Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Fyrirlestur Maryam Namazie í Odda 6. sept 2007

Hér að neðan fer upptaka mín á fyrirlestri Maryam Namazie í Odda, Háskóla Íslands, þann 6. september s.l.

Fyrirlestur hennar fjallaði m.a. um Ráð fyrrum múslima, baráttuna gegn pólitísku Íslam og réttinn til þess að láta af trú.  Henni var ákaflega vel tekið á þessum fundi sem fór frami fyrir troðfullum sal.  Ég birti fyrirspurnartímann síðar.


Fyrirspurnir til Maryam Namazie á Hallveigarstöðum

Hér að neðan fer videoupptaka mín frá fyrirspurnartíma á fyrirlestir Maryam Namazie að Hallveigarstöðum 5. september s.l.  Fundurinn var haldinn í boði Kvenréttindafélgas Íslands og fjallaði aðalega um blæjuna og stöðu kvenna í löndum þar sem Islam er við lýði.

Ég vil hvetja alla landsmenn til að kynna sér hvað Maryam Namazie hefur að segja því það hefur mikið gildi hvað stefnumótun og afstöðu við hér á landi viljum taka til mikilvægra mannréttindamála og hvernig við eigum að berjast gegn yfirgangi Islamista og bókstafstrúarfólks sem vill koma trú sinni í hið opinbera kerfi og fá pólitísk völd.


Merkur fyrirlestur Maryam Namazie

Hér fer fyrirlestur írönsku baráttukonunnar Maryam Namazie sem hún hélt á Hallveigarstöðum í gær í boði Kvenréttindafélags Íslands.  Þetta er mín upptaka en því miður voru birtuskilyrði ekki þau bestu á tökustað.  Maryam er hingað til lands komin í boði Siðmenntar, Alþjóðamálastofnunar og Skeptikus.  Þýðing mín á grein hennar um sama efni, þ.e. blæjuna og Íslam má lesa á vef Siðmenntar.

Ég vil hvetja alla til að hlusta á þennan 22 mín fyrirlestur um efni sem margir Íslendingar hafa litla þekkingu á en er sérlega gagnlegt að fræðast um þar sem heimurinn "smækkar" með hverjum deginum sem líður.

Ég mun setja hér síðar fyrirspurnahlutann.   Sjá einnig viðtal Kastljóss við hana í gærkveldi 5. sept.


Egill fer röklausum hamförum

Egill Helgason "í Silfrinu" fer hamförum í túlkun sinni á Richard Dawkins og Vantrú á bloggsíðu sinni.  Þar heldur hann ýmsu fram án frekari rökstuðnings.  Hér ætla ég aðeins að fjalla um þessa færslu Egils því hann býður ekki uppá athugasemdir á eigin bloggi.  Pistill Egils heitir "Ofstæki" og fer hér að neðan skáletraður og með mínu athugasemdum á milli.

"Ofstæki

richardgalapagosdiary.jpg

"Vandinn við Richard Dawkins er að hann er síst minni ofstækismaður en margt af því fólki sem hann er að fjalla um."

Hér ruglar Egill saman sterkum áhuga og ofstæki.  Margir falla í þess gildu dómgreindarleysis.  Dawkins er einarður baráttumaður gegn haldvillum trúarbragðanna og gervivísindanna.  Hann fjallar um þessi mál á opinskáan og gagnrýnin máta rétt eins og Egill leyfir sér að gagnrýna stjórnmálin hart.  Hvað er ofstæki í huga Egils?  Er það skoðun sem er öðruvísi en hann á að venjast (en ekki endilega röng) eða er það skoðun sem veldur skaða og er hættuleg?  Hvernig getur Egill sagt að Dawkins sé eitthvað í líkingu við morðóða talibana eða hómófóbíska Evangelista?  Dawkins er harður af sér en málstaður hans er sú hógværa krafa að fólk láti af blindri trú og kukli.  Það virðist því miður vera til of mikils mælst að áliti Egils.  Annars skil ég ekki þessi orð hans því hann færir hreinlega engin rök fyrir þeim

"Nýskeð var ég í Glastonbury sem telst vera miðstöð nýaldarfólks og alls kyns kukls. Mér fannst þetta bara frekar vinalegt."

Já, það er vinalegt að sjá fullt af vel meinandi fólki reyna að bæta heilsu annara en það er bara toppurinn á ísjakanum.  Lítur Egill ekki undir yfirborðið í þessum málum eins og honum er svo tamt að gera í stjórnmálunum?  Er Egill blindur hvað nýaldarkuklið varðar?  Það kukl sem nýaldarbylgjan endurfæddi veldur geysilegum fjárútlátum og skemmdum á menntun þjóðarinnar.  Líkt og órökstuddar trúarhugmyndir er kuklið kerfi haldlausra hugmynda sem tefja framfarir og skaða á endanum.  Í besta falli eru þær meinlausar lyfleysur en margt verra hlýst af þeim eins og ég hef fjallað um hér í fyrri færslum.

Ég get hugsað mér svo ótalmargt verra sem fólk getur fundið sér til að gera. Það geta ekki allir verið skynsamir.

Já vissulega er hægt að hugsa sér margt verra en það gerir ekki vitleysuna betri fyrir vikið og ekki er gott að hún breyðist út.  "Það geta ekki allir verið skynsamir"  Hvílík uppgjöf!  Er þá bara í lagi að gera ekki neitt til að bæta skynsemi fólks?  Ég vildi gjarnan bæta skynsemi Egils því að hann hefur trúlega nóg af gráu efni innanborðs til að meðtaka rök. 

Í þessu felst líka ákveðin þversögn. Dawkins og hans fólk (sem mér liggur við að kalla sértrúarsöfnuð) er mjög uppsigað við það sem má kalla trúarþörf. En sóknin í nýaldargutlið ber vott um mikla þörf fyrir að trúa – við getum jafnvel kallað það trúgirni.

Aftur ruglar hér Egill og sér ekki muninn á áhuga og trú.  Hver er þversögnin?  Ég er ekki nógu gáfaður til að sjá hana í skrifum Egils.  "Dawkins og hans fólki" er ekki uppsigað við trúarþörfina, heldur trúarhugmyndirnar sem slíkar.   Egill þarf að skoða myndbönd Dawkins og lesa bók hans The God Delusion vandlega áður en hann kastar svona rugli fram.   Dawkins tekur fyrir þessa þörf sem eina af hugsanlegum ástæðum fyrir sókn fólks í trú.  Um þessa þörf hefur farið fram mikil umræða og er þörfin ekki endilega sókn í trú upprunalega, heldur þörf fyrir huggun og sýn á eitthvað til bjargar.  Dawkins bendir á að það séu aðrar leiðir en trú til að fullnægja sömu þörf.

Ljóst er að Egill ber ekki mikla virðingu fyrir "nýaldargutlinu" eins og hann kallar það en hann getur ekki unað "Dawkins og hans fólki" að gagnrýna það af krafti.  Þá er það "ofstæki".   Ég vil hvetja Egil til að skilgreina betur fyrir sjálfum sér hvert hann vill að fólk stefni og koma með einhver rök þegar hann gagnrýnir góða fulltrúa rökhyggju og skynsemi á borð við Dawkins og Vantrú.


Eru sáðkorn villimanna á meðal vor?

Titillinn er minn en ég vil með þessari færslu vísa á grein Sam Harris, The sacrifice of Reason, í The Washington Post nýlega.  Þar rekur hann hvernig fornir menningarheimar hafa jafnan fórnað Sam Harrismannslífum til að þóknast guðunum og hvernig kristnin nýtti sér þá hugmynd einnig.  Þá vitnar hann í nýleg bréf "Móður Theresu" sem nýlega hafa verið gerð opinber, en í þeim lýsir hún djúpum efa um tilvist Guðs og að hún í raun trúi á hann.  Lokasetning Sam Harris er hreint frábær. 

Ég las bók hans "The End of Faith" og mæli ég með henni fyrir þá sem vilja kynna sér gagnrýni á trúarbrögð frekar.


Mér er óglatt

Á vefsíðunni Atheist Media Blog rakst ég á myndina sem ég hef sett hér að neðan.  Ég hafði heyrt um hreyfingar í USA og Noregi á meðal kristinna manna sem styðja einhliða Ísraelsmenn í Miðausturlöndum og trúa því að múslimar sé hið illa.   Þetta fólk trúir bókstaflega á endalok heimsins og að Kristur komi aftur.  Allt þetta var frekar ótrúlegt og fjarlægt þannig að ég hélt að þetta væri einhver fámennur, valdalaus hópur en videoið hér sýnir að svo er alls ekki raunin.  Nokkrir af valdamestu og áhrifamestu mönnum USA eru beint tengdir þessari hræðilegu trú og þ.á.m. Joseph Lieberman öldungardeildarþingmaður frá Connecticut sem hefur verið framarlega í framboði til tilnefningar til forsetaframboðs undanfarnar 2 kosningar.  Hann er gyðingur en ég hélt að hann væri skynsamur og tæki ákvarðanir út frá veraldlegu siðferði.  Ég hef oft séð hann tala í USA og virtist hann vera með þeim skárri pólitíkusum sem ég hef hlustað á þar.  Það var svekkjandi að sjá hann í þessum félagsskap.  Þessi mynd erti vagus-taugina mína.

Rapture ready: The Christians United for Israel Tour


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband