Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Tvennt verulega athyglisvert

Það er tvennt verulega athyglisvert við þessa yfirlýsingu Ungra vinstri grænna.

Í fyrsta lagi er það hugrekki þeirra og ást á jafnrétti sem skín í gegnum mál þeirra því það eru fáir sem hafa hugrekki til að fjalla um mál lífsskoðana í stjórnmálum í dag.  Í síðustu kosningum voru þessi mál algerlega skilin útundan.

Í öðru lagi er það hugrekki þeirra og heiðarleiki að koma opinberlega fram með gagnrýni á afstöðu eða afstöðuleysi eigin þingmanna í þessu máli. 

Það er alltaf að koma betur í ljós sú vanþekking sem ríkir í þjóðfélaginu og á meðal margra þingmanna úr öllum flokkum á því hvert sé gildi veraldlegrar skipunar á menntakerfinu og hinu opinbera.  Þetta fólk virðist ekki geta skilið á milli þess sem er ríkjandi lífsskoðun eða ríkjandi hópur í stærð eða sögu trúfélaga og þess að leiðbeinandi gildi í skólastarfi (eða t.d. þingmennsku) geta ekki verið eyrnamerkt í lögum slíkum hóp eða hópum.  Lög geta ekki verið tileinkuð einni arfleifð umfram annarrar því annars er verið að mismuna og skapa sundrungu, alveg sama hversu stór við höldum að sú arfleifð sé.  Ekki dettur okkur t.d. í hug að tileinka og merkja lög um störf dómara ákveðinni nefndri hugmyndafræði eða lög um Alþingi ákveðnum stjórnmálaflokkum, þó stærstir séu. 

Skólar eru ekki trúarstofnanir, heldur trúarlega og stjórnmálalega hlutlausar menntastofnanir.  Það þýðir ekki þar með að skólastarf sé tómt hugmyndafræðilega eða villu ráfandi siðferðilega.  Við höfum almenn gildi til að fara eftir líkt og kveðið er á um í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og stungið var uppá að færi í lög um skólastarf í stað hins trúarlega mismunandi og óljósa orðalags "kristilegs siðgæðis".  Siðferðisgildin sjálf er allt sem þarf að nefna og lög án merkinga skapa frið um skólastarfið sem á að vera fyrir alla þegna landsins, ekki bara kristna.

Einnig má hér minna á að kristin arfleifð á sér bæði góðar og slæmar hliðar, þannig að hún er umdeild bæði í dag og alla hennar sögu.  Hún er heldur ekki eina arfleiðin og að mínu áliti og margra annarra ekki sú mikilvægasta.  Arfleifð lífsspeki Forn-Grikkja, endurreisnarmanna (1300-1550) og svo hugsuða upplýsingarinnar (u.þ.b. 1650-1850) er sú arfleiðs sem færði okkur einstaklingsfrelsi, kosningarétt, lýðræði, frjálsar ástir, jafnrétti kynjanna, tjáningarfrelsi, sannfæringarfrelsi og vísindalega gagnrýna hugsun.  Oft tíðum náðust þessi verðmæti þrátt fyrir harða andstöðu kirkjunnar (sbr Galilei Galileo og Vatíkanið) þó vissulega væru góðar undantekningar því meðal klerka eða guðfræðinga sem iðkuðu vísindi og færðu okkur nær einstaklingsfrelsi en áður var.  Nefna má þar t.d. guðfræðinginn Desiderius Erasmus frá Rotterdam sem síðar fékk þann heiður fá verk sín listuð á Skrá hinna bannfærðu bóka hjá Páfanum í Róm.

Þó að ég telji hina húmanísku arfleifð mikilvægari en hina kristnu, þá dettur mér ekki í hug að biðja um að nefna húmanisma eða arfleifð hennar í lögum.  Skólastarf mótast fyrst of fremst af faglegri nálgun og þekkingu kennara rétt eins og starf lækna mótast af faglegri nálgun þeirra og sérstökum siðareglum í starfi.  Siðareglur lækna bera ekki trúarlega merkimiða.  Það er algert aukaatriði hvaðan gildin koma, hvort að það var kristinn maður, búddisti, múslimi eða húmanisti sem kom með góðar siðferðishugmyndir.  Það skiptir mestu að gildin sjálf, sem eru sammannleg og algild séu höfð að leiðarljósi.  Þjóðfélag er samstarf og það geta ekki allir skrifað undir eða eignað sér heiður.  Hið sameiginlega, hið opinbera í lífi okkar þarf einfaldlega að virka og vera miðað að ákveðnum markmiðum og tilgangi óháð uppruna eða sögu. 

 


mbl.is Ung VG lýsa yfir óánægju með þingmenn VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bréf Einsteins

Nýlega kom fram í sviðsljósið bréf eftir Albert Einstein þar sem hann tjáir sig um trúmál.  Menn hafa lengi deilt um hvort að Einstein væri trúaður eða trúlaus.  Hann vitnaði stundum í guð en það hefur ýmist verið túlkað sem tilvísun í náttúruna eða sem trú á guð.  Bréfið sem nú er komið fram er skrifað 1954 og hefur verið í einkaeign frá 1955 en nú á að selja það á uppboði.  Þar skýrist talsvert afstaða Einsteins en e.t.v. má enn deila um meiningar hans. 

Bréfið eins og það er birt í The Guardian:

An abridgement of the letter from Albert Einstein to Eric Gutkind from
Princeton in January 1954, translated from German by Joan Stambaugh. It
will be sold at Bloomsbury auctions on Thursday

... I read a great deal in the last days of your book, and thank you very
much for sending it to me. What especially struck me about it was this.
With regard to the factual attitude to life and to the human community we
have a great deal in common.

... The word God is for me nothing more than the expression and product of
human weaknesses, the Bible a collection of honourable, but still
primitive legends which are nevertheless pretty childish. No
interpretation no matter how subtle can (for me) change this. These
subtilised interpretations are highly manifold according to their nature
and have almost nothing to do with the original text. For me the Jewish
religion like all other religions is an incarnation of the most childish
superstitions. And the Jewish people to whom I gladly belong and with
whose mentality I have a deep affinity have no different quality for me
than all other people. As far as my experience goes, they are also no
better than other human groups, although they are protected from the worst
cancers by a lack of power. Otherwise I cannot see anything 'chosen' about
them.

In general I find it painful that you claim a privileged position and try
to defend it by two walls of pride, an external one as a man and an
internal one as a Jew. As a man you claim, so to speak, a dispensation
from causality otherwise accepted, as a Jew the priviliege of monotheism.
But a limited causality is no longer a causality at all, as our wonderful
Spinoza recognized with all incision, probably as the first one. And the
animistic interpretations of the religions of nature are in principle not
annulled by monopolisation. With such walls we can only attain a certain
self-deception, but our moral efforts are not furthered by them. On the
contrary.
 
Now that I have quite openly stated our differences in intellectual
convictions it is still clear to me that we are quite close to each other
in essential things, ie in our evalutations of human behaviour. What
separates us are only intellectual 'props' and 'rationalisation' in
Freud's language. Therefore I think that we would understand each other
quite well if we talked about concrete things. With friendly thanks and
best wishes

Yours, A. Einstein

Því miður hef ég ekki tíma til að þýða bréfið en það er athyglisvert, m.a. að hann telur að

"orðið Guð sé ekkert meira en tjáning og afleiðing mannlegs veikleika og Biblían sé samansafn ærlegra, frumstæðra þjóðsagna sem eru samt sem áður talsvert barnalegar."

En hvers vegna er fólki svona annt um að finna út hvaða skoðun Einstein hafði á trúmálum?  Líklega vegna þess að hann er talinn einn mesti hugsuður 20. aldarinnar og álit hans hlýtur að skipta máli. Vægi orða hans hlýtur þó fyrst og fremst að skapast af rökvísi þeirra og innihaldi, ekki frægð hans sem eðlisfræðings.  Richard Dawkins fjallar heilmikið um Einstein í bók sinni "The God Delusion" og færir þar sannfærandi rök fyrir því að Einstein hafi stundum notað guðshugtakið í því skyni að tákna hið undursamlega og óþekkta í náttúrunni eða himingeimnum, en ekki til að trúa á í sama skilningi og guð kristinna eða gyðinga.  Þetta bréf hér sýnist mér ýta undir þá túlkun.  Þá er nokkuð ljóst að hann hefði ekki tekið þátt í ráðgefandi sérfræðingaráði alþjóðlegu húmanistasamtakanna www.iheu.org við stofnun þess árið 1952 ef að hann hefði verið trúaður.  Ég leyfi Einstein að hafa síðasta orðið:

"Í mínum huga er trú gyðinga rétt eins og öll önnur trúarbrögð, holdi klædd hjátrú eins og þær gerast hve barnalegastar."

 


Brotið á hvaða lögum?

Nú hef ég ekki kynnt mér mikið skrif Skúla á bloggi hans sem er nú horfið, en ljóst er að hann gagnrýndi þar talsvert Íslam og hryðjuverk sem framin eru í nafni þeirrar trúar.  Hann gerði stundum athugasemdir við mín skrif, sérstaklega þegar ég var að skrifa um Íslam.  Þar var hann jafnan sammála mínum skrifum og bætti við að hann teldi kristni fremri íslamstrú.  Hans "gullni staðall" var því kristnin á meðan minn er húmanismi.  

Skúli Skúlason

Nú veit ég ekki hvort að skrif Skúla voru óvægin eða hlaðin gífuryrðum eða hreinlega bara sterk málefnaleg gagnrýni þar sem berar staðreyndir voru settar fram eftir heimildum sem hann taldi góðar og gildar.  Merkilegt er að ritstjórn mbl.is nefndi víst ekki nein dæmi þegar hún kvartaði við Skúla.  Hvernig átti hann því að verja sig?  Einnig er merkilegt að í frétt mbl.is af málinu er ekki nefnt hvaða lög Skúli átti að hafa brotið að mati lögmannsins.  Þetta hlýtur að vera lykilatriði málsins.

Ef við gefum okkur að Skúli hafi gerst "brotlegur" við lögin um bann við guðlasti sem eru einn af steingervingum íslenskra laga, þá verður það að teljast með ólíkindum að mbl.is hafi látið undan þrýstingi kvartana um að um guðlast (hæðni eða óvirðing sýnd trúarbrögðum) væri þarna á ferðinni.  Guðlast er ákaflega huglægt hugtak.  Hvað er guðlast?  Er það guðlast að segja "Guð er ekki til!" eða er það guðlast að segja "kenningar Íslam eru fullar af ofbeldi!"?  Er það guðlast að gagnrýna ákveðna trúarhópa og kenningar þeirra, þó að umræðan sé málefnaleg og studd góðum rökum? 

Enginn er bættur af því að beita illkvitni og niðrandi orðum um þann sem viðkomandi er að gagnrýna en hvenær eru orð niðrandi?  Var það niðrandi af breska barnakennaranum að nefna tuskubangsa barnanna "Múhameð"?  Átti hún skilið fangelsi fyrir það?  Hvers vegna lögðu Brétar nýverið niður guðlastslöggjöf sína? Það er vegna þess að það er of huglægt hvað kallast guðlast og hvað ekki.  Einnig hefur það runnið upp fyrir mönnum að fólk trúar og trúarkenningar eru ekki heilagar og eiga ekki að vera undanþegnar gagnrýni eða sérstaklega verndaðar umfram aðrar skoðanir. 

Aðgerð mbl.is sýnist mér vera aðför að málfrelsinu.  Þetta er naivisminn í hnotskurn.  Það er látið eftir æstu fólki sem kvartar bak við tjöldin með vísun í úrelt guðlastslög sem stangast á við málfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar.  Þetta er akkúrat það sem Karen Jespersen og Ralf Pittelkow vara við í bók þeirra "Íslamistar og naívistar".   Hver verður næst látinn taka poka sinn?  Ég hef nú verið að undirbúa grein um uppgangsár Múhameðs spámanns í Arabíu en þær heimildir sem ég hef hafa nokkuð aðra mynd af manninum en birt var á dögunum í tímaritinu "Sagan öll".   Á ég ekki að þora nú að birta greinina? Gæti ég átt von á símhringingu frá lögmanni mbl.is? 

Athugið:

"Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins."

Bara til að hafa það á hreinu Police


mbl.is Óánægja með lokun umdeilds bloggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirsjáanleg viðbrögð

Ég sá þessa stuttu mynd "Fitna" í fyrradag.  Hún sýnir hvernig Íslamistar hegða sér.  Þar er ekki verið að tala um hinn almenna múslima en það er vitnað í þau vers í Kóraninum þar sem hvatt er til ofbeldis og útskúfunar þeirra sem ekki eru Íslamstrúar.  Svo eru sýndar klippur frá æsingarræðum Islamista þar sem hvatt er til ofbeldis. 

Nú fara þeir leiðtogar sem mótmæla "Fitna" fram á ný alþjóðleg lög sem hindri ærumeiðingar í garð trúarbragða.  Dæmigerð og fyrirsjáanlega viðbrögð því það er einmitt ær og kýr þessara leiðtoga að hefta mál- og tjáningarfrelsi, sérstaklega þegar kemur að trúmálum.  Nú nýlega voru refsilög við guðlasti felld úr gildi í Englandi og er það mikil framför sem ætti að vera okkur Íslendingum til fyrirmyndar því enn eru í gildi fáránleg lög þessa efnis hérlendis. 

Mynd hollendingsins er ekki ærumeiðandi fyrir Islam.  Morðingi Theo Van Gogh er ærumeiðandi fyrir Islam.  Al-Sadr er ærumeiðandi fyrir Islam.  Þeir æsingarmenn haturs og óþols gagnvart öðrum en múslimum sem sýndir eru í "Fitna" eru ærumeiðandi fyrir Islam.  Sérstök Íslömsk mannréttindayfirlýsing múslima, sk. Kairó-yfirlýsingin, sem tekur mið af Sharía lögum bókstafstrúarmanna, er ærumeiðandi fyrir Islam.  Hryðjuverkin í New York, Madrid og London eru ærumeiðandi fyrir Islam.

Við skulum standa í báða fætur og gefa ekki þumlung eftir af góðum gildum okkar.  Múslimar sem vilja lifa eftir Sharía skulu gera það í þeim löndum sem það kjósa.


mbl.is Arabaleiðtogar mótmæla „Fitna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð í tíma töluð - fyrir löngu síðan

 Á vef Vantúar rakst ég á eftirfarandi tilvitnun í Níels Dungal læknis sem árið 1948 gaf út bókina "Blekking og þekking".  Mér finnst þessi orð hans eiga sérstaklega við í dag, ekki síður en í hans samtíma. 

 "Hver einasti læknir, sem hefir augun opin, gerir sér ljóst hve fyrirhafnarsamt það er að öðlast þekkingu um starfsemi mannslíkamans. Og hver einasti menntaður læknir veit, að engin framför hefir nokkurntíma orðið á því sviði nema fyrir einbeitingu á athugun, gagnrýni, vinnu og þolinmæði. En að öll afskipti trúarbragða af heilbrigðismálum, sem í gegn um aldirnar hafa verið mjög mikil, hafa, eins og allt annað sem er byggt á fáfræði og blekkingum, reynst lítilsvirði og ekki komið að gagni við lækningu á nokkrum sjúkdómi.

Og þegar menn sjá í gegn um blekkingarhulu töfrakenndra helgiathafna og vita hve einskisverðar þær hafa reynst til lækninga, er þá nokkur furða þótt menn verði tortryggnir á önnur heilög „sannindi", sem ekki eru skilningarvitunum aðgengileg?"

Níels Dungal, læknir

Smá djús til að sötra á yfir páskana.  Eigið þá annars gleðilega!  Páskaegg nr 3? eða stærra?


In memoriam - Sir Edmund Hillary

Eg leyfi mer ad birta her tilvitnun i Sir Edmund Hillary af sidu humanista i Nyja Sjalandi.

Sir Edmund Hillary

image of Sir Edmund Hillary and Sherpa Tensing Norgay in Wellington August 11 1971

Sir Edmund Hillary and Sherpa Tensing (pictured in Wellington in 1971) were the first to climb Mount Everest in 1953. Hillary lived a life of philanthropic achievement and adventure. He died 11 January 2008

picture Reference No. EP/1971/3690/6A-F timeframes.natlib.govt.nz National Library of NZ

"There are many people who, when they're in a moment of danger, will resort to prayer and hope that God will get them out of this trouble. I've always had the feeling that to do that is a slightly sneaky way of doing things. If I've got myself into that situation, I always felt it's up to me to make the effort somehow to get myself out again and not to rely on some super-human human being who can just lift me out of this rather miserable situation.

That may be a slightly arrogant approach, but I still feel that in the end, it's up to us to meet our challenges and to overcome them." -Ed Hillary

 

 


Mikilvæg bók

Bókafélagið Ugla hefur nýlega sent frá sér þýðingu Brynjars Arnarsonar á bókinni Íslamistar og naívistar eftir dönsku hjónin Karen Jespersen og Ralf Pittelkow. Hún er þingmaður og ráðherra og hann er lektor við Kaupmannahafnarháskóla.

Ég las bókina nýlega og mæli sterklega með henni.

Ég vil benda a umfjöllun Atla Harðarsonar um hana.


Eðli Morgunblaðsins og Molar úr lífsspeki trúmannsins - sjá bls 47 í Mbl sunnudagsins.

Morgunblaðið hefur borið þá gæfu að leyfa öllum lesendum að skrifa greinar á lesendasíður blaðsins svo fremi sem ekki sé um eitthvað verulega meiðandi eða ósiðsamlegt efni að ræða.  Þannig hefur Morgunblaðið marga áratugi hjálpað landanum að koma skoðunum sínum á framfæri við aðra landsmenn og er það vel.  Einhverjir hafa kvartað yfir að fá lítið pláss eða að vissum einstaklingum sé hampað með stórum greinum í lesbókum eða sérstökum dálkum.  Mér sýnist ýmislegt til í þessu en Morgunblaðið er ekki ríkisblað, heldur einkafjölmiðill og ber því ekki skylda að meðhöndla alla jafnt og getur leyft sínum gæðingum og uppáhöldum að njóta sín sérstaklega.  Það er þó aðdáunarvert að oft hafa pólitískir andstæðingar Moggans fengið drjúgt pláss og góð viðtöl.  Þessi aðdáun er þó nokkuð sem á ekki að vera aðdáun, heldur bara venjubundin virðing fyrir því sem sjálfsagt er fyrir fjölmiðil sem í krafti útbreiðslu sinnar hefur þann möguleika að skýra frá vel flestum skoðunum og málssvörum sem láta að sér kveða í þjóðfélaginu.   Þannig er þeirra háttur sem una málfrelsi og lýðræðislegri umræðu.

En hverjir eru sérhagsmunir Morgunblaðsins? Það er nokkuð ljóst að stefna og stjórnmálamenn Sjálfstæðisflokksins fá þar sérstaklega góða umfjöllun og tækifæri.   Hin óundirritaða en oft háðuga og hvassa gagnrýni á andstæðinga Sjálfstæðisflokksins í dálknum Staksteinar og einnig í ritstjórnarpistli eða Reykjavíkurbréfi sýnir hvaða stjórnmál standa á bak við eigendur og ritstjórnendur blaðsins.   Þá er ljóst að Morgunblaðið er málpípa Þjóðkirkjunnar og fær hún mikið pláss til að koma sínu fólki, trúarskoðunum og dagskrá á framfæri.  Sem stærsta dagblað landsins og með mestu útbreiðsluna hafði Mbl og boðun þess því algera yfirburði í áratugi eða þar til Fréttablaðið sló útbreiðslu þess út.   Blaðið og svo 24-stundir sem Mbl keypti meirihluta í er nú orðið að nánast sama málssvara (en bara með meira efni fyrir dægurmál) og mátti sjá þess glöggt vitni í umræðunni um grunnskólafrumvarpið í desember s.l.  Leiðarar 24-stunda voru mjög vilhallir Þjóðkirkjunni og óttuðust hinn "freka minnihluta" sem bað um veraldleg lög í landinu.   Við þetta er ekkert að athuga - einkarekin fyrirtæki ráða sínum skoðunum sjálf. 

Í Morgunblaðinu í dag sunnud. 27. janúar 08 fékk Sr. Sigurður Ægisson tvo heildálka sem tileinkaðir eru "Hugvekju" og fjallar þar um það sem hann setur í fyrirsögn undir "Lífsspeki".  Þetta vakti forvitni mína því fátt er jú mikilvægara en lífsspeki.  Við þurfum öll að hafa tileinkað okkur ákveðna lífsspeki til að taka farsælar ákvarðanir í okkar daglega lífi.  Sr. Sigurður segir í inngangi að þetta sé síðasta hugvekjan hans í bili, en síðan 2001 hafi hann skrifað 325 hugleiðingar, flestar frumsamdar.  Hann þakkaði samfylgdina og tók svo fram að sú lífsspeki sem hann valdi til birtingar kæmi úr bók Jóns Hjaltasonar, Lífsspeki sem kom út árið 2003.

Hér koma nokkur dæmi (án leyfis höfundar):

"Talið um frægð, virðingu, skemmtun og auðæfi - allt þetta er einskis virði samanborið við ástúð vináttunnar"  Þetta er einstaklega krúttlegt og sætt.  Hins vegar finnst mér virðing ekki einskis virði samanborið við "ástúð vináttunnar" enda felst mikil virðing í vináttunni.  Reyndar fer um mig smá hrollur varðandi þessa ástúð því ég þigg bara ástúð frá minni heittelskuðu.   Þetta er nú bara minn þröngi skilningur á orðinu og óska ég öllum gleðilegrar ástúðar hjá þeim sem þess óska.  Næsta.

"Þvílíkt himnaríki væri ekki hér á jörðu ef við höguðum okkur eins gagnvart meðbræðrum okkar og hundinum okkar"  Gúlp! Blush  Hundar þurfa að dúsa inni heilu dagana og sofa stundum í búrum.  Þá eru þeir skotnir fljótt ef þeir fá ólæknandi sjúkdóm eða lifa við verki.  Þar förum við reyndar betur með þá en það fólk sem óskar eftir aðstoð við að stytta óbærilegt líf sitt.  Já ætli það sé ekki bara heilmikill sannleikur í þessu þó ég óski engum að lifa á hundakexi.

"Með því að hefna sín gerir maðurinn sig aðeins að jafningja óvinar síns; en með því að láta það ógert sýnir hann yfirburði sína".   Sammála.  Hér er átt við siðferðislega yfirburði.   Í dag iðkum við refsingu í formi fangelsisvistar en tilgangurinn með henni er ekki síður að vernda aðra frá fólki sem líklegt er til að brjóta af sér aftur".   Dauðarefsingin er aftur form hefndar og ætti aldrei að vera í gildi því það er ekki hægt að vera alltaf viss um að rétti aðilinn sé sakfelldur.

Ljómandi er  nú allt þetta að ofan skemmtilegt en "Adam var ekki lengi í Paradís" og guðleysingjarnir .... já hvers mega þeir gjalda greyin því næsta "lífsspeki" Sigurðar (og Jóns) var:

"Erfiðustu stundir guðleysingjans eru þær þegar hann er barmafullur af þakklæti fyrir eitthvað en veit ekki hverjum hann á að þakka".   W00t  Dísus fo..ing kræst.   Hvílík vandræði!  Hvílík opinberun!   Hér er vandamál sem ég hafði aldrei hugsað út í.  Ég hef verið guðlaus frá 15 ára aldri (og að 6 ára aldri) og hef alveg misst af þessum erfiðu stundum en samt hef ég haft svo mikið til að vera þakklátur samferðafólki mínu og allra mest foreldrum og þeim forfeðrum landsmanna sem bjuggu í haginn fyrir velferð okkar og frelsi.  Ég er þakklátur ríkinu fyrir að hafa veit mér tækifæri til menntunar út háskólanám og byggt upp heilbrigðiskerfi sem styður mig í veikindum utan þess þegar tennurnar í mér sýkjast, brotna eða skemmast.  Mér sýnist að sá sem þessa "lífssteypu" samdi hafi ekki notið þess að hugsa með báðum heilahvelunum og haft erfiðleika við að sjá neðar en ímyndað himnaríkið.   Við hann og Sigurð segi ég:  "Líttu í kringum þig - í láréttu plani!"

Endahnútinn rekur Sigurður svo með þessari dásamlega niðurlægjandi tilvitnun í orð gamallar konu:

"Það er að vísu satt að Darwin hefur sannað að Guð sé ekki til.  En Guð er svo góður að hann mun fyrirgefa honum það" - Gömul kona við andlát Charles Darwin. 

Konan viðurkennir fyrst að Darwin hafi sannað að Guð sé ekki til en talar svo þvert ofan í þá viðurkenningu með því að telja Guð muni fyrirgefa honum það.  Þetta er dæmi um þversögn eða öfugmælaskrýtlu (enska: oxymoron) sem oftar en ekki er dæmi um það sem varast á sem heimsku frekar en að taka sem lífsspeki.   Til eru bækur sem innihalda safn slíkra öfugmæla eða þversagna.   Þetta á ekki heima í bók um lífsspeki en sjálfssagt þykir sumum viturt það sem öðrum þykir heimskt.  Merkilegt að Sigurður tæki þetta dæmi sem guðfræðingur en þetta er ágætis brandari, bara á kostnað trúaðrar konu.  Aftur trúmaðurinn telur þetta brandara á kostnað Darwins þar sem Guð sé svo góður og fyrirgefandi, en stóri brandarinn í þessu öllu saman er sá að Darwin setti ekki fram þróunarkenningun til höfuðs trú fólks um tilveru Guðs.  Þróunarkenningin kemur ekkert guði eða trú við.  Hún er vísindakenning um þróun lífvera í árþúsundanna rás  - ekkert annað.  Hins vegar kom hún í stað sköpunarsögunnar sem útskýring á lífríkinu fyrir marga þá sem áður höfðu trúað á slíka sögu eða vantaði góða skýringu á aldri og þróun lífheimsins.  Það var mörgum bókstafstrúarmanninum áfall og ekki var lengur verjandi að kenna sköpunarsöguna sem líffræðilega útskýringu í skólum lengur. 

Vonandi velur Sigurður betri lífsspeki til birtingar í framtíðarvettvangi sínum.  Það verður spennandi að sjá hvaða visku eftirmaður hans með dálkinn "Hugvekja" í sunnudagsblaði Mbl mun færa lesendum blaðsins.   Hið kristilega íhald hefur vin í Morgunblaðinu.


Skammsýn samlíking

Í Kastljósi kvöldsins voru rithöfundarnir Auður Jónasdóttir og Haukur Már Helgason til viðtals og spjalls um nýútkomna bók þeirra; "Íslam án afsláttar". 

Í bókinni eru ýmsar greinar um Íslam og ýmis mál sem hafa komið upp í samskiptum múslima og annarra þegna landanna í kringum okkur.  Talsvert er fjallað um "skopmyndamálið" svokallaða, en það átti sér stað eftir að danskt dagblað birti skopmyndir af Múhameð spámanni múslima.  Trúarleiðtogar múslima þar í landi fóru til miðausturlanda og fengu þar hjálp við að skipuleggja mótmæli í miklum fjölda Íslamskra landa.  Þessi mótmæli fóru gjörsamlega úr böndunum og sendiráð Dana voru sums staðar brennd og danskar útflutningsvörur hunsaðar.  Ofbeldi braust út á sumum stöðum.  Þessi ofbeldisfullu og hatrömmu viðbrögð voru réttlætt með því að guðlast hefði verið framið og að það væri eðlilegt að múslimum sárnaði verulega.

Nú er ég ekki að skrifa þetta til að dæma þessa bók enda hef ég ekki lesið nema lítinn hluta af henni.  Ég er að skrifa um það sem kom fram í Kastljósinu en þar lýstu þau Auður og Haukur Már kaldhæðnum skopmyndum sem áttu að vera móðgandi fyrir það sem Íslendingum væri "heilagt".  Merkilegt var að aðeins ein myndanna beindist að algengustu trú landsmanna, kristninni og gat ég ekki greint hvað ætti að vera meiðandi við hana.  Allar hinar myndirnar beindust að mögulegum siðferðislegum veikleikum þjóðarinnar eins og efnishyggjunni og ímyndinni um hreinan kynstofn sem sumir rækta með sér (Skopmynd: Iceland - purest blood in the world). 

Í allri umræðunni sem fram fór í Kastljósinu var ekki vikið að aðal atriðum þessa skopmyndamáls eftir myndbirtingu Jyllandsposten um árið.  Aðal atriðið er að trúarhugmyndir eiga ekki að teljast heilagar og eiga ekki að njóta sérréttinda umfram aðrar.  Skopmyndir eru leyfðar og ekkert réttlætir ofbeldisfullar aðgerðir vegna þeirra, hvorki í nafni trúarlegrar móðgunar né annars.  Háð er vandmeðfarið og þegar gert er grín að minni máttar er oft gengið yfir strik velsæmis.  Nú var ekki um minni máttar að ræða og þó svo þannig væri málum háttað, er aldrei hægt að réttlæta rangt með röngu.   Hugmynd þeirra Auðar og Hauks Más um að leyfa okkur Íslendingum að finna til einhvers konar sams konar særinda eða móðgunar vegna skopmynda missir algerlega marks. 

Í umræðu um málfrelsi og aftur trúfrelsi sagði Haukur Már að enginn hefði velt fyrir sér málfrelsi og rétti þeirra sem létu lífið í róstursömum mótmælum gegn skopmyndunum.  Ríkistjórn þeirra landa þar sem þetta gerðist hefðu sent her á mótmælendur og drepið suma þeirra, sagði Haukur Már.  Á manni nú að líða illa yfir því að hafa gagnrýnt þessa fánabrennandi, hatursfullu mótmælendur sem hótuðu Dönum limlestingum?  Eiga gerðir þeirra að afsakast vegna enn verri gerða stjórnvalda í löndum þeirra?  Nei, það er Haukur Már sem er ekki að sjá hinn siðferðislega kjarna þessa máls.  Það verður ekki liðið að fólk, sama hverrar trúar það er, fari með ofbeldi og efni til haturs og skemmdaverka fyrir sakir teiknimynda.  Það fólk sem ætlar að nærast á frelsi og umburðarlyndi vestrænna þjóðfélaga þarf sjálft að virða það frelsi og sýna umburðarlyndi í verki.  Réttindi, frelsi og skyldur þjóðfélagsins ganga á báða vegu, ekki bara handa sjálfvöldum útvöldum einstaklingum eða hópum. 

Það er ekki vel til fundið að reyna að benda á einhvern flein í auga okkar varðandi þetta skopmyndamál.  Maður geldur ekki stríðni með ofbeldi og skemmdaverkum, skop með skotum, móðgun með drápum, gagnrýni með hatri eða frelsi með kröfu um sérréttindi.   Við höfum okkar vandamál og ófullkomleika en við þurfum ekki lama dómgreind okkar og ákvörðunarrétt með tilbúinni sektarkennd og ótta við að móðga framandi menningu (menningarleg afstæðishyggja). 


Manngildi og siðferði mannsins vegna er nóg

Í prentútgáfu Morgunblaðsins í dag 30. desember bls 44, birtist eftir mig svargrein sem fer hér að neðan.  Ég sendi með greininni mynd sem Mbl birti ekki (líklega vegna plássvanda).  Myndin verður því með hér en hún er tekin af Matthíasi Ásgeirssyni og kann ég honum þakkir fyrir að leyfa birtinguna.

----

Þann 21. okt. s.l. birtist svargrein Sigurðar Pálssonar fyrrverandi sóknarprests Þjóðkirkjunnar við grein minni frá 30. sept. „Húmanismi – lífsskoðun til framtíðar“. Það er ánægjulegt að Sigurður tekur undir með mér um mikilvægi húmanismans, en hann skrifar hins vegar greinina til að mótmæla því sem hann kallar að „[ég] spyrði saman guðleysi og húmanisma“. Honum sárnar greinilega að ég nefni ekki einhverja trúmenn sem jafnframt hafi verið málssvarar húmanískra lífsgilda.

Sigurður segir: „Að skilgreina húmanismann eða manngildisstefnuna fyrst og fremst sem guðlaust lífsviðhorf er fölsun“. Hann vísar svo til þess að í mannkynssögunni sé „fjarri því að allar greinar [manngildisstefnunnar] hafni trúarlegri sýn á tilveruna“.


Fyrst vil ég nefna að hvergi í umræddri grein sagði ég að kristnir gætu ekki tileinkað sér húmanísk gildi eða hefðu ekki gert það fyrr á öldum. Hins vegar hafa ekki nema örfáir trúarleiðtogar verið í forsvari fyrir manngildishyggju og miklu oftar barist gegn straumum frelsis og manngildis. Þannig var það með trúfrelsi, aðskilnað ríkisvalds og dómsvalds frá kirkjunni, afnám þrælahalds, kosningarrétt kvenna og nú síðast réttindi samkynhneigðra.

Forysta Þjóðkirkjunnar hefur ekki enn áttað sig fyllilega á rökréttum nútímaviðhorfum gagnvart samkynhneigð. Hún barði lengi vel hausnum við stein í aumkunarverðri tilraun sinni til að halda í bókstafinn og hvatti Alþingi til þess að skerða réttindi annarra trúfélaga til að taka sjálfstæða ákvörðun um hjónavígslu samkynhneigðra þar til nýlega.


Þau alþjóðasamtök sem s.l. 56 ár hafa borið nafn húmanismans, International Humanist and Ethical Union (IHEU), hafna hindurvitnum og þ.á.m. trú á guði. Almennt þegar talað eru um samtök húmanista og húmanisma er átt við IHEU og þann húmanisma sem þar er haldið á lofti. Siðmennt er aðildarfélag að þeim. Hinn venjubundni húmanismi nútímans er trúlaus og þar liggur mín skírskotun.


Vissulega hafa húmanísk lífsviðhorf verið til innan trúarbragða og fyrstu húmanistar endurreisnarinnar eins og t.d. Desiderius Erasmus frá Rotterdam voru trúaðir. Þeir fengu viðurnefnið húmanistar árið 1589 vegna þess að skrif þeirra lögðu meiri áherslu á frelsi mannsins en áður þekktist. Þeir grófu þannig óbeint undan guðdómleikanum og því óskoraða valdi sem kirkjan hafði tekið sér á hugum og líkamlegu frelsi fólks. Þjóðfélög þessa tíma voru gegnsýrð af kristinni bókstafstrú og það var ávísun á dauðann að segja sig trúlausan. Thomas Jefferson, sem var uppi um tveimur öldum síðar var einarður gagnrýnandi trúarbragða og taldi að siðferði væri ekki komið frá guðdómi heldur eðlislægri dómgreind mannsins.


Sigurður sagði svo: „Guðlaus lífsviðhorf fæddu ekki af sér manngildishugsjónina.“ Þessu er ég algerlega ósammála. Manngildishugsjónin hefur enga þörf fyrir guðshugmyndina og stendur algerlega sjálfstæð án hennar. Þó að bæði trúaðir og ótrúaðir hugsuðir sögunnar hafi komið fram með húmanískar skoðanir, þá byggðu þær ekki á guðfræði eða trúarlegum innblæstri. Þau trúarbrögð sem í dag teljast hófsöm og skynsamari öðrum eru það vegna þess að þau hafa fjarlægst nákvæma trú á orð trúarrita sinna og skilið eftir þann kjarna sem hvað helst samræmist húmanískum gildum og skynsemi. Þannig skiptir trúin á upprisuna og hina heilögu þrenningu ákaflega litlu máli fyrir megin hluta kristinna Íslendinga. Samkvæmt stórri Gallup könnun sem var gerð hérlendis árið 2004 trúa aðeins 8.1% því að þeir fari til himna eftir sinn dánardag. Siðferðislegt, lagalegt og menningarlegt umhverfi okkar er fyrst og fremst húmanískt, þ.e. óður til frelsi mannsins, hugvits og mannúðar, en ekki trúarlegrar náðar eins og forysta Þjóðkirkjunnar básúnar við hvert tækifæri.


Svo hneykslaðist Sigurður yfir því að ég vogaði mér að segja að hófsöm trúarbrögð búi í haginn fyrir hin öfgafullu heittrúarbrögð. Það er langt mál að færa fyrir því full rök en hér vil ég nefna eitt dæmi sem er okkur nærri. Á dögunum fór fram svokölluð Bænaganga sem margir kristnir Baldur Freyr messartrúarsöfnuðir stóðu að, þ.á.m. Þjóðkirkjan. Gengið var niður á Austurvöll og beðið um aukna kristinfræði og trúarlega starfsemi í skólum. Aðalskipuleggjandi göngunnar var maður sem vitað er að talar mjög niðrandi um samkynhneigða opinberlega. Í göngunni voru svo hermannaklæddir karlar sem báru fána og yfirbragð göngunnar varð því mjög þjóðernislegt (sjá mynd). Á meðan forgöngumaðurinn predikaði böðuðu þátttakendur út örmum líkt og öfga-evangelistar gera í Bandaríkjunum (Sjá grein Brynjólfs ÞorvarðarsonarGengið gegn gleðinni“ í Mbl, 18.11.07 bls 50). Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi hefur beðið skólayfirvöld undanfarin ár að gæta hins hlutlausa veraldlega grunns í menntastofnunum landsins og gæta þannig mannréttinda barna, sem voru dómfest í Mannréttindadómstóli Evrópu í sumar. Í stað þess að virða þennan dóm er Þjóðkirkjan tilbúin að ganga með öfgatrúuðum í baráttu fyrir auknum trúarlegum afskiptum í skólum. Hvað segir þetta manni um húmanisma Þjóðkirkjunnar og með hverjum hún stendur?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband