Höfundur
Ég er læknir og læt þjóðfélagsmál mig miklu varða. Uppáhalds gullkorn: "Rökræðan er besta lausnin á hvers kyns rangindum" - Thomas Paine
Vefsíða: http://svanursig.is
Tenglar
Mínir tenglar
- Húmbúkk - efast um furðufyrirbæri Vefrit það sem gagnrýnin hugsun er notuð til að skoða ýmis furðufyrirbæri
- Vefsíða Siðmenntar, félags siðrænna húmanista
- Vefsíða Svans Áhugamál og greinasafn
Bloggvinir
- johannbj
- astan
- mortenl
- kolgrima
- maggadora
- hjaltirunar
- binntho
- andmenning
- prakkarinn
- sigurjon
- peturhenry
- bene
- vest1
- bubot
- truryni
- agustolafur
- thorgnyr
- sigurjonn
- roggur
- svartfugl
- rustikus
- sigurjonsigurdsson
- krizziuz
- eggmann
- kiddip
- vantru
- frisk
- freedomfries
- mitteigid
- sms
- omarragnarsson
- margretsverris
- sjos
- juliusvalsson
- jonsigurjonsson
- egillrunar
- olimikka
- astromix
- organia
- pepp
- sannleikur
- fridaeyland
- ingolfurasgeirjohannesson
- harri
- lillo
- ernafr
- stebbifr
- sigurgeirorri
- vkb
- jevbmaack
- nerdumdigitalis
- steinibriem
- apalsson
- robertb
- sindri79
- fsfi
- gerdurpalma112
- gbo
- malacai
- valgeir
- hehau
- hlynurh
- ugluspegill
- visindavaka
- lucas
- drum
- neytendatalsmadur
- valgerdurhalldorsdottir
- ea
- king
- siggisig
- retferdighed
- salvor
- saemi7
- hilmardui
- ippa
- patent
- tara
- tbs
- partialderivative
- kamasutra
- ziggi
- savar
- gattin
- stjornuskodun
- rabelai
- kolbrunh
- kt
- lalamiko
Leiddir sem sauðir inní lestur haturfulls trúarljóðs
26.2.2009 | 16:26
Einhverjir þingmenn (Steingrímur J Sigfússon hóf lesturinn) hafa tekið að sér að lesa passíusálma Hallgríms Péturssonar á hverju kvöldi næstu daga. Gera þeir sér grein fyrir því gyðingahatri sem fjöldamörg vers í þessum sálmum innihalda? Ef svo er, finnst þeim það bara í góðu lagi að slíkt sé haldið í heiðri? Sjálfsagt er venjulegur kristilegur boðskapur í sálumunum einnig og það hlýtur þá að vera nóg að lesa þau erindi, en þetta gyðingahatur skyggir ansi mikið á það orð sem fer af sálmunum. Hallgrímur lærði greinilega af Lúther því hann fyrirskipaði að brenna skyldi gyðinga. Það var einnig eftir siðaskiptin að galdrafárið hófst í Evrópu og á Íslandi. Siðabót?
Sjá nánari umfjöllun og dæmi úr passíusálmunum hér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Eldri færslur
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað þá með að Passíusálmarnir eru lesnir í útvarpið á hverju ári. Þar er ríkið sem á bak við stendur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.2.2009 kl. 18:53
Þetta segir mér bara eitt að flestir eru ekkert að spá í textann og það er komin hefð fyrir því að lesa þessa sálma og innihaldið virðist ekki skipta máli sem er auðvitað slæmt.
Þetta er ekkert ólíkt og með Fjalla-Eyvind og Höllu okkar ástsælu hetjur, sem voru bara hyski sem myrtu börnin sín. Það er búið að slá þau einhverjum rómantískum ljóma.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 26.2.2009 kl. 20:33
Takk fyrir þennan pistil, Svanur. Ég hafði aldrei hlustað á eða lesið Passíusálmana, en hélt í einfeldni minni að þeir væru bara mærðarlegur og meinleysislegur lofsöngur til trúarinnar, svona eins og sálmar eru almennt. Það kom mér afar óþægilega á óvart að þetta væri jafn andstyggilegur og hatursfullur kveðskapur og raun ber vitni. Ég er sorgmæddur yfir því að höfundur þessa hatursbálks skuli vera talinn með mestu andans mönnum þjóðarinnar, að það skuli haft fyrir börnum okkar í skóla að þetta sé einn af okkar fremstu mönnum. Í mínum huga getur hver sem er sett saman svona óþverra, það er ekki mikið mál.
Þessi ósómi á ekkert erindi í Ríkisútvarpið og það er snautlegt að þingmenn skuli láta hafa sig út í það að lesa þessa ósvinnu. Allir hlutaðeigandi hafi skömm fyrir sinn þátt í að bera þetta fyrir þjóðina! Ríkisstyrktan hatursáróður gagnvart Gyðingum.
Það er aldeilis flott!
Óli Jón, 27.2.2009 kl. 00:08
Menn verða einfaldlega andlega fatlaðir þegar trúarbrögð eru annars vegar.
Hatur verður að kærleika, morð verða miskunn, fordómar að dyggð.... vegna þess að þá færðu extra líf frá ímyndaða geimgaldrakarlinum ógurlega.
Ef þið viljið sjá really really scary stuff, look here
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/814140/
DoctorE (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 09:36
Ekkert hefur skaðað mannkynið meira en trúarbrögðin. Það er auðvitað algjör tímaskekkja að vera að þylja þetta stagl á hverju ári. Megnið er hægt að túlka sem einstrengingslegan áróður og restin er hreinn leirburður. Kannski verð ég bara settur út af sakramentinu fyrir að láta þessa skoðun í ljós.
Sigurður Sveinsson, 27.2.2009 kl. 10:19
Ég er sammála Hauki í því burtséð frá öllu hinu, sem á að vera lýðum ljóst ef menn væru ekki að fela innihald þessa óráðshjals þunglyndissjúklings á Saurbæ. Það er að það á ekki að líðast að stjórnmálaleiðtogar taki opinberlega þátt í trúarathöfnum, né sú að flagga trúarafstöðu sinni almennt. Sigurður bendir líka á upplestur þessar sjálfsniðurlægingar og kvalarlosta í útvarpi, sem er einn ávöxtur klerkaríkisins. Þetta er allt einhvernvegin í anda Íransks stjórnarfars og á hreinlega ekki að sjást á 21. öld í ríki sem kennir sig við lýðræði. Það væri gustukaverk þeirra, sem vilja bæta lýðræðið að sníða þennan grundvallarhnökra af en ekki hampa honum.
Efnislega er vand með farið að grípa í þetta efni. Matt: 15:21-28 inniber þá staðreynd að Kristur sjálfur er rasisti og líkir Kananítum við hunda (dökkir á hörund) Hann þýðist bón konu af því að hún viðurkennir sig tík. Það sem er þó merkilegra og ekki haldið á lofti er að Kristur segist aðeins vera kominn til að frelsa Ísraelsmenn, sem er grundvallaratriði, sem horft er vísvitandi framhjá. Hvað eru menn að dýrka guð hér, sem tekur skýrt fram að hann er ekki kominn til að frelsa þá? Þessi saga er raunar með miklum ólíkindum.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.2.2009 kl. 10:26
Það er mín skoðun, að passíusálmarnir séu frábær kveðskapur, séu þeir litnir öndvert þeim trúarskoðunum, sem að ofan er lýst. Sannkallaðar bókmenntir. Það sannaðist kyrfilega á bókmenntanámskeiði sem Jón Böðvarsson hélt fyrir á 3. hundrað manns fyrir nokkrum árum þar sem sálmarnir voru lesnir með augum bókmenntafræðingsins vinsæla og alkunna. Er hann þó enginn trúmaður svo mér sé kunnugt.
Höfundurinn sálmanna hefur auðvitað útgangspunkt í sínum sjónarmiðum til lífsins og tilverunnar, færir guðspjallið í bundið mál og leggur út af því og lýkur hverjum sálmi með mjög persónulegum hugleiðingum. Form sálmanna og tungutak er ekki flókið. Andríkið verður meira áberandi eftir því sem umbúðirnar verða einfaldari. Myndirnar sem dregnar eru upp eru skýrar og hugmyndaauðgin ótrúleg.
Það verður ekki séð, að lýsingum á kvölurum bandingjans megi svo auðveldlega varpa á þjóð eða kynstofn, þó nefndir séu "Júðar". Hallgrímur setur oft mannkynið í þeirra stað t.d. sig sjálfan enda í samræmi við trúarskoðanir þær, sem hann vill koma á framfæri.
Passíusálmarnir höfðu gríðarlega þýðingu fyrir afdrif þjóðarinnar á erfiðum tímum t.d. á 18. öldinni fyrir utan þann þátt, sem þeir hafa átt í menntun hennar og varðveislu tungunnar. Ég skil hins vegar vel, að menn geta verið ósammála innihaldi þeirra og tilgangi þess.
Sigurbjörn Sveinsson, 27.2.2009 kl. 12:23
Sæl öll og takk fyrir athugasemdir
Það er alveg rétt hjá þér Haukur. Enginn alþingismaður ætti að orða starfstitil sinn við trúarlega starfsemi. Þeir eru þarna sem einstaklingar en ekki alþingismenn. Þetta er misnotkun á opinberum titli í þágu trúfélags.
Svanur Sigurbjörnsson, 27.2.2009 kl. 12:23
Eitthvað áhugavert fyrir þig Svanur
What Darwin did not know
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/815181/
Munið að ég er alltaf með besta efnið ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 13:00
Er mbl að stoppa bloggið þitt Svanur... þú ert ekki inni á heitar umræður þó svo að það séu fleiri athugasemdir hér en hjá mörgum á heitum umræðum.
Kannski þessi athugasemd komi þér inn..(Ef mbl sér hana)
DoctorE (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 17:27
ein athugasemd í viðbót... þú hlýtur að fara að detta inn hjá MegaBiskupabLaðinu
DoctorE (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 17:43
Það að gyðingar séu kallaðir júðar er að mínu mati ekki það versta, í sálmunum er að finna þá kenningu að sekt þeirra fyrir að hafa drepið Jesús erfist. En það hefur verið ein aðal-réttlæting kristinna manna á ofsóknum gegn gyðingum:
Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.2.2009 kl. 18:10
Ekki gleyma því að Sússi mun taka við þar sem Hitler var stoppaður af... Sússi mun brenna alla vondu gyðingana... og mig, okkur öll NEMA ef við elskum hann mest af öllu.
He will cast us in da lake of fire, gunnar á krossinum mun sitja hlæjandi á skýi.
Ef þið spáið... segjum sem svo að Svanur sé trúaður mjög en enginn í hans fjölskyldu, engir vinir heldur.
Hvernig getur Svanur verið í góðum fíling í himnaríki vitandi það að allir sem hann elskaði eru nú í pyntingarklefa......
Þetta gengur bara upp ef guddi tekur Svan og sviptir hann persónu sinni, minningum sínum...en þá er Svanur ekki Svanur lengur, hann er einhver allt annar.
So whats the use
DoctorE (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 18:15
Ég er ansi hræddur um að Svanur sé á válista mbl... Heitar umræður eru sagðar vera 100% sjálfvirkar... en ekkert bólar á að þetta detti þar inn.
Það er Norður Kóreu fílingur yfir þessu...
DoctorE (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 18:59
Ok finally :)
Þetta gerðist nokkuð oft með mitt blogg... skrilljón athugasemdir en ég datt aldrei inn... þó kom fyrir að ég datt inn eftir að ég bloggaði um málið.. og eða spurði mbl út í málið.
My work is done!
DoctorE (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 19:06
Uhh not done, Svanur hefur verið tekin handvirkt út af "Heitar umræður".
Ekki gott að mati mbl að læknir sé að tala eitthvað um galdrakarlinn eða rituöl honum tengdum.
smart ha, er þetta boðlegt árið 2009
DoctorE (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 22:49
Það er erfitt að átta sig á "heitar umræður" en trúlega skiptir máli að það séu margir mismunandi einstaklingar sem koma með athugasemdir, en ekki alltaf sá sami eins og þú kæri DoctorE. Ég hef ekki áhyggjur af því, en takk fyrir samt DoctorE.
Svanur Sigurbjörnsson, 1.3.2009 kl. 01:15
Mikilvægur punktur Hjalti Rúnar. Veraldlega sinnað fólk þurfti að hreinsa út þessar viðbjóðslegu hugmyndir um erfðasyndir s.l. 3 aldir og galt með ýmsu móti (ofsóknum, fangelsun, pyntingun, dauða) þar til sigur vannst.
Svanur Sigurbjörnsson, 1.3.2009 kl. 01:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.