Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Ánægjulegt!
17.5.2007 | 17:24
![]() |
Geir og Ingibjörg sest á fund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skoðum yfirlýsingu Björns Bjarnasonar
17.5.2007 | 17:00
Því miður olli löng færsla mín um yfirlýsingu Björns talsverðri skekkju á megin textadálknum þannig að ég varð að taka hana út
Hana má sjá í heilu lagi á www.svanursig.net
![]() |
Björn lýsir áhyggjum af þróun stjórnmálastarfs og réttarríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hefði gert slíkt hið sama
16.5.2007 | 14:10
Það er ekki tilviljun að Björn Bjarnason fékk svona margar yfirstrikanir. Það er ekki einungis Jóhannes í Bónus sem er ósáttur við hans gjörðir. Ég er ósáttur við að Björn hefur ekki sýnt réttindabaráttu húmanista á Íslandi neinn skilning. Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi hefur tvisvar sótt um sömu réttindi og trúfélög fá, þ.e. að fá skráningu og sóknargjöld gegnum ríkið en var hafnað af nefnd dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Björn sýndi engan skilning. Svo frá janúar 2006 hefur Siðmennt reynt að fá í gegn lagabreytingartillögu þess efnis að lífsskoðunarfélög eins og Siðmennt (þ.e. félag sem hefur siðferðisboðsskap og lífssýn, sér um félagslegar athafnir eins og fermingar og hefur sýnt fram á samfellu og staðfestu í starfi) fái sömu lagalegu stöðu og trúfélög. Til þess að fá fram lagabreytingu þarf að fara í gegnum stjórnarflokkana og bað Siðmennt Allsherjarnefnd að taka upp lagatillöguna en nefndin sýndi henni takmarkaðan áhuga en nokkurn skilning. Siðmennt bað Björn Bjarnason um það sama en hann sendi svarbréf þar sem hann sagði að Siðmennt gæti starfað eins og hvert annað félag í landinu og hann hefði annað við tímann að gera. Sem sagt hin kristni Björn sýndi réttindamálum húmanista engan áhuga og algert skilningsleysi.
Þó að Siðmennt sé lítið félag eða með rétt rúmlega 200 skráða félaga, er það nálægasti lífsskoðunarfulltrúi um 19.1% (+/- 2.6%) landsmanna sem telja sig "ekki trúaða" (könnun Gallup feb-mars 2004 um trúarlíf Íslendinga). Flestir trúleysingjar eru húmanistar í lífsskoðun, þ.e. treysta á siðferði reist á rökum og skynsemi en ekki heilögum bókum eða æðri mátt.
Þjóðfélagið er í heild sinni að mestu veraldlegt og er það vegna þjóðfélagslegra framfara sem af stórum hluta má rekja til hugmynda húmanista um vísindi og lýðræði. Vissir forn-Grikkir (sjöttu öld f. at.) eins og Þales ("þekktu sjálfan þig"), Anaxagóras (fyrsti fríþenkjarinn, lagði grunn að vísindum), Prótogóras og Demókrítus sem gerðu sér ljóst að siðferðishugsun byggðist ekki á trú á hið yfirnáttúrulega. Períkles var nemandi Anoxogórasar og hann hafði áhrif á þróun hugmynda um lýðræði, hugsanafrelsi og afhjúpun hjátrúar og hindurvitna. Það var svo með endurreisnartímunum á níundu, tólftu og fjórtándu öld að smám saman tókst að brjótast undan skoðanakúgun kristninnar og menn eins og Kópernikus (sólarmiðjan), Galileo Galilei (jörðin hnattlaga) og Desiderius Erasmus (Hollandi, mannvirðing) og fleiri lögðu grunninn að húmanískri hugmyndafræði. Upplýsingin á 18. öld, iðnbyltingin, franska byltingin, stjórnarskrá Bandaríkjanna og svo þróunarkenning Darwins voru allt hlutir sem kenndu fólki að hugsa út fyrir ramma trúarbragðanna og smám saman urðu þjóðfélög hins vestræna heims og síðar Austu-Asíu að mestu leyti veraldleg (secular). Þetta var og er húmanismi en af því að húmanistar hafa ekki skipulagt sig mikið í sérstaka hópa sem slíkir hafa þeir ekki verið sérlega áberandi fyrr en síðari ár.
Í Noregi er lang stærsta húmanistafélag í heimi miðað við íbúafjölda en í Human Etisk Forbund (HEF) eru um 70 þúsund félagar og HEF hefur verið skráð sem jafngilt trúfélögum þar í landi allar götur frá 1979. Nokkur þúsund ungmenna ferma sig árlega á vegum HEF í Noregi. Siðmennt og HEFeru aðilar að International Humanist and Ethical Union (IHEU) sem er alþjóðafélag humanista og nýtur það mikillar virðingar sem álitsgjafi hjá ýmsum stofnunum Sameinuðu þjóðanna, þ.á.m. UNICEF og UNESCO. Fyrsti forseti IHEU var einmitt einnig fyrsti forseti UNESCO, Julian Huxley. Margir af merkustu hugsuðum síðustu aldar voru húmanistar og má þar nefna Albert Einstein (hann var í ráðgjafanefnd The First Humanist Society of New York) og Englendinginn Bertrand Russell en hann hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1950 fyrir þýðingarmikil skrif í þágu baráttu fyrir hugsanafrelsi og mannúðarstefnu.
Það er ljóst að Siðmennt er mikilvægt lífsskoðunarfélag á Íslandi og það er mjög miður að þjóðin skuli hafa haft dóms- og kirkjumálaráðherra sem sýnir því engan skilning. Ef ég hefði kosið xD hefði ég einnig strikað út nafn Björns Bjarnasonar á kjörseðlinum, ekki spurning.
![]() |
Rúmlega 2500 strikuðu yfir nafn Björns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.5.2007 kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þvælið kosningakerfi - færum 5% niður í 2%
14.5.2007 | 15:39
Það er ljóst að núverandi rétt eins og fyrrverandi kosningakerfi er þvælið og illskiljanlegt þeim sem ekki hafa sett sig djúpt í reglurnar. Það er furðulegt að flokkur sem nær yfir 1.6% atkvæða fái ekki þingmann (100/63 eru 1.6%) og að Samfylkingin fái einum fleiri þingmenn en Sjálfstæðismenn í kjördæmi þar sem þeir síðar nefndu fá 7.2% meira fylgi. Auðvitað eru ákveðnar jöfnunarreglur kerfisins sem gera þetta að veruleika en það er sárt fyrir Mörð sem var í 4. sæti í Reykjavík Suður að komast ekki á þing á meðan Ellert B Scram sem var í 5. sæti í Reykjavík Norður komst inn þegar munur á fylgi flokksins í kjördæmunum tveimur var bara 0.2% (29.2% og 29.0%).
Svo er það auðvitað skiptingin í Reykjavík- norður og suður sem á nær engan málefnalegan eða hagsmunalegan grundvöll. Það þarf að setjast undir feld og skoða kosningareglurnar uppá nýtt. 5953 kjósendur kusu og fengu ekki rödd á þingi. E.t.v. er það talið að 1-2 þingmenn lítils flokks verði of einmanna á þingi eða það sé ekki húsnæði fyrir þá, nú eða að þeir gætu lent í oddaaðstöðu varðandi stjórnarmyndun og því hlotið of mikil völd. Hvort að það sé raunveruleg hætta á því síðastnefnda veit ég ekki en það er verulegt álitamál hvort að þessir "gallar" á því að litlir flokkar komist á þing séu nógu stórir til að lýðræðislegur réttur allt að 9250 manna (4.99% af þeim 185.071 sem kusu) fái ekki að ná fram. Mér finnst þessi tala allt of há og ekki réttlætanleg. Ég sting uppá 2% sem þröskuld, þ.e. fylgi sem svarar til rúmlega eins þingmanns (ca 3700 atkvæði).
![]() |
Lenti í 12. sæti í prófkjöri og komst á þing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Úrslit með ólíkindum
11.5.2007 | 03:31
Minn óskalisti var: Lettland, Holland, Ungverjaland (blúsinn), Albanía, Noregur, Georgía, Makedonia, Króatia, Ísland og Kýpur.
Fast þar á eftir setti ég Serbíu, Danmörku, Portúgal, Eistland, Tékkland og Austurríki.
Þar neðan við setti ég Hvíta-Rússland, Pólland, Tyrkland og Slóveniu - öll slöpp.
Allra lélegust fannst mér Búlgaría (horror), Belgía, Ísrael, Montenegro, Sviss, Moldavía, og Malta.
þau breiðletruðu komust áfram og eru úr öllum flokkum hjá mér. Merkilegt að Albanía og Króatía skyldu ekki komast áfram en kannski eru Albanar ekki með í samkrullinu þar sem þeir eru að miklu leyti múslímar. Nei maður botnar ekkert í þessu og því miður finnur maður sömu skítalykt og Eiríkur Hauksson. Búlgaría í úrslit!?
Ég held að Vestur-Evrópa verði bara að taka upp sína eigin keppni því þetta er bara skrípaleikur.
![]() |
Eiríkur: Samsæri austantjaldsmafíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Framsókn stækkar á kostnað Sjálfstæðisflokks
10.5.2007 | 14:41
Fyrirsögn Mbl.is er sérstök ("Samfylking og Vg bæta við sig"). Af henni mætti ráða að xS og xV væru í sókn en í raun eru þau saman með 2 þingmönnum minna en fyrir 2 dögum síðan. Það er auðvitað hægt að miða við gærdaginn en það var í fyrradag sem einhver marktæk breyting varð á fylgi flokkanna. Fyrirsögnin ætti því að vera "Framsókn heldur enn í fylgisaukningu sína". Það er ljóst að Framsókn hefur fengið mest af þessu nýja fylgi frá Sjálfstæðismönnum en etv. voru fylgismenn þeirra í "felum" þar og eru nú að sækja í viðjur vanans (eða hlýða fjölskyldunni) heim til xB.
Frjálslyndir hafa fengið 4. manninn og því hefur Kaffibandalagið aðeins misst 1 mann frá því fyrir 2 dögum og hefur samtals 31 þingmann. Stjórnin hangir á bláþræði með 32 þingmenn.
Íslandshreyfingin er föst í 2-3% og atkvæði þeirra eru því miður dauð, þ.e. gagnast engum. Að vísu virtist slatti af atkvæðum þangað koma frá Sjálfstæðismönnum (um 4% af fyrri kjósendum þeirra, þ.e. 4% af 36%) samkvæmt könnunni fyrir 2 dögum síðan og birt var í prenti á síðum Morgunblaðsins. Talsvert færri komu frá Vinstri grænum (3.6% af 9%) og fylgi frá xB og xS var vart mælanlegt. Þessar tölur gáfu ekki til kynna hversu mikið af nýjum kjósendum væru að kjósa Íslandshreyfinguna en mér sýnist að óhætt sé að álykta að framboð flokksins sé ekki að valda töpuðum jöfnunarsætum frá stjórnarandstöðunni og er það mér léttir.
Kjósa þarf stjórnarandstöðuflokkana og koma ríkistjórninni frá af eftirfarandi ástæðum:
- Stöðva þarf ofþenslu í efnahagslífinu og koma stýrivöxtum niður en þeir stýra m.a. því hversu miklir vextir eru á yfirdráttarheimildum.
- Stöðva þarf frekari stóriðju, sérstaklega á suðvestur horninu. Eina álverið sem ég sæi mögulegt til viðbótar er álver við Húsavík en náttúra landsins er betur sett án þess. Getur ein ríkasta þjóð heims virkilega ekki fundið annað að gera en að reisa mengandi stóriðju?
- Með því að hætta við frekari stóriðju kólnar hagkerfið og því skapast skilyrði til að afnema þá ósanngjörnu skattheimtu á íbúðarkaupendur sem kallast stimpilgjald (1.5% af lánsupphæð til íbúðarkaupa). Ríkisstjórnin braut loforð sitt um að afnema þennan óréttláta skatt á kjörtímabilinu. Því ættum við að treysta þeim nú til að gera það?
- Gera þarf innflytjendalöggjöf manneskjulegri. Burt með 24-ára makaregluna sem ríkisstjórnin kom á. Dómstólar hafa dæmt hana á skjön við stjórnarskránna. Leyfa þarf innflytjendum að kjósa fyrr, t.d. eftir 2 ára fasta búsetu hér.
- Leiðréttum kjör aldraða og öryrkja með því að taka af þessar fáránlegu skerðingar og setjum fé í að auka heimaþjónustu og byggja fleiri hjúkrunarrými (fyrir þá mest heilsuskertu). Það eru enn tugir eldra fólks á bráðdeildum Landspítalans og ríkisstjórnin hefur ekki náð að ráða við þennan vanda s.l. 16 ár. Við erum verr sett í þessu en fátækasta borgarhverfi New York borgar, Suður-Bronx en þar vann ég á spítala í 7 ár. Fólk er aldrei lagt þar inn á ganga eins og tíðkast hér enn.
- Hækka þarf persónuafsláttinn og frítekjumarkið. Sú breyting gagnast þeim lægst launuðu best. Ég er ekki fylgjandi hátekjuskatti því að hann skekkir launasamanburð og kemur niður á fólki sem leggur á sig mikla vinnu.
- Aðskilja þarf ríki og kirkju, bæði í stjórnarskrá og almennum lögum. Kirkjan kostar ríkið tæpa 4 milljarða í rekstri á ári hverju. Prestar fá of há laun (prestur í sæmilega stóru prestakalli fær betri grunnlaun en sérfræðingur á sjúkrahúsi) og vinna þeirra og kaup ætti að vera háð markaðslögmálun en ekki föstum launum frá ríkinu. Allar nútímalegar stjórnarskrár í ríkjum Evrópu kveða á um aðskilnað ríkis og trúar. Við lifum við veraldlegt stjórnarfar að grunni til og við eigum að hafa það algerlega á hreinu að svo sé á öllum sviðum. Núverandi fyrirkomulag hangir í trúarhefð sem á ekki rétt á sér og sást það m.a. á áhrifum kirkjunnar á lagasetningu varðandi leyfi trúfélaga til að gefa saman samkynhneigða. Ferð alþingismanna í kirkju fyrir setningu alþingis er brot á jafnrétti og þeirri kröfu að þjóðin sé að kjósa sér veraldlega fulltrúa á þing, ekki trúarlega. Alþingi er ekki trúarstofnun og á ekki að eiga nein viðskipti við þjóðkirkjuna eða aðrar slíkar. Þó að aðeins Frjálslyndi flokkurinn sé sá eini sem hafi það skýrt í stefnu sinni að aðskilja ríki og kirkju, þá eru það stjórnarflokkarnir sem halda fastast í núverandi fyrirkomulag.
- Aðskilja þarf kirkju og skóla. Þjóðkirkjan er með trúarlega starfsemi í nokkrum skólum undir heitinu "Vinaleið". Menntamálaráðherra hefur bent á skólana og skólarnir bent á ráðherrann. Margir hafa ályktað gegn þessari starfsemi, m.a. samtökin Heimili og skóli, Siðmennt, SUS í Garðabæ, Ungir Vg og fleiri. Afnema þarf klausuna "kristilegt siðferði" í grunnskólalögunum því það er "almennt siðferði" sem gildir í skólum landsins.
- Gefa þarf lífsskoðunarfélögum (félög sem fjalla um siðferði, lífssýn, heimssýn og félagslegar athafnir fjölskyldunnar) sömu réttarstöðu og trúfélögum, þ.e. að þau fái skráningu og "sóknargjöld" rétt eins og þau. Til þess að svo verði þarf lagabreytingu en Allsherjarnefnd Alþingis og Björn Bjarnason dóm- og kirkjumálaráðherra hafa ekki haft áhuga á því að verða við þessari sjálfsögðu breytingu. Því á Siðmennt að líða fyrir það að trúa ekki á æðri mátt? Um 19.1% (+/- 2.6%) eru trúlausir á Íslandi. Þetta er stór hópur og ætti að hafa rétt á því að það lífsskoðunarfélag sem er fánaberi skoðunnar þeirra njóti jafnréttis í landinu.
- Jafnrétti í launaþróun kynjanna. Við erum með versta launamun kynjanna í nær allri Evrópu!! Hvar er beiting núverandi stjórnvalda fyrir leiðréttingu á þessu?
- Vinnuþjörkun. Við vinnum þjóða mest í vestur-Evrópu. Er ekki tími til kominn að hlúa betur að fjölskyldum þjóðfélagsins og gera okkur kleift að lifa lífinu utan vinnutímans? Við búum í okursamfélagi þar sem höft á samkeppni (t.d. stimpilgjöldin) og jaðarskattar eru að klyfa heimilin. Ég hef ekki séð þetta mál á dagskrá hjá stjórnarflokkunum.
- Menntun. Stjórnarflokkarnir eru líklegri en hinir að halda áfram með gjaldtöku í skólakerfinu og auka skráningargjöld. Menntun er grundvallarforsenda áframhaldandi framþróunar og vaxtarsprota og fjölbreytni í atvinnulífinu. Menntun á að vera öllum aðgengileg, líka fólki úr fjölskyldum sem hafa tekjur undir svokölluðum fátæktarmörkum.
- Sjávarútvegsmál. Sanngjarnari atvinnustefna og betri fiskveiðistefna verður ekki tekin upp hjá núverandi stjórnvöldum. Þarna er verulega brýnt að snúa þróuninni við og kjósa stjórnarandstöðuna. Allir í bátana, krefjumst atvinnuréttar okkar!
Íslenskt stjórnarfar þarf breytingu og aukna áherslu á mannréttindi og bætt kjör þeirra verst settu. Náttúra Íslands þarf aðhlynningu og stóriðjustefnan þarf að víkja. Efnahagskerfið þarf kælingu og stýrivextir og verðbólga að lækka - þannig minnkar sjálfkrafa streymi erlends verkafólks inn í landið. Það er kominn tími á áherslubreytingar og framfarir á sviðum sem stjórnarflokkarnir eru blindir á. Því miður eru atkvæði greidd Íslandshreyfingunni "dauð" nema að þau komi frá fyrrum kjósendum stjórnarflokkanna.
Kjósum til breyttra og betri tíma, kjósum nýja stjórn!
![]() |
Samfylking og VG bæta við sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mikil spenna
8.5.2007 | 16:23
Þessi könnun er stærri (1150 manns í úrtaki) og því marktækari en þessar venjubundnu 800 manna kannanir. Svarhlutfallið er að vísu áfram lágt eða um 63% en það er þannig líka í fyrri könnunum. Það er því ekki víst að hið "óákveðna fylgi" sé neitt komið á hreyfingu.
Ljóst er að ríkisstjórnin hangir á bláþræði og þrátt fyrir aukið fylgi til xB nú er xD að dala. Frjálslyndir eru líkt og kötturinn með 9 líf og hangir inni. Athyglisvert er að nú eru xS og xV komnir saman með 29 þingmenn og með xF uppí 32. Kaffibandalagið er því heldur að hitna á ný og með 2-3 sætum í viðbótum gætu það myndað starfshæfan meirihluta.
Þrátt fyrir margt gott er Íslandshreyfingin ekki að hrífa kjósendur eða hreinlega tíminn var of naumur til að skapa nauðsynlegt traust. Eitt af megin markmiðum stofnunar hennar var að skapa valkost rétt hægra megin við miðju sem gæti höfðað til talsverðs hluta fólks úr stjórnarflokkunum og þannig stuðlað að því að ríkisstjórnin falli. Þetta markmið hefur ekki náðst og nú er hætt við að atkvæðin til Íslandshreyfingarinnar falli niður dauð og hjálpi áframhaldandi stóriðjustefnu. Best væri að hún drægi framboð sitt til baka til að Kaffibandalagsflokkarnir eigi meiri séns, en það hefur frekar virst að kjósendur flokksins samsamist frekar vinstri flokkunum en þeim hægri. Miðað við að það eru 63 þingmenn eru 1.59% atkvæða á bak við hvern þeirra en samkvæmt kosningalögum (110. grein) sem sett voru í gildi af Alþingi árið 1999 þarf framboð að ná að lágmarki 5% fylgi á landsvísu til að koma til greina við úthlutun jöfnunarsæta. Í SV-kjördæmi þarf 8.3% til að ná manni inn í kjördæmið (12 sæti) en 11.1% í NV-kjördæmi (9 sæti). Þetta er harður raunveruleiki fyrir Íslandshreyfinguna en hér gildir að horfast í augu við staðreyndir og taka illskásta kostinn. Ég hvet stuðningsmenn hennar að kasta ekki atkvæði sínu á glæ og kjósa ríkisstjórnina burt með þeim hætti sem nú er mögulegur.
Annars vil ég aftur vekja athygli á hjálpartæki kjósenda á http://xhvad.bifrost.is/
![]() |
Fylgi Samfylkingar og Framsóknarflokks eykst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hjálpartæki kjósandans
8.5.2007 | 15:45
Ég mæli eindregið með því hjálpartæki sem nokkrir nemendur við Háskólann í Bifröst hafa sett saman til að hjálpa fólki að finna "sinn flokk". Nemendurnir fóru grannt í stefnuskrár flokkanna og völdu svo ákveðnar spurningar til að fá fram aðgreiningu.
Styrkleiki prófsins liggur reyndar í því hversu vel nemendurnir túlkuðu stefnuskrárnar og hversu vel stefnuskrárnar sjálfar endurspegla viðkomandi flokka. Það er reyndar veikleiki hversu fáar spurningarnar eru og það vantar spurningar um "mannagæði" innan flokkanna. Það gæti nefnilega komið upp sú staða að maður sé málefnalega sammála tveimur flokkum að sama marki og þá hlýtur m.a. mannavalið að ráða úrslitum. Auðvitað er þetta hjálpartæki bara nálgun en gagnleg samt. Skjalið sem fylgir til útskýringar og hægt er að hala niður af útskýringarsíðunni er mjög fróðlegt og vel unnið.
Takk Bifröst!
Í anda Björns Inga
8.5.2007 | 04:54
Nú er Framsóknarflokkurinn kominn á vonarvöl og mun reyna þessa fáu daga fram að kosningum allt sem leyfilegt er í "bókinni" til að tryggja sér nægileg þingsæti til meirihlutasamstarfs með xD.
Þetta gerði Björn Ingi einnig fyrir borgarstjórnarkosningarnar í fyrra. Það leit ekki vel út með framboð hans lengi vel en svo datt honum og Halldóri Ásgrímssyni í hug að hóta því óbeint að stjórnarsamstarfið á Alþingi væri í hættu ef Björn Ingi kæmist ekki að. Hvort að þessi hótun virkaði til að ná atkvæðum veit ég ekki en hún virtist svínvirka til þess að Björn Ingi fengi samstarf við Vilhjálm í xD við stofnun nýs meirihluta sem hafði í raun ekki einu sinni meirihluta atkvæða á bak við sig í prósentum talið. Frjálslyndi flokkurinn sem á vissan hátt var einn mesti sigurvegari kosninganna var "dissaður".
Afleitt gengi xB í Norðausturkjördæmi, þar sem Valgerður Sverrisdóttir reynir nú að endurheimta fylgi flokksins, er eflaust orsök þessarar örvæntingar. Nú á að þrýsta á stóra xD og fá hann einhvern veginn til hjálpar. Ætli xD eigi ekki að lána þeim nokkur hundruð atkvæði? Ætli "kraftaverk" muni gerast á kosningardag? Ég býð spenntur eftir úrslitunum.
![]() |
Valgerður: Framsóknarflokkur ekki í ríkisstjórn með svona lítið fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hitnun jarðar - dæmin eru allt í kring
30.4.2007 | 01:51
Ég horfði í kvöld á heimildarmyndina "an inconvenient truth" sem útleggst á íslensku "óþægilegur sannleikur". Myndin er um hitnun jarðar og skilaboðin eru gefin af fyrverandi varaforseta Bandarríkjanna, Al Gore á mjög skýran, vísindalegan og sjónrænan máta. Ég er mjög gagnrýninn á allt sem rétt er að mér þegar kemur að rannsóknum og vísindum, og oft finn ég galla á staðhæfingum manna, t.d. of mikið lagt upp úr vissum rannsóknum eða þær hreinlega ekki túlkaðar rétt. Al Gore fer ekki nákvæmlega í aðferðafræði eða einstaka vísindavinnu en þau sönnunargögn sem hann kynnir eru úr svo mörgum áttum og frá svo mörgum aðferðum að þau eru mjög líkleg til að standast og þá meina ég MJÖG.
Nýlega var frétt af dönskum vísindamanni sem hélt því fram að hitnun jarðar væri líklega af öðrum orsökum (breyting á sólinni) en aukinni losun koltvísýrlings. Jafnvel þó að sá danski hefði rétt fyrir sér eða rétt að hluta, hefur mynd Al Gore sannfært mig um að við höfum hreinlega ekki tíma né efni á (þá á ekki bara við fjárhagslegt "efni á") því að bíða eftir því að sjá hvort hann hafi rétt fyrir sér. Eftir 30-50 ár í viðbót af sömu lifnaðarháttum og orkustefnu heimsbyggðarinnar verða þegar orðnar verulega skaðlegar breytingar.
Verðum við ekki að skipta um orð, þ.e. velja eitthvað annað en "gróðurhúsaáhrif" yfir þessa skelfilegu þróun, t.d. "ofhitunaráhrif" eða "svækjuáhrif". A.m.k. þarf orðið að vekja fólk til umhugsunar. Í mínum huga eru gróðurhús þar sem ég fæ ljúfengar gúrkur og banana.
Ég hef ekki kynnt mér hitnun jarðar neitt að ráði en hef samt vitað af tilgátum þess eðlis frá því að ég var í menntaskóla (22 ár síðan). Mér brá talsvert árið 2003 (minnir mig) þegar fréttir bárust þess efnis að skip (ísbrjótur) hafi í fyrsta sinn komist inn á miðjan Norðurpólinn. Fréttir af hopandi jöklum á Íslandi og hvert hitametið af fætur öðru. Svo bara fyrir 3 dögum sá ég að grasið var allt í einu orðið grænt!! Ég er ekki náttúrufræðingur en þau 30 ár eða svo sem ég hef tekið eftir náttúrunni í kringum mig man ég ekki eftir grænum túnum í apríl á höfuðborgarsvæðinu. Svo þetta í gær, óhugsandi 22,6 gráðu hiti á Norðurlandi (Ásbyrgi) og um 20° á Skagaströnd hjá tengdapabba (verðandi ) Það er hætt að snjóa af einhverju viti á veturna o.s.frv. Frá 1970 hafa orðið meiriháttar breytingar á veðurfari. Allt þetta staðfesti Al Gore í heimildarmynd sinni.
Nú, ég hef nú ekki tekið þessa jarðarhitnun of alvarlega. Hugsanir manns hafa verið dálítið í áttina til hmm... "það væri nú gott að fá heitari sumur á klakanum svo maður þurfi ekki að fara til sólarlanda alltaf hreint" eða "æ, ekki saknar maður þungra snjóvetra - maður fer bara á skíði í ölpunu... brekkurnar eru hvort eð er alltof litlar hérna". Eitthvað í þessa veru. Vissulega var maður farinn að hafa áhyggjur af hugsanlegri hækkun sjávar um 1 m eða svo, og svo aukinni tíðni hvirfilbylja í útlöndum, en Ísland er svo hátt yfir sjávarmáli og langt frá "hvirfilbyljalandi". Eftir að hafa séð þau gögn sem Al Gore kynnti fyrir mér í kvöld, líður mér eins og fávísum hálfvita og með vissri réttu. Hvers vegna hafði maður ekki kynnt sér þetta áður? Hvers vegna hafði maður ekki skoðað betur mikilvægi Kyoto samningsins?
Hætturnar sem steðja að hitnun jarðar eru mun meiri en ég hafði nokkru sinni gert mér í hugarlund og á mun fleiri sviðum en ég gat ímyndað mér. Hér erum við að tala um 6 metra hækkun á yfirborði sjávar (bráðnun helmings Grænlandsjökuls og álíka svæðis úr Suðurskautsjöklinum) sem þýðir að heimili um 100 milljón manna færi á kaf og líklega yrði Vesturbær Reykjavíkur að eyju. Það mætti því t.d. hætta að hugsa um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni því hún yrði "Sjómýrin". Við fengjum Mosquito flugur til Íslands með tilheyrandi sjúkdómum. Lúsin sem nú hefur skemmt mikið af grenitrjám borgarinnar færi hamförum (hún drepst í góðu frosti). Meiri háttar breytingar yrði á lífríkinu og meiriháttar faraldrar nýrra sjúkdóma gætu breiðst út. Við höfum nú þegar dæmi; SARS og West Nile Virus heilahimnubólgan en hún byrjaði í NY borg þegar ég var þar 1998 og hefur nú breiðst um öll Bandaríkin. Þessi veirusýking berst með mosquitoflugunum og er banvæn í frekar háu hlutfalli þeirra sem veikjast. Engin lækning er til. Sem betur fer er þessi faraldur lítill enn sem komið er.
Á Íslandi getum við gert margt til að minnka losun á koltvísýrlingi og við þurfum að taka verulega ábyrga afstöðu þó að við séum ekki meðal þeirra sem menga mest. Bandaríkjamenn og Ástralir hafa ekki skrifað undir Kyoto samþykktina. Við þurfum að þrýsta á þessar þjóðir því Bandaríkjamenn menga þjóða mest. Ég skora á alla sem þetta lesa að fara út í næstu myndbandaleigu og horfa á mynd Al Gore, "óþægilegan sannleik" frá byrjun til enda. Þetta er mynd sem varðar trúlega það sem mestu skiptir fyrir alla okkar framtíð og framtíð komandi kynslóða. Mér er talsvert niðri fyrir. Vanti okkur raunverulegt baráttumál, góðu bloggarar, þá er það hér á þessum vettvangi. Hitnun jarðar verður að snúa við!
Upplýsingar um þessa mikilvægu heimildarmynd (sem fékk Óskarsverðlaunin í ár) og hætturnar af hitnun jarðar má finna hér
Hér að neðan er hlekkur að pdf skjali með upptalningu á 10 atriðum sem einstaklingar geta framkvæmt til að minnka losun "gróðurhúsalofttegunda" (sem mætti frekar kalla "ofhitunargös"). Sumt af þessum atriðum á frekar við um aðstæður í Bandaríkjunum en ábendingarnar eru góðar og gildar engu að síður.
![]() |
Hitinn í 23°C í Ásbyrgi samkvæmt sjálfvirkum mæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)