Hvernig verður guðshugmyndin til?
1.10.2008 | 17:20
Á bloggi heimspekingsins Stephen Law (The War for Children's Mind) er velt upp spurningunni; Hvernig varð guðshugmyndin til? gegnum bókarumfjöllun hans á bók Richard Dawkins, The God Delusion. Í fimmta kafla bókarinnar kemur fram að Dawkins telur að guðshugmyndin verði til sem hliðarspor við ákveðna hæfileika mannsins. Ég setti eftirfarandi pælingu á bloggið hans Stephen Law. Afsakið en hún er á ensku.
Hi
I agree with Richard Dawkins that religion is a byproduct of certain qualities that we have.
I think it is the byproduct of our abstract thinking and imagination that makes us able to think ahead and visualise things in our mind. That is very useful in construction and many other skills.
Having this quality the god idea becomes attractive in order to:
a. Create a super leader that people become less jelous of than a human.
b. Create a mighty comforter that "never" fails.
c. Create a system of thought that keeps believers in place because breaking it will mean punishment.
d. The system can be tagged with some useful ethical message but also a harmful one.
The problem with this is, that there is no logical way to change the system of believe since it is set up as a sacred unchangeable system. It therefore becomes outdated almost the minute it is created (by man).
Thank - Svanur your Icelandic humanist
Hvað finnst ykkur lesendur góðir? (Er þetta ekki tilvalið umshugsunarefni nú í svartnætti fjármálakreppunnar? )
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Heimsspeki og siðfræði, Lífsskoðanir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:21 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Nafni;
Hvernig getur einn þáttur og eðlileg afleiðing þróunar verið kallað "hliðarspor" frekar enn annað? Er listsköpun annað hliðarspor. Eða pólitísk kerfi eins og kommúnismi? Eða er Kapítalismi? Hvernig er "hliðarspor" aðgreint frá öðrum sporum mannkynsins?
kv,
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.10.2008 kl. 17:50
Sæll Nafni
Ef maður telur eitthvað afleiðingu af öðru en ekki megin eiginleiki manneskjunar þá hlýtur það að teljast minna mikilvægt og því eins konar hliðarspor eða aukaafurð (byproduct). Þannig er t.d. mengun hliðarspor aukinnar framleiðni manneskjunnar. E.t.v. er mengunin óhjákvæmileg en vissulega má reyna að minnka hana eins og hægt er. Ýmislegt í mannlegu eðli eða hugsun er ekki sérlega uppbyggilegt, a.m.k. ekki fyrir manninn rétt eins og sumt í varnarviðbrögðum ónæmiskerfisins getur leitt til örkumls (iktgigt) eða dauða (ofnæmislost). Slíkt er því hliðarspor eða hreinlega feilspor við það megin spor (hin gullna staðal) sem ég skilgreini sem hið æskilegasta fyrir heildar afkomu og hamingju.
Góð pæling nafni en dálítið hliðarspor við efnið ha ha ha.
Svanur Sigurbjörnsson, 1.10.2008 kl. 19:04
Hverjar eru líkurnar á að hitta fyrir 2 Svani á blogginu strákar, einn í raunveruleikanum og hinn í ævintýralandi :)
Annars er ég sammála þessu að ofan... og vil bæta við að ég tel guði vera leyfar af Alpha male arfleyfð manna.
Sköpunargáfa er annars eðlis, það er púra viðbót í mannshuganum.... sem þó er klárlega það sem tók Alpha male hlutverkið yfir í yfirnáttúrulegt þema.
Guðir höfðu hlutverki að gegna þegar skríllinn hafði engu að tapa og hefði gengið berserksgang yfir elítuna(Alpha males), BANG þarna var komin ógn sem var hægt að nota til þess að ógna fólki með enn verri hlutum eftir dauðann, eða verðlaunum ef fólk hagaði sér eins og elítan vildi.
Meira að segja ala trúarbrögðin á því að best sé að vera fátækur, að það sé bara bömmer að vera vel stæður því þá sé svo erfitt að komast í paradís.
Þetta er opin bók með barnalegum sálfræðitrikkum.
DoctorE (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 21:30
Já, þetta er ein meðverkandi ástæðan sem Dawkins nefnir í bók sinni sýnist mér. Guðshugmyndin kemur upphaflega sem framlenging (expansion) af föðurímyndinni. Sonur eða dóttir sem missir föðurímyndina af einhverjum ástæðum leitast við að halda henni lifandi, sbr. tregðulögmálið "Kasthlutir halda áfram hreyfingu sinni, nema loftmótstaða hægi á þeim eða þyngdarkraftur dragi þá niður á við."- svona smá dæmi.
Föðurímyndin er svo útvíkkuð til þess sem við köllum 'idol'. Við veljum okkur 'idol' sem fyrirmynd í lífi okkar og starfi. Alls staðar veljum við okkar 'idol' til að taka ákvarðanir fyrir okkur sem við viljum styrkja með því að vinna fyrir þær, berjast fyrir þær með kjafti og klóm. Þannig verður guðshugmyndin til, aftur og aftur.
Svona sé ég þetta. Ekkert mjög flókið.
Sigurður Rósant, 4.10.2008 kl. 09:30
Já þetta er trúlega ríkt í eðli okkar. Það lokkandi að halla sér að afgerandi valdafígúru sem verndar og leiðbeinir manni. Við viljum að það virki þó raunin verði oft allt önnur. Sjálfstæð hugsun þar sem mannekjan fylgir hugsjónum sínum, hyggjuviti og bestu siðferðisvitund frekar en misvitrum leiðtoga er frekar sjaldgæf. Kveðjur til þín í Danaríki Siggi.
Svanur Sigurbjörnsson, 5.10.2008 kl. 02:40
Já, það er spurning hvort ekki sé skynsamlegra að sætta sig við ofríki Dana en Rússa þessa dagana? Hvorn kostinn velja menn sem Idol?
Sigurður Rósant, 7.10.2008 kl. 11:03
Svolítið afleidd umræða Sigurður
Svanur Sigurbjörnsson, 9.10.2008 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.