Kauphöllin eða Laugardalshöllin?
22.2.2009 | 22:45
Á myndinni sjáum við Teit Örlygsson fagna hressilega sigri Stjörnunnar í bikarmótinu nýlega. Það er nokkuð á þessari mynd sem sker mig í augað. Hvað með þig? Er myndin tekin í Kauphöllinni eða Laugardalshöllinni?
Ég á við fötin sem þjálfarinn sigursæli skartar. Um nokkurt skeið hafa íslenskir körfuboltaþjálfarar tekið um klæðavenju starfsbræðra sinna í NBA deildinni í USA, en það er sterkasta og vinsælasta deild heimsins í körfubolta. Sjálfsagt er að læra af þeim merku þjálfurum sem þar eru en þurfa íslenskir þjálfarar að apa allt eftir þeim eins og páfagaukar? E.t.v. voru þeir bara eins og aðrir í góðærinu að læra af Wall Street, kauphöll þeirra í USA. Við vitum hvernig það fór. Íþróttafélögin hafa undanfarin ár selt allt sem þau gátu til styrktaraðila sinna. Íþróttahúsin og deildirnar sjálfar bera nöfn fyrirtækja og verðlaunin sömuleiðis. En þurfa þjálfararnir að vera í klæðnaði fjármálageirans? Sem betur fer hefur þetta ekki gerst í handboltanum. Hugsið ykkur Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara æpandi á hliðarlínunni á næsta EM í stífum jakkafötum!
Ég vil hvetja þjálfara körfuknattleiksmanna að halda í íþróttahefðir og klæða sig úr jakkafötunum. Maður tekur ekki svona villt fagnaðaróp í Höllinni klæddur eins og markaðsstjóri. Höfum smekk og ofurseljum ekki íþróttir.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Heimsspeki og siðfræði, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:51 | Facebook
Athugasemdir
Ég held nú að það sé ekki nein tenging við markað eða kaupahéðna, sem olli því að þjálfarar í NBA deildinni fóru að klæðast jakkafötum. Ég held að það hafi meira haft með það að gera að það er sjónvarpað mikið frá leikjum í þeirri deild og þá er myndavélinni oft beint að þjálfurunum. Þeir fóru þá að klæðast jakkafötum til þess eins að líta betur út. Höfum í huga að "framstefni" sést mun betur hjá manni í íþróttafatnaði heldur en manni í jakkafötum.
Sigurður M Grétarsson, 23.2.2009 kl. 09:00
Rólegur gæðingur. Þetta var nú úrslitaleikur bikarsins. Allt í lagi að menn dressi sig aðeins upp til að lúkka vel í sjónvarpi.
Emmcee, 23.2.2009 kl. 11:30
bull er þetta :) það hefur tíðkast hjá UMFN,í áraraðir, þar sem strákurinn er uppalinn, að þjálfarar séu í jakkafötum, gott hann tekur eitthvað með sér frá Ljónagryfjunni :
þórdís (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 13:21
Það hlýtur að vera margt gott og skynsamlegt, sem hægt er að taka með sér úr Ljónagrifjunni þó menn fari ekki að taka með sér þennan jakkafataósið frá NBA.
Sigurður M Grétarsson, 23.2.2009 kl. 15:37
Tenging við kauphéðna eða ekki, siður hjá UMFN í nokkur ár eða ekki - mér finnst þessi fatnaður óíþróttamannslegur. Það er til mikið af flottum íþróttajökkum sem þjálfarar geta klæðst. Á endanum skiptir þetta ekki megin máli því sem betur fer eru leikmenn enn í íþróttafatnaði, en úr takti mun mér finnast það eigi að síður.
Takk fyrir innlegg, með og á móti :-)
Svanur Sigurbjörnsson, 23.2.2009 kl. 18:20
Sæll Svanur
Líttu á klæðaburð þjálfara í NFL-deildinni. Þeim er skylt, samkvæmt samningum deildarinnar við Reebok að klæðast íþróttafatnaði frá fyrirtækinu. Ég held þú sjáir ekki verr klædda menn en suma þjálfara deildarinnar. Eftir það fagnar maður jakkafötum.
Brynjólfur Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 21:21
Ha ha Brynjólfur Þór, já lengi getur vont versnað.
Svanur Sigurbjörnsson, 24.2.2009 kl. 01:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.