Nokkrar tilvitnanir til heiðurs skynseminni
26.6.2009 | 02:20
Það er gott að orna sér stundum við hnyttin eða skörp orð fólks sem vissi hvað það söng, ekki síst nú á tímum þegar þrátt fyrir allt upplýsingaflæðið, vaða hindurvitnin og sjálfsblekkingarnar um allt. Hér fara nokkrar tilvitninar í merka menn sögunnar.
Thomas Jefferson, 3. forseti Bandaríkjanna er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann skrifaði í bréfi einu til yngri manns sem hann var að gefa ráðleggingar:
Með djörfung skaltu draga í efa jafnvel tilveru guðs; því ef slíkur er til, þá hlýtur hann að halda í heiðri notkun skynseminnar, frekar en að blinda hana með ótta.
Rithöfundurinn George Bernard Shaw skrifaði:
Sú staðreynd að hinn trúaði sé hamingjusamari en efahyggjumaðurinn er engu nær lagi en sú staðreynd að drukkinn maður er hamingjusamari en sá allsgáði.
Stærðfræðingurin, heimspekingurinn, sagnfræðingurinn og nóbelsverðlaunahafinn Bertrand Russell sagði:
Eftirsóknarverður er ekki viljinn til að trúa, heldur löngunin til að finna út um hlutina, sem er alger andstæða þess.
Hér er eitt snoturt frá Charles Darwin, sem átti 200 ára fæðingarafmæli fyrr á árinu:
Ég get ekki sannfært sjálfan mig um að góðviljaður og almáttúgur Guð hefði með hönnun skapað ... það að kettir skuli leika sér að músum.
Rokkarinn kunni og háðfuglinn Frank Zappa sagði:
Munurinn á trúarbrögðum (religions) og sértrúarsöfnuðum (cults) ræðst af því hversu miklar fasteignir þeir eiga.
Ég gef svo Benjamin Franklin einum af "landsfeðrum" Bandaríkjanna, síðasta orðið:
Eina leiðin til að opna augun fyrir trú er að loka augum skynseminnar
Góðar stundir!
Svanur
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heimsspeki og siðfræði, Lífsskoðanir, Trúmál | Breytt s.d. kl. 02:47 | Facebook
Athugasemdir
Maður gæti hugsanlega skilið smá þá trúuðu ef bækurnar þeirra væru ekki algerlega fáránlega, rétt eins og að kim Il í Norður kóreu hafi skrifað þær :)
DoctorE (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 07:56
Takk fyrir þetta, Svanur. Vel mælt hjá þeim.
Hér er smá áskorun handa þér : Næst grefur þú upp tilvitnanir í konum um skynsemi og trúmál ;-)
Morten Lange, 26.6.2009 kl. 13:41
Já ég uppgötvaði þegar ég var búinn að setja inn allar tilvitnanirnar að þetta var allt frá körlum, þannig að næst finn ég fleyg orð frá merkum konum. :-)
Svanur Sigurbjörnsson, 26.6.2009 kl. 15:57
The doctor doth protest too much.
Ragnhildur Kolka, 26.6.2009 kl. 19:54
“Eskimo: "If I did not know about God and sin, would I go to hell?" Priest: "No, not if you did not know." Eskimo: "Then why did you tell me?"”
Annie Dillard
DoctorE (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 21:50
Ég var mjög hrifin af þessu Svanur. Guð er ekki til neins staðar nema í hjarta fólks og góðu alheimsorkunni.
Góða alheimsorkan er öllum aðgengileg ef fólk lærir að nota hana og trúarflokkum er mjög illa við að fólk fatti að ekki sé hægt að þvinga með að lokað verði á hana með hótunum trúarflokka, sem því miður tengjast oft stjórnmálum og valdagræðgi.
Við þurfum að kunna á alheimsorkuna en ekki með fölsku trúarkjaftæði.
Guð veri með þér og okkur öllum eða réttara sagt alheimsorkan sem er kölluð guð. og ég man ekki hvað allir þessir trúarflokkar heita. Ég kemst vel af án þeirra en kemst ekki af án alheimsorkunnar. það kalla ég að vera raunverulega trúaður.
þú ert heimsspekingir í þér en ekki bara læknir.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.6.2009 kl. 22:04
Ekki eru allar ferðir til fjár, sagði bóndinn á leiðinni í fjósið.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 26.6.2009 kl. 22:14
Bros til þín Ragnhildur :-)
Sniðug saga DoktorE
"alheimsorkan"? "alheimsorkan sem er kölluð guð"? "raunverulega trúaður"? Ég er ekki alveg á þessari línu Anna Sigríður því trúaður á æðri mátt þarf ég ekki að vera, hvort sem að það heitir guð eða alheimsorka.
"Spooky language" hefði George Carlin heitinn sagt. Megi minning hans lengi lifa! ;-)
Svanur Sigurbjörnsson, 27.6.2009 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.