Til varnar bólusetningum og vísindalegum verðmætum

Miðvikudagskvöldið 21. nóvember s.l. hélt ég fyrirlestur á vegum Res Extensa, félags um hug og hátterni, í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ.  Yfirskrift fyrirlestrarins var "Vísindi og nýöld - bólusetningar eða blómadropar" og fjallaði hann um árás nýaldarfræðanna á vísindin og þá sérstaklega bólusetningar en það hefur borið á því að foreldrar hérlendis afþakki ónæmissetningar fyrir börn sín á þeim forsendum að þeir telji þær skaðlegar.   Ég hef skoðað þessi mál talsvert og fann ekki neitt sem studdi þessar skoðanir.  Þvert á móti, þá er sú gífurlega forvörn og heilsuvernd sem ónæmissetningar hafa skilað, ómetanleg verðmæti sem við eigum langlífi og heilsuöryggi okkar mikið að þakka.

Hér að neðan er hægt að hala niður Powerpoint sýningarskjali af fyrirlestrinum en hann er um 40 glærur að lengd. 

Kjörorð dagsins:  "Það er gott að hafa opinn huga en ekki svo opinn að heilinn detti út"

Stærðfræðingurinn og heimsspekingurinn William Kingdon Francis (1845-79, Englandi) skrifaði:

“Ef ég leyfði mér að trúa hverju sem er á grunni ónægra sönnunargagna, er ekki víst að stór skaði hljótist af þeirri trú einni; hún gæti reynst sönn eða e.t.v. fengi ég ekki tækifæri til að koma henni á framfæri.  Ég kemst þó ekki undan því eftir þessi rangindi gegn mannfólki, en að teljast auðtrúa.  Hættan gagnvart þjóðfélaginu er ekki aðeins sú að það ætti að trúa á ranga hluti, sem er nógu slæmt; heldur að það allt ætti að verða auðtrúa og láta af því að prófa hluti og rannsaka; með þeim afleiðingum að snúa því aftur til villimennsku” 
William K Francis - Fyrirlestrar og ritgerðir 1886
 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk Dóra

Svanur Sigurbjörnsson, 27.11.2007 kl. 00:18

2 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Erlingur

Markmiðið er ekki að "hnýta í hómeopata" heldur gagnrýna gervifræði þeirra.  Þú nefnir ýmis dæmi af reynslu þinni og annarra af lithimnulestri og nálarstungum en nefnir fátt sem er hægt að draga ályktanir af þar sem nákvæmari upplýsingar vantar.   Það mun þó ekki skipta máli því reynslusögur skipta á endanum ekki máli hvað vísindalegar niðurstöður varðar.  Það þarf rannsóknir þar sem hlutlægs mats er gætt og fjöldi þátttakanda er nægur til að draga marktækar tölfræðilegar niðurstöður af henni.  Það þarf ekki mikla þekkingu til að giska sæmilega vel á ýmsa t.t.l. einfalda hluti eða vera heppinn og giska á eitthvað sem passar.  Þannig getur lithimnulesari haft rétt fyrir sér í einhver skipti en það sannar ekki að aðferðin hafi raunverulegt gildi eða traustan fræðigrunn.  Hér er tilvitnun í rannsókn sem gerð var til að ákvarða greiningarhæfni nokkurra lithimnulesar

In 1979 Bernard Jensen and two other proponents failed a scientific test in which they examined photographs of the eyes of 143 persons in an attempt to determine which ones had kidney impairments. (Forty-eight had been diagnosed with a standard kidney function test, and the rest had normal function.) The three iridologists showed no statistically significant ability to detect which patients had kidney disease and which did not. One iridologist, for example, decided that 88% of the normal patients had kidney disease, while another judged that 74% of patients sick enough to need artificial kidney treatment were normal [3].

Þennan texta að ofan má finna í grein á www.quackwatch.org en það er góður staður til að lesa um alls kyns kukl og hvernig maður þekkir það í sundur frá sönnum vísindum.

Það er alls ekki mál "að linni hvað varðar hómópatana".   Fræði þeirra eru algerlega út í bláinn og halda ekki vatni þegar þau eru skoðuð rökfræðilega eða með rannsóknum.  Ef þú telur þig geta mælt með slíku út frá "reynslu þinni og margra annarra" án frekari vísindalegs stuðnings ertu að gefa slæmt fordæmi og sýna hversu auðtrúa þú ert og óvarinn gegn kukli.  Útbreiðsla og stuðningur við ósannaðar aðferðir sem lofa greiningum og lækningum er alvarlegt mál.  Því þarf að linna.  Ég hef ekki áhuga á því að ræna fólk af starfi sínu eða niðurlægja en ábyrgðarleysi í heilbrigðisfræðum og misnotkun á vísindum er ekki hægt að líða.  Það er alltaf áfall að uppgötva að maður hafi verið plataður uppúr skónum og sárt að viðurkenna, en það tekur samt ekki ábyrgðina af fólki og réttlætir ekki að horfa á kuklið án aðgerða.  Ég hvet þig Erlingur til að kynna þér betur grunnatriði vísindalegrar aðferðar og þær greinar sem eru á quackwatch.com   Bk- Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 27.11.2007 kl. 00:45

3 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Greinin sem ég vitnaði í hér að ofan í færslu 3 er hér og heitir "Iridology is nonsense" eða "Lithimnulesning er þvæla"!

Svanur Sigurbjörnsson, 27.11.2007 kl. 00:49

4 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Hér er mjög áhugaverð lesning frá manni sem heitir Joshua David Mather Sr, sem áttaði sig á því að hann hafði látið blekkjast og heitir "Játning fyrrum lithimnulesara". 

Svanur Sigurbjörnsson, 27.11.2007 kl. 00:58

5 Smámynd: Heiða María Sigurðardóttir

Þakka fyrir mig, er stödd á erlendri grundu en las gegnum glærurnar þínar.

Heiða María Sigurðardóttir, 27.11.2007 kl. 05:14

6 Smámynd: IGG

"Það er gott að hafa opinn huga en ekki svo opinn að heilinn detti út"
Er þetta vísindalegt?  Er heillinn í huganum?   Hvað er hugur?  Getur hann opnast svo heilinn detti út?  Hvar opnast hann og hvernig?  Hver er vísindalega skýringin?  Ertu ekki búinn að lesa of mikið um kukl og nýaldarfræði? Bara svona spyr! Með góðri kveðju.

IGG , 27.11.2007 kl. 10:50

7 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Velkomið Heiða María.  Ég kíkti á ferilskránna þína - margt athyglisvert sem þú hefur látið frá þér og áhugavert nám.  Gangi þér vel.

Svanur Sigurbjörnsson, 27.11.2007 kl. 16:23

8 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Hæ IGG

"Það er gott að hafa opinn huga en ekki svo opinn að heilinn detti út"

Það er augljóst að þetta er myndlíking, ætluð til gamans en með þeim boðskap að þó að maður vilji hafa hugann opinn, þ.e. skoða alla hluti, þá eigi það ekki að merkja að maður gerist auðtrúa, samþykki hvaða þvælu sem er eða láti hafa sig að fífli.  "..að heilinn detti út" er því líking fyrir því að maður láti misbjóða sér eða hafa áhrif á sig til hins verra.  Þetta lítur að skynsemi, sem er jú undirstaða vísinda að mörgu leyti.  

Ertu að spyrja þessara spurninga til að hanka mig á einhverju eða tekurðu þessa setningu svo bókstaflega að þú þurfir að spyrja "Hvar opnast  hann og hvernig"?  Mér finnst ótrúlegt að ég þurfi að útskýra þetta.

Í tilefni af því ætla ég að segja annað svona sniðugt: 

"Gott er að sjá alvöruna bak við grínið en ekki einblína svo mikið á hana að heilinn þrýstist í gulum ræmum út úr eyrunum" - SS '07

Svanur Sigurbjörnsson, 27.11.2007 kl. 16:50

9 identicon

Sæll Svanur

Takk fyrir fróðlegt erindi á miðvikudaginn.

Það sem var kannski fróðlegast var hins vegar þær ranghugmyndir varðandi muninn á vísindum og kukli sem komu fram í fyrirspurnartíma frá fólki (dálítið um kuklara reyndar). En mér fannst þú standa þig vel í að svara fólki á rökstuddan og yfirvegaðan hátt.

Kveðja, Ragnar

Ragnar Björnsson (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 16:56

10 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Ragnar

Takk. 

Já það er ákveðinn lærdómur í því fólginn að heyra hvernig fólk er að hugsa um þessa hluti og nauðsynlegt að halda umræðunni gangandi.

Bestu kveðjur  -  Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 27.11.2007 kl. 17:06

11 Smámynd: IGG

Þetta var nú bara smá stríðni sprottin af því hvað mér finnst þú stundum harkalegur í málflutningi þínum varðandi það sem þér fellur ekki en ekki vegna þarfar á að fá skýringu á  kjörorði þínu. Lifðu heill.

IGG , 27.11.2007 kl. 17:25

12 Smámynd: Heiða María Sigurðardóttir

Já, kærar þakkir og sömuleiðis

Heiða María Sigurðardóttir, 27.11.2007 kl. 21:51

13 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl IGG

Ok, stríðni meðtekin.  Það er stundum stutt á milli ákveðni og hörku og fólk skynjar málflutning á mismunandi vegu.  Harkan er stundum bara það að sýna fram á alvöru mála sem fólk annars skynjar sem léttvæg.  Eflaust finnst sumum það t.d. harka að kalla flestar greinar græðara "kukl".  Því miður sé ég það ekki þjóna tilgangi að kalla hlutina annað en þeim nöfnum sem lýsa þeim best.   Það kann að vera sárt í eyrum einhvers, en það er einnig sárt í mínum eyrum heyra einhvern flokka t.d. hómeopatíu, lithimnulestur eða viðbragðsfræði (reflexology) sem "óhefðbundnar lækningar" þegar þær eru alls ekki neinar lækningar.  Tilfinningar til orða og hugtaka skapast af þeim skilningi sem maður leggur í þau.  Konum var varpað í fangelsi fyrir 100 árum vegna "óláta" á götum úti þegar þær með "hörku og yfirgangi" kröfðust þess að fá að kjósa eins og karlar.  Í dag þætti aftur harka og yfirgangur að neita þeim um þessi réttindi. 

Svanur Sigurbjörnsson, 27.11.2007 kl. 23:21

14 Smámynd: IGG

Stutt á milli ákveðni og hörku já?  Ef til vill og ef til vill ekki.  Fer trúlega eftir því hver sklilgreiningin á því er og hver setur fram, rétt eins og þú segir sjálfur. Ég hefði getað valið orð af meiri nákvæmni þegar ég talaði um harkalegan málflutning vegna þess að ég var eiginlega með í huga að mér fyndist stundum hjá þér skorta á virðingu fyrir skoðunum og afstöðu annarra varðandi heilbrigðismálin.  Ég get verið þér mjög sammála um margt og finnst nauðsynlegt að skilgreina og kryfja öll mál til mergjar eins og kostur er.  En þó mér finnist ég hafa ágæta innsýn í æði margt er varðar heilbrigði og góða heilsu þá geri ég líka ráð fyrir því að ég viti ekki allt og að eitt og annað eigi enn eftir að koma í ljós og skýrast hér eftir sem hingað til, líka á sviði vísindanna. En það er svo sem ekki mitt að fást um hvernig þú flytur mál þitt en því læt ég í mér heyra hér að ég hef tekið eftir að þú hefur sagt að þú vildir gjarnan heyra gagnrýni og það finnst mér mér virðingarvert og allt of fátítt.  Vona bara að þú takir þessu innleggi vel eins og það er meint.  Með vinsemd.

IGG , 28.11.2007 kl. 00:39

15 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl IGG (af táknmyndinni að dæma ertu kvenkyns)

Takk fyrir gagnrýnina.  Þú ert málefnaleg.  Þú segir:

"mér fyndist stundum hjá þér skorta á virðingu fyrir skoðunum og afstöðu annarra varðandi heilbrigðismálin"

Málið er að ég ber ekki virðingu fyrir öllum skoðunum því ég tel ekki allar skoðanir réttar eða eiga rétt á sér.  T.d. fyrrgreindar kuklgreinar fallast undir slíkar og grundvallast álit mitt á lestri á þeirra eigin efni.  Þó ég beri ekki virðingu fyrir þessum skoðunum þýðir það ekki að ég vilji eða eigi að koma fram með óvirðingu gagnvart því fólki sem flytur þessar skoðanir.  Það það gæti þó litið þannig út, þar sem fólk tekur jafnan persónulega þegar skoðanir sem eru þeim kærar eru gagnrýndar umorðalaust.   Þannig hef ég verið kallaður hrokafullur fyrir að gagnrýna þá skoðun menntakonu að taka birkiösku fram yfir lýsi hvað heilsusamleg áhrif varðar. 

Ég geri einnig ráð fyrir að ég viti ekki allt.  Hins vegar geri ég ráð fyrir að sá aðili sem kemur fram með einhver fræði eða tilgátu um lífheiminn og heilsu fólks, taki á sig sönnunarbyrðina og færi fyrir máli sínu haldbær rök og vísan í  ferli eða "mekanisma" sem stenst fræðilega skoðun.  Það er ekki okkar að afsanna alls kyns staðhæfingar sem fleygt er fram og það er siðlaust að lofa greiningu og meðferð byggða á slíkum gervifræðum.  Í þessu liggur afstaða mín.  Líka með vinsemd

Svanur Sigurbjörnsson, 28.11.2007 kl. 01:09

16 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Svanur

Missti af erindinu, en naut þess að fletta í gegnum glærurnar. Efnið er mjög athyglisvert og nálgunin sem þú beitir skemmtileg. Ég hef einnig áhuga á samspili vísinda og samfélags, og hvers vegna sumt fólk er tilbúið að trúa slúðri, persónulegum sögum og samsæriskenningum. Sannfæringin er jafnvel slík að fólk fer að treysta á slíkt sem lækningu eða meðferðarúrræði. Sjálfur rissaði ég upp lítinn pistil um hvernig smáskammtafólk teygir og togar hina vísindalegu aðferð, sem ég byggði að hluta til á grein úr the Guardian eftir Ben Goldacre.

Haltu áfram á þessari braut. Raunveruleikinn kemur ekkert til með að breytast, en samfélagið virðist þurfa ötult fólk sem rifjar hann upp, og forðar oss frá lífshættulegu bulli.

Arnar Pálsson, 29.11.2007 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband