Höfundur
Ég er læknir og læt þjóðfélagsmál mig miklu varða. Uppáhalds gullkorn: "Rökræðan er besta lausnin á hvers kyns rangindum" - Thomas Paine
Vefsíða: http://svanursig.is
Tenglar
Mínir tenglar
- Húmbúkk - efast um furðufyrirbæri Vefrit það sem gagnrýnin hugsun er notuð til að skoða ýmis furðufyrirbæri
- Vefsíða Siðmenntar, félags siðrænna húmanista
- Vefsíða Svans Áhugamál og greinasafn
Bloggvinir
- johannbj
- astan
- mortenl
- kolgrima
- maggadora
- hjaltirunar
- binntho
- andmenning
- prakkarinn
- sigurjon
- peturhenry
- bene
- vest1
- bubot
- truryni
- agustolafur
- thorgnyr
- sigurjonn
- roggur
- svartfugl
- rustikus
- sigurjonsigurdsson
- krizziuz
- eggmann
- kiddip
- vantru
- frisk
- freedomfries
- mitteigid
- sms
- omarragnarsson
- margretsverris
- sjos
- juliusvalsson
- jonsigurjonsson
- egillrunar
- olimikka
- astromix
- organia
- pepp
- sannleikur
- fridaeyland
- ingolfurasgeirjohannesson
- harri
- lillo
- ernafr
- stebbifr
- sigurgeirorri
- vkb
- jevbmaack
- nerdumdigitalis
- steinibriem
- apalsson
- robertb
- sindri79
- fsfi
- gerdurpalma112
- gbo
- malacai
- valgeir
- hehau
- hlynurh
- ugluspegill
- visindavaka
- lucas
- drum
- neytendatalsmadur
- valgerdurhalldorsdottir
- ea
- king
- siggisig
- retferdighed
- salvor
- saemi7
- hilmardui
- ippa
- patent
- tara
- tbs
- partialderivative
- kamasutra
- ziggi
- savar
- gattin
- stjornuskodun
- rabelai
- kolbrunh
- kt
- lalamiko
Flott hjá líffræðiskor - sjá ræðu Guðfinnu hér
16.10.2007 | 01:44
Ég bloggaði ítarlega um þetta fyrir skömmu. Ég vil benda aftur á það blogg hér. Ræða Guðfinnu var að mestu fín en niðurstaðan kolröng. Ég faga ályktun líffræðiskorar HÍ. Loksins er vísindasamfélagið og fólk sem vill vernda sanna sannleiksleit um náttúruna að vakna. Þetta má aldrei gerast aftur að við verðum okkur til skammar á Evrópuráði þingmanna eða öðrum alþjóðlegum vettvangi.
Harma afstöðu Guðfinnu Bjarnadóttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:47 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Eldri færslur
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Athyglisverð umræða á bloggfærslunni þinni sem þú vísar í Svanur. Ég kommentaði þar, m.a. á önnur komment og tek út aðalatriðið um afstöðu Guðfinnu og set það hér:
Guðfinna er að tala um prinsippatriði. Hún gerir ágæta grein fyrir atkvæði sínu. Evrópuráðið á ekki að vasast í þessum málum hjá sjálfstæðum þjóðum, frekar en öðrum innanbúðarmálum. Íslendingar og aðrar þjóðir eru fullfærar um að taka þessa umræðu heima hjá sér án afskifta evrópuráðsins. Tengt þessari umræðu er hvort við viljum aðgreina ríki og kirkju og ætti í raun að vera fyrsta skrefið fyrir okkur í því að ákveða hvernig trúarbragðakennslu við viljum hafa í skólum landsins.
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.10.2007 kl. 03:39
Ekki veit ég hvort þetta framtak Guðfinnu sé yfirlýsing um sannfæringu hennar. Má vel vera, en ég tek mark á skýringu hennar um að þetta hafi verið táknræn mótmæli við yfirgang búrókrasíunnar í Brussel, sem samanstendur af lögmönnum og búrókrötum, sem ekkert umboð hafa í sjálfu sér til að valsa um lögjöf og stjórnarskrár aðildar landanna. Lagabálkur þessa skrifræðis er orðinn 11 metra hár á A4 og enginn botnar upp né niður í þessu lengur og þetta er að liða í sundur eðlilegt þingræði í aðildarlöndunum. Auðvitað á að kjósa um slíkt á þingi en ekki í þessari fasísku stofnun. Það er líka týpískt fyrir lýðræðishugsun þessara manna ða senda fólk heim með skít og skömm, sem ekki eru sammála.
Mér finnst vera lesið kolrangt í þessar hendingar. Það er mjög mikilvægt að sporna við á þessum vettvangi. Sjálfstæði landsins er í húfi þar. Ég vil út úr þessu kúgunarbandalagi.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2007 kl. 04:51
Evrópuráðið er ekki Evrópubandalagið.
Ályktarnir Evrópuráðsins eru ekki bindandi, það er alltaf hægt að sitja hjá, ef að fulltrúa okkar finnst umræðan ekki snerta okkur. Það að greiða atkvæði á móti, segir að maður sé ósammála því sem að ályktunin segir.
Trúarbrögð eru ekki það sama og bókstafstrú.
Bókstafstrú (það að trúa öllu sem stendur í einhverri ákveðinni bók) er andstæða vísinda. Í henni er enginn efi og enginn gagnrýnin vinnubrögð. Það er hennar eðli.
Bókstafstrúarmenn trúa ekki á skynsemi og því er ekki hægt að rökræða við þá með skynsemisrökum. Þeir halda alltaf að þeir séu að tala máli guðs og í baráttu við aðra bókstafstrúarmenn. Eru alltaf að leita að því í fari hinna.
Eina sem að virkar gegn slíku er menntun og uppfræðsla. Og um það fjallaði ályktunin sem að Guðfinna gat ekki samþykkt, gat heldur ekki setið hjá, heldur var á móti. Afþví að vandamálið væri ekki nógu stórt. Var ekki ráð að byrgja brunninn??
Pétur Henry Petersen, 16.10.2007 kl. 08:35
Evrópuráðið einbeitir sér fyrst og fremst að mannréttindarmálum, mennta - og menningarmálum. Á Evrópuþinginu og í nefndum Evrópuráðsins er oft og iðulega beint og óbeint vísað í námskrár, kennslugögn o.þ.h. Eins og Pétur Henry bendir á eru ályktanir ráðsins ekki bindandi. Ályktunin um sköpunarsöguna og vísindi var því fyllilega í samræmi við það upplegg sem Evrópuráðið starfar eftir. kv. B
Baldur Kristjánsson, 16.10.2007 kl. 08:53
Hvað á það þá að gera, ef ekki álykta um mál hjá sjálfstæðum þjóðum?
Matthías Ásgeirsson, 16.10.2007 kl. 11:37
Evrópuráðið einbeitir sér fyrst og fremst að mannréttindarmálum, mennta - og menningarmálum.
Samkvæmt Gunnari Th. og Guðfinnu á Evrópuráðið ekkert að láta sig slík mál varða, nema þau beinlínis nái yfir landamæri fleiri ríkja. Guðfinna hefði eflaust stutt afstöði Pólverja, sem vildu ekki samþykkja Evrópudag gegn dauðarefsingum, því dauðarefsing hlýtur að flokkast sem "innanbúðarmál". (Afstaða Pólverja var rauna byggð á öðrum, en ekki mikið skárri rökum, en það er önnur saga).
Er Guðfinna góður fulltrúi Íslands, ef hún telur að margt (flest?) af því sem rætt er og ályktað um í ráðinu eigi ekki heima þar??
Einar Karl, 16.10.2007 kl. 14:12
Sæll Jón Steinar
Mér sýnist þú ekki hafa kynnt þér nægilega vel hvað Evrópuráð þingmanna er. Það er ekki Evrópubandalagið eins og Baldur og Pétur Henry benda á og ályktanir þess eru ekki lög og á engan hátt bindandi. Um hvaða mál vill Guðfinna álykta ef ekki mikilvæg mál eins og þessi? Á þetta ráð að spjalla bara um daginn og veginn og skila ekki neinu frá sér? Er það ekki einmitt þroskandi fyrir þingmenn allra Evrópulanda að taka þátt í þessu ráði og vinna að einhverjum alvöru ályktunum, einhverju sem skiptir máli? Þingmenn okkar hafa gott af því að heyra hvað þingmenn í Evrópu eru að hugsa og hvernig þeir líta á hin ýmsu mál. Hvers konar hræðsla er þetta um sjálfstæði okkar? Stöndum við svo völtum fæti að við getum ekki einu sinni þolað að fá meðmæli eða ráðleggingar frá alþjóðastofnunum sem við tökum sjálf þátt í?
Svanur Sigurbjörnsson, 16.10.2007 kl. 14:41
Sæll Einar Karl
Fróðlegt innlegg. Það er e.t.v. ekki rétt að skipuleggja einhverja baráttudaga á vegum þessa ráðs því þjóðir geta haft mismunandi afstöðu til mála og ekki rétt að þrýsta upp á þá sem eru ósammála einhverri baráttu sem er í andstöðu við ríkjandi stefnu þeirrar þjóðar. Hins vegar geta bara þau ríki sem eru sammála sameinast um slíkt utan ráðsins. Öðru máli finnst mér gegna um ályktanir og yfirlýsingar svo lengi sem atkvæði hverrar þjóðar koma í ljós. Taki þjóð þátt í ráði af þessu tagi þarf hún að vera þessu viðbúin, þ.e. að það eigi að senda frá sér ályktanir um mannréttindamál, menntamál og menningarmál, ellegar taka alfarið ekki þátt. Það er því algerlega úr takt við þessa þátttöku að greiða atkvæði gegn ályktun sem fulltrúi okkar var málefnalega sammála.
Svanur Sigurbjörnsson, 16.10.2007 kl. 14:51
Sæll Gunnar Th
Ég var búinn að svara þessu varðandi hvaða mál eigi að taka afstöðu til á Evrópuráði þingmanna, bæði í upphaflegu blogginu og frekar í athugasemdum þess. Ég svara því aftur í færslu 75 í því bloggi þar sem þú skrifaðir þína athugasemd. (pínu flókið )
Svanur Sigurbjörnsson, 16.10.2007 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.