Færsluflokkur: Heimsspeki og siðfræði

Framfaraspor til fyrirmyndar!

Samþykkt þessara samskiptareglna er eitt mesta framfaraspor sem stigið hefur verið lengi í þróun mannréttinda á Íslandi.

Með þessu hefur stærsta bæjarfélag landsins sýnt að skilningur á mannréttindum fleygir fram. Í þessu tilviki er grunnur skólastarfs styrktur þannig að öllum foreldrum (ekki bara kristnum) líði vel með að senda börn sín í skóla borgarinnar og þurfi ekki að hafa áhyggjur að því að þar fari fram starfsemi ætluð til að snúa börnunum þeirra til lífsskoðunar sem þau aðhyllast ekki.

Einn megin lærdómur upplýsingarinnar og þróun lýðræðis á þeim tíma var aðskilnaður trúarlegra og veraldlegra þátta þjóðfélagsins. Ríkið og lögin varð að hafa veraldleg og vera óháð trúarsetningum valdamikilla kirkna. Tryggja þurfti að ríkið meðhöndlaði alla jafnt. Hér erum við 350 árum síðar og eigum enn í erfiðleikum með að framkvæma þetta sómasamlega. Mannréttindaráð og borgarstjórn Reykjavíkur hafa nú aukið þroska hins siðaða samfélags með þessari ákvörðun og sett gott fordæmi. Þetta er heillaspor og það sýnir sig á þeim jákvæðu viðbrögðum sem ákvörðunin hefur fengið (t.d. yfir 2 þúsund like á frétt mbl.is um efnið) að mikill hljómgrunnur er með þessu merkilega skrefi.

Til hamingju Reykjavíkurborg!


mbl.is Banna trúboð í skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í átt til aukins jafnréttis og jafnræðis

Það er fagnaðarefni að nú skuli vera unnið að frumvarpi í Innanríkisráðuneytinu sem miðar að því að veraldleg lífsskoðunarfélög fái sömu þjónustu frá ríkinu og þau trúarlegu. Hvað er annars lífsskoðunarfélag?

Lífsskoðunarfélag er það sem á enskunni er kallað "life stance organization" og er félag sem hefur það að megin verkefni að fjalla um siðfræði og siðferði og skapa í kringum það sinn lífsmáta eða menningu. Það birtist aðallega í því að á vegum slíks félags fara fram hugvekjur og tímamótaathafnir fjölskyldna. Sum þessi félög hafa einnig stefnur á sviði þekkingarfræðinnar, stundum nefnt við heimsmyndina og er þar skýrasta dæmið útskýringar á tilurð heimsins og mannsins.

Hin trúarlegu lífsskoðunarfélög sækja jafnan siðfræði sína að hluta eða alveg í trúarrit sem útskýra vilja almættisins og stundum er einnig trúað á útskýringar á heimsmyndinni þar.

Hin veraldlegu lífsskoðunarfélög sækja aftur siðfræði sína í aðferðir heimsspekinnar og þá þróun sem varð í siðfræði með skrifum hugsuða upplýsingarinnar og síðar. Heimsmyndin byggist á vísindalegri þekkingarfræði.

Bæði trúarleg og veraldleg lífsskoðunarfélög vilja gjarnan fagna hlutum saman og hafa sínar athafnir, hugvekjur og hátíðir á sinn máta. Þó ólík séu er ljóst að þarna eru sömu viðfangsefnin á ferðinni og því er hægt að setja þau undir þetta sama heiti: lífsskoðunarfélög.

Ríkið á í raun ekki að veita skattfé til þessara prívatfélaga, nema að þjóðin hafi tekið málið til rækilegrar umfjöllunar og vilji veita einhvern smá grunnstyrk til þeirra allra. Það er of dýrt að reka ríkissjóð til þess að við förum að útdeila miklu fé í þessa sjálfstæðu starfsemi sem er mikilvæg en í raun ekki neitt sem hinn sameiginlegi vettvangur þarf að standa undir.

Fyrst að við erum enn að bera arfleifð einokunartrúar sem heimtaði beintengingu við skattkerfið eftir að tíundin var lögð niður og fær ótal aðrar sérgreiðslur, þá þarf að reyna að laga ójafnvægið.

Eftirfarandi þarf að gera:

1. Losa fornu einokunarkirkjuna (Þjóðkirkjuna) undan spenanum og hætta launagreiðslum og veitingu sérstyrkja til hennar (nema til að varðveita viss menningarverðmæti). Gera upp "jarðamálið" í eitt skipti fyrir öll.  

2. Losa þjóðina undan sóknargjaldakerfinu (best) eða laga það á eftirfarandi máta:

  • Börn séu ekki skráð sjálfkrafa í lífsskoðunarfélag móður
  • Fullveðja einstaklingur (að lágmarki 16 ára) þurfi að skrá sig í lífsskoðunarfélag hafi viðkomandi áhuga á því. Það megi haka við það á skattskýrslunni eða skrá sig í Þjóðskrá.
  • Sem fyrr að sóknargjöld miði aðeins við 16 ára (eða 18 ára) og eldri.
  • Að sóknargjöld séu aðeins greidd þegar skráður einstaklingur hefur nægar tekjur til að greiða tekjuskatt, sem nær að minnsta kosti hálfri milljón króna yfir árið. (óeðlilegt að t.d. sóknargjald upp á 10 þús. kr. x12 mán, samtals 120 þús kr sé greitt þegar heildarskatturinn rétt nær þeirr upphæð.  Meirihluti skattfés á að fara í aðra þarfari hluti.)
  • Að sóknargjald sé ekki greitt fyrir þá einstaklinga sem lifa eingöngu á bótum frá ríkinu (fyrir utan ellilífeyri).  Slíkt sóknargjald kæmi aðeins úr vasa þeirra sem greiða skatta af eigin vinnu.
Smám saman er þjóðin og stórnmálamenn hennar að gefa þessu meiri gaum og sjá að núverandi fyrirkomulag er orðið úrelt sérréttindafyrirkomulag sem þjónar bara trúarlegu lífsskoðunarfélögunum og þá sér í lagi einu þeirra, þeirri fornu einokunarkirkju sem kallast Þjóðkirkja.  
 
Það er kominn tími á tiltekt og útdeilingu sleikipinnanna til allra barnanna.  Það er ljótt að skilja eftir útundan, segjum við við börnin og við fullorðna fólkið þurfum að sýna þeim að við séum virkilega til eftirbreytni.
 
Góðar stundir. 

 


mbl.is Jafna stöðu lífsskoðunarfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veraldlegar lífsskoðanir í sókn

Þann 6. júní 2011 gerði Gallup opinberar helstu niðurstöður úr síðasta þjóðarpúls sem í þetta skiptið innihélt einnig spurningar um lífsskoðanir.  Gallup kallar það reyndar trúmál því að líkt og með svo marga hefur fyrirtækið ekki gert sér grein fyrir því að þeir sem trúa ekki hafa nafn yfir sínar skoðanir.  Samheiti trúarlegra og veraldlegra skoðana um siðferði er lífsskoðanir (life stance).  Það snýst ekki allt um trú.

Hér er helsta niðurstaða könnunarinnar:

----

ÞJÓÐARPÚLSINN

TRÚMÁL

06.06.2011

Trú á æðri máttarvöld, framhaldslíf og himnaríki/helvíti

Meirihluti Íslendinga segist trúa á guð eða önnur æðri máttarvöld. Hátt í 13% aðspurðra tóku ekki afstöðu til þess hvort þeir tryðu á æðri máttarvöld eða ekki, en af þeim sem tóku afstöðu sögðust rúmlega sjö af hverjum tíu trúa á æðri máttarvöld á móti tæplega þremur sem sögðust ekki trúa. (71% og 29% samkvæmt grafi).

Niðurstöður sem hér birtast um trúmál eru úr netkönnun Capacent Gallup gerði dagana 5. til 19. maí 20 11. Heildarúrtaksstærð var 1.380 einstaklingar 16 ára eða eldri af öllu landinu ogsvarhlutfall var 57,7%.  Í úrtakinu voru einstaklingar valdir af handahófi úr Viðhorfahópi Capacent Gallup.

----

Mig langar nú að bera saman þessa niðurstöðu við dálítið stærri könnun sem var gerð í febrúar-mars 2004 hjá Capacent Gallup fyrir Biskupsstofu.  Í þeirri könnun voru 1428 í endanlegu úrtaki og fjöldi svarenda 60.4% (862). Könnunin frá 2004 er því mjög svipuð að stærð og könnunin í ár.

Áður en ég fer í niðurstöðurnar frá 2004 þarf ég að setja tölurnar frá 2011 í sömu tölfræðilegu framsetninguna, sem tekur tillit til þeirra sem tóku ekki afstöðu:

Ertu trúaður?

2011:  13% taka ekki afstöðu, 61.8% segjast trúaðir en 25.2% segjast ekki trúa á æðri mátt.

2004: 12.9% tóku ekki afstöðu, 68.3% sögðust trúaðir en 18.8% sögðust ekki trúa á æðri mátt.

Reyndar kemur fram í nákvæmri skýrslu með könnuninni 2004 að hópnum sem gaf ekki afgerandi svar var skipt í óákveðna (11.5%) og tóku ekki afstöðu (1.4%).  (Þessi "tóku ekki afstöðu" hópur var tekinn útfyrir í prósentureikni niðurstaðna en ég hef reiknað þann hóp inn aftur hér).  Það eru samtals 12.9% þannig að hlutfallið er nánast hið sama og núna 2011, sem ég geri ráð fyrir að sé þessi sameinaði hópur.

Hlutfall trúaðra hefur því lækkað úr 68.3% í 61.8% eða um - 6.5%

Hlutfall fólks með veraldlega lífsskoðun (trúa ekki) hefur því hækkað úr 18.8% í 25.2% eða + 6.4%

Ef að við skiptum aftur yfir í hlutfall af þeim sem gáfu ákveðið svar kemur út að:

2011:  71% trúa á æðri mátt en 29% ekki.

2004: 78.5% trúðu á æðri mátt en 21.5% ekki.

Meðal ákveðinna hefur trúuðum fækkað um 7.5% prósentustig en trúlausum fjölgað um 7.5%.

Hvað segir þetta okkur?

Mér sýnist að sú þróun sem mér fannst að væri til staðar í kjölfar aukinnar umræðu um lífsskoðanir, að trú á æðri mátt væri á undanhaldi, sé raunin.  Það er ámælisvert að birta niðurstöður í sjónvarpi með einungis 71/29 prósentuviðmiðin því að þau er endurútreikningur þegar búið er að henda út þeim óákveðnu (13%).

Það eru ekki 71% þjóðarinnar trúaðir, heldur 61.8% og 25.2% eru trúlausir, ekki 29%.

Það er réttlætanlegt að tala um ákveðna kjósendur í könnunum um fylgi flokka því að það eru aðeins þeir ákveðnu sem munu ráða um úrslitin, en í könnun sem þessari um ákveðnar skoðanir, er það ekki réttlætanlegt (nema sem algert aukaatriði).

Aldursmunur

Áberandi er einnig að hópurinn undir 30 ára er í vaxandi mæli fylgjandi veraldlegri lífsskoðun, eða 47.9% (55% ákveðinna) nú en var um 29% (18-24 ára) árið 2004.  Þetta er að gerast þrátt fyrir aukna sókn Þjóðkirkjunnar inn í skólana síðustu 20 ár.

Kynjamunur

Þá er merkilegt að bilið milli kynjanna hvað trú eða trúleysi varðar hefur stækkað.

2004:  konur trúðu í 77% tilvika, voru trúlausar í 13% tilvika en 11% voru óákveðnar. (86.5 % ákveðinna trúa)

2004:  karlar trúðu í 61% tilvika, voru trúlausir í 26% tilvika en 13% voru óákveðnir.  (70.1% ákveðinna trúa)

Nú hef ég ekki tölur um hlutfall óákveðinna hjá konum og körlum fyrir 2011 og verð að notast við það hlutfall ákveðinna kvenna og karla sem var gefið upp.

2011: 84% ákveðinna kvenna eru trúaðar. (74.8% ef 11% kvenna eru óákveðnar líkt og 2004, niður 2.2%)

2011: 58% ákveðinna karla eru trúaðir. (50.5% ef 13% karla eru óákveðnir líkt og 2004, niður 10.5%)

Af þessu sést að á meðal þeirra sem gefa ákveðið svar hefur trúuðum konum fækkað um 2.5 prósentustig, en trúuðum körlum um 12.1 prósentustig.  Munurinn milli kynjanna hefur aukist úr 16.4 í 26 prósentustig. Aukning trúleysis er því mun hraðari hjá körlum en konum á Íslandi.

---

Af þessum könnunum og tölum Hagstofunnar yfir sömu ár er ljóst hvert stefnir.  Trúuðum fækkar og fólki í Þjóðkirkjunni hlutfallslega mest.  Fríkirkjusöfnuðirnir sækja þó á samkvæmt skýrslu Hagstofu í byrjun apríl (fyrir árið 2010).

Trúlausum fjölgar stöðugt og eru nú um 1/4 þjóðarinnar.   Aðeins 4.14% eru þó skráð utan trúfélaga.  Tæp 50% ungra fullorðinna (undir þrítugu) aðhyllist veraldlegar lífsskoðanir.  Elsta fólkið trúir mest.  Merkir þetta að ungt fólk verði einfaldlega trúað þegar það eldist eða er um raunverulega breytingu að ræða.  Hlutfall trúlausra undir 30 ára fór hækkandi milli 2004 og 2011 þannig að hér virðist vera um raunverulega breytingu að ræða.

Af þeim 61.8% sem segjast vera trúaðir vitum við ekki hversu margir telja sig kristna, en árið 2004 voru það um 3/4 hlutar trúaðra.  Um 1/5 hluti trúaðra sögðust eiga sína persónulegu trú.  Ef við gefum okkur að hlutfall kristinna hafi ekki lækkað að marki eru það (3/4 * 61.8%) aðeins um 46% þjóðarinnar sem telja sig kristna.  Samt eru 77.6% hennar skráð í Þjóðkirkjuna.

Viðhorfin eru að breytast frekar hratt en mikið af fólki sem trúir ekki á hinn kristna guð (eða engan guð) er samt skráð í Þjóðkirkjuna eða aðra kristna söfnuði.  Þetta fólk virðist sætta sig við að hlusta á kristna presta tala um guð sinn og frelsarann Jesú án þess að trúa á þá.  Liggja praktískar ástæður að baki? skeytingarleysi? tímaleysi? sjálfvirk skráning kornabarna í trúfélag móður?  Svörin eru eflaust mörg og eru efni í aðra í grein.

Ég læt hér staðar numið og vona að þessi greining sé lesendum hjálpleg.

---

PS: Vinsamlegast látið mig vita ef að þið teljið að einhverjar villur séu í þessu.


Styðjum baráttumál Helga Hóseassonar!

Nú er hinn aldni baráttumaður og hugsjónamaður Helgi Hóseasson allur.  Í lifanda lífi fékk hann blendnar móttökur og þótti undarlegur.  Nú vill fjöldi fólks reisa honum minnisvarða.  Hvers vegna?

Ég held að flestir vilji heiðra minningu manns sem gafst ekki upp og mótmælti allt til enda því ranglæti sem hann taldi sig hafa verið beittan.  Fjöldi fólks dáðist að baráttuþreki hans, burt séð frá því hvort að það væri sammála málstað hans eða ekki.  Helgi fékk síðan aukna athygli og fólk skyldi betur manninn eftir að um hann var gerð heimildamyndin "Mótmælandi Íslands".  Hann varð einhvers konar lifandi goðsögn hins ódrepandi mótmælanda, en sökum þess að hann var einfari og var sérlundaður var hann aldrei opinberlega viðurkenndur né fékk hann opinbera lausn á sínum umkvörtunum.

En var eitthvað vit í baráttumálum hans? 

Eitt helsta baráttumál Helga var að fá skírnarsáttmála sínum rift af yfirvöldum eða Þjóðkirkjunni, því að hann taldi sig "svotil blautur úr móður minni" hafa verið beittur órétti með því að vera skírður.  Hann tók skírnina alvarlega, nokkuð sem fólk mætti gera áður en það ákveður að viðhafa slíka athöfn, því að í henni felst innganga í kristinn söfnuð og sáttmáli við Guð.  Helgi var trúlaus og vildi ekki vera bundinn þessum sáttmála, sem hann hafði ekki haft tækifæri til að ákveða nokkuð um.  Hann bað því yfirvöld um að fá skírnarsáttmálanum rift. 

Ólafur Arnarson hagfræðingur skrifaði á Pressunni í fyrradag um þessi málaferli Helga í minningargrein um hann.  Ég leyfi mér hér að vitna í grein hans (sem má lesa alla hér):

Helsta baráttumál hans, lengst af, var að fá að rifta skírnarsáttmála sínum við guð. Helgi taldi sig ekki hafa gert þann sáttmála og því bæri að rifta honum. Ríkisvaldið og Þjóðkirkjan voru á annarri skoðun og aldrei var fallist á að Helgi fengi að rifta sáttmálanum. Ekki var talið að heimild væri í lögum stil slíkrar riftunar. Verður það að teljast einkennileg afstaða af hálfu ríkisvaldsins, að hafna því að almennur samningaréttur gildi um skírnarsáttmálann svo sem aðra samninga.

...

Ég þekkti ekki Helga Hóseasson, en hann leitaði til föður míns heitins, Arnar Clausen hæstaréttarlögmanns, í raunum sínum og baráttu við kerfið. Þá munaði litlu að lausn fyndist, sem Helgi hefði orðið ánægður með og engan hefði meitt.

Ráðuneytisstjóri í Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu var á þessum tíma Baldur Möller, skákmeistari, húmoristi og mannvinur. Pabbi og Baldur fundu lausn á málinu, sem fólst í því að ráðuneytið gæfi út yfirlýsingu svohljóðandi: „Dóms- og kirkjumálaráðuneytið staðfestir hér með að Helgi Hóseasson hefur tilkynnt ráðuneytinu að hann hafi fyrir sitt leyti rift skírnarsáttmála sínum.“

Lagalegt fordæmisgildi slíkrar yfirlýsingar var að sjálfsögðu ekkert, enda ekki hægt að rifta samningum einhliða. Ráðuneytið var ekki að staðfesta riftun. Þetta var hins vegar lausn, sem Helgi var sáttur við.

Þá brá svo við að Biskupsstofa, fyrir hönd Þjóðkirkjunnar, setti sig upp á móti þessari einföldu lausn, sem hefði róað mann, sem sannarlega taldi sig beittan ranglæti. Pólitísk yfirstjórn ráðuneytisins vildi ekki ganga gegn vilja kirkjunnar í málinu og því neyddist Helgi til að mótmæla til dauðadags.

Þessi saga kemur manni því miður ekki á óvart.  Þjóðkirkjan er ekki vön að láta eftir neitt af sínu og forystumönnum hennar hefur sjálfsagt þótt beiðni Helga í hæsta máta óvirðuleg og óviðeigandi.  Hann gat jú skráð sig úr Þjóðkirkjunni eins og aðrir, sem undu ekki hag sínum þar.  Hvers vegna ætti Þjóðkirkjan að gefa yfirlýsingu til Helga um að hann væri ekki lengur bundinn skírnarsáttmálanum?  Hvers vegna ekki, spyr ég á móti? 

Ef að prestar hennar trúa því virkilega að þarna sé um heilaga athöfn að ræða þá ættu þeir að skilja að Helgi hafi viljað afhelgast.  Það sést nefnilega að þegar Þjóðkirkjunni hentar, getur hún afhelgað hluti, en það gerir hún þegar gamlar kirkjur eru teknar úr notkun.  Fyrir trúfrían mann eins og mig er það frekar hláleg athöfn, svona líkt og þegar wodoo prestar taka svartagaldur til baka.   Hvað sem mínu áliti líður, þá er þarna fordæmi um að Þjóðkirkjan afhelgi.  Hvers vegna mátti það ekki gilda einnig um fólk? Sérstaklega fyrir aldraðan mann sem tók skírnina svona alvarlega.  Mátti ekki kveðja hann úr loforði við skírnina með handabandi og orðum um aflausn sáttmálans?  Mátti ekki sýna þá mannvirðingu, frekar en að hunsa hann sem óguðlegan og skrítinn sérvitrung? 

Þetta baráttumál Helga á sér hliðstæðu í dag hjá okkur sem eftir lifa, en það er nefnilega baráttan gegn því að nýfædd börn séu skráð sjálfkrafa í trúfélag móður.  Með því að gera slíkt er verið að gera nákvæmlega það sama þessum börnum og gert var við Helga, þ.e. að skrá börn í félag sem þau hafa ekkert vit á og stimpla þau þannig með lífsskoðun móðurinnar.  

Þann 1. desember 2008 sendi Jafnréttisstofa frá sér svohljóðandi tilkynningu um efnið: 

Jafnréttisstofa telur annmarka á þessu ákvæði laganna um skráð trúfélög. Í fyrsta lagi er það tæpast í samræmi við jafnréttislögin og bann þeirra við mismunun á grundvelli kyns að kyn þ.e. móðerni ráði því alfarið í hvaða trúfélag barn er skráð frá fæðingu. Löggjafinn hefur ekki fært fyrir því rök, eftir því sem best verður séð, af hverju nauðsynlegt er að barn sé skráð í sama trúfélag og móðir þess við fæðingu. Í öðru lagi er það sem Jafnréttisstofa telur mikilvægast í þessu máli sem er a ðekki er að sjá að það séu neinir hagsmunir,hvorki fyrir nýfætt barn né aðra, að það sé sjálfkrafa skráð í trúfélag, hvort sem það fylgir skráningu móður eða föður. Miklu eðlilegra, og í meira samræmi við jafnréttislög og anda þeirra laga,sem og jafnrétti og mannréttindi almennt, væri að forsjáraðilar tækju um það ákvörðun hvort, og þá hvenær skrá ætti barn í trúfélag. Samþykki beggja forsjáraðila ef þeir eru tveir, yrði þá að liggja fyrir til þess að barn yrði skráð í trúfélag þegar það er yngra en að því sé heimilt að sjá um slíkt á eigin forsendum.
 
Niðurstaða Jafnréttisstofu er því sú að endurskoða þurfi tilgreint ákvæði laganna um skráð trúfélög, og þá annað hvort færa fyrir því gild rök að fyrirkomulag sem nú er lögfest sé eðlilegt og samrýmist jafnréttislögum og mannréttindalöggjöf eða fella ákvæðið í 2. mgr. 8.gr. laganna brott, og breyta fyrirkomulagin í þá veru að forsjáraðilar taki sameiginlega ákvörðun um skráninu barns í trúfélag, þegar þeir svo kjósa.

Minning Helga Hóseassonar yrði best heiðruð með því að afnema þessi lög um sjálfkrafa skráningu barna í trúfélag móður.  Það á ekki að viðhafa skráningu barna upp að 16 ára aldri hjá ríkinu í trúarleg eða veraldleg lífsskoðunarfélög. 

Fyrir þessu berst Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi og það gengur með góðu fordæmi með því að skrá ekki börn í félagið. 

 

Helgi og Siðmennt 

Helgi grúskaði talsvert í ritum um lífsskoðanir og trúmál. Hann hafði kynnt sér siðrænan húmanisma á erlendum tungum þar sem talað var um "human etik" og "ethical humanism".  Reynir Harðarson einn af stofnfélögum í Siðmennt átti í samskiptum við Helga um það leyti sem stofna átti húmanískt félag í kringum Borgaralegar athafnir.  Hann kom auga á eina athugasemd í úrklippusafni Helga þar sem stóð: "Eftirtaldir menn aðhyllast siðmennt:...".  Reyni fannst þetta bráðsnjallt orð og stakk uppá því að félagið yrði kallað Siðmennt, og gekk það eftir. Um stuttan tíma uppúr stofnun Siðmenntar árið 1990 kom Helgi nokkrum sinnum á fundi hjá félaginu en svo skildu leiðir hans við félagið enda einfari mikill.

 

Ekki aðeins minnisvarða!

Mótmælandinn mikli er nú allur og hans baráttuþreks verður lengi minnst.  Hann barðist fyrir frelsi og gegn kúgun, en átti alltaf erfitt uppdráttar.   Ég votta aðstandendum hans og vinum samúð mína og vona að um hann rísi ekki einungis minnisvarði, heldur einnig varanleg bót á mannréttindum í anda þess sem hann barðist fyrir, þ.e. frelsi fólks til að hafa sína eigin sannfæringu og vera ekki innvígður opinberlega í trúfélag sem barn. 


mbl.is Vilja minnast Helga Hóseassonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ef við sleppum hendinni af rótum okkar í Biblíunni..."?

Í vor sýndi RÚV fréttaskýringaþátt í umsjón Boga Ágústssonar sem fjallaði um ýmis vandamál sem steðja að ensku Biskupakirkjunni, en hún varð til við klofning Hinriks 8. frá Kaþólsku kirkjunni og uppkomu mótmælendahreyfingarinnar á 16. öld.  Í Englandi varð ekki til evangelísk-lútersk grein líkt og á Norðurlöndunum heldur sérstök útgáfa mótmælendatrúar í formi Biskupakirkjunnar. Enska Biskupakirkjan á sér ekki neinn yfirbiskup og ákvarðar sín mál með þingum biskupa frá breska Samveldinu og greinum Biskupakirkjunnar í Bandaríkjunum og Afríku. 

Biskupakirkjan hefur ekki fylgt eins vel þeim endurbótum sem mótmælendakirkjur á Norðurlöndum og Norðvestur-Evrópu, hafa komið á að nokkru leyti, t.d. varðandi vígslu kvenna í biskupsembætti og aukna sátt við samkynhneigð.  Í Bandaríkjunum gerðist það í frjálslyndu norðaustur fylki að samkynhneigður prestur var vígður til biskupdóms þar af Biskupakirkjunni amerísku.  Þetta olli miklum skjálfta og deilum innan alþjóðlega hlutans og var þessu ákaft mótmælt á þingi þeirra í Bretlandi.  Sumir biskuparnir ákváðu að sniðganga þingið í mótmælaskyni.  Mikilar deilur urðu innan Biskupakirkjunnar og voru skiptar skoðanir.  Ýmsir kirkjumeðlimir gerður aðkast að bandaríska samkynhneigða biskupnum á fundi og þeir tjáðu óánægju sína með hann í viðtölum.  Hvort að þessir meðlimir eru hinir dæmigerðu veit ég ekki, en ljóst er að þeir eiga stuðning hjá ýmsum biskupum. 

Að mörgu leyti minnti þetta mig á vandræðagang og kirkjuþingsdeilur innan íslensku þjóðkirkjunnar þegar það þurfti mikil átök til að fá meira bókstafstrúaðan hluta hennar til að slaka á kreddu sinni gagnvart vígslu samkynhneigðra para.  Það mál er ekki enn til lykta leitt því útgáfa þjóðkirkjunnar á hjónaböndum samkynhneigðra sem "staðfest samvist" er ekkert annað en mismunun.  Báðir stjórnarflokkarnir hafa séð í gegnum þetta og samþykktu á síðustu landsþingum sínum að lögin í landinu skyldu kveða á um eina hjónabandslöggjöf.  Eftir að búið er að ganga frá IceSave málinu, verður vonandi hægt að snúa sér að gerð laga um bætt mannréttindi á landinu.

Aftur að Biskupakirkjunni.  Hvers vegna sætta margir biskupar hennar og meðlimir sig ekki við samkynhneigðan biskup?  Þegar grannt er skoðað, snýst málið um hvað er siðferðislega rétt og rangt í þeirra huga.  Þetta er skólabókardæmi um muninn á siðferði byggðu á guðfræði og trú annars vegar og hins vegar mannvirðingu og skynsemi einni saman. 

Skoðum þetta nánar:

Kirkjugestur Biskupakirkjunnar í Englandi var spurður álits af fréttamanni RÚV um þessi mál:

kirkjugestur

Konan, sem augljóslega er kristin lýsti áhyggjum sínum og skoðun:  "Ef við sleppum hendinni af rótum okkar í Biblíunni, hvað stendur þá eftir?  Bara skoðanir fólks.. og Biblían er mjög skýr í sambandi við samkynhneigð."

Það þarf ekki vitnanna við um að konan, sem endurspeglar áhyggjur biskupanna einnig, er hér að koma að kjarna þess máls og dregur fram tvo mjög mikilvæga guðfræðilega punkta:

  1. "Bara skoðanir fólks.."  Samkvæmt kristinni kenningu eru skoðanir Guðs mikilvægari en skoðanir fólks og því er konan trú sinni trú.  Ef þið trúið mér ekki, gluggið þá aðeins í Biblíuna.
  2. "Og Biblían er mjög skýr í sambandi við samkynhneigð."  Um þetta standa reyndar talsverðar deilur innan kristinna trúfélaga og utan.  Fólk sem tekur alla Biblíuna alvarlega er flest sammála þessari konu, en þeir sem jafnan líta á kristni sem nær eingöngu orð Jesú Krists, eru snöggir að benda á að hann hafi ekki látið nein styggðaryrði falla í garð samkynhneigðra.  Reyndar eru engin orð um samkynhneigð eignuð Jesú í Biblíunni, hvorki neikvæð né jávæð, þannig að það er skiljanlegt að fólk sem leitar til Biblíunnar í leit að leiðsögn um afstöðu gagnvart samkynhneigð taki orð Páls postula sem hina gildu kristnu afstöðu.  Rómverjabréfið 1:26-28

Þess vegna hefur Guð ofurselt þá [mennina] svívirðilegum girndum.  Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg, og eins hafa líka karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars, karlmenn frömdu skömm með karlmönnum og tóku út á sjálfum sér makleg málagjöld villu sinnar.

Í bréfi Páls postula til Korintumanna segir (6:9-10):

Vitið þér ekki, að ranglátir munu ekki Guðs ríki erfa? Villist ekki! Hvorki munu saurlífsmenn, né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né kynvillingar, þjófar né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræningjar Guðs ríki erfa.

Það fer því ekki milli mála að Páll postuli, sem á mikinn hluta efnis Nýja Testamentsins og einn helsti frumkvöðull kristninnar, telur samkynhneigð svívirðilega girnd, skömm, villu, kynvillu og saurlifnað.  Er því nokkuð óeðlilegt að kristið fólk sem vill taka orð Biblíunnar alvarlega og haga sér orðinu samkvæmt, skuli fordæma samkynhneigð?  Eins og kristna konan hér að ofan spyr, stendur þá nokkuð annað eftir en "bara skoðanir fólks" ef ekki er farið eftir boðun Guðs samkvæmt Páli postula í Biblíunni?

Dæmið um samkynhneigð er ekki hið eina sem sýnir að boðun Biblíunnar er á skjön við ýmsar þær húmanísku eða heimspekilegu skoðanir sem flest vestræn (sk. þróuðu löndin) þjóðfélög nútímans aðhyllast.  T.d. eru kvenréttindi, réttur til fóstureyðinga, réttur til að trúa ekki á Guð, réttur allra til frelsis yfir líkama sínum (afnám þrælahalds), mynd okkar af heiminum (ekki sköpunarverk), traust á læknisfræði (ekki bænir eða kraftaverk), samviskufrelsi (laus við erfðasynd og helvíti), siðfræði (t.d. nytjahyggjan), söfnun fjárs (frjáls markaður) og fleira komin til vegna frjálsrar hugsunar byggða á manngildi (húmanisma) óháð trúarlögmálum. 

Það er í raun ógerlegt fyrir siðaða manneskju nútímans að ætla sér að fylgja Biblíunni utan ákveðinna almennra grundvallaratriða í henni sem hvort eð eru sammannleg, eins og:

  • Góðvilji og hjálpsemi - kærleikur.  Gullna reglan.  Setja sig í spor annarra.
  • Sigra illt með góðu (gengur ekki allt upp þó). Sbr "mjúklegt andsvar stöðvar bræði, en meiðandi orð vekur reiði" (Orðskv. 15:1).
  • Gefa glaður (sælla er að gefa en þiggja)
  • Hógværð - enga fégirni, frekar andlega fjársjóði.  
  • Monta sig ekki af góðverkum (ekki beint stefnan í dag).
  • Gestrisni
  • Virðing fyrir verkamönnum
  • Elska náungann - huga að hag annarra
  • Gefast ekki upp - barátta (Leitið og þér munið finna).
  • Nota tímann viturlega
  • Minnast þjáninga bandingja - minnsti bróðurinn
  • Virða stjórnvöld og að þau hafi sérstakt vald (guðsríki nær því ekki yfir öll svið, sbr. "Gjalda keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er")
  • Þreytast ekki að gera (rétt) gott, þ.e. þolgæði.
  • Æðruleysi - hafa ekki áhyggjur af morgundeginum.  Stóismi Forn-Grikkja og Rómverja 1-2. aldar var háþróuð heimspeki æðruleysis og því var æðruleysið ekkert nýtt.
  • Lof barna eftirsóknarvert.  Barngæska.
  • Miskunnsemi - æri misjöfn þó í Biblíunni og talsverð dómharka í sumu.
  • Huga að bágstöddum - ein af rósum frumkristninnar í Róm, sem vann henni hve mest fylgi.
  • Heill hinum réttlátu - réttlætishungur.
  • Vera seinn til reiði, þ.e. taumhald skapsmuna, en ekki tókst mörgum kristnum leiðtogum vel upp í þessu í gegnum aldirnar.
  • Jafnræði - "það rignir yfir réttláta sem rangláta" - dæma ekki of hart.  Aftur, talsverðir misbrestir hafa orðið á þessu.
  • Annar séns gefinn - "sæll er sá er afbrotin eru hulin".
  • Friður metinn - "sælir eru friðflytjendur".  Aftur - ýmislegt sem boðaði eða réttlætti stríð þó.
  • Virða eignarétt - "þú skalt ekki stela".
  • Virða líf
  • Virða loforð um trúsemi við maka

Þessi listi sýnir e.t.v. best af hverju kristið siðgæði er auðugt af ýmsu góðu og hefur lifað af gegnum aldirnar, en þegar jákvæða leiðbeiningu ritningarinnar skortir eða að orð hennar eru hreinlega andstæð nútíma hugmyndum okkar um mannvirðingu, jafnrétti, jafnræði, einstaklingsfrelsi og siðferðilegar ákvarðanir í flóknum siðferðilegum álitamálum (fóstureyðingar, líknardráp, ákvarðanir í réttarkerfinu, refsingar og margt fleira), vandast málið verulega fyrir kristnar manneskjur.

Í stórum könnunum (Gallup og Félagsvísindastofnun HÍ) hérlendis hefur komið í ljós að aðeins 8-10% Íslendinga trúa á hinn guðfræðilega kjarna kristninnar (allt "guðstalið" eins og það er gjarnan kallað), eins og trú á upprisun, meyfæðinguna eða líf í himnaríki eftir dauðann.  Þó að um 50% segjast vera kristnir og um 90% séu skráðir í kristin trúfélög, virðast samkvæmt þessu aðeins um 8-10% sem nota bókstaf Biblíunnar til að leiðbeina sér.  Með öðrum orðum; 9 af hverju 10 í kristnum söfnuðum (en 1/5 þeirra sem skilgreina sig kristna), eru líklegir til að velja sér hin almennu siðaboð kristninnar (í listanum hér að ofan) samkvæmt því sem á hljómgrunn í almennri skynsemi þeirra og passar við prófun við raunveruleikann, frekar en að fylgja boðun Biblíunnar í einu og öllu sem þar er skrifað.  Flestir í kristnum söfnuðum eru því það sem má segja "menningarlega" kristnir og fylgja í raun bara tíðaranda þjóðfélagsins í heild og eigin dómgreind hvað siðferðilega leiðbeiningu varðar.  Þetta er að mestu húmanískt viðhorf, þ.e. að skynsemi og raunsæi sé það sem mestu skipti.  Merkilegt er að þetta passar einnig við hina svokölluðu Fjallræðu Jesú þar sem hann átti að hafa sagt að kærleikurinn sé trú og von fremri.  Hin húmaníska útgáfa er sú að velviljinn sé lykilatriði í siðferðinu og saman með frelsi, mannvirðingu og samábyrgð. 

Það er því margt líkt með kristni og húmanisma, en guðstrúin hefur "yfirbyggingu" sem manngildishyggjan sér ekki þörf fyrir eða tilgang með.  Í kristni er siðferðið útskýrt með því að það komi frá yfirvaldinu "Drottni almáttugum, skapara himins og jarðar" og þarfnast það því ekki eiginlegs rökstuðnings.  Sem betur fer eru mörg hin almennu siðaboð kristninnar í ágætu samræmi við skynsemishyggju húmanismans og almenna raunhyggju í þjóðfélaginu, en þegar siðaboð kristninnar gera það ekki (t.d. varðandi samkynhneigð), vandast málið, vegna upprunans.  Eins og kirkjugesturinn hér að ofan segir, þá standa bara eftir "skoðanir fólksins".  Það er ekkert grín fyrir hinn sanntrúaða og leggja nákvæm orð Drottins til hliðar og fylgja túlkun hinna frjálslyndu (menningarlega kristnu) um að Jesú hefði viljað slaka á málum í nafni kærleikans.  Slíkt myndar stóra holu óöryggis og ótta um að kirkjan sé að spillast.  Hinn sanntrúaði (trúir samkvæmt bókstafnum) á ekki þann valkost að hugsa siðferðisleg álitamál út frá eigin skynsemi því siðfræði kristninnar byggir ekki á rökleiðslu eða stefnumiðaðri skoðun (T.d. nytjahyggjan setur stefnuna á hámörkun hamingjunnar) málanna, heldur eingöngu því að fylgja orði Guðs eins og það er ritað í hinni heilögu ritningu. 

Hinn sannkristni einstaklingur hefur því læst sig í endalausa klemmu milli orða Guðs og tíðaranda samtímans sem kemst að nýrri niðurstöðu vegna sífelldrar endurskoðunar mála og þróun rökræðunnar (hin vísindalega og skynsama nálgun).  Þannig hefur kristnin orðið að gefa bókstafinn (sértækar leiðbeiningar ritninganna) smám saman upp á bátinn vegna þrýstings frá húmanískri þróun, sérstaklega í vestrænum þjóðfélögum.  Þetta gerist með eftirfarandi móti:

  • Kirkjan segir að Biblían hafi verið rangtúlkuð.  T.d. Páll postuli tali ekki fyrir munn kristinna í máli samkynhneigðra og almennur kærleiksboðskapur Jesú sé það sem gildi.
  • Kirkjan segir að ákveðinn hluti Biblíunnar sé í rauninni ljóð eða líkingarmál, sbr. sköpunarsagan, sem af "sjálfsögðu" útskýri ekki þróun lífvera eða tilurð mannsins.  Samt hætta þeir ekki að þylja upp orð eins og "sköpunarverkið" og "skapari himins og jarðar".
  • Kirkjan segir að um þýðingarvillur sé að ræða, eða hreinlega breytir Biblíunni undir yfirskyni "nýrrar þýðingar" til að gera hana boðlegri samtímanum.  T.d. breyting á persónufornöfnum í nýjustu "þýðingunni" til þess að höfða til beggja kynja, í stað einungis karlmanna.
  • Kirkjan segir að Gamla Testamentið (sem er fullt af hinum reiða, hefnigjarna Guði og ýmsu ofbeldi) sé hluti af gamalli arfleifð en ekki í raun (hin siðbætta) kristni samkvæmt Frelsaranum.
  • Kirkjan gefur eftir án sérstakra útskýringa. Stundum verður biskup að segja af sér eða annar trúarleiðtogi nær yfirhöndinni, til þess að breytingin nái í gegn. 

Það er ljóst að boðorðasiðfræði (guðfræði: The Divine Command Theory) trúarbragða gengur aldrei upp til lengdar.  Það er vissulega til mikillar einföldunar fyrir marga að eitthvað sé bara "bannað af Guði" og þannig þurfi ekki að blanda neinum tilfinningum í málið eða efast um hlutlægni þeirra sem taka ákvarðnir skv. boðorðum Guðs.  Ef allir fara eftir lögmáli Guðs virðist ekki vera gert upp á milli fólks.  Þá helgast meðalið af því að uppskera verðlaun á himnum á efsta degi.  Hinn trúaði þarf ekki að leita annars tilgangs fyrir því að gera rétt. 

Sé þessi guðfræðilega forsenda siðferðis samþykkt lendum hins vegar við í alvarlegri þversögn sem t.d. Forn-Grikkinn Sókrates koma auga á löngu áður en kristnin fæddist.  (Boðorðanotkun trúarbragða var ekki ný á nálinni í kristninni)  Lítum á valkosti hins trúaða til útskýringar á siðferði samkvæmt boðskap Biblíunnar:

  1. Við eigum að vera sannsögul því að guð fyrirskipar það.  Sannsögli er því mögulega hvorki góð né slæm, heldur einungis rétt af því að guð setti fram boðorð um hana.  Guð getur búið til boðorð eftir eigin vilja og gæti því skipað fólki að ljúga.  Lygin yrði þannig að dygð ef hún væri skipuð af Guði.  Geðþótti Guðs ræður (eins og afstaða hans til samkynhneigðar) og það á að vera gott það sem hann boðar hvort sem að það er sannsögli eða lygar.   Með þessu fellur hugmyndin um óbrigðula "gæsku Guðs" því það gengur ekki upp að Guð sé jafn lofsverður fyrir að fyrirskipa sannsögli eða lygar. 
  2. Guð segir okkur að segir okkur að segja satt af því að það er rétt.  Guð sem er alvitur veit að sannsögli er betri en fals og því eru ákvarðanir hans ekki háðar geðþótta.  Um hann má því segja að hann sé góður.  Þetta virðist hafa leyst allan vanda guðfræðinnar en í raun hafnar þetta hinum guðfræðilega skilningi á réttu og röngu.  Með þessu erum við að segja að það sé til mælikvarði á það hvað sé rétt og rangt óháð vilja Guðs.  Það að guð viti eða sjái að sannsögli er réttari en fals, er allt annað en að segja að hann geri hana rétta.  Þannig að ef að við viljum vita af hverju við eigum að vera sannsögul, er ekki mikið vit í svarinu "af því að Guð skipar svo fyrir".  Það má þá spyrja áfram; "af hverju skipar Guð svo fyrir".

Frá trúarlegu sjónarmiði er vart hægt að sætta sig við að boðorð Guðs byggist á geðþótta og að gæska Guðs sé ekki til staðar (1) og því verður að fallast á að til sé mælikvarði á rétt og rangt, sem sé óháður vilja Guðs (2).  *

Þessi rökleiðsla sýnir að siðferði byggt á boðorðasiðfræði (boðorðakenning) lendir í andstöðu við hugmyndina um gæsku Guðs (og dómgreind) og því er það guðlaus mælikvarði sem í raun er viðmiðið.  Þetta hafa frægir guðfræðingar (d.d. Tómas frá Aquino) viðurkennt, en ýmsir aðrir maldað í móinn og sagt að samt komi Guð einhvern veginn inní það hvað sé rétt og rangt.  Málið fer þá bara í endalausa hringi.  Rétt eins og það er ekki hægt að sýna fram með neinum rökum að Guð sé til, þá er ekki hægt að sýna fram á það með rökum að siðferði geti byggt á skipunum algóðs Guðs. 

Til þess að lifa af og falla ekki í djúpa ónáð hjá íbúum vestrænna þjóða þarf kirkjan að fallast á hinn óguðlega mælikvarða góðs og ills, rétts og rangs (veraldlegur mælikvarði skynsemishyggju og manngildis) og nota þær afsakanir (sjá að ofan) sem hún hefur svo oft notað í "ósigrum" sínum frá því að Upplýsingin með húmanismanum tók að breyta heiminum frá miðri 16. öld.  Til þess að sundrast ekki og missa ekki alla fylgjendur sína þarf kirkjan að fylgja hinum móralska tíðaranda.  Hún hefur sjaldnast sjálf átt frumkvæði að breytingum því að lögmál Guðs Biblíunnar um að hún sé heilög festir kirkjuna í kreddufestu og íhaldssemi.  Bókstafurinn tapar því á endanum, ellegar tapar kirkjan fólkinu.  Þesskonar eftirgjöf verður því í raun "sigur" kirkjunnar því að hún verður húmanískari og meira í sátt við hinn almenna meðlim í kjölfarið.

Það er því innbyggð hræsni (eða siðferðileg mótsögn) í kristni og þeim trúarbrögðum sem byggja á boðorðasiðferði.  Þegar boðin og bönnin ganga ekki upp, er þeim kastað burt til að halda í vinsældir, lifibrauð og völd yfir hugarfari og siðferði fólks.  Sagan er jafnvel fölsuð og framfarirnar þakkaðar eingöngu umbótaeðli kristninnar, þegar í raun varð kristnin að gefa eftir vegna þróunar í húmanísku siðferði.  (Sjá má slíka sögufölsun í inngangi Aðalnámsskrár í kristinfræði, siðfræði og trúarbragðafræði þar sem sagt er að siðferðisgildi þjóðarinnar séu upprunin úr kristni en ekki minnst á t.d. ásatrú eða húmaníska heimspeki. Sjá gagnrýni mína nánar hér) Forsendur siðferðis geta aldrei verið vegna "algóðs Guðs" eins og hér hefur verið rakið.  Í hinum endurbætta siðferðiskjarna er síðan áfram haldið að klæða hann guðfræðilegum búningi með skrautlegum seremóníum, fallegum trúarbyggingum, bænum og fögru orðagjálfi um sköpunarverkið og að Guð sé kærleikur sem gæði lífið æðri tilgangi.  Áfram er haldið uppi blekkingunni um að allt eigi upphaf í Guði, þrátt fyrir að hafa fallist á annað í raun.  Þessum leik er síðan haldið uppi af ríkinu.

Án samfélagsins, þ.e. meðlima sinna væri kristin kirkja lítið annað en úrelt lífsskoðunarkerfi sem hugsanlega hafði ýmsar framfarir að færa fyrstu 1200 útbreiðsluárin sín til þjóðfélaga sem skorti t.d. skipulega hjálp til bágstaddra í menningu sína, en hefur um leið verið helsti dragbítur framfara (einstaka prestar þó góðar undantekningar) og sérstaklega síðustu 800 ár sín eða svo.  Þvert ofan í boðskap eigin ritningu hefur hún safnað gríðarlegum auði og situr á öllum sérréttindum sem hún hefur aflað sér eins og ormur á gulli.  Eins og listi hins góða boðskaps kristninnar hér að ofan gefur til kynna þá hefur hún stuðlað að ýmsu góðu, en það er kominn tími til að þróa okkur áfram og yfirgefa hina óþörfu og ímynduðu hugmynd um "Guð" þar sem hún hjálpar okkur ekki til að vita muninn á réttu og röngu.  Fyrir þjóðfélög að burðast með trúarbrögð er eins og að reyna að aka inní framtíðina með handbremsuna á.  Guðshugmyndin er ekki bara óþörf, heldur er hún einnig til travala.

Á endanum eru það "bara skoðanir fólks" sem bera okkur inní framtíðina því það er í raun ekkert "bara".  Skoðanir okkar, fólksins, eru ein dýrmætasta eign okkar og við þurfum að halda flækjustiginu sem minnstu og sem flestum upplýstum til að skapa betra líf.  Vanmetum ekki hugann og það sem við getum áorkað með velvilja og raunsæi að leiðarljósi!

Góðar stundir og þakkir fyrir að hafa þolinmæði til að lesa þetta langa grein!

* Sjá nánar í bókinni Straumar og stefnur í siðfræði, kafli 4; Eru trúarbrögð forsendur siðferðis, höf. James Rachels (þýð. Jón Á Kalmannsson), Siðfræðistofnun HÍ og Háskólaútgáfan 1997.


Hreinn viðbjóður - og viðurkenndur í þokkabót

Mál af þessu tagi fylla mann óhug og viðbjóði yfir menningu sem getur látið svona sæmdarsvik og sæmdarmorð líðast.  Það er eitthvað mikið að í þjóðfélagi sem leggur það að jöfnu að hlaupast undan ráðhag foreldra um að giftast manni eftir þeirra vilja og að fyrirgera rétti sínum til lífs.  Fari allur postmodernismi (menningarleg afstæðishyggja í siðferði) fjandans til því svona hluti er aldrei hægt að réttlæta.  Fari þessar testósterónfnykjandi karlveldisbullur norður og niður, því verri verður ekki kúgun kvenna en þetta. 

Læknir (karlmaður um þrítugt) frjá Jórdaníu sem ég kynntist í New York í sérnámi mínu þar á árunum 1998 - 2001, sagði mér frá ýmsum háttum í menningu sinni.  Hann útskýrði að hann myndi ekki taka konu sína til baka í þriðja sinn ef að hann myndi fyrirgefa henni tvisvar fyrir "misgjörðir".  Þriðja skiptið væri alger skilnaður og þá ætti hún enga möguleika á því að giftast aftur, hvorki honum né öðrum körlum.  Ég lýsti yfir undrun minni á þessu og þá sagði hann þessi "gullnu" orð sem ég gleymi seint:

Mannréttindin eru ágæt en þau eru ekki fyrir okkur

og hló svo við af miklu sjálfsöryggi.  Hann eignaðist skömmu síðar stúlku með konu sinni og sagði brosandi að faðir hans hefði sagt:

Þú gerir bara betur næst!

Þá talaði hann um hversu Ísraelsmenn væru slæmir og hefðu rekið föður hans og fjölskylduna af landi þeirra í Palestínu.  Það væri ekki þeirra val að vera Jórdanir nú.  Ég átti bágt með að vökna um augun, þó að í þeim efnum hefði hann ýmislegt til síns máls.

Viðbjóður!  Það er bara ekkert annað orð betra um þessi smánarlegu morð sem kennd eru við heiður.  Hvaða heiður? 


mbl.is Myrti systur sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna að gagnrýna kukl og hindurvitni?

Ég var spurður að því hvort að heilaþvottur sé nokkuð verri meðferð en önnur ef að fólki líður vel af því. 

Það spyrja sig margir þessa eftir að þeir/þær gera sér grein fyrir því að kukl og trúarbrögð (ein gerð hindurvitna) snúast ekki um sannanlega hluti, heldur ímyndaðan hugarheim.  Á fræðimáli snýst þetta um það hvort að svokölluð "placebo" eða lyfleysuáhrif séu réttlætanleg eða ekki.  Er í lagi að ljúga til að ná tilætluðum árangri í meðferð eða boða lífsskoðun sem byggir á trú á ímyndaðar verur? 

Svar:  Almenna siðareglan sem ég tel að sé rétt, er að það sé ekki í lagi að nota lyfleysuáhrif viljandi (lygar um meðferð), en ég ætla ekki að útiloka að það geta komið upp ákveðin sjaldgæf neyðartilvik þar sem slík lygi gæti verið réttlætanleg um skamman tíma og þá er ég auðvitað ekki að tala um markaðssetngu eða boðun slíkra lyga til hópa fólks.  Ég hef aldrei talið mig þurfa að beita þessu og þetta er ekki leyft skv. siðareglum lækna.  Það er því mjög sterkt grundvallaratriði að blekkja ekki neinn hvað meðferðir varðar. 

Skaðinn af viljandi beitingu lyfleysuáhrifa og blekkinga til að ná ákveðnu meðferðarmarkmiði er eftirfarandi:

  1. Horft er framhjá metnaðarfyllri og raunsannri meðferð
  2. Horft framhjá því í sumum tilvikum að það er engin þekkt meðferð og því er aðlögun að þeim raunveruleika seinkað. 
  3. Mögulega skaðlegt heilsu þess sem fær kuklmeðferðina.  Margar kuklmeðferðir eru skaðlausar því að þær eru án virkni (t.d. hómeópatía) en sumar eru skaðlegar beint (sveltikúrar eða notkun hættulegra náttúruefna) eða óbeint (fólk missir af bjargandi meðferð).
  4. Eyðilegging á þekkingu, því kuklþekking breiðist út og elur á fordómum gagnvart vísindalegri þekkingu.
  5. Eyðilegging á mannauði.  Fólk sem lærir og svo iðkar kukl er oftast það fólk sem er mest blekkt og það eyðir tíma, fé og vinnu í að iðka það að gefa fólki "nýju fötin keisarans".  Það er sóun á kröftum fólks.
  6. Fjárhagslegt tap á ýmsa vegu.  Kostnaður við að læra kukl og svo eyðsla fólks í að kaupa gagnslausar kukllausnir.  Gagn af lyfleysuáhrifum þverra út á stuttum tíma.  Aukinn kostnaður í heilbrigðiskerfinu vegna skaðsemi kuklsins á heilsu fólks.  Alverst yrði ef kuklgreinar yrðu teknar upp á arma hins opinbera eða studdar af tryggingasjóðum.

Fleira mætti týna til en þetta eru aðalatriðin.  Heilmikið hefur verið skrifað um lyfleysuáhrifin og stundum eru þau notuð beinlínis til að skaða og heita þá nocebo, sbr fólk sem hræðir líftóruna úr fólki með því að spá fyrir um heilsutapi hjá því eða miklum náttúruhamförum.  Svartigaldur og woodoo eru þeirrar ættar.  Ég hvet til meiri umræðu um placebo áhrifin í þjóðfélaginu.

Góðar stundir!


Styðjum átak til stuðnings framförum í Íran - ákall Maryam Namazie um hjálp

Baráttukonan Maryam Namazie (írönsk/ensk, fyrrum múslimi, húmanisti, kvenréttindakona) sem heimsótti Ísland fyrir tæpum 2 árum sendi mér og öðru stuðningsfólki sínu um bætt mannréttindi í hinum Íslamska heim, eftirfarandi bréf:

-----

Iran Solidarity is to be officially launched on Monday July 13, 2009 from
12:30-1:30pm at the House of Lords in London. The organisation will be
established to organise solidarity for the people of Iran and stand with
them in opposition to the Islamic regime of Iran. IMG_0180_adj-600

To RSVP for the launch, please contact Maryam Namazie, Tel: +44 (0)
7719166731, iransolidaritynow@gmail.com.

Iran Solidarity's declaration and initial list of signatories follows:

Iran Solidarity

In June 2009 millions of people came out on to the streets of Iran for
freedom and an end to the Islamic regime. Whilst the June 12 election was a
pretext for the protests - elections have never been free or fair in Iran -
it has opened the space for people to come to the fore with their own
slogans.

The world has been encouraged by the protestors' bravery and humane demands
and horrified by the all-out repression they have faced. It has seen a
different image of Iran - one of a population that refuses to kneel even
after 30 years of living under Islamic rule.

The dawn that this movement heralds for us across the world is a promising
one - one that aims to bring Iran into the 21st century and break the back
of the political Islamic movement internationally.

This is a movement that must be supported.

Declaration

We, the undersigned, join Iran Solidarity to declare our unequivocal
solidarity with the people of Iran. We hear their call for freedom and stand
with them in opposition to the Islamic regime of Iran. We demand:

1. The immediate release of all those imprisoned during the recent
protests and all political prisoners
2. The arrest and public prosecution of those responsible for the
current killings and atrocities and for those committed during the last 30
years
3. Proper medical attention to those wounded during the protests and
ill-treated and tortured in prison. Information on the status of the dead,
wounded and arrested to their families. The wounded and arrested must have
access to their family members. Family members must be allowed to bury their
loved ones where they choose.
4. A ban on torture
5. The abolition of the death penalty and stoning
6. Unconditional freedom of expression, thought, organisation,
demonstration, and strike
7. Unconditional freedom of the press and media and an end to
restrictions on communications, including the internet, telephone, mobiles
and satellite television programmes
8. An end to compulsory veiling and gender apartheid
9. The abolition of discriminatory laws against women and the
establishment of complete equality between men and women
10. The complete separation of religion from the state, judiciary,
education and religious freedom and atheism as a private matter.

Moreover, we call on all governments and international institutions to
isolate the Islamic Republic of Iran and break all diplomatic ties with it.
We are opposed to military intervention and economic sanctions because of
their adverse affects on people's lives.

The people of Iran have spoken; we stand with them.

To join Iran Solidarity, click here: http://www.iransolidarity.org.uk.

Initial list of signatories:

Boaz Adhengo, Humanist and Ethical Union of Kenya, Kenya
Nazanin Afshin-Jam, Coordinator, Stop Child Executions Campaign, Canada
Mina Ahadi, Campaigner, Germany
Sargul Ahmad, Activist, Women's Liberation in Iraq, Canada
Susan Ahmadi, Mitra Daneshi, and Furugh Arghavan, Iran Civil Rights
Committee, Canada
Yasmin Alibhai-Brown, Writer and Columnist, UK
Mahin Alipour, Coordinator, Equal Rights Now - Organisation against Women's
Discrimination in Iran, Sweden
Farideh Arman, Coordinator, International Campaign in Defence of Women's
Rights in Iran, Sweden
Abdullah Asadi, Executive Director, International Federation of Iranian
Refugees, Sweden
Zari Asli, Friends of Women in the Middle East Society, Canada
Ophelia Benson, Editor, Butterflies and Wheels, USA
Julie Bindel, Journalist and Activist, UK
Russell Blackford, Writer and Philosopher, Australia
Nazanin Borumand, Never Forget Hatun Campaign against Honour Killings,
Germany
Caroline Brancher, UFAL, France
George Broadhead, Secretary of Pink Triangle Trust, UK
Children First Now, Sweden
Committee for the Freedom of Political Prisoners, UK
Communist Youth Organisation, Sweden
Council of Ex-Muslims of Britain, Germany, and Scandinavia
Count Me In - Iranian Action Network, UK
Shahla Daneshfar, Director, Committee for the Freedom of Political
Prisoners, UK
Richard Dawkins, Scientist, UK
Patty Debonitas, Third Camp against US Militarism and Islamic Terrorism, UK
Deeyah, Singer and Composer, USA
Equal Rights Now - Organisation against Women's Discrimination in Iran,
Sweden
Tarek Fatah, Author, Chasing a Mirage: The Tragic Illusion of an Islamic
State, Canada
AC Grayling, Writer and Philosopher, UK
Maria Hagberg, Chair, Network against Honour-Related Violence, Sweden
Johann Hari, Journalist, UK
Farzana Hassan, Writer, Canada
Marieme Helie Lucas, founder Secularism Is A Women's Issue, France
Farshad Hoseini, International Campaign against Executions, Netherlands
Humanist and Ethical Union of Kenya, Kenya
Khayal Ibrahim, Coordinator, Organization of Women's Liberation in Iraq,
Canada
Leo Igwe, Director, Nigerian Humanist Movement, Nigeria
International Campaign for the Defence of Women's Rights in Iran, Sweden
Iran Civil Rights Committee, Canada
International Committee against Executions, Netherlands
International Committee to Protect Freethinkers, Canada
International Committee against Stoning, Germany
International Federation of Iranian Refugees, Sweden
International Labour Solidarity, UK
Iranian Secular Society, UK
Ehsan Jami, Politician, the Netherlands
Asqar Karimi, Executive Committee Member, Worker-communist Party of Iran, UK

Hope Knutsson, President, Sidmennt - the Icelandic Ethical Humanist
Association, Iceland
Hartmut Krauss, Editor, Hintergrund, Germany
Sanine Kurz, Journalist, Germany
Ghulam Mustafa Lakho, Advocate, High Court of Sindh, Pakistan
Derek Lennard, UK Coordinator of International Day against Homophobia, UK
Nasir Loyand, Left Radical of Afghanistan, Afghanistan
Kenan Malik, writer, lecturer and broadcaster, UK
Johnny Maudlin, writer of Neda (You Will Not Defeat The People), Canada
Stefan Mauerhofer, Co-President, Freethinker Association of Switzerland,
Switzerland
Anthony McIntyre, Writer, Ireland
Navid Minay, General Secretary, Communist Youth Organisation, Sweden
Reza Moradi, Producer, Fitna Remade, UK
Douglas Murray, Director, Centre for Social Cohesion, UK
Maryam Namazie, Campaigner, UK
Taslima Nasrin, Writer, Physician and Activist
National Secular Society, UK
Never Forget Hatun Campaign against Honour Killings, Germany
Nigerian Humanist Movement, Nigeria
Samir Noory, Writer, Canada
Yulia Ostrovskaya and Svetlana Nugaeva, Rule of Law Institute, Russia
One Law for All Campaign against Sharia Law in Britain, UK
Peyvand - Solidarity Committee for Freedom Movement in Iran, Germany
Pink Triangle Trust, UK
Fariborz Pooya, Founder, Iranian Secular Society, UK
Revolutionary Association of the Women of Afghanistan, Afghanistan
Flemming Rose, Journalist and Editor, Denmark
Rule of Law Institute, Russia
Fahimeh Sadeghi, Coordinator, International Federation of Iranian
Refugees-Vancouver, Canada
Arash Mishka Sahami, TV Factual Producer, UK
Terry Sanderson, President, National Secular Society, UK
Michael Schmidt-Salomon, Philosopher, Author and Ralph Giordano Foundation
Spokesperson, Germany
Gabi Schmidt, Teacher, Germany
Karim Shahmohammadi, Director, Children First Now, Sweden
Sohaila Sharifi, Editor, Unveiled, London, UK
Udo Schuklenk, Philosophy professor, Queen's University, Canada
Issam Shukri, Head, Defense of Secularism and Civil Rights in Iraq; Central
Committee Secretary, Left Worker-communist Party of Iraq, Iraq
Bahram Soroush, Public Relations, International Labour Solidarity, UK
Peter Tatchell, Human Rights Campaigner, UK
Dick Taverne, Baron, House of Lords, UK
Hamid Taqvaee, Central Committee Secretary, Worker-communist Party of Iran,
UK
Third Camp, UK
Karin Vogelpohl, Pedagogue, Germany
Babak Yazdi, Head of Khavaran, Canada
Marvin F. Zayed, President, International Committee to Protect Freethinkers,
Canada
 
-----

Þvi miður hafði ég ekki tíma til að þýða bréfið en það er ákall hennar um stuðning okkar við bætt mannréttindi og lýðræði í Íran.  Við getum stutt þetta átak með því að skrá okkur á undirskriftalista samtakanna "Iran Solidarity" (Samstaða Íran).  Þetta er mikilvægt í kjölfar þeirra atburða sem áttu sér stað í kringum nýafstaðnar forsetakosningar þar. 

Leggjum okkar á vogarskálarnar!


Fyrir 1. flokks þegna Íslands

Í frétt Fréttablaðsins „Hálfur milljarður í Hallgrímskirkjuturn“ þ. 22. júní sl. (bls. 2) kemur fram að borgarstjórnin hafi velt fyrir sér því að með fyrirhuguðu 228 milljóna framlagi sínu (á móti ríkinu) hafi hún mögulega verið að brjóta á jafnræði gagnvart öðrum trúfélögum. 

Það brot á jafnræði var þó fljótt afgreitt sem mun léttara lóð á vogarskál réttlætisins því „um væri að ræða höfuðkirkju landsins og eitt helsta kennileiti Reykjavikurborgar sem jafnframt er hluti af byggingarsögu Íslands“. 

Þessu má svara með því að rétt eins og að Valhöll, hús Sjálfstæðismanna er ekki höfuðskrifstofa stjórnmála landsins þá er ekki réttlætanlegt að kalla þessa kirkju eins safnaðar einhverja höfuðkirkju allra landsmanna.  Slíkt er hreinn yfirgangur. 

Vissulega er Hallgrímskirkja kennileiti og hluti af byggingarsögunni, en hún er í einkaeign trúfélags sem á digra sjóði og er ekki vorkunn að standa undir eigin viðhaldi.  Þjóðkirkjan fær að njóta þess að hafa þessa kirkju á einum besta stað borgarinnar og því ætti hún að sýna fulla ábyrgð á viðhaldi hennar og útliti svo ekki verði lýti af.

Í þeirri bók sem stoltir kristnir menn vilja gjarnan kalla „bók bókanna“ segir á mörgum stöðum að náð fyrir augum Guðs almáttugs felist ekki í því að safna veraldlegum auði, heldur fylgja orðinu og deila brauðinu, sbr. hin ágætu orð í Lúk. 9,25:

Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn, en týna eða fyrirgjöra sjálfum sér? 

Á hinn bóginn stendur á enn fleiri stöðum í sömu bók að Guð og hinn erfðafræðilega ómögulega sonur hans Jesú, séu alfa og ómega alls sem hugsast getur, sérstaklega hluta eins og óskoraðs valds, kærleika, visku, fyrirgefningu, hjálpræðis og áreiðanleika.  Hyggilegt sé að treysta á Guð og láta ekki mannlega skynsemi þvælast fyrir.  Í fagurgylltri bókinni „Orð dagsins úr Biblíunni“ eftir hinn ástsæla biskup Ólaf Skúlason, sem fékk áberandi stað í bókabúðum yfir fermingartímann síðastliðið vor, má lesa perlur eins og fyrir daginn 5. maí:

Treystu Drottni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit (Orðskv. 3,5).  

Önnur tilvitnun í þessari bók Ólafs ber þess vitni um hvaðan sumir kristnir trúarleiðtogar landsins fá þá glórulausu hugmynd að ekkert eigi upphaf utan kristninnar, því fyrir daginn 21. júní er vitnað í Jóh. 15,5:

Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í honum, en án mín getið þér alls ekkert gjört.   

Þrátt fyrir boðskap um nægjusemi, var það fyrsta verk frumkirkjunnar í Róm á 2-4. öld að safna gríðarlegum auði.  Það var ekki óalgengt að fólk eftirléti kirkjunni þriðjung eigna sinna af sér látnum.  Þessi stefna tryggði henni veraldlegt vald og hinn ríkulegi boðskapur hennar um óskorað einræði yfir trúarlífi fólks gerði hana ákaflega hentuga fyrir keisara og einræðisherra, sem í samvinnu við biskupa gátu tryggt völd sín enn frekar með guðlegri blessun.  

Ægivald þetta hrundi með tilkomu húmanískrar og vísindalegrar hugsunar sem gjörbreytti heimsmynd manna og gaf áræðni til sjálfstæði og frjálsra skoðanaskipta, en leifar þess lifa þó enn góðu lífi í mörgum vestrænum þjóðfélögum.

Á sviði lífsskoðana og trúarlífs Íslendinga hefur hin evangelísk-lúterska kirkja skapað sér rækileg forréttindi og sérstakan aðgang að stjórnvöldum. Ein kirkna er hún á launum hjá þjóðinni og um hana hefur aldrei verið kosið. Gríðarlegur kostnaður við hana hefur aldrei fengið að komast upp á pallborð stjórnmálaumræðunnar, þrátt fyrir að hún minnki hlutfallslega með hverju ári og er nú með undir 80% landsmanna skráða.  Með aflögn hennar mætti spara 3-6 milljarða árlega háð mismunandi útfærsluleiðum.  Þjónar hennar rukka hvort eð er gjöld fyrir athafnir svo hverju er verið að tapa?

Siðmennt, félagi siðrænna húmanista, var neitað um húsaleigustyrk (kr. 250 þúsund vegna leigu kennsluhúsnæðis við borgaralega fermingu) af hálfu Reykjavíkurborg síðastliðinn vetur, en á sama tíma felldi borgin niður 17 milljóna krónu skuld Langholtskirkju og nú á að greiða ríflega 228 milljónir til viðgerðar á Hallgrímskirkju næstu árin og búist viðað ríkið geri hið sama. Digrir sjóðir þjóðkirkjunnar og miklar jarðeignir mega ávaxta sig í friði. 

Ásatrúarfélaginu var neitað af dómstólum aðgangi að jöfnunarsjóði kirkna þegar það vildi láta reyna á 64. málsgrein stjórnarskrárinnar um að:

...enginn megi neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna,...

Það blasir við, en fáir vilja heyra að þeir 2. flokks og 3. flokks þegnar þjóðarinnar (20.6%) sem ekki eru í þjóðkirkjunni eru meðhöndluð sem menningarleg úrhrök – andlit sem ekki þarf að horfa framan í. 

  Jesú átti að hafa deilt út brauði til allra, en ef að það er kristið siðgæði sem stýrir hönd stjórnvalda í útdeilingu „brauðsins“ til lífsskoðunarfélaga á Íslandi, þá er boðskapur þess í raun sá að aðeins eitt félag sé verðugt.  Hinn evangelísk-lúterski (gagnkynhneigði karl-) maður Íslands er hinn útvaldi og saga hans og eignir eru öðru mikilvægara.

----

Grein þessi var birt í Morgunblaðinu í dag 10. júlí 2009. 

Athugasemd vegna prentúgáfu greinarinnar:  Prófarkalesari blaðsins breytti þar mynd orðsins "ómögulega" yfir í "ómögulegi" og fékk því setningin um Guð og Jesú dálítið aðra merkingu fyrir vikið.  Ætlunin er að segja að það sé erfðafræðilega ómögulegt að geta son á þann veg sem Guð á að hafa getið Jesú með Maríu, en ekki að segja að Jesú sé ómögulegur. 


Orð merkra kvenna til varnar skynseminni

Í síðustu bloggfærslu minni birti ég tilvitnanir nokkurra manna af tegundunni karl og var það algert slys að birta eftir þá eina því heimildir mínar voru troðfullar af orðum þessara testósterón hlöðnu fyrirbæra.  Nú bæti ég fyrir þetta og birti nokkrar tilvitnanir merkra kvenna til varnar skynseminni.  Konur eru jú hryggsúla samfélagsins, því þær kunna að tengja okkur öll saman yfir öðru en íþróttum og bjór.  ;-)

Helen Keller (1880-1968) hin dáða baráttukona sem barðist til mennta og þjóðfélagslegra umbóta þrátt fyrir blindu sína, sagði:

Það er margt í Biblíunni sem hver einasta eðlisávísun tilveru minnar rís upp á móti, svo sterkt að það er með mikilli eftirsjá að ég fann mig knúna til að lesa hana alla frá upphafi til enda.  Ég tel ekki að sá fróðleikur sem ég hef fengið frá henni bæti fyrir þau óhuggulegu hluti í smáatriðum sem hún hefur neytt mig til að leiða hugann að.

Leikkonan og óskarsverðlaunahafinn Whoopi Goldberg sagði:

Trúarbrögð hafa gert meira til að liða í sundur mennskuna en nokkuð annað

Leikkonan Gypsy Rose Lee (1911-1970) sagði í skemmtilegri myndlíkingu:

Iðkun bæna er eins ruggustóll - hún tryggir að þú hafir nóg fyrir stafni, en kemur þér ekki á neinn áfangastað.

Ein mesta baráttukona sögunnar fyrir réttindum kvenna,  Elisabeth Cady Stanton (1815-1902)sagði:

Hamingjusamasta fólkið sem ég hef þekkt er það sem hugar ekki að eigin sál, heldur gerði allt hvað það gat til að létta undir vesæld annarra.

Rithöfundurinn Susan Jacoby (1945-) skrifaði:

Ég trúi því að það sé skylda okkar að bæta lífið því að það er skylda okkar við hvort annað sem manneskjur, en ekki í tengslum við verðlaun eilífðarlífs eða refsingu vítisvistar. 

Kvenréttindakonan Margaret Sanger ritaði þessi kjörorð á kvenréttindablað hennar "The Woman Rebel" (Uppreisnarkonan). 

Engir Guðir, engir þrælahaldarar! [No Gods, No Masters!]

Upphaflega sáust þau á mótmælendaskilti iðnverkamanna í verkamannafélaginu Industrial Workers of the World (IWW), í verkfallsgöngu í borginni Lawrence í Massachusetts fylki BNA árið 1912 og voru í heild svona:

Rísið upp!!! þrælar heimsins!!! Enginn Guð! Enginn þrælahaldari! Einn fyrir alla og allir fyrir einn!

Skáldkonan George Eliot (Mary Anne Evans 1819-1880) var snemma sjálfstæð sem barn og neitaði að fara með guðhræddri fjölskyldu sinni í kirkjuferðir.  Hún hafði agnostíska afstöðu til trúar og vegna þess var henni neitað um að vera grafin í "Skáldahorni Westminster Abbey" kirkjugarðsins.   Hún sagði:

Guð, ódauðleiki og skylda - hversu óhugsandi hið fyrsta, hversu ótrúlegt hið næsta og hversu ófrávíkjanlegt og algert hið síðasta.

Það er ekki úr vegi að enda á skörungnum, rithöfundinum og listfrömuðnum Gertrude Stein (1874-1946) (sem ég lærði um í Prisma námi Bifrastar og LHÍ nýlega) en hún hafði sinn sérstaka ritstíl og húmor.  Ég býst við að hún hafi verið að hugleiða það sama og vinur minn Kristinn Theódórsson var að blogga um nýlega þegar hún sagði:

Það er ekkert svar.  Það verður ekki neitt svar.  Það hefur aldrei verið svar.  Það er svarið. 

Þetta er alveg yndislegt.

Hafið það gott - Svanur

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband