Um rasisma
25.10.2007 | 14:27
Í kjölfar frétta um að erfðafræðingurinn James Watson hefði sagt að blökkumenn væru ekki eins gáfaðir og hvíti kynstofninn hefur orðið fjörug umræða hér í bloggheimum og hefur sumum hitnað talsvert í hamsi og ausið Watson fúkyrðum.
Mér finnst rétt að staldra hér aðeins við og skoða hvað felst í rasisma.
Samkvæmt umfjöllun á Wikipedia.org er skilgreiningin nokkuð á reiki en þrengsta mynd hennar er líklega sú að rasismi sé sú skoðun að mismunur sé á getu kynstofna þannig að ákveðinn kynstofn geti verið á hærra eða lægra stigi en aðrir. Í enskunni eru notuð orðin "superior" og "inferior" sem ég tel vafasamt að þýða "æðri" eða "óæðri" því það gefur til kynna miklu breiðari grundvöll og hugsanlega siðferðislegan eða ákveðinn mikilvægan grundvallarmun. Það vantar í skilgreininguna á hvaða sviði þessi hærri eða lægri stig eiga að vera en oftast er verið að vísa til vitsmunalegrar hæfni (cognitive skills) í þessu samhengi.
Þegar talað er um rasisma er væntanlega f.o.f. verið að tala um mismunun vegna kynþátta manna, þ.e. ekki verið að skilgreina í raun hverjir séu eiginleikar þessara kynþátta/kynstofna, heldur hvernig komið sé fram við þá.
Skilgreining Sameinuðu þjóðanna hneigist að þessu og er eftirfarandi:
According to UN International Conventions, "the term "racial discrimination" shall mean any distinction, exclusion, restriction or preference based on race, color, descent, or national or ethnic origin which has the purpose or effect of nullifying or impairing the recognition, enjoyment or exercise, on an equal footing, of human rights and fundamental freedoms in the political, economic, social, cultural or any other field of public life."
þýðing mín: "Hugtakið "mismunun kynþátta" á að ná yfir hvaða aðgreiningu, útskúfun, takmörkun eða forréttindi byggð á kynþætti, litarhætti, kynstofni (niðjum) eða þjóðernis eða þjóðfélagsuppruna sem hefur þann tilgang eða áhrif að þurrka út eða draga úr möguleikum á að fá notið, fengið viðurkennd eða framkvæmd þau mannréttindi sem fólki ber í pólitísku, efnahagslegu, menningarlegu eða öðru opinberu lífi".
Ég ætla ekki að kafa mjög djúpt í þetta en mikilvægi þessa liggur í því að það er framkoman sem skiptir máli, ekki hvort að viðkomandi kynstofn sé öðru vísi en aðrir. Það er alveg ljóst að kynstofnar sem þróuðust á sitt hvorum staðnum á jörðinni í árþúsundir hafa sín sérkenni og þ.á.m. getur verið einhver munur á ákveðinni líkamlegri og hugrænni getu. Það fer svo eftir því hvernig við meðhöndlum þennan mun siðferðislega hvort upp kemur rasismi (siðferðisleg mismunun) eða ekki. Þetta á líka við um hvernig við meðhöndlum ríka og fátæka, hrausta og heilsulitla, unga og gamla o.s.frv. Það eitt að kanna hver munurinn sé og tala um niðurstöður vissra prófa gerir fólk ekki að rasistum, heldur hvort að viðkomandi notar niðurstöðurnar til að réttlæta illa meðferð eða forréttindi til handa einhverjum ákveðnum.
Hvað segir annars bloggheimur?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Heimsspeki og siðfræði | Breytt s.d. kl. 14:31 | Facebook
Athugasemdir
Ég skal bæta við ,,vinnuskilgreiningu" frá ECRI (European Commission against racism and Intolerance): “racism” shall mean the belief that a ground such as race1, colour, language, religion, nationality or national or ethnic origin justifies contempt for a person or a group of persons, or the notion of superiority of a person or a group of persons.
1 Tilvísunin vísar til fyrirvara um að rétt sé að tala um kynþætti þar sem mannkynið sé raunverulega einn kynþáttur.
Sá gamli hefur alldeilis dottið í racisma miðað við þessa skilgreiningu. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 25.10.2007 kl. 15:15
Ég er sammála skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna. Skilgreining ECRI finnst mér hins vegar litast af rétttrúnaði eins og það að reka Watson fyrir að hafa "ranga" skoðun.
Það er eitt að hafa skoðun og annað að beita misrétti. Mér getur fundist einhver leiðinlegur þótt ég leggi mig allan fram í að koma vel fram við viðkomandi því hann vissulega á það skilið eins og annað fólk sem gengur á þessari jörð.
Lykilatriðið í frjálsu samfélagi er að mega hafa "rangar" skoðanir. Akademíska umhverfið gengur beinlínis út á þá samræðu og því hreinar ofsóknir að refsa mönnum fyrir skoðanir sínar. Allt annað hefði verið ef Watson hefði beitt sér fyrir illri framkomu í garð þessa hóps eða annarra. Þar ertu ekki lengur hafandi skoðanir heldur farinn að framkvæma.
Einhverjum getur þótt einhver réttdræpur af einhverri ástæðu. Hann má þó ekki drepa hann eða hvetja til þess. Þar liggur munurinn.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 25.10.2007 kl. 17:16
Kom mér á óvart að þú sem læknir skulir ekki setja spurningamerki við notkun á hugtakinu kynþáttur, þegar fólk á í hlut. Agnar Helgason, líffræðilegur mannfræðingur, útskýrir mjög vel á Vísindavef Hí af hverju ekki er hægt að nota þetta hugtak.
Helstu punktar Agnars eru "Rannsóknir hafa sýnt að meðalmunur á erfðaefni manna er 0,075%. Ef tveir einstaklingar eru valdir af handahófi úr mannkyninu þýðir það að 99,925% af erfðaefni þeirra er að meðaltali eins. Samanborið við flestar aðrar spendýrategundir er maðurinn (Homo sapiens) óvenjulega einsleitur í skilningi erfðafræðinnar...Í hugum margra er útlitsmunur á mönnum ranglega talinn endurspegla djúpstæðan erfðafræðilegan mun...erfðafræðilegur munur á hópum manna er hvergi nógu mikill til að réttlæta það að líffræðingar mundu skipta slíkri tegund í undirtegundir eins og gert er með ýmsar aðrar tegundir. Niðurstaðan er þá sú að kynþáttahugtakið er ekki nothæft til að lýsa hópaskiptingu mannkyns."
Gerður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 17:18
Sæl öll og takk fyrir góðar athugasemdir.
Góður punktur hjá þér Sigurður Viktor að það er ekki sama að hafa skoðun og svo hegða sér framkvæmt henni. Það yrði að reka ansi marga á mörgum stöðum ef þetta gilti alltaf. Hins vegar má segja að frægð Watsons setji hann í viðkvæmari stöðu gagnvart mistökum og að vissu leiti skiljanlegt að ef að hann var virkilega sekur um rasisma að hann væri rekinn.
Gerður, ég er ekki tegundafræðingur þannig að ég hef því notað hugtakð kynþáttur hugsanlega ranglega. Ég biðst afsökunar á því. Ég er sammála því að munur á kynstofnum er það lítill að það er jafnvel meiri munur á einstaklingum innan sama kynstofns en milli þeirra. Það er því ákaflega varasamt koma með alhæfingar um heildar vitræna getu kynstofna.
Hérna held ég að komi einnig inní að þar sem blökkfólk var ranglega áður sagt vera hvíta manninum langtum óæðri og það hefur tekið langan tíma að leiðrétta það, þá eru allar yfirlýsingar í þá átt að þeir séu með minni greind mjög viðkvæmar þegar þær koma frá hvítum manni. Ef Watson hefði t.d. sagt (eingöngu) að Japanar væru greindari en hvítir Evrópubúar, hefði hann trúlega ekki verið sakaður um rasisma, þar sem staða hvítra er ágæt í heiminum í dag. Hann hefði e.t.v. verið sakaður um föðurlandssvik eða eitthvað slíkt. Það virðist skipta máli úr hvaða stöðu menn tjá skoðanir sínar.
Svanur Sigurbjörnsson, 25.10.2007 kl. 19:11
"Það er alveg ljóst að kynstofnar sem þróuðust á sitt hvorum staðnum á jörðinni í árþúsundir hafa sín sérkenni og þ.á.m. getur verið einhver munur á ákveðinni líkamlegri og hugrænni getu."
Skil þetta ekki alveg og vona að þú sért að djóka. Réttara væri að segja "fólk" en ekki "kynstofn" því það er svo sannarlega til fólk, allskonar á litinn á öllum stöðum í heiminum. M.a.s gulir Íslendingar!
Hver þjóð hefur vissulega sín einkenni, það kallast kúltúr eða menning. Menningin er svo mótuð af utan að komandi þáttum s.s. stjórnarfari landsins, efnahagslegu ástandi, trú, félagslegum aðstæðum o.s.frv.
Það er klárlega rasismi ef að ég myndi segja að Íslendingur af afrískum uppruna væri mér óæðri vegna uppruna síns.
En ekki hvað...
Barbie Clinton (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 20:12
Sæl Barbie
Af hverju segirðu að það sé réttara að segja "fólk" en ekki "kynstofn". Kannski er ég ekki að nota orðin rétt, en með kynstofni á ég við t.d. asískt fólk sem hefur annað ytra úlit en t.d. hvítir norðurlandabúar eða upprunalegir indíánar Norður Ameríku.
Nú bendir margt til þess að fólk frá Afríku síðustu alda, þ.e. þeldökkt fólk hafi mun betri líkamsbyggingu fyrir spretthlaup en aðrir kynstofnar. T.d. eru 10 bestu tímar allr tíma í 100 m hlaupi allir í eign þessa fólks. Þetta fólk stendur því öðrum kynstofnum framar í þessu tillliti. Er það rasismi að segja það?
Það að segja að einhver sé "óæðri" er mun stærra enda hef ég skýrt það út.
Svanur Sigurbjörnsson, 25.10.2007 kl. 21:13
Takk fyrir þennan bráðnauðsynlega pistill.
Eftir því sem ég hef lesið er sennilega skárra að tala um hópa, þjóðir og "ættir" ef svo má segja, frekar en kynþætti (race).
Það er ljóst að mælingar vísindamanna eru ekki alltaf í samræmi við það sem við teldum æskilegast og réttlátast, og þær gefa kannski ekki endilega rétta mynd af veruleikanum. En þeir að treysta því að ekki verði tekinn upp mismunun eða "útrýming" í nafni þeirra gagna sem liggja fyrir. En á það er reyndar ekki að treysta. Þess vegna eru tölur svo eldfimar en ég treysti því að engin sé í Lúkasarham á þessari síðu.
Genum er ekki dreift nákvæmlega eins um heiminn. Fólk hefur mismundandi hæfileika sem hefur ekkert með útlit eða litarhátt að gera. Tökum dæmi: Indíánar sem lifðu á sléttum Ameríku þurftu ekki að finna fyrir lofthræðslu enda urðu þeir eftirsóttir í vinnu við skýjakljúfa. Og vestur-Afríkubúar eru betri að jafnaði í spretthlaupi. Fréttir berast af Grænlendingum sem lifðu á harbýlasta svæði verladar geti illa haldið sér sofandi í skólastofunni. Allir hópar í heiminum eru afkomendur sigurvegara sem lifðu af, það segir sig sjálft. En "góðir" eiginleikar féllu ekki endilega að norminu þegar fólk flutti á milli heimsálfa eða nýir siðir yfirtöku þá gömlu á einni nóttu ef svo má segja, samanber Grænlendinga og Indiána sem féllu fyrir áfengi.
Þegar landbúnaður hófst fyrir um 8.000 árum varð stærðfræði og allskonar útreikninga nauðsynlegir. Greindarpróf byggja einmitt á þeim grunni. Getur verið að það sé skýringin á þeim mun sem kemur fram á milli hópa á greindarprófum?
Þótt fólk sem á ættir að rekja til Afríku skori að meðaltali 85 á greindarprófum í Bandaríkjunum en fólk ættað frá Evrópu um 100 er álíka margir þroskaheftir í hvorum hópnum fyrir sig. Auk þess hefur komið í ljós að "svartir" skora í dag jafn hátt og hvítir 1946. Grein um það HÉR.
Aðeins ein kona á móti 5 körlum skorar yfir 150 á greindarprófi, sjá HÉR. Kynin eru álíka greind en karlar eru bæði með hærri og lægri greind. Slíkar upplýsingar gætu hjálpað til að útskýra ýmislegt en fólk vill sjaldnast horfast í augu við tölur sem "skekkir" heimsmyndina góðu sem byggir á jafnrétti. Ef karlar eru að meðalatali betri í stærðfræði en konur gæti það skírt launamun kynjanna að einhverju leiti.
Reyndar hefur því verið haldið fram HÉR að Þar sem karlar séu seinþroskaðri en konur hefur vísindamönnum yfirsést sá munur sem sé á greind kvenna og karla sem er um 5 stig körlum í hag.
Greindarpróf segja ekkert um manngildi auk þess sem margir þættir eru mældir og hver og einn er einstakur og ýmsir hæfileikar mælast ekki. En greindarpróf mæla þó Það sem þau mæla.
Við vitum að sumar ættir eru greindari en aðrar án þess að það sé mælanlegt með einhverri mælistiku. Oft vildi ég óska þess að vera Briem ættinni en mér skilst á megnið af því liði sé stórgáfað.
Benedikt Halldórsson, 25.10.2007 kl. 21:41
Takk fyrir faglegt blogg og umræðu. Þótt Watson missi út úr sér óheppilegar setningar, þá finnst mér að fólk eigi að einbeita sér að grunninum, eins og þið gerið raunar flest hér að ofan. Þessi setning virðist vera aðalinntakið (sbr. Independent):
"There is no firm reason to anticipate that the intellectual capacities of peoples geographically separated in their evolution should prove to have evolved identically”.
Mjög lauslega þýtt: „Það er engin ákveðin ástæða til þess að ætla að greindargeta fólks sem er landfræðilega aðskilið í þróun sinni ætti að hafa þróast nákvæmlega eins“. Ef við ræðum einungis þessa fullyrðingu, þá sé ég ekki hvernig er hægt að vera ósammála henni, nema þá með útskýringu Gerðar. Þar er þó einungis litið á genin sem hráefni, ekki hvernig hegðun (eða notkun) þeirra markast af umhverfinu og veldur þróun líffræðilegra eiginleika. Watson telur blökkumenn vera með hærri kynferðislegan stuðul en við bleikingjar. Mér hefur t.d. þótt athyglisvert með menntakort USA (og víðar) að fiskneyslusamfélög með ströndinni og við fljótin standa sig best í námi. Lífið þróaðist ekki á sama hátt í Norður- Noregi og í Sierra Leone. Genin í Einstein voru kannski lík okkur meðalmanneskjunum, en heilinn hans var t.d. víst með minni skilrúmum og óneitanlega okkur fremri í afstæðri hugsun. Er eitthvað athugunarvert ræða það hvort hans hópur (t.d. Gyðingar) sé ólíkur í genum og líffræðilega en aðrir hópar heimsins, hvað sem við köllum þá? Ef hæfileikar eru mældir í getu til þess að anda að sér súrefnislitlu lofti, er þá nokkuð að því að segja að lungu Sherpa hafi ekki þróast eins og lungu Íslendingsins og að Sherpar séu okkur æðri að því leyti? Það má
skoða þetta allt eins og kaldar staðreyndir, en hunsa það sem Watson bregður óvart út úr sér, kannski af lærðum fordómum fyrri tíma. (Afsakið lengd færslunnar!)Ívar Pálsson, 25.10.2007 kl. 21:43
Við Evrópumenn tölum kinnroðalaust um mun og Norður - og Suður Evróuumönnum. Öftast er í þv í sambandi talað um skap, hára- og augnalit, hæð og jafnvel limastærð t.d. vegna tilskipunar Evrópuráðsins sem bannaði mismunandi stærðir á smokkum af jafnréttisástæðum. Hvað um það, sjáfur var ég farmaður og sigldi á bæði Austur og Vestur Afríku, þá áttaði ég mig fljótlega á því að mun meiri munur var á Austur- og Vestur Afríkubúum en Vorður og Suður Evrópumönnum. Austur Afríkubúar voru hvorki með þykkar varir né breiðnefja en aldlegur munur var þó margfalt meiri en sá sýnilegi. Ég læt þetta flakka þó ég geri mér grein fyrir að ýmsir sem ekki hafa farið suður fyrir Sahara mun fordæma mig fyrir þessi orð af heilagri vandlætingu.
Sigurður Þórðarson, 25.10.2007 kl. 22:32
Icelanders have a lower IQ than the average African. This is a well-known fact and no longer a subject of scientific debate.
I hope your stupidity will not cause you to ignore that fact in your very informative debate.
Johnny (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 22:34
Kannski léttir það einhverjum tilveruna, en mér skilst að munurinn á Homo Sabiens og öðrum öpum sé hverfandi. Já, jafnvel þessum á hvítum slopp!
Auðun Gíslason, 25.10.2007 kl. 23:30
Takk fyrir góð innlegg Benedikt og Ívar. Það er óþarfi að afsaka lengd færslu. Það er ekki oft hægt að koma máli sínu til skila í mjög stuttu máli þó það sé gott að vera gagnorður.
Sigurður. Þetta mat þitt á Austur- og Vestur Afríkubúum er ákaflega hæpið. Þú segist hafa tekið eftir einhverjum mun sem ég get reyndar ekki lesið almennilega úr illa skrifaðri setningunni. Til þess að meta hvort að raunverulegur munur sé á vitrænni getu hjá á einhverjum þarf að bera saman fólk með því að jafna út hluti í umhverfi þeirra sem gætu haft áhrif eins og mennturnarstig, heilsufar og þjóðfélagsáhrif / pólitík. Þetta er flókið og þarfnast mjög vandasamaðra vinnubragða ef það á að taka mark á slíkri rannsókn. Svo er það spurning hvort að tilefni sé til slíkra rannsókna. Það þarf að þjóna einhverjum uppbyggilegum tilgangi. Þitt innlegg þjónar vart tilgangi í umræðunni og staðhæfing þín um "margfalt meiri andlegan mun" er mjög óvarfærin og hefur ekkert vísindalegt gildi.
Johnny. To whom are you referring to when you say "your stupidity"? This is a grave opinion on someone's mental ability here and unless you clarify to whom you are talking to I migth opt to erase your comment. Also, why are you pointng out these IQ "facts"? Is there anything such as the average African IQ? I doubt we have even a reliable number on the average IQ of Icelanders. I hope you are not falling into the same useless comparison as Sigurður here above fell into.
Svanur Sigurbjörnsson, 25.10.2007 kl. 23:32
He he já mér líður stórum betur Auðun Pétur enda eru apar dásamleg dýr. Kannski ættum við að setja nokkra apa í greindarpróf. Þá liði sumum betur (nú eða verr).
Svanur Sigurbjörnsson, 25.10.2007 kl. 23:41
Dear Mr. Svanur.
From your opening remarks I gather that you do not consider it racist to administer IQ tests to different populations and deduce "facts" about their intellectual capacities. I do consider that to be racism, and any attempt to promote the idea that there are inherent differences in intellectual capacities between the races is racism, including merely discussing and accepting such tests as valid scientific proofs of anything. Hence the sarcastic comment.
Johnny (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 23:53
Kæri Svanur, þér tekst oft ágætlega upp við að vera napur. Ég skrifaði nokkrar línur í fljótheitum (ekki vísindagrein) á bloggið þitt og við eftirá yfirlestur sá ég auðvitað nokkrar stafavillur þannig að vissulega var rétt einkunn hjá þér að segja að þetta hafi verið "illa skrifað" sem þú áttir erfitt með að skilja og vil ég því bæta úr því.
Það hefur vissulega ekki farið fram hjá mér, frekar en öðrum, að þú Svanur, ert gáfumaður en ég gat þó ekki áttað mig á að ég væri boðflenna í akademískri umræðu enda hafði ég verið að vafra á Moggabloggi. En til nánari skýringa vil ég taka fram eftirfarandi:
1. Ég framkvæmdi engar vísindalegar athuganir á þeim stöðum sem ég kom enda var ég í öðrum erindum sem sjómaður og stoppaði stutt á hverjum stað. Það breytir ekki því að ég ekki síður en skipsfélagar mínir sá talsverðan mun á útliti fólks og menningu.
2. Þegar ég talaði um andlegan mun átti ég alls ekki við andlegt atgerfi, enda hafði ég engin tök á að meta slíkt jafnvel þó sá hefði verið tilgangur minn. Hitt leyndi sér ekki að viðmót og skapferli virtist í fyrstu sýn vera mjög ólíkt svo ekki sé fastar að orði kveðið, þó ekki sé ástæða til að fara út í það hér.
Þessar hugleiðngar mínar þjónuðu ekki umræðunni að þínu mati og eru óvarfærnar enda var það alveg rétt ályktað hjá þér að þær hafa ekkert vísindalegt gildi. Kannski ber mér að skilja orð því svo að þú viljir helst ekki eiga orðastað við aðra en vísindamenn?
Ef svo er bið ég innilega afsökunar á framhleypni minni.
Sigurður Þórðarson, 26.10.2007 kl. 00:22
Hi Johnny
There are basically two thing that I consider true about IQ tests
Firstly they have a limited value and do not cover all human qualities that are of worth. Secondly they are very hard to use to compare objectively people from very different backgrounds. These tests can have uses but finding out if one race has an intellectual edge over another is not one them. It can be of speculative interest but has to be kept to the highest standard of scientific discussion and evaluation for it to have any meaning. In any given science, be it on nuclear power or anthropology, it is what you do with the results and the knowledge that makes it good or bad, not the study it self. In my opening remarks I was not defending Watson. I have not read exactly what he said and don't know in what context, so I don't want to make a judgement on it. I was just referring to it as an entry point to a discussion on racisim.
Svanur Sigurbjörnsson, 26.10.2007 kl. 00:37
Sæll Sigurður
Já skrifin voru frekar napur hjá mér. Ég fagna því að rökræða hér við alla og vel ekki vísindamenn eða aðra neitt frekar til að svara. Þú ert því alls ekki nein boðflenna hér. Mér misferst í hlutdrægni eins og öðrum en samt gagnrýni ég það sem mér finnst óvarlega sett fram og vanta frekari útskýringar. Takk fyrir útskýringarnar nú. Þú virðist búast við því að einhverjir muni "fordæma þig fyrir þessi orð af heilagri vandlætingu", þ.e. að þú verðir misskilinn og dæmdur út frá einhverri kreddu en skrifaðir samt í "fljótheitum". Það sem ég vil koma til skila er að allir verða að vanda sig þegar talað er um mat á einhverjum eiginleikum eða líffræðilegum þáttum fólks, sama hvort mælandinn er í vísindum eða öðru. Þetta er þinn "háls" Sigurður og vonandi klæðirðu hann þykkum trefli þegar það er svona napurt úti.
Svanur Sigurbjörnsson, 26.10.2007 kl. 01:02
Kynþáttahatur kom óorði á rasisma...
vcd
Bragi Þór Thoroddsen, 26.10.2007 kl. 01:05
Þetta var illa skrifað hjá mér hér að ofan Sigurður. Ég ætlaði að skrifa "Mér misferst í óhlutdrægni ...". 1:1
Svanur Sigurbjörnsson, 26.10.2007 kl. 01:05
Svanur. For the most part I share your thoughts on IQ tests, but disagree that they can ever be used to compare races intellectually, even when subjected to the strictest scientific scrutiny.
1) Assume that a respected institution decides to compare IQs of say Icelanders and Somalis. Say they find that there is a significant difference and that all the usual factors have been adjusted for. In my opinion the difference would still only prove that the test was biased, as expected.
2) Why publicize such results when all they do is give credence to racism, besides being wrong.
Johnny (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 01:09
Gúlp. Hvað áttu við Bragi Þór? Í rasisma felst mismunun, ótti og hatur á grunni þess að einhverjir hópar séu öðru vísi eða taldir ranglega lakari eða óæðri. Er hægt að koma "óorði á rasisma"?!
Svanur Sigurbjörnsson, 26.10.2007 kl. 01:10
Eins og þú opnaðir á - rasismi er barasta orð, hugtak og það ofnotað.
Það eru til 100, 1000 og þar af fleiri hentugri aðferðir til að hræsna á náungann fyrir að segja eitthvað sem heggur nærri.
Greindarpróf eru eitt - IQ er barasta einn stimpillinn - svokölluð tilfinningagreind (man ekki intern. skilgr. í svipinn), aðlögun, ... nám - kallaðu það hvað sem er - en það er barasta ein mælistikan eins og framandi vinur þinn benti á. Meðal Afríkubúinn.
En nei - þetta er komið svolítið í hring. Fannst allt í lagi að benda á það - þegar IQ - test er orðið að racism...
Hvað er average Joe Sixpack í BNA núna?
Skiptir í raun einherju máli hver segi hvað um hvern - nema þegar viðmælandi er af öðrum kynstofni, lit eða vill í sæng með annars konar bólfélaga en þú ert vanur sjálfur?
Þetta fer að verða kúgun minnihluta á meiri í krafti rasisma...
vcd
Bragi Þór Thoroddsen, 26.10.2007 kl. 01:21
Takk Svanur.
Ég sáttur og hefði eftir á að hyggja átt að vanda mig betur.
Mig langar kannski að bæta dálitlu fyrst maður er byrjaður á þessu gaspri.
Menn eru oft að föndra við að skilgreina kynþáttahatur, kynþáttahyggju eða aðskilnaðarstefnu. Margir halda að þetta sé eitthvað sem bundið er við afstöðu hvítra til svartra en svo er alls ekki. Japanir virðast margir setja sig á stall og svo ég nefni eitt taboo þá telja margir strangtrúaða gyðinga vera haldna trúar- og eða kynþáttahyggu enda finna þeir gjarnan röksemdir fyrir því hvoru tveggja . Aldrei hef ég þó upplifað aðskilnaðar- og kynþáttahyggju jafn sterkt og í Nígeríu en þar áttust við einhverjir innlendir kynþættir sem ég þekkti ekki í sundur. Vissulega eiga Bretar þar mikla sök enda bjuggu þeir til landamæri með reglustriku að því er virðist.
Sigurður Þórðarson, 26.10.2007 kl. 01:43
Ath. leiðr. enda finna þeir gjarnan röksemdir fyrir hvoru tveggja í Bókinni helgu
Aldrei hef ég þó upplifað MEIRI osf
greinilega of syfjaður til að halda áfram
g+oða nótt
Sigurður Þórðarson, 26.10.2007 kl. 01:46
Orð eru ófullkomin og til alls vís.
vcd
Bragi Þór Thoroddsen, 26.10.2007 kl. 01:47
Efast annars nokkur um að allir hópar heims séu ekki nákvæmlega eins og hafi þróast á mismunandi hátt í tugþúsundir og hundruð þúsunda ára? Getur einhver haldið því fram að Pygmea- dvergar Gíneu, Zulu- menn Afríku, Cherokee Indíánar, Ínúítar Alaska, Japanir, Sherpar Himalaja og Íslendingar séu allir líffræðilega eins, sama hvernig þeir hafi þróast á öllum þessum tíma? Engin aðlögun, val tegundanna eða neitt slíkt? Eru lungun eins, hjartað eins og heilabúið eins í öllum 6.700 milljörðunum? Samkvæmt því ætti umhverfi að ráða 100% hvernig maður verður öðruvísi en aðrir, ekki erfðir. Ef Íslenskir foreldrar mínir hefðu skilið mig eftir sem hvítvoðung meðal Sherpanna í þorpi í 4000 metra hæð, þá ætti ég að hafa nákvæmlega sömu hæfileika og möguleika eins og næsta ungbarn á staðnum.
Heldur fólk virkilega að erfðir séu ekki til? Hvað með tónlistarhæfileika, meðfædda handlagni smiðsins, málahæfileka eða stærðfræðilega hugsun? Afsakið allar spurningarnar, en ég tel nær öruggt að sú fullyrðing að við séum öll eins í vöggu sé röng. Sumir hafa meiri hæfileika en aðrir á ákveðnum sviðum og jafnvel á mörgum sviðum samtímis. Þessir hæfileikar þróuðust í gegn um árþúsundin. Þróun stöðvast ekkert þótt einhverjir hópar fari að hugsa um hana eða afneita henni.
Pulitzer verðlaunahafinn Jared Diamond tekur vel á þróun mannsins í hópum, ss. Íslendingum í “Collapse” bókinni, en ég mæli sérstaklega með “Why is sex fun?”, þar sem t.d. fjölgun (og þróun) einhverra með ákveðna eiginleika er tekin fyrir á skemmtilegan hátt. Gott væri að sem flestir taki upp fordómaleysi þess vísindamanns á viðfangsefni sínu.
Ívar Pálsson, 26.10.2007 kl. 11:42
Á ákveðnum tíma, þegar ég var unglingur, var talið til algerra Kerlingabóka, að ,,fjórðungur bregði til fósturs".
Það voru heilu stéttir manna, -aðalega Kennarar og Sálfræðingar,--að predikka umhverfisáhrif og áhrif uppeldis.
Síðan fór fram afar vísindaleg rannsókn í BNA, hvar skjöl um ættleiðingar og allt því viðkomandi, svo sem skýrslur um hvaðeina lögnu eftir að fósturforeldrar voru ákveðnir.
Rannsóknin beindist að tvíburum, sem hefðu verið skildir að við ættleiðingu og svo almennt sem (control-hópur) Niðurstöðurnar voru sláandi og í ljós kom (ef menn voru tilbúnir til að viðurkenna nokkurn skapaðan hlut yfirleitt) að fylgni við atferli og atgerfi kynforeldra var í það minnsta 8/10 sem er ljúflega þrír fjórðungar. Sumsé uppeldi og umhverfi ráðu um fjórðung hið mesta.
Við erum jú spendýr og sem slík, ræktanlegir eiginleikar hjá okkur, ekkert öðruvísi en hjá ,,hinum" dýrunum.
PC aðilar sögðu frá því, að ekki munaði ,,nema" einhverjum örfáum ríbósabösum og smotteríi í deribosum, að allir menn væru af sömu uppbyggingu. Þetta er satt og rétt en það munar líka ekki ,,nema" örfáum bösum, að líffæri Svína séu brúkleg sem varahlutir í Menn. Ekki þarf nema minniháttar ,,fikt" við DNA-keðjurnar í Svínunum og splæsingar á erfðarefni einstaklings, til að líffærin séu vel nothæf og höfnun verði ekki við notkkun þeirra, sem sagt, ónæmiskerfi okkar ,,þekkja" DNA uppbygginguna og því hafnar líkaminn ekki þessum líffærum. ÞEtta er talið ógeðslegt og því bannað.
Ég tel engann öðrum ,,fremri" og lít á alla sem sköpunarverk Herrans. Það þýðir ekki, að fjölbreytileiki sköpunarverksins er mikið og margbreytilegt.
Pólitísk rétthugsun getur orðið svo mögru að fótakefli og er það miður. Jafnvel vísindin verða að staldra við og geta ekki birt eða fjallað um, hluti sem ,,gætu orðið umdeilt". ÞEtta hefur bæði gerst í náttúruvísindum, sagnfræði, fornleyfarannsóknum og víðar.
Það er ekkert meiðandi fyrir mig, ef sagt væri, að ljóshærðir séu heimskari en dökkhærðir. Svoleiðis kemur bara ekkert við mig, þó svo ég vilji trúa því, að ég sé ljóshærður (þrátt fyrir músabrúnt ívaf.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 26.10.2007 kl. 14:29
Það er erfitt að mæla greind. Algenasta og besta mæling á greind er að nota Wechsler prófin. Þau próf eru frábærlega vel gerð og spá vel fyrir um árangur í skóla t.d. Rannsóknir hafa sýnt fram á að svartir skori lægra en hvítir á Wechsler prófinu og því er hægt að segja að Watson hafi haft rétt fyrir sér. Varla hægt að tala um rasisma þar heldur bara niðurstöður rannsókna. Hins vegar þá er hægt að deila um hvernig D. Wechsler aðgerðabatt hugtakið greind. Aðgerðabindingin leggur línunar um hvernig greind er mæld. Hafa ber í huga að greindarpróf eru hönnuð af hvítum vesturlandabúum. Það er til að mynda alveg pottþétt að svartur maður frá Afríku sem hefur búið við fátækt alla sína tíð og ekki fengið formlega menntun myndi koma illa út á Wechsler prófinu. Þrátt fyrir að maðurinn kæmi illa út er allt eins víst að hann sé fluggáfaður. Greindarpróf eru semsagt "hagstæðari" fyrir hvíta vesturlandabúanum og hugsanlega er munurinn á skorum svarta og hvítra tilkomin vegna þessa.
Varðandi greind og erfða. Fylgnistuðulinn þarna á milli er á bilinu 0.4 - 0.8. En til þess að fá út hversu mikið erfðir skýra af dreifingu (breytileika) í greind þarf að setja þessar tölur í annað veldi.
Bendi að lokum á þessar tvær greinar
http://en.wikipedia.org/wiki/Race_and_intelligence
http://en.wikipedia.org/wiki/IQ
Hafrún Kristjánsdóttir, 27.10.2007 kl. 00:16
Hi Johnny
Sorry, I have not have had much time to write. Here are my answers following your comments:
"Svanur. For the most part I share your thoughts on IQ tests, but disagree that they can ever be used to compare races intellectually, even when subjected to the strictest scientific scrutiny.
1) Assume that a respected institution decides to compare IQs of say Icelanders and Somalis. Say they find that there is a significant difference and that all the usual factors have been adjusted for. In my opinion the difference would still only prove that the test was biased, as expected."
I disagree with you here. There is always some error in tests that bring in poeple's cognitive skills and if results in this hypothetical test that you mention would only show a minimal difference, although statistically significant, it has to be interpreted very carefully and only to the extend to which that particular test measures. If it is an adjusted test, then it is not biased, unless you find out that it wasn't really adjusted well enough. Your statement of "the difference would still only prove that the test was biased, as expected" is contradictory to the prerquisite of an adjusted test you gave. If one finds results hard to belief from a study of high methodological standards then one has to try to repeat the study with even higher standards (e.g. larger study group) and by different testers. One does not say bluntly that the outcome is false unless there are apparent important flaws in the design and / or execution of the study. This is what science is about. It is about getting objective results, not the results that one wish for.
"2) Why publicize such results when all they do is give credence to racism, besides being wrong."
Again, intelligence does not insure that a person is a good person or is of value for society. It is sort of a measurement of one's abilitiy to analyze and express the brain's ability to compute and figure out all sorts of complexities. When scientifically done, IQ tests have both intrinsic and extrinsic accuracy and precision. They are weighed and measured against certain standards to ensure certain level of reliability. Results from wide range of testing from large groups are not easy to interpret correctly and certainly half baked reports in the narrow space that media gives to such results is not likely to get it right and explain the important details that can be included. Like I said before, it is then an ethical question wether you use any results for good or bad things. Superstition, religious dogmas, envy, exaggerated nationalsim, eletism and other ideas that foster privilege to self and hatred towards others are likely to make bad use of IQ tests just as anything else so satisfy their own purposes.
Svanur Sigurbjörnsson, 27.10.2007 kl. 12:22
Sæll Bragi Þór
Ég var ekki að "opna á" að "rasismi væri barasta orð, hugtak".
Það er ekkert "barasta" við orð eða hugtak. Það er mjög mikilvægt að þau séu notuð á þann máta af ekki hljótist af misskilningur og umræðan missi marks. Það eru því miður mjög margir sem virðast ekki gera sér þetta fyllilega ljóst og leyfa sér að afbaka viðteknar merkingar orða til þess eins að þjóna eigin tilfinningum.
Þannig hefur hugtakið rasismi verið notað t.d. til þess að ásaka fólk um illan tilgang með gagnrýni. Þetta er vel þekkt í USA og er kallað "to play the racial card". Þannig getur það já orðið að kúgunartæki eins og þú kemur inná.
Íraninn, húmanistinn og fyrrum músliminn Maryam Namazie benti réttilega á í fyrirlestri hér í september s.l. að gagnrýni á pólitískt Íslam (Islamista) á ekkert skylt við rasisma. Gagnrýnin beinist að skoðuninni, ekki hvaðan þetta fólk kom eða hvers lita húð þeirra er. Í raun er rasismi það þegar fólki er mismunað, misvirt, svipt frelsi eða beitt ofbeldi vegna ástæðna sem gefa engar siðferðislegar ástæður til slíks. Handtaka og frelsissvipting á þjófi og ofbeldismanni er nauðsynleg til verndunar og kallast því framfylgd réttlætis en sama meðferð á manni sem er bara öðru vísi á litinn eða borðar annan mat, er sú tegund órættlætis sem kallast rasismi.
Svanur Sigurbjörnsson, 27.10.2007 kl. 12:43
Sæll Bjarni
Ég er sammála skrifum þín og tek undir að pólitísk rétthugsun er varasöm. Þetta hugtak hefur þó ekki mikið notagildi í mínum huga.
Ég hnaut um eftirfarandi hjá þér:
"Ég tel engann öðrum ,,fremri" og lít á alla sem sköpunarverk Herrans. Það þýðir ekki, að fjölbreytileiki sköpunarverksins er mikið og margbreytilegt."
Þú varst nýbúinnn að tala um erfðir og vísindalega hluti sem þú tekur alvarlega en talar svo allt í einu um "sköpunarverk Herrans". Er til trúað fólk sem telur suma sköpunarverk Herrans en aðra ekki? Þar sem ég hef ekki séð neitt sem bendir til tilvistar "Herrans" né "sköpunarverks" hefur þetta álit þitt ekkert gildi í mínum huga. Þetta er svona álíka eins og að segja að allir séu jafnir fyrir jólasveininum. Þegar þú talar um "fremri", hvað áttu þá við? Áttu við í siðferðislegum skilningi? Þ.e. að því gefnu að einstaklingarnir hafi ekki fyrirgert rétti sínum til frelsis t.d. með þjófnaði eða ofbeldi, að þá séu allir jafnir, a.m.k. fæddir jafnir? Ef það er meiningin, þá er ég sammála, en ekki af því að einhver "Herra" hafi skapað mennina og jörðina heldur af því að það er skynsamleg afstaða og er líkleg til að leiða til hamingju.
Svanur Sigurbjörnsson, 27.10.2007 kl. 18:33
Hafrún og Ívar. Takk fyrir skrif og ábendingar.
Svanur Sigurbjörnsson, 27.10.2007 kl. 18:35
Kærar þakkir Svanur fyrir að halda úti hér vitsmunalegri umræðu um þetta viðkvæma mál. Vill taka undir með Benedikt sem sagði:
"Greindarpróf segja ekkert um manngildi auk þess sem margir þættir eru mældir og hver og einn er einstakur og ýmsir hæfileikar mælast ekki. En greindarpróf mæla þó Það sem þau mæla."
Ef einn hópur fólks kemur verr út á þessum prófum en annar hópur er það áhugaverð niðurstaða sem þarf að skoða nánar. Þetta er sérstaklega mikilvægt ef um er að ræða eins áhrifamikil próf eins og greindarprófin sem notuð eru til greiningar á ýmsum röskunum. Ég myndi hallast að því að slíkur munur á hópum grafi að einhverju undan réttmæti þessara prófa og því skuli nota þau með varúð. Að vilja kæfa alla umræðu og prófun líkt og Johnny gæti því einungis orðið til þess að halda áfram notkun gallaðra prófa. Það má ekki hætta vísindarannsóknum vegna þess að niðurstöðurnar gæti hugsanlega verið hægt að nota á neikvæðan hátt.
Jón Grétar Sigurjónsson, 28.10.2007 kl. 12:00
Ég er sammála þér Jón Grétar.
Svanur Sigurbjörnsson, 28.10.2007 kl. 13:41
Takk Hafrún fyrir Wikipedia tengilinn um þetta efni. Samkvæmt því er mismunur á milli hópanna, sem kemur líkt út við hverja rannsóknina af annarra. Uppeldi og umhverfisáhrif virðast hafa minnst að segja um þetta. Sofum á því! (Kl. 00:56!).
Ívar Pálsson, 29.10.2007 kl. 00:57
Þessi umræða hér er vissulega skemmtileg og vil ég þakka Ívari fyrir að benda mér á hana. Ég verð samt að segja að umræðan hefur ekki fært mér nein sannindi. Menn geta rætt fram og aftur um gáfnafar kynþátta eða þjóða, en niðurstaðan er alltaf jafn marklaus.
Það sem mér finnst hins vegar áhugavert við fréttina af James Dewey Watson, er sú hlið sem snýr að skoðanafrelsi og frelsi til að tjá þær skoðanir. Sú atlaga sem gerð var að Watson er með öllu ósæmileg, sama hvaða mat hann leggur á rannsóknir á greind manna.
Um þessa hlið málsins fór ég nokkrum orðum á bloggi mínu: Ósæmileg atlaga að miklum vísindamanni
Loftur Altice Þorsteinsson, 29.10.2007 kl. 20:18
Enn einu sinni hefur myndast hér frjó og í aðalatriðum málefnaleg umræða. Ég verð þó að lýsa því að ég er ekki alveg sammála því að blessaður kallinn hann Watson (ein af mínum stóru hetjum vísindanna) hafi ekki gerst sekur um a.m.k. snert af "racisma". Svanur vitnar vitnar í skilgreiningu á "racial discrimination", þ.e. kynþáttamismunun en það er vissulega einungis einn angi racisma. Racisma skulum við kalla hér kynþáttafordóma. Ég held að enginn hafi haldið því fram að Watson hafi stundað kynþáttaMISMUNUN, en fordómar geta það þó engu síður verið.
Watson lýsti áhyggjum sínum á þróun mála í Afríku með svartsýnni spá - enda væru þeir kynþættir (stofnar/þjóðir) sem þar byggju með lægri greindarvísitölu. Það var alveg ljóst þegar viðtalið er lesið að ástæðan að baki þessu lága greindavísitöluskori lá í erfðafræðilegum mun kynþáttanna. Af hverju kalla ég þetta fordóma? Ég geri það þar sem ég held að enginn fræðimaður á þessu sviði telji að mælanlegur munur á svipgerð(phenotype) þeirri er við köllum greind sé erfðfræðilega á milli mismunandi stofna fólks. Með þessu er ég ekki að segja að enginn erfðafræðilegur munur sé milli stofna "homo sapiens" sem þróast hafa við ólíkar aðstæður. Munurinn er augljós í sumum þáttum (t.d. húðlit, tíðni ýmsissa sjúkdómsgena, t.d. sigðfrumublóðleysi og margt fleira). En alltof of oft hafa menn gefið sér muninn á milli hópa vegna fordóma og verið tilbúnir til að álykta án nægra vísindalegra gagna. Þetta held ég að hafi gerst hjá Watson. Jafngóður vísindamaður og hann þarf að geta bakkað upp fullyrðingar sínar - sérstaklega þegar þær snerta jafn mikilvægar og umdeildar yfirlýsingar og komu fram í þessu viðtali. Það er deginum ljósara að Watson kallinn hefur ekki getað bakkað upp sínar fullyrðingar um erfðafræðilegan mun á gáfnafari - og því miður verð ég að álykta að hann rétt eins og svo margrir aðrir hafi orðið uppvís að því að gefa sér mun á milli svartra og hvítra sem ekki er studdur fræðilegum rökum, sem sagt fordómar.
Ekki skal sagt hvort hann hafi átt að taka pokann sinn- enn ég er ekki sammála því að vegna sinnar miklu fræðgðar eigi hann hljóta sérmeferðar - líkt og Loftur virðist telja. Ég er ekki heldur að segja aðhann megi ekki ræða viðkvæmál eins og t.d. hvort gáfnafar sé mismunandi milli Íslendinga og Zúlú-manna. En ég geri kröfu til þess, og alveg sérstaka kröfu af virtum vísindamanni að hann fari varlega í fullyrðingar án þess að getað bakkað þær upp með vísindalegum rökum. Það fylgir vandi vegsemd hverri - nóbelsverðlaun er vissulega vegsemd mikil. Ég held að Watson hafi þarna misstigið ansi illa. Ég er þess þó fullviss að þetta muni ekki verða hans bautasteinn heldur miklu frekar hans vísindaafrek.
Magnús Karl Magnússon, 29.10.2007 kl. 22:37
Athyglisvert. Ef það er raunin að Watson hafi oftúlkað einhverjar rannsóknir og talið lífsafkomu Afríkubúa verri vegna óáreiðanlegra heimilda um mögulega minna gáfnafar þeirra en hvítra, þá er ég alveg sammála Magnúsi Karli. Ég hef ekki kynnt mér orð Watsons sjálfur, þannig að ég set á þetta þann fyrirvara.
Fyrir mér er það deginum ljósara að það er ekki skortur á gáfum sem stendur mörgum ríkjum Afríku fyrir þrifum. Vandamálið felst í viðhaldi hindurvitna, spilltra stjórnkerfa, stríðandi flokka trúarbragða og þjóðernishyggju, lömuðu mennta- og heilbrigðiskerfi og gróðahyggju fólks sem vill nýta sér ódýrt vinnuafl og þrældóm annarra. Þá mun það taka langan tíma að rísa upp hugarfars- og efnahagslega úr klóm fyrrum nýlenduvelda sem hugsuðu mest um eigin hag. Afríka getur risið upp en baráttan verður löng og ströng. Það er í raun örstutt síðan við Íslendingar vorum fákunnandi bændur í moldarkofum. Friðurinn var okkar forsenda fyrir framförum og hið sama þarf að gerast í Afríku.
Svanur Sigurbjörnsson, 30.10.2007 kl. 01:56
Í ljósi athugasemdanna hér að ofan, þá gæti langvinnur atgervisflótti (e. brain drain) dregið niður hópa á hverju svæði fyrir sig. Afríkubúar sunnan Sahara koma mjög illa út í þessum greindarrannsóknum, en blökkufólk þaðan kemur betur út í inntökuprófum í bandaríska háskóla heldur en infætt bandarískt blökkufólk sem sækir um. Langvarandi ófriður og atvinnuleysi fælir hæfileikafólk í burtu til langframa. Ef mennta- og athafnafólk skilar sér síðan ekki á svæðið eru miklar líkur á því að ástandið haldi áfram. Hefur raunin ekki verið sú þar í rúma öld? Annars er þetta orðin félagsleg eða söguleg pæling sem er að fjarlægjast grunninn. Þó helst þetta kannski í hendur.
Ívar Pálsson, 30.10.2007 kl. 10:28
Þess gætir nokkuð í þessari umræðu, að fólk er dómhart um aðra og ekki tilbúið að láta það njóta skoðana- og málfrelsis. Þannig koma eftirfarandi ummæli frá Magnúsi Karli, sem mér finnst full af hroka:
Hvaðan kemur fólki heimild til að setja sig á svona háan hest ? Annars viðhorfs gætir hjá Sigurði Viktori, svo dæmi sé tekið:
Þetta er viðhorf, sem ég get tekið undir, en langar að sundurliða viðhorf mín, í fljótheitum:
Ég vil undirstrika sérstaklega, það sem ég nefni í 3.lið. Samfélög verða að hafa mikið þol gagnvart almennri umræðu, því að hún er undirstaða fræða og vísinda. Hin sértæka umræða, um einstaklinga og einkahagi þeirra er af hinu illa, því að hún endurspeglar lægstu hvatir ummælenda og er samfélögum einungis til ógagns, fyrir utan að leika grátt þá sem "verða fyrir barðinu á skinhelgis-skötunni".
Loftur Altice Þorsteinsson, 30.10.2007 kl. 13:57
Sæll Loftur Altice
Þú vitnar í þau orð Magnúsar Karls að hann geri kröfu um að virtur vísindamaður fari varlega í yfirlýsingar sem hann bakkar ekki upp með vísindalegum rökum. Svo gerist þú stórorður um þessa afstöðu Magnúsar og segir hana fulla af hroka og að hann setji sig á háan hest.
Magnús Karl er læknir með sérfræðiþekkingu og hefur mikla þjálfun og reynslu af rannsóknastarfi í hæsta gæðaflokki. Það þarf þó ekki alla reynslu hans til að gagnrýna á þennan máta. Hvaða raunvísindafræðingur með B.S., M.S. eða Ph.D. gráðu á að geta greint mun á vel framkvæmdri og illa framkvæmdri rannsókn, vel studdum og illa studdum staðhæfingum, eftir að hafa kynnt sér viðeigandi gögn. Magnús Karl er því að tala út frá menntun sinni og þekkingu og á fullan rétt á því að lýsa sínu áliti. Það er ekki líklegt til að vera sagt í fljótfærni, síst þegar meta á orð virts vísindamanns eins og Watsons. Nóbelsverðlaun eru ekki trygging fyrir eilífum óskeikulleika. Þekkt er dæmið um lífefnafræðinginn og Nóbelsverðlaunahafann Paul Linus sem á efri árum fékk tröllatrú á C-vítamíni og sagði það geta læknað öll kvef. Það reyndist rangt og vantaði alltaf tryggar rannsóknir til sönnunar.
Um orð Sigurðar má segja að þó að tjáningarfrelsi gefi mönnum óbeint leyfi til að hafa rangar skoðanir þá tekur það ekki ábyrgðina frá þeim sem tjáir sig. Orð geta skemmt og um það þarf að dæma hverju sinni hvort að þau séu þess eðlis að það þurfi að reka fólk úr vinnu. Lygar geta valdið stórskaða og geta leitt til þess að það þurfi að refsa með sektum eða fangelsun.
Ef Watson hafði rangt fyrir sér út frá vísindalegum forsendum og var ekki að nota túlkun sína til þess að minnka eða óvirða, heldur til að benda á vandamál í fullri einlægni, þá vil ég ekki kalla það rasisma. Í því tilviki er frekar um að ræða vísindaleg mistök og yfirsjón að tala um óáreiðanlegar niðurstöður opinberlega. Hins vegar eru þessar skoðanir viðkvæmar mörgum og í þeirra augum gætu þær túlkast sem fordómar. Í orðabók Merriam-Websters er orðið "prejudgice" (fordómar) skilgreint sem:
(1) : preconceived judgment or opinion (2) : an adverse opinion or leaning formed without just grounds or before sufficient knowledge b : an instance of such judgment or opinion c : an irrational attitude of hostility directed against an individual, a group, a race, or their supposed characteristics
Það er tekið fram að það sé "adverse opinion", þ.e. slæmt álit sem gefið er án nægilegrar athugunar. Maður getur því gerst sekur um fordóma ef maður hefur rangt fyrir sér um eitthvað fólk án þess að ætla sér að meiða það. Ég sé ekki að í skilgreiningunni felist skilyrði um ásetning. Skilgreining (2)c sýnist mér vera hreinlega rasismi þegar fordómarnir og óvildin beinist að ákveðnum kynþætti.
Auðvitað á fólk með sérþarfir eða ákveðnar takmarkanir að njóta umburðarlyndis en það afsakar ekki ábyrgðarleysi eða illan tilgang. Hér er ég ekki að tala um Watson.
"Hafa venjulegir lúðar rétt til að troða á mannorði hans?" Ég spyr á móti, hefur þú rétt á því að kalla fólk "venjulega lúða" sem dirfist að gagnrýna Watson málefnalegan máta líkt og Magnús Karl gerði? Hér gilda rökin, ekki hversu langa runu af viðurkenningum menn hafa. Nafnaköll þín hér eru óviðeigandi.
"Dómur" eða álit á fólki mun alltaf ráðast af því hversu skírt það hugsar og siðferði orða og gerða þess. Hvort að eitthvað sé "aðdróttun" ræðst af innihaldinu og rökunum, ekki hvort að það sé verið að gagnrýna fræga aðila eða ekki.
Þú talar svo um mikið "þol gagnvart almennri umræðu" en sýnir umræðu Magnúsar Karls svo mjög lítið þol og ferð óviðeigandi sterkum orðum um hans persónu og afstöðu. Ég er alls ekki sammála þér í því að umræða um einstaklinga og einkahagi þeirra sé af hinu illa. Auðvitað kemur manni ekki við það sem venjubundið er að kalla einkahagi en einstaklingar ekki síður en samtök fólks verða að geta tekið gagnrýni og taka ábyrgð á sínum orðum. Annars skil ég ekki hvers vegna þú nefnir þetta í samhengi við þessa umræðu um rasisma og orð Watsons. Ég biðst forláts ef ég er að misskilja skrif þín en ásakanir þínar í garð afstöðu Magnúsar Karls finnast mér algerlega óviðeigandi eins og ég hef rökstutt.
Svanur Sigurbjörnsson, 30.10.2007 kl. 20:09
Sæll vertu Svanur og beztu þakkir fyrir hlý orð í minn garð. Já það er rétt, að ég þóttist greina hroka í orðum Magnúsar þegar hann sagði:
Hvaðan kemur Magnúsi heimild til að gera kröfur á hendur þeim sem láta frá sér skoðanir ? Að segja "ég geri kröfu" lyktar langar leiðir af stórbokka-hætti. Hvernig geta lesendur vitað, að "Magnús Karl er læknir með sérfræðiþekkingu og hefur mikla þjálfun og reynslu af rannsóknastarfi í hæsta gæðaflokki", ef hann lætur þess hvergi getið og nafnið sjálft gæti verið dulnefni ? Ertu ekki annars Svanur að gefa í skyn, að Magnús hafi heimild til að gera kröfu, vegna þess að hann er það sem hann er ? Lyktar það ekki smávegis ?
Það hefur komið fram að ég er fylgjandi miklu frelsi manna til að tjá viðhorf sín, tilgátur og fullyrðingar. Þetta tjáningarfrelsi á þó heldst að nota, til skoðanaskipta um málefni. Umfjöllun um einstaklinga, án þess að þeir hafi möguleika til að hreyfa mótmælum, er í flestum tilvikum persónu-níð. Skoðanaskipti um málefni eru þarfleg, en yfirlýsingar um viðfangsefni geta verið margskonar. Ásamt öðru, geta menn til dæmis tjáð: viðhorf, tilgátur, fullyrðingar og staðreyndir. Það skiptir máli hvort menn nálgast viðfangsefnið af hæfilegri auðmýkt, ekki satt ?
Ef við ætlum að greina það sem James Dewey Watson hafði að segja um greindarfar negra, samanborið við greindarfar albía, verðum við að vita hvað hann sagði. Hvar skal þá byrja ? Þetta er 80 ára maður og hefur vafalaust margt sagt. Er nokkur ástæða til að elta ólar við munnleg ummæli, sem hugsanlega eru rétt, en gætu líka verið röng eða tekin úr samhengi ? Féttatilkynningar í dagblöðum eru til dæmis hæpnar heimildir.
Ég legg því til, að við skoðum rituð ummæli, þótt þar geti einnig slæðst inn villur. Hvað með að líta í nýjustu bók Watsons "Avoid Boring People: And Other Lessons from a Life in Science", en þar er að finna eftir farandi ummæli:
Er ekki þarna verið að tala um þróunarkenninguna ? Hvorki negrar né albíar eru nefndir á nafn. Fyrir flestum eru þarna á ferðinni staðreyndir. Ef einhver er annarar skoðunar, ætti hann að rökstyðja mál sitt, en ekki gefa yfirlýsingar um að hann geri kröfur til Watsons. Með öðrum orðum, fjalla um viðfangsefnið á málefnalegan hátt.Þú segir Svanur:
Ég hef tilhneygingu til að taka undir þessa yfirlýsingu þína. Hvað Watson varðar, þá er hann orðinn fullorðinn, nær 80 ára. Auk þeirra sundurliðuðu viðhorfa, sem ég greindi frá í fyrra innleggi, tel ég að Watson falli undir skilyrði þitt um fólk sem á að njóta umburðarlyndis. Að hrekja fullorðinn mann úr starfi er ljótur leikur og ekki að neinu leyti til sóma. Enginn hefur heimild til að gera kröfu um slíkt, jafnvel þótt hann sé læknir með sérfræðiþekkingu og hafi mikla þjálfun og reynslu af rannsóknastarfi í hæsta gæðaflokki.
Þú gerir Svanur athugasemd við, að í fyrra innleggi nota ég hugtakið "venjulegir lúðar". Orðið "lúði" er af sama uppruna og "loðinn". Það merkir til dæmis "loðið gras" og ég nota það í staðinn fyrir mann, með loðið og ósnyrt höfuð. Ég sé ekki betur en ég geti staðið við eftirfarandi málsgrein:
Þú virðist ætla að ég eigi við Magnús, þegar ég nota hugtakið "venjulegir lúðar". Þú þekkir manninn Svanur og þín nafnaköll eru á þína ábyrgð. Magnús var mér ekki ofarlega í huga þá, fremur en nú. Ég tel ekki líklegt, að hann hafi nokkur efni til að gera kröfur á hendur mönnum eins og Watson.
Varmar kveðjur
Loftur Altice Þorsteinsson, 31.10.2007 kl. 12:43
Sæll Loftur Altice
Það er rétt og eðlilegt að allir, ekki bara Magnús Karl, eða aðrir í vísinda- og / eða heilbrigðisstörfum, geri kröfur og sé ófeimið við það. Birgir Baldursson tónlistarmaður gerir vísindalegar kröfur t.d. Þessar kröfur vernda okkur frá því að kukl eða slæleg vinnubrögð nái fótfestu í rannsóknum sem styrktar eru af opinberu fé. Hvorki Birgir Baldursson né ég vilja að skattfé okkar sé varið í bull. Ég skil ekki hversu viðkvæmur þú ert fyrir kröfugerð Magnúsar en hann talar þannig að hann hafi metið það sem Watson sagði út frá vísindalegri skoðun.
Það lá ekki nákvæmlega fyrir um hvern þú værir að tala þegar þú segir "venjulegir lúðar" en þar sem þú varst að gagnrýna Magnús Karl í sama svari fannst mér réttara að gagnrýna þann möguleika. Að auki finnst mér þessi notkun niðrandi um samferðafólk þitt og óviðeigandi. Hvað sem þú segir um skilning þinn á orðinu þá er orðið "lúði" almennt skilið sem manneskja sem er á einhvern hátt illa gefinn eða hegðar sér óskynsamlega, sem sagt niðrandi ummæli. Í íslenskri orðabók Edduútg. segir að lúði sé "heimskur og leiðinlegur maður". Með það í huga ættir þú að skrifa, ekki hvernig þín sérstaka túlkun er á því. Vinsamlegast farðu ekki að ásaka mig um nafnaköll í þessu samhengi. Ég geri þær kröfur til þín að taka algerlega ábyrgð á þínum eigin skrifum. Vonandi telurðu það ekki hrokafullt.
Bestu kveðjur
Svanur Sigurbjörnsson, 31.10.2007 kl. 17:07
Sælir Svanur og Loftur
Þakka þér fyrir Svanur að svara fyrir mig, hef raunar litlu við það að bæta, og tek undir orð þín. Tel þó rétt að árétta rétt minn til að gera eigin mínar kröfur þegar ég legg sjálfstætt mat á fullyrðingar annarra. Mér þykir það raunar svo sjálfsagt mál að gera kröfur til raka þegar ég legg mat rökfærslur annarra að ég bjóst satt að segja ekki við að þurfa að rökstyðja það. Aukinheldur vil ég árétta að ég geri svo sannarlega meiri vitsmunarlegar og rökfærslulegar kröfur til vísindamanna (sérstaklega af þeim kaliber sem Watson er). Þetta geri ég af virðingu fyrir vísindunum en ekki af vanvirðingu gagnvart Watson eða öðrum virtum vísindamönnum. Að Loftur skuli túlka það sem hroka er mér meinalaust (enda geri ég ekki sérlega miklar kröfur til Lofts og hans skrifa eftir að hafa lesið hans fyrri skrif).
Ég ætla líka að láta fljóta með brot úr þessu viðtali við Watson, þannig að þið öll getið lagt ykkar eigið mat á orð hans. Viðtalið má finna hér ( http://entertainment.timesonline.co.uk/tol/arts_and_entertainment/books/article2630748.ece ) en ummælin umdeildu er eftirfarandi:
He says that he is “inherently gloomy about the prospect of Africa” because “all our social policies are based on the fact that their intelligence is the same as ours – whereas all the testing says not really”, and I know that this “hot potato” is going to be difficult to address. His hope is that everyone is equal, but he counters that “people who have to deal with black employees find this not true”. He says that you should not discriminate on the basis of colour, because “there are many people of colour who are very talented, but don’t promote them when they haven’t succeeded at the lower level”. He writes that “there is no firm reason to anticipate that the intellectual capacities of peoples geographically separated in their evolution should prove to have evolved identically. Our wanting to reserve equal powers of reason as some universal heritage of humanity will not be enough to make it so”.
En að lokum, þá vil ég taka fram að ég hef ekkert á móti því og raunar styð ég það fulls hugar að vísindamenn láti ekki rétttrúnað stýra viðfangsefnum sínum. Einnig styð ég svo sannarlega akademískt frelsi og legg alveg sérstaka áherslu á málfrelsi. En það vita allir vísindamenn að þeir eru dæmdir af orðum sínum. Umdeildar fullyrðingar sem eru vel studdar rökum kann ég vel að meta en á sama tíma þarf að gera miklar kröfur um að umdeildar fullyrðingar séu ekki látnar óskoðaðar og órökstuddar af því að sá sem þeim varpar fram á að baki glæstan feril. Slík viðhorf eru algerlega andstæð vísindalegri hugsun. Ég vona að þessi feilspor Watsons gleymist fljótt og er ekki í nokkrum vafa að hans verður áfram minnst sem einn mestu vísindamönnum 20. aldar.
Kveðja,
MKM
PS: Hvet alla sem vilja lesa leiftrandi og skemmtilega sögu hinna stórmerku uppgötvana Watsons og Cricks að lesa bók Watsons, "The double helix". Hún er kannski ekki sagnfræðilega óumdeild (enda lýst frá sjónarhóli Watsons sjálfs) en kostur hennar er hinn leiftrandi skemmtilegi stíll og hve vel honum tekst að lýsa andagiftinni og spennunni sem einkenndi þeirra vísindauppgötvunum upp úr miðri síðustu öld.
Magnús Karl Magnússon, 31.10.2007 kl. 22:32
Sæll Svanur.
Heldur betur líflegar umræður hérna
Samfélög mannanna um allan heim eru mismunandi á margan hátt og áherslur mismunandi. Það er kannski ekkert skrítið að hvíti maðurinn skori hærra í greindarprófum sem eru hönnuð af honum sjálfum og þá í samræmi við þær áherslur sem eru taldar mælikvarði á greind í hans samfélögum.
Mér finnst Watson umræddur, vera barn síns tíma á margan hátt hvað varðar skoðanir hans sem hafa orðið ástæður skoðanaskipta hér á blogginu. Visindamenn hafa líka skoðanir á mönnum og málefnum og eru ekki alltaf að styðjast við hávísindalegar rannsóknir þegar þeir halda einhverju fram. Watson er trúlega pínulítið snobbaður og er ekki alveg búinn að sleppa takinu á þrælahaldinu og heldur enn í skottið á því að einhverju leiti. Það er ekki svo langt síðan að það þótti bara sjálfsagt að hugsa þannig að svartir menn væru óæðri. Held að það sé ennþá talsvert um það að eldra fólk, menntað og ómenntað haldi enn í þá hugsun að afríkubúar séu villimenn upp til hópa, enda þetta fólk alið upp við þá hugsun að mörgu leiti. Kvikmyndir sem voru gerðar á þeim tíma sem Watson var ungur maður eru sem dæmi ekki hliðhollar svörtum mönnum. Þar eru þeir alltaf undirokaðir af hvíta manninum og gegna gjarnan starfi þjóna og hreingerningafólks svo dæmi séu tekin.
Þetta loðir eitthvað við blessaðan karlinn
Margrét St Hafsteinsdóttir, 1.11.2007 kl. 00:55
Sæl Magnús Karl og Margrét
Já hann dregur trúlega of stórar ályktanir af þessum prófum hann Watson en mér finnst þessi stutta tilvitnun í hann ekki nægileg til að komast að því fyllilega hver hans skoðun er og hvers vegna. Skýring þín Margrét gæti passað ef við erum að meta þetta rétt. Skemmtileg þjóðfélagsleg pæling hjá þér. Já það væri gaman að lesa "The double helix". Nú er ég á kafi í heimsspekibókum sem ég keypti nýlega, aðallega um sögu heimsspekinnar og sögu hugmynda, sem mér finnst alltaf mikilvægara og mikilvægara að kunna skil á. Bestu kveðjur.
Svanur Sigurbjörnsson, 1.11.2007 kl. 08:56
Hef svosem litlu að bæta við áhugaverða umræðu, en vildi bara benda á bókina Guns, Germs and Steel e. Jared Diamond. Sérstaklega holl lesning þeim sem vilja endilega setja samasemmerki á milli menningarlegra og efnahagslegra afreka þjóða og andlegs atgervis kynþátta.
Gummi (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 14:08
Takk fyrir ábendinguna Gummi. Þetta virðist vera mjög áhugaverð bók.
Svanur Sigurbjörnsson, 4.11.2007 kl. 02:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.