ekkert annað en trúartákn. Með því að hafa hana upp við er manneskjan farin að flagga sinni eigin stefnu í starfinu. Búningar lögreglu geta einnig skipt máli varðandi öryggi og slæða getur flækst fyrir augum eða verið tekið í þær og notaðar gegn lögreglukonunni. Eiga þá aðrar öryggiskröfur að gilda um lögreglukonur af múslímskum uppruna en fyrir aðrar. Eiga svo múslímskar lögreglukonur og karlar að hætta mikilvægum störfum til að biðjast fyrir í klukkutíma eftir matmálstíma á föstudögum? Þetta eru bara tinktúrur sem eru ósnertanlegar af því að þær eru kenndar við trúarbrögð. Það dytti engum í hug að leyfa lögreglumanni að ganga um með 2 metra langan trefil utan á sér þó að hann segði að spákona teldi að það fylgdi því lukka. Bull er ekkert betra þó að það sé framkvæmt af hlýðni við trúarbrögð. Bull er alltaf bull. Aðeins bull getur fengið stöðu visku ef við hleypum því þangað vegna trúgirni, hræðslu, kæruleysis eða aumingjaskapar. Bull í fallegum umbúðum og í nafni umburðarlyndis og frjálslyndis er auðvitað öðru bulli göfugra, en ættum við ekki að vera farin að sjá í gegnum slíkt?
Svanur Sigurbjörnsson, 7.2.2009 kl. 01:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.