Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Búum börnum okkar merkimiðalaust skólaumhverfi og frið frá trúboði

Vegna kynningar Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra á nýju frumvarpi til breytingar á grunnskólalögum hafa sumir fulltrúar Þjóðkirkjunnar farið hamförum í fjölmiðlum undanfarið og hrópað hátt yfir því að "kristilegt siðferði" sé nú verið að hrekja úr skólunum af "frekjugangi minnihlutahóps".

Ef rétt er haft eftir á bls 2 í 24-Stundum í dag þá sagði Karl Sigurbjörnsson biskup að "Siðmennt væru hatrömm samtök".   Maður verður nánast kjaftstopp að sjá svona siðlausar og algerlega staðhæfulausar ásakanir.   Er hann alveg að missa sig yfir því að "sóknarfærin" hans og Þjóðkirkjunnar á trúboði í grunnskólum landsins eru í hættu vegna frumvarps sem er í samræmi við ályktanir Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna og Mannréttindadómstóls Evrópu frá því sumar? 

Getur Karl biskup ekki unað því að menntastofnanir landsins hafi almennt siðferði að leiðarljósi en í kynningu á frumvarpinu segir orðrétt:

Í frumvarpi um leikskóla er lagt til að í stað ákvæðis í 2. gr. gildandi laga um kristilegt siðgæði barna er ákvæði um að efla almenna siðferðisvitund þeirra. Í frumvarpi til laga um grunnskóla er lagt til að í stað ákvæðis í 2. gr. gildandi laga um að starfshættir skólans skuli mótast af kristilegu siðgæði verði ákvæði um umburðarlyndi, jafnrétti, lýðræðislegt samstarf, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi.

Þarna er verið að lýsa siðferðisgildum sem ég vona að allt gott fólk geti verið sammála um, sama úr hvaða trúfélagi það er, enda eru þau í samræmi við "gott siðferði og allsherjarreglu" eins og segir í lögum um skilyrði fyrir skráningu trúfélaga á Íslandi.   Hver er þá ógnunin við kristnina eða Þjóðkirkjuna?  Er hún einungis að hnýta í Siðmennt vegna þess að hún missir mögulega sérréttindi sín til trúarlegs starfs og kristniboðunar innan skólanna?  Á Siðmennt skilið að vera kölluð "hatrömm samtök" vegna baráttu sinnar fyrir mannréttindum, jafnrétti, veraldlegu menntaumhverfi barna og frið frá trúboði og innrætingu.  Börn eiga rétt á upplýsingu og fræðslu svo þau geti síðar tekið sínar sjálfstæðar ákvarðanir um mál eins og lífsskoðanir (þ.m.t. trú) og stjórnmál.   Engum dettur í hug að leyfa stjórnmálaflokkum að vera með starfsemi sína í skólum.   Ætti eitthvað annað að gilda um trúfélög?Til þess að leiðrétta aftur þær rangtúlkanir og ósannindi sem fóru á kreik vil ég segja:
  • Siðmennt er EKKI á móti Litlu-jólunum.   "common!"  krakkar að dansa kringum jólatré.  Jólin hafa víða skírskotun og húmanistar halda flestir jól.
  • Siðmennt er EKKI á móti kristinfræðikennslu í skólum.
Nánari útskýringu á stefnumálum Siðmenntar varðandi menntamál barn hvet ég ykkur til að lesa í fréttatilkynningu Siðmenntar sem má lesa alla hérNjótum nú jólaundirbúningsins og jólaljósanna í sátt og förum þann veg sem tekur tillit til allra og mismunar ekki né skilur útundan börn í skólum landsins vegna lífsskoðana foreldra þeirra.   Styðjum frumvarp Þorgerðar Katrínar því það er mikilvægt skref í þá átt. 

-----

PS: Ég vil benda á góðar greinar Matthíasar Ásgeirssonar á bls 38 í Fbl og Valgarðs Vésteinssonar á bls 28 í Mbl í dag.
mbl.is Siðmennt ekki á móti litlu jólunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólin nálgast - hvers vegna gefur Guð aflimuðum ekki nýja fætur?

Nú fer í senn Aðventan og svo Jólin - hátíð ljóss og friðar!  Kristnir menn hitna örlítið meira en við hin sem föttum ekki breikið eða diggum ekki feikið, af einskærri eftirvæntingu yfir afmælishátíð litla krúsilega Jesúbarnsins sem lá í heyi jötunnar í Bethlehem.  Mér og fólki af mínu sauðahúsi verður að nægja samvera með fjölskyldunni, góður matur og gjafir undir skreyttu jólatré. 

Butt líf án Jesú "ain't du seim".  Norðurheimskautaloftið mun iða af bylgjum bæna til Guðs og hans næstráðanda og uppáhald, mini-me Jesus;  Dæmigerðar bænir gætu hljómað svona; "Pabbi komi heim úr útlöndum með PlayStation 100", "Magga systir fái kvef", "Ótakmarkað niðurhal og frí lög á torrent.is"  og svo að alvörunni - bænir um "betri heilsu", "minni offitu" og e.t.v. "nýjan fót".  Já sumir hafa misst útlimi eða fæddust ekki með þá heila.

En.. en.. en.. Guð og Jr gefa aldrei nýja fætur!  ALDREI! Frown  Af einhverjum óskiljanlegum óalmættis ástæðum hefur þeim aldrei hugnast að lækna fótalausa.  Bæði bænasinnuðum hugbylgjunæmum Íslendingum og okkur hinum sem getum ekki sent út bænabylgjur er það þó huggun að Það er búið að finna út hvers vegna! Svarið er finna á vefsíðunni "Why Won't God Heal Amputees?"  Því miður hef ég ekki þýðingu á þeirri rökleiðslu sem þar fer fram, en verði forvitnin þér óbærileg þrátt fyrir e.t.v. slaka enskukunnáttu er bara málið að taka sér eina Ensk-Íslenska í hönd og komast að sannleikanum.  

Gleðilegan jólaundirbúning!  W00t


Dýrkeypt trú í lögvernduðu umhverfi

Enn þann dag í dag er fólk tilbúið að myrða nágranna sína, fjölskyldu eða sjálfan sig (stundum allt í einu) fyrir trú á bókstaf trúarrita, þvert ofan í þá siðferðisskoðun sem barátta hugsjónafólks gegnum aldirnar fyrir húmanísku siðferði hefur skilað okkur hinum sem "almennri skynsemi".   Þó að þessi almenna skynsemi sem byggir á rökhyggju þyki sjálfsögð, erum við öðru hvoru minnt óþægilega á það að svo hefur ekki alltaf verið og ekki er víst að alltaf verði svo nema að við við verjumst kröftuglega árásum óskynseminnar.

Þessi frétt var á vef Mbl í dag:

Tuttugu og tveggja ára kona frá Shropshire á Englandi lést af barnsförum við Royal Shrewsbury sjúkrahúsið þann 25. október. Konan fæddi tvíbura og missti mikið blóð, hún vildi ekki þiggja blóðgjöf af trúarástæðum, en hún tilheyrð söfnuði votta Jehóva og gátu læknar því ekkert gert til að bjarga henni.

BBC segir frá þessu og hefur eftir Terry Lovejoy, talsmanni safnaðarins í Telford að meðlimir hans fylgi orðum biblíunnar og þiggi ekki blóð, og hann hafi enga ástæðu til að ætla að hún hafi verði á annarri skoðun.

Vottar Jehóva þiggja ekki blóðgjafir þar sem þeir trúa því að Guð hafi í Biblíunni bannað slíkt og að það jafngildi synd að þiggja blóð.

Tvíburarnir nýfæddu eru viðgóða heilsu og eru í umsjá föður síns.

Það er kaldhæðnislegt að eftirnafn talsmannsins sé "Lovejoy" því hegðun safnaðarins er nær því að vera "Killjoy".  Auðvitað er ekki ásetningur hér að deyða en útkoman er því miður hin sama.  Það að þiggja ekki blóð til lífsbjargar er sjálfsdráp af völdum eigin "upplýsts" aðgerðarleysis.  

Upplýsingin er þó vandamálið.  Þ.e. upplýsingin sem konan var alin upp í innan einangrunar trúarsafnaðarins, ekki hin faglega upplýsing fæðingarlæknisins.  Konan vissi að hún myndi deyja fengi hún ekki blóð en trúði því í einlægni og algerri sannfæringu að henni biði himnavist og að börnin hennar og maður væru hólpin leiðrétting "að hún verði eins og í svefni fram að upprisunni miklu" ef hún fylgdi bókstaflega túlkun Votta Jehóva á ritningunni.  Trú hennar telur það verra að þiggja blóðgjöf en að deyja af völdum blóðtaps.  Verra en að deyja af óþörfu frá nýfæddu barni (börnum).  Hún má fá alls kyns lyf og jafnvel gerviblóð (sem ekki eru til nógu góð til að koma í staðinn) í æð, en blóð annarrar manneskju er höfuðsynd gegn orði ritningarinnar.  Þannig lítur út fyrir að Vottar Jehóva telji blóð annarar manneskju valda einhverju hræðilegu í augum guðs sé það sett í æðar annarrar manneskju.  Samt ættu þeir að vita að fullt af fólki utan þeirra safnaðar hefur þegið blóð og ekkert hræðilegt hefur komið fyrir það.  Þetta fólk hefur notið hamingju og átt tækifæri til að ala upp börn sín og skila starfi fyrir þjóðfélagið.  Nei, þetta skiptir ekki nægilega miklu máli í hugum Votta Jehóva.  Ritningin gildir.  Hvað skyldi það vera í ritningunni sem fær þá til að komast þessari niðurstöðu? 

NT Postulasagan 15:28 - Í bréfi postula og öldunga til bræðra í Antíokkíu stendur

"...(28) Það er ályktun heilags and og vor að leggja ekki frekari byrðar á yður en þetta, sem nauðsynlegt er, (29) að þér haldið yður frá kjöti fórnuði skurðgoðum, blóði, kjöti af köfnuðum dýrum og saurlifnaði.  Ef þér varist þetta, gjörið þér vel, Verið sælir"

GT Þriðja Mósesbók - Leviticus.  Kafli 17: "Heilagleikalögin - Fórnir og neysla blóðs", setn 11-14

"... (13) Því að líf líkamans er í blóðinu og ég hefi gefið yður það á altarið til þess að með því sé friðþægt fyrir fyrir yður, því að blóðið friðþægir með lífinu. (12) Fyrir því hefi ég sagt við Ísraelsmenn:

"Enginn maður meðal yðar skal blóðs neyta, né heldur skal nokkur útlendingur, er býr meðal yðar, neyta blóðs" (13) Og hver sá Ísraelsmanna og þeirra manna útlendra, er meðal yðar búa, sem veiðir villidýr eða fugl ætan, hann skal hella niður blóðinu og hylja það moldu. (14) Því að svo er um líf alls hold, að saman fer blóð og líf, og fyrir því hefi ég sagt við Ísraelsmenn: "Þér skuluð ekki neyta blóðs úr nokkru holdi, því að líf sérhvers holds, það er blóð þess.  Hver sá er þess neytir, skal upprættur verða" [breiðletrun mín]

Af þessum ritningarorðum draga Vottar Jehóva þá furðulegu ályktun að ekki megi þiggja blóðgjöf.  Óttinn við að ritninguna megi túlka sem ísetningu blóðs í æðar líkamans þó að það sé augljóslega aðeins verið að tala um át á blóði, er skynseminni sterkari.  Vottar vilja greinilega ekki hætta á að verða "upprættir".  Kannski byggist þetta á "...því að líf sérhvers holds, það er blóð þess." þannig að þeir telji að með blóðgjöf sé einhver að láta frá líf sitt og því megi ekki þiggja það.  Allt er þetta grátlega órökrétt og óskynsamlegt í ljósi nútíma þekkingu og ákaflega óábyrgt að taka þennan aldna texta bókstaflega.

Vottar Jehóva reyna í öllum löndum að fá skurðlækna til að samþykkja að gera á þeim aðgerðir og lofa að gefa þeim ekki blóð.  Viðtökur hafa verið misjafnar og það oltið nokkuð á skoðun hvers skurðlæknis fyrir sig.   Hins vegar leyfa lög landsins ekki að líf barns undir lögaldri fái að fjara út í blóðleysi og er forræði foreldra dæmt af þeim ef þurfa þykir í slíkum tilvikum.  Það hefur gerst hér.  Til þess að styðja við eigin trúarkreddu hafa Vottar Jehóva bent mikið á hætturnar af blóðgjöfum og benda á að osmótískt virkir innrennslisvökvar geti komið í staðinn.  Það gildir þó ekki um lífshættulegt blóðleysi því að eins rauðu blóðkornin flytja súrefni til vefja líkamans.

Ímyndum okkur ef stjórnmálaflokkur eða almennt áhugamannafélag boðaði þá skoðun að ekki mætti gefa sýklalyf því það dræpi saklausa gerla og væri óásættanlegt ígrip í náttúrulegt ferli.  Við vitum að afleyðingin yrði sú að fólk dræpist í hrönnum úr lungnabólgu og þvagfærasýkingum.  Hver yrðu viðbrögð við slíkum stjórnmálaflokki? 

Að vísu þarf ekki að ímynda sér þetta því til er fólk í kuklgeiranum (m.a. sumir hómeopatar) sem mælir mót ónæmissetningum vegna snefilmagns af kvikasilfri í sumum bóluefnum og óstaðfestri tilgátu um að viss bóluefni valdi einhverfu.  Ef þessi ótti réði ríkjum fengjum við brátt faraldur mænusóttar, heilahimnubólgu og barnaveiki með þúsundum örkumla eða dauðum börnum í kjölfarið.  Allt þetta þykir okkur fáránlegt en þegar sama fáránleika er haldið fram af trúarsöfnuði, er það allt í einu mun ásættanlegra og trúarskoðanirnar fá sérstaka verndun þjóðfélagsins.  Söfnuður Votta Jehóva er skráð trúfélag hérlendis en samt stendur í lögum um skráningu trúfélaga frá árinu 2000 eftirfarandi:

I. kafli. Almenn ákvæði um trúfélög.
1. gr. Trúfrelsi.
Rétt eiga menn á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Eigi má þó fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði og allsherjarreglu. Á sama hátt eiga menn rétt á að stofna félög um hvers konar kenningar og lífsskoðanir, þ.m.t. um trúleysi. [breiðletrun í 1.gr. er mín]

Hvers vegna eru þessi lög ekki virt og eftir þeim farið?  Er trú Votta Jehóva um skaðsemi blóðgjafar ekki "gagnstæð góðu siðferði"?  Ef okkur þykir það e.t.v. ekki nóg til að neita þeim um skráningu, hvað þá með eftirfarandi í trú þeirra (heimild):

  1. Heaven is only for select Jehovah's Witnesses
  2. Heaven is limited only to 144.000 Jehovah's Witnesses
  3. Jehovah's Witnesses are the only true Christians
  4. There is no life after death (except for the 144.000 selected ones)
  5. You are discouraged from attending college
  6. The "first resurrection" occurred in 1918
  7. All pastors are the "Antichrist"
  8. All churches are of Satan
  9. All governments are controlled by Satan
  10. You cannot take a blood transfusion
  11. You cannot be a police officer
  12. You cannot salute the flag, stand for the national anthem, or own a flag
  13. You cannot buy girl Scout cookies
  14. You cannot marry a non-Jehovah's Witness
  15. If one does not follow the rules of the Watchtower they will be shunned
  16. You cannot read Christian literature from a Christian book store
  17. You cannot be a cheerleader
  18. You cannot celebrate any holidays (Christmas, Easter, etc )
  19. You cannot celebrate your birthday
  20. You cannot run for or hold a political office
  21. You cannot vote in any political campaign
  22. You cannot serve on a jury
  23. You are discouraged from giving to charity (except Watchtower causes)
  24. You cannot speak to former members who are shunned (disfellowshipped)
  25. You cannot accept Christmas gifts
  26. Only Jehovah's Witnesses can understand the Bible
  27. Angels direct the Watchtower organization
  28. You must report your witnessing activity to the elders
  29. You must go from door to door weekly to gain converts
  30. You cannot have friends who are not Jehovah's Witnesses
  31. You must refer to all Jehovah's Witnesses as "brother" or "sister"
  32. You cannot play chess*
  33. You cannot understand the Bible without Watchtower literature to explain it
  34. A child abuser is reported to Watchtower elders and not the police
  35. You must forgo vacations to attend annual conventions
  36. You are discouraged from buying a two door car-A "Theocratic" or "spiritually strong" Jehovah's Witness will have a full size car for the door to door work
  37. Men cannot wear beards
  38. Men must wear short hair
  39. Women cannot pray in the presence of men without a hat
  40. You cannot have a tattoo
  41. You forbidden to use any tobacco products
  42. Only officially approved sexual practices are allowed in marriage
  43. You must appear before a Judicial committee if you are caught breaking Watchtower rules (Secret files are kept on all members which record these meetings-these files are kept in New York and are never destroyed)
  44. You must not own wind-chimes (they are for chasing away evil spirits)*
  45. You cannot read any anti-Jehovah's Witness material
  46. You cannot use pet foods made with blood or blood products
  47. You cannot join any clubs or sports teams
  48. You cannot wear jade jewelry*
  49. If you see another Jehovah's Witness breaking the rules you must turn them in to the elders to be interrogated
  50. Women must submit to Watchtower elders
  51. You cannot support your country
  52. One must study Watchtower books at least six months before he can be baptized
  53. Before baptism, one must answer over questions in front of a panel of elders
  54. Most of The Book of Revelation applies to the Jehovah's Witnesses
  55. You cannot celebrate Mothers or Fathers day (it may produce pride)
  56. JWs are are forbidden to say "good luck"
  57. God only speaks through the "Governing Body" in Brooklyn, New York
  58. The Holy Spirit is only for select Jehovah's Witnesses
  59. The Lord's supper is only to be eaten by select Jehovah's Witnesses ( , group-  % of Jehovah's Witnesses are forbidden from taking the Lord's supper)
  60. The Lord's supper can only be offered once per year
  61. JWs in times of crisis, are strongly discouraged from consulting with family counselors, including mental health professionals who are not Jehovah's Witnesses
  62. Only faithful Jehovah's Witnesses will survive Armageddon
  63. If you have a non-Witness spouse your first loyalty is to the elders over your spouse
  64. Judgment day is 1000 years long
  65. If you leave Jehovah's Witnesses or are expelled from the organization you will not be resurrected
  66. Only Jehovah's Witness prayers are heard by God
  67. God will destroy all non-Jehovah's Witnesses at armageddon
  68. You forbidden to say "God bless you" when someone sneezes
  69. You cannot participate in a school play
  70. You cannot donate blood or your organs when you die
  71. You can never question what is printed in Watchtower literature
  72. You are forbidden to attend a funeral of an ex-Jehovah's Witness

Þetta er löng upptalning en alls ekki tæmandi um trú og samfélagsreglur Votta Jehóva.  (Afsakið leti mína að þýða ekki textann).  Ef til vill eru þær ekki allar í gildi hjá söfnuðnum hér eða eitthvað slakað á sumum þeirra en ég hef ekki ástæðu til að hald að þeir syndgi hér stórt gegn sínum uppruna. 

Ég breiðletraði það sem mér fannst standa út úr sem andstætt almennu siðferði.  Flestar þessar reglur miða að því að einangra safnaðarmeðliminn bæði félagslega og hugarfarslega.  Bannað er að lesa gagnrýni á trú þeirra og fólk sem yfirgefur trú þeirra er hrakið burt og útilokað, útskúfað og vanvirt.  Þannig tekst þessum fornaldarsöfnuði að læsa fólk inni í hugarfari einangrunar og útilokunar.  Það má ekki efast og það má ekki taka þátt í félagsstarfi, íþróttum eða stjórnmálum hins almenna þjóðfélags.  Allt eru þetta reglur sem viðhalda fáfræði og fordómum um þjóðfélagið í kringum þá og halda meðlimum þeirra í söfnuðnum vegna ótta við alls kyns útskúfun og reiði ímyndaðs guðs.

Þetta eru þó skráð trúarbrögð þrátt fyrir 1. ákvæði laganna þar sem segir að trúfélög megi ekki fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði og allsherjarreglu.  Vantar kannski viðmiðið hér?  Hvað er hið góða siðferði og allsherjarregla?  Það hlýtur að endurspeglast í þeim mannréttindareglum sem við viljum kenna okkur við, t.d. reglur SÞ.  Er einangrun og útskúfun í samræmi við þau mannréttindi?

Hvers vegna hafa trúarbrögð sérréttindi til þess að brjóta á mannréttindum og góðu siðferði?  Er e.t.v. kominn tími til að fara að lögum í landinu?  Hversu langt má trúfrelsi ná?

Frekari fróðleik og tilvitnanir um Votta Jehova má m.a. finna á Wikipediunni.


Evrópuráð þingmanna ályktar gegn kennslu sköpunarsögunnar sem vísindi

Frá ályktun Evrópuráðs þingmanna 4. október 2007 

Hér fyrir neðan fer fréttatilkynning og ályktun Evrópuráðs þingmanna allrar Evrópu, sem Ísland á 3 fulltrúa í af 319 í heild. 

Ég fagna og ég er mjög ánægður yfir því að Evrópuráðið skyldi samþykkja þessa ályktun með meirihluta.

Það er hins vegar hryggilegt að fulltrúi Íslands, Guðfinna S. Bjarnadóttir (D) greiddi atkvæði Íslands gegn ályktuninni á þeim forsendum að Evrópuráðið ætti ekki að segja löndum sínum hvað ætti að kenna í skólum þeirra.  Efnislega var hún víst sammála greininni.  Eins göfugt og umburðarlynt þetta getur hljómað þá er þetta röng ákvörðun því hér er ekki um lög eða tilskipun að ræða, heldur mikilvæga stuðningsyfirlýsingu við sönn vísindi og þekkingarleit. 

Mikilvægi vísinda eru gríðarleg.  það er sérlega mikilvægt að það sé almenn stefna þjóða Evrópu að ekki séu kenndar trúarsetningar sem vísindi í almennum skólum.  Það á ekki að vera ákvörðun einstakra sveitarfélaga, skóla eða skólastjóra hvort trú séu kennd sem vísindi.  Hér er um að ræða verndun veraldlegrar menntunar og heilinda vísindalegrar kennslu.   Ályktunin er alls ekki ógnun við sjálfsákvörðunarrétt hverrar þjóðar og það er skammarlegt að fulltrúi þjóðarinnar skyldi ekki samþykkja hana.  Afstaða íslensku sendinefndarinnar er niðurlæging fyrir raunvísindi á Íslandi og allt fólk sem vill standa vörð um raunsanna þekkingu.  Ég get því miður ekki orðað þetta vægar.

 

Ég skora á alla að lesa ályktun Evrópuráðsins en hún er ákaflega vel skrifuð

----

Council of Europe states must ‘firmly oppose’ the teaching of creationism as a scientific discipline, say parliamentarians

Strasbourg, 04.10.2007 – Parliamentarians from the 47-nation Council of Europe have urged its member governments to “firmly oppose” the teaching of creationism – which denies the evolution of species through natural selection – as a scientific discipline on an equal footing with the theory of evolution.

 

In a resolution passed by 48 votes to 25 during its plenary session in Strasbourg, the Council of Europe Parliamentary Assembly (PACE) declared: “If we are not careful, creationism could become a threat to human rights.”

 

Presenting the report, Anne Brasseur (Luxembourg, ALDE), a former Education Minister, said: “It is not a matter of opposing belief and science, but it is necessary to prevent belief from opposing science.”

 

“The prime target of present-day creationists, most of whom are Christian or Muslim, is education,” the parliamentarians said in the resolution. “Creationists are bent on ensuring that their ideas are included in the school science syllabus. Creationism cannot, however, lay claim to being a scientific discipline.”

 

The parliamentarians said there was “a real risk of a serious confusion” being introduced into children’s minds between conviction or belief and science. “The theory of evolution has nothing to do with divine revelation but is built on facts.”

 

“Intelligent design, presented in a more subtle way, seeks to portray its approach as scientific, and therein lies the danger,” they added.

 

“Creationism ... was for a long time an almost exclusively American phenomenon,” the parliamentarians pointed out. “Today creationist ideas are tending to find their way into Europe and their spread is affecting quite a few Council of Europe member states.”

 

The report cites examples from Belgium, France, Germany, Greece, Italy, the Netherlands, Poland, Russia, Serbia, Spain, Sweden, Switzerland, Turkey and the United Kingdom.

 

 

___

The dangers of creationism in education

Resolution 1580 (2007)1

1.       The aim of this report is not to question or to fight a belief – the right to freedom of belief does not permit that. The aim is to warn against certain tendencies to pass off a belief as science. It is necessary to separate belief from science. It is not a matter of antagonism. Science and belief must be able to coexist. It is not a matter of opposing belief and science, but it is necessary to prevent belief from opposing science.

2.       For some people the Creation, as a matter of religious belief, gives a meaning to life. Nevertheless, the Parliamentary Assembly is worried about the possible ill-effects of the spread of creationist ideas within our education systems and about the consequences for our democracies. If we are not careful, creationism could become a threat to human rights which are a key concern of the Council of Europe.

3.       Creationism, born of the denial of the evolution of species through natural selection, was for a long time an almost exclusively American phenomenon. Today creationist ideas are tending to find their way into Europe and their spread is affecting quite a few Council of Europe member states.

4.       The prime target of present-day creationists, most of whom are Christian or Muslim, is education. Creationists are bent on ensuring that their ideas are included in the school science syllabus. Creationism cannot, however, lay claim to being a scientific discipline.

5.       Creationists question the scientific character of certain items of knowledge and argue that the theory of evolution is only one interpretation among others. They accuse scientists of not providing enough evidence to establish the theory of evolution as scientifically valid. On the contrary, they defend their own statements as scientific. None of this stands up to objective analysis.

6.       We are witnessing a growth of modes of thought which challenge established knowledge about nature, evolution, our origins and our place in the universe.

7.       There is a real risk of a serious confusion being introduced into our children’s minds between what has to do with convictions, beliefs, ideals of all sorts and what has to do with science. An “all things are equal” attitude may seem appealing and tolerant, but is in fact dangerous.

8.       Creationism has many contradictory aspects. The “intelligent design” idea, which is the latest, more refined version of creationism, does not deny a certain degree of evolution. However, intelligent design, presented in a more subtle way, seeks to portray its approach as scientific, and therein lies the danger.

9.       The Assembly has constantly insisted that science is of fundamental importance. Science has made possible considerable improvements in living and working conditions and is a not insignificant factor in economic, technological and social development. The theory of evolution has nothing to do with divine revelation but is built on facts.

10.       Creationism claims to be based on scientific rigour. In actual fact the methods employed by creationists are of three types: purely dogmatic assertions; distorted use of scientific quotations, sometimes illustrated with magnificent photographs; and backing from more or less well-known scientists, most of whom are not specialists in these matters. By these means creationists seek to appeal to non-specialists and sow doubt and confusion in their minds.

11.       Evolution is not simply a matter of the evolution of humans and of populations. Denying it could have serious consequences for the development of our societies. Advances in medical research with the aim of effectively combating infectious diseases such as AIDS are impossible if every principle of evolution is denied. One cannot be fully aware of the risks involved in the significant decline in biodiversity and climate change if the mechanisms of evolution are not understood.

12.       Our modern world is based on a long history, of which the development of science and technology forms an important part. However, the scientific approach is still not well understood and this is liable to encourage the development of all manner of fundamentalism and extremism. The total rejection of science is definitely one of the most serious threats to human rights and civic rights.

13.       The war on the theory of evolution and on its proponents most often originates in forms of religious extremism which are closely allied to extreme right-wing political movements. The creationist movements possess real political power. The fact of the matter, and this has been exposed on several occasions, is that some advocates of strict creationism are out to replace democracy by theocracy.

14.       All leading representatives of the main monotheistic religions have adopted a much more moderate attitude. Pope Benedict XVI, for example, as his predecessor Pope John-Paul II, today praises the role of the sciences in the evolution of humanity and recognises that the theory of evolution is “more than a hypothesis”.

15.       The teaching of all phenomena concerning evolution as a fundamental scientific theory is therefore crucial to the future of our societies and our democracies. For that reason it must occupy a central position in the curriculum, and especially in the science syllabus, as long as, like any other theory, it is able to stand up to thorough scientific scrutiny. Evolution is present everywhere, from medical overprescription of antibiotics that encourages the emergence of resistant bacteria to agricultural overuse of pesticides that causes insect mutations on which pesticides no longer have any effect.

16.       The Council of Europe has highlighted the importance of teaching about culture and religion. In the name of freedom of expression and individual belief, creationist ideas, as any other theological position, could possibly be presented as an addition to cultural and religious education, but they cannot claim scientific respectability.

17.       Science provides irreplaceable training in intellectual rigour. It seeks not to explain “why things are” but to understand how they work.

18.       Investigation of the creationists’ growing influence shows that the arguments between creationism and evolution go well beyond intellectual debate. If we are not careful, the values that are the very essence of the Council of Europe will be under direct threat from creationist fundamentalists. It is part of the role of the Council’s parliamentarians to react before it is too late.

19.       The Parliamentary Assembly therefore urges the member states, and especially their education authorities:

19.1.       to defend and promote scientific knowledge;

19.2.       strengthen the teaching of the foundations of science, its history, its epistemology and its methods alongside the teaching of objective scientific knowledge;

19.3.       to make science more comprehensible, more attractive and closer to the realities of the contemporary world;

19.4.       to firmly oppose the teaching of creationism as a scientific discipline on an equal footing with the theory of evolution and in general resist presentation of creationist ideas in any discipline other than religion;

19.5.       to promote the teaching of evolution as a fundamental scientific theory in the school curriculum.

20.       The Assembly welcomes the fact that 27 Academies of Science of Council of Europe member states signed, in June 2006, a declaration on the teaching of evolution and calls on academies of science that have not yet done so to sign the declaration.

1 Assembly debate on 4 October 2007 (35th Sitting) (see Doc. 11375, report of the Committee on Culture, Science and Education, rapporteur: Mrs Brasseur). Text adopted by the Assembly on 4 October 2007 (35th Sitting).

 ---------------------------------------------------------

Hér að neðan til niðurhals er lítill bæklingurum eðli og tilgang Evrópuráðs þingmanna.  Stutt en fróðleg lesning.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Klysja með boðskap

Ég var að enda við að sjá stríðsmyndina "300", sem hefur fengið misjafna dóma en nær 8.0 í einkunn á IMDb.com, en yfirleitt er þess virði að sjá myndir sem fá einkunn yfir 7 og sérstaklega milli 8 og 9. 

Myndin byrjar með hetju- og hermannaklysjunni um hinn herta hermann sem lærir að þola mikið harðræði og þjálfun í þeim tilgangi að verða drápsmaskína.  Vondu mennirnir herja að Grikklandi og vegna illra pólitíkusa og gráðugra presta er landið og þingið sem andsetið af aðgerðarleysi og ótta við að brjóta lög sem augljóslega eru fásinna.  Leonidas konungur lætur ekki blekkjast og bölvar spillingu og hindurvitnum.  Hann ákveður að berjast með sínum bestu 300 gegn ofurefli innrásarhersins í nafni hins "frjálsa manns". 

Leonídas gegn hinu illa

Fleira er ekki rétt að segja bili til þess að skemma ekki söguna algerlega fyrir þeim sem ætla að sjá myndina.  Ljóst er að óvinurinn er fulltrúi mannskemmandi hugmynda sem hafa hrjáð heiminn alla mannkynssöguna.  Loka baráttuhróp Spartverja var "berjumst gegn harðstjórn og dulhyggju!!"

Þessi mynd er augljóslega baráttukall manngildisins gegn blindri græðgi, valdnýðslu, guðshræðslu, hindurvitnum, kynferðislegri misnotkun (sbr "the oracles") og rotnum stjórnmálum.  Þetta er f.o.f. myndlíking, ekki sögukennsla.   Boðskapurinn á fullt erindi í dag.  Ekki flagð undir fögru skinni að þessu sinni. Wink


Fríkkaður viðbjóður

Börn eru hvött til að lesa biblíuna og það eru sérstakar barnabiblíur til með vinalegum myndum af fallegu fólki með ávölum og þægilegum útlínum.  Móses er mikil hetja, flytur hina helgu þjóð út úr Egyptalandi eftir að Guð sendi 10 plágur á þjóð Farósins, m.a. ein sem drap öll ungabörn.  Hrikalegt en einhvern veginn svo eðlilegt... eða hvað?   Abraham fær boð um að sanna trú sína með því að fórna syni sínum á altari.  Hann ætlar að gera það en Guð sendir honum engil sinn og segir að hann hafi sannað sig... "allt í plati... bara að prufa þig góði Abraham" virðist þessi Guð hafa hugsað.  Hollt lesefni fyrir börn.  Styrkir fórnfýsi og hlíðni býst ég við... eða hvað? 

Í sumar sagði ónefndur 12 ára drengur mér frá þessum sögum sem hann var að læra í skólanum.  Ég varð forvitinn og spurði hann:  "kennir kennarinn þinn þér þetta sem sannleika... að þetta hafi gerst í alvörunni?"  Drengurinn vissi ekki hverju hann ætti að svara en fann inná að ég trúði þessu ekki og spurði á móti: "Trúir þú ekki á guð?",  "Nei" svaraði ég að bragði án frekari útskýringa.  Þá kom nokkuð sem ég átti ekki von á frá 12 ára dreng.  Hann sagði: "Þú ættir að skammast þín!".   Ég gat ekki annað en brosað af ákveðni hans en þessi viðbrögð sögðu meira en hafði spurt um.

Svo fá unglingarnir okkar, okkar fallegu ungmenni fá að lesa fullorðinsbiblíu þegar á fermingaraldurinn kemur, fullra 13 ára.   Skyldu þau nokkuð nenna að lesa alla Biblíuna?  Hún er svo andskoti löng.  Jæja, tæpast nema örfá þeirra færu að lesa hana.  Það hlýtur nú að vera forvitnilegt að lesa þessa bók sem virðulegir prestar klæddir valdsmannlegum kuflum halda svo mikið uppá.  Pabbi og mamma horfa á þessa menn með dreymnum augum og þeir halda svo fallega utan um bókina miklu.

Best að kíkja einhvers staðar í Biblíuna.  Blaðsíða 281, í Dómarabókinni, kafli 21 sem heitir "Meyjarrán í Jabes í Gíleað".  Skrítið og skrítnir staðir.   Í 10. málsgrein stendur:

(10) "Þá sendi lýðurinn þangað tólf þúsundir hraustra manna og lagði svo fyrir þá: "Farið og fellið íbúana í Jabes í Galíað sem sverðseggjum, ásamt konum og börnum.  (11)  En þannig skuluð þér að fara:  Alla karlmenn og allar konur er samræði haf átt við mann (..ehm, semsagt alla homma og eiginkonur), skuluð þér banni helga, en meyjar skuluð þér láta lífi halda."  Þeir gjörðu svo.  (12) Og þeir fundu meðal íbúanna í Jabes í Gíleað fjögur hundruð meyjar, er eigi höfðu samræði átt við mann, og þeir fóru með þær til herbúðanna í Síló, sem er í Kanaanlandi.  (13) Þá sendi allur lýðurinn og lét tala við Benjamíns sonu, þá er voru hjá Rimmónkletti, og bauð þeim frið.  (14) Þá hurfu Benjamínítar aftur og þeir gáfu þeim konur þær, er þei höfðu látið lífi halda af konunum í Jabes í Gíleað.  Þær voru þó ekki nógu margar handa þeim."

Næsti kafli Dómarabókarinnar heitir svo "Meyjarrán í Síló".  Það vantaði konur fyrir karlana í ætt Benjamíns og því var þeim ráðlagt af öldungum Ísraela að ræna sér konum í Síló.  Einhverra hluta vegna máttu ekki aðrar ættkvíslar Ísraela gefa Benjamínítum konur.  Það var greinilega mun betri kostur að ræna konum frá öðrum.  Kaflanum líkur svo þannig að "Benjamíns synir gjörðu svo" og komust upp með það án eftirmála. 

Ótrúlegt.  Hvílíkir barbarar!  En samt allt með blessun öldunga og í nafni Guðs.  Benjamínítarnir voru greinilega bænheyrðir enda af Guðs útvöldu hljóð.  Aumingja fólkið í Síló, en hverjum er ekki sama? og þetta er bara saga..., reyndar í Biblíunni sem á að leiða börnin okkar til siðsamara lífs.

Skemmtilegur lestur og uppbyggilegur Frown.  Er ekki svona efni bannað innan 18 ára í kvikmyndum?  Er þetta handbókin fyrir 13 ára ungmenni á 21. öldinni?

Ég fór að lesa þetta því ég var að glugga í bók Annie Laurie Gaylor - Woe to the Women The Bible Tells Me So, The Bible, Female Sexuality & the Law.   Þar er vitnað í manngæsku hinnar guðs útvöldu þjóðar og afstöðu til kvenna. 

En viti menn!  Ég sem fullorðinn að lesa þetta rakst á eftirfarandi.  Við samanburð á enska texta Biblíunnar og hinum íslenska rak ég augun í það að búið er að fegra íslensku útgáfuna.  Lesum nú enska textann sem vantar í Dómarabókina 21; 11-14:

"Take her home, pare her nails, shave her head, have her bewail her parents for one month, then go in onto her, and be her husband"  Þýðing mín:  "Færðu hana heim til þín, klipptu neglur hennar, rakaðu höfuð hennar og láttu hana syrgja foreldra sína í einn mánuð, hafðu þá samræði við hana og vertu henni eiginmaður" 

Sem sagt hér eru leiðbeiningar um það hvernig Benjamínítarnir áttu að halda nauðugum, leyfa að gráta í 1 mánuð, niðurlægja svo með rakstri og nauðga þeim hreinu meyjum sem þeir rændu í hernaði.   

Hvers vegna skyldi þýðandinn / þýðendurnir hafa sleppt þessum hluta úr íslensku þýðingunni?  Var þetta e.t.v. of svívirðulegt? of óhugnalegt? of viðbjóðslegt? til að hafa í hinni heilögu bók?  Var það of freistandi að loka augunum augnablik og hreinlega gleyma að þýða þessar setningar?  Vissulega hlaut að vera nóg að hafa lýst því að Benjamínítarnir ættu að drepa konur og börn.  Úff, ekki vildi ég vera þýðandi þessarar bókar. 

Bíðum nú aðeins hæg.  Woundering  Kannski er ég að missa af einhverjum tilgangi.  Kannski er þetta einhverjum lexia.  Kannski er í lagi að hafa "leiðarbók lífsins" uppfulla af morðsögum og nauðgunum?  Fullt af fullorðnu fólki segir ekkert um þessa hluti. 

Nei... Á meðan ég get ekki talið það réttlætanlegt að hafa svona efni í leiðbeiningarbók að lífinu ætla ég að ráðleggja öllum að halda þessari bók frá börnum og ungmennum.   Það eru svo margar góðar bækur sem hægt er að lesa í staðinn. 

____

Viðbót:  Það er víst skýring á þessu ósamræmi á milli ensku og íslensku útgáfunnar.   Hjalti bendir á í færslu 4 að það sem vantar sé í 5 Mósesbók í íslensku biblíunni.   Þetta er því ekki "fríkkaður viðbjóður" heldur "færður viðbjóður".


Lífsskoðanir – hvað er húmanismi?

Húmanistar eru þeir einstaklingar sem aðhyllast svokallaðan húmanisma (manngildishyggju) en hann hefur í raun fylgt manninum frá örófi alda þó að skilgreiningin sjálf sé ekki nema um 150 ára gömul.  Húmanismi birtist t.d. í því að manneskjan hefur þurft að reiða sig á rökvísi sína, fyrirhyggju og jákvætt samstarf við annað fólk til þess að komast af.  Þegar við lýsum tegundinni manninum (homo sapiens) sem „hinum viti borna manni“ erum við í raun að höfða til kjarna húmanismans.  Það er geta mannsins til að skoða umhverfið og finna í því eiginleika sem eru jafnvel utan beinnar skynjunar skilningarvitanna og nota þá sér í hag.  það er hin greinandi hugsun og getan til að búa til verkfæri og flytja þekkinguna á milli kynslóða.

Lífsskoðanir  (life stance) eru samansafn þeirra hugmynda sem líta að því hvernig við horfum á heiminn, hvernig við útskýrum lífríkið og náttúruna og hvaða aðferðum við viljum beita til að afla nýrrar þekkingar (þekkingarfræði) og vita hvernig við eigum að hegða okkur gagnvart hvert öðru og umhverfi okkar (siðfræði).   Þá eru menningarlegar hugmyndir um framkvæmd mannfagnaða vegna persónulegra lífsáfanga og tryggðarbanda oft samofinn hluti af lífsskoðunum fólks.  

Þekkingarfræði húmanista byggir á því að notast einungis við rökfræðilegar (vísindalegar) aðferðir og tilraunir á hinum þekkta efnisheimi til að afla staðreynda um heiminn, lífið og tilveruna.  Húmanismi (manngildishyggja) byggir á mannvirðingu, einstaklingsfrelsi, samábyrgð, lýðræði og vísindalegri aðferðafræði.  Skynsemishyggja (rationalism) og veraldarhyggja (secularism) eru ríkir þættir í húmanisma. 

lífsskoðunarfélögum má skipta í annars vegar trúfélög og svo aftur veraldleg félög sem ekki trúa á guð eða guði eins og Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi.   Hin almenna skilgreining á trú er sú að fylgjandinn trúi á einhvers konar æðri mátt eða guðlegan anda.  Húmanistar eru því ekki trúaðir og eiga það sameiginlegt með trúleysingjum  (non-believers) og guðleysingjum (atheists).   Guðleysi og trúleysi eru hins vegar mun afmarkaðari hugtök en manngildishyggja því þau skilgreina í raun einungis að manneskjan sé ekki trúuð, burt séð frá öðrum lífsskoðunum hennar.  Það eru því til trúleysingjar sem gætu ekki talist til húminasta þó trúleysið sé þeim sameiginlegt.  

Á meðal lífsskoðana má einnig telja skoðanir fólks á stjórnmálum þó svo flest lífsskoðunarfélög (þ.m.t. trúfélög) taki oftast ekki sterka pólitíska afstöðu.   Það er þó ljóst að trúfélög hafa áhrif á stjórnmál  því siðferðislegar hugmyndir eru nátengdar pólitík og lagagerð.   Húmanistar styðja lýðræðislega skipan þjóðfélaga, jafnrétti kynjanna, trú- , tjáningar- og lífskoðunarfrelsi, jafnan rétt til náms og afnám dauðarefsingar.    

Þá telja húmanistar að veraldlegur (secular) grunnur laga, stjórnskipulags, dómskerfis, menntunar og heilbrigðiskerfis verði að vera fyrir hendi til að tryggja jöfnuð og trúarlegt hlutleysi hins opinbera.   Sagan hefur sýnt að trú og stjórnmál eru ákaflega ófarsæl blanda sem leitt hefur til alls kyns ójöfnuðar og tíðra stríða milli þjóða eða þjóðarbrota.  Í Tyrklandi nútímans má sjá baráttu hins veraldlega og betur menntaða hluta þjóðarinnar við hin trúarlegu afturhaldsöfl sem hafa náð þar völdum.  

Í mörgum samfélögum hafa  „veraldleg“ og „húmanísk“ viðhorf í flestum tilvikum farið saman.   Á því eru þó undantekningar og það má segja með nokkru réttu að kommúnisminn hafi verið veraldlegur þar sem hann byggði ekki á trú.  Hann var hins vegar alls ekki húmanískur því hann gekk á móti mikilvægum siðferðisgildum eins og lífsskoðunarfrelsi, tjáningarfrelsi og lýðræði.   Það þarf því meira en veraldlega skipan (skipulag án trúar) hins opinbera til að skapa réttlátt og siðferðislega þroskað þjóðfélag.   

Veraldleg skipan verður þó alltaf hornsteinn þess að vernda þegnana gegn kreddufullum trúarkenningum og trúboði.  Ísland öðlast ekki fyllilega veraldlega skipan fyrr en við hættum að halda þjóðkirkju og afnemum forréttindi trúarbragða úr lögum og stjórnarskrá landsins.  Aðskilja ber ríki og trú, opinbera starfsemi og kirkju.

  Þessi grein var birt í Fréttablaðinu 13. september en í styttri útgáfu án samráðs við mig.  Ég kann Fréttablaðinu því 2/3 þakkir fyrir birtinguna.  Wink  Hér geta áhugasamir lesið greinina alla. 


Spurningar til Maryam Namazie í Odda 6. sept 07

Hér fer video frá fyrirspurnartímanum eftir fyrirlestur Maryam Namazie í Odda þann 6. september s.l.  Þar ber margt á góma og var ánægjulegt að sjá að hún fékk stuðning á meðal Írana sem voru þar að hlusta á.  Í lokin svaraði hún spurningunni "Er nokkur von?" á skemmtilegan máta.  

Þetta er síðasta myndbandið frá heimsókn Maryam Namazie hingað.  Hún er að mínu viti en merkasta baráttumanneskja fyrir mannréttindum sem ég hef séð hin síðari ár og það gladdi mig mikið að fá að njóta þess að hlusta á hana hér heima.  Heimurinn í dag þar sem trúarbrögð eru álitin yfir gagnrýni hafin kann eflaust ekki fyllilega að meta hana en ég á von á því að það muni breytast talsvert á næstu 5-10 árum.  Kynnið ykkur boðskap þessarar merku konu.


"Berjum eiginkonuna létt til hlýðni!"

Ég starfaði á spítala í New York borg í 6 ár (1998-2004) og vann þar meðal heilbrigðisstarfsfólks úr öllum hornum heimsins, þar á meðal múslimum frá Jórdaníu, Írak, Sýrlandi, Íran, Indlandi, Pakistan og nokkrum Afríkulöndum.   Flestir múslimarnir á minni deild (lyflækningar) voru karlmenn en ein kona var frá Íran og önnur frá Jórdaníu.  Hvorugar þeirra báru höfuðblæju en tvær konur sem voru læknar á barnadeild huldu hár sitt.   Sú Jórdanska á minni deild var eiginkona umsjónarlæknis unglæknanna og var hann einnig frá Jórdan.  Þau sögðu sig reyndar vera frá Palestínu upphaflega en foreldrar hans höfðu misst sitt land þar.  Aðspurð um lausn deilunnar við Ísraelsmenn sagði konan að það ætti að reka Ísraelsmenn á haf út.  Engin málamiðlun þar.  Eiginmaðurinn hét Ryan og sökum hversu strangur og ósveigjanlegur hann var við unglæknana fékk hann viðurnefnið "Private Ryan", þ.e. hermaðurinn Ryan.  Það voru allir fegnir þegar hann hætti og fékk stöðu á öðrum spítala.  Á meðan hann var við lýði fékk konan hans næturvaktir yfir Ramadam (föstumánuðinn) tímann þannig að þá gat hún borðað á nóttunni og sofið af sér föstuna á daginn.  Þetta komust þau upp með tvö ár í röð. 

Árið eftir að Ryan hætti var konan hans (vil ekki nefna nafn hennar) áfram í prógramminu að ljúka sínu síðasta ári.  Einn daginn fréttum við að því að hún hafði tilkynnt sig veika en hún átti að starfa á gjörgæsludeildinni og það var slæmt að missa af læknum þaðan vegna mikils vinnuálags.  Hún kom aftur til vinnu tæpri viku síðar.  Þegar ég sá hana brá mér en því miður var ég ekki alls kostar hissa á því sem ég sá.  Hún hafði glóðarauga kringum bæði augu og hægri handleggurinn var í fatla.  Hún sagðist hafa dottið en það var deginum ljósara að hún hafði verið barin í spað.  Hún var ólík sjálfri sér, var hljóð og hélt sig út af fyrir sig.  Ég hugsaði eiginmanni hennar þegjandi þörfina en ég var ekki nógu hugaður til að skipta mér af þessu eða reyna að tala við hana um þetta.  Mér fannst að það myndi ekki breyta neinu í lífi hennar.

Ástæða þess að ég er að rifja þetta upp er að vinur minn Steindór J Erlingsson benti mér á myndbandið sem fér hér að neðan og sýnir þá óskammfeilni sem talsmenn Kóransins sýna með því að bera upp á borð kvenhatandi ritningar þeirrar bókar í sjónvarpi án þess að blikna.  Þessi vel klæddi íslamski karlmaður lítur út eins og nútímamaður en trú hans er vel framreidd villimennska.

Þessi maður gæti rétt eins verið Dr. Ryan

 


Fyrirlestur Maryam Namazie í Odda 6. sept 2007

Hér að neðan fer upptaka mín á fyrirlestri Maryam Namazie í Odda, Háskóla Íslands, þann 6. september s.l.

Fyrirlestur hennar fjallaði m.a. um Ráð fyrrum múslima, baráttuna gegn pólitísku Íslam og réttinn til þess að láta af trú.  Henni var ákaflega vel tekið á þessum fundi sem fór frami fyrir troðfullum sal.  Ég birti fyrirspurnartímann síðar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband