Eru sáðkorn villimanna á meðal vor?

Titillinn er minn en ég vil með þessari færslu vísa á grein Sam Harris, The sacrifice of Reason, í The Washington Post nýlega.  Þar rekur hann hvernig fornir menningarheimar hafa jafnan fórnað Sam Harrismannslífum til að þóknast guðunum og hvernig kristnin nýtti sér þá hugmynd einnig.  Þá vitnar hann í nýleg bréf "Móður Theresu" sem nýlega hafa verið gerð opinber, en í þeim lýsir hún djúpum efa um tilvist Guðs og að hún í raun trúi á hann.  Lokasetning Sam Harris er hreint frábær. 

Ég las bók hans "The End of Faith" og mæli ég með henni fyrir þá sem vilja kynna sér gagnrýni á trúarbrögð frekar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú vilt ekki fjalla hér um það hvernig nýlegir, veraldlegir menningarheimar hafa fórnað hundruðaþúsundfalt fleiri mannslífum til að þókknast sinni eigin skurðguðadýrkun, til að ryðja úr vegi þeim, sem voru fyrir þeim eða af "óæðri stofni" eða bara til að æfa sig? Hér hef ég í huga þjóðamorðshefðir nazista, bolsévika og Rauðu Khmeranna, auk nær 1.000 milljóna ófæddra barna sem fórnað hefur verið sl. tvo áratugi fyrir miklu minni hagsmuni.

Jón Valur Jensson, 2.9.2007 kl. 18:22

2 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

 Jón Valur

Það er allt í lagi að fjalla um það líka.  Hins vegar beinist athygli mín meira að óheilbrigðum trúarhugmyndum þar sem mér sýnist að nazisminn og kommúnisminn sé að mestu genginn úr sér og hreyfingar fólks með slíkar hugmyndir ekki stærsta hættan í dag í Evrópu.  

Þessi ófæddu börn sem þú nefnir er væntanlega umræðan um fóstureyðingar sem hægt er að taka við annað tækifæri.  Ég bendi á nýlega bloggfærslu Höllu Rutar um það efni.

Svanur Sigurbjörnsson, 2.9.2007 kl. 19:25

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ég er búin að lesa og sjá fullt af viðtölum við Sam Harris og finnst hann skemmtilegur og góður. Það eina sem hann er svolítið litaður af eru greinilegir fordómar hans gegn múslimum sem slíkum og virðist vilja setja þá alla undir sama hattinn.  Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að kynna sér ekki nógu vel málefni múslima. Held hann hafi aldrei komið til Mið-Austurlanda sem dæmi. Trúlega litaður af óvæginni umfjöllum um múslima sem finnst alls staðar þar sem kristnir eru við líði að því er virðist.

Mér finnst að það fólk sem talar um aðrar þjóðir og þykist vita allt um þeirra mál, án þess að hafa stigið fæti inn í lönd þeirra, frekar fáfrótt í sinni umfjöllum og einhliða, þegar það talar um trúarbrögð þeirra sem dæmi. Þetta er eins og einhver sem aldrei hefur komið til USA segir að allir Bandaríkjamenn séu vitlausir öfgatrúarmenn, sem er auðvitað ekki rétt.

Kveðjur.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 3.9.2007 kl. 21:40

4 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Ekkert að fyrirgefa Elmar

Nú hef ég ekki lesið allt sem hefur farið frá Sam Harris en sú gagnrýni sem hann hafði frami gegn Íslamskri trú í "The End of Faith" fannst mér á rökum reistar.

Það má ekki taka því þannig að þegar fólk gagnrýnir trúarhugmyndir, sé það að gagnrýna alla einstaklinga jafn hart sem hafa játað viðkomandi trú (eða eru fæddir inní þær).  Ég bjó í 7.5 ár í NYC og vann á stað þar sem þriðjungur vinnufélaganna voru múslimar.  Þeir voru mjög mismunandi og sumir þeirra lítið öðru vísi í hegðun en ágætlega siðaðir Íslendingar, en aðrir hreint ótrúlega lævísir og siðblindir.  Það þarf ekki að fara til þeirra landa sem innihalda fólk sem hegðar sér illa til að hafa leyfi til að gagnrýna það.  Skárra væri það nú, maður gerði þá lítið annað (því miður).  Slæmt siðferði er ekki bundið við hluta Íslam heldur einnig hluta margra annara trúarbragða og menningarheima.  Íslam hefur einfaldlega valdið mestum skaða undanfarin ár þannig að það er engin furða þó Sam Harris gagnrýni það harðast.

Svanur Sigurbjörnsson, 4.9.2007 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband