Færsluflokkur: Heimsspeki og siðfræði
Skammsýn samlíking
11.1.2008 | 00:52
Í Kastljósi kvöldsins voru rithöfundarnir Auður Jónasdóttir og Haukur Már Helgason til viðtals og spjalls um nýútkomna bók þeirra; "Íslam án afsláttar".
Í bókinni eru ýmsar greinar um Íslam og ýmis mál sem hafa komið upp í samskiptum múslima og annarra þegna landanna í kringum okkur. Talsvert er fjallað um "skopmyndamálið" svokallaða, en það átti sér stað eftir að danskt dagblað birti skopmyndir af Múhameð spámanni múslima. Trúarleiðtogar múslima þar í landi fóru til miðausturlanda og fengu þar hjálp við að skipuleggja mótmæli í miklum fjölda Íslamskra landa. Þessi mótmæli fóru gjörsamlega úr böndunum og sendiráð Dana voru sums staðar brennd og danskar útflutningsvörur hunsaðar. Ofbeldi braust út á sumum stöðum. Þessi ofbeldisfullu og hatrömmu viðbrögð voru réttlætt með því að guðlast hefði verið framið og að það væri eðlilegt að múslimum sárnaði verulega.
Nú er ég ekki að skrifa þetta til að dæma þessa bók enda hef ég ekki lesið nema lítinn hluta af henni. Ég er að skrifa um það sem kom fram í Kastljósinu en þar lýstu þau Auður og Haukur Már kaldhæðnum skopmyndum sem áttu að vera móðgandi fyrir það sem Íslendingum væri "heilagt". Merkilegt var að aðeins ein myndanna beindist að algengustu trú landsmanna, kristninni og gat ég ekki greint hvað ætti að vera meiðandi við hana. Allar hinar myndirnar beindust að mögulegum siðferðislegum veikleikum þjóðarinnar eins og efnishyggjunni og ímyndinni um hreinan kynstofn sem sumir rækta með sér (Skopmynd: Iceland - purest blood in the world).
Í allri umræðunni sem fram fór í Kastljósinu var ekki vikið að aðal atriðum þessa skopmyndamáls eftir myndbirtingu Jyllandsposten um árið. Aðal atriðið er að trúarhugmyndir eiga ekki að teljast heilagar og eiga ekki að njóta sérréttinda umfram aðrar. Skopmyndir eru leyfðar og ekkert réttlætir ofbeldisfullar aðgerðir vegna þeirra, hvorki í nafni trúarlegrar móðgunar né annars. Háð er vandmeðfarið og þegar gert er grín að minni máttar er oft gengið yfir strik velsæmis. Nú var ekki um minni máttar að ræða og þó svo þannig væri málum háttað, er aldrei hægt að réttlæta rangt með röngu. Hugmynd þeirra Auðar og Hauks Más um að leyfa okkur Íslendingum að finna til einhvers konar sams konar særinda eða móðgunar vegna skopmynda missir algerlega marks.
Í umræðu um málfrelsi og aftur trúfrelsi sagði Haukur Már að enginn hefði velt fyrir sér málfrelsi og rétti þeirra sem létu lífið í róstursömum mótmælum gegn skopmyndunum. Ríkistjórn þeirra landa þar sem þetta gerðist hefðu sent her á mótmælendur og drepið suma þeirra, sagði Haukur Már. Á manni nú að líða illa yfir því að hafa gagnrýnt þessa fánabrennandi, hatursfullu mótmælendur sem hótuðu Dönum limlestingum? Eiga gerðir þeirra að afsakast vegna enn verri gerða stjórnvalda í löndum þeirra? Nei, það er Haukur Már sem er ekki að sjá hinn siðferðislega kjarna þessa máls. Það verður ekki liðið að fólk, sama hverrar trúar það er, fari með ofbeldi og efni til haturs og skemmdaverka fyrir sakir teiknimynda. Það fólk sem ætlar að nærast á frelsi og umburðarlyndi vestrænna þjóðfélaga þarf sjálft að virða það frelsi og sýna umburðarlyndi í verki. Réttindi, frelsi og skyldur þjóðfélagsins ganga á báða vegu, ekki bara handa sjálfvöldum útvöldum einstaklingum eða hópum.
Það er ekki vel til fundið að reyna að benda á einhvern flein í auga okkar varðandi þetta skopmyndamál. Maður geldur ekki stríðni með ofbeldi og skemmdaverkum, skop með skotum, móðgun með drápum, gagnrýni með hatri eða frelsi með kröfu um sérréttindi. Við höfum okkar vandamál og ófullkomleika en við þurfum ekki lama dómgreind okkar og ákvörðunarrétt með tilbúinni sektarkennd og ótta við að móðga framandi menningu (menningarleg afstæðishyggja).
Heimsspeki og siðfræði | Breytt s.d. kl. 01:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (42)
Manngildi og siðferði mannsins vegna er nóg
30.12.2007 | 23:34
Í prentútgáfu Morgunblaðsins í dag 30. desember bls 44, birtist eftir mig svargrein sem fer hér að neðan. Ég sendi með greininni mynd sem Mbl birti ekki (líklega vegna plássvanda). Myndin verður því með hér en hún er tekin af Matthíasi Ásgeirssyni og kann ég honum þakkir fyrir að leyfa birtinguna.
----
Þann 21. okt. s.l. birtist svargrein Sigurðar Pálssonar fyrrverandi sóknarprests Þjóðkirkjunnar við grein minni frá 30. sept. Húmanismi lífsskoðun til framtíðar. Það er ánægjulegt að Sigurður tekur undir með mér um mikilvægi húmanismans, en hann skrifar hins vegar greinina til að mótmæla því sem hann kallar að [ég] spyrði saman guðleysi og húmanisma. Honum sárnar greinilega að ég nefni ekki einhverja trúmenn sem jafnframt hafi verið málssvarar húmanískra lífsgilda.
Sigurður segir: Að skilgreina húmanismann eða manngildisstefnuna fyrst og fremst sem guðlaust lífsviðhorf er fölsun. Hann vísar svo til þess að í mannkynssögunni sé fjarri því að allar greinar [manngildisstefnunnar] hafni trúarlegri sýn á tilveruna.
Fyrst vil ég nefna að hvergi í umræddri grein sagði ég að kristnir gætu ekki tileinkað sér húmanísk gildi eða hefðu ekki gert það fyrr á öldum. Hins vegar hafa ekki nema örfáir trúarleiðtogar verið í forsvari fyrir manngildishyggju og miklu oftar barist gegn straumum frelsis og manngildis. Þannig var það með trúfrelsi, aðskilnað ríkisvalds og dómsvalds frá kirkjunni, afnám þrælahalds, kosningarrétt kvenna og nú síðast réttindi samkynhneigðra.
Forysta Þjóðkirkjunnar hefur ekki enn áttað sig fyllilega á rökréttum nútímaviðhorfum gagnvart samkynhneigð. Hún barði lengi vel hausnum við stein í aumkunarverðri tilraun sinni til að halda í bókstafinn og hvatti Alþingi til þess að skerða réttindi annarra trúfélaga til að taka sjálfstæða ákvörðun um hjónavígslu samkynhneigðra þar til nýlega.
Þau alþjóðasamtök sem s.l. 56 ár hafa borið nafn húmanismans, International Humanist and Ethical Union (IHEU), hafna hindurvitnum og þ.á.m. trú á guði. Almennt þegar talað eru um samtök húmanista og húmanisma er átt við IHEU og þann húmanisma sem þar er haldið á lofti. Siðmennt er aðildarfélag að þeim. Hinn venjubundni húmanismi nútímans er trúlaus og þar liggur mín skírskotun.
Vissulega hafa húmanísk lífsviðhorf verið til innan trúarbragða og fyrstu húmanistar endurreisnarinnar eins og t.d. Desiderius Erasmus frá Rotterdam voru trúaðir. Þeir fengu viðurnefnið húmanistar árið 1589 vegna þess að skrif þeirra lögðu meiri áherslu á frelsi mannsins en áður þekktist. Þeir grófu þannig óbeint undan guðdómleikanum og því óskoraða valdi sem kirkjan hafði tekið sér á hugum og líkamlegu frelsi fólks. Þjóðfélög þessa tíma voru gegnsýrð af kristinni bókstafstrú og það var ávísun á dauðann að segja sig trúlausan. Thomas Jefferson, sem var uppi um tveimur öldum síðar var einarður gagnrýnandi trúarbragða og taldi að siðferði væri ekki komið frá guðdómi heldur eðlislægri dómgreind mannsins.
Sigurður sagði svo: Guðlaus lífsviðhorf fæddu ekki af sér manngildishugsjónina. Þessu er ég algerlega ósammála. Manngildishugsjónin hefur enga þörf fyrir guðshugmyndina og stendur algerlega sjálfstæð án hennar. Þó að bæði trúaðir og ótrúaðir hugsuðir sögunnar hafi komið fram með húmanískar skoðanir, þá byggðu þær ekki á guðfræði eða trúarlegum innblæstri. Þau trúarbrögð sem í dag teljast hófsöm og skynsamari öðrum eru það vegna þess að þau hafa fjarlægst nákvæma trú á orð trúarrita sinna og skilið eftir þann kjarna sem hvað helst samræmist húmanískum gildum og skynsemi. Þannig skiptir trúin á upprisuna og hina heilögu þrenningu ákaflega litlu máli fyrir megin hluta kristinna Íslendinga. Samkvæmt stórri Gallup könnun sem var gerð hérlendis árið 2004 trúa aðeins 8.1% því að þeir fari til himna eftir sinn dánardag. Siðferðislegt, lagalegt og menningarlegt umhverfi okkar er fyrst og fremst húmanískt, þ.e. óður til frelsi mannsins, hugvits og mannúðar, en ekki trúarlegrar náðar eins og forysta Þjóðkirkjunnar básúnar við hvert tækifæri.
Svo hneykslaðist Sigurður yfir því að ég vogaði mér að segja að hófsöm trúarbrögð búi í haginn fyrir hin öfgafullu heittrúarbrögð. Það er langt mál að færa fyrir því full rök en hér vil ég nefna eitt dæmi sem er okkur nærri. Á dögunum fór fram svokölluð Bænaganga sem margir kristnir trúarsöfnuðir stóðu að, þ.á.m. Þjóðkirkjan. Gengið var niður á Austurvöll og beðið um aukna kristinfræði og trúarlega starfsemi í skólum. Aðalskipuleggjandi göngunnar var maður sem vitað er að talar mjög niðrandi um samkynhneigða opinberlega. Í göngunni voru svo hermannaklæddir karlar sem báru fána og yfirbragð göngunnar varð því mjög þjóðernislegt (sjá mynd). Á meðan forgöngumaðurinn predikaði böðuðu þátttakendur út örmum líkt og öfga-evangelistar gera í Bandaríkjunum (Sjá grein Brynjólfs Þorvarðarsonar Gengið gegn gleðinni í Mbl, 18.11.07 bls 50). Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi hefur beðið skólayfirvöld undanfarin ár að gæta hins hlutlausa veraldlega grunns í menntastofnunum landsins og gæta þannig mannréttinda barna, sem voru dómfest í Mannréttindadómstóli Evrópu í sumar. Í stað þess að virða þennan dóm er Þjóðkirkjan tilbúin að ganga með öfgatrúuðum í baráttu fyrir auknum trúarlegum afskiptum í skólum. Hvað segir þetta manni um húmanisma Þjóðkirkjunnar og með hverjum hún stendur?
Heimsspeki og siðfræði | Breytt 31.12.2007 kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (53)
Veraldlega grunnskóla takk!
22.12.2007 | 04:11
Menntamálaráðherra stefnir að því að leggja fram frumvarp til nýrra laga um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla fyrir Alþingi á haustþingi 2007. Í frumvarpinu er lagt til að í stað ákvæðis í 2. gr. gildandi laga um kristilegt siðgæði barna er ákvæði um að efla almenna siðferðisvitund þeirra. Í frumvarpi til laga um grunnskóla er lagt til að í stað ákvæðis í 2. gr. gildandi laga um að starfshættir skólans skuli mótast af kristilegu siðgæði verði ákvæði um umburðarlyndi, jafnrétti, lýðræðislegt samstarf, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi.
Ég er mjög ánægður með lagatillögu Þorgerðar Katrínar því hún tekur nú mjög mikilvægt skref til enn betri veraldlegs grunns í íslensku laga- og menntakerfi. Sem betur fer er sjaldgæft að lagagreinar hafi skírskotun í einhver ákveðin trúarbrögð og fyrir því eru góðar ástæður. Á síðustu 5 öldum eða svo hafa hin vestrænu þjóðfélög smám saman skilið mikilvægi þess að skilja að trú og stjórnmál því trúarleg íhlutun í veraldlegt vald endaði alltaf með hörmungum. Í dag hefur fólk trúfrelsi en hinn sameiginlegi lagalegi og stjórnarfarslegi grunnur þjóðanna verður að vera óháður trú og laus við slíka merkimiða. Öðru vísi var og er ekki hægt að útfæra jafnrétti og koma í veg fyrir sérréttindi fjölmennra trúarhópa á kostnað annarra.
Þróun í siðferði síðustu alda átti sér stað vegna aukinnar áherslu á sjálfstæði manneskjunnar og rétt hennar til að hafa áhrif á stjórnarfar og val til menntunar og atvinnu. Manngildishyggja og veraldlegt siðferði, sem hefur það eitt að marki að hámarka hamingju og lágmarka þjáningar með rökfræðilegri nálgun olli straumhvörfum. Bandaríkjamenn stofnuðu ríki með aðskilnaði ríkis og kirkju, sigruðust á þrælahaldi og verkamenn fengu verkfallsrétt og vinnutímavernd. Baráttukonur beggja vegna Atlantshafs áunnu konum rétt til fjárhagslegra eigna og svo kosningarétt þrátt fyrir mikla andstöðu íhaldssamra stjórnmálaafla og kirkjuleiðtoga. Byltingin gegn alræðisvaldinu var löng og ströng en náði loks stórum áfangasigri með lokum seinni heimsstyrjaldarinnar og stofnun Sameinuðu Þjóðanna. Þær byggja sína mannréttindasáttmála á algildum siðferðisverðmætum óháð trúarbrögðum eða menningarheimum og því eru þeir leiðbeinandi fyrir allar þjóðir, allt fólk á jörðinni.
Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasbourg í sumar var skýr og fordæmisgefandi. Trúarlegt starf í opinberum skólum á ekki að eiga sér stað og lög um opinbera menntun geta ekki dregið taum ákveðinnar trúar eða ríkjandi kirkjudeildar. Tíma barna og kennslu í opinberum skólum verður að vernda frá trúboði eða pólitískri innrætingu. Kennarar eða leiðbeinendur barna geta ekki yfirfært sín persónulegu trúarbrögð á skólastarfið og eiga að halda bænum, ritningarlestri, kirkjuferðum eða heimsóknum presta frá reglubundnu skólastarfi. Það á að láta hverri fjölskyldu það eftir í sínum einkatíma hvert uppeldi barna þeirra verður hvað varðar lífsskoðanir og trúarbrögð. Hlutverk skóla er að mennta en ekki innræta. Þannig skal fræða um trú, heimsspeki, húmanisma, trúleysi, efahyggju og samanburð lífsskoðana á hlutlausan máta með námsefni sem er tekið saman af fagfólki en ekki ákveðnum trúar- eða lífsskoðunarhópum.
Þann 10. desember s.l. átti Mannréttindayfirlýsing SÞ 60 ára afmæli og því væri samþykkt þessa frumvarps á Alþingi nú eitt það besta sem ráðamenn þjóðarinnar geta gert til að heiðra yfirlýsinguna og tryggja betur mannréttindi barna í landinu. Ég vona að um þetta náist þverpólitísk samstaða. Styðjum frumvarpið!
Heimsspeki og siðfræði | Breytt s.d. kl. 04:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Fögnum 60 ára afmæli Mannréttindasáttmála SÞ!
10.12.2007 | 03:07
Í dag 10 desember á Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna 60 ára afmæli!
Í tilefni þess er vefsíðan www.KnowYourRights2008.org hleypt af stokkunum á vegum SÞ.
Þetta er mikill gleðidagur því mikilvægi sáttmálans verður seint ofmetið. Á þessum árum hafa hundruðir mannréttindamála unnist vegna þeirrar fyrirmyndar sem sáttmálin hefur sett öllum þjóðum heims. Sáttmálinn er viðurkenning á því að um heim allan gilda algild siðferðislögmál sem taka tillit til hvers einasta einstaklings og réttar hans til að lifa sómasamlegu lífi og eiga rödd sem hlustað er á án tillits til uppruna, kynþáttar, kyns, þjóðfélagsstöðu o.s.frv.
Sáttmálinn hafnar því að munur á menningu réttlæti t.d. kúgun og ofbeldi gegn konum eða minnihlutahópum.
Þá er það mikilvægt að sáttmálinn hafnar mismunum byggða á lífsskoðunum, þannig að trúarskoðanir og lífsskoðanir án trúar eigi að njóta sömu tækifæra og meðhöndlunar af opinberum aðilum. Börn eiga þann skýlausa rétt að njóta skólagöngu án afskipta utanaðkomandi félaga sem boða lífsskoðanir eða pólitískar stefnur. Menntun barna á að vera á faglegum forsendum eingöngu og í höndum menntaðra kennara.
Þessu hefur Siðmennt talað fyrir og verið sjálfstæður verndari og stuðningsaðili Mannréttindasáttmálans á Íslandi. Félagið er hluti af alþjóðlegum samtökum siðrænna húmanista sem kallast International Humanist and Ethical Union (www.iheu.org) en þau eru bara 5 árum yngri en sáttmálinn (stofnuð 1952). IHEU hefur átt náið samstarf við SÞ og verið ráðgefandi aðili frá stofnun þess. Fyrsti forseti alþjóðaþings IHEU, þróunarlíffræðingurinn Julian Huxley varð síðar fyrsti framkvæmdarstjóri UNESCO við stofnun þess. UNESCO er Mennta-, vísinda- og menningarmáastofnun SÞ. Stefnumál IHEU og Siðmenntar eru í anda Mannréttindasáttmálans.
Það er von mín að biskup Þjóðkirkjunnar, Sr. Karl Sigurbjörnsson sjái að sér og beri til baka ummæli sín um að Siðmennt séu "hatrömm samtök". Slík ummæli varpa skugga á baráttuna fyrir viðurkenndum mannréttindum og eru ekki til þess fallin að effla vináttu eða mannvirðingu á meðal fólks.
Siðmennt hefur vaxið mikið undanfarna 10 daga og það er fagnaðarefni að félagafjöldi hefur aukist um 15% á þeim tíma. Það er ljóst að margir hafa skilið mannréttindabaráttu þess og vilja búa börnum landsins menntakerfi sem hefur góð og algild siðferðisgildi að leiðarljósi án trúarlegra merkimiða, sérréttinda, boðunar, iðkunar eða trúarlegrar starfsemi í skólum.
Sem manneskja og húmanisti fagna ég þessum merkilega áfanga í "lífi" Mannréttindasáttmálans og segi: Skál! Megi hann lengi lifa! húrra! húrra! húrra! HÚRRA!!
Siðmennt svarar biskup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsspeki og siðfræði | Breytt s.d. kl. 03:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Staksteinum sunnudagsins 2. des 07 svarað
2.12.2007 | 18:52
Heimsspeki og siðfræði | Slóð | Facebook | Athugasemdir (55)
Jólin nálgast - hvers vegna gefur Guð aflimuðum ekki nýja fætur?
28.11.2007 | 00:49
Nú fer í senn Aðventan og svo Jólin - hátíð ljóss og friðar! Kristnir menn hitna örlítið meira en við hin sem föttum ekki breikið eða diggum ekki feikið, af einskærri eftirvæntingu yfir afmælishátíð litla krúsilega Jesúbarnsins sem lá í heyi jötunnar í Bethlehem. Mér og fólki af mínu sauðahúsi verður að nægja samvera með fjölskyldunni, góður matur og gjafir undir skreyttu jólatré.
Butt líf án Jesú "ain't du seim". Norðurheimskautaloftið mun iða af bylgjum bæna til Guðs og hans næstráðanda og uppáhald, mini-me Jesus; Dæmigerðar bænir gætu hljómað svona; "Pabbi komi heim úr útlöndum með PlayStation 100", "Magga systir fái kvef", "Ótakmarkað niðurhal og frí lög á torrent.is" og svo að alvörunni - bænir um "betri heilsu", "minni offitu" og e.t.v. "nýjan fót". Já sumir hafa misst útlimi eða fæddust ekki með þá heila.
En.. en.. en.. Guð og Jr gefa aldrei nýja fætur! ALDREI! Af einhverjum óskiljanlegum óalmættis ástæðum hefur þeim aldrei hugnast að lækna fótalausa. Bæði bænasinnuðum hugbylgjunæmum Íslendingum og okkur hinum sem getum ekki sent út bænabylgjur er það þó huggun að Það er búið að finna út hvers vegna! Svarið er finna á vefsíðunni "Why Won't God Heal Amputees?" Því miður hef ég ekki þýðingu á þeirri rökleiðslu sem þar fer fram, en verði forvitnin þér óbærileg þrátt fyrir e.t.v. slaka enskukunnáttu er bara málið að taka sér eina Ensk-Íslenska í hönd og komast að sannleikanum.
Gleðilegan jólaundirbúning!
Heimsspeki og siðfræði | Breytt s.d. kl. 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (141)
Til varnar bólusetningum og vísindalegum verðmætum
26.11.2007 | 18:13
Miðvikudagskvöldið 21. nóvember s.l. hélt ég fyrirlestur á vegum Res Extensa, félags um hug og hátterni, í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ. Yfirskrift fyrirlestrarins var "Vísindi og nýöld - bólusetningar eða blómadropar" og fjallaði hann um árás nýaldarfræðanna á vísindin og þá sérstaklega bólusetningar en það hefur borið á því að foreldrar hérlendis afþakki ónæmissetningar fyrir börn sín á þeim forsendum að þeir telji þær skaðlegar. Ég hef skoðað þessi mál talsvert og fann ekki neitt sem studdi þessar skoðanir. Þvert á móti, þá er sú gífurlega forvörn og heilsuvernd sem ónæmissetningar hafa skilað, ómetanleg verðmæti sem við eigum langlífi og heilsuöryggi okkar mikið að þakka.
Hér að neðan er hægt að hala niður Powerpoint sýningarskjali af fyrirlestrinum en hann er um 40 glærur að lengd.
Kjörorð dagsins: "Það er gott að hafa opinn huga en ekki svo opinn að heilinn detti út"
Stærðfræðingurinn og heimsspekingurinn William Kingdon Francis (1845-79, Englandi) skrifaði:
Ef ég leyfði mér að trúa hverju sem er á grunni ónægra sönnunargagna, er ekki víst að stór skaði hljótist af þeirri trú einni; hún gæti reynst sönn eða e.t.v. fengi ég ekki tækifæri til að koma henni á framfæri. Ég kemst þó ekki undan því eftir þessi rangindi gegn mannfólki, en að teljast auðtrúa. Hættan gagnvart þjóðfélaginu er ekki aðeins sú að það ætti að trúa á ranga hluti, sem er nógu slæmt; heldur að það allt ætti að verða auðtrúa og láta af því að prófa hluti og rannsaka; með þeim afleiðingum að snúa því aftur til villimennsku
William K Francis - Fyrirlestrar og ritgerðir 1886
Heimsspeki og siðfræði | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Dýrkeypt trú í lögvernduðu umhverfi
6.11.2007 | 00:51
Enn þann dag í dag er fólk tilbúið að myrða nágranna sína, fjölskyldu eða sjálfan sig (stundum allt í einu) fyrir trú á bókstaf trúarrita, þvert ofan í þá siðferðisskoðun sem barátta hugsjónafólks gegnum aldirnar fyrir húmanísku siðferði hefur skilað okkur hinum sem "almennri skynsemi". Þó að þessi almenna skynsemi sem byggir á rökhyggju þyki sjálfsögð, erum við öðru hvoru minnt óþægilega á það að svo hefur ekki alltaf verið og ekki er víst að alltaf verði svo nema að við við verjumst kröftuglega árásum óskynseminnar.
Þessi frétt var á vef Mbl í dag:
Tuttugu og tveggja ára kona frá Shropshire á Englandi lést af barnsförum við Royal Shrewsbury sjúkrahúsið þann 25. október. Konan fæddi tvíbura og missti mikið blóð, hún vildi ekki þiggja blóðgjöf af trúarástæðum, en hún tilheyrð söfnuði votta Jehóva og gátu læknar því ekkert gert til að bjarga henni.
BBC segir frá þessu og hefur eftir Terry Lovejoy, talsmanni safnaðarins í Telford að meðlimir hans fylgi orðum biblíunnar og þiggi ekki blóð, og hann hafi enga ástæðu til að ætla að hún hafi verði á annarri skoðun.
Vottar Jehóva þiggja ekki blóðgjafir þar sem þeir trúa því að Guð hafi í Biblíunni bannað slíkt og að það jafngildi synd að þiggja blóð.
Tvíburarnir nýfæddu eru viðgóða heilsu og eru í umsjá föður síns.
Það er kaldhæðnislegt að eftirnafn talsmannsins sé "Lovejoy" því hegðun safnaðarins er nær því að vera "Killjoy". Auðvitað er ekki ásetningur hér að deyða en útkoman er því miður hin sama. Það að þiggja ekki blóð til lífsbjargar er sjálfsdráp af völdum eigin "upplýsts" aðgerðarleysis.
Upplýsingin er þó vandamálið. Þ.e. upplýsingin sem konan var alin upp í innan einangrunar trúarsafnaðarins, ekki hin faglega upplýsing fæðingarlæknisins. Konan vissi að hún myndi deyja fengi hún ekki blóð en trúði því í einlægni og algerri sannfæringu að henni biði himnavist og að börnin hennar og maður væru hólpin leiðrétting "að hún verði eins og í svefni fram að upprisunni miklu" ef hún fylgdi bókstaflega túlkun Votta Jehóva á ritningunni. Trú hennar telur það verra að þiggja blóðgjöf en að deyja af völdum blóðtaps. Verra en að deyja af óþörfu frá nýfæddu barni (börnum). Hún má fá alls kyns lyf og jafnvel gerviblóð (sem ekki eru til nógu góð til að koma í staðinn) í æð, en blóð annarrar manneskju er höfuðsynd gegn orði ritningarinnar. Þannig lítur út fyrir að Vottar Jehóva telji blóð annarar manneskju valda einhverju hræðilegu í augum guðs sé það sett í æðar annarrar manneskju. Samt ættu þeir að vita að fullt af fólki utan þeirra safnaðar hefur þegið blóð og ekkert hræðilegt hefur komið fyrir það. Þetta fólk hefur notið hamingju og átt tækifæri til að ala upp börn sín og skila starfi fyrir þjóðfélagið. Nei, þetta skiptir ekki nægilega miklu máli í hugum Votta Jehóva. Ritningin gildir. Hvað skyldi það vera í ritningunni sem fær þá til að komast þessari niðurstöðu?
NT Postulasagan 15:28 - Í bréfi postula og öldunga til bræðra í Antíokkíu stendur
"...(28) Það er ályktun heilags and og vor að leggja ekki frekari byrðar á yður en þetta, sem nauðsynlegt er, (29) að þér haldið yður frá kjöti fórnuði skurðgoðum, blóði, kjöti af köfnuðum dýrum og saurlifnaði. Ef þér varist þetta, gjörið þér vel, Verið sælir"
GT Þriðja Mósesbók - Leviticus. Kafli 17: "Heilagleikalögin - Fórnir og neysla blóðs", setn 11-14
"... (13) Því að líf líkamans er í blóðinu og ég hefi gefið yður það á altarið til þess að með því sé friðþægt fyrir fyrir yður, því að blóðið friðþægir með lífinu. (12) Fyrir því hefi ég sagt við Ísraelsmenn:
"Enginn maður meðal yðar skal blóðs neyta, né heldur skal nokkur útlendingur, er býr meðal yðar, neyta blóðs" (13) Og hver sá Ísraelsmanna og þeirra manna útlendra, er meðal yðar búa, sem veiðir villidýr eða fugl ætan, hann skal hella niður blóðinu og hylja það moldu. (14) Því að svo er um líf alls hold, að saman fer blóð og líf, og fyrir því hefi ég sagt við Ísraelsmenn: "Þér skuluð ekki neyta blóðs úr nokkru holdi, því að líf sérhvers holds, það er blóð þess. Hver sá er þess neytir, skal upprættur verða" [breiðletrun mín]
Af þessum ritningarorðum draga Vottar Jehóva þá furðulegu ályktun að ekki megi þiggja blóðgjöf. Óttinn við að ritninguna megi túlka sem ísetningu blóðs í æðar líkamans þó að það sé augljóslega aðeins verið að tala um át á blóði, er skynseminni sterkari. Vottar vilja greinilega ekki hætta á að verða "upprættir". Kannski byggist þetta á "...því að líf sérhvers holds, það er blóð þess." þannig að þeir telji að með blóðgjöf sé einhver að láta frá líf sitt og því megi ekki þiggja það. Allt er þetta grátlega órökrétt og óskynsamlegt í ljósi nútíma þekkingu og ákaflega óábyrgt að taka þennan aldna texta bókstaflega.
Vottar Jehóva reyna í öllum löndum að fá skurðlækna til að samþykkja að gera á þeim aðgerðir og lofa að gefa þeim ekki blóð. Viðtökur hafa verið misjafnar og það oltið nokkuð á skoðun hvers skurðlæknis fyrir sig. Hins vegar leyfa lög landsins ekki að líf barns undir lögaldri fái að fjara út í blóðleysi og er forræði foreldra dæmt af þeim ef þurfa þykir í slíkum tilvikum. Það hefur gerst hér. Til þess að styðja við eigin trúarkreddu hafa Vottar Jehóva bent mikið á hætturnar af blóðgjöfum og benda á að osmótískt virkir innrennslisvökvar geti komið í staðinn. Það gildir þó ekki um lífshættulegt blóðleysi því að eins rauðu blóðkornin flytja súrefni til vefja líkamans.
Ímyndum okkur ef stjórnmálaflokkur eða almennt áhugamannafélag boðaði þá skoðun að ekki mætti gefa sýklalyf því það dræpi saklausa gerla og væri óásættanlegt ígrip í náttúrulegt ferli. Við vitum að afleyðingin yrði sú að fólk dræpist í hrönnum úr lungnabólgu og þvagfærasýkingum. Hver yrðu viðbrögð við slíkum stjórnmálaflokki?
Að vísu þarf ekki að ímynda sér þetta því til er fólk í kuklgeiranum (m.a. sumir hómeopatar) sem mælir mót ónæmissetningum vegna snefilmagns af kvikasilfri í sumum bóluefnum og óstaðfestri tilgátu um að viss bóluefni valdi einhverfu. Ef þessi ótti réði ríkjum fengjum við brátt faraldur mænusóttar, heilahimnubólgu og barnaveiki með þúsundum örkumla eða dauðum börnum í kjölfarið. Allt þetta þykir okkur fáránlegt en þegar sama fáránleika er haldið fram af trúarsöfnuði, er það allt í einu mun ásættanlegra og trúarskoðanirnar fá sérstaka verndun þjóðfélagsins. Söfnuður Votta Jehóva er skráð trúfélag hérlendis en samt stendur í lögum um skráningu trúfélaga frá árinu 2000 eftirfarandi:
I. kafli. Almenn ákvæði um trúfélög.
1. gr. Trúfrelsi.
Rétt eiga menn á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Eigi má þó fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði og allsherjarreglu. Á sama hátt eiga menn rétt á að stofna félög um hvers konar kenningar og lífsskoðanir, þ.m.t. um trúleysi. [breiðletrun í 1.gr. er mín]
Hvers vegna eru þessi lög ekki virt og eftir þeim farið? Er trú Votta Jehóva um skaðsemi blóðgjafar ekki "gagnstæð góðu siðferði"? Ef okkur þykir það e.t.v. ekki nóg til að neita þeim um skráningu, hvað þá með eftirfarandi í trú þeirra (heimild):
- Heaven is only for select Jehovah's Witnesses
- Heaven is limited only to 144.000 Jehovah's Witnesses
- Jehovah's Witnesses are the only true Christians
- There is no life after death (except for the 144.000 selected ones)
- You are discouraged from attending college
- The "first resurrection" occurred in 1918
- All pastors are the "Antichrist"
- All churches are of Satan
- All governments are controlled by Satan
- You cannot take a blood transfusion
- You cannot be a police officer
- You cannot salute the flag, stand for the national anthem, or own a flag
- You cannot buy girl Scout cookies
- You cannot marry a non-Jehovah's Witness
- If one does not follow the rules of the Watchtower they will be shunned
- You cannot read Christian literature from a Christian book store
- You cannot be a cheerleader
- You cannot celebrate any holidays (Christmas, Easter, etc )
- You cannot celebrate your birthday
- You cannot run for or hold a political office
- You cannot vote in any political campaign
- You cannot serve on a jury
- You are discouraged from giving to charity (except Watchtower causes)
- You cannot speak to former members who are shunned (disfellowshipped)
- You cannot accept Christmas gifts
- Only Jehovah's Witnesses can understand the Bible
- Angels direct the Watchtower organization
- You must report your witnessing activity to the elders
- You must go from door to door weekly to gain converts
- You cannot have friends who are not Jehovah's Witnesses
- You must refer to all Jehovah's Witnesses as "brother" or "sister"
- You cannot play chess*
- You cannot understand the Bible without Watchtower literature to explain it
- A child abuser is reported to Watchtower elders and not the police
- You must forgo vacations to attend annual conventions
- You are discouraged from buying a two door car-A "Theocratic" or "spiritually strong" Jehovah's Witness will have a full size car for the door to door work
- Men cannot wear beards
- Men must wear short hair
- Women cannot pray in the presence of men without a hat
- You cannot have a tattoo
- You forbidden to use any tobacco products
- Only officially approved sexual practices are allowed in marriage
- You must appear before a Judicial committee if you are caught breaking Watchtower rules (Secret files are kept on all members which record these meetings-these files are kept in New York and are never destroyed)
- You must not own wind-chimes (they are for chasing away evil spirits)*
- You cannot read any anti-Jehovah's Witness material
- You cannot use pet foods made with blood or blood products
- You cannot join any clubs or sports teams
- You cannot wear jade jewelry*
- If you see another Jehovah's Witness breaking the rules you must turn them in to the elders to be interrogated
- Women must submit to Watchtower elders
- You cannot support your country
- One must study Watchtower books at least six months before he can be baptized
- Before baptism, one must answer over questions in front of a panel of elders
- Most of The Book of Revelation applies to the Jehovah's Witnesses
- You cannot celebrate Mothers or Fathers day (it may produce pride)
- JWs are are forbidden to say "good luck"
- God only speaks through the "Governing Body" in Brooklyn, New York
- The Holy Spirit is only for select Jehovah's Witnesses
- The Lord's supper is only to be eaten by select Jehovah's Witnesses ( , group- % of Jehovah's Witnesses are forbidden from taking the Lord's supper)
- The Lord's supper can only be offered once per year
- JWs in times of crisis, are strongly discouraged from consulting with family counselors, including mental health professionals who are not Jehovah's Witnesses
- Only faithful Jehovah's Witnesses will survive Armageddon
- If you have a non-Witness spouse your first loyalty is to the elders over your spouse
- Judgment day is 1000 years long
- If you leave Jehovah's Witnesses or are expelled from the organization you will not be resurrected
- Only Jehovah's Witness prayers are heard by God
- God will destroy all non-Jehovah's Witnesses at armageddon
- You forbidden to say "God bless you" when someone sneezes
- You cannot participate in a school play
- You cannot donate blood or your organs when you die
- You can never question what is printed in Watchtower literature
- You are forbidden to attend a funeral of an ex-Jehovah's Witness
Þetta er löng upptalning en alls ekki tæmandi um trú og samfélagsreglur Votta Jehóva. (Afsakið leti mína að þýða ekki textann). Ef til vill eru þær ekki allar í gildi hjá söfnuðnum hér eða eitthvað slakað á sumum þeirra en ég hef ekki ástæðu til að hald að þeir syndgi hér stórt gegn sínum uppruna.
Ég breiðletraði það sem mér fannst standa út úr sem andstætt almennu siðferði. Flestar þessar reglur miða að því að einangra safnaðarmeðliminn bæði félagslega og hugarfarslega. Bannað er að lesa gagnrýni á trú þeirra og fólk sem yfirgefur trú þeirra er hrakið burt og útilokað, útskúfað og vanvirt. Þannig tekst þessum fornaldarsöfnuði að læsa fólk inni í hugarfari einangrunar og útilokunar. Það má ekki efast og það má ekki taka þátt í félagsstarfi, íþróttum eða stjórnmálum hins almenna þjóðfélags. Allt eru þetta reglur sem viðhalda fáfræði og fordómum um þjóðfélagið í kringum þá og halda meðlimum þeirra í söfnuðnum vegna ótta við alls kyns útskúfun og reiði ímyndaðs guðs.
Þetta eru þó skráð trúarbrögð þrátt fyrir 1. ákvæði laganna þar sem segir að trúfélög megi ekki fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði og allsherjarreglu. Vantar kannski viðmiðið hér? Hvað er hið góða siðferði og allsherjarregla? Það hlýtur að endurspeglast í þeim mannréttindareglum sem við viljum kenna okkur við, t.d. reglur SÞ. Er einangrun og útskúfun í samræmi við þau mannréttindi?
Hvers vegna hafa trúarbrögð sérréttindi til þess að brjóta á mannréttindum og góðu siðferði? Er e.t.v. kominn tími til að fara að lögum í landinu? Hversu langt má trúfrelsi ná?
Frekari fróðleik og tilvitnanir um Votta Jehova má m.a. finna á Wikipediunni.
Heimsspeki og siðfræði | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (49)
Um rasisma
25.10.2007 | 14:27
Í kjölfar frétta um að erfðafræðingurinn James Watson hefði sagt að blökkumenn væru ekki eins gáfaðir og hvíti kynstofninn hefur orðið fjörug umræða hér í bloggheimum og hefur sumum hitnað talsvert í hamsi og ausið Watson fúkyrðum.
Mér finnst rétt að staldra hér aðeins við og skoða hvað felst í rasisma.
Samkvæmt umfjöllun á Wikipedia.org er skilgreiningin nokkuð á reiki en þrengsta mynd hennar er líklega sú að rasismi sé sú skoðun að mismunur sé á getu kynstofna þannig að ákveðinn kynstofn geti verið á hærra eða lægra stigi en aðrir. Í enskunni eru notuð orðin "superior" og "inferior" sem ég tel vafasamt að þýða "æðri" eða "óæðri" því það gefur til kynna miklu breiðari grundvöll og hugsanlega siðferðislegan eða ákveðinn mikilvægan grundvallarmun. Það vantar í skilgreininguna á hvaða sviði þessi hærri eða lægri stig eiga að vera en oftast er verið að vísa til vitsmunalegrar hæfni (cognitive skills) í þessu samhengi.
Þegar talað er um rasisma er væntanlega f.o.f. verið að tala um mismunun vegna kynþátta manna, þ.e. ekki verið að skilgreina í raun hverjir séu eiginleikar þessara kynþátta/kynstofna, heldur hvernig komið sé fram við þá.
Skilgreining Sameinuðu þjóðanna hneigist að þessu og er eftirfarandi:
According to UN International Conventions, "the term "racial discrimination" shall mean any distinction, exclusion, restriction or preference based on race, color, descent, or national or ethnic origin which has the purpose or effect of nullifying or impairing the recognition, enjoyment or exercise, on an equal footing, of human rights and fundamental freedoms in the political, economic, social, cultural or any other field of public life."
þýðing mín: "Hugtakið "mismunun kynþátta" á að ná yfir hvaða aðgreiningu, útskúfun, takmörkun eða forréttindi byggð á kynþætti, litarhætti, kynstofni (niðjum) eða þjóðernis eða þjóðfélagsuppruna sem hefur þann tilgang eða áhrif að þurrka út eða draga úr möguleikum á að fá notið, fengið viðurkennd eða framkvæmd þau mannréttindi sem fólki ber í pólitísku, efnahagslegu, menningarlegu eða öðru opinberu lífi".
Ég ætla ekki að kafa mjög djúpt í þetta en mikilvægi þessa liggur í því að það er framkoman sem skiptir máli, ekki hvort að viðkomandi kynstofn sé öðru vísi en aðrir. Það er alveg ljóst að kynstofnar sem þróuðust á sitt hvorum staðnum á jörðinni í árþúsundir hafa sín sérkenni og þ.á.m. getur verið einhver munur á ákveðinni líkamlegri og hugrænni getu. Það fer svo eftir því hvernig við meðhöndlum þennan mun siðferðislega hvort upp kemur rasismi (siðferðisleg mismunun) eða ekki. Þetta á líka við um hvernig við meðhöndlum ríka og fátæka, hrausta og heilsulitla, unga og gamla o.s.frv. Það eitt að kanna hver munurinn sé og tala um niðurstöður vissra prófa gerir fólk ekki að rasistum, heldur hvort að viðkomandi notar niðurstöðurnar til að réttlæta illa meðferð eða forréttindi til handa einhverjum ákveðnum.
Hvað segir annars bloggheimur?
Heimsspeki og siðfræði | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (48)
Magni! Gneisti!
6.10.2007 | 02:14
Í Fréttablaðinu í gær 5. okt 07, á bls 24 var birt grein Sr. Hjartar Magna Jóhannssonar sóknarprests í Fríkirkjunni sem bar heitið "Eru húmanistar óvinir Krists?" Í greininni ræðir hann um það hversu jákvæð lífsskoðun húmanista sé og að hún eigi samleið með þeim boðskap Krists í að "reis[a] upp þá niðurbeygðu og ger[a] heila og mynduga þá sem á vegi hans verða". Þessu er ég algerlega sammála. Mannvirðingin er í kjarna húmanisma og þessa boðskapar Krists. Hjörtur Magni lýsir þeirri kristni sem hann aðhyllist og hún er greinilega umburðarlynd og stefna sameiningar um góða hluti, ekki sundrungar og fráhrindinga. Hjörtur Magni er sá veglyndasti og siðferðislega þroskaðisti prestur sem ég hef kynnst og fylgst með.
Í Blaðinu í gær á bls 15 skrifar Óli Gneisti Sóleyjarson um þá gagnrýni sem prestar Þjóðkirkjunnar höfðu uppi um gifinguna á vegum Siðmenntar í Fríkirkjunni í síðasta mánuði í greininni "Um guðs hús, krónur og aura". Hann veltir því fyrir sér hvort að prestarnir séu argir út í Siðmennt vegna þess að þeir sjái fram á tekjutap við að athafnir færist yfir til Siðmenntar. Ég hef ekki heyrt neinn prest kvarta yfir því beinum orðum, en e.t.v. er þetta einhver minni ástæða sem þeir hafa ekki nefnt. Hins vegar ósköpuðust þeir mikið yfir því að þetta væri vanhelgi. Óli Gneisti bendir réttilega á að Siðmennt hafi enga eigin aðstöðu eins og er, og því ættu prestar að styðja félagið í að fá skráningu sem lífsskoðunarfélag og sömu réttindi og trúfélög. Þannig yrði félagið smám saman fært um að koma sér upp sínu eigin húsnæði.
Um 19.1% þjóðarinnar (+/- 2.5%) segjast "ekki trúaðir" samkvæmt stórri könnun Gallup árið 2004. Er ekki kominn tími til að þessi 1/5 hluti þjóðarinnar fái tækifæri til að skrá sín "sóknargjöld" í það lífsskoðunarfélag sem höfðar mest til hans?
Heimsspeki og siðfræði | Breytt s.d. kl. 02:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Í Morgunblaðinu í dag, sunnud. 2. des, voru skrif Staksteina að venju. Í þetta skipti ákvað höfundur pistilsins að gagnrýna Siðmennt þó að hann/hún passi að nefna félagið ekki á nafn. Höfundurinn getur þó vart vikið sér undan því að hann á við Siðmennt því ekki hefur verið talað um annað en Siðmennt í samhengi þeirrar gagnrýni og lyga sem hann kemur fram með.
Staksteinar dagsins byrja svona:
Hér að neðan fer svar mitt sem ég setti í athugasemdafærslu Staksteinabloggsins.
---
Sæll höfundur Staksteina
Eðlilegt væri að vita nafn þitt. Er það rétt skilið hjá mér að Styrmir Gunnarsson sé höfundur þessa skrifa í Staksteinum? Skrifaðir þú þetta Styrmir?
Samrýmist það siðareglum Blaðamannafélagsins að skrifa hvassa gagnrýni á vegum fjölmiðils undir dulnefni?
Ég er Svanur Sigurbjörnsson, húmanisti og stjórnarmaður í Siðmennt.
Á fimmtudaginn fóru af stað hroðalegar árásir á ákaflega gott frumvarp Katrínar Þorgerðar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra í kjölfar kynningar á frumvarpinu og einkafundar Karls Sigurbjörnssonar biskups með henni. Frumvarpið tók út merkimiða eins trúfélags úr lögunum og setti í staðinn almennt orðalag um siðferðisgildi sem allir geta verið sammála um óháð úr hvaða trúfélagi þeir/þær eru.
Þetta er í fullu samræmi við úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasbourg frá í sumar og ályktanir Mannréttindanefndar SÞ undanfarin ár. Mikilvægi þessa er að gæta þess að lög séu ekki trúarleg (eins og þau nánast öll eru) en samt leiðbeinandi um almenn siðferðisverðmæti.
Frá því að ljóst var að trúarleiðtogar gætu ekki haft dómsvald eða lagalega íhlutun og vestræn þjóðfélög komu á veraldlegri (secular) stjórnskipan smám saman síðustu 4-5 aldir hafa orðið gífurlegar framfarir og réttindi og hamingja einstaklinga þessara landa hafa stóraukist. Hlutlæg hugsun skilaði þannig miklum pólitískum framförum og jafnfram geysilegum tækniframförum og þekkingu á mannlífi og lífrænum ferlum. Úr varð bylting í læknisfræði og sóttvörnum og mikil fólgsfjölgun fylgdi í kjölfarið. Aðskilnaður beinna trúarafskipta frá stjórnarfari og menntun var og er lykilatriði þeirrar velgengi sem vestræn þjóðfélög búa við. Einn stærsti viðburður sögunnar í þá veru var samþykkt Bandarísku stjórnarskrárinnar við stofnun þess lýðveldis.
Við megum ekki gleyma eðli þess veraldlega stjórnskipulega grunns sem forfeður okkar fórnuðu oft á tíðum lífi sínu fyrir eða var kastað í fangelsi um lengri tíma. Ekki sér maður setningar eins og "í Jesú nafni" á eftir lagagreinum, um t.d. refsimál eða bílbeltanotkun. Lögin okkar eru veraldleg til að halda hlutleysi og einbeita okkur að markmiðunum einum. Þannig eru Mannréttindasáttmálar Evrópu og SÞ skrifaðir. Lög geta ekki dregið taum eins trúfélags eða einnar trúarhugmyndar þó að hún sé í meirihluta meðal þjóðar.
Hér er ekki um það að ræða að "minnihluti sé að kúga meirihluta" eins og heyrist víða, m.a. hjá Karli Sigurbjörnssyni biskup. Hér er farið fram á jafnrétti fyrir lögum líkt og fatlaðir einstaklingar njóta. Ekki er spurt að því hvort þeir séu í minnihluta þegar setja á upp lyftur eða bæta aðgang fatlaðara í byggingar. Er það "frekur minnihluti" þegar beðið er um textun fyrir heyrnarlausra hjá RÚV?
Varðandi lygar um Siðmennt.
Á síðasta kirkjuþingi heyrðist frá einhverjum ræðumönnum að félagið væri á móti kristinfræðslu og kennslu í trúarbragðafræði. Siðmennt er búið í gegnum árin að margítreka að svo er ekki en samt heldur þessi lygi áfram. Svo tekur þú, höfundur Staksteina þetta beint upp án þess að hafa fyrir því að kynna þér stefnumál Siðmenntar á www.sidmennt.is eða það bréf sem við sendum ritstjórn Morgunblaðsins á föstudaginn til að leiðrétta þetta. Leiðréttingin var birt á Mbl.is sama dag.
Þá var það einnig leiðrétt að Siðmennt er EKKI á móti Litlu-jólunum eins og blaðamaður 24-stunda leyfði sér að túlka í föstudagsblaðinu. Samt apar þú þetta upp eins og þú hefðir fengið gullið tækifæri til að níða félagið. Vinnubrögð þín og ábyrgðarleysi við skrif þessa Staksteina í dag eru með ólíkindum og bera ekki þess vitni að þú hafir starfað við einn stærsta og áhrifamesta fjölmiðil landsins í tugi ára. (Ég geri ráð fyrir að ég sé að skrifa til Styrmis Gunnarssonar). Þetta er til skammar.
Ég vona að Morgunblaðið sjái að sér og bæti fyrir burð þessara lyga á félagið með því að birta alla fréttatilkynningu Siðmenntar í blaðinu á morgun eða þriðjudag á áberandi stað. Svonalagað má ekki eiga sér stað í siðuðu þjóðfélagi.
Kveðja
Svanur Sigurbjörnsson, Stjórnarmaður í Siðmennt
---
Ég vil einnig benda á svar Sigurðar Hólm Gunnarssonar og skrif hans á www.skodun.is
Fréttatilkynnig Siðmenntar og umfjöllun um frumvarp menntamálaráðherra má sjá hér.
Þá vil ég einnig hvetja þig lesandi góður að horfa á Silfur Egils frá í dag en þar færir Matthías Ásgeirsson formaður Vantrúar og félagsmaður í Siðmennt ákaflega sterk rök fyrir afstöðu Siðmenntar og Vantrúar (hann talar þó ekki sem fulltrúi Siðmenntar, heldur Vantrúar).
Nú er mál að lygum um Siðmennt linni og fólk taki nokkra djúpa andardrætti og líti á heimildir áður en það skrifar um félagið og tímamótatillögu ráðuneytsins um breytingu á grunnskólalögum.