Snjógervingar í Esjuhlíðum

Kannski er það bara þjóðarrembingur í mér en hvergi hef ég fundið ferskara loft en á Íslandi, sem gjarnan leikur um á mildum vetrardegi eins og 3. mars s.l. þegar ég gekk mér til ánægju á Esjuna.  Það er einhver sérstök fersk blanda í loftinu, e.t.v. örlítið sölt, sem hressir mann verulega og nærir hugann.  Þau 14 önnur lönd sem ég hef heimsótt um ævina hafa ekki gefið mér þessa tilfinningu.

Myndin hér að neðan er frá Esjugöngunni en þennan mánudag hafði aðeins einn maður farið á toppinn á undan mér ef marka má ný spor í snjónum.  Hins vegar voru einkennileg merki gamalla spora, nokkurs konar snjógervingar þeirra þar sem laus snjór í kringum þau hafði fokið burt. 

Snjógervingar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Þetta er allveg rétt hjá þér með jónum hlaðið íslenska sjávar- fjallaloftip. En varðandi snjóinn, allt er í heiminum hverfult. Svona var Esjan tveimur tögum síðar (miðvikudag), þegar ég fann smá- skafl til þess að renna mér niður á fjallaskíðunum!

Ívar Pálsson, 7.3.2008 kl. 01:07

2 identicon

Svei mér þá ef ég sé ekki Jesú út úr þessu dæmi ;)

Enginn staður er betri en ísland eins og þú segir, algerlega sér á báti

DoctorE (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 08:56

3 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Ívar

Því miður virkar hlekkurinn þinn ekki því hann vísar á stjórnborðið hjá þér sem bara þú hefur aðgang að.  Það væri gaman að sjá þessa mynd.

Sæll DoktorE

Já aldrei of seint að sjá Jesú - hvað kom fyrir þig meðan ég var í burtu? he he

Ég sagði nú reyndar ekki að enginn staður væri betri en Ísland en ætli maður leyfi sér ekki að halda það í nettri óskhyggju. 

Svanur Sigurbjörnsson, 7.3.2008 kl. 09:13

4 Smámynd: Sigurður Rósant

Velkominn til Íslands. Verst hvað snórinn staldrar stutt við. Þetta eru bestu óvirku stundir lífs okkar, sem búa á þessu fallega landi.

Það er hins vegar þessi óþolandi þurrkur sem fylgir loftslaginu og þurrkar upp viðkvæma húð mannanna, en nýtist best til að þurrka þvott, verka harðfisk og hákarl.

Hér á Sjálandi, landinu sem reis af hafsbotni fyrir langa löngu, er rakastigið 60% í stað 40% á Íslandi, er ekki hægt að þurrka fiskmeti en myglusveppur, skordýr og fuglar þrífast hér vel.

Sigurður Rósant, 7.3.2008 kl. 09:17

5 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk fyrir Siggi

Rétt þetta með loftið - það er miklu þurrara á klakanum.  Engin furða þó harðfiskur yrði okkar snakk. 

Eru einhver skordýr skemmtilegri en önnur þarna á Sjálandinu góða?

Svanur Sigurbjörnsson, 7.3.2008 kl. 09:32

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er rosalega flott mynd, og sporin eru skemmtileg. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2008 kl. 09:39

7 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Já, það er yndislegt að fá að njóta sköpun Drottins í svona blíðviðri og sérstaklega á Íslandi!

Hafðu góða helgi!

Magnús V. Skúlason, 7.3.2008 kl. 15:45

8 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk Ásthildur og Magnús Viðar.  Góða helgi sömuleiðis!

Svanur Sigurbjörnsson, 7.3.2008 kl. 19:18

9 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Alltaf svo gott að koma heim eftir ferðalag erlendis og anda að sér loftinu Frábær mynd!

Rosalega ertu duglegur að klifra

Margrét St Hafsteinsdóttir, 8.3.2008 kl. 01:20

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Svanur. Takk fyrir fallegan pistil og myndin er meiriháttar falleg. Landið okkar er fallegt á öllum árstímum og við eigum hreint loft og gott vatn. Getur ekki verið betra. Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.3.2008 kl. 19:40

11 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk Margrét og Rósa. 

Á leið minni niður Esjuna s.l. laugardag mætti ég manni um sjötugt sem var að fara sína 13. göngu upp Esjuna þetta árið.  Hann fór víst 86 sinnum á síðasta ári.  Geri aðrir betur!  Vonandi verður maður svona hress ef maður nær hans aldri.

Svanur Sigurbjörnsson, 11.3.2008 kl. 21:25

12 identicon

Þegar gömul fótspor sjást með þessum hætti snjó var venjan í mínu ungdæmi að kalla þetta "harðspora" Harðsporar voru það heillin!

Ellismellur (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 20:53

13 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Það var merkilegt "Ellismellur".   Kannast fleiri við þetta heiti "harðspora" á svona fótsporum?

Svanur Sigurbjörnsson, 14.3.2008 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband