Færsluflokkur: Mannréttindi
Mikil fjölgun húmanískra giftinga í Skotlandi
22.7.2008 | 01:42
Á nokkrum árum hefur fjöldi húmanískra giftinga á Skotlandi nærri nífaldast (frá 81 upp í 710 í fyrra) og eru nú fjórða algengasta form giftinga á meðal lífsskoðunarhópa þar, en borgaralegar giftingar án afskipta lífsskoðunarfélaga eru algengastar þar.
Sagt er frá þessu í frétt BBC á sunnudaginn 20. júlí síðastliðinn. Þessi fjölgun gerist á sama tíma og giftingum fækkar í heild hjá trúfélugum.
Hér má lesa aðra frétt um málið og heimsækja hér vefsíðu skoskra húmanista, en þeir hafa fengið samþykkt lög í Skotlandi þar sem þeir mega ganga frá lagalegu hlið giftingarinnar rétt eins og trúfélögin. Því er ekki til að dreifa hérlendis.
Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi hóf formlega sína athafnaþjónustu 29. maí síðastliðinn og hafa athafnarstjórar félagsins stýrt tveimur giftingum og þrjár til viðbótar eru í undirbúningi á næstu mánuðum. Þetta fer rólega af stað en án efa mun vaxandi fjöldi fólks nýta sér þennan möguleika í framtíðinni.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 01:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Betur má ef duga skal
11.6.2008 | 01:06
Það er vissulega fagnaðarefni að nú skuli trúfélögum heimilt að gefa saman samkynhneigða í staðfesta samvist.
Svona er breytingartillagan sem var samþykkt nú í lok þings:
Lög |
um breytingu á lögum um staðfesta samvist, nr. 87/1996, með síðari breytingum. |
1. gr. |
Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
|
2. gr. |
Við 2. mgr. 8. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Einnig geta prestar og forstöðumenn skráðra trúfélaga leitað um sættir. |
3. gr. |
Lög þessi öðlast gildi 27. júní 2008. |
Það er athyglisvert að lesa þær umsagnir sem bárust til allsherjarnefndar á lokastigum meðhöndlunar ríkistjórnarinnar á frumvarpinu. Þær eru nær allar með tillögum um enn frekari bætur á lögunum og telja að þetta breytingarfrumvarp gangi ekki nógu langt til að tryggja algert jafnrétti. Ég sagði - nær allar - því umsagnir frá Biskupsstofu og Prestafélagi Íslands hljóðuðu uppá stuðning við frumvarpið óbreytt og án athugasemda.
Hvað var það sem stungið var uppá í hinum umsögnunum? Hér að neðan fer efnisleg samantekt úr þeim:
A. Samtökin '78, Samtök foreldra og aðstandenda samkynhneigðra (FAS) og Félagsráðgjafafélag Íslands bentu á:
Að nýju lögin leyfi prestum Þjóðkirkjunnar að neita samkynhneigðum pörum um þjónustu, en það samrýmist ekki sérstakri stöðu hennar og presta sem opinberra starfsmanna. Þetta hljóti að brjóta í bága við jafnræðisreglu Stjórnarskrárinnar.
B. Samtökin '78, FAS og Siðmennt bentu á:
Sameina þarf alla hjúskaparlöggjöfina í ein lög til að það sé fyllilega ljóst að jafnræði eigi að ríkja. Samtökin'78 lögðu ríka áherslu á þetta í lok umsagnar sinnar.
C. Samtökin '78, FAS og Félagsráðgjafafélag Íslands bentu á:
Í stað þess orðanna "staðfesta samvist" ætti að standa "vígja samvist" þar sem prestar framkvæma vígslur en ekki staðfestingar í gagnkynhneigðum hjónaböndum.
D. Siðmennt benti á:
Í stað þess að kalla þetta staðfesta samvist ætti að kalla athöfnina giftingu og að samkynhneigð pör gengju því í hjónaband rétt eins og gagnkynhneigð pör gera. Það er mismunun að viðhafa önnur nöfn fyrir gift samkynhneigð hjón.
Siðmennt átaldi löggjafann fyrir að hugsa meira um hagsmuni eins trúfélags en að koma á fullum mannréttindum. Orðrétt stendur í umsögn félagsins:
Alþingi á ekki að lúta vilja einstaka trúfélaga, óháð stærð þeirra, um það hvernig mannréttindum er útdeilt á Íslandi. Löggjafavaldið á í ákvörðunartökum sínum að vera algerlega aðskilið trúarlegum hagsmunahópum og gæta þess að allir séu jafnir fyrir lögunum. Skylda löggjafans er fyrst og fremst til mannréttinda, ekki til trúarhópa. Kirkja á að vera aðskilin ríki og löggjafinn óháður og frjáls til þess að stuðla að lagabótum eins fljótt og auðið er. Hvert trú- og lífsskoðunarfélag hefur svo frelsi til að fylgja sinni eigin sannfæringu svo lengi sem hún brýtur ekki á frelsi og réttindum annarra.
E. Samtökin'78 bentu einnig á:
Í nýja frumvarpið vantar heimild fyrir sendiráðspresta og ræðismenn Íslands erlendis (eða erlenda presta og sendiherra hérlendis) til að vígja samkynhneigða í samvist.
Pæling
Umsagnirnar bárust á dögunum 5-19. maí 2008 og því gafst ákaflega lítill tími til að vinna úr þeim og koma með breytingartillögur á frumvarpinu. Hvað gerðist? Ekki var tekið tillit til neinna af óskum þessara ofangreindra aðila og frumvarpið fór í gegn óbreytt. Er það eðlilegt? Nei, það finnst mér ekki því það er alveg ljóst að það var hægt að gera miklu betur.
Það er einnig alveg ljóst að löggjafinn fór hér algerlega eftir (nauðbeygðum) vilja Þjóðkirkjunnar og í athugasemdum þeim sem fylgdu til útskýringar á lögunum var sagt að frumvarpið væri komið til vegna nýrrar sáttar innan Þjóðkirkjunnar. Kannski er þetta skrifað í þeirri kænsku að láta Þjóðkirkjuna halda að hún stjórni þessu en það lítur samt þannig út að löggjafinn gangi aðeins svo langt í að veita samkynhneigðum full mannréttindi eins og Þjóðkirkjan er samþykk.
Á löggjafinn að taka tillit til stærsta og elsta samfleitt starfandi trúfélags landsins? Vissulega, en sú tillitssemi getur aðeins gengið að því marki að sjálfsagt frelsi og réttindi fólk sé ekki fótum troðið. Það er ekki hlutverk löggjafans að kalla hjónabönd samkynhneigðra eitthvað annað en hjónaband eða nota yfir giftingu þeirra orðskrípi eins og "staðfest samvist". Þjóðkirkjan básúnar oft að hún sé sjálfstæð, ráði sér sjálf í sínum innri málum og sé þannig ekki "ríkiskirkja". Þá á hún að axla ábyrgð samkvæmt því og ef að hún vill kalla hjónabönd samkynhneigðra eitthvað annað eða staðfesta þau í stað þess að vígja, er það algerlega hennar. Löggjafinn á ekki að skipta sér af slíku og einungis veita nauðsynlegar heimildir og stuðla að lagaramma sem tryggir þeim trúfélögum sem vilja tækifæri til að gefa samkynhneigðum algerlega sömu þjónustu og öðrum.
Þá eiga lög framtíðar að gera ráð fyrir að bæði trúarleg og veraldleg lífsskoðunarfélög séu skráð og hafi heimild til að vígja eða leiða saman pör, óháð kynhneigð, til hjónabands. Það óréttlæti ríkir nú að Siðmennt hefur ekki heimild til að ganga frá lagalega hluta giftingarinnar því lög gera einungis ráð fyrir því að trúarleg lífsskoðunarfélög séu til í landinu. Í athöfnum Siðmenntar er parið leitt saman til heityrða en ekki vígt, þar sem vígsla er trúarlegt hugtak. Í lögum framtíðar þarf að taka tillit til þessa.
Þetta nýja frumvarp sem var nú samþykkt er stór framför í átt til bættra mannréttinda og því ber að fagna. Ég óska trúfélögum og samkynhneigðum félögum þeirra til hamingju með þetta nýfengna frelsi.
Ég tel þó að okkur beri að spyrja hvort að svona afgreiðsla á lagafrumvörpum er það sem viljum sjá í framtíðinni, þ.e. að allar ábendingar þeirra sem eiga undir högg að sækja og þeirra sem vilja ganga alla leið til þeirra mannréttinda sem við þekkjum best, séu einungis til málamynda, en að eitt trúfélag sem er stærst og samvaxið ríkinu á naflanum fái að hafa síðasta orðið? Hvað heldur ríkisstjórnin að sé vilji þjóðarinnar í þessum efnum? Fer vilji þjóðarinnar saman við vilja Þjóðkirkjunnar? Á ríkisstjórnin að fara eftir sinni bestu samvisku, bestu ábendingum, vilja þjóðarinnar eða Þjóðkirkjunni í mannréttindamálum?
Eitt erfiðasta deilumál kirkju og samfélags til lykta leitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Hvundagshetja: Esther Ösp Gunnarsdóttir
5.5.2008 | 11:39
Kennari í Grunnskólanum á Egilstöðum, Esther Ösp Gunnarsdóttir komst í fréttir 24-stunda þann 1. maí s.l. (bls 38) af því að hún neitaði að dreifa kynningarbæklingi fyrir kristilegar sumarbúðir til nemenda sinna í 7. bekk. Haft var eftir henni: "Ætlast var til þess að ég myndi dreifa þessum bæklingi til krakkanna í bekknum mínum. Það harðneita ég að gera."
Hér er greinilega kona með bein í nefinu sem þorir að standa við sína skoðun á því hvað er rétt og hvað er rangt. Hún hefur einnig snarpan skilning á því hvernig vernda á börn í opinberum skólum frá mismunun. Esther Ösp:
"Mér finnst þetta bara svolítið hæpið í ljósi þess að hér á að ríkja trúfrelsi og sífellt að verða lögð meiri áhersla á umburðarlyndi gagnvart öllum trúarbrögðum og fólki af hvaða uppruna sem er, sem er bara af hinu góða. En þá stangast þetta á við það þegar skólinn er farinn að taka að sér að dreifa kynningarbæklingum um trúarlegt starf." [áherslubreytingar eru mínar]
Að hennar sögn sýndu stjórnendur skólans ákvörðun hennar fullan skilning. Það er léttir að heyra það en í raun ættu þeir að ganga lengra og biðja hana og aðra kennara afsökunar á þessu og hætta allri dreifingu bæklinga um trúarstarfsemi strax. Allir skólar landsins ættu að fara að hennar dæmi.
Esther Ösp sagði einnig: "Ég veit ekki alveg hvort að þetta er fréttnæmt. Ég hugsa að það hafi fleiri kennarar en ég gert þetta í gegnum tíðina".
Góður punktur hjá Esther Ösp. Þetta ætti ekki að vera fréttnæmt því það sem hún gerði á að vera hið viðtekna. Það sem er í raun fréttnæmt við þetta er að stjórn skólans er að brjóta á jafnréttisákvæðum stjórnarskrárinnar og grunnskólalaga þar sem segir að ekki megi mismuna fólki eða nemendum í skóla eftir trúarbrögðum. Að auki er verið á brjóta á siðareglum kennarara þar sem segir að þeir eigi ekki að stunda trúboð í skólum. Í grunnskólalögum segir að skólinn sé ekki trúboðsstofnun.
Þá bætti hún við að "sér finndist algjör óþarfi að kennarar sinni einnig starfi bréfbera. Kennarar hafi nóg að gera þó þeir fari eki að taka að sér hlutverk póstburðarfólks líka, bara til þess að spara kirkjunni örfáar krónur". [áherslur eru mínar]
Þetta er enn einn vinkillinn og rétt athugaður hjá Esther Ösp. Grunnskólinn er menntastofnun, ekki útibú trúarstofnana. Til þess að skólinn geti gegnt hlutverki sínu óáreittur þarf hann að vera laus við ágang eða greiðasemi fyrir stjórnmálaflokka eða lífsskoðunarfélög, þ.m.t. trúfélög. Það er lína sem þarf að draga bæði út frá praktískum sjónarmiðum og verndun barna skólans frá áhrifum félaga utan hans. Öðru vísi verður heldur ekki tryggt að um mismunun hljótist ekki af vegna trúarskoðana foreldra barnanna og að friður skapist um skólastarfið. Það er skýlaus réttur foreldra að sjá um skoðanalegt uppeldi barna sinna utan skólans. Hlutverk skólans er að bera fram upplýsingar í kennsluefni og mennta börnin á hlutlausan máta. Hann gefur börnunum þau tæki, tól og tækni sem þau þurfa til að gera upp hug sinn um hin ýmsu málefni síðar meir. Hlutverk skólans er að bera fram staðreyndir á eins hlutlausan máta og hægt er. Þannig þjónar hann best sannri þekkingu og framtíð barnanna án þess að mismuna uppruna þeirra.
Kennarinn Esther Ösp er hvundagshetjan mín. Ég tek hatt minn ofan.
---
Sjá umfjöllun 24-stunda (bls 38), fréttablaðsins Austurglugginn og bloggsíðu Estherar Aspar.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (75)
Ég mótmæli!
17.1.2008 | 17:11
Ég mótmæli þeirri misnotkun á ráðherravaldi sem Árni Mathiesen beitti við veitingu héraðsdómarastöðu nýverið. Af öllum þeim upplýsingum (bæði á prenti og af persónulegum vitnisburði) sem ég hef séð og heyrt um málið þykir mér ljóst að það er mikill munur á reynslu og hæfni þeirra þriggja sem dæmdir voru best hæfir af dómnefndinni og þeim sem stöðuna fékk. Sá munur er ekki stöðuþega í hag.
Hingað og ekki lengra!
Þessari geðþóttamennsku í stjórnmálum verður að linna og fólk sem kosið hefur verið til hárra embætta verður að taka ábyrgð á svona dómgreindarleysi með því að stíga til hliðar. Kannski var þetta eitt hliðarspor á annars ágætum ferli Árna, en hvert er traust þjóðarinnar til hans nú? Sorgleg staða en engu að síður óumflýjanleg.
Mannréttindi | Breytt 18.1.2008 kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Skammsýn samlíking
11.1.2008 | 00:52
Í Kastljósi kvöldsins voru rithöfundarnir Auður Jónasdóttir og Haukur Már Helgason til viðtals og spjalls um nýútkomna bók þeirra; "Íslam án afsláttar".
Í bókinni eru ýmsar greinar um Íslam og ýmis mál sem hafa komið upp í samskiptum múslima og annarra þegna landanna í kringum okkur. Talsvert er fjallað um "skopmyndamálið" svokallaða, en það átti sér stað eftir að danskt dagblað birti skopmyndir af Múhameð spámanni múslima. Trúarleiðtogar múslima þar í landi fóru til miðausturlanda og fengu þar hjálp við að skipuleggja mótmæli í miklum fjölda Íslamskra landa. Þessi mótmæli fóru gjörsamlega úr böndunum og sendiráð Dana voru sums staðar brennd og danskar útflutningsvörur hunsaðar. Ofbeldi braust út á sumum stöðum. Þessi ofbeldisfullu og hatrömmu viðbrögð voru réttlætt með því að guðlast hefði verið framið og að það væri eðlilegt að múslimum sárnaði verulega.
Nú er ég ekki að skrifa þetta til að dæma þessa bók enda hef ég ekki lesið nema lítinn hluta af henni. Ég er að skrifa um það sem kom fram í Kastljósinu en þar lýstu þau Auður og Haukur Már kaldhæðnum skopmyndum sem áttu að vera móðgandi fyrir það sem Íslendingum væri "heilagt". Merkilegt var að aðeins ein myndanna beindist að algengustu trú landsmanna, kristninni og gat ég ekki greint hvað ætti að vera meiðandi við hana. Allar hinar myndirnar beindust að mögulegum siðferðislegum veikleikum þjóðarinnar eins og efnishyggjunni og ímyndinni um hreinan kynstofn sem sumir rækta með sér (Skopmynd: Iceland - purest blood in the world).
Í allri umræðunni sem fram fór í Kastljósinu var ekki vikið að aðal atriðum þessa skopmyndamáls eftir myndbirtingu Jyllandsposten um árið. Aðal atriðið er að trúarhugmyndir eiga ekki að teljast heilagar og eiga ekki að njóta sérréttinda umfram aðrar. Skopmyndir eru leyfðar og ekkert réttlætir ofbeldisfullar aðgerðir vegna þeirra, hvorki í nafni trúarlegrar móðgunar né annars. Háð er vandmeðfarið og þegar gert er grín að minni máttar er oft gengið yfir strik velsæmis. Nú var ekki um minni máttar að ræða og þó svo þannig væri málum háttað, er aldrei hægt að réttlæta rangt með röngu. Hugmynd þeirra Auðar og Hauks Más um að leyfa okkur Íslendingum að finna til einhvers konar sams konar særinda eða móðgunar vegna skopmynda missir algerlega marks.
Í umræðu um málfrelsi og aftur trúfrelsi sagði Haukur Már að enginn hefði velt fyrir sér málfrelsi og rétti þeirra sem létu lífið í róstursömum mótmælum gegn skopmyndunum. Ríkistjórn þeirra landa þar sem þetta gerðist hefðu sent her á mótmælendur og drepið suma þeirra, sagði Haukur Már. Á manni nú að líða illa yfir því að hafa gagnrýnt þessa fánabrennandi, hatursfullu mótmælendur sem hótuðu Dönum limlestingum? Eiga gerðir þeirra að afsakast vegna enn verri gerða stjórnvalda í löndum þeirra? Nei, það er Haukur Már sem er ekki að sjá hinn siðferðislega kjarna þessa máls. Það verður ekki liðið að fólk, sama hverrar trúar það er, fari með ofbeldi og efni til haturs og skemmdaverka fyrir sakir teiknimynda. Það fólk sem ætlar að nærast á frelsi og umburðarlyndi vestrænna þjóðfélaga þarf sjálft að virða það frelsi og sýna umburðarlyndi í verki. Réttindi, frelsi og skyldur þjóðfélagsins ganga á báða vegu, ekki bara handa sjálfvöldum útvöldum einstaklingum eða hópum.
Það er ekki vel til fundið að reyna að benda á einhvern flein í auga okkar varðandi þetta skopmyndamál. Maður geldur ekki stríðni með ofbeldi og skemmdaverkum, skop með skotum, móðgun með drápum, gagnrýni með hatri eða frelsi með kröfu um sérréttindi. Við höfum okkar vandamál og ófullkomleika en við þurfum ekki lama dómgreind okkar og ákvörðunarrétt með tilbúinni sektarkennd og ótta við að móðga framandi menningu (menningarleg afstæðishyggja).
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 01:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (42)
Veraldlega grunnskóla takk!
22.12.2007 | 04:11
Menntamálaráðherra stefnir að því að leggja fram frumvarp til nýrra laga um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla fyrir Alþingi á haustþingi 2007. Í frumvarpinu er lagt til að í stað ákvæðis í 2. gr. gildandi laga um kristilegt siðgæði barna er ákvæði um að efla almenna siðferðisvitund þeirra. Í frumvarpi til laga um grunnskóla er lagt til að í stað ákvæðis í 2. gr. gildandi laga um að starfshættir skólans skuli mótast af kristilegu siðgæði verði ákvæði um umburðarlyndi, jafnrétti, lýðræðislegt samstarf, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi.
Ég er mjög ánægður með lagatillögu Þorgerðar Katrínar því hún tekur nú mjög mikilvægt skref til enn betri veraldlegs grunns í íslensku laga- og menntakerfi. Sem betur fer er sjaldgæft að lagagreinar hafi skírskotun í einhver ákveðin trúarbrögð og fyrir því eru góðar ástæður. Á síðustu 5 öldum eða svo hafa hin vestrænu þjóðfélög smám saman skilið mikilvægi þess að skilja að trú og stjórnmál því trúarleg íhlutun í veraldlegt vald endaði alltaf með hörmungum. Í dag hefur fólk trúfrelsi en hinn sameiginlegi lagalegi og stjórnarfarslegi grunnur þjóðanna verður að vera óháður trú og laus við slíka merkimiða. Öðru vísi var og er ekki hægt að útfæra jafnrétti og koma í veg fyrir sérréttindi fjölmennra trúarhópa á kostnað annarra.
Þróun í siðferði síðustu alda átti sér stað vegna aukinnar áherslu á sjálfstæði manneskjunnar og rétt hennar til að hafa áhrif á stjórnarfar og val til menntunar og atvinnu. Manngildishyggja og veraldlegt siðferði, sem hefur það eitt að marki að hámarka hamingju og lágmarka þjáningar með rökfræðilegri nálgun olli straumhvörfum. Bandaríkjamenn stofnuðu ríki með aðskilnaði ríkis og kirkju, sigruðust á þrælahaldi og verkamenn fengu verkfallsrétt og vinnutímavernd. Baráttukonur beggja vegna Atlantshafs áunnu konum rétt til fjárhagslegra eigna og svo kosningarétt þrátt fyrir mikla andstöðu íhaldssamra stjórnmálaafla og kirkjuleiðtoga. Byltingin gegn alræðisvaldinu var löng og ströng en náði loks stórum áfangasigri með lokum seinni heimsstyrjaldarinnar og stofnun Sameinuðu Þjóðanna. Þær byggja sína mannréttindasáttmála á algildum siðferðisverðmætum óháð trúarbrögðum eða menningarheimum og því eru þeir leiðbeinandi fyrir allar þjóðir, allt fólk á jörðinni.
Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasbourg í sumar var skýr og fordæmisgefandi. Trúarlegt starf í opinberum skólum á ekki að eiga sér stað og lög um opinbera menntun geta ekki dregið taum ákveðinnar trúar eða ríkjandi kirkjudeildar. Tíma barna og kennslu í opinberum skólum verður að vernda frá trúboði eða pólitískri innrætingu. Kennarar eða leiðbeinendur barna geta ekki yfirfært sín persónulegu trúarbrögð á skólastarfið og eiga að halda bænum, ritningarlestri, kirkjuferðum eða heimsóknum presta frá reglubundnu skólastarfi. Það á að láta hverri fjölskyldu það eftir í sínum einkatíma hvert uppeldi barna þeirra verður hvað varðar lífsskoðanir og trúarbrögð. Hlutverk skóla er að mennta en ekki innræta. Þannig skal fræða um trú, heimsspeki, húmanisma, trúleysi, efahyggju og samanburð lífsskoðana á hlutlausan máta með námsefni sem er tekið saman af fagfólki en ekki ákveðnum trúar- eða lífsskoðunarhópum.
Þann 10. desember s.l. átti Mannréttindayfirlýsing SÞ 60 ára afmæli og því væri samþykkt þessa frumvarps á Alþingi nú eitt það besta sem ráðamenn þjóðarinnar geta gert til að heiðra yfirlýsinguna og tryggja betur mannréttindi barna í landinu. Ég vona að um þetta náist þverpólitísk samstaða. Styðjum frumvarpið!
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 04:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Fögnum 60 ára afmæli Mannréttindasáttmála SÞ!
10.12.2007 | 03:07
Í dag 10 desember á Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna 60 ára afmæli!
Í tilefni þess er vefsíðan www.KnowYourRights2008.org hleypt af stokkunum á vegum SÞ.
Þetta er mikill gleðidagur því mikilvægi sáttmálans verður seint ofmetið. Á þessum árum hafa hundruðir mannréttindamála unnist vegna þeirrar fyrirmyndar sem sáttmálin hefur sett öllum þjóðum heims. Sáttmálinn er viðurkenning á því að um heim allan gilda algild siðferðislögmál sem taka tillit til hvers einasta einstaklings og réttar hans til að lifa sómasamlegu lífi og eiga rödd sem hlustað er á án tillits til uppruna, kynþáttar, kyns, þjóðfélagsstöðu o.s.frv.
Sáttmálinn hafnar því að munur á menningu réttlæti t.d. kúgun og ofbeldi gegn konum eða minnihlutahópum.
Þá er það mikilvægt að sáttmálinn hafnar mismunum byggða á lífsskoðunum, þannig að trúarskoðanir og lífsskoðanir án trúar eigi að njóta sömu tækifæra og meðhöndlunar af opinberum aðilum. Börn eiga þann skýlausa rétt að njóta skólagöngu án afskipta utanaðkomandi félaga sem boða lífsskoðanir eða pólitískar stefnur. Menntun barna á að vera á faglegum forsendum eingöngu og í höndum menntaðra kennara.
Þessu hefur Siðmennt talað fyrir og verið sjálfstæður verndari og stuðningsaðili Mannréttindasáttmálans á Íslandi. Félagið er hluti af alþjóðlegum samtökum siðrænna húmanista sem kallast International Humanist and Ethical Union (www.iheu.org) en þau eru bara 5 árum yngri en sáttmálinn (stofnuð 1952). IHEU hefur átt náið samstarf við SÞ og verið ráðgefandi aðili frá stofnun þess. Fyrsti forseti alþjóðaþings IHEU, þróunarlíffræðingurinn Julian Huxley varð síðar fyrsti framkvæmdarstjóri UNESCO við stofnun þess. UNESCO er Mennta-, vísinda- og menningarmáastofnun SÞ. Stefnumál IHEU og Siðmenntar eru í anda Mannréttindasáttmálans.
Það er von mín að biskup Þjóðkirkjunnar, Sr. Karl Sigurbjörnsson sjái að sér og beri til baka ummæli sín um að Siðmennt séu "hatrömm samtök". Slík ummæli varpa skugga á baráttuna fyrir viðurkenndum mannréttindum og eru ekki til þess fallin að effla vináttu eða mannvirðingu á meðal fólks.
Siðmennt hefur vaxið mikið undanfarna 10 daga og það er fagnaðarefni að félagafjöldi hefur aukist um 15% á þeim tíma. Það er ljóst að margir hafa skilið mannréttindabaráttu þess og vilja búa börnum landsins menntakerfi sem hefur góð og algild siðferðisgildi að leiðarljósi án trúarlegra merkimiða, sérréttinda, boðunar, iðkunar eða trúarlegrar starfsemi í skólum.
Sem manneskja og húmanisti fagna ég þessum merkilega áfanga í "lífi" Mannréttindasáttmálans og segi: Skál! Megi hann lengi lifa! húrra! húrra! húrra! HÚRRA!!
Siðmennt svarar biskup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 03:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Staksteinum sunnudagsins 2. des 07 svarað
2.12.2007 | 18:52
Hugsjónakona heiðruð
2.11.2007 | 00:18
Það var sérlega ánægjulegt að vera viðstaddur veitingu húmanistaviðurkenningar Siðmenntar 2007. Tatjana Latinovic er vel að heiðrinum komin enda mikil baráttukona fyrir bættri stöðu nýbúa og kvenna á Íslandi og hefur sett jákvætt mark sitt á þjóðfélagið þau 13 ár sem hún hefur verið hér. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi starf í þágu mannréttinda á Íslandi en húmanismi gengur einmitt út á það að lifa eftir, varðveita og framfylgja mannréttindum eins og þeim er lýst í Mannréttindasáttmálum Sameinuðu Þjóðanna og Evrópu.
Tatjana Latinovic fékk húmanistaviðurkenningu Siðmenntar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 01:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Evrópuráð þingmanna ályktar gegn kennslu sköpunarsögunnar sem vísindi
10.10.2007 | 14:29
Frá ályktun Evrópuráðs þingmanna 4. október 2007
Hér fyrir neðan fer fréttatilkynning og ályktun Evrópuráðs þingmanna allrar Evrópu, sem Ísland á 3 fulltrúa í af 319 í heild.
Ég fagna og ég er mjög ánægður yfir því að Evrópuráðið skyldi samþykkja þessa ályktun með meirihluta.
Það er hins vegar hryggilegt að fulltrúi Íslands, Guðfinna S. Bjarnadóttir (D) greiddi atkvæði Íslands gegn ályktuninni á þeim forsendum að Evrópuráðið ætti ekki að segja löndum sínum hvað ætti að kenna í skólum þeirra. Efnislega var hún víst sammála greininni. Eins göfugt og umburðarlynt þetta getur hljómað þá er þetta röng ákvörðun því hér er ekki um lög eða tilskipun að ræða, heldur mikilvæga stuðningsyfirlýsingu við sönn vísindi og þekkingarleit.
Mikilvægi vísinda eru gríðarleg. það er sérlega mikilvægt að það sé almenn stefna þjóða Evrópu að ekki séu kenndar trúarsetningar sem vísindi í almennum skólum. Það á ekki að vera ákvörðun einstakra sveitarfélaga, skóla eða skólastjóra hvort trú séu kennd sem vísindi. Hér er um að ræða verndun veraldlegrar menntunar og heilinda vísindalegrar kennslu. Ályktunin er alls ekki ógnun við sjálfsákvörðunarrétt hverrar þjóðar og það er skammarlegt að fulltrúi þjóðarinnar skyldi ekki samþykkja hana. Afstaða íslensku sendinefndarinnar er niðurlæging fyrir raunvísindi á Íslandi og allt fólk sem vill standa vörð um raunsanna þekkingu. Ég get því miður ekki orðað þetta vægar.
Ég skora á alla að lesa ályktun Evrópuráðsins en hún er ákaflega vel skrifuð
----Council of Europe states must firmly oppose the teaching of creationism as a scientific discipline, say parliamentarians
Strasbourg, 04.10.2007 Parliamentarians from the 47-nation Council of Europe have urged its member governments to firmly oppose the teaching of creationism which denies the evolution of species through natural selection as a scientific discipline on an equal footing with the theory of evolution.
In a resolution passed by 48 votes to 25 during its plenary session in Strasbourg, the Council of Europe Parliamentary Assembly (PACE) declared: If we are not careful, creationism could become a threat to human rights.
Presenting the report, Anne Brasseur (Luxembourg, ALDE), a former Education Minister, said: It is not a matter of opposing belief and science, but it is necessary to prevent belief from opposing science.
The prime target of present-day creationists, most of whom are Christian or Muslim, is education, the parliamentarians said in the resolution. Creationists are bent on ensuring that their ideas are included in the school science syllabus. Creationism cannot, however, lay claim to being a scientific discipline.
The parliamentarians said there was a real risk of a serious confusion being introduced into childrens minds between conviction or belief and science. The theory of evolution has nothing to do with divine revelation but is built on facts.
Intelligent design, presented in a more subtle way, seeks to portray its approach as scientific, and therein lies the danger, they added.
Creationism ... was for a long time an almost exclusively American phenomenon, the parliamentarians pointed out. Today creationist ideas are tending to find their way into Europe and their spread is affecting quite a few Council of Europe member states.
The report cites examples from Belgium, France, Germany, Greece, Italy, the Netherlands, Poland, Russia, Serbia, Spain, Sweden, Switzerland, Turkey and the United Kingdom.
___
The dangers of creationism in education
Resolution 1580 (2007)1
1. The aim of this report is not to question or to fight a belief the right to freedom of belief does not permit that. The aim is to warn against certain tendencies to pass off a belief as science. It is necessary to separate belief from science. It is not a matter of antagonism. Science and belief must be able to coexist. It is not a matter of opposing belief and science, but it is necessary to prevent belief from opposing science.
2. For some people the Creation, as a matter of religious belief, gives a meaning to life. Nevertheless, the Parliamentary Assembly is worried about the possible ill-effects of the spread of creationist ideas within our education systems and about the consequences for our democracies. If we are not careful, creationism could become a threat to human rights which are a key concern of the Council of Europe.
3. Creationism, born of the denial of the evolution of species through natural selection, was for a long time an almost exclusively American phenomenon. Today creationist ideas are tending to find their way into Europe and their spread is affecting quite a few Council of Europe member states.
4. The prime target of present-day creationists, most of whom are Christian or Muslim, is education. Creationists are bent on ensuring that their ideas are included in the school science syllabus. Creationism cannot, however, lay claim to being a scientific discipline.
5. Creationists question the scientific character of certain items of knowledge and argue that the theory of evolution is only one interpretation among others. They accuse scientists of not providing enough evidence to establish the theory of evolution as scientifically valid. On the contrary, they defend their own statements as scientific. None of this stands up to objective analysis.
6. We are witnessing a growth of modes of thought which challenge established knowledge about nature, evolution, our origins and our place in the universe.
7. There is a real risk of a serious confusion being introduced into our childrens minds between what has to do with convictions, beliefs, ideals of all sorts and what has to do with science. An all things are equal attitude may seem appealing and tolerant, but is in fact dangerous.
8. Creationism has many contradictory aspects. The intelligent design idea, which is the latest, more refined version of creationism, does not deny a certain degree of evolution. However, intelligent design, presented in a more subtle way, seeks to portray its approach as scientific, and therein lies the danger.
9. The Assembly has constantly insisted that science is of fundamental importance. Science has made possible considerable improvements in living and working conditions and is a not insignificant factor in economic, technological and social development. The theory of evolution has nothing to do with divine revelation but is built on facts.
10. Creationism claims to be based on scientific rigour. In actual fact the methods employed by creationists are of three types: purely dogmatic assertions; distorted use of scientific quotations, sometimes illustrated with magnificent photographs; and backing from more or less well-known scientists, most of whom are not specialists in these matters. By these means creationists seek to appeal to non-specialists and sow doubt and confusion in their minds.
11. Evolution is not simply a matter of the evolution of humans and of populations. Denying it could have serious consequences for the development of our societies. Advances in medical research with the aim of effectively combating infectious diseases such as AIDS are impossible if every principle of evolution is denied. One cannot be fully aware of the risks involved in the significant decline in biodiversity and climate change if the mechanisms of evolution are not understood.
12. Our modern world is based on a long history, of which the development of science and technology forms an important part. However, the scientific approach is still not well understood and this is liable to encourage the development of all manner of fundamentalism and extremism. The total rejection of science is definitely one of the most serious threats to human rights and civic rights.
13. The war on the theory of evolution and on its proponents most often originates in forms of religious extremism which are closely allied to extreme right-wing political movements. The creationist movements possess real political power. The fact of the matter, and this has been exposed on several occasions, is that some advocates of strict creationism are out to replace democracy by theocracy.
14. All leading representatives of the main monotheistic religions have adopted a much more moderate attitude. Pope Benedict XVI, for example, as his predecessor Pope John-Paul II, today praises the role of the sciences in the evolution of humanity and recognises that the theory of evolution is more than a hypothesis.
15. The teaching of all phenomena concerning evolution as a fundamental scientific theory is therefore crucial to the future of our societies and our democracies. For that reason it must occupy a central position in the curriculum, and especially in the science syllabus, as long as, like any other theory, it is able to stand up to thorough scientific scrutiny. Evolution is present everywhere, from medical overprescription of antibiotics that encourages the emergence of resistant bacteria to agricultural overuse of pesticides that causes insect mutations on which pesticides no longer have any effect.
16. The Council of Europe has highlighted the importance of teaching about culture and religion. In the name of freedom of expression and individual belief, creationist ideas, as any other theological position, could possibly be presented as an addition to cultural and religious education, but they cannot claim scientific respectability.
17. Science provides irreplaceable training in intellectual rigour. It seeks not to explain why things are but to understand how they work.
18. Investigation of the creationists growing influence shows that the arguments between creationism and evolution go well beyond intellectual debate. If we are not careful, the values that are the very essence of the Council of Europe will be under direct threat from creationist fundamentalists. It is part of the role of the Councils parliamentarians to react before it is too late.
19. The Parliamentary Assembly therefore urges the member states, and especially their education authorities:
19.1. to defend and promote scientific knowledge;
19.2. strengthen the teaching of the foundations of science, its history, its epistemology and its methods alongside the teaching of objective scientific knowledge;
19.3. to make science more comprehensible, more attractive and closer to the realities of the contemporary world;
19.4. to firmly oppose the teaching of creationism as a scientific discipline on an equal footing with the theory of evolution and in general resist presentation of creationist ideas in any discipline other than religion;
19.5. to promote the teaching of evolution as a fundamental scientific theory in the school curriculum.
20. The Assembly welcomes the fact that 27 Academies of Science of Council of Europe member states signed, in June 2006, a declaration on the teaching of evolution and calls on academies of science that have not yet done so to sign the declaration.
1 Assembly debate on 4 October 2007 (35th Sitting) (see Doc. 11375, report of the Committee on Culture, Science and Education, rapporteur: Mrs Brasseur). Text adopted by the Assembly on 4 October 2007 (35th Sitting).
---------------------------------------------------------
Hér að neðan til niðurhals er lítill bæklingurum eðli og tilgang Evrópuráðs þingmanna. Stutt en fróðleg lesning.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (84)
Í Morgunblaðinu í dag, sunnud. 2. des, voru skrif Staksteina að venju. Í þetta skipti ákvað höfundur pistilsins að gagnrýna Siðmennt þó að hann/hún passi að nefna félagið ekki á nafn. Höfundurinn getur þó vart vikið sér undan því að hann á við Siðmennt því ekki hefur verið talað um annað en Siðmennt í samhengi þeirrar gagnrýni og lyga sem hann kemur fram með.
Staksteinar dagsins byrja svona:
Hér að neðan fer svar mitt sem ég setti í athugasemdafærslu Staksteinabloggsins.
---
Sæll höfundur Staksteina
Eðlilegt væri að vita nafn þitt. Er það rétt skilið hjá mér að Styrmir Gunnarsson sé höfundur þessa skrifa í Staksteinum? Skrifaðir þú þetta Styrmir?
Samrýmist það siðareglum Blaðamannafélagsins að skrifa hvassa gagnrýni á vegum fjölmiðils undir dulnefni?
Ég er Svanur Sigurbjörnsson, húmanisti og stjórnarmaður í Siðmennt.
Á fimmtudaginn fóru af stað hroðalegar árásir á ákaflega gott frumvarp Katrínar Þorgerðar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra í kjölfar kynningar á frumvarpinu og einkafundar Karls Sigurbjörnssonar biskups með henni. Frumvarpið tók út merkimiða eins trúfélags úr lögunum og setti í staðinn almennt orðalag um siðferðisgildi sem allir geta verið sammála um óháð úr hvaða trúfélagi þeir/þær eru.
Þetta er í fullu samræmi við úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasbourg frá í sumar og ályktanir Mannréttindanefndar SÞ undanfarin ár. Mikilvægi þessa er að gæta þess að lög séu ekki trúarleg (eins og þau nánast öll eru) en samt leiðbeinandi um almenn siðferðisverðmæti.
Frá því að ljóst var að trúarleiðtogar gætu ekki haft dómsvald eða lagalega íhlutun og vestræn þjóðfélög komu á veraldlegri (secular) stjórnskipan smám saman síðustu 4-5 aldir hafa orðið gífurlegar framfarir og réttindi og hamingja einstaklinga þessara landa hafa stóraukist. Hlutlæg hugsun skilaði þannig miklum pólitískum framförum og jafnfram geysilegum tækniframförum og þekkingu á mannlífi og lífrænum ferlum. Úr varð bylting í læknisfræði og sóttvörnum og mikil fólgsfjölgun fylgdi í kjölfarið. Aðskilnaður beinna trúarafskipta frá stjórnarfari og menntun var og er lykilatriði þeirrar velgengi sem vestræn þjóðfélög búa við. Einn stærsti viðburður sögunnar í þá veru var samþykkt Bandarísku stjórnarskrárinnar við stofnun þess lýðveldis.
Við megum ekki gleyma eðli þess veraldlega stjórnskipulega grunns sem forfeður okkar fórnuðu oft á tíðum lífi sínu fyrir eða var kastað í fangelsi um lengri tíma. Ekki sér maður setningar eins og "í Jesú nafni" á eftir lagagreinum, um t.d. refsimál eða bílbeltanotkun. Lögin okkar eru veraldleg til að halda hlutleysi og einbeita okkur að markmiðunum einum. Þannig eru Mannréttindasáttmálar Evrópu og SÞ skrifaðir. Lög geta ekki dregið taum eins trúfélags eða einnar trúarhugmyndar þó að hún sé í meirihluta meðal þjóðar.
Hér er ekki um það að ræða að "minnihluti sé að kúga meirihluta" eins og heyrist víða, m.a. hjá Karli Sigurbjörnssyni biskup. Hér er farið fram á jafnrétti fyrir lögum líkt og fatlaðir einstaklingar njóta. Ekki er spurt að því hvort þeir séu í minnihluta þegar setja á upp lyftur eða bæta aðgang fatlaðara í byggingar. Er það "frekur minnihluti" þegar beðið er um textun fyrir heyrnarlausra hjá RÚV?
Varðandi lygar um Siðmennt.
Á síðasta kirkjuþingi heyrðist frá einhverjum ræðumönnum að félagið væri á móti kristinfræðslu og kennslu í trúarbragðafræði. Siðmennt er búið í gegnum árin að margítreka að svo er ekki en samt heldur þessi lygi áfram. Svo tekur þú, höfundur Staksteina þetta beint upp án þess að hafa fyrir því að kynna þér stefnumál Siðmenntar á www.sidmennt.is eða það bréf sem við sendum ritstjórn Morgunblaðsins á föstudaginn til að leiðrétta þetta. Leiðréttingin var birt á Mbl.is sama dag.
Þá var það einnig leiðrétt að Siðmennt er EKKI á móti Litlu-jólunum eins og blaðamaður 24-stunda leyfði sér að túlka í föstudagsblaðinu. Samt apar þú þetta upp eins og þú hefðir fengið gullið tækifæri til að níða félagið. Vinnubrögð þín og ábyrgðarleysi við skrif þessa Staksteina í dag eru með ólíkindum og bera ekki þess vitni að þú hafir starfað við einn stærsta og áhrifamesta fjölmiðil landsins í tugi ára. (Ég geri ráð fyrir að ég sé að skrifa til Styrmis Gunnarssonar). Þetta er til skammar.
Ég vona að Morgunblaðið sjái að sér og bæti fyrir burð þessara lyga á félagið með því að birta alla fréttatilkynningu Siðmenntar í blaðinu á morgun eða þriðjudag á áberandi stað. Svonalagað má ekki eiga sér stað í siðuðu þjóðfélagi.
Kveðja
Svanur Sigurbjörnsson, Stjórnarmaður í Siðmennt
---
Ég vil einnig benda á svar Sigurðar Hólm Gunnarssonar og skrif hans á www.skodun.is
Fréttatilkynnig Siðmenntar og umfjöllun um frumvarp menntamálaráðherra má sjá hér.
Þá vil ég einnig hvetja þig lesandi góður að horfa á Silfur Egils frá í dag en þar færir Matthías Ásgeirsson formaður Vantrúar og félagsmaður í Siðmennt ákaflega sterk rök fyrir afstöðu Siðmenntar og Vantrúar (hann talar þó ekki sem fulltrúi Siðmenntar, heldur Vantrúar).
Nú er mál að lygum um Siðmennt linni og fólk taki nokkra djúpa andardrætti og líti á heimildir áður en það skrifar um félagið og tímamótatillögu ráðuneytsins um breytingu á grunnskólalögum.