Mikilvæg bók

Bókafélagið Ugla hefur nýlega sent frá sér þýðingu Brynjars Arnarsonar á bókinni Íslamistar og naívistar eftir dönsku hjónin Karen Jespersen og Ralf Pittelkow. Hún er þingmaður og ráðherra og hann er lektor við Kaupmannahafnarháskóla.

Ég las bókina nýlega og mæli sterklega með henni.

Ég vil benda a umfjöllun Atla Harðarsonar um hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Karen Jespersen, heitir hún, er það ekki?

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 22.2.2008 kl. 10:34

2 Smámynd: Linda

Búin að lesa þessa bók og hún er hreint frábær. 

Linda, 22.2.2008 kl. 12:50

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Sæll Svanur.

Gott að sjá þig hérna aftur. Ég er sjálf búin að vera lítið að blogga. 

Ég verð að kíkja á þessa bók. 

Var að skrifa pistil um kaþólikka og það væri gaman ef þú kíktir.

Kveðja.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 22.2.2008 kl. 18:47

4 identicon

Elsku Svanur, að þú skulir gefa þér tíma í að blogga um þetta (þó stutt sé) í fríinu :) En ég giska á að trúleysingjar gefi sér "time off" í fríunum til þess að koma sínum boðskap á framfæri ;)

Vona að þið hafið það frábært

Kveðja

Erla

Erla María (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 22:01

5 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Ju takk Hildigunnur - slaemur prentvillupuki tharna.  Laga thad.

Akkurat Linda

Hae Margret.  Eg er erlendis svo eg hef litid bloggad undanfarid.  Kiki a thig.

Svanur Sigurbjörnsson, 22.2.2008 kl. 23:45

6 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Sæll Svanur, takk fyrir þessa ábendingu, reyni að útvega mér þessa bók. Hefur þú lesið Infidel eftir Ayan Hirsi Ali. Ég mæli með henni.

Erna Bjarnadóttir, 23.2.2008 kl. 21:10

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Svanur.

Þessi bók er mjög góð og ætti að vera skyldulesning fyrir stjórnmálamennina okkar. Við verðum að læra af reynslu Evrópubúa.  Þér er alveg óhætt að heimsækja mig á bloggið mitt. Kurteisir strákar eins og þú hefur allavega verið við mig, eru velkomnir. Ekkert að því að hafa skoðanaskipti sem er málefnaleg og sett fram í kurteisi. Sem betur fer höfum við frjálsan vilja. Sigurður Rósant og  Jón Steinar eru í klíku hjá mér og eru bloggvinir í þokkabót. Gangi þér vel í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Guðs blessun.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.2.2008 kl. 15:02

8 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl öll og takk fyrir innlit. 

Nú er maður kominn heim á "klakann" eftir sumardvöl hinum megin á hnettinum um nokkurt skeið.  Ekki laust við að klukkan í heilanum sé dálítið steikt.

Erla María.  Ég las "Íslamistar og naívistar" í  fluginu út þannig að maður notaði tækifærið þegar smá pása kom á annars mikla dagskrá í ferðinni, til að mæla með þessari góðu bók.  Hugsjónir mínar eru ákaflega sjaldan í fríi og þær koma inní bæði alvöru og leik ef svo má segja.

Erna, ég á eftir að lesa bók Ayan Hirsi Ali og verður það sett fljótlega á lista kvöldlesninga hjá mér   Ég fylgdist vel með henni þegar hún kom til landsins í fyrra.  Hugrökk kona þar á ferð.

Rósa, ég tek undir þetta og það þarf að skapa ábyrga og vandaða stefnu í þessum málum hér áður en of mikill skaði hlýst af.  Takk fyir boðið.

Svanur Sigurbjörnsson, 1.3.2008 kl. 02:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband