Höfundur
Ég er læknir og læt þjóðfélagsmál mig miklu varða. Uppáhalds gullkorn: "Rökræðan er besta lausnin á hvers kyns rangindum" - Thomas Paine
Vefsíða: http://svanursig.is
Tenglar
Mínir tenglar
- Húmbúkk - efast um furðufyrirbæri Vefrit það sem gagnrýnin hugsun er notuð til að skoða ýmis furðufyrirbæri
- Vefsíða Siðmenntar, félags siðrænna húmanista
- Vefsíða Svans Áhugamál og greinasafn
Bloggvinir
- johannbj
- astan
- mortenl
- kolgrima
- maggadora
- hjaltirunar
- binntho
- andmenning
- prakkarinn
- sigurjon
- peturhenry
- bene
- vest1
- bubot
- truryni
- agustolafur
- thorgnyr
- sigurjonn
- roggur
- svartfugl
- rustikus
- sigurjonsigurdsson
- krizziuz
- eggmann
- kiddip
- vantru
- frisk
- freedomfries
- mitteigid
- sms
- omarragnarsson
- margretsverris
- sjos
- juliusvalsson
- jonsigurjonsson
- egillrunar
- olimikka
- astromix
- organia
- pepp
- sannleikur
- fridaeyland
- ingolfurasgeirjohannesson
- harri
- lillo
- ernafr
- stebbifr
- sigurgeirorri
- vkb
- jevbmaack
- nerdumdigitalis
- steinibriem
- apalsson
- robertb
- sindri79
- fsfi
- gerdurpalma112
- gbo
- malacai
- valgeir
- hehau
- hlynurh
- ugluspegill
- visindavaka
- lucas
- drum
- neytendatalsmadur
- valgerdurhalldorsdottir
- ea
- king
- siggisig
- retferdighed
- salvor
- saemi7
- hilmardui
- ippa
- patent
- tara
- tbs
- partialderivative
- kamasutra
- ziggi
- savar
- gattin
- stjornuskodun
- rabelai
- kolbrunh
- kt
- lalamiko
Nauðsynlegur aðskilnaður trúarbragða og stjórnmála
21.10.2008 | 20:55
Myndskeiðið hér að neðan sýnir hvers vegna trúarbrögð og stjórnmál fara ekki saman og þ.a.l. hvers vegna trúarbrögð eiga ekki að njóta ríkisverndar.
Konan sem hér situr fyrir svörum kýs McCain og Palin því að þau standa fyrir trú hennar burt séð frá stjórnmálastefnu þeirra. Fyrir henni eru stjórnmálin aukaatriði. McCain mun gera það rétta því hún telur að hann treysti á guð. Hún trúir því blint að guð muni leiðbeina honum og þannig liggi hagsmunir hennar og McCain saman. Hún hefur tekið sér varanlegt frí frá því að hugsa fyrir sig sjálfa í trausti þess að ímynduð vera á himnum beini öllu í réttan farveg. Þannig afsalar hún sér í raun sjálfstæði sínu og því að vera hugsandi manneskja, án þess að gera sér grein fyrir því. Slíkur er máttur trúarinnar. Næsta vor munu þúsundir íslenskra barna játa því að gera "Jesú að leiðtoga lífs síns" við altari trúarlegra ferminga. Að hvaða leyti á barnið að takmarka leiðtogahlutverk Guðs og Jesú?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heimsspeki og siðfræði, Trúmál og siðferði | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Eldri færslur
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einn vinur minn festi rétta frasann yfir svona fólk, "illa menntað íhaldsdrasl." Einnig er skemmtilegt hvað hún talar um trúleysingja og múslima eins og þar sé skrattinn sjálfur mættur.
Kristján Hrannar Pálsson, 21.10.2008 kl. 21:00
Hún er m.a. afleiðing þess þegar vel upplýst fólk situr með hendur í skauti og mótmælir ekki uppgöngu trúarlegra valda í þjóðfélaginu. Þetta er að vissu leyti veruleikinn hér á landi einnig þó í mun minna mæli sé, sem betur fer.
Svanur Sigurbjörnsson, 21.10.2008 kl. 22:04
Ég vil meina að hérlendis standi menn sig vel að stinga uppí þá sem vilja bæta biblíu við lagabókstaf. Vantrúarstrákarnir hafa gert góða hluti í þeim efnum, sem og siðmennt.
Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 22:38
Hún er rosaleg þessi klippa
Heilaþvottur á háu stígi.
Kristinn Theódórsson, 21.10.2008 kl. 23:28
Það er fátt annað hægt en að gráta einfeldni þessarar aumingja konu. Heimsmynd hennar er svo bjöguð og verpt að ekkert skiptir meira máli en trúin. Þessi aumingja kona, og þeir sem fara að hennar dæmi, er meðal þess versta sem Bandaríkin hafa upp á að bjóða. Þetta viðhorf er aðal ástæðan fyrir því að Sarah Palin má alls ekki komast til valda því það er ekki djúpt á sömu skoðunum hjá henni.
Ég hjó eftir því þegar Geir Haarde hélt blaðamannafund í upphafi kreppunnar að hann bað Guð að blessa Ísland. Í mínum huga hefði hann betur ákallað hóp af snjöllum hagfræðingum. Það hefði verið vænlegra til árangurs.
Óli Jón, 22.10.2008 kl. 00:12
Hún sýnir yfirlæti gagnvart húsbónda sínum, kerlingar-uglan. Þrátt fyrir aðskilnað ríkis og kirkju í USA, er ekki til aðskilnaður í hugum margra Bandaríkjamanna rétt eins og fólks víða um heim.
En svona útbreitt hugarfar á Vesturlöndum er sennilega það eina sem blífur gagnvart yfirgangsemi Islamista nú um stundir. Við trúleysingjar fylgjum þeim glaðir í baráttunni. Þegar naivisminn heldur velli eins og gerist þessa dagana í Danmörku, taka öfgasinnaðir andstæðingar sig til og hefja borgaralegar árásir á samkomustaði innflytjenda. Yfirvöld treysta sér ekki til að stemma stigu við yfirgangi innflytjenda sem oft á tíðum krefjast aukinna sérréttinda, sem aftur kalla á aukin útgjöld ríkis og sveitarfélaga og myndun sér hverfa (gettóa) í borgarsamfélögum.
Sigurður Rósant, 22.10.2008 kl. 09:08
Trú kemurí ýmsum myndum
Obama Christ Votive
By Duane Lester • Oct 20th, 2008
Hat tip to Mark Steyn at The Corner via Drudge. Add this to the collection of photos depicting Obama as more than human, or as Louis Farrakhan says, “The Messiah.”
Ragnhildur Kolka, 22.10.2008 kl. 09:27
Trúarbrögð gera fólk heimskt... þau byggja á heimsku of sjálfselsku.
Það má segja að td íslenska ríkið stuðli að heimsku og sjálfselsku þegna þessa lands með því að standa fyrir ríkistrú og innrás hennar í skólakerfið.
Annars var ég búinn að pósta þessari klippu hehehe
DoctorE (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 12:21
P.S. Það má líka segja það með réttu að mbl styður við að það sé logið að að fólki og börnum... já mbl styður við fáfræði og hókuspókus stöff, mbl styður við að hér gangi menn um í kuflum og ljúgi 6000 milljónir út úr þjóðinni.
Þessi færsla mín með rökræðu á milli Hitchens og Turek er bönnuð á heitar umræður... mbl er augljóslega undir stjórn ofurkrissa :)
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/682490/
DoctorE (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 12:26
Munum það að guð er Sjálfstæðismaður . Þetta sagði enn prestur í Hvítsunnuhreyfingunni .
Vigfús Davíðsson, 22.10.2008 kl. 13:17
Samkvæmt Gallup könnun feb-mars 2004 sem stofnanir Þjóðkirkjunnar létu gera, er hæsta hlutfall kristinna í Framsóknarflokknum og það næst hæsta í Sjálfstæðisflokknum. Þar sem Framsókn er valdlaus er líklegt að kristnir kjósi xD þó svo fjárhagsleg frjálshyggjustefna þeirra hafi nú beðið stórt skipbrot og útfærsla þeirra á útrásinni djörfu of háskaleg og laus í reipunum. Skyldi Guð hafa staðið á bak við hrun bankanna, svona rétt til að refsa Mammon? Kristnir munu ávallt hafa réttlætingar tilbúnar. Ó, hve guð er mikill!
Svanur Sigurbjörnsson, 22.10.2008 kl. 17:04
Viti menn! Spá mín rættist um að kristnir myndu kenna Mammon um fall útrásarinnar. Kíkið á færslu 17 (conwoy) við grein mína um "Fund um kennslu í kristinfræði, siðfræði og trúarbragðafræði" Ég vissi ekki af þessu áður en ég skrifaði færslu 12 hér að ofan.
Svanur Sigurbjörnsson, 22.10.2008 kl. 17:21
"Að hvaða leyti á barnið að takmarka leiðtogahlutverk Guðs og Jesú?" – Álfalega spurt, Svanur. Það á ekki að takmarka það 'hlutverk'.
Svo sannarðu ekki eitt né neitt með einu dæmi. Það er enginn vandi að finna stjörnuruglaða trúleysingja og leiða þá fyrir vídeómyndavélar. En kristin trú er ekki fráskilin siðferði og réttri hugsun um samfélagið. Og sannarlega eru fósturvígsbarátta Obama og fósturverndarstefna annarra ekki eitt og hið sama. Spurning kristinna er því ekki aðeins um trú frambjóðenda (sbr. Joe Biden, sem kallar sig þó kaþólikka), heldur líka verk þeirra og siðferðislega meginafstöðu. En um bandarísku kosningamálin hef ég fjallað HÉR.
Jón Valur Jensson, 27.10.2008 kl. 06:47
Jón Valur: Á það s.s. ekki að vera möguleiki í stöðunni að barnið geti metið fyrir sig hvort Guð/Jesús (eða önnur átrúnaðargoð) eigi að vera leiðtogar þess eða hvort það geti takmarkað það með einhverjum hætti? Á bara að leggja þennan eina möguleika fyrir barnið? Allt eða ekkert? Ætli afstaða þín sé ekki það eina sem telja megi álfalegt hér? :) En þetta er líklega helsta ástæða þess að kristnir eru svo þrásæknir í trúboð í skólum. Börnin geta ekki valið fyrir sjálf sig. Og það er gott þegar maður er trúboði.
Hvað varðar siðferði og kristna trú, þá er ekkert jafnaðarmerki þar á milli. Ég veit að trúaðir telja sig hafa einkarétt á almennu siðgæði í gegnum átrúnað sinn, en fátt er fjær sanni. Trúin, og kannski sér í lagi sú kristna, hefur í gegnum aldirnar slípað siðgæði sitt og aðlagað að straumum og stefnum samtímans; eignað sér það sem hentar og hafnað því sem ekki hentar. Kristið siðgæði er þannig bara samtíningur gamalla og góðra gilda, og nokkurra afspyrnu vondra, sem lifðu löngu áður en kirkjan bægslaðist fram á sjónarsviðið og munu lifa hana í fyllingu tímans. Ekkert frumlegt þar á ferð og ekkert sér kristið.
Hvað varðar bandarísk stjórnmál, þá hefur skjaldmey 'rétttrúaðra' verið hrakin af velli sem fádæma vitleysingur og vilja fyrrum samherjar hennar nú ekki vita neitt af henni. John McCain mun alla sína tíð gráta þá stund elliglapa (e. senior moment) þegar hann valdi Sarah Palin sem meðreiðarmær sína. Ekki gat hann séð fyrir hve illa Goszilla frá Wasilla myndi reynast honum :) Þessi merkisberi skertra réttinda kvenna er sannarlega 'glæsilegur' fulltrúi þess sem þú mælir fyrir. En líklega er hún það besta sem hægt er að draga fram úr þessum hópi. Sem er skelfilegt. En viðbúið.
Óli Jón, 30.10.2008 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.