Fríkkaður viðbjóður

Börn eru hvött til að lesa biblíuna og það eru sérstakar barnabiblíur til með vinalegum myndum af fallegu fólki með ávölum og þægilegum útlínum.  Móses er mikil hetja, flytur hina helgu þjóð út úr Egyptalandi eftir að Guð sendi 10 plágur á þjóð Farósins, m.a. ein sem drap öll ungabörn.  Hrikalegt en einhvern veginn svo eðlilegt... eða hvað?   Abraham fær boð um að sanna trú sína með því að fórna syni sínum á altari.  Hann ætlar að gera það en Guð sendir honum engil sinn og segir að hann hafi sannað sig... "allt í plati... bara að prufa þig góði Abraham" virðist þessi Guð hafa hugsað.  Hollt lesefni fyrir börn.  Styrkir fórnfýsi og hlíðni býst ég við... eða hvað? 

Í sumar sagði ónefndur 12 ára drengur mér frá þessum sögum sem hann var að læra í skólanum.  Ég varð forvitinn og spurði hann:  "kennir kennarinn þinn þér þetta sem sannleika... að þetta hafi gerst í alvörunni?"  Drengurinn vissi ekki hverju hann ætti að svara en fann inná að ég trúði þessu ekki og spurði á móti: "Trúir þú ekki á guð?",  "Nei" svaraði ég að bragði án frekari útskýringa.  Þá kom nokkuð sem ég átti ekki von á frá 12 ára dreng.  Hann sagði: "Þú ættir að skammast þín!".   Ég gat ekki annað en brosað af ákveðni hans en þessi viðbrögð sögðu meira en hafði spurt um.

Svo fá unglingarnir okkar, okkar fallegu ungmenni fá að lesa fullorðinsbiblíu þegar á fermingaraldurinn kemur, fullra 13 ára.   Skyldu þau nokkuð nenna að lesa alla Biblíuna?  Hún er svo andskoti löng.  Jæja, tæpast nema örfá þeirra færu að lesa hana.  Það hlýtur nú að vera forvitnilegt að lesa þessa bók sem virðulegir prestar klæddir valdsmannlegum kuflum halda svo mikið uppá.  Pabbi og mamma horfa á þessa menn með dreymnum augum og þeir halda svo fallega utan um bókina miklu.

Best að kíkja einhvers staðar í Biblíuna.  Blaðsíða 281, í Dómarabókinni, kafli 21 sem heitir "Meyjarrán í Jabes í Gíleað".  Skrítið og skrítnir staðir.   Í 10. málsgrein stendur:

(10) "Þá sendi lýðurinn þangað tólf þúsundir hraustra manna og lagði svo fyrir þá: "Farið og fellið íbúana í Jabes í Galíað sem sverðseggjum, ásamt konum og börnum.  (11)  En þannig skuluð þér að fara:  Alla karlmenn og allar konur er samræði haf átt við mann (..ehm, semsagt alla homma og eiginkonur), skuluð þér banni helga, en meyjar skuluð þér láta lífi halda."  Þeir gjörðu svo.  (12) Og þeir fundu meðal íbúanna í Jabes í Gíleað fjögur hundruð meyjar, er eigi höfðu samræði átt við mann, og þeir fóru með þær til herbúðanna í Síló, sem er í Kanaanlandi.  (13) Þá sendi allur lýðurinn og lét tala við Benjamíns sonu, þá er voru hjá Rimmónkletti, og bauð þeim frið.  (14) Þá hurfu Benjamínítar aftur og þeir gáfu þeim konur þær, er þei höfðu látið lífi halda af konunum í Jabes í Gíleað.  Þær voru þó ekki nógu margar handa þeim."

Næsti kafli Dómarabókarinnar heitir svo "Meyjarrán í Síló".  Það vantaði konur fyrir karlana í ætt Benjamíns og því var þeim ráðlagt af öldungum Ísraela að ræna sér konum í Síló.  Einhverra hluta vegna máttu ekki aðrar ættkvíslar Ísraela gefa Benjamínítum konur.  Það var greinilega mun betri kostur að ræna konum frá öðrum.  Kaflanum líkur svo þannig að "Benjamíns synir gjörðu svo" og komust upp með það án eftirmála. 

Ótrúlegt.  Hvílíkir barbarar!  En samt allt með blessun öldunga og í nafni Guðs.  Benjamínítarnir voru greinilega bænheyrðir enda af Guðs útvöldu hljóð.  Aumingja fólkið í Síló, en hverjum er ekki sama? og þetta er bara saga..., reyndar í Biblíunni sem á að leiða börnin okkar til siðsamara lífs.

Skemmtilegur lestur og uppbyggilegur Frown.  Er ekki svona efni bannað innan 18 ára í kvikmyndum?  Er þetta handbókin fyrir 13 ára ungmenni á 21. öldinni?

Ég fór að lesa þetta því ég var að glugga í bók Annie Laurie Gaylor - Woe to the Women The Bible Tells Me So, The Bible, Female Sexuality & the Law.   Þar er vitnað í manngæsku hinnar guðs útvöldu þjóðar og afstöðu til kvenna. 

En viti menn!  Ég sem fullorðinn að lesa þetta rakst á eftirfarandi.  Við samanburð á enska texta Biblíunnar og hinum íslenska rak ég augun í það að búið er að fegra íslensku útgáfuna.  Lesum nú enska textann sem vantar í Dómarabókina 21; 11-14:

"Take her home, pare her nails, shave her head, have her bewail her parents for one month, then go in onto her, and be her husband"  Þýðing mín:  "Færðu hana heim til þín, klipptu neglur hennar, rakaðu höfuð hennar og láttu hana syrgja foreldra sína í einn mánuð, hafðu þá samræði við hana og vertu henni eiginmaður" 

Sem sagt hér eru leiðbeiningar um það hvernig Benjamínítarnir áttu að halda nauðugum, leyfa að gráta í 1 mánuð, niðurlægja svo með rakstri og nauðga þeim hreinu meyjum sem þeir rændu í hernaði.   

Hvers vegna skyldi þýðandinn / þýðendurnir hafa sleppt þessum hluta úr íslensku þýðingunni?  Var þetta e.t.v. of svívirðulegt? of óhugnalegt? of viðbjóðslegt? til að hafa í hinni heilögu bók?  Var það of freistandi að loka augunum augnablik og hreinlega gleyma að þýða þessar setningar?  Vissulega hlaut að vera nóg að hafa lýst því að Benjamínítarnir ættu að drepa konur og börn.  Úff, ekki vildi ég vera þýðandi þessarar bókar. 

Bíðum nú aðeins hæg.  Woundering  Kannski er ég að missa af einhverjum tilgangi.  Kannski er þetta einhverjum lexia.  Kannski er í lagi að hafa "leiðarbók lífsins" uppfulla af morðsögum og nauðgunum?  Fullt af fullorðnu fólki segir ekkert um þessa hluti. 

Nei... Á meðan ég get ekki talið það réttlætanlegt að hafa svona efni í leiðbeiningarbók að lífinu ætla ég að ráðleggja öllum að halda þessari bók frá börnum og ungmennum.   Það eru svo margar góðar bækur sem hægt er að lesa í staðinn. 

____

Viðbót:  Það er víst skýring á þessu ósamræmi á milli ensku og íslensku útgáfunnar.   Hjalti bendir á í færslu 4 að það sem vantar sé í 5 Mósesbók í íslensku biblíunni.   Þetta er því ekki "fríkkaður viðbjóður" heldur "færður viðbjóður".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Nákvæmlega svona eins og þessi grein þín núna inniheldur yfirlýsingar um viðbjóð þinn á kristinni trú hefjast trúarbragðastríð í stað þess að virðing millum trúleysingja og þeirra sem trúa geti átt sér stað.

Til hvers að ala á deilum og erjum millum manna um trú sem ætíð verður tilfinningalegt mat hvers eins einstaklings fyrst og fremst.

Ég trúi á Guð föður almáttugan skapara himins og jarðar en ég fordæmi þá ekki sem ekki hafa sömu trú og ég , hvað þá að mér detti í hug að fara að gera lítið úr þeim ellegar ófegra þeirra trúleysi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.9.2007 kl. 02:23

2 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Nei tilgangurinn er að sýna að Biblían er meingölluð og ætti ekki að vera leiðbeining fólks, hvorki ungs né gamals nú til dags.  Þú tekur sterkt í árinni með að segja "yfirlýsingar um viðbjóð þinn á kristinni trú".  Þetta er ég ekki að segja.  Mér finnst kristin trú eins og hún er skást ekki vera sú besta siðferðislega fyrirmynd sem hægt er að fara eftir og eins og hún er verst er hún hreint hræðileg þó að hún nái nú tæpast þeim "hæðum" sem lýst er í Dómarabók Gamla Testamentisins.  Ég hef ekki viðbjóð á kristinni trú eins og hún er hér hjá flestum en þessi kafli í Biblíunni vekur hjá mér viðbjóð.  Þú hlýtur að geta greint þar á milli Guðrún María.

Tilgangurinn er ekki að ala á erjum, heldur að fá fólk til að hugsa um það sem stendur í Biblíunni og loka ekki augunum fyrir lýsingum sem eru tæpast uppbyggilegar fyrir börn og ungmenni að lesa. 

Ég er ekki að fordæma þig fyrir að trúa "á Guð föður almáttugan skapara..." en ég gagnrýni slíka trú hiklaust.  Fordæming er ekki það sama og gagnrýni.   Ég neita að setja trúarbrögð á þann stall að ekki megi gagnrýna þau.  Ég ber ekki virðingu fyrir trú þinni á fyrirbærið guð en ég er tilbúinn að sýna þér það umburðarlyndi og virðingu að virða trúfrelsi þitt og einkalíf.  Ég þröngva ekki þessari gagnrýni á þig og þú þarft ekki að lesa bloggsíðuna mína. 

Svanur Sigurbjörnsson, 22.9.2007 kl. 02:38

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Svanur:

"En viti menn! Ég sem fullorðinn að lesa þetta rakst á eftirfarandi. Við samanburð á enska texta Biblíunnar og hinum íslenska rak ég augun í það að búið er að fegra íslensku útgáfuna. Lesum nú enska textann sem vantar í Dómarabókina 21; 11-14:"

Þú hefur annað hvort ruglast á bókum eða þá að það sé villa í einhverri bókanna sem
þú ert með. Þetta er í 5. Mósebók 21:11-14:

"...og þú sér meðal hinna herteknu konu fríða sýnum og fellir hug til hennar og vilt taka hana þér fyrir konu, þá skalt þú leiða hana inn í hús þitt, og hún skal raka höfuð sitt og skera neglur sínar og fara úr fötum þeim, er hún var hernumin í. Síðan skal hún dvelja í húsi þínu og gráta föður sinn og móður heilan mánuð. Eftir það mátt þú ganga inn til hennar og samrekkja henni og hún vera kona þín. En fari svo, að þú hafir eigi lengur þokka til hennar, þá skalt þú láta hana algjörlega lausa og mátt alls eigi selja hana við verði. Þú skalt ekki fara með hana sem ambátt, fyrir því að þú hefir spjallað hana."

Hlynur:

"Þessi bók sem þú ert að vitna í er gamla testamenntið ekki satt, það er bók gyðingana ekki okkar nema að litlu leiti og þá eingöngu til að varpa ljósi á það hversvegna var nausynlegt að jesú kæmi með sína siðbót.Ofbeldissaga gyðinga er nefnilega engu skárri en múslima."

Þannig að guð Gamla testamentisins er ekki guð kristinna manna?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.9.2007 kl. 03:22

4 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

 Sæll Hjalti Rúnar

Ég athugaði þetta því mér fannst í fyrstu að e.t.v. hefði Annie L Gaylor vitnað í rangan texta en samkvæmt annarri heimild sem ég fann á netinu var þessi klausa í ensku þýðingunni á Dómarabókinni inni.  E.t.v. er einhver skýring á þessu sem menntað fólk í guðfræði eða pælarar geta greint frá.

Hlynur:  Jú þetta er úr Gamla Testamentinu, sem virðist vera eins konar víkingasaga kristinna manna.  Samt er þessi ofbeldisaga heilög og nýtur virðingar sem trúarrit.  Ef hinar stærri kirkjudeildir myndu kasta henni út stæðu "Mofar" þessa heims (sköpunartrúarfólk) svolítið meira á berangri í bókstafstrú sinni en nei, þessi forneskja er enn hluti af trúarriti Þjóðkirkjunnar og miklum tíma varið í að kenna helstu sögurnar í barnaskólunum. 

Svanur Sigurbjörnsson, 22.9.2007 kl. 03:41

5 Smámynd: Heimir Tómasson

Ég hélt nú að biblían innihéldi bæði gamla og nýja testamentið. Einhvernveginn virðist það vera svo að prestar flestra landa haldi á biblíunni sem inniheldur bæði testamentin, þannig að ég tek það sem svo að þau eigi bæði að eiga erindi við kristna menn (og konur, til að halda í pólitískan rétttrúnað).

En það merkilega er, að kóraninn held ég (hef ekki lesið hann spjalda á milli) minnist hvergi á svona framferði sem var minnst á. Ég minni þó á að ég hef ekki lesið kóraninn allann. En Búdda minnist hvergi á svona framferði.

Ergó: Kristin trú er haldin einhverri furðulegri minnimáttarkennd. Það er það eina sem að ég get lesið útúr þessu. Staðreyndir sýna að biblían í dag á lítið skylt við þau orð sem upprunalega voru rituð.

Persónulega þá trúi ég á guð. En ekki þennan guð sem troðið hefur verið upp á okkur af skipulögðum trúarbrögðum. Minn guð er persónulegur.

Heimir Tómasson, 22.9.2007 kl. 03:51

6 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Hjalti:  En skýringin er þá trúlega ekki að þýðandinn hafi ekki treyst sér að hafa þennan texta í Dómarasögunni á Íslensku, heldur var textinn í 5. Mósebók.   Íslenskir lesendur fá sem sagt allar leiðbeiningarnar í sinni Biblíu, bara á öðrum stað. 

Nýja Testamenntið er heilmikil framför en ákaflega döpur leiðbeining fyrir nútímann.    Það er t.d. gaman af Matteus 25,1: "Þá er líkt um himnaríki og tíu meyjar, sem fóru til móts við brúðgumann með lampa sína, fimm voru fávísar en fimm hyggnar... o.s.frv."  Brúðguminn vildi svo ekki kannast við hinar fávísu og hnykkt er út með "Vakið því, þér vitið ekki daginn né stundina."  Alveg frábær boðskapur.  Sýna fyrirhyggjusemi ellegar vera hafnað, og dæmið sérlega viðeigandi í nútímanum.  Kannski er hollt að vita um frumstæðan hugsunarhátt trúarkölts við botn Miðjarðarhafs fyrir um 2000 árum og þráhyggju þeirra yfir meyjum en ekki til að kenna siðferði börnunum okkar.  Nei takk.

Svanur Sigurbjörnsson, 22.9.2007 kl. 03:55

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er merkilegt hugsunarleysi þeirra, sem taka að sér uppfræðslu eftir Kristilegri kenningu að vera eilíft að grauta fabúlum Gamla testamentisins saman við þetta án þess að leiða hugann að markmiðum þessarar fræðslu.  Hún á að sjálfsögðu að beinast að siðfræði og samskiptum manna til góðs auk þess að gera einstaklingnum grein fyrir mætti sínum og fegurð, sem innra má finna og rækta.  Þetta dogma er þó ekki sniðið til að ýta undir sjálfstæða hugsun og styrkari sjálfsmynd, þegar verið er að kenna um dóma og geistlega hefnd.  Það samræmist að sjálfsögðu ekki nútímahugsun og uppfræðslu.

Biblían er svo uppfull af þversögnum, fordæmingu og bælingu að það má beita henni til kúgunnar mannsandans jafnt og til upphafningar hans.  Það er allt háð því hvernig textinn er lesinn og túlkaður, eins og við vitum.  Það er því undarlegt í sjálfu sér, að bók, sem kirkjulegar stofnanir taka sem sannleik, skuli vera boðuð á selektívann máta, þar sem skautað er hjá einni fullyrðingunni en ljósi varpað á aðra í næsta paragrafi. Ætti það ekki að vera annað hvort eða?  Hafna öllu ritinu eða taka það algerlega eftir bókstafnum?

Mér finnst þú taka heldur djúpt í árinni, og tala um viðbjóð. Það er ógrunduð fordæming, sem er einmitt grunnur að óeiningu manna. Fáfræði eða skortur á nennu til að setja sig inn í málið er oft ástæða slíks.  Nú er ég ekki að hella yfir þig sleggjudómum, en það verður að skilja að þessu verður ekki breytt á einni nóttu og allra síst með ógrunduðum upphrópunum.  Ég aðhyllist siðfræði og kenningu Krists en sé enga samsvörun við boðun hans í mörgum ritum Gamla testamentisins og hvað þá heldur í mörgum postulabréfunum og þá sérlega Páls, sem var jú ofsækjandi Kristinna áður og upphafsmaður þeirrar persónudýrkunnar og stofnanavæðingar, sem Kaþólskan birtist í. 

Orð Krists, eins og þau eru skráð og vitnað er til, eru góð og gegn siðfræði og hvetjandi boðskapur og er ég á því að menn haldi sig við það, þegar börnum er gefin innsýn í trúargrunninn.  Hann kom með nýjan sáttmála, sáttmála fyrirgefningar og kærleika og því ber okkur að hætta að grauta í þeim gamla, viljum við kallast Kristnir.

Nú er ekkert víst né sannað að Kristur hafi verið til og jafnvel ýmislegt sem gerir það vafasamt. Flest í hans táknfræði og raunar flest í sögum Biblíunnar á sér samsvörun í eldri ritum.  Bæði í fornegypskri trú, grískri, arabískri (Gilgamesh) og jafnvel má finna samsvörun með kenningum Krists í Búddisma.  Það er þó víst að hugsuðir manna, hafa í gegnum árþúsundir reynt að koma skikki á samskipti manna og sambúð og setja því mörk með kenningum, sem oft voru settar í myndrænar dæmisögur fyrir ólæsa alþýðu.  Þessi táknfræði, hefur síðan haft tilhneigingu til að vera tekin bókstaflega og síðan verið háð túlkunum tíðarandans hverju sinni og því hefur farið, sem farið hefur. Menn hafa séð sér tækifæri til kúgunnar og óttavæðingar til að öðlast völd, og svo er það því miður enn í dag.

Til þess að heimfæra almenna siðfræði og góða umgengni við meðbræður okkar, verðum við að verða sammála um einhvern kjarna til að leggja út af og sleppa þessu Dogma.  Þar er ég sammála þér.  Það er ekki vænlegt að úthýsa því, sem þó er gert af góðri meiningu.  Við höfum enn síðri tíma en forfeður okkar til að sinna uppeldi barnanna og það hefur lent á brautum kolleltívrar uppfræðslu.  Hvernig þessi uppfræðsla er, er okkar mál að ræða og sættast á og þá þurfum við að skoða til hvers þetta fyrirbrygði trú er til komin.  Hún er ekki sprottin af kenjum einum.  Sjaldan hefur líka verið meiri þörf fyrir að kenna ungviðinu góða siði og halda vegi sínum hreinum, eins og sagt er.  Áreiti fjölmiðla og óritskoðaðs alnets er vitnisburður um það.  Við getum verið sammála um kærleik manna á milli, að við virðum hvert annað og dæmum ekki, né drögum meðbræður okkar í dilka.  Að við erum í grunninn eitt og hið sama, ef sleppt er öllum þeim merkimiðum, sem við gefum okkur endalaust til aðgreiningar frá öðrum mönnum.  Menntun, uppruni, efnahagur, skoðanir og trú..t.d.  Að því slepptu ber ekki mikið á milli. Geta og atgervi virðist vera ástæða flokkunar en er það ekki heldur, því öll höfum við hlutverk í samfélagi manna, þótt við skynjum það stundum ekki og því eigum við öll jafnan rétt.

Skólakerfið er meingallað og innrætingarmiðlunin er orðin frumstæð í augum hugsandi fólks. Mannkynsagan er t.d. afar afstæð, sem og önnur hugvísindi og jafnvel raunvísindi.  Þetta geta aldrei verið annað en vegvísar á þroskaleið mannsandans en ekki staðreyndir meitlaðar í stein.  Það sem yrði mest til þrifa í skólakerfinu er að kenna gagnrýna hugsun. (mörgum stjórnmálaskörungnum hryllir jú við alþýðu með gagnrýna hugsun)  Til er vísir af þessu ámenntaskólastigi s.s. í morfís, þar sem afstæðni og máttur rökleiðslu er kenndur. 

Við megum ekki mótmæla því fyrirkomulagi, sem fyrir er nema að hafa hugmynd um hvað við viljum.  Það er langt frá því nóg að vita hvað við viljum ekki, þótt það sé ágætis byrjun.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.9.2007 kl. 03:58

8 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk fyrir fullt af góðum pælingum Jón Steinar.  Ég svara þeim síðar.

Svanur Sigurbjörnsson, 22.9.2007 kl. 04:11

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég lýsi eftir tillögum að ígrundaðri siðfræði, sem óhjákvæmilega hlýtur að byggjast að hluta á trúar og heimspekiritum (Hegel t.d.) Það ber þó að forðast að tengja þá kennslu hugmyndafræðingunum sjálfum, ef við eigum ekki að lenda í sömu Dogmatísku súpunni aftur.  Margt má finna gott í Kristi (elska skaltu náungan eins og sjálfan þig) og Búdda (Í þrá mannsins felst þjáning hans) Ef við leggðumst í þá vinnu að setja saman slíkt kennsluefni, þá ætti það að geta komið í stað þessarar misvitru og illa grunduðu innrætingar.

Málið er að setja saman leiðbeiningar en ekki skipanir um færsæla hegðun og innræti, sem yrði börnunum styrkur á lífsbrautinni og gerði þeim lífið auðveldara.  Margir nútímahugsuðir hafa borið á borð "andlega" hugsun, sem yrði auðskiljanlegri en margt af þessu dæmisagnamoði.  Nefni ég t.d. Eckhart Tolle í því sambandi.  Allavega er ljóst að við þurfum að fara að leita að staðgenglum án hlut eða persónugervingar hugmyndafræðinnar og þá leit þarf að hefja. Það er bara að byrja og síðan þróa slíkt.  Leitið og þér munið finna sagði góður maður.  Það ber þó að hafa í huga að um leið og við höfum myndað einhverja Yfirnefnd um þessi efni, sem velur og hafnar, þá er stutt í að við lendum í sömu dogmatíkinni og hírakíinu og við erum að reyna að osna úr.  Lausnin verður að koma úr grasrótinni, svo mikið er víst.  Skrif þín eru stiklur á þeirri braut og fagna ég þeim um leið og ég hvet til hófstillingar í slíkri umræðu.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.9.2007 kl. 04:24

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Veit ekki hvort þú hefur séð þessa mynd.  Athyglisverð og umhugsunarverð þegar talað er um gagnrýna hugsun.  Gæti verið skemmtilegur grunnur að umræðum um frelsi andans og frelsi manna t.d. Sumir verða afar illir og líta undan í afneitun og úthella demónískum munnsöfnuði.  Ég fagna svona efni.  Þú þarft að hafa rúma tvo tíma aflögu fyrir hana. Annars er hún í þremur hlutum, sem horfa má á með hléum. http://www.zeitgeistmovie.com/

Jón Steinar Ragnarsson, 22.9.2007 kl. 05:01

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er all-fyndið, að í sinni stórmerku, stórskemmtilegu bók, The Genesis of Justice, Ten Stories of Biblical Injustice that Led to the Ten Commandments and Modern Law (Warner Books, N.Y. 2000), í 6. kafla ('Abraham Commits Attempted Murder--and Is Praised'), kemur Alan M. Dershowitz (sá hinn sami og kom hingað og flutti fyrirlestur í Lögbergi á vegum Félags áhugamanna um heimspeki) með margar og alls kyns ritskýringar-útleggingar Gyðinga á fórn Abrahams ... en virðist ekki hafa dottið í hug að líta á hina kristnu túlkun sögunnar.

Kristnir menn líta að sönnu á Biblíuna sem innihaldandi Guðs óskeikula orð. Það á við um boðskap höfunda Nýja testamentisins og ekki aðeins orð Jesú sjálfs. Þess vegna er skýring þeirra og túlkun á Gamla testamentinu tekin sem rétthærri og réttari en skýringar rabbína Gyðinga og annarra fræðimanna þeirra.

Nú hefur Nýja testamentið einmitt vísun í fórn Abrahams í Hebreabréfinu, 11.17-19. Lítum hér á þá túlkun og svolítið af samhenginu:

"Fyrir trú hlýddi Abraham, er hann var kallaður, og fór burt til staðar, sem hann átti að fá til eignar. Hann fór burt og vissi ekki hvert leiðin lá. Fyrir trú settist hann að í hinu fyrirheitna landi eins og útlendingur og hafðist við í tjöldum, ásamt Ísak og Jakob, er voru samerfingjar með honum að hinu sama fyrirheiti. Því að hann vænti þeirrar borgar, sem hefur traustan grunn, þeirrar, sem Guð er smiður að og byggingarmeistari. Fyrir trú öðlaðist Abraham kraft til að eignast son, og þó var Sara óbyrja og hann kominn yfir aldur. Hann treysti þeim, sem fyrirheitið hafði gefið. Þess vegna kom út af honum, einum manni, og það mjög ellihrumum, slík niðja mergð sem stjörnur eru á himni og sandkorn á sjávarströnd, er ekki verður tölu á komið. [...] Fyrir trú fórnfærði Abraham Ísak, er hann var reyndur. Og Abraham, sem fengið hafði fyrirheitin, var reiðubúinn að fórnfæra einkasyni sínum. Við hann hafði Guð mælt: Afkomendur Ísaks munu taldir verða niðjar þínir. Hann hugði, að Guð væri þess jafnvel megnugur að vekja upp frá dauðum. Þess vegna má svo að orði kveða, að hann heimti hann aftur úr helju." (11.8-12, 17-19.)

Hér ræðir um trú Abrahams. Hann vissi að fenginni reynslu (sem Guð er fús að veita sínum trúuðu), að hann gat treyst Guði. Hann gekk með Guði og vissi, að hann gæti treyst honum fyrir syni sínum. Sagan fjallar um það traust (til að gefa eitt dæmi ásamt ýmsum öðrum um rétt eðli trúarinnar, Hebr. 11.4-38) og verður um leið vitnisburður um, að Guð Biblíunnar er ekki sá Guð að hann leyfi mannfórnir þær, sem tíðkuðust í trúarbrögðunum í Miðausturlöndum (og raunar miklu víðar, t.d. í Ameríku fyrir landafundina miklu og í norrænum löndum fyrir kristnitökuna).

Sá skilningur Svans, að þessi saga sé óhollt lesefni fyrir börn, á því ekki við, en vissulega ber að setja hana fram í réttum búningi fyrir kristin börn; Hebreabréfið hefur lykilinn að þeirri réttu túlkun, sem fylgja þarf sögunni og vanda sig við framsetningu á, svo að þetta verði börnum hvorki þverstæða né sú hneykslunarhella, sem orðuð er með svo háðslega fyndnum hætti sem sjá mátti af kaflafyrirsögn Dershowitz.

Um ranga túlkun Svans á Dómarabókinni skal ég ræða með nýjum degi, ef hann hefur hér áfram opið á athugasemdir. Ef ekki, ræði ég málið á eigin vefsíðu.

Jón Valur Jensson, 22.9.2007 kl. 05:38

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mikill munur væri að í raunveruleikanum nytum við þess munaðar að heyra hina geitslegu rödd svona skýrt og skorinort, kæri nafni.  Þá væri brölt okkar ekki svona brokkgengt eins og raun ber vitni.  Þú talar mikið um réttan og rangan skilning og öfunda ég þig að njóta þeirra forréttinda að geta skilið þar á milli með svo afgerandi hætti.  Af minni lítilmótlegu þekkingu, þá fæ ég ekki betur séð að sagan um Abraham boði okkur að treysta öllu, sem yfirvald heimsins boðar, kyngja því og þegja.  Vandinn er hins vegar að geta greint á milli leiðsagnar almættisins og óra manns eigin hugar, því ekki heyri ég raddir utan hins áþreifanlega heims.  Hvers vegna almættið tók þennan eina einstakling út í fyrndinni og lagði fyrir hann þetta próf, veit ég ekki og þaðan af síður er mér ljós tilgangur "hans" í stærra samhengi.  Ég fæ satt að segja engan botn í það.  Svona takmarkaður er ég.

Ég hef líka oft hugleitt hvað meðal fyrstu orðanna í bókinni þýða. "'I upphafi var orðið og orðið var hjá Guði og orðið var Guð."  Hvaða orð? Er átt við tjáningu almennt? Er þetta þýðingarvilla?  Og ef það var í upphafi og hjá Guði og var í raun hann sjálfur.   Hvað er Guð? Orð? Orð sem er hjá sjálfu sér og varð til um leið og hann eða var alltaf til?  Fyrir mér er þetta alger endaleysa.  En ég er nú bara maður, sem sennilega hef ekki nægileg tengsl við andann og hef ekki notið neinnar vitrunnar, sem mér finnst skítt. Því mér er það einnig óskiljanlegt að Almættið skuli fara svona í manngreinarálit hvað þetta varðar.  Hann myndi leysa ýmislegt með að veita okkur öllum aðgang að þessari visku.  Því miður eru milliliðir hans´hér á jörðu í hinum ýmsu fílíölum ekki að standa sig í þessari miðlun.  Kannski eru þeir ekki að ná þessu sjálfir og þora ekki að viðurkenna það? Guð einn veit...

Jón Steinar Ragnarsson, 22.9.2007 kl. 07:51

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Án þess að ég ætli að snúa þessu öllu upp í viðræðu við þig, Jón Steinar, og án þess að ég hyggist svara ýmsu því sem þú hefur sagt á ógrundaðan hátt í fyrra innleggi hér um Pál postula og tilvist Krists m.m., þá tek ég þó eftir, að þú vilt kallast kristinn, skv. því fyrra innleggi, og segir þar einnig: "Ég aðhyllist siðfræði og kenningu Krists." Þá ættirðu að kannast við, að hann segir: "Áður en Abraham var, er ég" (Jóh. 8.58). Ennfremur að átta þig á óheyrilega miklu mikilvægi Jóhannesarguðspjalls fyrir kristna kenningu og framsetningu kristinnar guðfræði í hnotskurn.

Það er auðvelt -- þegar þú hugsar út í það, að bæði frumgrísku hugtökin í upphafi þess guðspjalls yfir það, sem hjá okkur er þýtt "orðið" (1.1 og 1.14) og "ljós" (1.4-5 og 7-9), eru karlkynsorð -- að átta sig á því, að þarna er verið að tala um eitt og hið sama: Logos (hið innra orð Guðs, sem streymir af huga hans), fós (ljós) og sá Sonur Guðs, sem þarna er talað um, er allt eitt og hið sama; þess vegna segir þarna um hann í beinni samfellu: "hann" (eða önnur föll þess fornafns), bæði í 1.2-4, 9-12 og 14-15. Þetta er sannarlega þess virði að hugsa um og íhuga, nafni, þetta eru grunnatriði kristinnar kenningar og kallast á við orð Jesú sjálfs í guðspjöllunum. Ef við skiptum út orðinu "orð" fyrir "þanki" og "ljós" fyrir "ljómi", þá er hægt að hugsa þetta nær því sem Grikkinn hugsar og skilur það á sínu máli, þá sérðu betur samfelluna í öllu þessu. (Prófaðu að skipta þessu þannig út í textanum.) Þegar þú verður kominn lengst út í að hugleiða þetta eilífa, innra orð Guðs, þá verðurðu sennilega farinn að njóta þess að lesa guðfræði hins djúpþenkjandi Bernards Lonergan, S.J. En þessi Jóhannesarguðfræði er þó meðtekin af öllum kirkjufeðrunum, þ.m.t. Ágústínusi, skólaspekingunum og öllum helztu síðari guðfræðingum, þ.m.t. Lúther og Karli Barth, auk allra fulltrúa kaþólskrar og grísk-orþódoxrar guðfræði. Og það kemur ekki til af engu, nafni minn. Hugleiddu því og skoðaðu betur.

Já, "sagan um Abraham boð[ar] okkur að treysta öllu, sem yfirvald heimsins boðar," en tilgangurinn með því að velja Abraham og afkomendur hans var að byrja hér þá af Guði gefnu trú í veröldinni, sem Ísraels þjóð átti að meðtaka og halda utan um, þótt jafnvel það tækist oft afar illa og það þrátt fyrir alla þá spámenn sem Guð vakti upp handa þeim; og lengra hugsað er ábending spámannanna á Krist, Messías, einn mikilvægasti parturinn af þessari trú, sem Guð var að rækta upp í veröldinni, innan um alla mannsins vonzku og villu á þeim slóðum sem annars staðar; og "stærra samhengið", sem þú talar um, er svo sjálfur Kristur, Guðs sonurinn eilífi, sameinaður mannlegu holdi, af kyni Abrahams, í persónunni Jesú Kristi, fæddur okkur til hjálpræðis, boðandi vilja Föðurins hreinan og ómengaðan í kenningu sinni og dáinn þér og okkur öllum til endurlausnar, lífs og sannrar hamingju.

Jón Valur Jensson, 22.9.2007 kl. 10:15

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jóh.1.1-5: "Í upphafi var þankinn (Orðið, Logos), og þankinn var hjá Guði, og þankinn var Guð; hann var í upphafi hjá Guði. Allir hlutir eru gjörðir fyrir hans [Logoss, þanka Guðs] tilverknað [þetta er merking gríska orðsins dia ('fyrir') í textanum: fyrir hans tilverknað], og án hans varð ekkert til, sem til er orðið. Í honum [þankanum] var líf, og lífið var ljómi [fós] mannanna; og ljóminn skín í myrkrinu, og myrkrið hefur ekki tekið á móti honum." O.s.frv., t.d. hér, 1.8 o.áfr.: "Ekki var hann [Jóhannes skírari] ljóminn, heldur átti hann að vitna um ljómann. Hinn sanni ljómi [Guðs], sem upplýsir hvern mann, var að koma í heiminn. Hann var í heiminum, og heimurinn var orðinn til fyrir hans tilstilli, og heimurinn þekkti hann ekki. Hann kom til eignar sinnar, og hans eigin menn [megnið af Gyðingaþjóð og leiðtogar hennar upp til hópa] tóku ekki við honum. En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn: þeim sem trúa á nafn hans [= persónu hans], þeim sem ekki eru af blóði né af holds vilja né af manns vilja, heldur af Guði getnir [í endurfæðingu trúarinnar]. Og Logos (orðið, þankinn) varð hold -- og hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð sem eingetins [hins eina eilíflega 'getna'] Sonar frá Föður. Jóhannes [skírari] vitnar um hann og kallar og segir: "Þessi var sá, sem ég sagði um: Hann, sem kemur á eftir mér, hefur verið á undan mér, því að hann var fyrri en ég" [fortilvera Krists]. Því að af gnægð hans höfum vér allir þegið og það náð á náð ofan; því að lögmálið var gefið fyrir meðverknað Móse, en náðin og sannleikurinn fyrir tilverknað Jesú Krists. Enginn hefur nokkurn tímann séð Guð; Sonurinn eingetni, sam hallast að brjósti Föðurins, hann hefur veitt oss þekking á honum."

Jón Valur Jensson, 22.9.2007 kl. 10:47

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Takk fyrir þetta nafni. Ef ég skil þig rétt, þá er það sem Guð "hugsar" það sem verður.  Kannast við þetta úr annari speki, sem er heimfærð á manninn sjálfann, enda mun hann í Guðs mynd ef mér förlast ekki...What you precieve you will recieve.  Eða það sem þú hugsar það færðu.  Þú ert það sem þú hugsar og færð það sem þú hugsar.  Ef svo er þá er boðunin einfaldlega: Vandaðu hugsun þína og þá verður allt í fína.

Hvers vegna það þarf að byggja allt þetta tildur í kringum þann einfalda boðskap er mér ofvaxið að skilja.  En við finnum kannski einhvern annan vettvang til að ræða það en að leggja undir okkur bloggið hans Svavars.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.9.2007 kl. 13:12

16 identicon

Hið óumbreytanlega orð guðs í nýrri og meira soft útgáfu... þarf að segja eitthvað meira um þetta... æ dónt think só

DoctorE (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 13:14

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, það er rétt, Jón Steinar, við finnum kannski annan vettvang fyrir þessar hugsanir, sem eru þó ekki fánýtar. En það, sem þú segir hér í þinni 2. setningu, á þó betur við um sköpunina (sköpun alls úr engu, ex nihilo fyrir tilverknað máttarorðs Guðs) heldur en um Guðssonareðli Krists. Guðs Sonurinn eilífi "verður" ekki, heldur ER um alla eilífð. Þetta eðli hans er hið sama og talað er um í opinberuninni til Móse, þegar Guð birtir honum nafn sitt og segir við hann: "Ég er sá, sem ER". Guðssonurinn gerðist þó maður, en það breytir ekki hans eilífa eðli. En rétt er hitt, að Nýja testamentið talar um hann sem hugsun eða (hið innra, ótalaða) orð Guðs. Af eilífum huga Guðs (Föður) streymir eilíf hugsun ('orð') hans, þ.e.a.s. Sonar-eðlið (sem einnig er lýst sem eilífum getnaði frá Föðurnum), og af huga hans, vilja og hugsun streymir kærleikur hans (Heilagur Andi). Þetta eru nokkur kjarnaatriði Þrenningar-hugsunar kristindómsins. -- Minnztu þess líka, að 'logos' á grísku þýðir ekki aðeins 'orð', heldur einnig 'hugsun'. Hugtakið 'logos' varð afar mikilvægt í heimspekisögunni hjá Plotínusi (um 205-270 e.Kr.), en Jóhannesarguðfræðin í þessu efni er a.m.k. 150 árum eldri.

Jón Valur Jensson, 22.9.2007 kl. 14:57

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Réttara er líklega að lýsa Heilögum Anda sem sjálfum vilja Guðs, sem streymir af huga eða veru hans (Föðurnum) og hugsun (Syninum).

Jón Valur Jensson, 22.9.2007 kl. 15:04

19 Smámynd: Linda

Svanur, í flestum tilfellum þegar ég hef talað við ykkur hjá Siðmennt, þá hef ég aldrei upplifað eins mikla fordóma og ég geri núna í þínum skrifum, og það þykir mér afar leitt. 

Ég er ekki með sérstaklega flókin skilning á sögu Abrahams og þá skelfilegu beðni sem Guð lagði á hann.  Þetta felst í því að ef maðurinn sem trúði á Guð sinn enn var samt ófullkomin var tilbúin að fórna syni sínum, Guð stoppaði hann og gaf honum lambið í staðinn til þess að fórna, þetta er spádómur um það sem Guð mundi sjálfur gera, hann var tilbúin að fórna syni sínum fyrir okkur, svo að við þyrftum ekki lengur að færa fórnir sakir gjörða okkar og tilbeiðslu.  Lamb Guðs heitir Jesú.  Maðurinn var tilbúin að fórna sínum heitelskaða syni fyrir Guð, Guð sem elskar okkur meira enn við getum nokkurn tíman gert okkur hugarlund um fórnaði sér í syni sínum okkur til lífs og frelsunar.  

Takk Guð segi ég...

 Með því að smella hér er hægt að nálgast Gríska Nýja testamentið á frum texta og í enskri þýðingu.

Linda, 22.9.2007 kl. 18:41

20 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"þá hef ég aldrei upplifað eins mikla fordóma og ég geri núna í þínum skrifum"
Af hverju eru það fordómar að segja fólki frá því sem stendur í Biblíunni? 

Matthías Ásgeirsson, 22.9.2007 kl. 20:02

21 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég væri nær því að skilja þetta nafni ef þetta væri allegóría fyrir hræringar mannsandans sjálfs og eitthvað kosmískt samhengi hans jafnvel, en þessi vísun út fyrir okkur í eitthvað aðskilið afmarkað og nafngreint samræmist ekki minni takmörkuðu skynsemi.  Ég tala nú ekki um hvað þetta Theológíustagl er tyrfið og torskilið "venjulegu" fóllki og hvað þá börnum.  Ég bíð eftir hinum einfalda óhrekjanlega kjarna, sem allir geta tileinkað sér án þessara guðfræðilegu loftfimleika.  Annars er betur heima setið og hefur verið í einhverjar þúsundir ára.  Árangurinn er vitnisburður um það.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.9.2007 kl. 20:48

22 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hef stundum kallað þetta Gilitruttargátu Guðdómsins. Um leið og við þekkjum hin raunverulegu rök, þá mun þessi persónugerði Guð verða að engu og maðurinn uppgötva sína eigin helgi og mátt. Aldrei þurfa að óttast né liggja á hnjánum fyrir framan táknmyndir til að biðja sér miskunnar og viðurværis.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.9.2007 kl. 20:58

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Viltu ekki, nafni, byggja á skynseminni einni saman? Jafnvel ef til er sá handanheimur andans, sú tilvist Guðs og engla, sem ósýnileg er og ónálganleg fyrir okkar jarðnesku vitsmunatilburði, viltu þá samt ekki, endurtek ég, byggja einungis á skynseminni? Það er það sem mér sýnist á máli þínu. En þar með ertu að útiloka þig frá þeirri þekkingu, sem Guð er fús að veita þér gegnum trúna sem þekkingarleið -- gegnum að meðtaka það í trú, sem Kristur hefur opinberað okkur, spámennirnir, postularnir og fleiri meðalgöngumenn Guðs og manna. En í kraftleysi mínu þessa stundina ætla ég ekki að spandera mörgum rafletursorðum á þig, nafni. Þessi setning þín hér á undan: "Um leið og við þekkjum hin raunverulegu rök, þá mun þessi persónugerði Guð verða að engu og maðurinn uppgötva sína eigin helgi og mátt," fær mig nefnilega til að örvænta um fúsleika þinn til að vera opinn fyrir a.m.k. möguleikanum á því, að Guð sé til; og ekki bætir úr skák þessi sjálfsdýrkun mannsins, sem ég les í lok sömu setningar, né hin aggressífa lokasetning þín. Og ég sem hélt við værum að komast på talefod. -- Hér eru lokaorð við hæfi: "Hættið að treysta mönnunum, hverfulan lífsanda hafa þeir í nösum sér" (Jes. 2.22).

Jón Valur Jensson, 23.9.2007 kl. 00:31

24 Smámynd: Gunnlaugur Þór Briem

Jón Valur, án þess að neinn hafi spurt mig álits sýnist mér ljóst að Jón Steinar er opnari --- eða í það minnsta engu lokaðri --- fyrir möguleikanum á því að Guð sé til en þú ert fyrir gagnstæða möguleikanum. Ert þú fáanlegur til að líta báðar tegundir opins huga sömu augum? Ég þori að sveia mér upp á að Jón Steinar er fús til þess.

Ég hjó eftir því þegar þú skýrðir Abrahamssöguna þannig að hann vissi „að hann gat treyst Guði. Hann gekk með Guði og vissi, að hann gæti treyst honum fyrir syni sínum.“

Það sem var rétt þá hlýtur að vera rétt nú, því að boðun Guðs er eilíf og óbreytanleg. Þá gerist ég svo frakkur að stinga upp á „Gedankenexperiment.“ Þú gengst væntanlega við því að treysta Guði allvel sjálfur. Ég veit ekki hvort þú átt börn, en setjum svo að þú eigir þau og Guð taki nú upp hjá sér að hvísla einhverju svipuðu að þér um son þinn. Að etja þannig trúarsannfæringunni gegn föðurástinni hlýtur að vera ógurlegt og ekki óska ég þér eða neinum manni (og þaðan af síður syninum) slíkrar meðferðar ... en ef Guð legði þau ósköp á þig í óræðri gæsku sinni, myndir þú þá hlýða kallinu?

Ef ekki, er það þá bara vegna þess að þú ert „ekki eins sterkur og Abraham“ (þannig að þú teldir þó göfugt af þér og rétt að sálga syni þínum, ef þú bara hefðir staðfestuna til þess)? Eða er orð Guðs ekki eins algilt nú og það var þá? Eða myndirðu álykta að röddin væri ekki Guðs heldur bara óri í höfði þínu (eins og við sem höfnum guðshugmyndum hlytum að gera)? Eða er kannski bara ósanngjarnt og ómálefnalegt af mér að leggja til þessa þankatilraun? (Það væri heppilegt, því að þá slyppir þú við að svara!)

Eða myndirðu bara láta vaða? Treysta Guði?

(Ég á von á 600 orða guðfræðiritgerð sem byrjar á orðunum „Þetta er nú ekki svona einfalt minn kæri,“ vitnar í Jacques Maritain og Thómas frá Aquino, og inniheldur ekki skýrt svar við spurningunni, hvort þú myndir gera það eða ekki. Komdu mér á óvart!)

Gunnlaugur Þór Briem, 23.9.2007 kl. 03:47

25 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Dæmisaga úr raunveruleikanum: Kynning var á námsefni sonar míns sem er í 2. bekk í liðinni viku. Þegar kom að liðnum kristnifræðsla spurði ég í sakleysi mínu, "hvað er þeim börnum kennt sem ekki eru í þjóðkirkjunni?" "Nú auðvitað sama og hinum: kristnifræðsla og siðfræði", var svarið. Ég spurði af hverju ekki væri hægt að kenna þeim í stað kristnifræðslu almenna siðfræði og heimspeki, fékk þau svör að þetta væri þjóðtrúin og að allir yrðu að kunna þessar sögur. Ég er bara ekki sammála þessu. Það er alveg hægt að taka þátt í þessu samfélagi án þess að læra biblíusögurnar í skóla. Man að eldri sonur minn var bara settur út á gang þegar kristnifræðsla var kennd í hans skóla ásamt einum öðrum nemanda sem ekki sat þessa tíma.
Þau fengu semsagt enga kennslu ef þeirra skoðanir og trú tengdist ekki þjóðtrúnni. Ég er viss um ef fólk hefði valkost þá myndu mun fleiri velja að börnum þeirra væri kennd siðfræði út frá gildum sem tengjast ekki endilega kristinni kirkju. Ég er ekki trúleysingi en ég hygg að hver manneskja eigi rétt á að finna sína trú óháð samfélagslegum þrýstingi.  

Birgitta Jónsdóttir, 23.9.2007 kl. 09:00

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Hvísla einhverju," segirðu, Gunnlaugur. Veizt augljóslega ekki, hvað þú ert að tala um. "Hvísl" sem maður sé ekki meira en svo viss um, að maður gæti allt eins haldið það einhverja eigin hugaróra! En Abraham er einn í röð þeirra manna, spámanna og sjáenda, sem gengu með Guði og voru svo gripnir af veruleika hans, að þeir lifðu í fullkominni vitund um ekki aðeins tilvist hans, heldur ægilegan mikilleik hans og alltumfaðmandi forsjá, og það eina, sem þeir höfðu minnsta efa um, var ekki tilvist Guðs né hans almætti og góði vilji, heldur þeirra eigin verðleiki til að geta og mega verða notaðir í þjónustu hans. Lestu eigin frásögn manna eins og Jesaja og Jeremía af því, þ.e.a.s. hvað þeir fundu sig gersamlega óverðuga til að þjóna Guði, þegar hann kallaði þá til þess. Einungis með hreinsun vara þeirra, eins og lýst er í Jes. 6, eða annarri áþekkri gjörð Guðs gátu þeir fundið sig hæfa til að axla þá þungu byrði sem á þá var lögð.

Já, "að etja þannig trúarsannfæringunni gegn föðurástinni hlýtur að vera ógurlegt," eins og þú segir. Ég get ekki fullyrt, að ég hefði staðizt álagið, þótt Abraham hafi gert það. En honum var það til réttlætis reiknað, og undir það tek ég. En í þessum orðum þínum (og meiningunni að baki þeim) skjáltlast þér gersamlega: "Það sem var rétt þá hlýtur að vera rétt nú, því að boðun Guðs er eilíf og óbreytanleg." Í 1. lagi er boðun Guðs er EKKI eilíf og óbreytanleg, heldur var hún einmitt breytileg eftir tíma og aðstæðum. "Boðun" hans til Ísraels allt frá ættfeðrunum til Krists var ekki ein og hin sama, heldur breytileg, bæði eftir mismunandi aðstæðum þiggjendanna og vegna þess að hann veitti þeim opinberun sína, bæði í trúar- og siðferðisefnum, í skömmtum og í sívaxandi mæli í gegnum aldirnar. Boðun hans er þannig ekki eilíf, heldur vilji hans sjálfs, og það er vera hans sem er óbreytanleg, ekki það sem við mennirnir fengum að heyra frá honum.

Í 2. lagi er náttúrlega meðhangandi túlkun þín á þessum sögðu orðum þínum í ósamræmi við staðreyndir hjálpræðissögunnar (allt frá Forn-Hebreum til postulanna). Þetta boð eða kall til Abrahams var bundið við hann einan og hefur fullkomið gildi fyrir eftirtíðina, eins og sést af þessum orðum: "Ég sver við sjálfan mig, segir Drottinn, að fyrst þú gjörðir þetta og synjaðir mér eigi um einkason þinn, þá skal ég ríkulega blessa þig og stórum margfalda kyn þitt, sem stjörnur á himni, sem sand á sjávarströnd. Og niðjar þínir skulu eignast borgarhlið óvina sinna. Og af þínu afkvæmi skulu allar þjóðir á jörðinni blessun hljóta, vegna þess að þú hlýddir minni röddu." Hér sést allsherjargildi þessa atburðar fyrir allar þjóðir jarðarinnar. Og "tilraunin verður ekki endurtekin". Sú auglýsing, sem í þessu fólst, að mannfórnir miðausturlenzkra trúarbragða voru ekki leið hins eina sanna Guðs, hefur líka ævarandi gildi.

Ég tek þannig undir fullkomið ágæti þess, sem Abraham gerði. Ekki þykist ég geta sagt, að ég hafi þvílíkt traust á mér, að ég viti mig mundu hafa brugðizt við af sama trúnaði, en Abraham stóð að vísu ekki í mínum sporum, heldur sínum eigin, maðurinn sem upplifað hafði margháttaða uppfyllingu fyrirheita Guðs í lífi sínu, ógnarrefsivald hans yfir Sódómu og Gómorru eftir fyrir fram tilkynningu refsingarinnar og fæðingu þessa sama Ísaks af kviði Söru (konu Abrahams), þegar hún sjálf var níræð orðin og "kvenlegir eðlihættir horfnir frá" henni og Abraham sjálfur 100 ára (I. Mós. 17.17), enda hló hann þá við, fyrst er hann heyrði fyrirheitið, og Sara líka (18.12-15), og fekk Ísak raunar nafn sitt af þessu.

Jón Valur Jensson, 23.9.2007 kl. 09:06

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Augljóst átti því að vera, að sá Guð, sem gegn öllu því, sem búast mátti við af náttúrunni, gaf Abraham og Söru soninn Ísak, átti sjálfur Ísak í annarri og miklu gagntækari merkingu og því fullkomið tilkall til hans. En túlkun Hebreabréfsins á hér líka við: Abraham "hugði, að Guð væri þess jafnvel megnugur að vekja upp frá dauðum" þann Ísak, sem hann hafði gefið honum, og hafði fyrir fram (I. Mós. 17.16 og 19-20) fengið það fyrirheiti um þann sama Ísak, að kyn hans yrði margfaldað og Sara yrði þannig að "ættmóðir margra þjóða". Já, "tilraunin" verður ekki endurtekin!

Jón Valur Jensson, 23.9.2007 kl. 09:19

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

... yrði þannig ættmóðir ... vildi ég sagt hafa.

En innlegg Birgittu hér á undan varðar aðra hlið þessara fræðslumála en þá, sem Svanur gerði (kannski skiljanlega) að umræðuefni hér. En ég tel mig hafa a.m.k. réttlætt frásögnina af fórn Abrahams með innleggjum mínum hér. Þar að auki er Abraham þvílíkur ættfaðir margra þjóða og um leið sá, sem útbreiddustu trúarbrögð jarðar byggja bæði á, að það er ekki skammlaust að fella niður tilvísun í ævi hans og upplifanir í almennri fræðslu, enda er minningarhlutverk hans í menningarsögu og -hugsun Vesturlanda þvílíikt, að allir þurfa að þekkja til sögu hans, ef þeir eiga að geta kallazt gjaldgengir í umræðu um trúararfinn og bera eitthvert skyn á síendurteknar vísanir til atvika úr lífssögu hans á göngunni með Guði.

Jón Valur Jensson, 23.9.2007 kl. 09:29

29 Smámynd: Gunnlaugur Þór Briem

„Hvísla einhverju“ apaðir þú eftir mér og hengdir þig í það orð mitt sem síst kom málinu við. Það lá að.

Ritgerðina fékk ég að vonum, en þú virðist þó hafa svarað skýrt að þér þætti bæði rétt og ágætt (hvort sem þú fengir þig til þess eður ei) að drepa son þinn ef Guð byði þér það. Þakka þér fyrir hreinskilnina!

Slíka skipun, hvort sem hún er hvísluð eða drynur úr himnum eða snarkar úr logandi runna, hversu sannfærandi sem framsetningin er, og hversu lengi sem ég hef gengið með Guði, skal ég alltaf dæma sem mína eigin hugaróra og leita mér hjálpar. Og ef sú sannfæring mín reynist röng, og Guð er slíkur að hann áfellist mig fyrir það, þá er bara á ferðinni nafnarugl á honum og andstæðingnum í neðra. Slíkum „guði“ skal ég afneita þótt hann dæmi mig í logana fyrir það, í margumtalaðri gæsku sinni. Ég brenn þá réttlátur undir ofríki hans frekar en fremja verknað sem er rangur hvað sem nokkur guðfræðiritgerð hefur um hann að segja. Þannig fylgi ég því sem ég gæti helst fengist til að kalla Guð, og sárgrætilegt er að sjá þig fylgja hinu í skilyrðislausri hlýðni.

„Grasið visnar, blómin fölna, en orð Guðs vors stendur stöðugt eilíflega.“ (Jes. 40:8) Gegnir öðru máli um boðun hans, þótt hún komi fram í orði hans? Og ef boðunin hefur breyst í tímans rás, segir þá eitthvað að hún breytist ekki áfram? Verður þá örugglega enn rétt á morgun að elska náunga minn eins og sjálfan mig? Eða á ég að drepa hann ef Guði dettur í hug „tilraun“ þann daginn? Ef ég er alveg viss um að það sé Guð sem talar? Þú lofar að tilraunin verði ekki endurtekin, en Guð er ekki bundinn af loforðum þínum. Hann gæti jú blessað mig ríkulega og stórum margfaldað kyn mitt --- og veitt niðjum mínum liðsinni í stríði! Laun hlýðninnar eru næstum eins mikil og refsingin fyrir staðfasta dómgreind og siðferðisvitund.

Maðurinn sem þætti rétt að drepa son sinn ef honum þætti Guð fyrirskipa það, segir að ég viti augljóslega ekki hvað ég tala um. Ekki sýti ég þann dóm sérstaklega.

Gunnlaugur Þór Briem, 23.9.2007 kl. 11:34

30 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Allt, sem ég vildi sagt hafa að samkvæmt öllu er maðurinn í Guði og Guð í manninum, sem og öllum sköpuðum hlutum. Eitt og sama afl, óaðskilið og óaðskiljanlegt.  Þess vegna skil ég ekki þessa aðgrieningu, sem felst í að tala um "hann" og hverjir eru hans og hverjir ekki.  Snýst þetta ekki bara um að hafa fullt traust á mönnum og náttúru og aðgreina sköpunarverkið ekki í neinu, hvorki menn dýr né náttúru? Ógæfa mannsins felst að mínu mati í því að vera alltaf að stjórna og grípa inn í ráðdeils þessa afls og vita betur fyrir náunga sinn og umhverfi. Skrifa og boða útópíur og þröngva anda mannsins í farvegi og form.  Eigum við ekki bara að líða með straumnum og leyfa Guði eins og sagt er.  Þá á það líka við þá sem boða dogmatískar trúskoðanir, sem þeir styðja með tilvísunum í gamla bók, sem henta vilja mannsins og leiða annað hjá sér í sömu bók eða leggja misjafna túlkun í.  Þar á ég einmitt við þver öfuga hluti en þú vænir mig um. Við erum súldardropar um stund, öll eins, uns við samlögumst hafinu... Svo hefst hringrásin að nýju.

Allar hræringar mannsins hneygjast til aðskilnaðar, einstaklingseðlis, mismununar og fordæmingar.  Ég vs hinir.  Samkeppni ræður öllu í því sem viðkemur því að lifa í stað samvinnu og gagnkvæmni. Einstaklingurinn tryggir sig best með að bera önn fyrir hinum.  Þá bera hinir önn fyrir honum. Þá þurfum við enga miðstýringu eða stjórnkerfi.  Þá er forsjónin ótrufluð.  Traust á hið góða. Ekki vafi í mínum huga að það myndi virka.  Það er þó draumsýn ein eins og stendur.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.9.2007 kl. 11:37

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gunnlaugur vill geta ýkt og kjamsað á hlutunum, þess vegna orðar hann þetta eins og honum sýnist (þótt það sé í megnu ósamræmi við það, sem ég hafði sagt) : "að þér þætti bæði rétt og ágætt (hvort sem þú fengir þig til þess eður ei) að drepa son þinn ef Guð byði þér það" -- Málið er, Gunnlaugur, að Guð býður engum manni það, það er óhugsandi, að hann muni bjóða nokkrum manni það, enda verður "tilraunin ekki endurtekin". Þessa vegna er vita-vonlaust fyrir þig að búqa til eitthvert EF-dæmi út úr þessu að þinni vild, en ekki hans, eða gefa t.d. í skyn á þinn ógeðþekka hátt, að ég elski syni mína meira en þú þinn eða þína syni.

Ég er á hlaupum þessa stundina og eyði ekki orðum að sinni á fabúleringar þínar í framhaldi af 1. málsliðnum, enda áttu ekki skilið neinar trakteringar eða skýringar af minni hálfu þér til andsvara að öðru leyti; en þó má geta þess, að ég sé það berlega, að aum er þín guðfræði, og láttu þig ekki dreyma um, að nokkur kristinn maður láti sér detta í hug að taka hana upp sem sína.

Jón Valur Jensson, 23.9.2007 kl. 16:25

32 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og þig, Jón Steinar, nenni ég ekki að ræða við framar á þræði þessum.

Jón Valur Jensson, 23.9.2007 kl. 16:26

33 Smámynd: Gunnlaugur Þór Briem

Það á líklega við um mig líka, en þakka þér samt fyrir svörin; þau voru einörð að vanda, þótt oft sért þú málefnalegri.

Þótt umræðunni sé líklega lokið af þinni hálfu vildi ég bara árétta þrennt. Í fyrsta lagi var mér fjarri að rengja föðurást þína, hvað þá að upphefja á hennar kostnað mína eigin (sem ekki einu sinni hillir undir innistæðu fyrir); þvert á móti lægi munurinn á viðbrögðum mínum og þínum við þessum hræðilegu kringumstæðum ekki í föðurástinni heldur í hlýðninni við guðsmynd þessarar Abrahamssögu. Það er sú fylgispekt sem vekur mér óhug, einmitt vegna þess að hún virðist svo fítonssterk að meira að segja föðurástin (sem þú hefur óefað til jafns við aðra menn) hrekti hana ekki. Ég legg mig ekki eftir því að amast við trú annarra ... fyrr en trúin tekur á sig svo ógnvekjandi mynd. Hafi ég virst bera brigður á föðurást þína biðst ég afsökunar; það vildi ég ekki gera. En trúfesta af þessari stærðargráðu ryður brautina að hræðilegum afleiðingum, ef svo illa færi að hugur þinn yrði veikur af ofskynjunum. Það kemur jú fyrir jafnvel gegnustu menn.

Í öðru lagi er svar þitt, „Málið er [...] að [...] það er óhugsandi“ einfaldlega höfnun á þankatilrauninni, það er andsvarið „spurningin er ógild,“ sem ég gat mér þess til að þú kynnir að beita. En hugmyndin með siðferðislegri þankatilraun, „Gedankenexperiment,“ er einmitt að bregða upp kringumstæðum sem líklega (eða örugglega) kæmu ekki upp í veruleikanum, til að eima siðferðisspurningar í sína skýrustu mynd, neyða fram skýra og undanbragðalausa hugsun um jafnvel öfgakenndustu dæmi, og með því tálga siðferðiskenndina svo að hún bíti betur á öll hin hversdagslegri. Það vill svo til að þessi Abrahamssaga býður upp á slíka þankatilraun næstum óbreytt. Þú virtist hafa samþykkt tilraunina og svarað; þannig skildi ég orð þín:

„En honum var það til réttlætis reiknað, og undir það tek ég. [...] Ég tek þannig undir fullkomið ágæti þess, sem Abraham gerði. Ekki þykist ég geta sagt, að ég hafi þvílíkt traust á mér, að ég viti mig mundu hafa brugðizt við af sama trúnaði ...“

Ég hélt að þau mætti ýkjulaust (og „kjamslaust“) stytta í það að þér þætti gjörðin rétt og „ágæt“ í þessum (blessunarlega ímynduðu) kringumstæðum. Sé það „í megnu ósamræmi“ við orð þín biðst ég afsökunar. En með því að segja einfaldlega „þessi staða kæmi ekki upp“ hefur þú ekki sigrast á spurningunni heldur drepið henni á dreif.

Loks: aum er sjálfsagt „mín guðfræði.“ Það er mér að meinalausu, enda legg ég mig varla eftir því að þrengja þönkum mínum inn í ramma guðfræðinnar, fyrst ég legg engan trúnað á guðshugmyndir. Ekki þykist ég heldur mikill heimspekingur, en til allrar hamingju er heimspekiviðleitni minni a.m.k. ekki sá þröngi stakkur sniðinn að hún þurfi að geta réttlætt gjörðir eins og tilraun Abrahams til að drepa son sinn í hlýðni við Guð.

Ég hef að engu boðhátt þinn og læt mig glaður dreyma um að sérhver kristinn maður myndi taka sér manngæsku og mildi Krists frekar en trúfestu Abrahams til fyrirmyndar, og láta jafnvel afar sannfærandi kennd um beintengingu við fórnþyrst almættið yfirbugast af heilbrigðum efasemdum um réttmæti barnadráps. Ég hygg að það sé meirihlutaskoðun kristinna manna, og ekki vegna þess að þeir „hefðu ekki staðizt álagið“ eða „brygðuzt ekki við af sama trúnaði“ og Abraham.

Nú skal ég hætta að þjösnast á svarhalanum þínum, Svanur --- takk fyrir þolinmæðina!

Gunnlaugur Þór Briem, 23.9.2007 kl. 22:19

34 Smámynd: Gunnlaugur Þór Briem

Bara til að ég sendi örugglega ekki önnur skilaboð en ég ætlaði: í þessum síðustu orðum vildi ég ekki gefa í skyn einhverja vöntun á „heilbrigðum efasemdum um réttmæti barnadráps“ hjá þér Jón Valur, heldur meinti ég hitt, að „sannfærandi kennd um beintengingu við fórnþyrst almættið“ ætti aldrei að verða svo sterk að hún yfirbugaðist ekki tryggilega af slíkum heilbrigðum efasemdum. Fyrir mér vakir engan veginn að rengja eða kasta rýrð á mannlegar dyggðir þínar, heldur að vara við því að trúfestan fái nokkurn tíma að verða þeim yfirsterkari. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Bestu kveðjur og góða nótt.

Gunnlaugur Þór Briem, 23.9.2007 kl. 22:54

35 Smámynd: Mofi

Margar sögur í Biblíunni og þar á meðal þessi í Dómarabókinni 21 fjalla um þau vonsku verk sem fólkið í Ísrael gerði. Biblían er ekki að fela þessa vondu sögu og lætur gyðinga engann veginn líta vel út en það má ekki gleyma sögunni því hvernig annars eigum við að læra af henni?  Guð sendir síðan spámenn aftur og aftur til að ávíta fólkið fyrir þessa hluti og stundum iðrast það og snýr sér frá illskunni en stundum þá drap það spámennina eins og Jesú talar um í Lúkasi 13.

Lúkasarguðspjall 13:34 Jerúsalem, Jerúsalem! Þú, sem líflætur spámennina og grýtir þá, sem sendir eru til þín! Hversu oft vildi ég safna börnum þínum eins og hænan ungum sínum undir vængi sér, og þér vilduð eigi.

Mofi, 23.9.2007 kl. 23:24

36 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Jón Steinar

Afsakaðu hvað ég svara seint.  Ég var lítið við tölvu yfir helgina og þurfti einnig að svara annarri blogggrein.

Mér líkar hugleiðingar þínar um Gamla Testamenntið (GT) í færslu nr 8.  Mér hefur sýnst á a.m.k. sumum þjóðkirkjuprestum að álit þeirra sé svipað þínu.  Þó er eins og það skorti ákvörðunartöku þarna, að það skorti vilja eða hugrekki til þess að hafna GT sem trúarriti og taka því meira sem einhvers konar skáldsögu með innihaldi sem ekki er gott að staðfesta með neinu góðu móti.  Ef Þjóðkirkjan hafnaði GT væru bókstafstrúarmenn alla vega á meiri berangri hvað trú á rugl eins og sköpunarsöguna varðaði, en það er eins og það megi ekki sýna slíkt sjálfstæði, að bókin sé ósnertanleg, trúin úlseig og kredduföst. 

Þú segir:  "Mér finnst þú taka heldur djúpt í árinni, og tala um viðbjóð. Það er ógrunduð fordæming, sem er einmitt grunnur að óeiningu manna."

Orðið "viðbjóður" er vissulega með þeim sterkari sem hægt er að nota og það er spurning hvort að maður eigi að nota slíkt um óhugnarlegt og hrottalegt athæfi forngyðinga sem lýst er í GT.  Hvað segði maður um athæfi sem lýst væri í frétt í mbl.is á morgun: "Þorpsbúar í litlum bæ í _ _ _landi réðust á nokkra bóndabæi í nágreninu, drápu þar alla, konur og börn, nema hreinar meyjar, hófu þær á brott með sér, nauðguðu og tóku sér til eiginkvenna og þræla til vinnu á heimilum sínum".  Er þetta ekki "viðbjóður"?  eða þarf maður að fá einhverjar verri fréttir til að notað það lýsingarorð?  Ef til vill er ekki rétt að bera saman heiminn í dag við heiminn fyrir um 2500 árum, þ.e. miðað við þá grimmd sem tíðkaðist á þeim árum voru þessir hlutir of hversdagslegir til að kalla þá viðbjóð.. eða hvað?  Ég á erfitt með að ímynda mér að þetta hafi verið eitthvað minna en viðbjóður í hugum kvenna í Síló á þessum tíma. 

Auðvitað er viðbjóður í mörgum sögum, þ.m.t. okkar ástkæru Íslandssögum en þær eru ekki ætlaðar til siðferðislegrar kennslu.  Að vísu held ég að GT slái Íslandssögunum við í viðbjóði, a.m.k. hvað magn og aðfarir gegn konum varðar.   Megin atriðið er að þessi rit séu tekin fyrir það hvað þau eru og standa fyrir.  Mín gagnrýni beinist fyrst og fremst að því að ég vil ekki að GT eða Nýja Testamentið séu álitin heilagar bækur eða að innihald þess siðferðisboðskapar sem þar kann að liggja sé yfir gagnrýni hafinn.  Þá beinist gagnrýni mín einnig að því að þessar bækur séu kenndar sem einhver sagnfræðilegur sannleikur eða þess sé látið ógetið að trúaðir og trúlausir líti mismunandi á þessi rit.   Það á að vera í lagi að nefna að það séu óhuggulegar sögur í GT sem lýsi viðbjóðslegum og hroðalegum hlutum rétt eins og sumt sem fram fór í Íslandssögunum.   Það á að vera í lagi að spyrja sig hvers vegna Guð gyðinga og síðar kristinna lét sálgra öllum nýburum Egypta í plágum.  Þegar fólk tekur slíkan guð alvarlega á að vera í lagi að spyrja alvarlegra spurninga um hann.

Svanur Sigurbjörnsson, 24.9.2007 kl. 00:24

37 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Þetta er orðinn svo langur þráður að ég verð að biðjast velvirðingar á því ef ég get ekki svarað öllu og öllum.   Sumt af því skrifað er, er komið talsvert út fyrir efni greinarinnar þannig að ég mun tæpast svara því.  Það væri æskilegra ef sumir hér pössuðu að halda ákveðinni miðun í svörum sínum þannig að umræðan fari ekki langt út fyrir tilefnið.

Svanur Sigurbjörnsson, 24.9.2007 kl. 00:31

38 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Jón Steinar

Þú sagðir:

" Það sem yrði mest til þrifa í skólakerfinu er að kenna gagnrýna hugsun. "

Ég er þér innilega sammála. 

Svanur Sigurbjörnsson, 24.9.2007 kl. 00:36

39 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Jón Steinar

Varðandi færslu nr. 10 sem þú byrjar á með "Ég lýsi eftir tillögum að ígrundaðri siðfræði..."

Ég er sammála þér í öllum megin atriðum þarna.  Hugmyndirnar sem slíkar eru það sem skiptir megin máli, ekki hvaðan þær komu eða koma.  Auðvitað er nauðsynlegt að kenna sögu hugmyndafræða og siðfræða en á endanum er það hinn sameiginlegi grunnur sem þjóðfélagið kýs að hafa sér til leiðbeiningar í lífinu sem skiptir megin máli, og að þær siðferðishugmyndir og lög sem af þeim leiða gangi upp og valdi sem minnstum þjáningum og sem mestri hamingju fyrir sem flesta ef ekki alla þegnana.  Útópía??? he he, já hví ekki stefna á hana.

Svanur Sigurbjörnsson, 24.9.2007 kl. 00:44

40 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mofi (Halldór) var hér að impra á því, sem ég ætlaði einmitt að ræða. Hef þó engan tíma til þess næstu 16 klst. og gef mér ekki einu sinni tíma til þess nú að lesa, hverju Gunnl. og Svanur hafa bætt hér við. Kem þó aftur ...

Jón Valur Jensson, 24.9.2007 kl. 01:37

41 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl Linda

Þú sagðir:  "... þetta er spádómur um það sem Guð mundi sjálfur gera, hann var tilbúin að fórna syni sínum fyrir okkur, svo að við þyrftum ekki lengur að færa fórnir sakir gjörða okkar og tilbeiðslu.  Lamb Guðs heitir Jesú. ..."

Þér finnst ég semsagt vera fordómafullur gagnvart sögunni um Abraham og Ísak af því að ég sé ekki tengslin við fórn guðs á eigin syni til fyrirgefninga synda mannkyns?  Þér finnst sem sagt eðlilegt að einhver fórni syni sínum til þess að hreinsa burt syndir.  Þetta finnst mér eitt af því sjúklegasta (í siðferðislegum skilningi) sem Biblían boðar.  Hvernig í ósköpunum bætir fórnardráp á ungum manni upp misgjörðir annarra???  Ég fæ ekki séð hvernig það stenst eða hafi tilgang og ég læt ekki nokkurn mann segja mér að einhver guðdómleg staðhæfing út í bláinn um ágæti slíks sé nóg ástæða.  Ég hef aldrei fengið botn í þetta fórnarrugl og engin útskýring í mín eyru sem komið hefur úr munni guðfræðings hefur hjálpað mér að skilja þetta.  "Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn..."  Hvaða rugl er þetta?  Tjáir þú Linda ást þína á fjölskyldu þinni með því að drepa naggrísinn á heimilinu eða 30 ára gamlan son þinn?  Þetta er siðferðisleg mótsögn og gengur ekki upp.  Ég hef enga þörf fyrir að flækja líf mitt með svona rugli.  Ef ég er að misskilja eitthvað þá vinsamlegst leiðréttu mig en á meðan mun ég ekki samþykkja svona siðleysi.

Svanur Sigurbjörnsson, 24.9.2007 kl. 03:14

42 Smámynd: Gunnlaugur Þór Briem

Bara rétt í sambandi við þessa ágætu setningu:

„Það sem yrði mest til þrifa í skólakerfinu er að kenna gagnrýna hugsun.“

Ég er sannarlega á sama máli, en vil samt geta þessara skrifa Atla Harðarsonar (sem sjálfur telst seint mótfallinn því að börn læri gagnrýna hugsun), þar sem hann bendir á að dálítil ítroðsla sé hreint ekki svo skaðleg í bland. Hann greinir frá tveimur einörðum kennurum sínum, prestsfrúnni og kommúnistanum, og segir:

„Kannski á ég það að einhverju leyti þessum góðu kennurum að þakka að ég trúi kenningum á stærð við kristindóm og kommúnisma ekki nema svona rétt mátulega. Menn læra nefnilega ekki að efast almennilega nema fyrst sé troðið í þá einhverju til að efast um. A.m.k. lærir enginn gagnrýna hugsun af því einu að meðtaka klisjur um gildi hennar.“

Ekki yrðu börn sterkari eða fimari eða frárri á fæti ef leikfimikennsla færi fram sitjandi og gengi út á munnlega hvatningu til dáða. Svipað gildir líklega um þjálfun gagnrýninnar hugsunar.

Skólar eiga ekki að vera hatrammur vígvöllur skoðana þar sem togast er á um unga hugi af hörku, en börnum er kannski enginn greiði gerður með hinum öfgunum, að hlífa þeim alveg við skoðanaföstum og jafnvel kreddufullum kennurum. Ítroðsla verður líklega fyrst hættuleg þegar hún viðgengst lengi í eina átt og skortir mótvægi.

Gunnlaugur Þór Briem, 24.9.2007 kl. 09:55

43 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það er alveg kominn tími til að banna alla fræðslu um Bandaríkin í íslenskum skólum, ég meina þau eiga sök á Írakstríðinu, svo finnst mér afar varhugavert að nýbúabörnin þurfi að læra íslendingasögurnar og íslensk ljóð, kvæði og bókmenntir. Þessi fög ala á þjóðerniskennd og það er afar slæmt. Við skulum mikið frekar læra meira um yndislega uppbyggilegar kenningar Maós og Stalíns, mestu trúleysingja sem að uppi hafa verið!

Guðrún Sæmundsdóttir, 24.9.2007 kl. 14:33

44 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Guðrún, hverjir vilja ekki láta kenna um kristni?

Ég segi fyrir mitt leiti, kennum endilega miklu meira um kristni.  Ég held að ein ástæða þess að svo margir halda enn í þessi trúarbrögð hér á Íslandi á 21. öldinni séu einmitt afar slök kennsla um kristni og önnur hindurvitni.  Flest börn er nægilega skynsöm til að fatta að þessi trúarbrögð ganga ekki upp ef við kennum þeim heiðarlega - en kennslan eins og hún fer nú fram (miðað við kennsluskrá og kennslubækur) er ekki heiðarleg kennsla heldur áróður Þjóðkirkjunnar. 

Matthías Ásgeirsson, 24.9.2007 kl. 15:29

45 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það er nú gott Mattías að það má kenna trúarbragðafræði í skólum landsins. Börnin mín hafa lært um öll trúarbrögð mannkyns en þau hafa samt sem áður ekki séð ástæðu til þess að fara að fylgja Islam eða hinduisma. Íslenskt skólakerfi skilaði ykkur Svan og fleirum útí lífið algjörlega trúlausum þrátt fyrir trúarbragðakennslu. Ég held að ástæða þess að íslendingar eru almennt kristnir sé sú að kristinn átrúnaður færir svo mikla lífsfyllingu, frið og kærleik í innri vitund manssins

Guðrún Sæmundsdóttir, 24.9.2007 kl. 20:26

46 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Voru ekki hugmyndir Maós og Stalíns ofboðslega fallegar? það er ekki nóg að kenna hugmyndafræði. Ég gef nú lítið fyrir þekkingu og túlkun Svans á biblíunni þessi þekking er barnaskólakennaranum hans til háborinnar skammar! Í Mósebókunum kemur berlega fram að Guð er andi og hann skapaði manninn í sinni mynd= maðurinn er andi! Kristin  siðfræði sprettur uppúr kristnum átrúnaði. Af ávöxtunum skulum við þekkja þá Múslimsk siðfræði sprettur uppúr átrúnaði á Allah sem er annar Guð en okkar krisitnna, svo höfum við nýaldarsiðfræði sem er sprottin uppúr hinduisma og Jóga átrúnaði, ávextina sjáum við í algjöru skeitingaleysi gagnvart hinum stéttlausu í Indlandi

Guðrún Sæmundsdóttir, 24.9.2007 kl. 20:41

47 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl Guðrún

"...banna alla fræðslu um Bandaríkin.."  Ætlarðu að rífa út ákveðna kafla í sögukennslunni þá?  Er það líklegt til að auka víðsýni og skilja mannkynssöguna?  Ég treysti því að þú skellir þessu fram í gríni.

Hugsanlega eru íslendingasögurnar ofmetnar og gildi þeirra ekki slíkt að þær eigi að vera fyrst á dagskrá í kennslu fólks sem vill aðlaga sig íslensku þjóðfélagi.  Hins vegar eru þær ákaflega mikilvægar heimildir um sögu þjóðarinnar og hugsunarhátt um það leyti sem landið byggðist.  Þjóðremban sem stundum er tengd þeim er ekki vegna sagnanna sem slíkra heldur vegna uppblásins stolts og eignartilfinningar ákveðins fólks.  Ég held að það sé bæði til heilbrigð og slæm þjóðernishyggja.  Við þurfum að kenna  börnunum okkar að greina á þar á milli.

"Við skulum mikið frekar læra meira um yndislega uppbyggilegar kenningar Maós og Stalíns, mestu trúleysingja sem að uppi hafa verið!"

Ég hef séð þessi skrif þín áður á þínu bloggi og hvernig þú lokaðir á athugasemdir þeirra sem reyndu að fræða þig um þessi mál.   Í grein sem ég skrifaði í Fbl nýlega og setti hér á bloggið skýri ég út muninn á trúleysingja og húmanista.  

Trúleysi eitt og sér tryggir ekki gott siðferði, ekki frekar en það að trúa ekki á jólasveininn.   Það að vera trúlaus eða guðlaus þýðir ekki að viðkomandi hafni allri nothæfri siðfræði sem gæti fylgt trúarbrögðum.   Það þýðir eingöngu að viðkomandi trúi ekki á guð eða æðri máttarvöld.  Það eru margs kyns guðleysingjar, bæði siðaðir og siðlausir og allt þar á milli.  Trúleysi gaf ekki af sér kommúnismann eins og þú virðist halda.  Kommúnismi Stalíns hafnaði trú en það tryggði ekki réttlæti eða gott þjóðfélag.  Hugmyndir Maós og Stalíns um "alræði öreiganna" voru að vissu leyti fallegar, þ.e. að almenningur fengi meira vald og land fyrir sig.  Hins vegar náði hugmyndafræði þeirra ákaflega skammt og sá kommúnismi sem þeir svo iðkuðu fól ekki í sér lýðræði eða einstaklingsfrelsi.  Þessir hlutir komu trúleysi eða trú ekkert við og hefðu verið jafn slæmir þó að Stalín hefði leyft trúarbrögð. 

Svanur Sigurbjörnsson, 24.9.2007 kl. 22:04

48 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Guðrún

Þú segir: "Ég gef nú lítið fyrir þekkingu og túlkun Svans á biblíunni þessi þekking er barnaskólakennaranum hans til háborinnar skammar! Í Mósebókunum kemur berlega fram að Guð er andi og hann skapaði manninn í sinni mynd= maðurinn er andi! Kristin  siðfræði sprettur uppúr kristnum átrúnaði."

Það er ljóst af þessum skrifum þínum að þú trúir bókstaflega á þessa hluti í Biblíunni og er það þeim sem sannfærðu þig um þessa vitleysu til "háborinnar skammar".   Ég vona að barnaskólakennarinn þinn hafi ekki átt þátt í því.  Trúir þú virkilega að það einhver gaur þarna uppi á himnum sem líti út eins og við og hafi skapað manninn?  Hvors kyns er Guð?  Er hann svartur eða hvítur, eða gulur?  Trúir þú því að konur hafi verið skapaðar úr rifi Adams og séu því eins konar aukahlutur og viðbót sem Guði yfirsjást að skapa í byrjun?  Þetta er svo vitlaust að það er grátlegt að þurfa að reyna að fá fullorðið fólk ofan af þessari trú.

Þekking og túlkun mín á Biblíunni kemur ekkert barnaskólakennara mínum við.  Vinsamlegast haltu honum utan við þetta. 

Svanur Sigurbjörnsson, 24.9.2007 kl. 22:14

49 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Svanur það er hreinlega mín reynsla af því að vera lifandi manneskja, að Guð er Andi og ég er fyrst og fremst andleg vera. Það var nú ekki barnaskólakennarinn minn sem að kom mér til trúar heldur hef ég alltaf verið mjög meðvituð um andlega hluti. En fólk getur verið afskaplega blint á þeim vettvangi, og að reyna sannfæra trúleysingja um Guð er líkt og að sannfæra blindan mann um fegurð sólarlagsins. Svanur ég hef ekki lokað á málefnalega umræðu á minni síðu, en ég hef lokað á allt guðlast og skítkast.

Bentu mér á land sem að  hefur verið trúlaust í ca 50 ár, þar sem að siðmenning jafnast á við eða er fremri kristinni siðfræði.

Hugmyndir trúleysingja um hvað telst góð siðfræði geta verið mjög breytilegar á meðan að kristin siðfræði stendur á traustum grunni kenninga Jesú Krists. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 24.9.2007 kl. 23:04

50 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Athyglisvert Guðrún.  Hvað flokkast þá sem guðlast í þínum huga?  Sjálfsagt kæmist ég í flokk guðlastara hjá þér því ég set ekki Biblíuna á stall og gagnrýni það sem mér þykir miður í henni.  Heilagleiki og helgi er til þess skapað að bægja frá réttmætri gagnrýni og þykjast yfir hana hafin.  Þannig hafa stjórnendur kirkjunnar fundið eitt snilldarhugtakið af fætur öðru til að öðlast sérstaka verndun og "stikk frí" frá því að bera ábyrgð á heilalausu innihaldi margra af kenningum kristninnar.  Dæmi um heilalaust innihald er "andinn" og "sálin" en með því að sannfæra fólk um að það yrði að hlýða boðum kirkjunnar ellegar færi sál þeirra til helvítis, tókst kirkjunni að búa til enn eitt stjórntækið. 

Andlegir hlutir eru í raun hugrænir.  Það er enginn andi til.  "Sál"fræðingar trúa fæstir á sálina en rannsaka hugarfar og hegðun fólks.    Það sést vel hversu vantrúaðir sumir prestar þjóðkirkjunnar eru í raun á tilvist anda eða sálar á því hversu mikið þeir þrá að vera í sömu stöðu og sálfræðingar og nota aðferðafræði þeirra.  "Vinaleiðin" og "sálgæsla" presta ber því glöggt vitni.  Ég sat eitt sinn fjölmargar "að lofta út" hópsessionir vikulega hjá presti á Landspítalanum þegar ég var kandídat.  Presturinn minntist ekki einu orði á guð, sál, anda eða annað yfirskilvitlegt á meðan þessum tímum stóð.  Hann var einfaldlega í hlutverki sálfræðings eða manns sem reyndi að miðla af skynsemi sinni. 

Benda þér á land sem hefur verið trúlaust í 50 ár!!!  Ég veit ekki um neitt land sem hefur verið laust við trú, ekki einu sinni kommúnistaríkin voru eða eru það.  Eins og ég hef sagt þá er trúleysi engin trygging fyrir betra siðferði.  Með guðleysi er bara einu hindurvitni færra og það hefur í sjálfu sér ákveðið gildi til bóta en nær skammt ef siðferðisþroski er ekki til staðar að auki.  Þar sem trúin er sterkari, eins og t.d. í Íslömskum ríkjum er ástandið verra hvað mannréttind varðar.  Einnig þegar kristin trú var sterkari og tekin meira eftir bókstaf Biblíunnar var hún þeim þjóðum sem tóku við henni ákaflega grimm og óvægin.  Það var ekki fyrr en með sigri frjálsrar hugsunar og manngildishyggju að kristin þjóðfélög tóku á sig mannúðlegri mynd.  Þessi endurbót átti sér vissulega líka rætur innan kristninnar sjálfrar en að mestu voru það heimsspekingar, félagslegir umbótasinnar, húmanistar og femínistar sem hrintu af stað breytingunum.  Hin harða barátta kvenna fyrir kosningarétt sínum mætti hve sterkastri andstöðu frá yfirvöldum trúflokka og kirkna víða um heim.  Lestu frásagnir þessara merku kvenna sem þú átt í þakkaskuld fyrir að fá að tjá skoðanir þínar og kjósa líkt og ekkert væri sjálfsagðara. 

Hin hugrakka baráttukona Elizabeth Cady Stanton sagði:

The Bible and the Church have been the greatest stumbling blocks in the way of women's emancipation

Um þessa konu og aðrar merkar konur sem breyttu þjóðfélögum okkar svo mikið má lesa um í bók eftir Annie Laurie Gaylor; Women Without Superstition: 'No Gods, No Master' , sem er fyrsta útgefna ritsafnið um skrif þessa merku kvenna. 

Svanur Sigurbjörnsson, 25.9.2007 kl. 01:02

51 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Hér eru dæmi um kristið siðgæði frá valdamiklu fólki í USA.  Nokkurs konar glópa-gullmolar.

Svanur Sigurbjörnsson, 25.9.2007 kl. 01:52

52 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ólafía Jóhannsdóttir var ein mesta baráttukona fyrir réttindum kvenna á Íslandi, og á ég henni einna mest að þakka mín réttindi í dag. Hún starfaði sem kristniboði í Noregi og hlúði einkum af vændiskonum og fátæklingum. norðmenn halda mikið uppá þessa íslensku konu. 

Andlegir hlutir eru ekki hugrænir, þó svo að þú sért andlaus þá erum við hin það ekki

Svo ég noti aftur dæmið um blinduna þá er erfitt að útskýra fyrir blindum manni fegurð og breytileika sólarlagsins, í hans veruleika er það ekki til, líkt og í þínum huga er andinn ekki til.

Guðrún Sæmundsdóttir, 25.9.2007 kl. 10:59

53 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég held að ástæða þess að íslendingar eru almennt kristnir...

En Guðrún Íslendingar eru ekki almennt kristnir. Ég hef áður bent þér á það. Sættu þig við það.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.9.2007 kl. 14:31

54 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Þú segir nokkuð Guðrún

Ég er ekki andlaus í skilningnum "hugmyndasnauður" en ég er laus við andatrú og tel sál eða anda ekki vera til.  ´

Lýsingin "andlegur" hefur í nútímanum hlotið merkinguna "huglægur", sbr. spurninguna "hvernig líður þér andlega?".  Hér er átt við hvernig manni líði hugarfarslega.  Þú virðist halda að hugarfarsleg líðan tengist einhverjum anda.  Hver vegna skyldu vísindin ekki hafa fangað þennan anda og lagað til betri líðan fólks?  Hvorki andi né sál hafa nokkurn tíman fundist.

Blindur maður trúir því að það sé til sólarlag því hann getur fundið geisla sólarinnar hita húðina og e.t.v. skynjar hann örlítinn mun á birtu og myrkri.  Hann gerir sér einnig grein fyrir því að orkubylgjur (rafsegulsvið, hiti, örbylgjur) eru til því hann heyrir í útvarpi og notar e.t.v. gemsa.  Sjáandi fólk er einnig blint á örsmáa hluti eins og atóm eða innrautt ljós en samt er hægt að sanna manni tilvist þess með tækjum sem gera manni kleyft að skoða hinn smásæja heim (rafeindasmásjár) og snúa innrauðu ljósi í sjánlegan lit.  Þetta hefur aldrei verið hægt að gera með guðfræðilega hluti eins og anda og sál.  Trú á slíkt er því mót skynseminni og rökfræði.  Ég sé heldur ekki tilgang í slíkri trú og hef engin not fyrir hana.  Ég vona að þú eigir eftir að sjá þetta og hversu miklu einfaldara og öruggara þú getur gert líf þitt.  Bk- Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 25.9.2007 kl. 14:49

55 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

*Einu sinni voru trúaður heila-skurðlæknir og trúlaus geimfari að deila um það hvort guð væri til.Geimfarinn sagðist marg-oft hafa farið út í geiminn og aldrei séð neinn guð. *Heilaskurðlæknirinn sagðist hafa opnað marga heila en aldrei séð neina hugsun!

Guðrún Sæmundsdóttir, 25.9.2007 kl. 14:53

56 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gunnlaugur, orðið "trúfesta" er ekki til. Flettu upp í orðabók.

Jón Valur Jensson, 25.9.2007 kl. 16:07

57 Smámynd: Gunnlaugur Þór Briem

Takk fyrir ábendinguna um orðnotkun, Jón Valur. Ég efa ekki að hún er sett fram í bróðerni og af engu yfirlæti, og treysti því að þú komir henni á framfæri við trúbræður þína sem nota þetta sama orð hér og hér og hér og hér og víðar. Á öllum þessum síðum hefur þér enn láðst að leiðrétta þetta hjá þeim, og þó hefur þú lagt inn athugasemdir á sumar þeirra. Það er stórmannlegt af þér að sýna mér meiri hjálpsemi en þessum samherjum þínum!

Eins sé ég að þú hefur notað lýsingarorðið „trúfastur,“ sem þá telst líklega gott og gilt. Vonandi slysast þú ekki til að nefna þann eiginleika „trúfestu,“ því að það orð er auðvitað ekki til, eins og þú bendir réttilega á. Það myndi að vísu skiljast vel, og jafnvel á endanum verða viðtekið orð, hefðarinnar vegna. En rétt skal vera rétt --- sérstaklega þegar leita þarf logandi ljósi að smæsta höggstað á viðmælandanum.

Lumir þú á fleiri ómissandi kennslustundum handa mér í móðurmálinu, þá ættum við að hlífa blogginu hans Svans við þeim. Þú gætir sent mér tölvupóst (netfangið er auðfundið) ... en þá fengi alþjóð að vísu ekki að verða vitni að lexíunni. Þætti þér það miður?

Gunnlaugur Þór Briem, 25.9.2007 kl. 18:20

58 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Góður Gunnlaugur, góður he he   Fyrirgefðu Jón Valur en mér er skemmt á þinn kostnað.

Jón Valur, fyrirbærið "Guð" er ekki til.  Hugsaðu!

Svanur Sigurbjörnsson, 25.9.2007 kl. 18:58

59 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það er með ólíkindum að halda því fram að andinn sé hugsun. Snillingar í listum og vísindum tala gjarnan um innblástur. Rökhugsun er ekki að baki merkustu uppfinningum og listum.  En Svanur minn Guð er til hættu að rembast við að hugsa um hann og gefðu þig að honum í bænalífi þá ferðu að sjá ávexti Guðs í auknum friði og betri andlegri líðan.

Guðrún Sæmundsdóttir, 25.9.2007 kl. 19:37

60 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Það er ljóst að sá andi eða "andlegt" sem þú hefur í huga er byggt á einhverju öðru en rökhugsun.  Prestar hafa viðurkennt að trú eigi ekki skylt við rökhugsun. 

Innblástur er það þegar einhver fær sterkan áhuga á einhverju til frekari rannsókna eða lista út frá einhverjum viðburð eða öðru sem gefur viðkomandi hugmynd.  Í þínu tilviki gæti það sjálfsagt verið Biblían eða guðshugmyndin.  Innblástur kemur ekkert niðurstöðunni við.  Orð þín "Rökhugsun er ekki að baki merkustu uppfinningum..." eru hrikalegt bull.  Rökhugsun er kjarni góðra uppfinninga.  Ef þú skilur það ekki skilur þú greinilega ekki hvað rökhugsun er eða skilur ekki mikilvægi hennar.   Ég ætla nú ekki að fara að tala nánar um listir hér.  Það er annar handleggur.

Svanur Sigurbjörnsson, 26.9.2007 kl. 11:57

61 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég er á heimavelli í uppfinningageiranum, og þekki uppfinningamenn bæði hérlendis og erlendis, einnig hef ég kynnt mér talsvert í þeim fræðum og get upplýst þig um það Svanur að uppfinningar eru mjög oft innblásnar andlega. Ég skil alveg rökhugsun og beiti henni daglega en þar með hafna ég ekki andanum og skynja hann allt öðruvísi heldur en hugsun. Allmörg tónlistarséni eru og hafa verið háð innblæstri en ekki rökhugsun.

Guðrún Sæmundsdóttir, 26.9.2007 kl. 19:56

62 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Guðrún skrifar: "Ég held að ástæða þess að íslendingar eru almennt kristnir sé sú að kristinn átrúnaður færir svo mikla lífsfyllingu, frið og kærleik í innri vitund manssins:"

Þrátt fyrir að hljóma fallega við fyrstu lesningu jaðrar þetta við að vera hættulegur trúarhroki og athyglivert í ljósi þess að áður var skrifað af nöfnu hennar að þessi færsla Svans væri ein af ástæðum þess að trúarbragðastríð hefjast; Því það er einmitt svona orð sem tendra þráðinn. Eru Íslendingar þá kristnir af því þeir römbuðu á bestu trúarbrögðin sem færa mestu lífsfyllinguna og friðinn? Vaða allir hinir bara villu og reyk?

Er siðgæði kristninnar eitthvað öðruvísi eða framar siðgæði annarra trúarbragða?

Hvernig er það réttlætanlegt að kristinn átrúnaður færi svo mikinn frið? Hefur hann gert það í gegnum tíðina? Er ástæðan fyrir því að kristnar þjóðir fari ekki í stríð sú að þar fari allir svo vel eftir Biblíunni?

Kristján Hrannar Pálsson, 27.9.2007 kl. 01:59

63 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Kristján þarna er ég að tala um ávöxt trúar á Jesú Krist, ég tel í heildina séð  siðgæði kristinna þjóða bera af siðgæði annarra trúarbragða. Samt sem áður eru kristnar þjóðir langt frá því að vera fullkomnar og verða það aldrei.  

Guðrún Sæmundsdóttir, 27.9.2007 kl. 13:01

64 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Sæl aftur Guðrún

Þessi orð þín eru einstaklega hroka- og fordómafull. Þú lítur einmitt fram hjá því að þær þjóðir sem við teljum almennt hafa gott siðgæði sækja það síst í trúarrit þar sem finna má alls konar ófögnuð sem má réttlæta í nafni trúar. Þetta sjáum við berlega hér á Norðurlöndunum á meðan í strangkristnum löndum(Filippseyjum, Ítalíu, Kongó og sumum ríkjum Bandaríkjanna) viðgangast dauðarefsingar, misrétti kynjanna, ofstjórn og kúgun.

Hvað segir það þér? Og hvað segir stríðsbrask í nafni kristninnar gegnum tíðina þér líka?

Kristján Hrannar Pálsson, 28.9.2007 kl. 12:38

65 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Kristján Norðurlöndin teljast kristin, lönd þeirra eru öll með krossfána sem þjóðfána og siðfræði þeirra er upprunin úr kristni  Finnst þér eðlilegt að ræða þessi mál á þeim nótum að viðmælandi þinn sé ásakaður um hroka og fordóma? Ég beiti ekki svona skítkasti við mína viðmælendur. 

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.9.2007 kl. 13:50

66 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Kæri  Svanur.

Pistilinn þinn og athugasemdir finnst mér merkileg afstaða manns sem er menntaður læknir. Yfirskriftin yfir pistli þínum er : "Fríkkaður viðbjóður" og síðan vitnar þú í ákveðin texta í Dómarabókinni. Þú vitnar reyndar í annan texta sem á að vera í Dómarabók en reynist vera í 5.Mósebók. Ekki kannski trúverðug vinnubrögð.

Nú fyrri textinn sem þú vitnar í Dómarabókinni er vissulega ekki fallegur, enda er margt í lífinu því miður ekki fallegt. Og mættum við þá kannski líta okkur nær.

Dómarabókin er saga Ísraelsmanna í fráhvarfi og óhlýðni við Guð sinn og bókin endar á þessu versi:" Í þá daga var enginn konungur í Ísrael. Hver maður gjörði það, sem honum vel líkaði." Þjóðin var á kafi í hvers kyns skurðgoðadýrkun og andakukli.

Þegar þú lest þínar fræðibækur um læknamistök, Svanur þá vona ég að þú lítir ekki þannig á að það sé leiðbeining til eftirbreytni.   Þú talar um hér í kommenti að kristin trú byggi ekki á rökhugsun. Ég verð að segja þér að þegar Jesús kom fram þá prédikaði hann: " Gjörið iðrun. " Iðrun þýðir einfaldlega að skipta um hugsun. Breyttu þinni hugsun. Og þá erum við að tala um rökhugsun.  Biblían segir frá : 1. Sköpun heimsins  2. Syndafallinu   3. Endurlausn mannsins frá synd.

Ég hef valið að taka þessa kenningu fram yfir þá firru að allt hafi orðið til af sjálfu sér úr engu og síðan þróast.  Ég tel að mín afstaða byggist á jafnmikilli rökhugsun og þín. Ég segi líka að ég ber ekki virðingu fyrir þinni lífsýn. En ég ber virðingu fyrir þér sem manni og sköpun Guðs.

Þú segir hér ofar að vísindin hafi ekki fundið sálina eða anda mannsins. Nú er ég þeirra skoðunar að trú og vísindi fari saman. Guð er skapari og því vísindamaður og það eru einnig mennirnir sem Hann skapaði.  Hins vegar er það margt annað sem vísindin og þá læknavísindin sjá ekki.    Þú talar um fórn Abraham, og hluti sem gerðust fyrir þúsundum ára. Hvað um mannfórnir í dag, já árið 2007 og við köllum það "heilbrigðisþjónustu." Fyrirgefðu, vísindin fundu ekki betra orð.

Fyrir nokkrum kvöldum síðan sá ég í sjónvarpinu mynd af litlu yndislegu barni sem fæddist aðeins lófastórt. Hvernig stendur þá því að vísindin kalla þetta litla barn eitthvað allt annað ef það bara þykir henta. Er að furða að vísindin hafi ekki fundið mannsandann ?

Væri ekki betra að líta okkur nær, þegar við tölum um fríkkaðan viðbjóð ?

Kristinn Ásgrímsson, 30.9.2007 kl. 16:17

67 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Takk fyrir góða grein og afar skynsamleg skrif. Full ástæða til að vara við þessum hættulegu og lúmsku vinnubrögðum í sambandi við trúar ítroðslu í skólum. Almenn trúarbragðakennsla með gagnrýninni hugsun er sennilega í lagi fyrir börn, en að menga hug þeirra með einhliða kristnikennslu, þar sem forneskjulegar, misgáfulegar sögur og allskonar hindurvitni er borin á borð á aldrei heima í skólastofu.

Ég hef mikið álit á Dalhi Lama, hann sagði eitthvað á þá leið, og tók fram að það gæti hljómað undarlega úr munni trúarleiðtoga, að hver sdá sem hefði fundið hina einu sönnu trú, vissi að hún hefur nákvæmlega ekkert með trúarbrögð að gera. Það hljómar skynsamlega í mínum huga. Engin trúarbrögð eru sannleikanum æðri segir líka skynsamleg einhverstaðar.

Ég vil hinsvegar taka fram að ég hef ekkert á móti fólki sem er tilbúiða að gleypa kenningar hinna ýmsu trúarbragða blóðhráar og gagnrýnislaust, þoli hinsvegar ekki þegar reynt er að troða þeim uppá fólk, hvað þá börn sem eru áhrifagjarnari en fullorðnir.

Georg P Sveinbjörnsson, 30.9.2007 kl. 20:00

68 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Kristinn

Ég útskýrði þetta misræmi  í texta ensku útgáfunnar og þeirrar íslensku í viðbót við pistilinn.  Ég biðst afsökunar ef það hefur ekki verið nógu skýrt.  Það er erfitt að breyta fyrirsögn eftirá.  

Það sem ég er f.o.f að benda á er að hér er texti sem sýnir breytni fólk sem taldi sig trúa á guð Abrahams.  Endasetningin „Hver maður gjörði það, sem honum vel líkaði“ gæti gefið til kynna að eitthvað hefði betur mátt fara ef konungur hefði verið í Ísrael.  Hins vegar sýnist mér að öldungarnir sem stýrðu hafi talið sig í tengslum við guð.    Þú bendir á  að þjóðin hafi verið á kafi í hvers kyns skurðgoðadýrkun og andakukli.   Ef það er rétt, þá eru það ekki góð meðmæli með trú því slíkt er óneitanlega trú rét t eins og trú á guð gyðinga og kristinna.   Það er ekki auðvelt að túlka GT og því væri betra að hafa hana ekki sem einhvers konar grunn fyrir kennslu í kristinfræði og siðfræði eins og nú er gert í barnaskólum.  Fyrir utan erfiða túlkun er bókin hreinlega alls ekki vel til þess fallin að fjalla um siðferðisaðstæður í nútímanum.   Það hefur svo margt breyst s.l. 2000 ár og löngu kominn tími til að endurnýja.  Fyrir mér er guðstrú kukl rétt eins og þér finnst skurðgoðadýrkun vera kukl.

Það er með ólikindum að þú skulir tala um rökhugsun og í beinu framhaldi af því hluti eins og sköpun, syndafall og endurlausn frá synd.  Allt eru þetta afskaplega órökréttar sögur og siðferðislega afvegaleiðandi að það sem við gerum á hlut annarra (syndin) sé svo háð „endurlausn“ einhvers ósýnilegs guðdómlegs valds eða náðar.  Þetta leiðir ekki nema til rangra ályktana um lífið og hvers vegna við eigum að gera vel við hvort annað.

Sömuleiðis, ég ber ekki virðingu fyrir þessum skoðunum þínum  eða trú á yfirnáttúru en vil sýna þér mannvirðingu rétt eins og öðrum.   Það er gott að sjá að þú metur þetta á sama veg gagnvart mér.  Þar er ég sammála þér.  Ég ber virðingu fyrir því að fólk kynni lífsskoðanir sínar svo framarlega sem það brýtur ekki á einkalífi eða treður sér með óviðeigandi hætti uppá fólk.   Ég virði baráttuhug og áhuga en sé markmiðið og innihaldið gallað mun það alltaf takmarka viðkomandi.

Vísindi og trú fara ekki saman nema þegar trúmenn nota vísindalegar aðferðir við málefni og verkefni ótengdum trúarsetningum.  T.d. rannsóknir munksins Mendels á erfðum baunagrassins.  Þær rannsóknir voru algerlega sjálfstæðar og frjálsar af trúarlegu innihaldi, enda hafa þær lifað sem góð vísindi fram til dagsins í dag.   Margir frumkvöðlar húmanískrar hugsunar eins og Erasmus frá Rotterdam og hinn enski Thomar Moore voru kristnir en komu með nýja heimsspeki sem laut að því að minnka guðdómlegt vald og auka einstaklingsfrelsið.   Þannig voru lengi vel húmanistar einnig kristnir en menn eins og Thomas Jefferson voru deistar og efuðust um að nokkuð guðlegt hefði áhrif á líf þeirra tíma.   Vísindi og trú geta búið í sömu manneskjunni en trúin getur aldrei af sér vísindi, því hún er alger andstæða þeirra.  Trúin er ímyndun og upphugsað kerfi tilbúinna hugmynda sem hefur í gegnum aldirnar reynst alveg einstaklega gott stjórntæki á hegðun fólks.  Trúin er sjálfvirkt hugsanafangelsi sem teymir fólk í sama farinu áratug eftir áratug, kynslóð eftir kynslóð, þar til iðkendurnir ná að skilja eðli blekkingarinnar.

Kallar þú heilbrigðisþjónustu „mannfórnir?“.   Heldurðu að ég fari í vinnuna með því sjónarmiði að ég muni fórna einhverjum dags daglega?  Ég botna ekkert í því hvert þú ert að fara með þetta.  Hvað áttu við með þessu barni sem hefur stóran lófa og vísindin kalli eitthvað?  Gætirðu skrifað skýrar þannig að maður skilji.  Ég verð að fá meiri útskýringar til að fá meiningu út úr þessu hjá þér.

Líta okkur nær?  Áttu við læknavísindin?   Aftur er ég eitt spurningarmerki.   Ég vona að þér sé ekki alvara.

Svanur Sigurbjörnsson, 1.10.2007 kl. 17:59

69 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Georg P

Takk.

Þetta er undarleg setning hjá Dalai Lama.  Hann er væntanlega að gera hér greinamun á trú og trúarbrögðum líkt og að hægt sé að slíta þetta tvennt í sundur.  Maður heyrir þetta viðhörf öðru hvoru en ég held að þetta sé skammt hugsað.  Það er nú einu sinni svo að við erum ekki eylönd.   Fólk hópast alltaf saman um lífsskoðanir sínar og þannig myndast alltaf félög eða söfnuðir í kringum þessar skoðanir.    Það er því ekki raunhæft að tala um að persónuleg trú geti staðið ein og sér án myndunar trúarbragða rétt eins og pólitískar skoðanir verða aldrei einangraðar við hverja persónu fyrir sig.  Trúarbrögð endurspegla trúarskoðanirnar og verða því væntanlega aldrei verri eða betri en þær gefa tilefni til.

„Engin trúarbrögð eru sannleikanum æðri“.  Já þetta segir heilmargt og gefa til kynna að trúarbrögð séu gloppótt hvað sannleikann varðar.   Í NT segir einhvers staðar að þó menn hefðu mikla trú, en hefður ekki kærleik, væri það einskis virði, allt orðað á mjög ljóðrænan hátt.   Þetta er í raun stórmerkilegt því þarna er verið að segja að velvilji og væntumþykja sé trúnni mikilvægari.   Það er sem sagt meira virði að vera góður nágranni og elskandi einstaklingur en að trúa á guð.  Ég gæti ekki verið meira sammála.  Þetta hlýtur því að eiga jafnt við um guðlausa  sem trúaða, en biskup Íslands Karl Sigurbjörnsson (og ýmsir aðrir trúaðir) hefur ekki náð að skilja þetta því hann telur guðlaust fólk vera ógn við siðferðið.   Hann getur ekki eða vill ekki skilja það að trúlaust fólk getur verið mjög kærleiksríkt fólk.   Þessi orð í NT eru auðmýkjandi fyrir trúnna enda hefur mörgum trúmanninum ekki þótt þau góð eða til eftirbreytni.   Trúarbrögð eru oft fyrir sig sjálft, ekki fólkið eins og sést í banni páfans á notkun getnaðarvarna.  Trúin eykur jafn mikið þjáningar og hún linar þær.  Þessi orð í GT eru hins vegar í uppáhaldi hjá fólki sem vill tengja trú kærleika og telja fyrst að þetta stendur í Biblíunni að trú skapi kærleika.   Oft fylgir á eftir „því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn...“  Áherslan er á „elskaði“.  Einhvern veginn er búið að selja kristnu fólki að þessi „elska“ að gefa son sinn til kvalarfulls dauðdaga á krossi eftir hrikalegar húðstrýkingar sé ótrúlega göfug og virðingarverð.   Í þessu felst afstæðishyggja því enginn í dag telur það gott og gilt að fórna börnum sínum á slíkan máta, þ.e. sú siðferðislega afstæðni að „guð“ megi fórna en það sé hins vegar almennt hræðilegur verknaður.  Þó má nú segja að fórnin var engin fórn því Jesú reis hreinlega upp og hlaut eilíft líf við hlið föður síns.   Það er nú e.t.v. dálífið öfundsvert.   Því miður er ekki hægt að líta á þetta öðru vísi í ljósi nútímans en ævintýralega harmsögu með brenglaðri siðferðishugsun.

Svanur Sigurbjörnsson, 1.10.2007 kl. 18:46

70 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæll aftur Svanur.

Já, ef þróun er rökhugsun, þá er sköpun einnig rökhugsun. Endurlausn er einnig rökhugsun. Ef einhver hefur verið tekinn til fanga, af óvinaher og honum síðan bjargað af hans eigin mönnum þá getum við sagt að hann hafi verið endurleystur.

Biblían er ekki að tala um endurlausn frá því sem við gerum á hlut hvers annars, heldur endurlausn frá "eðli" syndarinnar.  Hins vegar þegar við brjótum hver gegn öðrum, þá þurfum við á fyrirgefningu að halda. A.m.k. ef fólk ætlar að eiga eðlilegt samfélag hvort við annað. Fyrirgefningin virkar eins og endurlausn hún leysir fólk.

Nú er einfaldlega fullvissa um það sem menn vona. Trúin er eins og hugsjón, þú sérð það sem getur orðið. Og ég held við hefðum litlar framfarir, ef enginn hefði hugsjón.

Hvað varðar litla barnið, þá sagði ég að það hefði verið lófastórt, fætt 15 vikur fyrir tímann. Það sem ég átti við er það að þegar jafngömlu barni er eytt, þá er það kallað fóstureyðing og fóstureyðing hefur verið skilgreind sem heilbrigðisþjónusta.

Já, ég kalla fóstureyðingar mannfórnir og það veldur mér sárri hryggð að þessi gjörningur sé framkvæmdur ennþá árið 2007, með alla þá þekkingu sem við teljum okkur hafa.

Mig langar að bæta við Svanur, vegna þess að þú ert að tala um kærleika og væntumþykju og velvilja í svari þínu hér að ofan til Georgs, að það er rétt sem þú segir að kærleikurinn er mestur. Hins vegar hljómar versið svona: "En nú varir trú von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur".  Hins vegar segir á öðrum stað í N.T.  "Án trúar er ógerlegt að þóknast Guði." 

Að segja að þetta sé auðmýkjandi fyrir trúna, það er ekki rétt, það sem Páll var að segja, er að trú án kærleika er gagnslaus. Ég er sammála því að það er til fullt af fólki sem ekki trúir sem er velviljað og kærleiksríkt og ég er líka sannfærður að þú viljir vel, ég ætla þér ekki annað.  En þú einfaldlega hefur ekki ennþá "séð " Guðsríkið. Það sé ég á skrifum þínum, og mér virðist að þú viljir ekki sjá.

Með kærleikskveðju

Kristinn Ásgrímsson, 3.10.2007 kl. 23:06

71 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Nú, trúin er einfaldlega fullvissa um það sem menn vona.

Smá leiðrétting

Kristinn Ásgrímsson, 3.10.2007 kl. 23:10

72 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk fyrir Kristinn.  Ég las þetta en læt staðar numið í bili.

Kærleikskveðja - SS

Svanur Sigurbjörnsson, 7.10.2007 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband