Refsileiður prestur
20.4.2007 | 01:01
Prestar nútímans eru sumir hverjir nokkuð hugaðir. Þeir gefa stundum bara skít í Biblíuna og trúfræðin. John nokkur Jeffrey virðist hafa fengið of mikið af þeim gamla og ákvað að bæta smá aðfinnslu í anda nútíma siðfræði í predikun sína.
John sagði að Guð hefði verið ógeðslegur í refsigleði sinni og taldi það viðbjóð að láta krossfesta son sinn Jesú svo aðrir yrðu ekki í vegi fyrir reiði hans vegna synda mannkyns. John tiltekur í ræðu sinni hversu óþolandi hann telur þennan reiða og kvikindislega Guð:
"What sort of God was this, getting so angry with the world and the people he created, and then, to calm himself down, demanding the blood of his own Son?"
Undir lok ræðunnar túlkar hann Guð sem þann sem kemur niður til mannanna og tekur þátt í þjáningum þeirra.
Mér sýnist að séra John Jeffrey sé hér að koma með enn eina flóttaleiðina fyrir voðaverk Guðs. John virðist ekki lengur trúa á eina af höfuð kenningum kristninnar, þ.e. upprisuna og fyrirgefningu syndana gegnum pyntingu og dauða Jesú á krossinum. Nýafstaðnir eru önnur stærsta helgidagahátið kristinna manna einmitt vegna þessarar refsigleði Guðs. John sá að þetta hreinlega var ekki verjandi og hefur því komið með betri útgáfu. John var ekki kosinn biskup í UK því að hann reyndist vera hommi. Nú eru félagar hans í hempunum verulega fegnir að hann var ekki kosinn og segja að hann hafi greinilega gengið villu vegar. (sjá umfjöllun hér) Ég er feginn að John sagði þetta þó að hans útgáfa væri frekar grátleg í huga guðleysingja. Öll skynsemi og rökhugsun hlýtur nú að æpa á þá sem hlýddu og aðra presta að taka þetta sterklega til greina. Smám saman hopa kreddurnar fyrir skynseminni. Fyrir árþúsundum voru margir guðir, síðustu aldirnar einn guð og á morgun... - já vonandi enginn.
Það er grátbroslegt að fylgjast með angist presta yfir túlkunum á bókinni sinni. Það er viss samsvörun að gerast nú í íslenskum prestaskotgröfum. Hjörtur Magni Jóhannsson, fríkirkjuprestur gagnrýndi af mikilli list stefnu Þjóðkirkjunnar í Komásþætti Stöðvar 2 um Vinaleið Þjóðkirkjunnar en þannig treður hún inn trúarlegri starfsemi í vissa grunnskóla. Hjörtur Magni sagði m.a. eitthvað á þá leið að yfirgangur Þjóðkirkjunnar væri ekki samkvæmt kristilegu siðgæði og að þessi hegðun væri frekar djöfulleg. Í stað þess að taka á hegðun sinni eru prestar Þjóðkirkjunnar nú að kvarta yfir Hirti Magna fyrir þessi orð fyrir siðanefnd presta. Fyrir þetta borgum við skattgreiðendur, prestum, u.þ.b. þreföld verkamannalaun á mánuði. Undrar mann síðan að meirihluti landsmanna vilji aðskilnað ríkis og kirkju? Nei, fólk á að borga fyrir sitt trúarlíf sjálft. Það getur talið eðlilegt að ríkið aðstoði fjárhagslega við að koma fólki til grafar en lengra ætti það ekki að ná.
Þess má geta að Sjálfstæðismenn fengu einnig eitthvað skynsemiskast yfir sig á nýyfirstöðnu landsþingi. Þeir lofuðu að þeir myndu styðja lagabreytingu til að trúfélög fái frelsi til að gefa saman samkynhneigða óski þau þess. Hvað ætli hafi valdið sinnaskiptunum? Var kannski ekki um sinnaskipti að ræða heldur tjáning á nýfundnum kjarki til að koma á sjálfsögðum mannréttindum þrátt fyrir beiðni Karls Sigurbjörnssonar Þjóðkirkjubiskups um hið gagnstæða um síðustu áramót? Skyldi þetta vera kosningaloforð sem þeir svo efna eftir 3 ár og 10 mánuði? Hver sem ástæðan er, er a.m.k. ástæða til að fagna.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Heimsspeki og siðfræði, Lífsskoðanir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:13 | Facebook
Athugasemdir
Mjög góður pistill hjá þér. Hef sjálf lesið Biblíuna og skil ekki alltaf túlkun hinna ýmsu Guðsmanna sem iðka bókstafstrú. Fyrir mér er Guð góður og stendur ekki á bak við illvirki. Eitthvað annað afl sem stýrir því. Sagði mig úr þjóðkirkjunni og vil aðskilnað rikis og kirkju. Skrifaði á mínu bloggi pistil sem ber yfirskriftina"Sagði bless við Þjóðkirkjuna" og fékk vægast sagt mikil viðbrögð. Nýbúin að setja annan pistil "Að skemmta skrattanum" og er aðeins byrjuð að fá viðbrögð á hann. Þú hefðir kannski gaman að að kíkja á þessi skrif mín Kveðjur
Margrét St Hafsteinsdóttir, 20.4.2007 kl. 01:25
Sæl Margrét og takk fyrir jákvæðni
Til hamingju með ákvörðun þína. Hjörtur Magni er vænn maður og óhræddur að láta skynsemina ráða. Það má sjá á síðasta yfirliti Þjóðskrár að Fríkirkjusöfnuðunum og fólki utan trúfélaga hefur fjölgað á meðan það fækkar í Þjóðkirkjunni. Æ fleiri sem trúa líkt og þú eru að finna trú sinni farveg í þeirri hófsömu trúarstefnu sem Hjörtur Magni boðar í Fríkirkjunni. Ég er húmanisti, þ.e. læt mér duga að reiða mig á manngildisstefnu byggða á nútíma siðfræði og rökfræði. Siðmennt er félag siðrænna húmanista á Íslandi og það berst nú fyrir því að mega njóta sóknargjalda líkt og trúfélög og að aðskilnaður verði á trú og ríki, og trú og skóla. Siðmennt stendur fyrir borgaralegum fermingum og hyggst nú flótlega bjóða uppá athafnarstjóra fyrir jarðarfarir trúlausra / húmanista. Um 19% þjóðarinnar telja sig trúlaus og ég býst við að flestir þeirra myndu samsamast lífsskoðunum húmanista en þær endurspeglast í mannréttindasáttmálum SÞ og Evrópu. Það er því mikilvægt að yfirvöld viðurkenni og veiti jafnrétti félagi sem býður þetta stórum hluta þjóðarinnar nýja valkosti (þ.e. í nafngift, fermingu, giftingu og greftun). Bestu kveðjur
Svanur Sigurbjörnsson, 20.4.2007 kl. 02:10
Sæll Svanur.
Fyrir mér er Guð máttur hins góða. Máttur sem upplýsir og göfgar. Hinir trúlausu eru oft miklu betri manneskjur og göfugri heldur en það fólk sem er fast í bókstaf ritninga trúarrita. Mín trú er sú að Guð er yfir trúarbrögð hafinn. Ég styð alveg samtök eins og Siðmennt og hef talsvert verið að grúska í mannréttindasáttmála SÞ og Evrópu og er mikill mannréttindasinni. Ætla að fylgjast með þínum skrifum og takk fyrir innlitið á mína síðu. Sumarkveðjur
Margrét St Hafsteinsdóttir, 20.4.2007 kl. 13:49
þú ert bara krútt. Elska húmanista, ágætisfólk. Ber oft meiri virðingu fyrir þeim sem segjast ekki trúa púnktur, enn þeir sem pínast við að láta Guð þóknast sér og sínum skoðunum þrátt fyrir ritningarnar. Annað hvort trúir fólk eða ekki.
Ps. þar sem ég er trúi ekki á bókstaf hverju ég trúi ég þá?
Linda, 21.4.2007 kl. 03:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.