Færsluflokkur: Heimsspeki og siðfræði

Bréf Einsteins

Nýlega kom fram í sviðsljósið bréf eftir Albert Einstein þar sem hann tjáir sig um trúmál.  Menn hafa lengi deilt um hvort að Einstein væri trúaður eða trúlaus.  Hann vitnaði stundum í guð en það hefur ýmist verið túlkað sem tilvísun í náttúruna eða sem trú á guð.  Bréfið sem nú er komið fram er skrifað 1954 og hefur verið í einkaeign frá 1955 en nú á að selja það á uppboði.  Þar skýrist talsvert afstaða Einsteins en e.t.v. má enn deila um meiningar hans. 

Bréfið eins og það er birt í The Guardian:

An abridgement of the letter from Albert Einstein to Eric Gutkind from
Princeton in January 1954, translated from German by Joan Stambaugh. It
will be sold at Bloomsbury auctions on Thursday

... I read a great deal in the last days of your book, and thank you very
much for sending it to me. What especially struck me about it was this.
With regard to the factual attitude to life and to the human community we
have a great deal in common.

... The word God is for me nothing more than the expression and product of
human weaknesses, the Bible a collection of honourable, but still
primitive legends which are nevertheless pretty childish. No
interpretation no matter how subtle can (for me) change this. These
subtilised interpretations are highly manifold according to their nature
and have almost nothing to do with the original text. For me the Jewish
religion like all other religions is an incarnation of the most childish
superstitions. And the Jewish people to whom I gladly belong and with
whose mentality I have a deep affinity have no different quality for me
than all other people. As far as my experience goes, they are also no
better than other human groups, although they are protected from the worst
cancers by a lack of power. Otherwise I cannot see anything 'chosen' about
them.

In general I find it painful that you claim a privileged position and try
to defend it by two walls of pride, an external one as a man and an
internal one as a Jew. As a man you claim, so to speak, a dispensation
from causality otherwise accepted, as a Jew the priviliege of monotheism.
But a limited causality is no longer a causality at all, as our wonderful
Spinoza recognized with all incision, probably as the first one. And the
animistic interpretations of the religions of nature are in principle not
annulled by monopolisation. With such walls we can only attain a certain
self-deception, but our moral efforts are not furthered by them. On the
contrary.
 
Now that I have quite openly stated our differences in intellectual
convictions it is still clear to me that we are quite close to each other
in essential things, ie in our evalutations of human behaviour. What
separates us are only intellectual 'props' and 'rationalisation' in
Freud's language. Therefore I think that we would understand each other
quite well if we talked about concrete things. With friendly thanks and
best wishes

Yours, A. Einstein

Því miður hef ég ekki tíma til að þýða bréfið en það er athyglisvert, m.a. að hann telur að

"orðið Guð sé ekkert meira en tjáning og afleiðing mannlegs veikleika og Biblían sé samansafn ærlegra, frumstæðra þjóðsagna sem eru samt sem áður talsvert barnalegar."

En hvers vegna er fólki svona annt um að finna út hvaða skoðun Einstein hafði á trúmálum?  Líklega vegna þess að hann er talinn einn mesti hugsuður 20. aldarinnar og álit hans hlýtur að skipta máli. Vægi orða hans hlýtur þó fyrst og fremst að skapast af rökvísi þeirra og innihaldi, ekki frægð hans sem eðlisfræðings.  Richard Dawkins fjallar heilmikið um Einstein í bók sinni "The God Delusion" og færir þar sannfærandi rök fyrir því að Einstein hafi stundum notað guðshugtakið í því skyni að tákna hið undursamlega og óþekkta í náttúrunni eða himingeimnum, en ekki til að trúa á í sama skilningi og guð kristinna eða gyðinga.  Þetta bréf hér sýnist mér ýta undir þá túlkun.  Þá er nokkuð ljóst að hann hefði ekki tekið þátt í ráðgefandi sérfræðingaráði alþjóðlegu húmanistasamtakanna www.iheu.org við stofnun þess árið 1952 ef að hann hefði verið trúaður.  Ég leyfi Einstein að hafa síðasta orðið:

"Í mínum huga er trú gyðinga rétt eins og öll önnur trúarbrögð, holdi klædd hjátrú eins og þær gerast hve barnalegastar."

 


Hvundagshetja: Esther Ösp Gunnarsdóttir

Kennari í Grunnskólanum á Egilstöðum, Esther Ösp Gunnarsdóttir komst í fréttir 24-stunda þann 1. maí s.l. (bls 38) af því að hún neitaði að dreifa kynningarbæklingi fyrir kristilegar sumarbúðir til nemenda sinna í 7. bekk.  Haft var eftir henni: "Ætlast var til þess að ég myndi dreifa þessum bæklingi til krakkanna í bekknum mínum.  Það harðneita ég að gera."

Esther Ösp Gunnarsdóttir kennari

Hér er greinilega kona með bein í nefinu sem þorir að standa við sína skoðun á því hvað er rétt og hvað er rangt.   Hún hefur einnig snarpan skilning á því hvernig vernda á börn í opinberum skólum frá mismunun.  Esther Ösp:

"Mér finnst þetta bara svolítið hæpið í ljósi þess að hér á að ríkja trúfrelsi og sífellt að verða lögð meiri áhersla á umburðarlyndi gagnvart öllum trúarbrögðum og fólki af hvaða uppruna sem er, sem er bara af hinu góða.  En þá stangast þetta á við það þegar skólinn er farinn að taka að sér að dreifa kynningarbæklingum um trúarlegt starf." [áherslubreytingar eru mínar]

Að hennar sögn sýndu stjórnendur skólans ákvörðun hennar fullan skilning.  Það er léttir að heyra það en í raun ættu þeir að ganga lengra og biðja hana og aðra kennara afsökunar á þessu og hætta allri dreifingu bæklinga um trúarstarfsemi strax.  Allir skólar landsins ættu að fara að hennar dæmi.

Esther Ösp sagði einnig:  "Ég veit ekki alveg hvort að þetta er fréttnæmt.  Ég hugsa að það hafi fleiri kennarar en ég gert þetta í gegnum tíðina".   

Góður punktur hjá Esther Ösp.  Þetta ætti ekki að vera fréttnæmt því það sem hún gerði á að vera hið viðtekna.  Það sem er í raun fréttnæmt við þetta er að stjórn skólans er að brjóta á jafnréttisákvæðum stjórnarskrárinnar og grunnskólalaga þar sem segir að ekki megi mismuna fólki eða nemendum í skóla eftir trúarbrögðum.  Að auki er verið á brjóta á siðareglum kennarara þar sem segir að þeir eigi ekki að stunda trúboð í skólum.  Í grunnskólalögum segir að skólinn sé ekki trúboðsstofnun. 

Þá bætti hún við að "sér finndist algjör óþarfi að kennarar sinni einnig starfi bréfbera.  Kennarar hafi nóg að gera þó þeir fari eki að taka að sér hlutverk póstburðarfólks líka, bara til þess að spara kirkjunni örfáar krónur". [áherslur eru mínar]

Þetta er enn einn vinkillinn og rétt athugaður hjá Esther Ösp.  Grunnskólinn er menntastofnun, ekki útibú trúarstofnana.  Til þess að skólinn geti gegnt hlutverki sínu óáreittur þarf hann að vera laus við ágang eða greiðasemi fyrir stjórnmálaflokka eða lífsskoðunarfélög, þ.m.t. trúfélög.  Það er lína sem þarf að draga bæði út frá praktískum sjónarmiðum og verndun barna skólans frá áhrifum félaga utan hans.  Öðru vísi verður heldur ekki tryggt að um mismunun hljótist ekki af vegna trúarskoðana foreldra barnanna og að friður skapist um skólastarfið.  Það er skýlaus réttur foreldra að sjá um skoðanalegt uppeldi barna sinna utan skólans.  Hlutverk skólans er að bera fram upplýsingar í kennsluefni og mennta börnin á hlutlausan máta.  Hann gefur börnunum þau tæki, tól og tækni sem þau þurfa til að gera upp hug sinn um hin ýmsu málefni síðar meir.  Hlutverk skólans er að bera fram staðreyndir á eins hlutlausan máta og hægt er.  Þannig þjónar hann best sannri þekkingu og framtíð barnanna án þess að mismuna uppruna þeirra.

Kennarinn Esther Ösp er hvundagshetjan mín.  Ég tek hatt minn ofan.

---

Sjá umfjöllun 24-stunda (bls 38), fréttablaðsins Austurglugginn og bloggsíðu Estherar Aspar.


Brotið á hvaða lögum?

Nú hef ég ekki kynnt mér mikið skrif Skúla á bloggi hans sem er nú horfið, en ljóst er að hann gagnrýndi þar talsvert Íslam og hryðjuverk sem framin eru í nafni þeirrar trúar.  Hann gerði stundum athugasemdir við mín skrif, sérstaklega þegar ég var að skrifa um Íslam.  Þar var hann jafnan sammála mínum skrifum og bætti við að hann teldi kristni fremri íslamstrú.  Hans "gullni staðall" var því kristnin á meðan minn er húmanismi.  

Skúli Skúlason

Nú veit ég ekki hvort að skrif Skúla voru óvægin eða hlaðin gífuryrðum eða hreinlega bara sterk málefnaleg gagnrýni þar sem berar staðreyndir voru settar fram eftir heimildum sem hann taldi góðar og gildar.  Merkilegt er að ritstjórn mbl.is nefndi víst ekki nein dæmi þegar hún kvartaði við Skúla.  Hvernig átti hann því að verja sig?  Einnig er merkilegt að í frétt mbl.is af málinu er ekki nefnt hvaða lög Skúli átti að hafa brotið að mati lögmannsins.  Þetta hlýtur að vera lykilatriði málsins.

Ef við gefum okkur að Skúli hafi gerst "brotlegur" við lögin um bann við guðlasti sem eru einn af steingervingum íslenskra laga, þá verður það að teljast með ólíkindum að mbl.is hafi látið undan þrýstingi kvartana um að um guðlast (hæðni eða óvirðing sýnd trúarbrögðum) væri þarna á ferðinni.  Guðlast er ákaflega huglægt hugtak.  Hvað er guðlast?  Er það guðlast að segja "Guð er ekki til!" eða er það guðlast að segja "kenningar Íslam eru fullar af ofbeldi!"?  Er það guðlast að gagnrýna ákveðna trúarhópa og kenningar þeirra, þó að umræðan sé málefnaleg og studd góðum rökum? 

Enginn er bættur af því að beita illkvitni og niðrandi orðum um þann sem viðkomandi er að gagnrýna en hvenær eru orð niðrandi?  Var það niðrandi af breska barnakennaranum að nefna tuskubangsa barnanna "Múhameð"?  Átti hún skilið fangelsi fyrir það?  Hvers vegna lögðu Brétar nýverið niður guðlastslöggjöf sína? Það er vegna þess að það er of huglægt hvað kallast guðlast og hvað ekki.  Einnig hefur það runnið upp fyrir mönnum að fólk trúar og trúarkenningar eru ekki heilagar og eiga ekki að vera undanþegnar gagnrýni eða sérstaklega verndaðar umfram aðrar skoðanir. 

Aðgerð mbl.is sýnist mér vera aðför að málfrelsinu.  Þetta er naivisminn í hnotskurn.  Það er látið eftir æstu fólki sem kvartar bak við tjöldin með vísun í úrelt guðlastslög sem stangast á við málfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar.  Þetta er akkúrat það sem Karen Jespersen og Ralf Pittelkow vara við í bók þeirra "Íslamistar og naívistar".   Hver verður næst látinn taka poka sinn?  Ég hef nú verið að undirbúa grein um uppgangsár Múhameðs spámanns í Arabíu en þær heimildir sem ég hef hafa nokkuð aðra mynd af manninum en birt var á dögunum í tímaritinu "Sagan öll".   Á ég ekki að þora nú að birta greinina? Gæti ég átt von á símhringingu frá lögmanni mbl.is? 

Athugið:

"Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins."

Bara til að hafa það á hreinu Police


mbl.is Óánægja með lokun umdeilds bloggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirsjáanleg viðbrögð

Ég sá þessa stuttu mynd "Fitna" í fyrradag.  Hún sýnir hvernig Íslamistar hegða sér.  Þar er ekki verið að tala um hinn almenna múslima en það er vitnað í þau vers í Kóraninum þar sem hvatt er til ofbeldis og útskúfunar þeirra sem ekki eru Íslamstrúar.  Svo eru sýndar klippur frá æsingarræðum Islamista þar sem hvatt er til ofbeldis. 

Nú fara þeir leiðtogar sem mótmæla "Fitna" fram á ný alþjóðleg lög sem hindri ærumeiðingar í garð trúarbragða.  Dæmigerð og fyrirsjáanlega viðbrögð því það er einmitt ær og kýr þessara leiðtoga að hefta mál- og tjáningarfrelsi, sérstaklega þegar kemur að trúmálum.  Nú nýlega voru refsilög við guðlasti felld úr gildi í Englandi og er það mikil framför sem ætti að vera okkur Íslendingum til fyrirmyndar því enn eru í gildi fáránleg lög þessa efnis hérlendis. 

Mynd hollendingsins er ekki ærumeiðandi fyrir Islam.  Morðingi Theo Van Gogh er ærumeiðandi fyrir Islam.  Al-Sadr er ærumeiðandi fyrir Islam.  Þeir æsingarmenn haturs og óþols gagnvart öðrum en múslimum sem sýndir eru í "Fitna" eru ærumeiðandi fyrir Islam.  Sérstök Íslömsk mannréttindayfirlýsing múslima, sk. Kairó-yfirlýsingin, sem tekur mið af Sharía lögum bókstafstrúarmanna, er ærumeiðandi fyrir Islam.  Hryðjuverkin í New York, Madrid og London eru ærumeiðandi fyrir Islam.

Við skulum standa í báða fætur og gefa ekki þumlung eftir af góðum gildum okkar.  Múslimar sem vilja lifa eftir Sharía skulu gera það í þeim löndum sem það kjósa.


mbl.is Arabaleiðtogar mótmæla „Fitna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð í tíma töluð - fyrir löngu síðan

 Á vef Vantúar rakst ég á eftirfarandi tilvitnun í Níels Dungal læknis sem árið 1948 gaf út bókina "Blekking og þekking".  Mér finnst þessi orð hans eiga sérstaklega við í dag, ekki síður en í hans samtíma. 

 "Hver einasti læknir, sem hefir augun opin, gerir sér ljóst hve fyrirhafnarsamt það er að öðlast þekkingu um starfsemi mannslíkamans. Og hver einasti menntaður læknir veit, að engin framför hefir nokkurntíma orðið á því sviði nema fyrir einbeitingu á athugun, gagnrýni, vinnu og þolinmæði. En að öll afskipti trúarbragða af heilbrigðismálum, sem í gegn um aldirnar hafa verið mjög mikil, hafa, eins og allt annað sem er byggt á fáfræði og blekkingum, reynst lítilsvirði og ekki komið að gagni við lækningu á nokkrum sjúkdómi.

Og þegar menn sjá í gegn um blekkingarhulu töfrakenndra helgiathafna og vita hve einskisverðar þær hafa reynst til lækninga, er þá nokkur furða þótt menn verði tortryggnir á önnur heilög „sannindi", sem ekki eru skilningarvitunum aðgengileg?"

Níels Dungal, læknir

Smá djús til að sötra á yfir páskana.  Eigið þá annars gleðilega!  Páskaegg nr 3? eða stærra?


In memoriam - Sir Edmund Hillary

Eg leyfi mer ad birta her tilvitnun i Sir Edmund Hillary af sidu humanista i Nyja Sjalandi.

Sir Edmund Hillary

image of Sir Edmund Hillary and Sherpa Tensing Norgay in Wellington August 11 1971

Sir Edmund Hillary and Sherpa Tensing (pictured in Wellington in 1971) were the first to climb Mount Everest in 1953. Hillary lived a life of philanthropic achievement and adventure. He died 11 January 2008

picture Reference No. EP/1971/3690/6A-F timeframes.natlib.govt.nz National Library of NZ

"There are many people who, when they're in a moment of danger, will resort to prayer and hope that God will get them out of this trouble. I've always had the feeling that to do that is a slightly sneaky way of doing things. If I've got myself into that situation, I always felt it's up to me to make the effort somehow to get myself out again and not to rely on some super-human human being who can just lift me out of this rather miserable situation.

That may be a slightly arrogant approach, but I still feel that in the end, it's up to us to meet our challenges and to overcome them." -Ed Hillary

 

 


Mikilvæg bók

Bókafélagið Ugla hefur nýlega sent frá sér þýðingu Brynjars Arnarsonar á bókinni Íslamistar og naívistar eftir dönsku hjónin Karen Jespersen og Ralf Pittelkow. Hún er þingmaður og ráðherra og hann er lektor við Kaupmannahafnarháskóla.

Ég las bókina nýlega og mæli sterklega með henni.

Ég vil benda a umfjöllun Atla Harðarsonar um hana.


Eðli Morgunblaðsins og Molar úr lífsspeki trúmannsins - sjá bls 47 í Mbl sunnudagsins.

Morgunblaðið hefur borið þá gæfu að leyfa öllum lesendum að skrifa greinar á lesendasíður blaðsins svo fremi sem ekki sé um eitthvað verulega meiðandi eða ósiðsamlegt efni að ræða.  Þannig hefur Morgunblaðið marga áratugi hjálpað landanum að koma skoðunum sínum á framfæri við aðra landsmenn og er það vel.  Einhverjir hafa kvartað yfir að fá lítið pláss eða að vissum einstaklingum sé hampað með stórum greinum í lesbókum eða sérstökum dálkum.  Mér sýnist ýmislegt til í þessu en Morgunblaðið er ekki ríkisblað, heldur einkafjölmiðill og ber því ekki skylda að meðhöndla alla jafnt og getur leyft sínum gæðingum og uppáhöldum að njóta sín sérstaklega.  Það er þó aðdáunarvert að oft hafa pólitískir andstæðingar Moggans fengið drjúgt pláss og góð viðtöl.  Þessi aðdáun er þó nokkuð sem á ekki að vera aðdáun, heldur bara venjubundin virðing fyrir því sem sjálfsagt er fyrir fjölmiðil sem í krafti útbreiðslu sinnar hefur þann möguleika að skýra frá vel flestum skoðunum og málssvörum sem láta að sér kveða í þjóðfélaginu.   Þannig er þeirra háttur sem una málfrelsi og lýðræðislegri umræðu.

En hverjir eru sérhagsmunir Morgunblaðsins? Það er nokkuð ljóst að stefna og stjórnmálamenn Sjálfstæðisflokksins fá þar sérstaklega góða umfjöllun og tækifæri.   Hin óundirritaða en oft háðuga og hvassa gagnrýni á andstæðinga Sjálfstæðisflokksins í dálknum Staksteinar og einnig í ritstjórnarpistli eða Reykjavíkurbréfi sýnir hvaða stjórnmál standa á bak við eigendur og ritstjórnendur blaðsins.   Þá er ljóst að Morgunblaðið er málpípa Þjóðkirkjunnar og fær hún mikið pláss til að koma sínu fólki, trúarskoðunum og dagskrá á framfæri.  Sem stærsta dagblað landsins og með mestu útbreiðsluna hafði Mbl og boðun þess því algera yfirburði í áratugi eða þar til Fréttablaðið sló útbreiðslu þess út.   Blaðið og svo 24-stundir sem Mbl keypti meirihluta í er nú orðið að nánast sama málssvara (en bara með meira efni fyrir dægurmál) og mátti sjá þess glöggt vitni í umræðunni um grunnskólafrumvarpið í desember s.l.  Leiðarar 24-stunda voru mjög vilhallir Þjóðkirkjunni og óttuðust hinn "freka minnihluta" sem bað um veraldleg lög í landinu.   Við þetta er ekkert að athuga - einkarekin fyrirtæki ráða sínum skoðunum sjálf. 

Í Morgunblaðinu í dag sunnud. 27. janúar 08 fékk Sr. Sigurður Ægisson tvo heildálka sem tileinkaðir eru "Hugvekju" og fjallar þar um það sem hann setur í fyrirsögn undir "Lífsspeki".  Þetta vakti forvitni mína því fátt er jú mikilvægara en lífsspeki.  Við þurfum öll að hafa tileinkað okkur ákveðna lífsspeki til að taka farsælar ákvarðanir í okkar daglega lífi.  Sr. Sigurður segir í inngangi að þetta sé síðasta hugvekjan hans í bili, en síðan 2001 hafi hann skrifað 325 hugleiðingar, flestar frumsamdar.  Hann þakkaði samfylgdina og tók svo fram að sú lífsspeki sem hann valdi til birtingar kæmi úr bók Jóns Hjaltasonar, Lífsspeki sem kom út árið 2003.

Hér koma nokkur dæmi (án leyfis höfundar):

"Talið um frægð, virðingu, skemmtun og auðæfi - allt þetta er einskis virði samanborið við ástúð vináttunnar"  Þetta er einstaklega krúttlegt og sætt.  Hins vegar finnst mér virðing ekki einskis virði samanborið við "ástúð vináttunnar" enda felst mikil virðing í vináttunni.  Reyndar fer um mig smá hrollur varðandi þessa ástúð því ég þigg bara ástúð frá minni heittelskuðu.   Þetta er nú bara minn þröngi skilningur á orðinu og óska ég öllum gleðilegrar ástúðar hjá þeim sem þess óska.  Næsta.

"Þvílíkt himnaríki væri ekki hér á jörðu ef við höguðum okkur eins gagnvart meðbræðrum okkar og hundinum okkar"  Gúlp! Blush  Hundar þurfa að dúsa inni heilu dagana og sofa stundum í búrum.  Þá eru þeir skotnir fljótt ef þeir fá ólæknandi sjúkdóm eða lifa við verki.  Þar förum við reyndar betur með þá en það fólk sem óskar eftir aðstoð við að stytta óbærilegt líf sitt.  Já ætli það sé ekki bara heilmikill sannleikur í þessu þó ég óski engum að lifa á hundakexi.

"Með því að hefna sín gerir maðurinn sig aðeins að jafningja óvinar síns; en með því að láta það ógert sýnir hann yfirburði sína".   Sammála.  Hér er átt við siðferðislega yfirburði.   Í dag iðkum við refsingu í formi fangelsisvistar en tilgangurinn með henni er ekki síður að vernda aðra frá fólki sem líklegt er til að brjóta af sér aftur".   Dauðarefsingin er aftur form hefndar og ætti aldrei að vera í gildi því það er ekki hægt að vera alltaf viss um að rétti aðilinn sé sakfelldur.

Ljómandi er  nú allt þetta að ofan skemmtilegt en "Adam var ekki lengi í Paradís" og guðleysingjarnir .... já hvers mega þeir gjalda greyin því næsta "lífsspeki" Sigurðar (og Jóns) var:

"Erfiðustu stundir guðleysingjans eru þær þegar hann er barmafullur af þakklæti fyrir eitthvað en veit ekki hverjum hann á að þakka".   W00t  Dísus fo..ing kræst.   Hvílík vandræði!  Hvílík opinberun!   Hér er vandamál sem ég hafði aldrei hugsað út í.  Ég hef verið guðlaus frá 15 ára aldri (og að 6 ára aldri) og hef alveg misst af þessum erfiðu stundum en samt hef ég haft svo mikið til að vera þakklátur samferðafólki mínu og allra mest foreldrum og þeim forfeðrum landsmanna sem bjuggu í haginn fyrir velferð okkar og frelsi.  Ég er þakklátur ríkinu fyrir að hafa veit mér tækifæri til menntunar út háskólanám og byggt upp heilbrigðiskerfi sem styður mig í veikindum utan þess þegar tennurnar í mér sýkjast, brotna eða skemmast.  Mér sýnist að sá sem þessa "lífssteypu" samdi hafi ekki notið þess að hugsa með báðum heilahvelunum og haft erfiðleika við að sjá neðar en ímyndað himnaríkið.   Við hann og Sigurð segi ég:  "Líttu í kringum þig - í láréttu plani!"

Endahnútinn rekur Sigurður svo með þessari dásamlega niðurlægjandi tilvitnun í orð gamallar konu:

"Það er að vísu satt að Darwin hefur sannað að Guð sé ekki til.  En Guð er svo góður að hann mun fyrirgefa honum það" - Gömul kona við andlát Charles Darwin. 

Konan viðurkennir fyrst að Darwin hafi sannað að Guð sé ekki til en talar svo þvert ofan í þá viðurkenningu með því að telja Guð muni fyrirgefa honum það.  Þetta er dæmi um þversögn eða öfugmælaskrýtlu (enska: oxymoron) sem oftar en ekki er dæmi um það sem varast á sem heimsku frekar en að taka sem lífsspeki.   Til eru bækur sem innihalda safn slíkra öfugmæla eða þversagna.   Þetta á ekki heima í bók um lífsspeki en sjálfssagt þykir sumum viturt það sem öðrum þykir heimskt.  Merkilegt að Sigurður tæki þetta dæmi sem guðfræðingur en þetta er ágætis brandari, bara á kostnað trúaðrar konu.  Aftur trúmaðurinn telur þetta brandara á kostnað Darwins þar sem Guð sé svo góður og fyrirgefandi, en stóri brandarinn í þessu öllu saman er sá að Darwin setti ekki fram þróunarkenningun til höfuðs trú fólks um tilveru Guðs.  Þróunarkenningin kemur ekkert guði eða trú við.  Hún er vísindakenning um þróun lífvera í árþúsundanna rás  - ekkert annað.  Hins vegar kom hún í stað sköpunarsögunnar sem útskýring á lífríkinu fyrir marga þá sem áður höfðu trúað á slíka sögu eða vantaði góða skýringu á aldri og þróun lífheimsins.  Það var mörgum bókstafstrúarmanninum áfall og ekki var lengur verjandi að kenna sköpunarsöguna sem líffræðilega útskýringu í skólum lengur. 

Vonandi velur Sigurður betri lífsspeki til birtingar í framtíðarvettvangi sínum.  Það verður spennandi að sjá hvaða visku eftirmaður hans með dálkinn "Hugvekja" í sunnudagsblaði Mbl mun færa lesendum blaðsins.   Hið kristilega íhald hefur vin í Morgunblaðinu.


Riddarinn hugumprúði eða hjóm tækifærismennskunnar og ósvífni valdagræðginnar

Metnaður sums fólks til valda og fallegra titla fyrir sjálfan sig á sér fá takmörk og ákaflega slök siðferðisleg landamæri.  Í dag kl 19 horfðum við uppá eina þá mestu valdanauðgun sem átt hefur sér stað í íslenskum stjórnmálum hin síðari ár þegar Ólafur F. Magnússon, nýupprisinn oddviti gamla F-listans (og óháðra), tekur upp á sitt einsdæmi að yfirgefa fyrirvaralaust samstarfið við borgarstjórnarmeirihlutann til þess að verða borgarstjóri Reykjavíkur.  

Ólafur F er ekki vitgrannur þó þessi liðsfórn hans til tímabundins ávinnings í pólitísku valdatafli sé algerlega siðlaus fyrir margar sakir.  Hann veit að hann þarf stóra gulrót til að sefa borgarbúa og með loforðum um frítt í strætó fyrir öryrkja og aldraða (auk barna og unglinga), 100 ný hjúkrunarrúm á hverju ári, skjótri ákvörðun um Sundabraut, varðveislu 19. aldar myndar laugavegsins og svo stóru loforði um að ekki verði tekin ákvörðun um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu, þykist hann hafa réttlætt þennan rýting sem hann setti í bakið á Degi, Svandísi, Birni Inga og Margréti Sverrisdóttur, sem stóð vaktina fyrir hann af miklum dugnaði á meðan hann var ófær um að sinna því dapurlega starfi að vera í minnihluta í borgarstjórn í um hálft ár. 

Framboð F-listans og óháðra fékk um 10% fylgi og átti með rétti að fá tækifæri til að vinna með xD að nýrri borgarstjórn strax eftir kosningar.  Sjálfstæðismenn vildu ekki Ólaf og xF þó að þannig væri meirihluti atkvæða kjósenda á bakvið meirihlutann.  Í sjálfu sér var ekki meiri málefnaágreiningur á milli xD og xF heldur en xD og xB.  Góður árangur xF í þeim kosningum var hlunnfarinn.

Sjálfstæðismenn gera alvarleg mistök í rekstrarmálum orkufyrirtækja og missa völdin sökum trúnaðarbrests bæði innan flokks og milli þeirra og Björns Inga.  Borgarbúar horfa á sirkusinn í forundran og varpa öndinni léttar þegar nýr meirihluti tekur til starfa.  Björn Ingi selur ekki siðferði sitt eða starfsheiður með því að heimta borgarstjórastöðu, heldur tekur til starfa með nýjum meirihluta á jafningjagrundvelli og til samstarfs um málefnin.  Skyndileg umskipti hans voru þó frekar vafasöm en í ljósi þess óróa sem á undan gekk verður að telja að það geti notið ákveðins skilnings.  Dagur B Eggertsson tók rösklega til starfa og blés mikilli orku og persónutöfrum í borgarstjórastarfið.  Ljóst var að ekki átti að taka ákvörðun á tímabilinu um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar því rannsóknir á veðurfari á Hólmsheiði standa yfir og lýkur ekki í bráð. Ekki heyrðist neitt af óánægju frá hinum nýja forseta borgarstjórnar Ólafi F Magnússyni og borgarbúar horfðu loks fram í pólitískan frið og stöðugt starfsumhverfi í stjórnkerfinu fram til næstu kosninga.  Eðlilegt var að Vilhjálmur Þ og xD tækju sínu hlutskipti af rósemi og festu og öxluðu þannig ábyrgð af mistökum sínum.  Starfsfriður í borginni hlyti að skipta miklu máli út kjörtímabilið sem er nú nær hálfnað... eða hvað?

Nei, Vilhjálmur Þ og félagar sáu sér leik á borði.  Samkvæmt því sem fram kom á fréttafundinum áttu sjálfstæðismenn frumkvæði að því að tala við Ólaf F Magnússon.  Nú var tækifæri til að ná aftur völdum og þó að það gæti kostað verulega eftirgjöf í baráttumálum þeirra og gjöf borgarstjórastöðunnar til Ólafs F í eitt ár eða svo, væri það þess virði.  Ekkert er jú meira niðurlægjandi en að vera valdalaus, hvað þá valdalaus eftir klúður.  Hví skyldi Ólafur F ekki semja við þá.  Hann var að vísu niðurlægður af þeim eftir kosningarnar en það var ekkert sem góðir plástrar gætu ekki bætt. 

Hér er það sem blasir við:

  • Ólafur F yfirgefur eigið bakland og sinn dygga stuðningsmann og baráttukonu Margréti Sverrisdóttur til þess að taka einhliða upp samstarf við xD og fá að vera Borgarstjóri.
  • Ólafur ber fyrir sig að hann hafi ekki fengið málefnum sínum framgengt undir "góðri stjórn Dags B Eggertssonar".  Trompið hans í síðustu kosningum - flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni er sett fram sem mál sem gangi nú í gegn en í raun átti hvort eð er ekki að taka ákvörðun um staðsetninguna á þessu kjörtímabili.  Alger núll-punktur.
  • Ólafur kemur fram sem bjargvættur aldraðra og öryrkja í strætómálum.
  • Ólafur kemur fram sem bjargvættur almannaeignar borgarbúa á orkufyrirtækjum þeirra.
  • Ólafur segir að fulltrúar F-listans hafi ekki fengið nægilega marga fulltrúa sem skyldi í ráðum og nefndum borgarinnar.  Nú hefur hann enga fulltrúa frá xF með sér og hvernig ætlar hann því að bæta úr þessu?
  • Ólafur reyndi ekki að lýsa óánægju sinni eða fá fram breytingar á málefnum með afgerandi hætti dagana áður en hann sökkti skyndilega skipinu.  Passar það við mann sem setur málefnin á oddinn og gætir heiðarleika í samstarfi?
  • Ólafur nær að verða Borgarstjóri með aðeins um 10% atkvæða borgarbúa á bak við sig.  Sjálfstæðismenn beygja sig undir þetta til þess að ná völdum á ný og halda andlitinu sem hinn ráðandi flokkur.  Hvað með starfsfriðinn í borginni? Hvað með kjósendur xD.  Vilja þeir völd undir hvaða formerkjum sem er og undir stjórn Ólafs F Magnússonar?  Vilja þeir Vilhjálm Þ. aftur sem borgarstjóra?
  • Ólafur fær borgarstjórastólinn feita en hvaða vini á hann?  Formaður Frjálslyndra er ánægður með hann og hann tekur honum eflaust fagnandi aftur inn í flokkinn, en mun það bæta mannorð Ólafs og tryggja honum pólitíska framtíð?  Ólafur gæti nú eflaust runnið "ljúft" inn í Sjálfstæðisflokkinn rétt eins og Gunnar Örn Örlygsson gerði hér um árið, en verður hann annað en peð í þeim flokki og getur xD stillt honum upp sem trúverðugum frambjóðanda?

Þetta er að mínu mati eitt hið dapurlegasta pólitíska "sjálfsmorð" sem ég hef séð en jafnframt eitt það dramatískasta.  Ólafur hefur tryggt stað sinn í sögubókunum sem borgarstjóri Reykjavíkur, en hvernig munum við minnast hans sem manneskju?  Hvernig fordæmi teljum við Ólaf vera að setja fyrir ungt fólk í landinu?   Mun þessi valdaleikur hans hvetja heiðarlegt og dugmikið fólk til að taka þátt í stjórnmálum?  Hvernig mun Reykjavík taka þessari stjórnfarslegu nauðgun?!!

Það mátti skilja orð Dags að nýtt samstarf S, B, V og óháðra / Íslandshreyfingarinnar væri möguleiki í stöðunni.  Reynsla borgarbúa af stökum sætum í borgarstjórn er ekki góð nú og spurning er hvort endurreistur R-listi verði íhugaður af alvöru á ný.  Úr því sem komið er verður hlutskipti hins venjulega Reykvíkings að fylgjast með þriðja borgarstjóra kjörtímabilsins og hinna bláu vina hans uppfylla öll loforðin. 


mbl.is Nýr meirihluti í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég mótmæli!

Ég mótmæli þeirri misnotkun á ráðherravaldi sem Árni Mathiesen beitti við veitingu héraðsdómarastöðu nýverið.  Af öllum þeim upplýsingum (bæði á prenti og af persónulegum vitnisburði) sem ég hef séð og heyrt um málið þykir mér ljóst að það er mikill munur á reynslu og hæfni þeirra þriggja sem dæmdir voru best hæfir af dómnefndinni og þeim sem stöðuna fékk.  Sá munur er ekki stöðuþega í hag.

Hingað og ekki lengra!

Þessari geðþóttamennsku í stjórnmálum verður að linna og fólk sem kosið hefur verið til hárra embætta verður að taka ábyrgð á svona dómgreindarleysi með því að stíga til hliðar.  Kannski var þetta eitt hliðarspor á annars ágætum ferli Árna, en hvert er traust þjóðarinnar til hans nú?  Sorgleg staða en engu að síður óumflýjanleg.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband