Dýrkeypt trú í lögvernduðu umhverfi

Enn þann dag í dag er fólk tilbúið að myrða nágranna sína, fjölskyldu eða sjálfan sig (stundum allt í einu) fyrir trú á bókstaf trúarrita, þvert ofan í þá siðferðisskoðun sem barátta hugsjónafólks gegnum aldirnar fyrir húmanísku siðferði hefur skilað okkur hinum sem "almennri skynsemi".   Þó að þessi almenna skynsemi sem byggir á rökhyggju þyki sjálfsögð, erum við öðru hvoru minnt óþægilega á það að svo hefur ekki alltaf verið og ekki er víst að alltaf verði svo nema að við við verjumst kröftuglega árásum óskynseminnar.

Þessi frétt var á vef Mbl í dag:

Tuttugu og tveggja ára kona frá Shropshire á Englandi lést af barnsförum við Royal Shrewsbury sjúkrahúsið þann 25. október. Konan fæddi tvíbura og missti mikið blóð, hún vildi ekki þiggja blóðgjöf af trúarástæðum, en hún tilheyrð söfnuði votta Jehóva og gátu læknar því ekkert gert til að bjarga henni.

BBC segir frá þessu og hefur eftir Terry Lovejoy, talsmanni safnaðarins í Telford að meðlimir hans fylgi orðum biblíunnar og þiggi ekki blóð, og hann hafi enga ástæðu til að ætla að hún hafi verði á annarri skoðun.

Vottar Jehóva þiggja ekki blóðgjafir þar sem þeir trúa því að Guð hafi í Biblíunni bannað slíkt og að það jafngildi synd að þiggja blóð.

Tvíburarnir nýfæddu eru viðgóða heilsu og eru í umsjá föður síns.

Það er kaldhæðnislegt að eftirnafn talsmannsins sé "Lovejoy" því hegðun safnaðarins er nær því að vera "Killjoy".  Auðvitað er ekki ásetningur hér að deyða en útkoman er því miður hin sama.  Það að þiggja ekki blóð til lífsbjargar er sjálfsdráp af völdum eigin "upplýsts" aðgerðarleysis.  

Upplýsingin er þó vandamálið.  Þ.e. upplýsingin sem konan var alin upp í innan einangrunar trúarsafnaðarins, ekki hin faglega upplýsing fæðingarlæknisins.  Konan vissi að hún myndi deyja fengi hún ekki blóð en trúði því í einlægni og algerri sannfæringu að henni biði himnavist og að börnin hennar og maður væru hólpin leiðrétting "að hún verði eins og í svefni fram að upprisunni miklu" ef hún fylgdi bókstaflega túlkun Votta Jehóva á ritningunni.  Trú hennar telur það verra að þiggja blóðgjöf en að deyja af völdum blóðtaps.  Verra en að deyja af óþörfu frá nýfæddu barni (börnum).  Hún má fá alls kyns lyf og jafnvel gerviblóð (sem ekki eru til nógu góð til að koma í staðinn) í æð, en blóð annarrar manneskju er höfuðsynd gegn orði ritningarinnar.  Þannig lítur út fyrir að Vottar Jehóva telji blóð annarar manneskju valda einhverju hræðilegu í augum guðs sé það sett í æðar annarrar manneskju.  Samt ættu þeir að vita að fullt af fólki utan þeirra safnaðar hefur þegið blóð og ekkert hræðilegt hefur komið fyrir það.  Þetta fólk hefur notið hamingju og átt tækifæri til að ala upp börn sín og skila starfi fyrir þjóðfélagið.  Nei, þetta skiptir ekki nægilega miklu máli í hugum Votta Jehóva.  Ritningin gildir.  Hvað skyldi það vera í ritningunni sem fær þá til að komast þessari niðurstöðu? 

NT Postulasagan 15:28 - Í bréfi postula og öldunga til bræðra í Antíokkíu stendur

"...(28) Það er ályktun heilags and og vor að leggja ekki frekari byrðar á yður en þetta, sem nauðsynlegt er, (29) að þér haldið yður frá kjöti fórnuði skurðgoðum, blóði, kjöti af köfnuðum dýrum og saurlifnaði.  Ef þér varist þetta, gjörið þér vel, Verið sælir"

GT Þriðja Mósesbók - Leviticus.  Kafli 17: "Heilagleikalögin - Fórnir og neysla blóðs", setn 11-14

"... (13) Því að líf líkamans er í blóðinu og ég hefi gefið yður það á altarið til þess að með því sé friðþægt fyrir fyrir yður, því að blóðið friðþægir með lífinu. (12) Fyrir því hefi ég sagt við Ísraelsmenn:

"Enginn maður meðal yðar skal blóðs neyta, né heldur skal nokkur útlendingur, er býr meðal yðar, neyta blóðs" (13) Og hver sá Ísraelsmanna og þeirra manna útlendra, er meðal yðar búa, sem veiðir villidýr eða fugl ætan, hann skal hella niður blóðinu og hylja það moldu. (14) Því að svo er um líf alls hold, að saman fer blóð og líf, og fyrir því hefi ég sagt við Ísraelsmenn: "Þér skuluð ekki neyta blóðs úr nokkru holdi, því að líf sérhvers holds, það er blóð þess.  Hver sá er þess neytir, skal upprættur verða" [breiðletrun mín]

Af þessum ritningarorðum draga Vottar Jehóva þá furðulegu ályktun að ekki megi þiggja blóðgjöf.  Óttinn við að ritninguna megi túlka sem ísetningu blóðs í æðar líkamans þó að það sé augljóslega aðeins verið að tala um át á blóði, er skynseminni sterkari.  Vottar vilja greinilega ekki hætta á að verða "upprættir".  Kannski byggist þetta á "...því að líf sérhvers holds, það er blóð þess." þannig að þeir telji að með blóðgjöf sé einhver að láta frá líf sitt og því megi ekki þiggja það.  Allt er þetta grátlega órökrétt og óskynsamlegt í ljósi nútíma þekkingu og ákaflega óábyrgt að taka þennan aldna texta bókstaflega.

Vottar Jehóva reyna í öllum löndum að fá skurðlækna til að samþykkja að gera á þeim aðgerðir og lofa að gefa þeim ekki blóð.  Viðtökur hafa verið misjafnar og það oltið nokkuð á skoðun hvers skurðlæknis fyrir sig.   Hins vegar leyfa lög landsins ekki að líf barns undir lögaldri fái að fjara út í blóðleysi og er forræði foreldra dæmt af þeim ef þurfa þykir í slíkum tilvikum.  Það hefur gerst hér.  Til þess að styðja við eigin trúarkreddu hafa Vottar Jehóva bent mikið á hætturnar af blóðgjöfum og benda á að osmótískt virkir innrennslisvökvar geti komið í staðinn.  Það gildir þó ekki um lífshættulegt blóðleysi því að eins rauðu blóðkornin flytja súrefni til vefja líkamans.

Ímyndum okkur ef stjórnmálaflokkur eða almennt áhugamannafélag boðaði þá skoðun að ekki mætti gefa sýklalyf því það dræpi saklausa gerla og væri óásættanlegt ígrip í náttúrulegt ferli.  Við vitum að afleyðingin yrði sú að fólk dræpist í hrönnum úr lungnabólgu og þvagfærasýkingum.  Hver yrðu viðbrögð við slíkum stjórnmálaflokki? 

Að vísu þarf ekki að ímynda sér þetta því til er fólk í kuklgeiranum (m.a. sumir hómeopatar) sem mælir mót ónæmissetningum vegna snefilmagns af kvikasilfri í sumum bóluefnum og óstaðfestri tilgátu um að viss bóluefni valdi einhverfu.  Ef þessi ótti réði ríkjum fengjum við brátt faraldur mænusóttar, heilahimnubólgu og barnaveiki með þúsundum örkumla eða dauðum börnum í kjölfarið.  Allt þetta þykir okkur fáránlegt en þegar sama fáránleika er haldið fram af trúarsöfnuði, er það allt í einu mun ásættanlegra og trúarskoðanirnar fá sérstaka verndun þjóðfélagsins.  Söfnuður Votta Jehóva er skráð trúfélag hérlendis en samt stendur í lögum um skráningu trúfélaga frá árinu 2000 eftirfarandi:

I. kafli. Almenn ákvæði um trúfélög.
1. gr. Trúfrelsi.
Rétt eiga menn á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Eigi má þó fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði og allsherjarreglu. Á sama hátt eiga menn rétt á að stofna félög um hvers konar kenningar og lífsskoðanir, þ.m.t. um trúleysi. [breiðletrun í 1.gr. er mín]

Hvers vegna eru þessi lög ekki virt og eftir þeim farið?  Er trú Votta Jehóva um skaðsemi blóðgjafar ekki "gagnstæð góðu siðferði"?  Ef okkur þykir það e.t.v. ekki nóg til að neita þeim um skráningu, hvað þá með eftirfarandi í trú þeirra (heimild):

  1. Heaven is only for select Jehovah's Witnesses
  2. Heaven is limited only to 144.000 Jehovah's Witnesses
  3. Jehovah's Witnesses are the only true Christians
  4. There is no life after death (except for the 144.000 selected ones)
  5. You are discouraged from attending college
  6. The "first resurrection" occurred in 1918
  7. All pastors are the "Antichrist"
  8. All churches are of Satan
  9. All governments are controlled by Satan
  10. You cannot take a blood transfusion
  11. You cannot be a police officer
  12. You cannot salute the flag, stand for the national anthem, or own a flag
  13. You cannot buy girl Scout cookies
  14. You cannot marry a non-Jehovah's Witness
  15. If one does not follow the rules of the Watchtower they will be shunned
  16. You cannot read Christian literature from a Christian book store
  17. You cannot be a cheerleader
  18. You cannot celebrate any holidays (Christmas, Easter, etc )
  19. You cannot celebrate your birthday
  20. You cannot run for or hold a political office
  21. You cannot vote in any political campaign
  22. You cannot serve on a jury
  23. You are discouraged from giving to charity (except Watchtower causes)
  24. You cannot speak to former members who are shunned (disfellowshipped)
  25. You cannot accept Christmas gifts
  26. Only Jehovah's Witnesses can understand the Bible
  27. Angels direct the Watchtower organization
  28. You must report your witnessing activity to the elders
  29. You must go from door to door weekly to gain converts
  30. You cannot have friends who are not Jehovah's Witnesses
  31. You must refer to all Jehovah's Witnesses as "brother" or "sister"
  32. You cannot play chess*
  33. You cannot understand the Bible without Watchtower literature to explain it
  34. A child abuser is reported to Watchtower elders and not the police
  35. You must forgo vacations to attend annual conventions
  36. You are discouraged from buying a two door car-A "Theocratic" or "spiritually strong" Jehovah's Witness will have a full size car for the door to door work
  37. Men cannot wear beards
  38. Men must wear short hair
  39. Women cannot pray in the presence of men without a hat
  40. You cannot have a tattoo
  41. You forbidden to use any tobacco products
  42. Only officially approved sexual practices are allowed in marriage
  43. You must appear before a Judicial committee if you are caught breaking Watchtower rules (Secret files are kept on all members which record these meetings-these files are kept in New York and are never destroyed)
  44. You must not own wind-chimes (they are for chasing away evil spirits)*
  45. You cannot read any anti-Jehovah's Witness material
  46. You cannot use pet foods made with blood or blood products
  47. You cannot join any clubs or sports teams
  48. You cannot wear jade jewelry*
  49. If you see another Jehovah's Witness breaking the rules you must turn them in to the elders to be interrogated
  50. Women must submit to Watchtower elders
  51. You cannot support your country
  52. One must study Watchtower books at least six months before he can be baptized
  53. Before baptism, one must answer over questions in front of a panel of elders
  54. Most of The Book of Revelation applies to the Jehovah's Witnesses
  55. You cannot celebrate Mothers or Fathers day (it may produce pride)
  56. JWs are are forbidden to say "good luck"
  57. God only speaks through the "Governing Body" in Brooklyn, New York
  58. The Holy Spirit is only for select Jehovah's Witnesses
  59. The Lord's supper is only to be eaten by select Jehovah's Witnesses ( , group-  % of Jehovah's Witnesses are forbidden from taking the Lord's supper)
  60. The Lord's supper can only be offered once per year
  61. JWs in times of crisis, are strongly discouraged from consulting with family counselors, including mental health professionals who are not Jehovah's Witnesses
  62. Only faithful Jehovah's Witnesses will survive Armageddon
  63. If you have a non-Witness spouse your first loyalty is to the elders over your spouse
  64. Judgment day is 1000 years long
  65. If you leave Jehovah's Witnesses or are expelled from the organization you will not be resurrected
  66. Only Jehovah's Witness prayers are heard by God
  67. God will destroy all non-Jehovah's Witnesses at armageddon
  68. You forbidden to say "God bless you" when someone sneezes
  69. You cannot participate in a school play
  70. You cannot donate blood or your organs when you die
  71. You can never question what is printed in Watchtower literature
  72. You are forbidden to attend a funeral of an ex-Jehovah's Witness

Þetta er löng upptalning en alls ekki tæmandi um trú og samfélagsreglur Votta Jehóva.  (Afsakið leti mína að þýða ekki textann).  Ef til vill eru þær ekki allar í gildi hjá söfnuðnum hér eða eitthvað slakað á sumum þeirra en ég hef ekki ástæðu til að hald að þeir syndgi hér stórt gegn sínum uppruna. 

Ég breiðletraði það sem mér fannst standa út úr sem andstætt almennu siðferði.  Flestar þessar reglur miða að því að einangra safnaðarmeðliminn bæði félagslega og hugarfarslega.  Bannað er að lesa gagnrýni á trú þeirra og fólk sem yfirgefur trú þeirra er hrakið burt og útilokað, útskúfað og vanvirt.  Þannig tekst þessum fornaldarsöfnuði að læsa fólk inni í hugarfari einangrunar og útilokunar.  Það má ekki efast og það má ekki taka þátt í félagsstarfi, íþróttum eða stjórnmálum hins almenna þjóðfélags.  Allt eru þetta reglur sem viðhalda fáfræði og fordómum um þjóðfélagið í kringum þá og halda meðlimum þeirra í söfnuðnum vegna ótta við alls kyns útskúfun og reiði ímyndaðs guðs.

Þetta eru þó skráð trúarbrögð þrátt fyrir 1. ákvæði laganna þar sem segir að trúfélög megi ekki fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði og allsherjarreglu.  Vantar kannski viðmiðið hér?  Hvað er hið góða siðferði og allsherjarregla?  Það hlýtur að endurspeglast í þeim mannréttindareglum sem við viljum kenna okkur við, t.d. reglur SÞ.  Er einangrun og útskúfun í samræmi við þau mannréttindi?

Hvers vegna hafa trúarbrögð sérréttindi til þess að brjóta á mannréttindum og góðu siðferði?  Er e.t.v. kominn tími til að fara að lögum í landinu?  Hversu langt má trúfrelsi ná?

Frekari fróðleik og tilvitnanir um Votta Jehova má m.a. finna á Wikipediunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

"Konan vissi að hún myndi deyja fengi hún ekki blóð en trúði því í einlægni og algerri sannfæringu að henni biði himnavist og að börnin hennar og maður væru hólpin ef hún fylgdi bókstaflega túlkun Votta Jehóva á ritningunni. "

vottar jehóvah trúa ekki á himnavist, hvorki paradís né helvíti. Þeir trúa því að þegar þeir deyja þá séu þeir einsog í svefni frammað upprisunni miklu, konan sem þáði ekki blóðgjöf hefur alls ekki talið að sín biði himnavist! Þessir 144.000 sem munu starfa á himnum eru sérlega útvalinn hópur (samkvæmt reiknikúnst vottanna), en venjulegir vottar (sem eru uþb 7 milljónir á heimsvísu) trúa enganvegin að þeir séu í þeim hópi, nema örfáir háaldraðir sem enn lifa. Þannig að þessi grein þín er full af rangfærslum. Hvernig væri að sýna öðrum trúarbrögðum smávegis virðingu (jafnvel þó að þú fyrirlítir þau en ég geri ráð fyrir að þú myndir ekki vilja sjá svona bull-lista um þinn húmanisma?) í stað þess að leggja svona blekkingar á borð? What goes around comes around...

halkatla, 6.11.2007 kl. 09:34

2 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk fyrir þessa leiðréttingu Anna Karen.  Það var ekki ætlun mín að ljúga uppá trú Votta Jehova og skal ég leiðrétta þetta.  Ég biðst afsökunar á þessu.  Þetta breytir þó ekki afstöðu minni til þessa atviks eða trúarbragða Votta Jehova.  Það er ekki skárri trú að trúa á "svefn framað upprisunni miklu".  Ég ber enga virðingu fyrir trúarreglum sem valda því að fólk kýs að deyja frekar en að þiggja lækningu eða einangra sig frá þjóðfélaginu til þess eins að viðhalda fáránlegum hugmyndum þeim er lýst er í blogginu. 

Svanur Sigurbjörnsson, 6.11.2007 kl. 09:46

3 Smámynd: Daði Einarsson

Anna, ertu að segja að þær reglur sem eru taldar upp í pistlinum séu rangar? Þar segir að 144.000 komist til himna. Eins og ég skil þennan ágæta pistil er verið að benda á allt sem er í reglum vottana sem er gegn almennu siðferði á Íslandi og væri þar með gegn lögum um trúfélög.  Ef listinn er rangur hvernig væri þá að koma með "réttan" lista eða benda á hvar hann er að finna.

Daði Einarsson, 6.11.2007 kl. 09:49

4 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Anna Karen - Þú segir að greinin sé "full af rangfærslum".  Þú bentir samt bara á eina.  Vinsamlegast bentu mér á allar hinar.

Svanur Sigurbjörnsson, 6.11.2007 kl. 09:56

5 Smámynd: halkatla

ok á listanum, nr 4, nr 39, nr 50, nr 11, nr 29 og 30 og 34... amk, en ég nennti ekki að fara í allsherjar yfirholl

það er mjög erfitt að koma með nýjan lista, amk fyrir mig sem þekki aðeins lítillega til. Meirihlutinn af atriðunum á listanum á við rök að styðjast en eru kannski ekki alveg svona svört og hvít og harkaleg einsog þetta er sett upp.  

Vottar trúa ekki á himnaríki einsog ég sagði, þeir halda að þegar upprisan og dómurinn er búinn muni réttlátir lifa á jörðinni í milljónatali (líka þeir réttlátu sem dóu í gamla daga) og þessi 144.þús munu mynda "himnaríkisstjórn" með Jesú. Vottarnir fara um og boða Guðs ríki einsog Jesú fyrirskipaði í Biblíunni og bíða spennt eftir Armageddon svo að allir spádómarnir um Guðs ríki geti ræst. Þá verða dýrin og mennirnir meiraðsegja vinir. Þetta var svona mjög fljótleg yfirferð um þetta málefni og vonandi einhverjum að gagni

en Svanur, það sem gerði mig dáldið pissed fyrir utan þetta með himnaríkistrú konunnar var að þú líkir þessu við morð bókstafstrúarmanna og gefur í skyn að þessi hegðun ætti ekki að vera lögvernduð, þó að mér finnist þetta mjög sorglegt (ábyggilega jafn sorglegt og þér að hún hafi valið að deyja frá börnunum) þá er kannski ekki alveg réttmætt né sanngjarnt að líkja svona friðsömum og löghlýðnum hópi fólks við bókstafstrúarmorðingja eða að vonast eftir (einsog þú gefur í skyn) að lögum verði komið yfir hugmyndir þeirra.

Og þegar upp er staðið þá hafa (mörg) þúsund sinnum fleiri dáið af völdum blóðgjafar heldur en vottar sem hafa valið að taka ekki við blóðgjöf og dáið. Hvað með það fólk? Eru þeir sem gáfu t.d börnum eitrað blóð ekki alveg stórhættulegt fólk og þetta stórhættuleg vísindi? Bara pæling... 

halkatla, 6.11.2007 kl. 10:15

6 Smámynd: Víðir Ragnarsson

Mjög góð grein og niðurlagið: "Hvers vegna hafa trúarbrögð sérréttindi til þess að brjóta á mannréttindum og góðu siðferði?" er réttmæt og athyglisverð hugleiðing. Ég kem ekki auga á óvirðingu gagnvart trúarbrögðum í þessum pistli.

En að skattyrðast um hvort einhvert safnaðarfólk trúi á svefngöngu eða himnavist er frekar orðhengilsháttur en rökræður og í besta falli aðeins til þess að beina sjónum frá aðalatriðinu sem er hugsanakúgun og andlegt ofbeldi hjá viðkomandi trúarsöfnuði. Fólk má trúa á svefngöngu og himnavist eða skrúðgöngu og félagsvist mín vegna en mannréttindabrot og ofbeldi eru hins vegar alvarlegt mál, hvort sem um er að ræða klúbbmeðlimi votta eða aðra.

Víðir Ragnarsson, 6.11.2007 kl. 10:24

7 Smámynd: halkatla

"að skattyrðast um hvort einhvert safnaðarfólk trúi á svefngöngu eða himnavist er frekar orðhengilsháttur en rökræður "

þessu beinir Víðir ábyggilega til mín en ég verð bara að taka fyrir allar tilraunir til þess að hafa verið að rökræða, ég var að leiðrétta - það er ekki til í dæminu að Svanur vilji ekki láta leiðrétta sig því það eru bara fífl sem halda statt og stöðugt fram því sem er ekki rétt ef þeir vita betur og einhver verður að leiðrétta til þess að það geti orðið. Það er enginn að rökræða neitt´þó að maður geri það! Ég vil láta leiðrétta mig, bara svo það sé á hreinu.

halkatla, 6.11.2007 kl. 10:35

8 identicon

Þetta lið og annað ofurtrúarpakk er náttúrulega ekkert annað en týndi hlekkurinn á milli manns og apa sem hefur hlotið sérréttindi vegna trúar á súperkarla, það er algerlega óásættanlegt að steiktir trúanöttar nái að troða bulli frá ímynduðum súperkörlum fram fyrir lög og reglur raunveruleikans.
Þetta steikta lið er alltaf að færa sig upp á skaftið, sjáið múslíma í mörgum löndum í kringum okkur, virðast fá algerlega sérmeðferð hjá dómstólum og alles, stórhættulegt fordæmi sem mun á endanum verða okkur mjög dýrkeypt ef svo fer sem horfir.
Það er löngu kominn tími á að lækka rostann hjá öllum þeim sem eiga ímyndaða ósýnilega vini, þeir hafa gert meira en nóg af rugli í gegnum tíðina

DoctorE (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 10:43

9 Smámynd: Daði Einarsson

Þó að nokkrar af þessum reglum séu ekki alveg réttar þá er lykilatriðið að vottarnir stunda kúgun á sínu fólki sem er klárlega í ætt við bókstafsöfgatrú og hvernig költ starfa. Trúarhópar sem ganga gegn grundvallarmannréttindum síns fólks á ekki að viðurkenna sem trúfélög. Ég held að allir geti verið sammála um það.

Daði Einarsson, 6.11.2007 kl. 10:54

10 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Ég hef eina spurningu til þín Svanur: Get ég sem sjúklingur neitað að þiggja eitthvert eitt  ákveðið lyf? Jafnvel þó það sé grundvöllur þess að meðferð sem ég hef gengist undir takist?

Kristjana Bjarnadóttir, 6.11.2007 kl. 12:10

11 Smámynd: halkatla

þó að ég þekki votta jehóva bara að góðu, bæði sem manneskjur og trúarsöfnuð, þá verð ég að viðurkenna að ég hef sömu tilfinningu fyrir mörgum þessum reglum einsog þið. Ég gæti aldrei viðurkennt ýmislegt í þeirra afstöðu, en að það eigi að banna söfnuðum að móta sínar eigin reglur er kannski viðkvæmt, Biblían er margtúlkuð bók og fullorðið fólk verður að fá að ráða því sjálft hvort það lætur kúga sig eða ekki. Sumt sem t.d vottarnir eru gagnrýndir fyrir er í rauninni ekki neitt alvarlegt, einsog hvort þeir haldi jól eða ekki, trúi á himnaríki eða ekki, osfrv... það skiptir engu máli og tengist mannréttindum og ofbeldi ekki á nokkurn einasta hátt.
Fáir hafa sett útá afstöðu þeirra í helförinni, en þá létu þeir frekar taka sig af lífi heldur en að lofsama Hitler. Eitt lítið "Hitler er frábær" og þeir hefðu lifað. Þeir líta svipað á þessi blóðgjafarmál í dag. Og við megum ekki gleyma því að við erum öll heilaþvegin. Að halda að bara vegna þess að þú (eða ég) trúir ekki eða tilheyrir ekki trúfélagi sért þá ekki heilaþveginn er ábyggilega stærsta blekking sem fólk getur gefið sig á vald.

halkatla, 6.11.2007 kl. 12:19

12 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk Anna Karen aftur

Þessi atriði sem þú nefnir af listanum snúa að reglum gagnvart konum (39,50), vinum (30), trúboð (29) og hvert tilkynna eigi misnotkun barna (34).   Vonandi ertu þá að meina að þetta sé í betra horfi hér.  Trúlega er misjafnt eftir löndum og söfnuðum hversu strangt er farið eftir vissum reglum.  

Listinn er kannski harkalegur því að hann sameinar öll þessi bönn á einn stað og tekur ekki tillit til staðbundins breytileika.  Einnig er það bara talsvert harkalegt það sem trúin boðar.   Líklegt er að einhverjar ásættanlegar góðar reglur séu einnig í trú þeirra en þær eru ekki sýndar. 

Ég er ekki að líkja þessu við morði hryðjuverkamanna.  Þar misskilur þú skrif mín.  Konan aðhafðist ekki, þ.e. neitaði lífsbjargandi meðferð þannig að hún dó.  Hryðjuverk beinast að því að drepa aðra og stundum sjálfan sig í leiðinni.  Ásetningur konunnar var ekki að drepa sig né aðra með því að þiggja ekki blóð en hryðjuverkamaður ætlar að drepa með ásetningi.   Höfnun konunar á blóðgjöf veldur hins vegar dauða hennar við þessar aðstæður og það er á hennar ábyrgð.  Eftir standa eiginmaður og tvíburar sem þurftu hennar sárlega við.  Bókstafstrú hennar og Votta Jehova olli því að hún neitaði sér um björgun.  Hún er bókstafstrúar eins og trúaður hryðjuverkamaður en ekki á sama máta.

Líking þín við hætturnar af blóðgjöf og fjölda þeirra sem hafa skaðast af þeim er algerlega óviðeigandi.   Blóð er gefið þegar veruleg heilsufarsleg ógnun stafar af bráðu eða langvinnu blóðleysi sem hefur náð talsverðu marki (t.d. blóðrauði undir 70-80) og veldur alvarlegum einkennum.  Það er of langt mál að fara út í mögulegar hættur af blóðgjöf en hættan af því að þiggja ekki blóðið er meiri í þeim tilvikum sem mælt er með henni.  Blóðgjafir af ýmsum orsökum til ýmissa aðila eru miklu algengari en þær aðstæður að Vottur Jehovi neiti bjargandi blóðgjöf, þannig að þú getur ekki borið saman þessa hluti.  Að auki skiptir sú tíðni ekki máli.  Gagnrýnin beinist að eðli málsins ekki algengi þess.  Viljir þú skoða hvort að það megi gagnrýna aðrar aðstæður þar sem blóðgjöf er talin nauðsynleg er það allt annar hlutur og þarf að fá sína sérstöku umfjöllun.   Bk - Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 6.11.2007 kl. 15:11

13 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk Víðir

Óvirðing mín beinist að þessum ákveðnu trúarskoðunum og þeirri hegðun sem af þeim leiða, ekki manneskjunum í heild sinni.   Persónulegar lífsskoðanir eru hluti af persónu fólks þannig að þessi gagnrýni verður alltaf persónuleg og því meira eftir því sem sviðið sem gagnrýnt er, er stærri hluti af lífi fólks.  Tilgangurinn er ekki að sýna manneskjunni (í þessu tilviki Vottur Jehóva) vanvirðingu og maður reynir að setja efnið fram málefnalega og án oftúlkunar eða nafnakalla.  Þannig reynir maður að nálgast fólkið í stað þess að láta það afskiptalaust og það finnst mér þjóna uppbyggilegum tilgangi og sýna því virðingu.

Þannig var hárrétt hjá Önnu Karen að leiðrétta rangfærslu mína um trú Votta Jehova um það hvað gerist eftir dauðann þó það sé rétt hjá þér að það breytti ekki eðli gagnrýni minnar.  Sannleikan skyldi alltaf í heiðri hafa.  Takk - Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 6.11.2007 kl. 15:27

14 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Kristjana

Já þér er almennt ekki skylt að þiggja neina meðferð, en á því eru þó undantekningar.

Manneskja sem er komin undir "læknishendur" og lætur í ljós að hún ætli að skaða sig eða taka líf sitt (á þann máta að sannfærandi sé) verður að lúta því ef læknirinn vill leggja hana inn á geðdeild og viðhafa gát á henni þar.   Samkvæmt lögum getur læknir svipt sjúkling sjálfræði í 48 klst (frekar en 24 klst minnir mig) án sérstaks dómsúrskurðar til þess að koma viðkomandi í öryggi og forða frá alvarlegum sjálfsskaða eða sjálfsmorði.   Það er því almennt alltaf talið dómgreindarleysi að stytta sig lífi þannig að þessi aðgerð er talin nauðsynleg og heimil fyrir lögum. 

Í raun var þessi 22 ára Vottur Jehova að stytta líf sitt af aðgerðarleysi í ljósi lífshættu þó að ásetningurinn væri ekki að drepa sig.  Þetta er furðuleg staða enda runnin undan furðulegri trú.  Mér finnst að læknum ætti að vera heimilt að neyða konuna til að fá blóð.  Það er ekki hægt að bjóða læknum og hjúkrunarfræðingum að horfa uppá konu láta sér blæða til dauða án aðgerða.  Slíkt er ekki látið líðast gagnvart öðrum ástæðum og ég sé ekki að trúarástæður eigi að meðhöndla sérstaklega.  Hvort að blóðgjöfin (lífgjöfin) valdi henni og söfnuði hennar svo mikilli óhamingju að hún geti ekki brosað framan í börninn sín eða eiginmann framar, verður að vera á þeirra ábyrgð. 

Svanur Sigurbjörnsson, 6.11.2007 kl. 15:43

15 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sorry - "stytta sig aldri" átti þetta að vera hér í færslu 15

Svanur Sigurbjörnsson, 6.11.2007 kl. 15:46

16 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Ég vil taka það fram að þegar ég tala um að trúarsöfnuður sem "fremja hluti gagnstætt góðu siðferði og allsherjarreglu" eigi ekki að fá skráningu hjá ríkinu, þá er ég ekki að tala um að það eigi að banna þá, þó að í einhverjum tilvikum geti slíkt átt við ef um svívirðilega starfsemi er að ræða.  Það að fá ekki skráningu þýðir einfaldlega að ríkið hefur ekki milligöngu með að innheimta sóknargjöld (um 830 kr/mán) og því myndi slíkt trúfélag ekki fá neina aðstoð frá ríkinu.  

Almenn lög geta síðan stemmt stigu við misrétti eða mannréttindabrotum sem trúfélög eða annars konar félög geta valdið.  Hvort að hreinlega eigi að banna ákveðin félög er aftur annar handleggur.   T.d. virðast "Hells Angels" ekki vera bannaðir en á þeim er höfð veruleg gát.

Svanur Sigurbjörnsson, 6.11.2007 kl. 15:55

17 identicon

Takk fyrir frábæran pistil.

Nú grátbið ég... http://mbl.is/mm/mogginn/adsent/?cats=adsendar ...eða bara það dagblað sem hentar þér best! Þarf þó að vera fjöllesið.

Hef stundum velt því fyrir mér hvernig vottum gengur að vinna á sjúkrahúsum, og þá sérstaklega læknum.  

María (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 16:38

18 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Mér finnst að læknar eigi að hafa valdið til að velja um blóðgjöf eða ekki blóðgjöf, vegna þess fólks sem þeir annast og eru að hjálpa.  Mér finnst þetta mál löggjafans og ákvörðun um blóðgjöf eigi ekki að vera á valdi öfgatrúaðra þegar líf liggur við.

Bloggaði sjálf við þessa frétt og vil að valdið varðandi blóðgjöf verði alfarið skrifað á lækna en ekki einhverja guðhrædda bókstafstrúarmenn.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 6.11.2007 kl. 18:55

19 identicon

Já...

Ég get eiginlega ekki kvittað undir þessa tillögu þína, Margrét. Svanur minntist líka eitthvað á þetta, að neyða konuna til að þiggja blóðið. Ég veit nú ekki hvers konar mannréttindi það væru, að fá ekki að hafna meðferð af trúarástæðum (hversu heimskulegar þær ástæður eru eða geta hljómað í okkar eyrum).  Á ég að sjálfsögðu við sjálfráða manneskju.

Allt tal um vald lækna eða löggjafa um meðferð með valdi gegn vilja sjúklings (sjálfráða, ef það var ekki á hreinu) í trúarlegum tilfellum hringir háværum viðvörunarbjöllum í mínu höfði. 

María (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 20:14

20 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Fyrirgefðu María, ég skil ekki af hverju "trúarleg tilfelli" eiga að vera rök sjúklings fyrir höfnun á meðferð. Ég get fallist á rétt sjúklings til að hafna meðferð en ekki af trúarlegum ástæðum öðrum fremur.

Ef um er að ræða meðferð sem óumdeilanlega bjargar lífi sjúklings (til langframa og líkur á að sjúklingur nái fullri heilsu) og sjúklingur hafnar meðferð, er þá ekki hægt að skilgreina það sem "tilraun til að taka eigið líf"? Er þá ekki komin röksemd fyrir þeim undantekningum sem Svanur fjallar um í ath nr 15?

Ég hefði haldið að í mörgum tilvikum falli blóðgjöf undir meðferð sem bjargar lífi sjúklings.

Kristjana Bjarnadóttir, 6.11.2007 kl. 21:04

21 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Ég tek undir spurningu Kristjönu til þín María.

Vandinn með trúarbrögðin er sá að þau hafa skapað sér órökstudda helgun og sérréttindi umfram aðrar lífsskoðanir.  Ef að einhver vill drepa sig í nafni guðs er það tekið gilt en ekki ef það er vegna annarra ástæðna.  Viðvörunarbjöllur þínar María eru arfleifð þess sem þú lærðir af trúarlegu umhverfi þínu á uppvaxtarárunum, þ.e. að ekki megi gagnrýna eða hreyfa við því sem fólki er trúarlega heilagt.  Ég hvet til þess að þessir múrar trúarbragða séu brotnir niður og trúað fólk verði að svara fyrir og taka fulla ábyrgð á orðu sínum og gerðum eins og aðrir.

Það gerist trúlega í hverri viku (eða þar um bil) að það þurfi að svipta fullorðið fólk sjálfræði og setja á sjálfsmorðsgát innan geðheilbrigðiskerfisins.  Nokkuð margir íslendingar eiga slíku lífi sínu að þakka.  Oftast bráir af fólkinu innan 48 klst og ekki þarf að fara fram á dóm til frekari sjálfræðissviptingar.  Góður hluti þessa fólks fær geðlyf (virka meðferð) gegn vilja sínum til þess að róa það niður eða minnka ranghugmyndir, aðsóknarkennd, oflæti (maníu) eða sturlun.   Það er erfitt fyrir sumt fólk að skilja þetta því það hefur aldrei komið nálægt svona aðstæðum og hætt er við að einblínt sé á valdbeitinguna í stað þess að meta fyllilega vandann og þá erfiðu valkosti sem eru fyrir hendi. 

Svanur Sigurbjörnsson, 6.11.2007 kl. 22:00

22 identicon

Svanur.

 

Það má lesa úr þessu að þér þætti svo sem ekkert vera að því að setja þá
sem tilheyra votta jehóva söfnuði á geðlyf. Mér finnst sviptingar á
sjálfræði geðveiks fólks koma vottum, og þeirra ákvörðun um að þiggja ekki
blóð undir hvaða kringumstæðum sem er, ekkert við.  Þið skellið þessu fram
eins og allir vottar séu í sjálfsvígshug. Að þiggja ekki meðferð jafngildir
ekki sjálfsmorði! Það geta legið margar ástæður að baki, m.a. trúarlegar,
sem mér finnst að fólk eigi að virða. Upp að vissu marki, að sjálfsögðu.
Einhvern veginn virðist þú fá út að ég einblíni á óréttlæti valdbeitingu
og telur mig skilningslausa gagnvart meðferð geðsjúkra. Kannski vegna þess
að ég vil ekki setja votta undir sama hatt og geðsjúka?

 

Ég mun ekki þröngva blóði upp á sjúkling sem neitar því af trúarlegum
ástæðum, og ég þakka fyrir að það er ekki í lögum. Þú minnist á
þakklæta einhverra Íslendinga vegna meðferðar sem þeir hlutu gegn vilja
sínum, (vegna geðsjúkdóma, ekki trúarskoðana) en ég leyfi mér að efast um
að nokkur heilbrigðisstarfsmaður sem gæfi votta blóð án samþykkis fengi
þakkir fyrir slíka lífsgjöf. Ég myndi telja slíkt vera alvarlegt brot á
skoðanafrelsi og mannréttindum einstaklings.

 

Gagnrýni á trúarbrögð og það fólk sem stendur fyrir þeim finnst mér
mikilvæg. Að því leyti fannst mér þessi grein mjög góð.  Umræðan er líka nauðsynleg. En að banna fólki að lifa eftir sínum
trúarbrögðum og að neyða fólk til að brjóta reglur trúar sinnar er ekki mín
hugmynd um boðskap lífsskoðana- og trúarfrelsis. Ég vona að þið snúið ekki
út úr orðum mínum - ég á að sjálfsögðu ekki við hryðjuverkamenn sem deyja
og drepa í nafni trúar og ég á ekki við votta sem neita börnum sínum um
blóð. Það eru mörk, en þau sem þið viljið setja eru ekki réttlætanleg, að
mínu mati.



 

Einu sinni enn. Það að þiggja ekki blóð af trúarlegum ástæður er ekki
sjálfsmorð!

María (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 23:04

23 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

http://www.youtube.com/profile_videos?user=patcondell

...segir allt!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.11.2007 kl. 23:07

24 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Marga steypuna hef ég lesið í trúardogmanu og þarf varla annað en að opna eitthvað rit til að ofbjóða skynsemi minni, en þetta doctrine Vottanna er það hrikalegasta rugl, sem ég hef séð og stórhættulegt og andfélagslegt að auki. Fullt af fordæmingu og flokkadráttum og hindurvitnum, sem láta ýmsa heiðna siði blikna.

Er fólk virkilega svo hrikalega steikt í hausnum að taka þetta trúanlega?  Málefnalegast finnst mér að fólki er meinað að efast um það sem stendur í bleðlinum þeirra "Varðturninn".   Ef nýnasistar eru bannaðir á grunni andfélagslegs áróðurs, þá ætti þetta enn frekar að vera bannað.

 Hvernig er það með Hippocratesaeiðinn ykkar....nær skynsemishyggja vísindasamfélagsins ekki að yfirstíga svona vitleysu?  Er þetta ekki komið út fyrir trúfrelsi?  Er leyfilegt að fylgja trúarcöltum, sem hafa sjálsvíg og barnsmorð á stefnuskrá sinni, beint eða óbeint? Hversu óbeint þarf þetta að vera tiol að það líðist?  Víst hefur fólk val um líf sitt, en læknar taka nú samt af okkur tóbak og áfengi á sjúkrastofnunum og bera ekki undir mann hvort lyf eða önnur meðferð samræmist hugarórum okkar.  Er ekki eitt markmið, sem á að vera virð lýði, þegar komið er inn fyrir þröskuld sjúkrahúsa: Að bjarga lífi án tillits til hugmyndafræðilegra og afstæðra óraka?

Jón Steinar Ragnarsson, 7.11.2007 kl. 00:25

25 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Tek alveg undir hugleiðingar Jóns Steinars hér á undan. Mér finnst bara að læknar og allur heilbrigðisgeirinn eigi að fordæma þetta athæfi vottanna út í ystu æsar og hafna þeirra rökum, sem eru ekkert annað en bull. Að geta neitað  deyjandi ástvini sínum um blóðgjöf sakir einhverrar ritningar í mörg þúsund ára riti og komast upp með það, er glæpsamlegt og ég fer ekkert ofan af þeirri skoðun minni.

Amen. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 7.11.2007 kl. 01:06

26 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Boðin og bönnin hjá vottunum eru líka bara fyndin ef út í það er farið þegar maður les upptalninguna í pistilinum hjá þér Svanur Er fólk virkilega svona steikt?

Amen amen. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 7.11.2007 kl. 01:10

27 identicon

Á Íslandi er ekki hægt að "neita deyjandi ástvini sínum um blóðgjöf". Fyrirmæli verða að koma frá manneskjunni sem um ræðir. Læknar og hjúkrunarfræðingar reyna sjálfsagt allir að hafa áhrif á ákvörðun þessara einstaklinga, kannski tekst þeim það í sumum tilfellum. Ef ekki, þá er það mál vottans.

María (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 01:36

28 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl María

Ég talaði ekki um sjálfsmorð því það gefur til kynna ásetning sem þetta er ekki.  Hins vegar veit konan að hún deyr ef hún þiggur ekki blóðið eða að talsverðar líkur séu á því, þannig að höfnun hennar á blóðgjöfinni veldur því að hún hefur meðvitað orsakað eigin dauða.   Hún kýs að deyja frekar en að fá blóðgjöf.  Hún hafði val. 

Ég væri ekki að tala um að gefa henni meðferðina gegn hennar vilja nema af því að afleiðingin er svo alvarleg af höfnun hennar.  Undir venjulegum kringumstæðum neyðir maður ekki fólk að "brjóta reglur trúar sinnar" en það geta skapast aðstæður þar sem það er skárri kosturinn af tveimur slæmum. 

Varðandi geðveiki.  Konan er ekki geðveik en haldin lífshættulegri ranghugmynd um að það sé verra að fá blóð en að deyja blæðandi og gera börnin sín móðurlaus.  Á geðdeildum hér er fólk svipt sjálfræði segist það ákveðið í að drepa sig, sama hvort viðkomandi hefur greiningu uppá geðsjúkdóm eða ekki, hvort viðkomandi virðist í óhæfu vitrænu ástandi eða virðist einfaldlega lítið meira en reiður og leiður á lífinu og hugsa að flestu leyti rökrétt.  Fólki er ekki leyft að drepa sig undir umsjá heilbrigðisstarfsfólks.  Sama finnst mér að eigi að gilda um lífshættulegar ákvarðanir trúaðs fólks.  Það ætti ekki að fá að stuðla að dauða sínum með hindurvitnum sínum þegar það er undir umsjón heilbrigðiskerfisins. 

Nei enginn læknir færi að gefa Votta blóð nema hafa til þess lagalega heimild að ganga gegn trúarkreddu hans.  Það væri aldrei gert nema að allt starfsfólkið væri að fara að lögum. 

Ef við tækjum þessar ranghugmyndir aðeins lengra sérðu að þetta gengur ekki.  T.d. ímyndum okkur ef upp kæmu trúarbrögð sem neituðu notkun öndunarvélar og svæfingar því það tæki heilastarfsemina frá hugsuninni um guð og manneskja þeirrar trúar leitaði á spítala vegna innvortis sjúkdóms (t.d. sýktrar gallblöðru) sem yrði að lækna með aðgerð ellegar dauði hlytist af.  Færi einhver skurðlæknir að skera upp manneskjuna vakandi eða án aðstoðar öndunarvélar?  Hvað myndir þú gera í slíku tilviki María ef þú værir læknirinn og manneskjan væri komin til þín í leit að aðstoð en neitaði svæfingu og öndunarvél, þ.e. gerði aðgerðina ómögulega eða í raun stórhættulega, svona líkt og að skera upp manneskju á útlagðri hurð eins og gert var í gamla daga með mjög misjöfnum árangri.  Hvað ef manneskjan teldi einnig að sýklalyf væru eitur og neitaði viðtöku þeirra þrátt fyrir banvæna sýkingu?  

Ef að þessar hugmyndir væru byggðar á þekktu trúarkerfi myndir þú gera hvað þú gætir án þess að neyða neitt uppá sjúklinginn en ef þetta væri Magnús Skarphéðinsson sem segði að hann hefði heyrt álfa segja sér að haga sér svona myndir þú binda hann niður og skera? eða hvað? 

Svanur Sigurbjörnsson, 7.11.2007 kl. 01:39

29 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk fyrir þennan hlekk Anna.  Ég vissi ekki af þessum Pat Condell.

Það er fullt af myndböndum eftir hann þarna en það sem fjallar um það hvort trúarbrögð eigi að njóta einhverrar sérstakrar virðingar finnst mér við hæfi í þessari umræðu.  

það bætast alltaf fleiri í hópinn sem eru tilbúnir að tala opinskátt gegn hindurvitnum og það er mjög ánægjulegt. 

Svanur Sigurbjörnsson, 7.11.2007 kl. 10:49

30 identicon

<p>flott grein .. alveg ótrúlegt hvernig Vottar velja að haga sínu lífi.. maður þekkir nokkur dæmi um þetta sérstaklega þá með börn sem fá ekki að halda upp á afmælin sín, jólin og annað og ekki heldur að fara í afmæli annarra barna (í grunnskóla).</p><p>Einnig veit ég um móður sem setti 18 ára syni sínum þau afarskilyrði (bæði íslensk) að ef hann ætlaði að hafa samband við mömmu sína skyldi hann gerast Votti eins og hún eða sleppa því og heyra aldrei í móður sinni framar..</p><p> Og fleira og fleira.. </p><p>Frekar mikið spes allt saman og ég get ekki séð nokkurn jákvæðan punkt við þessa trú.</p>

Sigrún Erla (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 19:46

31 identicon

Þar sem þú tókst undir spurningu Kristjönu til mín gerði ég ráð fyrir að þú værir líka að tala um sjálfsvíg.  

Með því að gefa læknum lagalega heimild til að hafa vit fyrir og vald yfir sjálfráða fólki sem tekur upplýstar ákvarðanir (já, upplýstar!) sem byggja á heilugustu reglum trúarsafnaðar síns, væri verið að koma í veg fyrir að fólk leiti til heilbrigðisstarfsmanna þegar það, og börn þeirra, þarf sem mest á því að halda. Þá fyrst er hægt að byrja að tala um hættur. Hver yrði ávinningurinn? Vottar sem deyja heima, en heilbrigðisstarfsfólkið sefur þó vært. Á meðan trúarlegar ákvarðanir votta hafa aðeins bein líkamleg áhrif á þá sjálfa en ekki aðra, eiga læknar ekki að hafa neina heimild til að gefa þeim blóð gegn þeirra trúarreglum og vilja. 

Það er vafasamt að segja að konan hafi verið haldin lífshættulegri ranghugmynd um að það sé verra að fá blóð en að deyja blæðandi. Konan hafði trú á því að það væri verra að fá blóð en að deyja blæðandi. Trú og vísindi eru tveir mjög ólíkir og ósambærilegir hlutir. Það er óþarfi að blanda þessu saman í þessu samhengi.

Hugmyndir byggðar á þekktu trúarkerfi og ranghugmyndir Magnúsar um að hafa heyrt í álfum? Versti samanburður þinn í þessari athugasemd.

María (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 19:58

32 Smámynd: Benna

Hérna Svanur hvað þá með fólk sem er með krabbamein sem  neitar lyfjameðferð þó að læknar telji miklar líkur á bata? Á líka að koma lögum yfir það fólk og láta læknum í té algert vald yfir sjúklingum sínum?

Benna, 7.11.2007 kl. 22:35

33 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk fyrir innleggið Sigrún Erla

María - ábyrgðin verður að liggja endanlega hjá Vottanum hvað þessar trúarskoðanir varðar.   Ákvörðun umræddrar konu hafði ekki bara áhrif á líf hennar sjálfrar.  Nýfæddir tvíburar misstu móður sína af óþörfu og eiginmaðurinn missti hana líka.  Makamissir hefur mikil áhrif á líf fólks.  Ég efast um að vottar myndu deyja heima því þeir myndu alltaf reyna að leita aðstoðar læknis til að lækna sig t.d. með því að stöðva blæðingu eða skera sig upp við hættulegum sjúkdómum eða leita fæðingarhjálpar.  Þeir myndu reyna að fá sína eigin lækna til að aðstoða sig eða semja við ákveðna lækna eins og þeir hafa nú þegar gert.  Það hefur komið fyrir erlendis að skurðlæknar hafi gefið þeim blóð án þess að þeir vissu í svæfingu aðgerðar.  Þetta vilja þeir ekki og reyna því að gera sérstaka samninga við lækna til að gulltryggja dauða frekar en blóðgjöf. 

Ég tala um þessa trúarhugmynd sem ranghugmynd þar sem hún er ekki byggð á efnislegum rökum og getur orsakað ónauðsynlegt dauðsfall manneskjunnar.   Þetta er ekki ranghugmynd geðveikrar manneskju (þ.e. ekki út frá sturlun, psycosis) heldur ranghugmynd vegna dómgreindarskorts.  Dómgreindarskorturinn felst í því að oftúlka tiltekin orð 1900 ára gamals trúarrits og setji mikilvægi þeirra fram fyrir lífið sjálft.  Ég viðurkenni ekki trú sem einhvern mælikvarða sem taka ber mark á nema að reglur hennar standist rökfræðilega skoðun og skynsemi.  Ég er því ekki að blanda trú og vísindum saman heldur einfaldlega fara fram á að trúarskoðanir verðið að standast sömu skoðun og aðrar skoðanir ellegar vera virtar að vettugi.  Huliðshjálmur heilagleika hefur enga merkingu því hann byggir ekki á neinu nema þeim hroka að ekki megi gagnrýna trú og að trúarhugmyndir séu öðrum siðferðishugmyndum æðri.

Þú virðist ekki skjilja af hverju ég nefni Magnús og álfa.  Ástæðan er sú að ég vildi benda á álíka fáránlegar hugmyndir utan trúarbragða og spyrja þig hvernig þú myndir taka á þeim.  Þú býður ekki uppá neitt svar þar sem virðist telja að trúarbrögð eigi að njóta sérstakrar meðhöndlunar og virðingar.  Er það rétt túlkað hjá mér?

Benna:  Fólk sem neitar krabbameinsmeðferð þrátt fyrir góðar líkur á bata.  Góð spurning.  Þú átt væntanlega við að horfur séu góðar með lyfjameðferð en slæmar án hennar.  Þú átt væntanlega einnig við að manneskjan hafi ekki neinar góðar ástæður til að hafna meðferðinni eins og önnur slæm veikindi með slæmar horfur, há elli eða eitthvað sem ylli því að hún þyldi illa meðferðina.  Dæmi um þetta gæti verið eistnakrabbamein í 35 ára gömlum karlmanni sem er að öðru leyti hraustur.  Ástæðan fyrir höfnuninni gæti verið trúarleg eða einhver önnur, t.d. viðkomandi ætli að læknast með heilun.  Munurinn á þessari stöðu og Votta Jehóva sem er að blæða út á spítala, er sá að sá krabbameinsveiki er ekki í bráðri lífshættu fyrr en hann væri kominn með mjög útbreiddan sjúkdóm og væri því ekki inniliggjandi á spítala.  Það væri því ekki hægt að segja fyrr en of seint að hann væri með ákvörðun sinni endanlega búinn að fyrirgera lífsmöguleikum sínum og hann væri ekki í umsjón lækna á meðan viðkomandi eyddi tíma sínum í aðra hluti.  Aftur lífshættuleg blæðing hefur mjög takmarkaðan tímaramma og það er ljóst að höfnun á lífsnauðsynlegri blóðgjöf yrði manneskjunni til aldurtila innan nokkurra mínútna og þá undir umsjón læknisins.  Sama er að segja um fólk sem af hugarfarslegri vanlíðan ætlar að stytta sér aldur.  Ef að það er statt hjá lækninum leyfa lögin að svipta það sjálfræði í 48 klst.  Það er alltaf erfitt að gera þetta en ég þurft að beita þessu í mínum læknisstörfum og hefur sýnst að fólkið hafi verið þakklátt eftirá og kosturinn hafi verið skárri en að láta það fara burt og mögulega drepa sig. 

Kannski er þetta ekki fullnægjandi svar.  Það væri meiriháttar mál að halda krabbameinsveiku fólki vikum saman og gefa lyfjameðferð gegn vilja þess.  Þetta er þó gert við fólk í slæmu þunglyndi eða með geðklofa.  Það veit ekki hvað því er fyrir bestu og skilur e.t.v. ekki afleyðingar þess að drepa sig eða skilur ekki að það hafi möguleika á því að batna.  Sá krabbameinsveiki gæti hugsanlega gert sér grein fyrir báðu en gæti haldið að hann fengi bata með því að borða fæði einhvers kuklara.  Þannig dó fréttakona í Brétlandi fyrir nokkrum árum úr brjóstakrabba.  Það gildir sem sagt almennt að ef einhver ætlar að taka líf sitt á virkan máta, þ.e. skaða sig beint með vopni, lyfi eða öðru sem er beinn verknaður viðkomandi, þá grípur heilbrigðiskerfið inní en ekki ef viðkomandi hafnar meðferð, er sjálfráða og virðist gera sér fulla grein fyrir að eigin dauði gæti hlotist af því.  E.t.v. á þetta að vera svona áfram og í ljósi þess gerðu læknar enska Vottsins rétt í að leyfa henni deyja án blóðgjafar, en reyna allt annað.  Hins vegar er ég farinn að stórefast um að það sé rétt og fólk sem er undir læknishendi í bráðri lífshættu eigi að meðhöndla með öllum tiltækum ráðum sama hver vilji sjúklings sé.  (Hér er ég vitanlega ekki að tala um fólk í hárri elli eða fólk með banvænan sjúkdóm á lokastigum sem hefur óskað fyrirfram að fara t.d. ekki í öndunarvél. )  Þetta eru ekki einföld mál.  Hvað segið þið nú?

Svanur Sigurbjörnsson, 8.11.2007 kl. 00:05

34 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Elmar du Amsterdam

Nei ég held ekki miðað við það sem ég las um þetta.   Kjarninn í þessu virðist vera sá að það eigi ekki að taka við blóðinu því það sé táknmynd lífssins.  Kannski er einnig ótti við að vera "upprættur" eins og nefnt er í ritningunni ef að menn drekki blóð.   Vottar sem þiggja blóð yrðu líka útskúfaðir úr trúarsamfélagi sínu.  Það er þó spurning hvort að þeim yrði ekki fyrirgefið ef að þeir voru neyddir til að þiggja það.  Þannig yrði syndin ekki þeirra heldur "vondu" læknanna.  Mig minnir að ég hafi heyrt dæmi þess.

Svanur Sigurbjörnsson, 8.11.2007 kl. 00:14

35 identicon

Ég hefði átt að feitletra og undirstrika orðið líkamleg í setningunni "Á meðan trúarlegar ákvarðanir votta hafa aðeins bein líkamleg áhrif...". Ég vildi sleppa öllu tali um andleg áhrif.

 Varðandi Magnús og álfaraddirnar. Mér fannst þetta óréttlátt dæmi. Það að heyra skipandi raddir sem enginn annar heyrir er býsna gott dæmi um ranghugmyndir og geðröskun. Það að fylgja misgáfulegum og jafnvel hættulegum reglum trúar sinnar eftir bestu getu er allt annað. Ég vil halda þessu aðskildu. Því þykir mér þessi tvö dæmi vera vart sambærileg og kalla á gjörólíka nálgun.

Þegar fólk er tilbúið til að deyja fyrir trú sína hlýtur hún að hafa gífurlega merkingu fyrir það. Ef fólk hafnar lífsbjörg vegna trúar sinnar hljóta afleiðingar þess að þiggja hana hafa gríðarlega mikil áhrif á líf þess. Sumt fólk byggir líf sitt alfarið á trú sinni - eitthvað sem getur sennilega verið erfitt fyrir trúleysingja eins og okkur að skilja fyllilega. Því finnst mér að það eigi að geta tekið þessar ákvarðanir. Nú snýst þetta allt um mörk. Mér finnst mörkin liggja við líkamleg áhrif á einstaklinginn sjálfan, þ.e. á meðan vottur tekur þessa ákvörðun fyrir sig, engan annan, ætti ekki að aðhafast.

Takk fyrir rökræðurnar, Svanur. Hef eiginlega verið í fullri vinnu við að hugsa um þetta fram og til baka, því eins og þú segir þá er þetta ekki einfalt. Þetta er alls ekki svart og hvítt. Gagnrýnin er mikilvæg, og umræðan greinilega líka. 

María (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 02:33

36 Smámynd: Gunnlaugur Þór Briem

Jón Steinar: &#132;Er fólk virkilega svo hrikalega steikt í hausnum að taka þetta trúanlega?&#147;

Margrét St: &#132;Er fólk virkilega svona steikt?&#147;

Þarft er að muna að mjög margir þeirra sem taka þetta trúanlegt gera það eingöngu vegna þess að þeir alast upp við innrætinguna frá blautu barnsbeini.

Það á reyndar við um flest trúarbrögð, býst ég við, að þau séu oftar fengin í arf en tekin upp að eigin frumkvæði. En áhrifin eru mun sterkari í þeim söfnuðum (til dæmis Vottum Jehóva) sem banna af krafti alla gagnrýni, alla sannleiksleit út fyrir vébönd safnaðarins, allt samneyti við þá sem hafa yfirgefið söfnuðinn --- í stuttu máli, allar boðleiðir sem gætu grafið undan innrætingunni --- að viðlagðri útskúfun ef &#132;brotin&#147; eru ítrekuð. Útskúfun er ekkert grín þegar um er að ræða u.þ.b. allt félagslegt net hins hugdjarfa upprennandi fríþenkjara. Það er hægara sagt en gert að rísa gegn þessum þrýstingi og kanna málið, rækta upp frjókorn efans í jarðvegi sem er vandlega gerður hrjóstrugur fyrir efasemdaræktun, sannfærast á endanum og fá í verðlaun að missa fjölskyldu og æskuvini. Er skrýtið að margir fari auðveldari leiðina, að kæfa bara eigin efa --- jafnvel sannfæringu --- og velja frekar fjölskylduna og vinina?

Ég er þokkalega lítið steiktur, held ég, a.m.k. í þeim skilningi sem Margrét og Jón Steinar meintu það líklega ... en ég treysti mér alls ekki til að fullyrða að ég hefði ratað út, ef ég hefði verið svona markvisst &#132;intellectually chaperoned&#147; (eins og Mark Oppenheimer orðar svipað hirðingjastarf svo gagnort í þessari skandalgrein) frá unga aldri. Þeir sem hafa ratað út verðskulda hrós og virðingu fyrir hugrekki sitt og sjálfstæði --- og þeir hafa yfirleitt ekki átt sjö dagana sæla fyrst á eftir.

Það er auðvelt að hæða og líta niður á þá sem falla fyrir svona bábiljum ... of auðvelt. Meira er varið í að hafa aðstæður þeirra í huga. Þeir báðu fæstir um þetta --- og rötuðu þangað sjaldnast fyrir eigin glópsku.

Gunnlaugur Þór Briem, 8.11.2007 kl. 03:18

37 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk fyrir þessar hugleiðingar Gunnlaugur Þór.   Þær eru mikilvægar. 

Manneskja sem getur ekki varið fyllilega lífsmáta sinn lokar sig gjarnan af og reynir hvað hún getur til að forðast að hlusta á mótrökin og horfa á aðra lifa annars konar lífi.  Þegar loftkastalarnir eru orðnir ansi margir (ónýtar hugmyndir) þarf að halda öllum innan dyra og beita bæði tilfinningalegum og félagslegum þrýstingi til að halda stjórn á þeim lifimáta sem svo mikið var veðjað á.  Mannorðið og persónuleg tilfinning um að hafa áorkað einhverju gæti tapast ef allt reyndist rangt, ef viðkomandi yrði að gefast upp, gefa festu trúararinnar á bátinn og halda út í óvissu sjálfstæðrar hugsunar og einmannaleika utan safnaðar.  Það tók rithöfundinn, tónlistarmannin og fríþenkjarann Dan Barker 2 ár að gera sér grein fyrir því að hann gæti ekki lengur predikað og boðað guðtrú en hann hafði gert það af miklum hita frá unglingsaldri enda kominn af trúuðu fólki.  Sumir vinir hans í kirkjunni réðust harkalega á hann fyrir þetta og það urðu vinslit en aðrir héldu mannvirðingu sinni.  Hann lærði margt um fólkið í kringum sig á þessum breytingartíma sínum.  Fjölskyldan átti erfitt með að sætta sig losun hans við trúnna en náði á endanum áttum sjálf og gerðist húmanistar eins og hann.  Hann rekur nú ásamt Annie Laurie Gaylor eiginkonu sinni samtökin Freedom from religion foundation sem eru stærstu samtök sinnar tegundar í USA. 

Já það er vissara að gæta virðingar en stundum verður að svara fullum fetum og gera það sem þarf að gera til að vernda menntakerfið, heilbrigðiskerfið, siðferðisleg verðmæti, heilsu, líf og limi. 

Svanur Sigurbjörnsson, 8.11.2007 kl. 23:24

38 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gunnlaugur Þór:

Fín athugasemd hjá þér og ég er þér sammála. Þekki vel til trúarbragða og skil þá innrætingu sem á sér stað. Ég skil líka vel að fólk eigi erfitt með að hverfa á braut frá slíkri innrætingu þar sem hún er byggð mikið til á guðsótta.

Ég verð stundum pirruð út í þessi trúmál og lít alls ekki niður á fólk sem er trúað en lít niður á það sem það stendur fyrir oft og tíðum.  Mér finns mjög slæmt þegar börn eru alin upp í miklum guðsótta og ég get alls ekki séð að það geri gagn. Ég sjálf er ekki algjör trúleysingi.

Svanur:

Takk fyrir góðan pistil og líflegar og fræðandi umræður.  Innleggið þitt númer 39 frábært. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 9.11.2007 kl. 16:11

39 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Var að skrifa pistil um bænagönguna ef einhver vill kíkja. Kveðja.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 9.11.2007 kl. 17:50

40 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gunnlaugur, þú afsakar máske hvernig ég tók til orða, en oft skortir manni lýsingarorð þegar skynsemi manns fer í baklás yfir svo absúrd hlutum, sem lesa má í þessu Votta manifestó þarna fyrir ofan.  Í raun telur þetta fólk sig fyrir ofan lög rétt og samfélagsreglur og vil meira að segja halda barnamisnotkun utan arms laganna, svo eitthvað sé nefnt og bannar gagnrýna hugsun á tabloid ritningu sína, skrifaða af yfirmilliliðum þeirra við hið óræða almætti, bannar blóðgjöf út frá ritningastað, sem í raun er að biðja fólk um sleppa blóðmör úr kosthaldinu, með tilheyrandi þjáningu og dauða.  Fyrir mér er þetta surreal lesning og hafði einhvernveginn meiri tiltrú á mannsandanum.  Þetta ætti þó ekki að koma á óvart, ef við skoðum grundvallarkennisetningar hins þó milda kristindóms og þar á meðal er boðað að þeir sú sælir, sem trúi án þess að sjá.  Ekki er það nú gott veganesti fyrir ungviðið að bjóða því að beygja sig hugsunarlaust og möglunarlaust undir hvaða kreddukenningar og bábyljur, sem úr þessum ranni spretta eða úr öðrum kvörnum stjórnsjúkra einstaklinga, sem hafa sjálftekið vald í einhverju dogma.

Varðandi spurninguna um rétt til að hafna geisla eða lyfjameðferð í krabbameinslækningum, finnst mér það ekki nægilega sambærilegt við einfalda blóðgjöf.  Það fer allt eftir mati læknis á ástandi sjúklings og aldri hvað best er og ég held að læknar mæli ekki með slíkri meðferð, ef hún orkar tvímælis á afkomu sjúklingsins.  Þessar meðferðir eru jú þess eðlis að þær geta gert illt verra eða verið beinlínis hættulegar í mörgum tilfellum og gera oft ónæmiskerfi sjúklinga óvirkt, sem hlýtur að vera tvíeggjað.  Það er því ljóst að læknar legga upp kostina við sjúkling eða aðstandendur og ákvörðun um að hafna þessari meðferð, hlýtur í flestum tilfellum að vera ákvörðun beggja aðila að gefnum kostum og göllum. Það er engin leið að sjá hvort höfnun reynist rétt eða röng ákvörðun, þegar upp er staðið en í tilfelli blóðgjafar er sá vafi nánast útilokaður.

Allavega sýnist mér að svo ætti að vera og þætti gaman að heyra álit Svans á því.  Ég þakka þér svo Svanur fyrir skýringarnar á "veraldlegu" tengingunni, sem þú sendir mér í pósti.  Ég náði ekki að þakka fyrir á bloggsíðunni, þar sem athugasemdatíminn var útrunninn.  Svarið fannst mér nokkuð fullnægjandi en veit að þú skilur grunn mið að þessari spurningu, sem var í raun tengdur hættu á tvöfeldni, klofningi og stofnanavæðingu innan hóps húmanista.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2007 kl. 17:41

41 identicon

Sæll Svanur,

Þessi grein er svo stúttfull af vitleysu og hleypidómum gegn Vottum Jehóva og það skín svo í gegn hjá þér viss fyrirleitning gagnvart þeim. Ég er sjálfur í þjóðkirkjunni en tel það ekkert mér til neina málsbóta. Ég á fjóra vini og einn frænda sem eru Vottar þannig hér kemur smá greinarfærsla frá mér.

Ég mundi aldrei skrifa grein um múslima og nota bara internetið til að gera grein um þá án þess að gefa þeim sjéns á að svara fyrir sig og leiðrétta svona lýðskrum!

  1. Heaven is only for select Jehovah&#39;s Witnesses (Rangt!)
  2. Heaven is limited only to 144.000 Jehovah&#39;s Witnesses Rangt!
  3. Jehovah&#39;s Witnesses are the only true Christians RANGT! 
  4. There is no life after death (except for the 144.000 selected ones) Lestu Prédikarann kafla 9 en þar segir að í þeim dánarheimum er engin hugsun, sorg né gleði.
  5. You are discouraged from attending college KOL-RANGT!
  6. The "first resurrection" occurred in 1918 Veit ekki um þetta
  7. All pastors are the "Antichrist" BULL!
  8. All churches are of Satan BULL!
  9. All governments are controlled by Satan Rétt öðruvísi hefði Satan ekki getað boðið Jesús öll ríki veraldar þegar Jesús var 40 daga í eyðimörkinni!
  10. You cannot take a blood transfusion Rétt.
  11. You cannot be a police officer  Rangt, ég þekki einn Vott sem er lögga og var í Sérsveitini!
  12. You cannot salute the flag, stand for the national anthem, or own a flag, Rétt Fánalögin eru Bull og ber keim af Fasistma, Nasistma og kúgun borgara
  13. You cannot buy girl Scout cookies BULL!
  14. You cannot marry a non-Jehovah&#39;s Witness BULL!
  15. If one does not follow the rules of the Watchtower they will be shunned BULL!
  16. You cannot read Christian literature from a Christian book store BULL!
  17. You cannot be a cheerleader RANGT!
  18. You cannot celebrate any holidays (Christmas, Easter, etc ) Rétt, Jólin hafa EKKERT með kristna trú að gera! Lestu vísindavef HÍ!
  19. You cannot celebrate your birthday, Til forna héldu heiðingjar upp á afmæli en ekki gyðingar.
  20. You cannot run for or hold a political office ? 
  21. You cannot vote in any political campaign Rétt enda er líðræðið ofmetið hugtak!
  22. You cannot serve on a jury
  23. You are discouraged from giving to charity (except Watchtower causes) BULL!
  24. You cannot speak to former members who are shunned (disfellowshipped) BULL!
  25. You cannot accept Christmas gifts
  26. Only Jehovah&#39;s Witnesses can understand the Bible BULL! Eins og að segja að örvhentir skilji ekki landslögin!
  27. Angels direct the Watchtower organization
  28. You must report your witnessing activity to the elders
  29. You must go from door to door weekly to gain converts
  30. You cannot have friends who are not Jehovah&#39;s Witnesses BULL! Hvað er ég þá??? Djöfull í mannsmynd?
  31. You must refer to all Jehovah&#39;s Witnesses as "brother" or "sister"
  32. You cannot play chess* HAHAHAHA!!! Sjáið ekki bullið í þessu? Eruð þið jafn blind og sum öfgasamtök?
  33. You cannot understand the Bible without Watchtower literature to explain it HAHAHA
  34. A child abuser is reported to Watchtower elders and not the police RANGT! Vottar virða auðvitað landslögin í hvívetna!
  35. You must forgo vacations to attend annual conventions SURE þá er frændi minn orðin brotlegur!
  36. You are discouraged from buying a two door car-A "Theocratic" or "spiritually strong" Jehovah&#39;s Witness will have a full size car for the door to door work HAHAHAHAHAHAHAHA
  37. Men cannot wear beards SURE Jesús var með skegg þið gapuxar! 
  38. Men must wear short hair
  39. Women cannot pray in the presence of men without a hat HEHEHEHE
  40. You cannot have a tattoo Telst til vanvirðingar á líkmanum sem Guð gaf okkur!
  41. You forbidden to use any tobacco products Bara Rétt og gott! Hvað dóu margir af lungnakrabba á Íslandi í fyrra?
  42. Only officially approved sexual practices are allowed in marriage
  43. You must appear before a Judicial committee if you are caught breaking Watchtower rules (Secret files are kept on all members which record these meetings-these files are kept in New York and are never destroyed)
  44. You must not own wind-chimes (they are for chasing away evil spirits)*
  45. You cannot read any anti-Jehovah&#39;s Witness material Hehehe þá er sagan öll og Natinoal Geographic skráð af Djöflinum!
  46. You cannot use pet foods made with blood or blood products
  47. You cannot join any clubs or sports teams, Ég græt hérna af hlátri! Frændi minn og fleiri Vottar eru í golfklúbbum ofl íþr.félugum!
  48. You cannot wear jade jewelry*
  49. If you see another Jehovah&#39;s Witness breaking the rules you must turn them in to the elders to be interrogated
  50. Women must submit to Watchtower elders BULL
  51. You cannot support your country Ef Ísland fer í stríð eruð þið tilbúin að myrða annan mann? Horfið á greyið Bandaríkjamenn í Írak, hvaða gagn gerði hinn blettsköllótti Bush fyrir alla þá saklausu unglinga í hernum?
  52. One must study Watchtower books at least six months before he can be baptized
  53. Before baptism, one must answer over questions in front of a panel of elders
  54. Most of The Book of Revelation applies to the Jehovah&#39;s Witnesses Hehehe
  55. You cannot celebrate Mothers or Fathers day (it may produce pride)
  56. JWs are are forbidden to say "good luck"
  57. God only speaks through the "Governing Body" in Brooklyn, New York
  58. The Holy Spirit is only for select Jehovah&#39;s Witnesses
  59. The Lord&#39;s supper is only to be eaten by select Jehovah&#39;s Witnesses ( , group-  % of Jehovah&#39;s Witnesses are forbidden from taking the Lord&#39;s supper)
  60. The Lord&#39;s supper can only be offered once per year
  61. JWs in times of crisis, are strongly discouraged from consulting with family counselors, including mental health professionals who are not Jehovah&#39;s Witnesses, Bull
  62. Only faithful Jehovah&#39;s Witnesses will survive Armageddon, BULL!!!!!!!!
  63. If you have a non-Witness spouse your first loyalty is to the elders over your spouse
  64. Judgment day is 1000 years long
  65. If you leave Jehovah&#39;s Witnesses or are expelled from the organization you will not be resurrected ÆI bara BULL!
  66. Only Jehovah&#39;s Witness prayers are heard by God BULL!
  67. God will destroy all non-Jehovah&#39;s Witnesses at armageddon BULL!
  68. You forbidden to say "God bless you" when someone sneezes
  69. You cannot participate in a school play BULL!
  70. You cannot donate blood or your organs when you die
  71. You can never question what is printed in Watchtower literature
  72. You are forbidden to attend a funeral of an ex-Jehovah&#39;s Witness

Óli Kr. (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 19:05

42 Smámynd: Gunnlaugur Þór Briem

Vissulega er margt í þessum lista bull. En margt af mótbárum Óla Kr. er ekki síður bull. Þessi kurteisi og viðkunnanlegi boðberi sannleikans er ekki sá eini sem þekkir fólk úr söfnuðinum.

Fólk er bara víst latt frá háskólanámi --- kannski hafa vinir Óla Kr. ekki rekið sig á það, en það er sannarlega gert. Háskólanám er ekki bannað, og sum fög þykja skárri en önnur, en almennt þykir háskólanám skapa hættu á að safnaðarmeðlimir afvegaleiðist. Göfugt þykir að lifa einföldu lífi, vinna einföld störf, láta ekki glepjast af veraldlegum metnaði, og hafa Námið (hið eina sanna, þ.e. biblíunám) og hollustu við Guð sem sitt helsta hugðarefni.

Og víst er bannað að tala við hina útskúfuðu. Aðgerðin er útskúfun, ekki eitthvert kurteislegt sussubía. Vinur minn sem yfirgaf söfnuðinn segir hæ við gamla vini á pósthúsinu og þeir líta ábúðarmiklir í hina áttina og hraða sér á brott. Fólk rýfur þetta bann stundum, vissulega, kannski sérstaklega nánustu fjölskyldumeðlimir, og það virðist ekki vera litið eins alvarlegum augum og önnur &#132;afbrot,&#147; en bannið er til staðar.

Og eru Vottarnir ekki hinir einu sönnu kristnu? Á heimasíðu þeirra stendur akkúrat núna : &#132;Have you ever wondered . . . Why do true Christians not celebrate Christmas?&#147;

Hvað skyldi nú vera átt við með því?

Fleira reynist vera rangt hjá Óla Kr. þegar vefur Vottanna er lesinn.

  • &#132;Only a little flock of 144,000 go to heaven and rule with Christ.&#147;
  • &#132;Obey human laws that do not conflict with God&#39;s laws&#147; (undirskilið: do not obey those that do conflict.)
  • &#132;Do the Witnesses believe that their religion is the only right one? Anyone who is serious about his religion should think that it is the right one.&#147;

Á vef safnaðarins má lesa meira um &#132;true Christians.&#147; (Þriðji liðurinn þar er reyndar prýðilegur og á vel heima í stefnuskrá allra lífsskoðunarfélaga, trúarlegra eður ei.)

Svo virðist Óli Kr. hafa meiri taugar til safnaðarins en hann lætur uppi; sumt af mótbárum hans er hreint engar mótbárur heldur málsvörn fyrir stefnu safnaðarins, t.d.:

  • &#132;Lestu Prédikarann kafla 9 en þar segir að í þeim dánarheimum er engin hugsun, sorg né gleði.&#147;
  • &#132;Til forna héldu heiðingjar upp á afmæli en ekki gyðingar.&#147;
  • &#132;Rétt, Jólin hafa EKKERT með kristna trú að gera! Lestu vísindavef HÍ!&#147;

Hofmóðugt besservissið í síðastnefnda atriðinu er bráðskemmtilegt: Óli Kr. heldur að hann sé sá eini á staðnum sem veit um heiðnu miðsvetrarhátíðina jól. Það er næsta víst að Svanur veit þetta vel, eins og flestir sem taka hóflegt mark á því viðhorfi að ekki megi rengja ríkjandi hefðir.

Að lokum, þessi dásamlegu orð: &#132;Rétt enda er líðræðið ofmetið hugtak!&#147;

Óli Kr. vildi kannski vera svo vænn að segja okkur frá því stjórnskipulagi sem honum finnst vænlegra?

Gunnlaugur Þór Briem, 17.11.2007 kl. 23:53

43 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Blessaður Svanur 

"Enn þann dag í dag er fólk tilbúið að myrða nágranna sína, fjölskyldu eða sjálfan sig (stundum allt í einu) fyrir trú á bókstaf trúarrita"

Við þessa setningu má bæta t.a.m. ",heimspekirita og stjórnmálarita. Rit heimspekinga eins og Voltaires, Marx og Nietzsche  hafa kveikt ein mestu morðæði sem við höfum séð í mannkynssögunni og hvað hafa margir hermenn fórnað lífi sínu (framið sjálfsmorð) fyrir trú á ættjörðina.

Það er þessvegna forkastanlegt í þessari umræðu um Vitni Jehóva að leggja að jöfnu neitun þeirra um að þiggja blóð og einhvern hrylling sem hefur verið framin í nafni einhvers stórasannleiks. Eins er líka afar ómálefnalegt að taka eina heimild af netinu (eins og listann þinn) og leggja hann fram sem einhvern sannleik í rökræðu.

Varðandi neitun vottana um blóðgjöf þá fjallar grundvallaratriðið um það að hvort að yfirvöld hafi rétt til að grípa inn í ef þeim finnst að þegnarnir hætti lífi sínu af einhverjum orsökum. Þú telur að það eigi að gera það ef þessir þegnar gera það af trúarástæðum (eins og í tilfelli vottana og hómópata). Sama röksemd hlýtur þá að eiga við það fólk sem hættir lífi sínu fyrir trú á eitthvað annað t.a.m. sinn eigin mátt og megin. Þannig að það á náttúrulega að banna fólki að fremja athafnir sem gætu haft lífshættu í för fyrir viðkomandi. Á t.d. að banna áfengisneyslu? Hún veldur örugglega fleirri dauðsföllum árlega en neitun vottana um blóðgjöf. Á að banna fjallaklifur, fallhlífastökk eða rjúpnaveiði? Og svo ætti snarlega að banna fólki að aka bifreiðum, það er stórhættulegt. Svona mætti halda lengi áfram.

Barátta ykkar í Siðmennt fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju og raunverulegu trúfrelsi í skólum landsins er virðingarverð en hún má ekki snúast í krossferð gegn trúarbrögðum. Gagnrýni á trúarbrögð á að byggjast því sama og gagnrýni á aðrar athafnir mannsins. Á sannleikanum.

Lárus Vilhjálmsson, 18.11.2007 kl. 02:29

44 identicon

Sæll Svanur, en ég mun svara þér Gunnlaugur Briem bráðlega!

Blóðgjöf er ekki málið til að bjarga mannslífum í dag og þá tala ég klíniskt um það mál!!!! Ég er sjúkraliði og menntaður kennari í skyndihjálp og hef mikla þekkingu og kunnáttu á líffærafræði og læknavísindum. Það er mín skilda að vita þessi mál til að viðhalda mín réttindi!

Það er ekki að ástæðulausu að vísindamenn hamast eins og rjúpan við staurinn að finna upp svokallað gerviblóð eða leiðir sem koma í veg fyrir blóðgjafir!

Vitið þið ALMENNT hvernig Blóð er skimað í Dag Gott Fólk Eftir Alnæmi???

Hnetur sem eru skemmdar fara að mynda mótefni gegn eitrinnu sem hinn skemmda hneta myndar!

Þegar þið gefið blóð er aðeins skimað eftir því móteytri sem blóðið myndar gegn alnæmi, en EKKI ALNÆMISVEIRUNNI SJÁLFRI!

Árið 1992 létust tvær saklausar konur úr alnæmi eftir blóðgjöf á Landsspítalanum!

EF þið vissuð hinar raunverulegu tölur dauða vegna alnæmis á Íslandi munduð þið eflaust eins og ég sem þegni í Þjóðkirkunni fara að hugsa einu sinni!

Er það bara að ástæðulausu að læknar á Landsspítalanum kaupa sér aldrei Diet drykki (Grein mín um Aspartame)::....

Meira kemur síðar, ég er ap fara að borpða,

BURB!

Óli Kr. (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 20:22

45 identicon

 

Vissulega er margt í þessum lista bull. En margt af mótbárum Óla Kr. er ekki síður bull (NÚ?) komdu með mótrök!!!) . Þessi kurteisi og viðkunnanlegi boðberi sannleikans er ekki sá eini sem þekkir fólk úr söfnuðinum. Klisja, tushem!

Fólk er bara víst latt frá háskólanámi --- kannski hafa vinir Óla Kr. ekki rekið sig á það, en það er sannarlega gert. Háskólanám er ekki bannað, og sum fög þykja skárri en önnur, en almennt þykir háskólanám skapa hættu á að safnaðarmeðlimir afvegaleiðist. Göfugt þykir að lifa einföldu lífi, vinna einföld störf, láta ekki glepjast af veraldlegum metnaði, og hafa Námið (hið eina sanna, þ.e. biblíunám) og hollustu við Guð sem sitt helsta hugðarefni. (Ef þú hefur hlustað á vitnisburði okkar almenna Presta þjóðkirkunnar í dag minn kæri, þá er sú stofnun sem kallast Háskóli Íslands sú sem hefur næst komist því að af-presta og af-Guðlegavegaleiða þá menn sem sækja Guðfræði í HÍ! Vegna niðurbrotsstarfssemi HÍ um Guð!).

Og víst er bannað að tala við hina útskúfuðu. Aðgerðin er útskúfun, ekki eitthvert kurteislegt sussubía. Vinur minn sem yfirgaf söfnuðinn segir hæ við gamla vini á pósthúsinu og þeir líta ábúðarmiklir í hina áttina og hraða sér á brott. Fólk rýfur þetta bann stundum, vissulega, kannski sérstaklega nánustu fjölskyldumeðlimir, og það virðist ekki vera litið eins alvarlegum augum og önnur &#132;afbrot,&#147; en bannið er til staðar. (Fólk er misjafnt minn kæri, svartir sauðir allsstaðar, eru ekki til glæpamenn sem eru á þinum skoðunum í dag?)

Og eru Vottarnir ekki hinir einu sönnu kristnu? Á heimasíðu þeirra stendur akkúrat núna : &#132;Have you ever wondered . . . Why do true Christians not celebrate Christmas?&#147; ´HALLÓ!!!! Lestu vísindavef HÍ! Jól er HEIÐIN HÁTÍÐ!!! Punktur PSTASTA!

Hvað skyldi nú vera átt við með því?

Fleira reynist vera rangt hjá Óla Kr. þegar vefur Vottanna er lesinn.

  • &#132;Only a little flock of 144,000 go to heaven and rule with Christ.&#147; Samkvæmt Biblíunni þá voru meðal annars allir Postular Jesús þeir sem fengu fyrst inngöngu inn í himnaríkið! Voru þeir í Vottum Jehóva? NEI! Þeir voru þeir fyrstu sem dóu á eftir Jesús Kristi! Hættu að mistúlka og snúa út úr því sem Biblían segir í RAUN!!!
  • &#132;Obey human laws that do not conflict with God&#39;s laws&#147; (undirskilið: do not obey those that do conflict.)
  • &#132;Do the Witnesses believe that their religion is the only right one? Anyone who is serious about his religion should think that it is the right one.&#147; BULL ENN OG AFTUR! Lýðskrum og fagurfræði frá þér! Ég veit betur!

Á vef safnaðarins má lesa meira um &#132;true Christians.&#147; (Þriðji liðurinn þar er reyndar prýðilegur og á vel heima í stefnuskrá allra lífsskoðunarfélaga, trúarlegra eður ei.)

Svo virðist Óli Kr. hafa meiri taugar til safnaðarins en hann lætur uppi; sumt af mótbárum hans er hreint engar mótbárur heldur málsvörn fyrir stefnu safnaðarins, t.d.:

Hvaða rök en þín eigin berðu máli þínu til varnar? Sagnfræðingar og stærðfræðingar leggja fram mun betri rök til að sanna sitt mál enn þú kallin minn! Þú ert úti í skógi að skíta! Upp á bak (By The Way!).

  • &#132;Lestu Prédikarann kafla 9 en þar segir að í þeim dánarheimum er engin hugsun, sorg né gleði.&#147; Salomon Konungur um hvað dauði merkir í raun og veru! og hvað dánarheimar merkja í raun og veru, aeða andhverfa lífsins!
  • &#132;Til forna héldu heiðingjar upp á afmæli en ekki gyðingar.&#147;
  • &#132;Rétt, Jólin hafa EKKERT með kristna trú að gera! Lestu vísindavef HÍ!&#147;

Hofmóðugt besservissið í síðastnefnda atriðinu er bráðskemmtilegt: Óli Kr. heldur að hann sé sá eini á staðnum sem veit um heiðnu miðsvetrarhátíðina jól. Það er næsta víst að Svanur veit þetta vel, eins og flestir sem taka hóflegt mark á því viðhorfi að ekki megi rengja ríkjandi hefðir.

Að lokum, þessi dásamlegu orð: &#132;Rétt enda er líðræðið ofmetið hugtak!&#147;

Óli Kr. vildi kannski vera svo vænn að segja okkur frá því stjórnskipulagi sem honum finnst vænlegra?

Lýðræðið hveð hefur það skilað Bandaríkjamönnum?

Lestu "Falið Vald" eftir Jóhannes Björn eða farðu inn á www.vald.org og lestu hana þar inni, og segðu mér að Lýðræðið sé hér við völd, á tímum þegar hið mesta herveldi okkar mannkynns getur hunsað Sameinuðuþjóðirnar og áðist inn í Írak einungis til að staðsetja meira enn 13 FASTAR HERSTÖÐVAR SÍNAR VIÐ ALLAR OLÍULEIÐSLURNAR FRÁ KASPÍRHAFINU til PERSAFLÓA!

LESTU FALIÐ VALD og segðu mig vera Vitleysing og samsæriskenningar-Nött!

Ég elska sanna Sagnfræði því hún segir okkur hvað skal varast í framtíðinni!!!!

Ble

Óli Kr.

Óli Kr. (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 21:22

46 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Óli Kr.

Það er nú ágætt ef ýmislegt af þessum lista á ekki við um Votta Jehóva hérlendis en rétt eins og Gunnlaugur Þór bendir á, verð ég að segja að sumar réttlætingar þínar fyrir gerðum Vottanna eru ekki góðar.  Hann hefur skýrt það út og ég ætla ekki út í það nánar.

Varðandi blóðgjöf:  Hún hefur oft bjargað mannslífum og mun gera það áfram.  Það kemur ekkert í staðinn fyrir blóð þegar manneskja er búinn að missa 60% eða meira af öllum sínum blóðrauða.  (Hb 60 eða minna).  Vinsamlegast lestu aftur kaflann um lost vegna blóðmissis.

Sæll Gunnlaugur Þór

Takk fyrir greinagóð skrif.

Sæll Lárus

Þú þarft ekki að minna á aðrar ástæður fyrir slæmum gjörðum.  Mér er kunnugt um þær, en valdi að tala hér um þau atriði hér sem brjóta í bága við allmennt siðferði í þessum tilteknu trúarbrögðum.  Ég tók það fram að þessi listi væri ekki endilega

Af skrifum þínum um álit mitt á því að grípa eigi inní sjálfsskaðandi ákvarðanir fólks sem er undir umsjón lækna, þ.m.t. neitun Votta um lífsbjargandi blóðgjöf, að dæma virðist þú ekki skilja að ég er hér að tala um mjög bráða lífshættu þar sem lækningin er fyrir hendi en henni neitað.  Það er alls ekki það sama og taka áhættu með því að reykja eða skíða niður þröngt gil.   Það að neita lífsbjargandi blóðgjöf er ekki "að taka áhættu", það er hreinlega yfirveguð ákvörðun byggð á trúarkreddu sem er stórhættuleg.  Ég ætla ekki að útiloka að það geti verið rök í þessu máli sem fái mig til að hafa aðra skoðun en þín rök eru ekki slík. 

Þú virðist saka mig um lygar þegar þú segir að umfjöllun um trúarbrögð eigi að byggjast "Á sannleikanum".  Þú ert greinilega viðkvæmur fyrir listanum sem ég skýrði út að væri e.t.v. ekki fyllilega gildandi hérlendis.  Þú hefur meiri áhuga á því að finna að því en að hafa áhyggjur af því að fólk fylgi alls kyns rugli sem heftir frelsi þess og brýtur á mannréttindum.  Finnst þér virkilega það ekki vera "einhvern hrylling" að neita sér um lífsbjargandi blóðgjöf vegna þessa ritninga sem ég hef frá Vottunum sjálfum og vitnaði í hér í greininni? 

Svanur Sigurbjörnsson, 19.11.2007 kl. 23:51

47 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Lárus

það vantaði framhald

...þessi listi væri ekki endilega það sem væri allt í gildi hérlendis og ég gaf upp heimildina að honum.  Það er því í valdi hvers þess sem les greinina að taka listann með þessum fyrirvörum.  Listinn er því lagður fram án þess að vera haldið fram sem einhverjum allsherjar sannleik um Votta Jehova.  Það eru samt mörg áhyggjuefni á þessum lista og mér fannst það þess virði að ræða þau auk aðal umræðuefnisins, neitun á því að þiggja blóð.

Svanur Sigurbjörnsson, 20.11.2007 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband