Siðmennt aðili að Mannréttindaskrifstofu Íslands

Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:

---------------------------------------------------

Siðmennt aðili að Manréttindaskrifstofu Íslands

Aðalfundur Mannréttindaskrifstofu Íslands MRSÍ, sem haldinn var í byrjun desember, samþykkti að veita Siðmennt, félagi siðrænna húmanista á Íslandi, aðild að samtökunum.

Starf MRSÍ að mannréttindamálum fellur vel að grundvallar baráttumálum húmanista sem flest snerta mannréttindi á einn eða annan hátt. Starfssemi MRSÍ, sem óháðs aðila, hefur verið ein af meginstoðum mannnréttindastarfs á Íslandi en þrátt fyrir það hefur starfssemin ekki notið óskoraðs stuðnings stjórnvalda til þess að sinna mikilvægu hlutverki sínu.

Starf húmaniskra samtaka eins og Siðmenntar hefur fyrst og fremst snúið að grundvallar mannréttindum s.s. lýðræði, trúfrelsi m.a. baráttu fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju og baráttu gegn trúboði í skólum, jafnræði samkynhneigðra í þjóðfélaginu, jafnræði lífsskoðanna, jöfnum réttindum kvenna og karla, réttindi fatlaðra á við aðra í þjóðfélaginu svo stiklað sé á nokkrum baráttumálum. Þá hefur Siðmennt hvatt til að heimilaðar verði stofnfrumrannsóknir til þess að nýta megi vísndauppgötvanir til þess að auka möguleika á því að minnka þjáningar fólks sem veikist af alvarlegum sjúkdómum eins og Alzheimer, Parkinsonsveiki og aðra alvarlega sjúkdóma. Helsta baráttumál Siðmenntar nú er að félagið öðlist jafnan rétt á við önnur trúar- og lífsskoðunarfélög með lagasetningu þar um.

Aðalfulltrúi Siðmenntar í stjórn MRSÍ er Bjarni Jónsson en Hope Knútsson er varafulltrúi.

----------------------------------------------------------------------

Húmanistaviðurkenningin 2006Ég fagna með Siðmennt í tilefni þessa góða áfanga í starfi félagsins.  Siðmennt hefur nú í tvö ár veitt sérstaka húmanistaviðurkenningu þeim sem hafa skarað fram úr í mannréttindabaráttu á Íslandi.  Í fyrra var Samtökunum '78 veitt viðurkenningin fyrir ötula baráttu fyrir samkynhneigða og í ár var Ragnari Aðalsteinssyni hdl veitt viðurkenningin fyrir áralanga mannréttindabaráttu á lagasviðinu.  

Það er von mín að ríkistjórnin rétti hlut MRSÍ og veiti þeim mun meira fjármagn til rekstrar en áður hefur verið.  MRSÍ er undirmönnuð en þar er unnið mikið og gott starf undir framkvæmdastjórn Guðrúnar D Guðmundsdóttur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband