Staksteinum sunnudagsins 2. des 07 svarað

 

Í Morgunblaðinu í dag, sunnud. 2. des, voru skrif Staksteina að venju.  Í þetta skipti ákvað höfundur pistilsins að gagnrýna Siðmennt þó að hann/hún passi að nefna félagið ekki á nafn.  Höfundurinn getur þó vart vikið sér undan því að hann á við Siðmennt því ekki hefur verið talað um annað en Siðmennt í samhengi þeirrar gagnrýni og lyga sem hann kemur fram með. 

Staksteinar dagsins byrja svona:

Fáránlegar deilur hafa verið að skjóta upp kollinum varðandi það hvað megi og hvað megi ekki í trúarbragðafræðslu í skólum. Til eru þeir, sem vilja banna kennslu kristinna fræða í skólum landsins og ganga svo langt að það eigi að banna að halda litlu jólin í skólunum! [feitletrun mín]

Hér að neðan fer svar mitt sem ég setti í athugasemdafærslu Staksteinabloggsins.   

---

Sæll höfundur Staksteina

Eðlilegt væri að vita nafn þitt.   Er það rétt skilið hjá mér að Styrmir Gunnarsson sé höfundur þessa skrifa í Staksteinum?  Skrifaðir þú þetta Styrmir?

Samrýmist það siðareglum Blaðamannafélagsins að skrifa hvassa gagnrýni á vegum fjölmiðils undir dulnefni?

Ég er Svanur Sigurbjörnsson, húmanisti og stjórnarmaður í Siðmennt. 

Á fimmtudaginn fóru af stað hroðalegar árásir á ákaflega gott frumvarp Katrínar Þorgerðar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra í kjölfar kynningar á frumvarpinu og einkafundar Karls Sigurbjörnssonar biskups með henni.  Frumvarpið tók út merkimiða eins trúfélags úr lögunum og setti í staðinn almennt orðalag um siðferðisgildi sem allir geta verið sammála um óháð úr hvaða trúfélagi þeir/þær eru. 

Þetta er í fullu samræmi við úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasbourg frá í sumar og ályktanir Mannréttindanefndar SÞ undanfarin ár.   Mikilvægi þessa er að gæta þess að lög séu ekki trúarleg (eins og þau nánast öll eru) en samt leiðbeinandi um almenn siðferðisverðmæti. 

Frá því að ljóst var að trúarleiðtogar gætu ekki haft dómsvald eða lagalega íhlutun og vestræn þjóðfélög komu á veraldlegri (secular) stjórnskipan smám saman síðustu 4-5 aldir hafa orðið gífurlegar framfarir og réttindi og hamingja einstaklinga þessara landa hafa stóraukist.  Hlutlæg hugsun skilaði þannig miklum pólitískum framförum og jafnfram geysilegum tækniframförum og þekkingu á mannlífi og lífrænum ferlum.  Úr varð bylting í læknisfræði og sóttvörnum og mikil fólgsfjölgun fylgdi í kjölfarið.  Aðskilnaður beinna trúarafskipta frá stjórnarfari og menntun var og er lykilatriði þeirrar velgengi sem vestræn þjóðfélög búa við.  Einn stærsti viðburður sögunnar í þá veru var samþykkt Bandarísku stjórnarskrárinnar við stofnun þess lýðveldis.

Við megum ekki gleyma eðli þess veraldlega stjórnskipulega grunns sem forfeður okkar fórnuðu oft á tíðum lífi sínu fyrir eða var kastað í fangelsi um lengri tíma.  Ekki sér maður setningar eins og "í Jesú nafni" á eftir lagagreinum, um t.d. refsimál eða bílbeltanotkun.  Lögin okkar eru veraldleg til að halda hlutleysi og einbeita okkur að markmiðunum einum.  Þannig eru Mannréttindasáttmálar Evrópu og SÞ skrifaðir.  Lög geta ekki dregið taum eins trúfélags eða einnar trúarhugmyndar þó að hún sé í meirihluta meðal þjóðar. 

Hér er ekki um það að ræða að "minnihluti sé að kúga meirihluta" eins og heyrist víða, m.a. hjá Karli Sigurbjörnssyni biskup.  Hér er farið fram á jafnrétti fyrir lögum líkt og fatlaðir einstaklingar njóta.  Ekki er spurt að því hvort þeir séu í minnihluta þegar setja á upp lyftur eða bæta aðgang fatlaðara í byggingar.   Er það "frekur minnihluti" þegar beðið er um textun fyrir heyrnarlausra hjá RÚV?

Varðandi lygar um Siðmennt. 

Á síðasta kirkjuþingi heyrðist frá einhverjum ræðumönnum að félagið væri á móti kristinfræðslu og kennslu í trúarbragðafræði.  Siðmennt er búið í gegnum árin að margítreka að svo er ekki en samt heldur þessi lygi áfram.  Svo tekur þú, höfundur Staksteina þetta beint upp án þess að hafa fyrir því að kynna þér stefnumál Siðmenntar á www.sidmennt.is eða það bréf sem við sendum ritstjórn Morgunblaðsins á föstudaginn til að leiðrétta þetta.  Leiðréttingin var birt á Mbl.is sama dag. 

Þá var það einnig leiðrétt að Siðmennt er EKKI á móti Litlu-jólunum eins og blaðamaður 24-stunda leyfði sér að túlka í föstudagsblaðinu.  Samt apar þú þetta upp eins og þú hefðir fengið gullið tækifæri til að níða félagið.  Vinnubrögð þín og ábyrgðarleysi við skrif þessa Staksteina í dag eru með ólíkindum og bera ekki þess vitni að þú hafir starfað við einn stærsta og áhrifamesta fjölmiðil landsins í tugi ára.  (Ég geri ráð fyrir að ég sé að skrifa til Styrmis Gunnarssonar).  Þetta er til skammar.

Ég vona að Morgunblaðið sjái að sér og bæti fyrir burð þessara lyga á félagið með því að birta alla fréttatilkynningu Siðmenntar í blaðinu á morgun eða þriðjudag á áberandi stað.  Svonalagað má ekki eiga sér stað í siðuðu þjóðfélagi.

Kveðja

Svanur Sigurbjörnsson, Stjórnarmaður í Siðmennt

---

Ég vil einnig benda á svar Sigurðar Hólm Gunnarssonar og skrif hans á www.skodun.is

Fréttatilkynnig Siðmenntar og umfjöllun um frumvarp menntamálaráðherra má sjá hér.

Þá vil ég einnig hvetja þig lesandi góður að horfa á Silfur Egils frá í dag en þar færir Matthías Ásgeirsson formaður Vantrúar og félagsmaður í Siðmennt ákaflega sterk rök fyrir afstöðu Siðmenntar og Vantrúar (hann talar þó ekki sem fulltrúi Siðmenntar, heldur Vantrúar).

Nú er mál að lygum um Siðmennt linni og fólk taki nokkra djúpa andardrætti og líti á heimildir áður en það skrifar um félagið og tímamótatillögu ráðuneytsins um breytingu á grunnskólalögum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

.......Áttu einhverjar stuttar lýsingar um stefnumál Siðmenntar handa mér?
Ég viðurkenni að vita af þessum samtökum fyrst núna. Er reyndar líka nýfarin að sýna  pólitík áhuga - hef alltaf sniðgengið allt sem tengist þeim málum eins og strúturinn með hausinn á kafi í sandinum. 

Þannig að síðasta ár hef ég verið að taka inn mikið af upplýsingum og sýnist ég sé rétt að byrja. Náði samt að skrifa býsna róttæka grein síðasta vor - rétt fyrir kosningar - sem er algjört afrek þegar ég á í hlut - er reyndar með hana inná blogginu mínu líka - um pólitíska spillingu framsóknarmanna.........

Ása (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 21:49

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega, eða eins og ég komi inna í bloggi mínu um aðventukvöld, þá fer þetta rugl víða.  Það virðist erfitt að taka til baka lygina, ef hún hentar ákveðnum aðilum til að fylgja eftir sínum málstað.   Þetta minnir mig óskaplega á dæmið um meintan rasisma Frjálslynda flokksins, þar sem hvorki er skeytt um sannleikann eða málefnasamninginn af því að það hentar ekki málstað þeirra sem skeyta engu um rétt eða rangt.   http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/381391/#comment856677 Presturinn okkar sá grandvari maður lét sig hafa það að bera á borð fyrir yfirfulla kirkju rangt mál um hvað andstæðingar kirkjunnar sögðu eða ekki sögðu  um aðild presta að leikskólum.  Það er bara sorglegt ef prestar leggjast svo lágt að taka lygina í sína þjónustu til að fá fram vorkunn fólks.  En þessi prestur vissi ekki betur, trúði því sem hann las enda hjartahreinn, en lygin getur aldrei orðið að sannleika, hversu oft sem hún er sögð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.12.2007 kl. 01:23

3 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl Ása Gréta

Takk kærlega fyrir áhugann.  Flott hjá þér að kynna þér stjórnmál og lífsskoðunarmál.  Það er mjög gefandi og þroskar mann sem persónu.  Hugrökk að skrifa um þessi mál hjá xF.

Hér eru nokkrir hlekkir í stefnumál Siðmenntar, 2 greinar sem ég skrifaði hér á blogginu um húmanisma og í eina færslu mína þar sem ég skilgreini ýmis hugtök sem koma oft upp í þessari umræðu.

Stefna Siðmenntar

Húmanismi - lífsskoðun til framtíðar

Lífsskoðanir - hvað er húmanismi?

Hugtök og orð

Skjóttu á mig spurningum eins og þú vilt - Bestu kveðjur - Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 3.12.2007 kl. 02:45

4 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl Ásthildur Cesil

Það er hárrétt.  Aðvaranir xF við því að fara of geyst í að leyfa fleiri löndum að komast hindrunarlaust í landið með sitt fólk voru hreinlega praktískt eðlis og áttu ekkert skylt við rasisma.  Þá var farið af stað með hræðsluáróður líkt og nú hefur átt sér stað gagnvart Siðmennt.

Svanur Sigurbjörnsson, 3.12.2007 kl. 02:56

5 identicon

Augljóslega er biskup og kónar hans að toga í alla spotta sem þeir geta togað í, það var hreint ömurlegt að heyra í biskup um helgina, skömm fyrir hann, þjóðkirkju og kristni
Biskup + þjóðkirkjan er í stríði við: samkynhneigða, foreldra, börn og Siðmennt
Verður þú næsta skotmark hennar í stríði um völd og peninga

DoctorE (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 09:33

6 identicon

Nú er barn, sem ferma á, krypplingur, svo að það á bágt með að koma í kirkju til fermingar, eða það getur það eigi að hættulausu vegna stöðugra veikinda eða það hefir svo stórkostleg líkamslýti, að koma þess og yfirheyrsla í kirkjunni gæti vakið hneyksli; og skal þá biskupi heimilt að leyfa, að það sé fermt heima í votta viðurvist.

Krypplingar sem hneyksla þá trúuðu.... kærleikurinn er lýsandi :)

DoctorE (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 10:05

7 identicon

Hmmm......það vöknuðu vangaveltur.....eins og við var að búast....:

Siðmennt leggur áherslu á umburðarlyndi, samúð og bjartsýni; lærdóm en ekki kreddur, staðreyndir en ekki fáfræði og skynsemi en ekki blinda trú eða afneitun rökréttrar hugsunar.

Það er ekkert til sem heitir blind trú sem á að fylgja - því Guð segir að maður eigi að leita staðfestingar á hlutum - ef td. prestur segir við þig....Guð vill þú farir til Noregs og búir þar í þrjú ár......áttu ekki að stökkva til og framkvæma þann hlut án þess að biðja Guð um staðfestingu á að þetta sé rétt. Og þetta með .....umburðarlyndi, samúð og bjartsýni.....er bara eins og tekið uppúr Biblíunni - einmitt það sem Guð vill að við gerum. Mér finnst að stefnuskrá Siðmenntar sé nú bara heilmikið tekin uppúr Biblíunni og þeirri leiðsögn sem hún gefur mér gegnum lífið (kynntist Biblíunni núna síðustu 11 árin)

Ása (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 10:25

8 identicon

Ég er sjokkeruð yfir því sem þú skrifar DoctorE skrifar!!!
Getur virkilega verið að svona sé skrifað einhvers staðar? Þetta er ljótt!!
Þetta á ekki að líðast - við eigum að taka öllum jafnvel - líkamslýti á líkama á aldrei að vera til hindrunar í samskiptum við fólk - enda er klárt að við eigum öll lýti - sum eru bara hið innra með okkur og sjást því ekki!!
Og því væri mikið óréttlæti að setja sig á "háan hest" útaf lýti sem sést - enginn hefur efni á því - enda sagði Jesús: - Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum!!

Og enginn gat hent steini - því enginn er syndlaus!!!! Þess vegna fórnaði Jesús sér á krossinum fyrir okkur, svo við þyrftum ekki að færa syndafórn ef við játum Hann sem frelsara okkar - því Jesús vissi að engum manni er fært að vera syndlaus!!

Ása (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 10:32

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ása mín...flott hjá þér að lesa stefnuskrá Siðmenntar

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.12.2007 kl. 10:48

10 identicon

Ása þetta eru reglur hjá kirkjunni, ég bjó þetta ekki til.
Aumustu bræður okkar og systur eru ekki velkomin í "guðshús", það gæti hneykslað kærleiksríka fólkið og komið óorði að sköpunarverkið líklega

http://www.kirkjan.is/biskupsstofa/?log/1827undanthaga_ferming

DoctorE (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 11:51

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þessi tilskipun sem doktorinn vitnar í er frá 1827 en er enn í gildi og hún er semt sagt aðgengileg á síðu biskupsstofu.

http://www.kirkjan.is/biskupsstofa/?log/1827undanthaga_ferming

Baldur Fjölnisson, 3.12.2007 kl. 12:33

12 identicon

Það er magnað að kirkjan hafi ekki séð ástæðu til þess að breyta þessu, kallar fatlað fólk krypplinga og basically úthýsir þeim sem eiga mest bágt

DoctorE (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 12:41

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er sitthvað hræsni og HRÆSNI ekki satt, ekki saman hvaðan hún kemur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.12.2007 kl. 12:47

14 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Heyrðu doktor, getur verið að tilskipanir um meðferð "trúvillinga" og "galdramanna" og annarra sem voru að ybba gogg við þessa helv. mafíu og sátu ekki og stóðu eins og henni hentaði, séu enn í gildi ???

Baldur Fjölnisson, 3.12.2007 kl. 12:55

15 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Kristnir svokallaðir meiga hræsna að vild og ljúga og rangfæra og skilja útundan...allt í krafti kirkjunnar sinnar!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.12.2007 kl. 13:04

16 identicon

Það er spurning... verðum við kannski brennd á heitu ástar og kærleiks báli á austurvelli ásamt "kynvillingum"

DoctorE (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 13:04

17 Smámynd: Sigurjón

Ása:  Biblían kennir ýmislegt annað en umburðarlyndi, samúð og bjartsýni.  Hún kennir m.a. að grýta eigi óþæg börn og að ekki eigi að leggjast með konu meðan hún er á túr.

Svo ekki sé nú minnst á 10. boðorðið:  ,,Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á.  Þar höfum við það.  Náungi þinn Á þig, ef þú ert kona.  Svo á þessi þrælshluti varla við í dag, er það?  Hins vegar minnir þetta okkur á að biflían var skrifuð á tímum sem við myndum ALDREI vilja lifa í dag.

Sigurjón, 3.12.2007 kl. 13:15

18 identicon

Ég hætti aldrei að furða mig á að fólk sem liggur í biblíu alla daga en sér ekki viðbjóðin sem er í gangi, þessi guð er hreinn djöfull, þetta stendur í bókinni en fólk kýs að sjá þetta ekki, menn hafa verið nokkuð duglegir við að mýkja orð guðs en bókin er samt yfirfull af fjöldamorðum, traðkað er á konum, þrælahald er bara í lagi(í eldri útgáfum)... og svo eitt stk heimsmorð en allir tala um hversu góður guð sé
Maður þarf að vera helv blindur & siðlaus til þess að trúa á svona guð þó svo að hann eigi að hafa sent son sinn til jarðar til þess að fyrirgefa okkur... líklega var þeirri sögu breytt því guð skuldaði mönnum mun meiri afsökun en þeir honum

DoctorE (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 13:28

19 identicon

Ég var ekki að rengja þig DoctorE með það sem þú skrifaðir um reglur kirkjunnar, alls ekki, ég er bara svo gáttuð - ég held að ég hljóti að þekkja annan Guð en þið - minn Jesús er góður og vill öllum vel og að ég komi vel fram við alla - hvort sem þeir hafa slæmt útlit eða fallegt.
Ég horfi alltaf til þess hvernig Jesús hegðaði sér og talaði til fólks og hef það sem mína fyrirmynd eftir fremsta megni - því ég kann alveg að vera með skæting og leiðindi en finnst það ekki fallegt af mér og vil alveg endilega hætta því.

Og Sigurjón - minn Jesús kom af virðingu fram við konur og gaf aldrei út að karlmenn væru hærra settir en konur.

Anna mín - samkvæmt því sem ég hef lesið í Biblíunni eru þeir sem þekkja Guð og ljúga samt og hræsna ekki vinsælir í Guðs ríki - Guð vill frekar að fólk sé ótrúað en að það sé trúað og hegði sér svo illa.
Hann vill sem sagt að maður sé annað hvort "heitur" eða "kaldur" í trúnni - þessir sem eru "volgir" í trúnni (sem trúa en hegða sér samt illa) eru Honum minnst þóknanlegir.
Þannig að það er sko alls ekki leyfilegt að ...innskot frá Önnu: ""Kristnir svokallaðir meiga hræsna að vild og ljúga og rangfæra og skilja útundan...allt í krafti kirkjunnar sinnar!" Við sem erum innan kirkjunnar eigum að vera fyrirmynd um hið góða sem trúin boðar!! Og endilega látið þið mig vita ef ykkur finnst ég vera ósamkvæm sjálfri mér í trúargöngunni - því ég er ófullkomin og hleyp á mig - en vil það samt ekki. Þá mun ég skoða sjálfa mig hvar þurfi að bæta - og biðja Guð að hjálpa mér til þess að það verði.

Ása (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 13:56

20 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ása mín...ég var alls ekki að hugsa um þig þegar ég skrifaði þetta.  Heldur um kryplinginn og svo marga sem eru í nafni "kristilegs siðferðis" að rangfæra og jafnvel ljúga!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.12.2007 kl. 14:25

21 identicon

Hver er "kryplingur" í huga Önnu Benkovic?

Stefán Einar Stefánsson (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 16:41

22 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl öll

Því miður hef ég ekki haft tíma til að svara athugasemdum undanfarið. 

Sem betur fer eru ekki allir leiðarahöfundar eða ritstjórar sem falla í þann pitt að apa upp lygar og óhróður um Siðmennt og misskilja tilgang frumvarps menntamálaráðherra.  Í leiðara Fréttablaðsins í gær, mánudag er mjög vel skrifað um öll þessi mál af manni sem greinilega skilur hvernig jafnrétti og frelsi getur gengið saman og hvar eigi að draga línurnar.

Kíkið á blogg Jóhanns Björnssonar um leiðaraskrif Björgvins Guðmundssonar í Fbl.

Svanur Sigurbjörnsson, 4.12.2007 kl. 03:16

23 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Stefán Einar ...ég er að vísa í umræðuna að ofan (nokkuð augljóst)...innlegg 7 og 9 og 11!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.12.2007 kl. 14:27

24 identicon

Ása Gréta skrifar: 

"Og enginn gat hent steini - því enginn er syndlaus!!!! Þess vegna fórnaði Jesús sér á krossinum fyrir okkur, svo við þyrftum ekki að færa syndafórn ef við játum Hann sem frelsara okkar - því Jesús vissi að engum manni er fært að vera syndlaus!!"

Ég hef aldrei getað skilið þetta, hvers vegna þurfti  maður/sonur guðs/guð að deyja til að við og reyndar allir ófæddir fengju fyrirgefningu syndanna? Hvers konar ófullkomleiki er þetta hjá almáttugum guð, gat hann ekki bara fyrirgefið og slept blóðsúthellingum? Allt er þetta líka honum sjálfum að kenna því að hann klúðraði þessi öllu í Eden forðum. Bjó til konu sem át epli og þá var allt ónýtt  Reyndar er biblían útötuð í mistökum guðs. Gott dæmi er syndaflóðið, þar mistókst honum að útrýma syndinni, drap allt og alla nema nokkra útvalda ásamt slatta af dýrum. Því miður tókst syndinni að snúa á almáttugan Guð og slapp um borð í Örkina hans Nóa. Sá almáttugi játar sig svo sigraðan og segir: 


„Mósebók 8:21 Eigi mun ég framar leiða bölvun yfir jörðina vegna mannsins þótt hneigðir mannsins séu illar, allt frá æsku hans, og upp frá þessu mun ég ekki framar gereyða því sem lifir eins og ég hef gert."

Hann fann svo nýja aðferð þ.e. fórna syni sínum svo hann gæti bara fyrirgefið syndirnar ( hvernig sem hann fékk það út). Það þýðir ekkert að útrýma syndinni, hann gafst upp á því. Mér finnst alltaf jafn skrítið að heyra "Almáttugur og algóður guð" í predikunum, eitthvað sem hann er bara ekki.

P.S, ekki taka mark á Guði þarna í Mósebók 8:21, hann skiptir alveg um skoðun seinna í bókinni og hótar öllu illu. Sonur hans, Jesú boðar heimsendi og svo er opinberunarbókin sannkallaður skelfingarboðskapur, við eigum ekki von á góðu

Arnold Björnsson (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 18:24

25 identicon

Mátti til með að setja hérna inn til gamans þessa stórkostlegu frétt sem birtist á mbl.is fyrr á árinu um niðurstöðu áratuga rannsókna guðfræðinefndar páfagarðs - þetta er alveg bráðfyndið en samt sorglegt í ljósi þess að þetta er ekki grín heldur fúlasta alvara, það er jú árið 2007!

Erlent | mbl.is | 27.4.2007 | 10:59
Óskírð börn ekki lengur í forgarði vítis
Alþjóðlega guðfræðinefnd Páfagarðs hefur sent frá sér skjal, sem ber yfirskriftina „Von um frelsun ungabarna sem deyja óskírð". Þar kemur fram að eftir áratuga rannsóknir sé ljóst að óskírð börn, sem deyja, lendi ekki í forgarði vítis eins og til þessa hefur verið haldið fram.

Í skjalinu kemur fram að hin hefðbundna útskýring á forgarði vítis sé „staður þar sem óskírð börn eyða eilífðinni án samskipta við Guð". Þetta segir guðfræðinefndin er óþarflega takmörkuð sýn sýn á frelsun. Það sé útbreiddari guðfræðilegur skilningur nú en áður, að Guð sé miskunnsamur og vilji frelsa allar mannverur. Útilokun saklausra barna frá himnaríki endurspegli ekki ást Krists á þeim. Kaþólska kirkjan mun þó áfram kenna, að skírnin sé hin eðlilega leið fyrir frelsun alls fólks og hvetur alla foreldra til að skíra nýfædd börn sín.

Niðurstaða nefndarinnar, sem er ráðgefandi fyrir Páfagarð, byggist á mikilli guðfræðilegri vinnu en í nefndinni sitja 30 menn. Skjöl nefndarinnar eru oft undanfari opinbera yfirlýsinga frá Vatíkaninu.

Eftir því sem kemur fram á fréttavef Catholic News Service, segir að spurningin um frelsun óskírða ungabarna hafi verið bráðnauðsynleg þar sem fjöldi óskírðra barna sem deyi, aukist stöðugt. Skýringin er sú, að sífellt fleiri trúlausir foreldrar eignist börn nú en áður og mörg önnur börn eru fórnarlömb fóstureyðinga. Í umræddu skjali er minnst á að fólki finnist erfitt að samþykkja að Guð sé góður og miskunnsamur en útiloki á sama tíma smábörn, sem ekkert hafa gert rangt.

Forgarður vísis hefur aldrei verið skilgreindur sem hluti af kenningarkerfi kirkjunnar og hvergi er minnst á þetta hugtak í núverandi kennslubókum kaþólsku kirkjunnar en það hefur þó lengi verið talin hluti af kenningum hennar. Á fimmtu öld ályktaði heilagur Ágústín að ungabörn sem létust óskírð væru dæmd til vistar í helvíti. Á 13. öld bjuggu guðfræðingar til hugtakið forgarð helvítis, sem væri staður fyrir óskírð börn. Þar myndu þau ekki þjást en væru svipt guðlegri sýn. Um aldaskeið hafa páfar og ráðgjafar kirkjunnar gætt þess, að skilgreina forgarðinn ekki sem hluta af kenningarkerfi.

Þórólfur (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 21:15

26 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Kæri Svanur, þú kannski kemur þessu inn hja Stefáni Einari ...guðfræðingi? ég var lokuð frá hans umræðu þegar ég vitnaði í þetta....eins og hér hjá þér frá Vísindavefnum Háskólans?

Ekki er vitað hvenær Jesús fæddist en þó er ljóst að það var ekki 25. desember.

Jól voru haldin hátíðleg í Róm til forna (Saturnalia-hátíðin) og tengd heiðnum sólarguði, það er að segja að menn héldu upp á að daginn fór að lengja á ný. Dagana 17.-23. desember gáfu Rómverjar hver öðrum gjafir. Heiðnir norrænir menn héldu sömu hátíð á svipuðum árstíma tíma og hét hún, líkt og nú, jól.

Þegar kristni varð að ríkistrú hjá Rómverjum með Konstantínusi mikla árið 324, yfirtók kirkjan smám saman forna helgidaga og með tímanum festist 25. desember sem fæðingardagur Jesú. Sá siður skaut rótum undir aldamótin 400. Dagurinn var einnig tengdur fæðingardegi keisarans og þar sem Jesús var hinn eini sanni keisari fékk hann sína fæðingarhátíð. Jesús tók því bæði sæti sólarguðsins, keisarans og hátíðargleðinnar. Á 5. öld var jólahátíðin orðin miðlæg um alla kristnina sem fæðingarhátíð Jesú.

http://www.visindavefur.hi.is/svar.php?id=1071

vefurinn hans er rítingurinn í bakið á Siðmennt...

sjá

 http://stefani.blog.is/blog/stefani/entry/382622/

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.12.2007 kl. 00:28

27 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...reyndar ekki bara lokuð...hann þurkaði út um lofsamleg ummæli mín um litlu jólin.

Hversu góð og skemmtileg þau væru og jólasveinarnir kæmu og jólatréð væri skreytt ljósum......ásamt því hversu þetta allt kæmi kristni ekkert við....hann þurrkaði þetta út...eins og "guðlast"

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.12.2007 kl. 02:24

28 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Stefán Einar er farinn að nota sömu varnaraðferðir og Jón Valur Jensson - að loka á þá sem hann vill ekki lengur hlusta á.

Ég hef aðeins lokað á einn mann á mínu bloggi sem mér fannst ganga of langt og það var Mofi, eftir að hann laug upp skoðanir á Darwin með því að misnota tilvitnanir í hann og hélt endalaust áfram rakalausri umræðu um sköpunarsöguna sína í bloggi hjá mér sem fjallaði um ákvörðun Evrópuráðs Þingmanna um að ekki rétt að kenna sköpunarsöguna sem vísindi í skólum.   Menn ráða hverjum þeir bjóða í dans en ég hef ekki séð þig traðka á neinum tám Anna og ert allfaf kurteis.

Ég skal reyna að senda þetta fyrir þig.  Kannski verð ég þá bannaður líka en það verður að hafa það.  

Svanur Sigurbjörnsson, 5.12.2007 kl. 18:31

29 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk Svanur Stefán Einar er alveg kominn út í horn og ég ætla að hætta að kommenta hjá honum (enda get ég það ekki lengur..) hef á tilfinninguni að hann sé svolítið tæpur?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.12.2007 kl. 00:50

30 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Sæll Svanur...það er afleitt að geta ekki tjáð sig...en nú segir Stefán Einar um mig að...

Stefán E. segir...

Quote:Annars vegar Anna Mikaelsdóttir sem reyndi að líkja mér við barnaníðing á einhvern ótrúlega ósmekklegan hátt




Hið sanna er að ég líkti sannleiksást Stefáns í Siðmenntarofsóknum hans við barnaást kaþólskra presta í Ameríku!

Best væri að hann birti bara það sem ég skrifaði og ég hef ítrekað það við hann???

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.12.2007 kl. 22:08

31 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já Jón Grétar "fimmauraskítkast" er einmitt rétta orðið! Hann vill ekki takast á og ef mál þróast á þá veru að hann hefur rangt fyrir sér (eins og með Siðmennt) þá breytir hann sér í fórnarlamb "hatrammra" ofgamanneskja!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.12.2007 kl. 00:49

32 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Heilagan sannleika er ekki hægt að rannsaka því að hann er varinn, helgur, ósnertanlegur og óvéfengjanlegur - búið að ákveða það fyrir þig.   TABÚ

Já það er í lagi að kasta aurnum en ekki taka við honum hjá sumu fólki.  Sumt þetta fólk kennir lífsýn sína við kærleiksríkan og umburðarlyndan Krist.  Leiðari Reynis Traustasonar í DV f. nokkrum dögum er dæmi um slíka útfærslu.

Svanur Sigurbjörnsson, 7.12.2007 kl. 01:01

33 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já...en fólk er farið að sjá í gegnum þetta. Jónas Kristjánsson skrifar í gær... (www.jonas.is)

06.12.2007
Ofstækisleiðari
Aldrei hef ég lesið vitlausari leiðara en vinur minn Reynir Traustason skrifaði í DV í gær. Hann freyðir um "siðblindu" vantrúaðra og talsmanna veraldarhyggju. Hann skrifar um "hættulega óra" og "svívirðilegar" kröfur vantrúaðra. Að svo litlu leyti sem upplýsingar eru í leiðaranum, eru þær allar kolrangar. Siðferði er ekki kristið, það er óháð kristni, á sitt eigið líf. Það er oftast betra hjá trúlausum en trúuðum. Því að í vantrúaða vantar ofstækið, sem er svo ríkt hjá kristnum, samanber leiðara Reynis. Greinin sýnir, hvar menn lenda, þegar þeir rugla saman siðgæði og kristni.


Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.12.2007 kl. 11:43

34 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...og í dag skrifar Jónas...

07.12.2007
Jólin eru hundheiðin
Vantrúaðir þurfa ekki mikið að kvarta yfir jólunum. Þau eru ekki kristin, heldur fornnorræn hátíð hækkandi sólar. Jólasveinarnir eru lausir við að vera kristnir. Og þessi með rauðu húfuna er bara trúður neyzlusamfélags. Jólaljósin í gluggunum eru ekki kristin, þau eru gyðingastjakar. Jólatré og grenihringir eru hvorugt kristið, heldur fornsænsk Freysdýrkun. Það, sem fólk gerir á jólunum, er fallegt, það étur yfir sig, sefur yfir sig og les bækur yfir sig. Ekkert af því er kristið. Það er hins vegar kristið að fara í kirkju á jólunum. Það gera bara 5% þjóðarinnar, það er allt og sumt.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.12.2007 kl. 11:44

35 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk Anna

Já Jónas tók þennan leiðara Reynis rækilega í gegn.  Takk fyrir að setja hluta úr honum hér. Annað eins rugl hef ég ekki séð í leiðara eins og þetta frá Reyni. 

Hæ B.L.E.H.

Orð í tíma töluð.  Ég hefði ekki getað trúað því áður en ég fór að leggja Siðmennt lið að Þjóðkirkjan væri orðin svona ósvífin og heimtufrek með sín sérréttindi.  Siðmennt biður um jafnrétti og skóla án trúarlegrar íhlutunar en allt verður vitlaust.  Svona eins og þegar sleikjó er kippt úr munni smábarns.   

Svanur Sigurbjörnsson, 7.12.2007 kl. 17:05

36 identicon

Ég er 100% öruggur á að þjóðkirkjan er að hrynja og það er ekki vegna trúfrjálsra heldur miklu frekar hroka hennar og fordóma.. við hrærðum bara upp í súpunni.
það verður fróðlegt að sjá hvað þjóðkirkjumenn munu ganga langt í að rukka okkur fyrir illa fengnar jarðir, sem við nota bene erum búin að vera púnga út fyrir áratugum saman.
Eflaust fer hún fram á margar sleikjóverksmiðjur og gengur endanlega af sér dauðri fyrir vikið

DoctorE (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 19:57

37 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

bleh...mjög áhugavert...en myndi ekki ákkurat þetta gerast við aðskilnað ríkis og kirkju?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.12.2007 kl. 17:47

38 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Svanur, þetta er fínt bréf til Styrmis. Annars sést hvort hann skrifar eða ekki á zunum.

En gæturu verið svo vænn að vísa mér á úrskurð mannréttindadómstólsins?

Brynjólfur Þorvarðsson, 8.12.2007 kl. 18:12

39 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Mér sýnist það. Takk.

Brynjólfur Þorvarðsson, 8.12.2007 kl. 23:07

40 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Brynjólfur

Hér er hlekkur á frétt Siðmenntar af dómnum og þar er hlekkur á tilkynningarsíðu Evrópudómstólsins.

Vikan var gífurlega annasöm og maður var vakandi fram eftir öllu til hjálpar Siðmennt og verndun þess málstaðar sem við aðhyllumst.  Þrátt fyrir að fólk hafi skrifað "burt með Siðmennt", "siðlausir trúarofstækismenn" og beðið Hope að fara úr landinu og hún orðið að svara fólki sem hringir reitt og segir okkur "vera boðberar djöfulsins!", hefur gengi og fylgi við Siðmennt aldrei verið meira.  Í kvöld hafa 31 skráð sig í félagið frá 30. nóvember og er það meira en nokkru sinni fyrr á svo stuttum tíma utan þess e.t.v. þegar félagið var stofnað.  Þetta er 14% aukning.  Ég hvet alla sem sjá hversu skynsamt það er að rækta með sér manngildi og siðferði byggt á rökhyggju, skynsemi og því takmarki að hámarka hamingju og lágmarka þjáningar, að stökkva með á þessa bylgju og skrá sig í félagið.  Siðmennt þarf öll skoðanasystkin sín um borð, því það gefur sterk skilaboð.  Notum valfrelsi okkar, látum ekki sjálfkrafa skráningu einhvers staðar ekki vera okkar afstöðu. 

Svanur Sigurbjörnsson, 9.12.2007 kl. 02:14

41 identicon

Og "amen" við því.

Maður getur ekki annað en verið stoltur yfir því að tilheyra félagi með jafn öfluga, málefnalega, heiðarlega og sanngjarna stjórnarmenn innanborðs. Þið hafið öll verið til fyrirmyndar. Kærar þakkir.

María (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 04:24

42 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...og ég á eftir að skrá mig

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.12.2007 kl. 10:58

43 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk María

Samstaðan hefur verið mikil og þetta hefur verið mjög þroskandi og lærdómsríkt ferli. 

Já endilega Anna - hlakka til að sjá þig með.

Jón Grétar og BLEH - Já það myndi breyta talsvert myndinni ef foreldrar þyrftu að hugsa sig um áður en börnin þeirra væru skráð einhvers staðar.  Í raun ætti ekki að leyfa skráningar barna inní lífsskoðunarfélög því þetta eru hugmyndir foreldranna, ekki barnanna.  Það á að vera ákvörðun einstaklings um ca. 16 ára aldur hvort að hann/hún vill skrá sig í lífsskoðunarfélag.   Ekki dettur fólki í hug að skrá ungabarn í stjórnmálaflokk.  Það er e.t.v. ekki hægt að bera þessa hluti alveg saman en mér finnst það samt rétt því hvort tveggja eru félög sem krefjast talsverðrar kunnáttu á eðli lífsins og félagslegs þroska til að taka ákvörðun um. 

Því miður er trúlega ekki hægt að fá tölur um hversu margir hafa valið sér að vera í Þjóðkirkjunni því þessar sjálfvirku barnaskráningar eyðileggja slíkt.  Sjálfsagt benda prestar á að fermingin sé þetta val en ég tel það of ungt til að geta talist sem fullveðja ákvörðun.  Ég held að útkoman í þátttöku á fermingum yrði talsvert önnur ef hún færi fram eftir 16 ára aldur.

Fermingar Siðmenntar krefjast ekki neinnar játningar, hvorki trúarlegar né á sérstakar lífsskoðanir eins og húmanisma.  Hún er því opin öllum, sama hvaða lífsskoðun eða trú foreldrarnir aðhyllast.  Það er því verið að staðfesta ákveðinn lærdóm um lífið og tilveruna, ekki játning fyrir einhverju.

Svanur Sigurbjörnsson, 9.12.2007 kl. 17:51

44 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Akkúrat Jón Grétar

Góð samlíking hjá þér.

Svanur Sigurbjörnsson, 10.12.2007 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband