Hugljúf stund hjá Siðmennt

Það var hugljúf stund í dag með alþingismönnunum Þór Saari, Birgittu Jónsdóttur, Margréti Tryggvadóttur (öll xO) og Lilju Mósesdóttur (xVg).  Einnig var þarna varaþingmaður Hugvekja JóhannsBorgarahreyfingarinnar Katrín Snæhólm Baldursdóttir.  Þetta kjarkaða fólk sem þorði að brjóta sig út úr áratugagömlu "rituali" fyrir setningu Alþingis, lét ekki stýrast af hefðarrökum ("af því að svoleiðis hefur það verið gert á Íslandi") og meirihlutaþrýstingi til þess eins að virðast samheldin.  

Alþingi og trúarbrögð eiga að vera aðskilin og því ber þingmönum ekki skylda að sækja messu í tengslum við starf sitt.  Í annan stað eru mun fleiri lífsskoðanir en sú kristna og margir þingmenn eru ekki kristnir.  Það á því ekki að beita félagslegum þrýstingi á það fólk sem hefur aðrar skoðanir en þá kristnu til að mæta í Dómkirkjuna. 

Heppilegast er að Alþingi hafi ekki nein tengsl við lífsskoðunarfélög á þennan máta, en á meðan þingið vill fara í messu er til bóta að til sé veraldlegur valkostur óháður trúarbrögðum.  Siðmennt veitti þann valkost í dag og tókst vel til þó auðvitað hefðu fleiri alþingismenn mátt iðka frelsi sitt.

Hugvekja Jóhanns Björnssonar er birt á síðu Siðmenntar.  Myndband af því verður birt síðar.


mbl.is Óþarfi að blanda Guði inn í þinghaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í átt að jafnræði

Þó lítill tími væri til undirbúnings ákvað stjórn Siðmenntar að bjóða nýkosnum alþingismönnum valkost við trúarlega guðsþjónustu fyrir setningu Alþingis í dag föstudaginn 15. maí kl 13:30.  Á sama tíma geta þeir alþingismenn/alþingiskonur sem vilja, trítlað yfir á Hótel Borg og hlustað á hugvekju Jóhann Björnssonar, heimspekings og athafnarstjóra hjá Siðmennt um mikilvægi góðs siðferðis í þágu þjóðar.  Þessi stundi í boði Siðmenntar verður að mestu óformleg og frjálsleg.  Þingmennirnir fá léttar veitingar og geta spjallað saman eftir hugvekjuna þar til tími er kominn til að trítla inn í sal Alþingis á ný til setningar þingsins.  Þetta er því svolítið í anda þess að vera frjáls undan því að klæðast bindi í þingsal, þau auðvitað búist ég við að allir verði prúðklæddir við setninguna.

Samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár ríkir hér trúfrelsi og er það í raun svo, en það segir ekki alla söguna.  Ef við tökum dæmi úr öðru þá sést að það er ekki nóg að hafa atvinnufrelsi ef enginn vill ráða þig.  Það er ekki nóg fyrir konur að hafa sama rétt til sömu launa og karlar ef í rauninni er þeim mismunað.  Þannig er það með lífsskoðunarmálin (trúarlegar eða veraldlegar lífsskoðanir).  Við megum hafa þá sannfæringu að trúa ekki á guð eða annan æðri mátt, en ríkið, með lögum sínum, setur trúlaust fólk í 3. flokk á eftir trúuðu fólki í trúfélögum utan þjóðkirkjunnar sem er í 2. flokki á eftir 1. flokki sem er fólk í þjóðkirkjunni.  Þetta fyrsta flokks fólk fær gríðarlegan fjárstuðning til kirkju sinnar, sem er langt umfram það sem annars flokks fólkið fær og að auki fá prestar fyrsta flokks fólksins sérstök tækifæri til að messa yfir þjóðinni í ríkisfjölmiðlum og ganga við hlið forseta þjóðarinnar og leiða þingmenn inní kirkju sína fyrir hverja setningu Alþingis og boða þeim fagnaðarerindið.  Hin trúfélögin, 2. flokks þegnar í þessu tilliti, fá engin slík félagsleg forréttindi þó vissir söfnuðir hafi jú fengið að messa í útvarpinu öðru hvoru í gegnum árin.

Líkt og dalítarnir (lægst setta stéttin) í Indlandi, verða siðrænir húmanistar á Íslandi að þola óréttlæti og ójöfnuð þó ólíku stigi sé saman að jafna, en Siðmennt er eina lífsskoðunarfélagið sem fær ekki neitt frá ríkinu.  Eini styrkurinn sem Siðmennt hefur fengið frá opinberum aðila var húsaleigustyrkur vegna kennsluhúsnæðis fyrir borgaralega fermingu, frá Reykjavíkurborg í 3 ár, en hann var felldur niður í ár, án sérstakra útskýringa.  Það olli mörgum foreldrum barna í borgaralegri fermingu sárum vonbrigðum því kostnaðurinn dreifðist á þá.  Á meðan þetta gerðist var kirkju einni í bænum afskrifaðar skuldir upp á um 17 milljónir króna.  Ágætis bónus það ofan á jöfnunarsjóð og kirkjusjóð, sem þjóðkirkjan fær aukretis við sóknargjöldin.  Prestar eru á launum hjá ríkinu við sína fermingarfræðslu en foreldrarnir bera kostnað við hófleg laun kennara í fermingarfræðslu Siðmenntar.  Siðmennt gefur börnum val, en ríkið styður einungis við val þeirra sem "leitast til við að gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns". 

Nú mun Siðmennt veita þingmönnum val.  Smekkleg og hógvær veraldleg hugvekja um siðferðisleg málefni þjóðar verður flutt á Hótel Borg fyrir þá alþingismenn sem ekki eru kristinnar trúar og vilja eiga notalega stund án þess að hlusta á boðun trúar eða vera óbeint beðnir að biðja bæna eða syngja sálma, þ.e. taka þátt í athöfn sem hæfir ekki lífsskoðun þeirra.  Það er ljóst að sumir þingmenn Borgarahreyfingarinnar voru ekki að finna sig í hefðinni.  Birgitta Jónsdóttir, alþingiskona segir á bloggi sínu:

Ég ætlaði ásamt nokkrum þingfélögum að vera úti á Austurvelli í stað þess að sækja messuna - finnst persónulega ekki rétt að blanda saman trúarbrögðum og þinghaldi. Veit að þetta er hefð og allt það en mér ber að fara eftir minni eigin siðferðisvitund varðandi þingstörf.

Ímyndið ykkur að Alþingi er í raun samkvæmt venjuhefð að bjóða uppá trúarlega athöfn sem alls ekki passar öllum þingmönnum og jafnvel þó þeir væru kristnir gæti verið að þeir vilji ekki blanda saman þingstarfinu og trúarbrögðum, með réttu.  Ímyndið ykkur hversu neyðarlegt það er að setja þá þingmenn sem ekki eru kristnir í þá stöðu að þurfa að sitja eftir eða standa á Austurvelli til þess að fylgja sannfæringu sinni!  Hvernig ætli Birgittu muni líða, standandi í fámenni á Austurvelli, gagnvart hinum nýja vinnustað sínum, sem er "á mála" hjá einu trúfélagi, einni trúarskoðun og hefur þar forsetann í liði með sér einnig?  Líðanin er líklega ekki ósvipuð og hjá hjá barni sem sökum lífsskoðunar foreldra sinna þarf að sitja eitt þegar bekkjarfélagar hennar lesa valda kafla úr Biblíunni í kristinfræði eða hlusta á káta djákna spila og syngja Áfram Kristmenn krossmenn! fyrir hin börnin í leikskólanum. 

Ísland hefur aldrei stigið aðskilnaðarskref ríkis og kristinnar kirkju til fullnustu og þjóðin hefur aldrei fengið að kjósa um málið.  Það þarf reyndar ekki að kjósa um slíkt mál því að hér er um að ræða einfalda kröfu um að gera tvennt:

  1. Aðskilja vald í samræmi við þær kenningar um lýðræðisríki sem hugsuðir og framámenn Upplýsingarinnar (1650-1850) kenndu okkur.  Það nægir ekki að aðskilja bara löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald, heldur þarf að aðskilja vel hið gamla kóngs-prests-vald með því að halda algeru trúarlegu hlutleysi og jafnræði innan hinna veraldlegu skipuðu ríkisstofnana.  Þessi aðskilnaður þarf að vera bæði fjárhagslegur og félagslegur.  Þetta skyldi Thomas Jefferson þegar hann og stofnendur Bandaríkjanna bjuggu til stjórnarskrá þar í landi sem innihélt ekki orð um guð og mismunaði ekki þegnunum eftir lífsskoðunum þeirra.
  2. Að algert jafnræði ríki í meðhöndlun ríkisins gagnvart trúarlegum og veraldlegum lífsskoðunarfélögum.  Ríkið á sem minnst að hafa afskipti af lífsskoðunarfélögum og nota fé skattgreiðenda fyrst og fremst í uppbyggingu mennta-, heilbrigðis- og félagskerfis.  Á lingói mannréttindafrömuða kallast þetta "krafan um jafna meðferð".  Hún hefur algeran forgang og ef ríkið/fólkið ákveður að styðja við lífsskoðunarfélög á að gera það þannig að öll fái það sama.

Þetta var lærdómur Upplýsingarinnar og nútímans eftir heimsstyrjaldirnar.  Með þessi sjónarmið í huga var veraldleg yfirlýsing um mannréttindi allra samþykkt af Sameinuðu Þjóðunum arið 1948.  Sum lönd eins og Frakkland tóku þessar hugsjónir alla leið en Norðurlöndin gátu ekki brotist undan áhrifamætti og fjárhagslegum ítökum hinnar evangelísk-lútersku kristnu kirkju og mynduðu með henni eins konar fyrirskipað hjónaband.  Norðmenn hafa bætt talsvert jafnræðismálin og Svíar hafa lagt niður þjóðkirkjufyrirkomulagið.  Með losun tabúa um umræður um trúmál undanfarin 10-15 ár eru þjóðirnar smám saman að sjálfmennta sig um þessi mál því ekki eru jafnræðismál kennd í skólum.  Brétar losuðu sig við guðlastslögin sín fornu í fyrra og þess sér víða merki að það eru að renna upp nýjir tímar.  Nú er svo komið að þjóðkirkjan hefur rétt undir 80% skráningu og samkvæmt könnun hennar via Gallup árið 2004 eru 19.6% þjóðarinnar trúlausir.  Ljóst er að sjálfkrafa skráning ungabarna í trúfélag móður stenst ekki siðferðislegar kröfur um að hér sé um meðvitaða ákvörðun að ræða, gerða af báðum foreldrum og að börn séu ekki stimpluð eftir skoðunum foreldra, ekki frekar en þau eru gerð það í tilviki stjórnmálanna.  Engum dytti í hug að segja:  "þetta er Sjálfstæðisbarn" eða "Samfylkingarbarn".  Báðir stjórnarflokkarnir hafa á stefnuskrá sinni að jafna stöðu lífsskoðunarfélaga og því verður fróðlegt að fylgjast með þessum málum á Alþingi næstu misserin.  Aðkallandi efnahagsvandi útheimtir athygli þingsins, en það mun koma að því að mannréttindin fái sína daga. 

Til hamingju Siðmennt og allir þeir sem vilja eiga val um annað en ríkistrúnna!  Hvort sem nokkur þingmaður mætir eða ekki í hugvekju Siðmenntar þá er blað brotið í sögu landsins með þessu boði félagsins.  Ég veit að vinur minn Jóhann Björnsson, heimspekingur, kennari og athafnarstjóri hjá Siðmennt mun gefa þingmönnum gott hugarfóður blandað með nokkrum broskítlum í hugvekju sinni fyrir þau mikilvægu störf sem framundan eru á Alþingi.


mbl.is Hugvekja í stað guðsþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mögulega skaðleg fyrirsögn fréttar

Dr. Amen á bunka af umfjöllunum á skottulækningavaktinni, en það er margverðlaunuð vefsíða sem inniheldur gagnrýni á alls kyns skottulækna og kuklara víða um heim.

Vinsamlegast kynnið ykkur þessa rannsókn og gagnrýni á hana áður en þið hellið niður kaffinu.  Wink

Það er ekki sérlega ábyrgt af mbl.is að koma með þessa frétt án þess að kanna gagnrýni á rannsóknina áður.  Erlendis er til grein blaðamennsku sem sérhæfir sig í heilbrigðismálum og ábyrgum fréttum af þeim, en því miður bólar ekki á neinu slíku hérlendis.  Aftur og aftur sér maður bullið etið upp eftir erlendum ógagnrýndum erlendum heimildum.


mbl.is Kaffi skaðar heilann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dugnaður

Ég byrjaði fyrir rúmum 6 vikum að æfa svokallað Cross fit undir leiðsögn þjálfara í Sporthúsinu Kópavogi.  Þetta hefur verið erfiður tími því maður tekur miklu meira á því og gerir hluti sem maður taldi óhugsandi undir leiðsögn þeirra góðu þjálfara sem sjá um æfingarnar.  Þetta er alhliða þrek og skilar mjög mikilli starfsorku og getu til margs kyns áreynslu, t.d. fjallgöngu.   Árangurinn lætur heldur ekki á sér standa og ég hef tekið talsverðum framförum frá því nánast zero-ástandi sem ég var í mælt út frá þreki. 

Konan mín er einnig í þessum æfingum (er miklu betri en ég) og benti mér nýlega á myndbandsbút af fötluðum manni sem kallar ekki allt ömmu sína.

Hér er myndbandið.  Ef þessi vilji og dugnaður þessa illa leikna manns er ekki hvetjandi, þá er ekkert hvetjandi.

 http://media.crossfit.com/cf-video/CrossFitJournal_WarriorAdvantagePre.wmv

Er maðurinn ekki ótrúlega duglegur?


Bréf baráttukonu

Baráttukonan og húmanistinn Maryam Namazie sendi mér og fleiri stuðningsmönnum bréf í vikunni sem á erindi til allra þeirra er vilja leggja mannréttindabaráttu kvenna lið.  Hún er einn af forvígismönnum samtakanna „Council of Ex-Muslims in Britain” og hefur sýnt mikið hugrekki í baráttunni gegn trúarlega boðuðum mannréttindabrotum.  Maryam heMaryam Namazie í HÍimsótti Ísland í september 2007 í boði Siðmenntar og Alþjóðastofnunar HÍ og hélt tvo fyrirlestra fyrir fullu húsi og kom fram í viðtali í Kasljósi RÚV.  Í þessu bréfi vekur hún athygli á þróun mála í nokkrum ríkjum múslima og biður um stuðning við stofnun nýrra alþjóðlegra samtaka „International Coalition for Women’s Rights”.  Ég birti hér bréfið í heild sinni því að það er opið til allra þeirra sem vilja leggja málefninu lið. 

----- 

Hello
 
Since our last email, we have been busy organising an International
Coalition for Women's Rights, to which a number of well-known personalities
and organisations have signed up.
 
As you know, on April 19, 2009, the Somali parliament unanimously endorsed
the introduction of Sharia law across the country. A few days earlier, the
imposition of Sharia law in Pakistan's northwestern Swat region was
approved. Last month, a sweeping law approved by the Afghan parliament and
signed by President Hamid Karzai required Shi'a women to seek their
husband's permission to leave home, and to submit to their sexual demands.
Because of international and national protests the new law is now being
reviewed but only to check its compatibility with Sharia law.
 
The imposition of Sharia law in the legal codes of Somalia, Pakistan and
Afghanistan brings millions more under the yoke of political Islam.
 
Local and international pressure and opposition are the only ways to stop
the rise of this regressive movement and defend women's universal rights and
secularism.
 
From Iran and Iraq to Britain and Canada, Sharia law is being opposed by a
vast majority who choose 21st century universal values over medievalism.
Join us in supporting this international struggle and calling for:
 
* the abolition of discriminatory and Sharia laws
* an end to sexual apartheid
* secularism and the separation of religion from the state
* equality between women and men
 
You can find a list of initial signatories here:
http://www.equalrightsnow-iran.com/discriminatory_laws.html
 
You can join the International Coalition for Women's Rights by signing here:
http://www.petitiononline.com/ICFWR/petition.html
 
If you haven't already done so, you can also sign a petition opposing Sharia
law in Britain here:
http://www.onelawforall.org.uk/index.html
 
We must mobilise across the globe in order to show our opposition to Sharia
law and our support and solidarity for those living under and resisting its
laws.
 
In the coming months, we will be organising towards mass rallies in various
cities across the globe on November 21. We've chosen this date to mark both
Universal Children's Day (November 20) and the International Day for the
Elimination of Violence against Women (November 25). If you are interested
in helping us organise a rally in your city, please contact us.
 
And please don't forget we need money to do all that has to be done. And we
have to rely on those who support our work to provide it.
 
If you are supportive, there are many ways you can raise funds. You can:
 
* send in a donation - no matter how small
* organise a picnic or cook a dinner for your friends or colleagues and ask
them to contribute to our work
* invite us to speak and raise money for our work at the event
* hold sales or organise a concert or exhibition and donate the proceeds to
us
* ask if your workplace gives donations to employee causes and make an
application.
 
You can send in your donations via Paypal
(
http://www.onelawforall.org.uk/donate.html) or Worldpay
(
http://www.ex-muslim.org.uk/indexDonate.html) or make cheques payable to
CEMB or One Law for All and mail them to: BM Box 2387, London WC1N 3XX, UK.
 
We look forward to hearing from you.
 
Best wishes
 
Maryam
 
Maryam Namazie
 
* You can read the latest issue of Equal Rights Now - Organisation against
Women's Discrimination in Iran, which also highlights some urgent execution
and stoning cases in Iran, here:
http://www.equalrightsnow-iran.com/publications.html
 
* To help organise a November 21 rally, volunteer or for information on our
work, contact us at onelawforall@gmail.com or exmuslimcouncil@gmail.com. For
more information on the Coalition for Women's Rights, please contact
coalition coordinator Patty Debonitas +44 (0) 7778804304, ICFWR, BM Box
2387, London WC1N 3XX, UK, icwomenrights@googlemail.com.

-----


Aukin völd og áhrif fólksins

Til hamingju Íslendingar með kosningasigur miðju og vinstri aflanna í kosningunum.  Samfylkingin er nú stærsti flokkur flokksins og mun leiða vagninn.  Borgarahreyfingunni tókst hið ómögulega og ég vona að hreyfingin komi til greina inní nýja ríkisstjórn.  Bjarni Benediktsson bar ósigurinn vel.

Ég er sammála hugleiðingum Jóhönnu varðandi prófkjörin.  

Í dag verð ég að hjálpa til við borgaralega fermingu en þetta er 21. skipti sem hún er haldin og verða það tvær athafnir í Háskólabíói kl 11 og 13. 

Eftir þessar kosningar er loks von til þess að jafnræði náist milli lífsskoðunarfélaga.

 


mbl.is Tími prófkjara liðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ahyglisvert hvaðan fylgið kemur

Þegar heildarskýrsla þessarar könnunar og þeirrar sem var gerð nokkrum dögum fyrr af Capacent Gallup, eru skoðaðar kemur ýmislegt áhugavert í ljós.

Hámenntað fólk styður mest allra menntahópa ríkisstjórnina

Úrtakshóp könnunarinnar er skipt í fjóra hópa eftir menntun; grunnskólapróf, iðnnám/verknám, menntaskólapróf og háskólagráða.   Hvað varðar spurninguna: "styður þú ríkisstjórnina" svara 51-53% fyrstu þriggja hópanna því játandi, en 63% fólks með háskólapróf.  Þegar sömu hópar eru skoðaðir m.t.t. stuðnings við flokkana, sést að aðeins 14,6% fólks með háskólagráðu styður Sjálfstæðisflokkinn.  Sá flokkur fær stærstan hlut fylgis síns frá fólki með iðnnám/verknám 30,6% en nokkru minna frá fólki með grunnskóla- eða stúdentspróf (24-25%). 

Þetta er merkilegt í ljósi þess að maður hefði haldið að sögulega séð ætti xD miklu fylgi að fagna úr hópum viðskiptafræðinga og lögmanna (og jafnvel lækna), en því er vart að dreifa nú þar sem stétt viðskiptafræðinga er það stór hluti af háskólafólki að hún ætti að segja til sín meðal þess í svona könnun.  Mig grunar að þetta fólk hafi misst traust á flokknum vegna óreiðu hans í fjármálum og vangetu til að forðast brotlendingu í efnahagshruninu.

Aukin lengd menntunar eykur að jafnaði ákvörðunarhæfni og þroskar greinandi hugsun.  Þegar marktækar stærðir af hópum á mismunandi menntunarstigi eru teknar fyrir eins og í þessari könnun, þá er það athyglisvert hvað menntaðasti hópurinn hefur að segja og tel ég að einkum tvær ástæður geti legið að baki þess sem þessi hópur velur oftast (xS 38.9% og xVg 28,6%):

  1. Háskólagengið fólk telur að jafnaði að hag þjóðarinnar allrar sé best borgið með því að kjósa xS eða xVg.
  2. Háskólagengið fólk telur að jafnaði að sínum hag sé best borðið með því að kjósa xS eða xVg.

Það geta verið bæði eigingjarnar og óeigingjarnar ástæður fyrir þessum stuðningi.  Fólk með háskólapróf verður seint ásakað um að vera að jafnaði heimskt þannig að það er ekki ástæðan. 

Aukin þátttaka háskólafólks í stjórnmálaumræðunni

Ég held að það sé óhætt að segja að aldrei fyrr hefur jafn mikið af háskólamenntuðu fólki haft sig frami í stjórnmálaumræðunni og skrifum um stjórnmál.  Loksins eru hagfræðingarnir, stjórnmálafræðingarnir og heimspekingarnir farnir að taka stjórnmálin alvarlega í stórum stíl og skilja að þeir geta hreinlega ekki setið á rassi sínum heima (nema til að skrifa mikilvægar greinar um þjóðmálin í tölvuna) fyrir kosningar.  Það er ánægjulegt að sjá að Morgunblaðið birti í helgarblaði fyrir rúmri viku, yfirlit yfir málefni allra flokka í skipulagðri töflu sem náði yfir heila opnu.  Auðvitað má deila um það hvernig framsetningin tókst en þetta var verulega góð tilraun til að gefa lesendum hlutlausar upplýsingar og hjálpa því að taka upplýsta ákvörðun.  Samtök um hagsmuni heimilanna birtu einnig töflu um tillögur flokkanna um aðstoð við heimilin, í heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu.  Það er dapurt að sjá að það blað sem mesta dreifingu fær (Fbl) birtir sáralítið af upplýsingaríkum greinum blaðamanna um þjóðmálin og lesendur hafa orðið að kaupa auglýsingar í blaðinu til að fá efni sitt birt innan þolanlegra tímamarka. 

Lýðræði virkar ekki vel nema með upplýstum ákvörðunum kjósanda.  Þess vegna þarf þjóðin að taka sig verulega á í menntun þjóðarinnar á aðferðafræði gagnrýnnar hugsunar, söfnun upplýsinga, rannsóknarblaðamennsku, rökfræði, siðfræði, heimspeki, hugmyndasögu, mannfræði, sálfræði og síðast en ekki síst félags- og stjórnmálafræði. 

Aldursdreifing kjósenda hvers flokks

Athyglisvert er að sjá að bilið milli prósentu yngstu (< 30 ára) og elstu (>59 ára, 31.4%) er mest hjá Sjálfstæðisflokknum.  Aðeins 16,8% yngstu kjósendanna kjósa xD og er því ljóst að þeir sem munu erfa landið hafa að miklum hluta misst traust á flokknum miðað við það sem áður var.  Það mátti sjá merki þessa í könnunum fyrir síðustu kosningar þar sem fylgi yngtu kjósendanna jókst mest hjá xVg.  Aldursdreyfingin er jöfnust hjá xS (29.7-33.2%) í öllum fjórum aldurshópunum. 

Kynjadreifingin innan flokkanna

Kynjadrefingin nær marktækum mun hjá xO sem hefur 6.5% fylgi meðal karla en aðeins 3.3% fylgi meðal kvenna.  Karlar virðast vera róttækari í því að kjósa ný framboð.  Mig minnir að svipað hafi verið uppi á teningnum hjá Íslandshreyfingunni fyrir kosningarnar 2007.  

Hinn flokkurinn sem hefur marktækan fylgismun milli kynjanna er Vinstri grænir.  Karlar styðja flokkinn í 24.2% tilvika en í 30.9% tilvika kvenna.  Eflaust geta Vinstri grænir svarað því best sjálfir hvers vegna þetta er svona en mínar tilgátur eru eftirfarandi:

  • Vg hefur breiða fylkingu forystukvenna (samt ekkert meira en hjá xS)
  • Forystukonur xVg hafa verið e.t.v. aðeins meira áberandi en forystukonur xS að frádregnum formanni xS.
  • Barátta fyrir jafnrétti kynjanna sé e.t.v. sterkust hjá xVg. 
  • Sterk áhersla xVg á mannréttindamál og umhverfi höfði almennt mikið til kvenna.

Samantekið, þá má draga ýmsan lærdóm af sundurgreiningu kannana og þær vekja upp forvitninlegar spurningar sem vert væri að kanna nánar með sértækari könnunum t.d. athuga nánar hvaða ástæður liggja að baki vals háskólafólks og hvort að munur sé á milli háskólagreina eða milli iðngreina/verknámsgreina.  Í fyrri könnuninni kom fram að xD átti flesta kjósendur á meðal hátekjufólks, en aftur xS og xVg á meðal fólks með meðal miklar tekjur.  Það væri athyglisvert að vita hvernig menntunarstig/gerð á milli hátekjufólks skiptist. 

Ég er bjartsýnni nú á að það takist að breyta stjórnarháttum og stefnumálum hjá þjóðinni til batnaðar þar sem útlit er fyrir að xS og xVg verði sigurvegarar kosninganna.  Ég hefði ekki á móti því að xO kæmist á þing því þeir hafa mikilvægar tillögur fram að færa í lýðræðismálum og vilja aðildarviðræður við ESB.  Ég vona að hér rísi ekki fleiri álver, sérstaklega ekki í þeirri náttúruperlu sem Norðurland er.  Viðbótarálver í Helguvík er algert hámark.  Fái þessir flokkar traust fylgi og sem mest, er von til þess að raunveruleg siðbót og framfarir verði í landinu.  Framfarir sem mælast ekki endilega í peningum heldur farsæld fólks og endurnýjun virðingar alþjóðasamfélagsins fyrir okkur sem siðuð og traustverð þjóð.  

 


mbl.is S- og V-listar bæta heldur við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég treysti Jóhönnu - látum ekki óttapólitík byrgja okkur sýn!

Eftir fyllerí frjálshyggjunnar upplifir þjóðin sára timburmenn og reynir hvað hún getur til að brosa í gegnum höfuðverkinn og sjá fram á bjartari dag eftir þennan.  Efnahagstefna Sjálfstæðismanna, með Framsókn í farteskinu, beið afhroð þó margt hafi byggst upp í formi steinsteypu og verslunarmiðstöðva.  Mikill hluti þjóðarinnar fríkaði út líkt og eftir vist á Kvíabryggju og sletti úr klaufunum í nýfengnu frelsi sem EES samningurinn tryggði og einkavinavæðing framkvæmdavaldsins. Góðæri um allan hinn vestræna heim, með auðfengnu lánsfé og opnun landamæra austur fyrir gamla járntjaldið, ýtti undir myndun loftbólunnar.  Heimurinn var nýbúinn að jafna sig á "litlu-bólu", þ.e. dot-com hruninu rétt eftir aldamótin, en hafði því miður ekkert lært af því.  Gamall og bældur kapítalismi fékk endurnýjun lífdaga og það þótti ekki skammarlegt að vera með ofurlaun og bilaða starfslokasamninga.  Sjálfstæðisflokkurinn fitnaði líka og fékk duglega styrki frá vinum sínum í fjármálageiranum.  Þannig var hægt að fjármagna skuggalega dýrar kosningaherferðir og vinna inn atkvæði á lokasprettinum.  Kosningasérfræðingar xD vita nefnilega að það er svo mikið af fólki sem fylgist almennt ekki með stjórnmálum og heldur að þau snúist eingöngu um fjármál.  Með því að beita óttaáróðri með flottum auglýsingum tekst þeim alltaf að fá kjarklítið fólk og fáfrótt til liðs við sig.  Þannig tekst þeim að beina huga fólks frá því hvaða ótta þeir sjálfir ollu og hver raunveruleg forgangsröðun eigi að vera. 

Dæmi:

  • Sjálfstæðismenn smyrja á báða stjórnarflokkana nú að þeir ætli að hækka skatta eftir kosningar og að heimilin hafi ekki efni á auknum sköttum.   Sannleikurinn:  Aðeins xVg hafa sagt að líklegt verði að það þurfi að hækka skatta eitthvað og setja á hátekjuskatt.  Samfylkingin hefur ekki útilokað þetta, en vill forðast það.   Málið er að það er ekki góðæri nú eins og þegar xD og xB áttu sín sukkár.  Við viljum halda uppi skammlausu velferðarkerfi og það kostar hreinlega peninga.  Við gætum þurft að taka á okkur tímabundna skattahækkun.
  • Sjálfstæðismenn saka báða flokkana um að ætla að taka upp eignaskatt að nýju og benda á að það komi verst niður á öldruðum.   Sannleikurinn:  Aðeins xVg hefur lýst yfir þessum hugmyndum og það er sterk andstaða gegn eignaskatti innan xS. 

Helst hræðsluvopn sjálfstæðismanna nú er skattagrýlan.  Himinn og jörð farast hjá þeim ef skattar myndu hækka örlítið á fyrirtæki eða einstaklinga.  Þeir reyna nú stíft að koma þeim ótta í fólk að skattar verði of þungbærir næsta kjörtímabil og fljótt er gleymt hjá þeim að efnahagsleg óreiða og sjálftökuháttur er það sem virkilega þarf að varast. Svo þykjast þeir vera með ábyrga peningastefnu en vilja ekki einu sinni setja aðildarviðræður um ESB aðild á dagskrá.  Áfram halda þeir með óttastjórnmálin, sem er í anda G. W. Bush jr. 

Á hinn bóginn lýsa sjálfstæðismenn yfir því að það ætti að taka upp Evruna einhliða, sem allir málsmetandi hagfræðingar hafa sagt algerlega óraunhæfan kost.  Þetta er ekki flokkur sem veit í hvorn fótinn hann eigi að stíga í, í því máli sem hann hefur hreykt sér mest af, fjármálunum.  Í áratugi hefur annar óttaáróður xD verið sá að vinstrimenn geti ekki komið sér saman um hluti vegna sundrungar.  Að hluta var þetta rétt, en sundrungin er hjá þeim sjálfum eftir hrun þeirra.  Í ljós hefur komið að límið sem hélt saman flokknum var einveldið og skoðanakúgunin.  Þegar valdið af ofan molnar, tekur við ringulreið.  Neyðarlegur hláturinn yfir ræðu gamla einræðisherrans opinberaði þetta virkilega.  Sjálfstæðisflokkurinn er brotinn valdgræðgisflokkur sem hefur molnað siðferðilega og hangir nú í gamalli kosningabrellu - að boða skattaóttann.  Flokkur sem hafði ekki einu sinni kjark til að taka af stimpilgjöld (1.5% lántökuskattur af húsnæðislánum)  í valdatíð sinni með xB í 12 ár.  Flokkur sem tekjutengdi lífeyri gamalmenna og hóf að taka gjöld af þeim sem leggjast ættu inn á spítala.  Flokkur sem höndlaði löggjöf um mannréttindi sem afgangsstærðir og hélt íslensk lög vera best í heimi.  Flokkur sem lét persónuafsláttinn rýrna að verðmæti á meðan flokksgæðingarnir skömmtuðu sér ofurlaun í bönkum og þjónustufyrirtækjum á samningi við hið opinbera.  Kjörorðin "stétt með stétt" urðu í raun "auðmannastétt yfir brauðmolastétt". 

Óttumst við virkilega mest skattahugmyndir xVg nú fyrir þessar kosningar?  Gleymum ekki síðustu 18 árum!


mbl.is Reiðubúin að leiða næstu stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir konur með lága áhættu

Það þarf að koma skýrt fram að hér er um að ræða konur sem teljast hraustar að öllu leyti og eru í lágri áhættu fyrir alvarlegum fylgikvillum fæðingar.  Fyrirsögn Mbl.is er því ófullnægjandi því fullyrðingin á ekki við konur sem eru í áhættuhópum.  Fyrsta setning fréttarinnar bætir þar úr að mestu.  Það er ágætt að þessi rannsókn staðfestir það sem flestir töldu staðreynd fyrir.
mbl.is Heimafæðingar jafn öruggar og fæðingar á sjúkrahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki meiri skatta segja Sjálfstæðismenn - en þá greiða notendur

Áfram halda sjálfstæðismenn söng sínum um að hækka ekki neina skatta.  Þetta hafa þeir gert árum saman, en viðhaldið stimpilgjöldum og aukið kostnað notenda skólakerfisins og heilbrigðiskerfisins.  Þannig hefur kostnaður þeirrar þjónustu sem ríkið veitir færst frá breiðu bökum fyrirtækjanna yfir á þá efnalitlu einstaklinga sem nota hana mest.  Sjálfstæðismenn hafa ekki haft kjark til að hreinlega skera þá hreinlega niður þjónustuna fyrst að ekki eru til hennar peningar í ríkiskassanum, heldur hafa þeir tekið upp jaðarskatta í formi notendagjalda.  Samkvæmt hugmyndafræði þeirra má ekki hækka skatta, ekki undir neinum kringumstæðum, ekki í slæmri kreppu eða mikilli skuld ríkisins.  Ekki má einu sinni hækka þá tímabundið úr 10% í 14% eins og í tilviki fjármagnstekjuskatts eða úr 18% í 20% í tilviki skatts á fyrirtæki.  Með því að halda þessari ímynd verndara atvinnurekanda og verndara þeirra sem óttast skatta mest alls í þessum heimi, telja þeir að allt muni blómstra á ný.  Götin í velferðarþjónustunni megi stoppa upp í með tekjutenginu ellilífeyris, innlagnargjöldum á spítala, sérspítala fyrir efnameiri, skólagjöldum og aukinni gjaldþátttöku almennings í lyfjakostnaði.  Mitt í þessu á að viðhalda flottri utanríkisþjónustu og rándýrri þjóðkirkju sem t.d. hefur 6 stöðugildi á Landpítalanum og kostar í heild rúma 6 milljarða á ári.  Við vitnuðum um páskana þá hjálp sem kirkjan veitir - "lífið hefur sigrað dauðann með upprisunni!".  Líður okkur ekki betur? 

Skattastefna xD er óraunsæisstefna því um leið eru þeir ekki tilbúnir að rýja heilbrigðis- og menntakerfið inn af skinni.  Það myndi enginn sætta sig við.  Óraunsæið veldur því því að sett eru á notendagjöld sem koma verst niður á þeim sem síst skyldi.  Jafnvægi þarf að finna milli skattheimtu fyrirtækja og þörfinni fyrir opinbera þjónustu.  Það þarf að taka mið af því hvort að fyrir hendi er uppsveifla eða kreppa og þegar kreppa er, þurfa allir að axla á sig byrðarnar, fyrirtækin einnig.  Auðvitað má ekki kæfa þau því þá skapast ekki atvinna, en enginn er að tala um kæfandi skatta.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband