Höfundur
Ég er læknir og læt þjóðfélagsmál mig miklu varða. Uppáhalds gullkorn: "Rökræðan er besta lausnin á hvers kyns rangindum" - Thomas Paine
Vefsíða: http://svanursig.is
Tenglar
Mínir tenglar
- Húmbúkk - efast um furðufyrirbæri Vefrit það sem gagnrýnin hugsun er notuð til að skoða ýmis furðufyrirbæri
- Vefsíða Siðmenntar, félags siðrænna húmanista
- Vefsíða Svans Áhugamál og greinasafn
Bloggvinir
- johannbj
- astan
- mortenl
- kolgrima
- maggadora
- hjaltirunar
- binntho
- andmenning
- prakkarinn
- sigurjon
- peturhenry
- bene
- vest1
- bubot
- truryni
- agustolafur
- thorgnyr
- sigurjonn
- roggur
- svartfugl
- rustikus
- sigurjonsigurdsson
- krizziuz
- eggmann
- kiddip
- vantru
- frisk
- freedomfries
- mitteigid
- sms
- omarragnarsson
- margretsverris
- sjos
- juliusvalsson
- jonsigurjonsson
- egillrunar
- olimikka
- astromix
- organia
- pepp
- sannleikur
- fridaeyland
- ingolfurasgeirjohannesson
- harri
- lillo
- ernafr
- stebbifr
- sigurgeirorri
- vkb
- jevbmaack
- nerdumdigitalis
- steinibriem
- apalsson
- robertb
- sindri79
- fsfi
- gerdurpalma112
- gbo
- malacai
- valgeir
- hehau
- hlynurh
- ugluspegill
- visindavaka
- lucas
- drum
- neytendatalsmadur
- valgerdurhalldorsdottir
- ea
- king
- siggisig
- retferdighed
- salvor
- saemi7
- hilmardui
- ippa
- patent
- tara
- tbs
- partialderivative
- kamasutra
- ziggi
- savar
- gattin
- stjornuskodun
- rabelai
- kolbrunh
- kt
- lalamiko
Ótrúlega hugrökk kona - Wafa Sultan lætur Íslamista heyra það!
3.6.2008 | 19:04
Arabísk-ameríski sálfræðingurinn Wafa Sultan gaf Íslamistum það sem þeir þurfa að heyra á múslímsku sjónvarpsstöðinni Al-Hayad í Kýpur nú 29. maí síðastliðinn. Þettar er kona með bein í nefinu og talar hreint út. Ég hef heyrt hana tala áður á arabískri sjónvarpsstöð og virðing mín fyrir henni fer stöðugt vaxandi. Hún er frelsishetja og baráttukona á borð við þær Irsjad Manji, Maryam Namazie, Taslima Nasreem og Ayyan Hirsi Ali.
Hér er viðtalið við Wafa Sultan:
Hún gagnrýnir m.a. árásina á danska sendiráðið í Sýrlandi fyrir nokkrum árum og það má segja að sú gagnrýni hafi komið á réttum tíma nú þar sem sendiráð Dana í Pakistan varð nú fyrir sprengjuárás á dögunum. Hún er ófeimin að benda á þá staðreynd að það eru trúarbrögðin sem leggja grunninn að þessum vandamálum og ofbeldi. Múslímar þurfa fleiri svona fulltrúa sinnar menningar.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Heimsspeki og siðfræði, Lífsskoðanir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:10 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Eldri færslur
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þetta er sko svöl dama og ég náttlega búinn að pósta þessu hjá mér hehehe
Hún talar reyndar um Jesú sem eðal.. kannski mestu mistök Jesú/NT hafi verið að segja GT í fullu gildi.
Menn geta líka spáð í því hvort Jesú geti virkilega verið tengdur þeim guði sem er í GT, eplið fellur sjaldan langt frá eikinni en miðað við þetta þá flaug eplið þvert yfir hnöttinn.
Það gæti líka verið að guðinn hafi verið í geðveikiskasti í GT, átt rólegri tíð í NT en snappað í lokinn... nú eða bara það að cathars hafi átt kollgátuna
En annars er þetta bara skáldskapur frá a-ö :)
DoctorE (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 19:26
Kaþörum var líka slátrað af Kaþólskum og jafnvel brenndir eftir andlátið, ef þeir snerust ekki. Það er ansi rökrænt hjá þeim að kærleikur og völd geti ekki farið saman. Þetta var meinlætafólk, sem hafði sig lítið í frammi en það fór illa í kaþólikka hvað þeir voru að hugsa í sínu prívat höfði. Svona svipað liberal og militant Islam í dag.
Það er kannski skiljanlegt að konur skuli vera fremstar í andófi sínu gegn Múslímsku guðræði, enda eru þær nánast jafn réttháar og húsdýr þar sem Islamofasisminn er sem verstur. Þarna kemur fram ferskur andblær skynsemi og jarðbundinnar hugsunnar og í samanburði við þær eru þeir Múllar, sem maður sér á Al Jaseera eins og skini skroppnir órangútar.
Al Jaseera gengur erinda Sáda og Bandamanna og hleypa öllum verstu nöttkeisunum að, eins og það sé markvisst verið að grafa undan mannorði Múslima útávið. Það er máske ekki sanngjarnt að mála allann hinn múslimska heim svo neikvæðum litum, sem gert er, en markviss heilaþvottur öfgamanna á ungu fólki slær ekki fagran tón til framtíðar. Wafa er ekki að fara með neitt fleypur þarna og bendir á að fyrirmyndin í spámanninum, Kóranin og fatwa vitleysan stenst ekki allmennt nútíma siðgæði og í ritunum má finna púðrið til hinna verstu óhæfuverka, þótt að ytra byrði sé markmiðið máske göfugt, rétt eins og í biblíunni.
Það má líkja þessu við berkla, sem geta legið í dróma og aldrei valdið einstaklingi sem hefur sýkst, tjóni. En ef réttar aðstæður skapast, þá vaknar vírusinn úr drómanum og fátt fær hann stöðvað fyrr en hann dregur menn ótímabært til dauða. Það lýsir kannski best áhyggjum mínum varðandi kristindóminn og ég sé svo sannarlega merki þeirrar banvænu vakningar.
Þetta er bretland. Palestínskt Barnaefni. Framleitt af Hamas. Er vona að það hylli undir skynsamlega lausn, eða mun ofbeldið vaxa? Það ber að hafa í huga að ég er ekki að draga dám neins hér, en þetta ástand byggir öll á kröfu einnar þjóðar um erfðarétt yfir landi, sem það telur sig hafa frá ímyndaðri persónu, sem er miskunsamur og alvitur en um leið hlutdrægur og miskunnarlaus. Þetta er raunar svo á báða bóga.
Þetta eru eldfim mál, en að mínu mati tákræn fyrir þá reginheimsku, sem skipulögð trúarbrögð koma til leiðar og hafa alla tíð gert. Guð eða ekki guð, er ekki spurningin hér. Það eru ritningarnar, fyrirheitin, forréttinda og aðskilnaðardogmað, sem er ástæðan. Það eina sem ég bið um er að fólk bakki aðeins frá þessu og skoði það með báðar fætu á jörðinni. Kynni sér söguna, hugleiði rökin eða rakaleysið. Dragi frá og hleypi ljósi raunsæis og skynsemi inn.
Trúarbrögð í heiminum eru nánast alfarið orðin að pólitísku afli, ekki síður hjá Hindúum og Búddistum. Það er því vert umhugsunnar það sem Doctore bendir á með karþarana. Verður nokkurntíma hægt að sætta hugtökin kærleik og völd? Ég er sannfærður um að svo er ekki. Það er Akkilesarhællinn.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.6.2008 kl. 20:23
Takk fyrir þessi góðu orð Jón Steinar.
Þá er vert að minnast anababtistanna í Evrópu en þeir komu fram á svipuðum tíma og Lúter og töldu ekki rétt að skíra börn þegar þau höfðu ekki vit til að játast guði. Hjá Zwingli hinum austuríska biskup var þetta dauðasök og ofsóknir hans gagnvart anababtistunum breiddust út um alla Evrópu og þeim var slátrað þar til stefna þeirra og flest fólk var útrýmt. Lúther mótmælti ofsóknum á hendur þeim í byrjun en svo þagði hann bara. Frelsið sem Lúther náði fram var bara fyrir hann, ekki aðra þegar á reyndi, enda taldi hann sig vera með réttu lausnina. Ofsóknir og fjöldamorð anababtista er smánarblettur í sögu kristninnar.
Svanur Sigurbjörnsson, 3.6.2008 kl. 23:45
Svanur.
ÞAð sem syrgir mig hvað mest í þessu öllu er, að í LÖG okkar eru komnar klásúlur viðlíka þeim, sem ég barðist gegn, að væru í lögum annara ríkja.
Við töluðum okkur hása yfir skoðanakúgun og allskonar kúgun. Það eru að vísu ein 35 ár síðan við útskrifuðumst frá MR en baráttan ætti ekki að koðna niður þós vo, að meinið sé hingað komið.
Við þóttum st víðsýnir og flottir, að vilja að í öllum löndum væru heimildir til, að hugsa hvaðeina og að SKOÐANIR væru ekki álitnar espa til voðaverka.
Nú er öldin sú, að slíkt er í okkar LÖGUM.
Nú er hægt að DÆMA TIL REFSINGAR, fangavistar, menn sem hugsa öðruvísi en PC er á hverjum tíma.
Svo erum við að henda steinum í Sovét-,,lýðveldin".
Þvílík hræsni.
Miðbæjaríhaldið
vill að jafnvel B- Bardot, fái að hugsa það sem hún vill og tjá þá SKOÐUN sína að vild.
Líkt og ég vil, að menn megi alveg halda því fram, að þjóðkirkjan þvingi sínum gildum uppá aðra,---þósvo að ég sé því algerlega ósammála.
Bjarni Kjartansson, 4.6.2008 kl. 10:40
þetta sem hún er að benda á um neikvæðnina er alveg rosalega mikilvægt, og hún gengur ekkert smá langt!
við verðum að stofna aðdáendaklúbb svona ofurkvenda Takk fyrir þetta.
Brigide (?) Bardot er líka ein af þeim, hún berst fyrir dýrin sín og vill ekki að þeim sé fórnað í miðaldasiðvenjum. Mikið væri ég nú sáttari við Islömskuna ef hún hætti með dýrafórnirnar, og færi bara almennt að hlusta meira á svona ráðleggingar einsog þessar konur eru með...
Það er líka undursamlegt hvað Jesú er æðislega ólíkur Múdda, hérna er hann reiður:
Jesú hrópaði: “Jerúsalem, Jerúsalem! Þú sem líflætur spámennina og grýtir þá, sem sendir eru til þín! Hversu oft vildi ég safna börnum þínum, eins og hænan safnar ungum sínum undir vængi sér, og þér vilduð eigi. “
við erum hænuungarnir hans Jesú, hver vill ekki vera með í því?
halkatla, 4.6.2008 kl. 12:38
Sæll Bjarni
Mér finnst það ekki skýrt hvað þú átt við en ef þú ert að tala um guðlastslögin þá er ég sammála því að þau eru úrelt. Ég veit ekki hvaða "við" þú ert að tala um og aldrei var ég í MR.
Þó að ýmislegt vanti upp á mannréttindi hérlendis er langur vegur í að líkja lögum hér við sharia lög og við þurfum ekki að fyllast einhverjum vandræðagangi eða samviskubiti yfir hlutunum hér í hvert sinn sem við fjöllum um alvarleg mannréttindabrot erlendis. Vöntun á mannréttindum hér fá sína umfjöllun á öðrum stöðum því er óhætt að treysta.
Svanur Sigurbjörnsson, 4.6.2008 kl. 12:42
Bjarni er að tala um sig og hugsjónamenn samskóla honum býst ég við og er að vísa í heftingu málfrelsis bæði hér og í kringum okkur. Ég tek algerlega undir með honum þar. Fordæmin hlaðast upp. Nú fara menn að eiga lagalega heimtingu a að þagga niður í þeim sem ekki eru á pari með fabúlum ofgatrúaðra. Múslimar eru nýbúnir að sprengja upp sendiráð Dana í Pakistan og sýna af sér fádæma ofstæki og grimmd í nafni trúar sinnar og svo er þaggað niður í Bardot fyrir að mótmæla þessum yfirgangi og skertu málfrelsi um það sem satt er. Ekki nóg með það..þeir eru ekki hættir með teiknimyndahysteríuna, heldur vilja nú stefna fjölda dana fyrir rétt þarna niðurfrá. Þetta verður óforskammaðra með hverri stundu. Ég finn meira segja í mér sjálfum að við það að taka þátt í umræðunni um þetta, þá setjast að mér óræð ónot, sem eiga sér grunn í þessu ofbeldi við þá sem tjá sig um hlutina.
Það er ekki fólk eins og Bardot eða Wafa Sultan, sem eru að egna til haturs. Það eru Múslimir sjálfi. Það er algerlega búið að snúa faðirvorinu upp á fjandann hérna. Ég neita að búa í samfélagi þar sem maður þarf að óttast það að segja hug sinn. Því skal ég berjast gegn þar til ég dett dauður niður.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.6.2008 kl. 12:57
Heyr heyr Jón Steinar. Ég vissi ekki af þessu með Bardot.
Svanur Sigurbjörnsson, 4.6.2008 kl. 13:05
Misvitrir stjórnmálamenn eru að draga okkur aftur í myrkar miðaldir, þeir eru að importa höftum islamista og annarra trúarnötta yfir á okkur, þessu verður að berjast á móti með öllum tiltækum ráðum.
Við getum séð þetta í hnotskurn hér á íslandi hjá kristnum bloggurum.. td Jóni Val sem vil bara að hans skoðun heyrist eða sjáist.
Ritskoðun & heft málfrelsi er það eina sem getur viðhaldið dogma og rugli trúarbragða.
DoctorE (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 14:29
Þetta var stór fínn fyrirlestur hjá Wafa Sultan. Raunar hef ég hlustað á þá nokkra frá henni og ekkert undarlegt þó íslamskir trúarnöttar vilji drepa hana.
Skúli
Sku Sku (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 15:27
Takk Jón Steinar.
Ég vissi svosem vel, að þú ert ekki Stúdent frá MR en samskóla mér voru þeir sem nú stjórna landi og þjóð.
Félagi Össur, félgi Geir og fl.
Mér er ógn af þeim lögum, sem setja skorður fyrir því, sem menn geta lagt fram sem sína skoðun.
ÞAð særir meig ekkert hvað öðrum finnst um mig eða mína. Ef mér finst það svaravert, geri ég það á sama vetvangi en læt að öðrum kosti liggja.
Við sem erum af árgerðunum í kringum 1950 vorum svo upptekin af því, að efast um hvaðeina, því rennurmér svo til rifja, þegar fólk sem er á mínu reki er farið að vilja hafa vit fyrir öðrum og vilja reagera um, hvað menn megi hugsa og segja. Sjásescku var þeirrar gerðpar og hann taldi sig einan vita, hvað væri öðrum fyrir bestu og hvað menn ættu ða hugsa og segja.
Það er aðeins eitt skref frá jungle to the Zoo það er svo ofsalega stutt á milli þess, að vilja ÖÐRUM vel og vilja segja ,,HINUM" til með hvað þeir mega segja eða hugsa.
Pirrar mig ósegjanlega mikið..
Bið síðuhaldara forláts, að dreyfa umræaðunni út um víðan völl en bæði kirkjufaðir minn Lúther og sjálfur Meistarinn, Jesúm, var einmitt inni á því, að menn skyldu ekki sýna meðbræðrum yfirgang og að þó svo að Lögmálið væri ágætt, væri það ekki af Himnum og ekkert í raun þaðan nema Kærleikurinn, sem Nýja Testamenntið heldur afar fallega utanum.
Hann benti okkur á, að hann vildi gefa okkur eitt boðorð og það væri að elska náungann eins og sj´lfa okkur og Herrann af öllum mætti okkar og geði.
Ég veit svosem ekki, hvað er svona ljótt við þessa heimspeki en það gæti svosem verið misskilningur.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 4.6.2008 kl. 15:46
Alltaf gaman að konum sem þora að segja meiningu sína
Margrét St Hafsteinsdóttir, 7.6.2008 kl. 02:06
Eru allir búnir að gleyma ”The Satanic Verses” eftir bresk-indverska
rithöfundinn Salman Rushdie og látunum sem bókin skapaði fyrir ca tuttugu árum?
Þá var allavega ekki um neina spámannsmynd að ræða og ég treysti mér varla til að gera grein fyrir út af hverju uppþotin urðu, en Khomeini eða mullurnar í Íran bannfærðu Rushdie og var fé sett til höfuðs honum og hann gerður réttdræpur af heittrúuðum múslímum. Bæði þýðendur bókarinnar og útgefendur féllu í ónáð og kostaði all nokkra lífið. Man ég eftir norskum útgefenda sem var hótað, gott ef þýðandi bókarinnar á norsku var ekki myrtur, og bókasöfn þorðu vart að hafa bókina sýnilega.
Rushdie var mörg ár eða áratugi í felum og eiginkonan yfirgaf hann enda reyndi mjög á hjónabandið undir þessum kringumstæðum. Elizabet Englandsdrottning dubbaði hann til riddara fyrir nokkru en dauðadómurinn/fatwan er enn í gildi.
Vissulega fékk Rushdie stuðning frá mörgum verjendum ritfrelsis, en Sænska Akademían brást honum 1989 þegar ekki varð samstaða um yfirlýsingu til varnar prentfrelsinu og Rushdie, og ber Sænska Akademían þess merki enn í dag, því þrír af átján meðlimum hennar mótmæltu kröftuglega og yfirgáfu samkunduna. Tveir stólar standa auðir þó tuttugu ár séu liðin, því ”embættið” er ævilangt og ekki hægt að fylla í skarðið meðan rithöfundarnir eru á lífi. Einn þessara þriggja er látinn fyrir nokkrum árum.
Grunar mig að ef internettæknin 1989 hefði verið eins almenn og hún er í dag þá hefðu upphlaupin orðið í líkingu við það sem varð eftir birtingu á Múhammeðmyndunum 2005.
Nei, við skulum halda strangan vörð um prent- og tjáningarfrelsi og láta landslög skipa rétt. Hver vill vera án Monty Pytons ” The Life of Brian” eða Norman Mailers “The Gospel according to the Son”?
Kassandra (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 09:30
Stórkostlegt að sjá þessa konu tala. Það hefur ekki verið einfalt mál fyrir hana að fara þessa leið.
Sönn hetja nútímans.
Halla Rut , 10.6.2008 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.