Mikilvægt skref - fyrsta veraldlega útförin á vegum Siðmenntar

Þann 9. maí síðastliðinn stýrði ég fyrstu veraldlegu útförinni á vegum lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar.  Þannig fetaði ég í fótspor Jóhanns Björnssonar sem hélt fyrstu veraldlegu giftinguna á vegum félagsins í september síðastliðnum.  Þessir tveir viðburðir marka upphafið af nýjum félagslegum valkostum fyrir fólk sem aðhyllist ekki trú á æðri mátt.  Ahöfnum Siðmenntar er stýrt af athafnarstjórum (enska: celebrant, officiant) og þær eru að flestu leyti sambærilegar kirkjulegum athöfnum hvað uppbyggingu varðar.  Efnistökin eru þó önnur því ekki er farið með ritningar, sálma eða annað trúarlegt innihald.  Farið er með hugvekju því þær geta jú einnig verið veraldlegar.  Tilgangur hugvekju er að vekja til umhugsunar og velta fyrir sér lífinu og tilverunni.

Eins og er á Siðmennt ekkert húsnæði til að halda athafnir sínar í, þannig að félagið þarf að reiða sig á húsnæði sem reist hefur verið fyrir sameiginleg kirkjugarðsgjöld allra landsmanna.  Í Bænhúsinu í Fossvogi þar sem útförin var haldin er stór viðarkross á endaveggnum en hann er viðarlita og fellur inní bakgrunninn.  Fólkið í Siðmennt gerir sér grein fyrir því að þau húsnæði sem það mun eiga völ á Húmanísk minning - ljósm: Svanur Signæstu árin verða ekki alltaf fullkomlega í takt við lífsskoðun þess, en það pirrar sig ekki á því.  Aðal atriðið er að vera komin af stað með athafnir með því innihaldi sem samræmist lífsskoðun húmanista.  Fólk allra lífsskoðana, trúarlegra og veraldlegra þarf að lifa í sátt saman í landinu og sýna hvort öðru umburðarlyndi.  Vð þurfum alltaf að minnast þess sem við eigum sameiginlegt þó að við deilum og skiptumst á skoðunum einnig. 

Í lok maí mun Siðmennt tilkynna formlega upphaf athafnarþjónustu sinnar.  Í undirbúningi er kynningarefni í formi bæklinga og viðbótarefni við kynningarefni á vefsíðu félagsins.   Sá sem hér skrifar mun halda stutta kynningarfyrirlestra víða um land í framhaldinu. 

Sex athafnarstjórar hafa fengið þjálfun og skammt er í að fyrstu nafngjöfinni verði stýrt af einum þeirra.  Þá verða fyrstu skrefin stigin í öllum fjórum klassísku félagslegu athöfnum fjölskyldna hjá Siðmennt.  Það ver vel á því að þessi skref eru stigin nú þar sem Borgaraleg ferming Siðmenntar á 20 ára afmæli í ár.

Ástæða þess að ekki tókst að bjóða uppá veraldlegar/húmanískar nafngjafir, giftingar og útfarir fyrr er sú að félagið vildi ekki rjúka út í slíka þjónustu án góðs undirbúnings.  Fjármagn hefur einnig skort þar sem félagið nýtur ekki sömu fyrirgreiðslu og trúfélög hjá hinu opinbera vegna laga sem viðurkenna aðeins trúarlegar lífsskoðanir (lög um skráningu trúfélaga).  Í fyrra fékk Siðmennt tvo myndarlega styrki frá einkaaðilum og hefur það verið mikil lyftistöng. 

Í fyrravor fékk félagið kennslu og þjálfun fyrir verðandi athafnarstjóra hjá kennara frá systursamtökum Siðmenntar, Human Etisk Forbund (HEF) í Noregi.  Sú aðstoð var veitt ókeipis.  Ég var svo skipaður umsjónarmaður þjónustunnar og þess undirbúnings sem nauðsynlegur var.  Síðastliðið haust sótti ég ráðstefnu hjá British Humanist Association um húmanískar/veraldlegar athafnir og var það mjög gagnlegt.  Bæði Norðmenn og Brétar hafa áratuga langa hefð í framkvæmd þessara athafna og eiga mikið af bókmenntum um efnið.  Vefsíðu Siðmenntar var breytt til mikilla bóta var Sigurður Hólm Gunnarson umsjónarmaður þess verkefnis.  Allt kynningarefni um veraldlegar/húmanískar athafnir þar hefur verið uppfært og er þar m.a. útskýrt notkun á orðunum veraldlegur, húmanískur og borgaralegur, en það er ekki alveg sama hvernig þau eru notuð.

Ég vil þakka Siðmennt það traust sem það hefur sýnt mér í gegnum allt þetta ferli og fjölskyldunni að Hólastekk fyrir að treysta okkur fyrir útförinni.  Í annað sinn braut hún blað í sögu veraldlegra athafna (sonur þeirra var í fyrsta borgaralega fermingarhópnum 1989) með Siðmennt og er það ákaflega mikils virði fyrir félagið og fólk sem aðhyllist sömu lífsskoðun á Íslandi.  Húmanísk lífsmenning á Íslandi á bjarta framtíð fyrir sér. 


mbl.is Fyrsta útförin á vegum Siðmenntar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Innilega til hamingju allir trúleysingjar á Íslandi. Það er gott að vita að mögulegt er að fara sómasamlega í gröfina. Hingað til hafa trúleysingjar verið háðir því að vinir og vandamenn geti haldið í svona athöfn, en það er hægara sagt en gert, þegar fólk er í sorg og á um sárt að binda. Allir sem komu nálægt þessu eru einróma um að athöfnin hafi verið mjög falleg.  Vona að flestir kristnir geti samglaðst okkur í stað þess að vera með skítkast útaf húsnæðinu. Vil einnig senda samúðarkveðjur til aðstandenda.

Ásta Kristín Norrman, 14.5.2008 kl. 15:40

2 Smámynd: Jón Magnús

Til hamingju með þetta og vonandi er þetta bara eitt lítið skref í réttindabaráttu húmanista á Íslandi.

Takmarkið hlýtur að vera að vera með séraðstöðu fyrir trúlaust fólk þar sem trúleysingjar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða gerðir að trúuðum einstaklingum eftir dauðann vegna þess að útförin fór fram í bænahúsi. 

Það mætti allavega halda það eftir að hafa lesið mörg komment frá ofsa-krislingum þessa lands í sambandi við þennan atburð.

Jón Magnús, 14.5.2008 kl. 16:23

3 identicon

Þetta er frábært og kannski var annað frábært sem út frá þessu spannst og það var að sjá kærleika og virðingu ofurkrissa með að þetta húsnæði hafi verið notað, það glitti í rotin kjarna þeirra, þar sást að virðing þeirra nær ekki út fyrir biblíufélaga.
Þeir eiga ekki bræður og systur nema innan trúarinnar.

Annars er ég á móti orðinu "trúleysingjar", allir fæðast án trúar þannig að það er bara eðlilegt lífsmynstur eða þannig.
Ef meirihluti fólks fengi fuglaflensu þá væru þeir sem væru án hennar ekki kallaðir flensuleysingjar, þeir eru heilbrigðir.

Hver veit nema Svanur lesi eitthvað næs yfir minni gröf og hafi ekki hugmynd um að þetta sé hin misástsæli DoctorE :)

Keep on trucking.

DoctorE (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 17:13

4 identicon

Til hamingju með þennan áfanga. Það lítur helst út fyrir að Siðmennt sé smátt og smátt að breytast í ekta trúfélag og verða þannig stofnun í íslansku samfélagi. Sjálfum finnst mér þetta óþarfi. Það þarf enga aðstoð við að gefa barni nafn. Það má gera með hvaða hætti sem er. Fyrir nokkrum árum var mér boðið í nafngiftarveislu innan stórfjölskyldunnar. Það var notaleg stund sem foreldrar barnsins stjórnuðu.

Sama má segja um útfarir. Faðir minn, Ragnar Þorsteinsson kennari, var trúleysingi af ástríðu og reyndar félagi í Siðmennt. Þegar hann lést þá sáum við, börnin hans, um útförina. Athöfnin fór fram í Fossvogskirkju.Karl Ágúst Úlfsson, flutti minningarorð um afa sinn; tveir sona Ragnars lásu ljóð og flutt var tónlist sem hann hafði haft dálæti á m.a. Internationalinn enda maðurinn forfallinn kommúnisti. Gamlir nemendur hans sáu um söng. Enginn prestur fékk að koma nálægt athöfninni og heldur ekki kistulagningunni. Engin kristileg galdratákn eins og kross voru til staðar og þá alls ekki þessi moldaraustur sem alltaf á sér stað áður en kistan er borin úr kirkju. Við systkinin bárum svo kistuna úr kirkjunni og hún afhent til brennslu. Aska Ragnars hvílir svo í duftreitnum í Fossvogi.

Ég upplifði þessa athöfn sem sjálfsagða kveðju fjölskyldunnar og vina Ragnars. Þetta geta allir.

Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 18:26

5 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk Ásta, Jón og DoctorE

Svanur Sigurbjörnsson, 14.5.2008 kl. 19:12

6 identicon

Til hamingju!

Frábærar fréttir. Ég er afar ánægður með þetta framtak ykkar og er búinn að tilkynna mínum vandamönnum að þetta sé eitthvað fyrir minn skrokk þegar hann hættir að draga andann.

Ansi ertu brattur Svanur að taka að þér að stýra athöfninni, ég tek ofan fyrir þér.

Kristinn

Kristinn (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 21:20

7 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Takk fyrir Haukur og Kristinn.

Ég tek niður pöntunina Kristinn he he

Svanur Sigurbjörnsson, 16.5.2008 kl. 09:30

8 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Til hamingjumeð þennan áfanga!

Ég veit allavega að þegar ég verð jarðsett þá vil ég ekki neitt hallelúja í minni jarðarför og lífsskoðanir mínar eiga að koma þar fram

Margrét St Hafsteinsdóttir, 20.5.2008 kl. 21:26

9 Smámynd: Morten Lange

Frábært að veraldleg útför sé nú í boði á Íslandi, og ekki síst að svona vel hefur verið staðið að því að byggja þessu upp og útfæra.

Til hamingju og kærar þakkir fyrir að koma þessu á koppinn með miklum sóma og virðugleika, af lýsingingunum að dæma. 

Morten Lange, 27.5.2008 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband